ÍSÍ
Fréttir
Mars 2017
Ávarp forseta Óhætt er að segja að eitt heitasta umræðuefnið í íþróttaheiminum í dag sé um lyfjaeftirlit og lyfjamisnotkun. Alþjóðaólympíunefndinni og alþjóðasamböndum þess er umhugað um að keppni íþróttafólks sé á jafnréttisgrundvelli og enginn hafi hag af misnotkun árangursbætandi efna. Lyfjaeftirlit innan íþróttaheimsins hefur vaxið að umfangi á undanförnum árum og gegnir Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin WADA forystuhlutverki í þessum málum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan að upp komst um lyfjamisnotkun rússnesks íþróttafólks og fylgdarliðs á síðasta ári. Í júní 2016 fór fram Leiðtogafundur (Olympic Summit) með fulltrúum víðsvegar að úr heiminum. Þar var lögð aukin áhersla á lyfjaprófun í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó til viðbótar við þau próf sem fyrirhuguð voru á vegum alþjóðlegra sérsambanda. Í tengslum við 2020 áætlun Alþjóðaólympíunefndarinnar var sérstakur rannsóknarsjóður stofnaður sem styrkir rannsóknir tengdar baráttunni gegn lyfjamisnotkun í íþróttum.
í hjólreiðum sem misnotaði árangursbætandi efni um langt skeið og rannsóknarblaðamanns sem skoðað hefur lyfjamisferli i íþróttaheiminum í mörg ár. Allt sögur sem sýndu okkur hversu falið þetta vandamál getur verið og hve nauðsynlegt er að allir haldi vöku sinni varðandi lyfjamál og fæðubótarefni í íþróttum þar sem markaðsráðandi öfl bera ekki allaf hag neytandans fyrir brjósti.
Aðgerðir gegn lyfjamisnotkun verða sífellt markvissari og í dag mega lyfjaeftirlitsstofnanir geyma sýni í tíu ár eftir að þau eru tekin. Því er hægt að dæma keppendur fyrir lyfjamisnotkun allt að tíu árum Baráttan gegn lyfjamisnotkun er ekki verkefni eftir misnotkunina. Þetta er gert í samvinnu við einstaklinga eða einstakra hópa. Ef árangur á að nást Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunina - WADA. þarf víðtæka samvinnu á heimsvísu, bæði af hálfu Að gefnu tilefni skal þó bent á að íþróttafólk ber sjálft íþróttahreyfingarinnar og stjórnvalda allra landa. alltaf ábyrgð á því sem finnst í lífsýni viðkomandi. Því Nauðsynlegt er að allir hagsmunaaðilar geri allt sem þarf hver og einn að huga vel að innihaldslýsingum á í þeirra valdi stendur til að vinna gegn misnotkun á öllu sem neytt er og bera saman við bannlista WADA. árangursbætandi efnum og aðferðum. Ég vil hvetja allt íþróttafólk til að vera góðar Lyfjaeftirlit ÍSÍ sér um lyfjaprófanir á íþróttafólki fyrirmyndir, innan vallar sem utan og hafa ávallt rétt innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands við. allt árið um kring, á æfingum, í keppnum og utan keppni. Lyfjaeftirlitið sér um fræðslu, meðal annars til sambandsaðila ÍSÍ, íþróttafélaga, menntaskóla og háskóla og sér um menntun eftirlitsaðila. Lyfjaeftirlit ÍSÍ fylgist náið með þróun og framvindu í þessum málaflokki. Nálgast má nýjustu fréttir og fræðsluefni frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ á vefsíðunni www.lyfjaeftirlit.is. ÍSÍ, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir ráðstefnu, í tengslum við Reykjavíkurleikana (RIG) 2017 í janúar sl., um lyfjamál og fæðubótarefni. Þar voru flutt áhugaverð erindi sérfræðings í íþróttanæringarfræði, fyrrum keppanda
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ
Ráðstefna um lyfjamál Þann 26. janúar 2017 fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Íþróttaog Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur stóðu fyrir ráðstefnunni, í samstarfi við HR, og var ráðstefnan hluti af WOW Reykjavik International Games 2017. Þrír erlendir fyrirlesarar fluttu erindi á ráðstefnunni. Fyrstur var Dr. Ron Maughan frá Skotlandi, sem er sérfræðingur í íþróttanæringarfræði og fæðubótarefnum. Fram kom í erindi Ron að gæðastjórnun og gæðaeftirlit með fæðubótarefnum er ekki eins gott og það ætti að vera. Rannsóknir hafi sýnt að fæðubótarefni innihaldi stundum efni á bannlista WADA og að innihaldslýsingar eru oft rangar. Hann nefndi að íþróttafólk verði sérstaklega að hafa varann á, því það ber alltaf sjálft ábyrgð á því sem það neytir og getur átt á hættu að falla á lyfjaprófi og enda í keppnisbanni. Margt íþróttafólk tekur inn fæðubótarefni og telur að það hjálpi því að ná árangri í íþróttinni en fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda, að sögn Ron. Erindið var afar athyglisvert
að hafa neytt ólöglegra lyfja á sínum ferli. Hann féll í raun aldrei á lyfjaprófi opinberlega, en að hans sögn var lyfjaeftirliti ábótavant í hjólreiðaíþróttinni á þeim tíma og auðvelt fyrir utanaðkomandi öfl að stjórna því. Michael svaraði spurningum gesta af mikilli hreinskilni. Hann sagðist vilja sjá betra lyfjaeftirlit innan íþróttaheimsins og minni spillingu.
Að lokum steig á svið rannsóknarblaðamaðurinn Hajo Seppelt frá Þýskalandi. Hajo hefur unnið sem rannsóknarblaðamaður í fjölda ára og gerði meðal annars heimildamyndir, í samstarfi við rússnesku Næstur á svið var fyrrum Tour de France afreksíþróttakonuna Yulia Stepanov og mann hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen frá hennar, sem þóttu sanna skipulagt lyfjamisferli í Danmörku. Michael viðurkenndi í lok síns ferils, árið Rússlandi. Hann talaði um að spilling hvað varðar 2013, stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum lyfjamál hafi verið til staðar í íþróttaheiminum síðan stóð. Hann var einn af þeim bestu í heiminum í á áttunda áratugnum. Erindi hans fjallaði mikið um hjólreiðum, sigraði fjórum sinnum á sérleiðum í lyfjamisferlið sem átti sér stað í Rússlandi og viðbrögð hinni heimsfrægu keppni Tour de France og var á Alþjóðaólympíunefndarinnar við því. Hann sagðist góðri leið með að sigra keppnina árið 2007 þegar að vilja að tekið verði enn harðar á lyfjamisnotkun og liðið sem hann keppti fyrir rifti samningi hans. Það má segja að hann hafi lagt sitt á vogarskálarnar í var afar sláandi að mati margra ráðstefnugesta að þeirri baráttu. heyra erindi hans, en hann sagðist ekki sjá eftir því Fleiri myndir frá viðburðinum má sjá á myndasíðu ÍSÍ.
Reglur Afrekssjóðs ÍSÍ endurskoðaðar Á haustmánuðum 2016 skipaði framkvæmdastjórn ÍSÍ vinnuhóp til að endurskoða reglur Afrekssjóðs ÍSÍ í framhaldi af undirritun samnings ÍSÍ við ríkisvaldið um stóraukið framlag til afreksíþróttastarfs. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum 2016 í 400 milljónir á árinu 2019 og er því um fjórföldun að ræða. Þetta þýðir gjörbreytingu á starfsemi Afrekssjóðs ÍSÍ og því nauðsynlegt að aðlaga reglur sjóðsins að þessum gjörbreyttu aðstæðum. Á Formannafundi ÍSÍ þann 11. nóvember sl. var vinna þessa vinnuhóps kynnt og í framhaldinu var boðað til funda með fulltrúum sérsambanda, íþróttahéraða og annarra vegna þessa. Vinnuhópnum var falið að skila af sér niðurstöðum fyrir 1. mars 2017. Skýrsla vinnuhópsins var kynnt fyrir framkvæmdastórn ÍSÍ þriðjudaginn 7. mars sl. og sama dag var formleg kynning fyrir fulltrúa sérsambanda og íþróttahéraða.
niðurstöðum vinnuhópsins, en einnig er fjallað um söguleg atriði sem tengjast þróun Afrekssjóðs ÍSÍ og afreksstyrkja íþróttahreyfingarinnar. Vinnuhópurinn leitaði til álitsgjafa sem hafa mikla þekkingu á afreksíþróttastarfi erlendis og má lesa margt um skoðanir þeirra í skýrslunni sem og um svör við viðhorfskönnun sem fulltrúar íþróttahreyfingarinnar svöruðu fyrr í vetur. Vinnuhópurinn ræddi við hátt í 200 aðila úr forystu íþróttahreyfingarinnar þá sex mánuði sem vinnuhópurinn var að störfum. Niðurstöður vinnuhópsins eru fjölþættar og koma inn á atriði eins og sjálfstæði sjóðsins, gegnsæi og rökstuðning með úthlutunum, skilgreiningar á afrekum, áhersluþætti, skiptingu í afreksflokka, umsóknir og styrkveitingar, svo eitthvað sé nefnt. Ítarlega er fjallað um hagsmunamál íþróttafólks og fyrirkomulag á stjórnun afreksíþrótta á Íslandi, en til að efla enn frekar afreksíþróttir á Íslandi er þörf á að skerpa á fjölmörgum atriðum.
Í lokaorðum í skýrslu vinnuhópsins segir: „Framkvæmdastjórn ÍSÍ og fulltrúar á Íþróttaþingi Í skýrslu vinnuhópsins er ítarlega gerð grein fyrir þurfa að taka umræðu um þessi mál og setja það í traustan farveg. Afar mikilvægt er, að þó að allir verði ekki sáttir hvað útkomu sinnar íþróttagreinar varðar, horfi forystufólk íþróttahreyfingarinnar á heildarhagsmunina – framgang og aukin árangur íslensk afreksíþróttafólks á alþjóðavísu og að afreksstarf á Íslandi styrkist og eflist til framtíðar.”
Andri, Friðrik og Þórdís.
Frá kynningu fyrir fulltrúa sérsambanda og íþróttahéraða.
Í vinnuhópnum sátu þau Stefán Konráðsson formaður Íþróttanefndar ríkisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, Dr. Þórdís Lilja Gísladóttir íþróttafræðingur, nýdoktor HÍ og fyrrverandi afrekskona í frjálsíþróttum og Friðrik Einarsson fyrrverandi formaður Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands. Þá var Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fenginn til að starfa með hópnum. Skýrsla vinnuhópsins var kynnt á blaðamannafundi þann 8. mars að viðstöddum Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ og fulltrúum vinnuhópsins, þeim Stefáni, Þórdísi og Andra.
Tillaga vinnuhóps að skiptingu sérsambanda í afreksstig.
Í framhaldinu stóð stóð Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ fyrir vinnufundi með fulltrúum sambandsaðila ÍSÍ. Um 40 manns frá sérsamböndum og íþróttahéruðum mættu á fundinn þann 18. mars sl. og ræddu skilgreiningar á afreksíþróttum, afrekum og árangri og þá sérstaklega hugmyndir vinnuhópsins.Þátttakendum var skipt í fjóra umræðuhópa sem störfuðu fram að hádegi sama dag. Miklar umræður áttu sér stað í hópunum og Frá vinnufundi þann 18. mars. það kom fljótt í ljós hversu fjölbreytilegt starf á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi hvað varðar afreksíþróttir. Erfitt er að finna eina algilda verður rætt um Afreksstefnu ÍSÍ og þær tillögur skilgreiningu sem hentar fyrir allar íþróttagreinar og sem tengjast afreksíþróttum og þurfa umræðu á því má segja að niðurstaða flestra fundarmanna varð Íþróttaþingi ÍSÍ 2017. að ÍSÍ þyrfti að skilgreina þætti eins og afrek, árangur og stórmót með hverju sérsambandi fyrir sig. Skýrsluna má finna á vefsíðu ÍSÍ. Áfram verður unnið að skilgreiningum og hugmyndum sem snúa að reglum Afrekssjóðs ÍSÍ Ítarefni við skýrsluna sem geymir niðurstöður úr og afreksstarfi á Íslandi. Verður annar vinnufundur viðhorfskönnun og eldra efni má einnig finna á haldinn miðvikudaginn 29. mars nk. þar sem áfram vefsíðu ÍSÍ.
Umfjöllun um lyfjaeftirlit Óháð rannsóknarnefnd sem Alþjóðalyfja- McLaren segir í eftirlitsstofnunin (WADA) skipaði til að fara skýrslunni að um sé að betur ofan í kjölinn á lyfjamisnotkun rússneskra ræða lyfjamisnotkun íþróttamanna á síðustu árum birti niðurstöður af stærðargráðu sínar í skýrslu þann 18. júlí 2016. Richard McLaren sem ekki áður hefur sem ráðinn var af Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni til þekkst. Ljóst er verksins fór fyrir nefndinni. Fyrri hluti skýrslunnar var að um eins konar birtur í júlí, en niðurstöðurnar voru mikið áfall fyrir stofnun hafi verið að allan íþróttaheiminn enda sannaðist þar að rússnesk ræða, sem vann að því að búa til verðlaunahafa, stjórnvöld hafi með skipulögðum hætti aðstoðað og mikið var lagt upp úr því að halda öllu leyndu. íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta Í skýrslunni kemur einnig fram að síðan hneykslið frammistöðu sína og svindla á lyfjaprófum. Svindlið kom upp hafi lyfjaeftirliti Rússa verið breytt og að þeir virðist hafa staðið yfir að minnsta kosti frá árinu séu að reyna að bregðast við með auknu eftirliti. 2011 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að Alþjóðaólympíunefndin ákvað að banna ekki öllu komast að því sanna í málinu. rússnesku íþróttafólki að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó heldur gaf hverju sérsambandi leyfi til að ákveða Í desember 2016 kom lokahluti McLaren-skýrslunnar hvert fyrir sig hvað yrði gert við Rússa innan þeirra út. Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin gaf út yfirlýsingu raða. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið bannaði alla samdægurs þar sem hún staðfesti niðurstöðu McLaren Rússa frá keppni á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og og óháðu rannsókarnefndarinnar. Í skýrslunni segir að er nú búið að banna alla Rússa frá keppni á HM í yfir 1.000 Rússar hafi með aðstoð ríkisins nýtt sér efni frjálsíþróttum sumarið 2017. Sambandið leggur til á bannlista WADA til að auka árangur sinn í íþróttum að banna Rússa frá keppni þangað til í fyrsta lagi í á árunum 2011-2015. Ljóst er að íþróttafólkið notaði nóvember 2017. Áhugavert verður að fylgjast áfram bönnuð efni samkvæmt ríkisstyrktri áætlun. með gangi mála.
Bannlisti WADA 2017 Í byrjun árs 2017 birti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) Bannlista WADA 2017 og samantekt um helstu breytingar frá síðasta bannlista ásamt útskýringum. Bannlistinn er uppfærður árlega, en á hverju ári fer hann í gegnum ákveðið ferli sem tekur níu mánuði, þar sem allt sem tengist efnum og aðferðum er skoðað. Listinn er síðan birtur þremur mánuðum áður en hann tekur gildi til þess að íþróttafólk geti kynnt sér listann og gert viðeigandi ráðstafanir. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Bannlistann og samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum má sjá á vefsíðu Lyfjaeftirlits ÍSÍ, www.lyfjaeftirlit.is.
Lyfjaeftirlit ÍSÍ vill koma því á framfæri að íþróttafólk ber sjálft alltaf og undir öllum kringumstæðum ábyrgð á því sem finnst í lífsýni viðkomandi. Íþróttafólki ber því að ganga úr skugga um að það sem það neytir sé ekki á Bannlista WADA, en listinn gildir á alþjóða vísu. ÍSÍ hvetur alla sem hlut eiga að máli að kynna sér Bannlista WADA 2017.
Heimsráðstefna WADA 2017 Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hélt sína árlegu heimsráðstefnu í Lausanne dagana 13.-15. mars 2017. Meginþema ráðstefnunnar voru rödd íþróttafólksins í lyfjamálum, uppfyllingarskilyrði eftirlits og regluverk um ábendingar og hvatning til ábendinga (whistleblowing).
Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin hefur þróað hugbúnað sem gerir íþróttfólki og öðrum kleift að stíga fram og segja frá misferli eða hverju því sem getur grafið undan baráttunni gegn lyfjamisnotkun. Hugbúnaðurinn, sem heitir „Speak Up!“, felur í sér þann möguleika að tryggja trúnað og rétt þeirra sem stíga fram. Allir þeir sem verða vitni að, vita um eða hafa rökstuddan grun Ráðstefnan var haldin í þrettánda skipti og var hún um að svindl hafi átt sér stað eru hvattir til þess að sú stærsta hingað til með yfir 740 fulltrúa víðsvegar stíga fram og segja frá. Vefsíðu Speak Up! má sjá hér. að úr heiminum frá lyfjaeftirliti, alþjóðasérsamböndum, viðburðarhöldurum, Ólympíusamböndum, Samhliða ráðstefnu WADA fór fram málstofa iNADO ríkisstjórnum og rannsóknarstofum. Birgir Sverrisson (Institute of National Anti Doping Organizations) starfsmaður Lyfjaeftirlits ÍSÍ sat ráðstefnuna. sem Lyfjaeftirlit ÍSÍ er aðili að. McLaren skýrslan, sem skýrði frá lyfjamisferlinu í Rússlandi, upplýsingaöflun, Áhersla er lögð á að lyfjaeftirlit uppfylli skilyrði sem rannsóknaraðferðir og öruggar leiðir til að segja Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin setur til þess að halda frá (whistleblowing) voru meðal umræðuefna á réttindum sínum til lyfjaprófana og meðferðar málstofunni. Lyfjaeftirlit ÍSÍ hyggst á næstu misserum niðurstaða. Einnig gildir það um rannsóknarstofur. taka í notkun hugbúnað sem gerir fólki kleift að veita Eftirlit af hálfu WADA með að þessum skilyrðum sé upplýsingar í gegnum vefsíðu án þess að koma fram framfylgt verður eflt og einnig skilgreint sérstaklega undir nafni. hvenær óuppfyllt skilyrði varða refsingu á hendur einstaka löndum. Tilgangur þeirra breytinga er að Vefsíða Lyfjaeftirlits ÍSÍ er lyfjaeftirlit.is. efla trúverðugleika lyfjaeftirlits í augum íþróttafólks.
Richard McLaren í pontu á heimsráðstefnunni.
Birgir Sverrisson sat ráðstefnuna.
Sýnum karakter
Verkefnið Sýnum karakter er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Verkefnið er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus og einblínt með nýstárlegum hætti á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlega, s.s. áhugahvöt, félagsfærni, sjálfstraust, einbeitingu, leiðtogahæfni og markmiðasetningu.
þó misjafnar. Ein leið til þess að efla þetta hefur verið að gera æfingar og keppni í kringum greinina að sameiginlegu áhugamáli. Ef iðkendur hafa gaman af því að stunda íþróttina þá gerir það vinnuna auðveldari. Hann lýsir ferlinu þannig að í upphafi tímabils hafi hann sest niður með strákunum í liðinu og þeir ákveðið í sameiningu markmið fyrir allt liðið. Fyrir valinu var að stefna að því að verða flottasta körfuboltaliðið á Íslandi tímabilið 2016-2017. Út frá þessu ræddu þeir svo um hvað þyrfti til þess að verða flottasta liðið. Á vefsíðu Sýnum karakter eru nú komnir bæði Niðurstaðan var sú að búa til fimm gildi sem þeir fræðandi og skemmtilegir pistlar eftir þjálfara og stefndu á að fara eftir hvort sem er á æfingum eða afreksíþróttafólk þar sem helsta umfjöllunarefni er í keppni. Strákarnir fengu síðan allir útprentað blað efling andlegra og félagslegra þátta í gegnum þjálfun. með gildunum til þess að taka með heim. Til þess að minna á gildin á æfingum er eitt af gildunum tekið Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkmaður í fyrir í einu og notað sem þema í tvær vikur í senn. fótbolta, skrifaði pistil sem ber heitið „Að snúa Fyrir hverja helgi fá strákarnir líka heimaverkefni sem nánast tapaðri stöðu“ og segir í stuttu máli frá þeir þurfa að leysa. Í þessum verkefnum hefur Karl markmiðasetningu Hannesar frá því að hann spilaði Ágúst farið yfir þætti eins og tæknilega hluti tengda í annarri deild á Íslandi og þangað til hann spilaði í 8. körfuboltanum, mataræði, sjálfstraust, gildin o.fl. liða úrslitum á EM í fótbolta sl. sumar. Þetta eru aðferðir sem hafa reynst vel til að skapa góðan liðsanda. Þær hafa líka átt þátt í því að fjölga Árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur kylfings hefur iðkendum. ekki farið framhjá neinum, en hún skrifaði frábæran pistil fyrir Sýnum karakter sem ber heitið „Minn ÍSÍ hvetur alla til að kynna sér síðuna Sýnum karakter. innri Federer“. Áhugavert er fyrir ungt íþróttafólk að skyggnast inn í huga Ólafíu, en hún segir m.a. frá hugsunum sínum undir pressu. Nýlega skrifaði körfuknattleiksþjálfarinn Karl Ágúst Hannibalsson frábæran pistil um mikilvægi þess að byrja strax á því að huga að andlegri- og félagslegri hlið barna þegar þau koma inn í íþróttastarfið. Hann hefur í vetur einbeitt sér að þeim allra yngstu, 5-8 ára, og reynt á markvissan hátt að efla þessa þætti. Honum segir að t.d. sé mjög mikilvægt að allt liðið sé samstíga þegar skapa á góðan liðsanda. Hann segir sömu tól eiga við óháð aldri þegar kemur að vellíðun í íþróttastarfi. Aðferðirnar sem hægt sé að nota séu
Styrktaraðilar Sýnum karakter
Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fór fram í Erzurum í Tyrklandi 12. – 17. febrúar 2017. Ísland átti sem fyrr keppendur á leikunum. Að þessu sinni kepptu íslenskir keppendur í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og á snjóbretti. Keppendur á leikunum eru á aldrinum 14 til 18 ára, þátttökuþjóðir voru í ár 34 og þátttakendur voru um 1200. Setningarhátíðin fór fram kvöldið 12. febrúar og lokahátíðin kvöldið 17. febrúar. Erzurum er bær í austurhluta Tyrklands með um 300 þúsund íbúa. Afar góð aðstaða var fyrir keppendur á leikunum og íslenskir keppendur ánægðir með sína María Friðgeirsdóttir og Katla Björg Dagbjartsdóttir. Katla Björg varð í 18. sæti og Harpa í 26. sæti. María dvöl ytra. helltist úr lestinni í fyrri umferð. Heiti hátíðarinnar er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og er „Fair Play“ eða háttvísi eitt af megin Í brettaati kepptu Aron Kristinn Ágústsson, Bjarki Jarl einkunnarorðum hátíðarinnar. Mikið er lagt upp Haraldsson og Tómas Orri Árnason. Í tímatökunni úr því að hátíðin sé skemmtun og að þátttakendur varð Tómas í 12. sæti, Bjarki í 15. sæti og Kristinn í 18. sæti. 16 efstu komust áfram. Í fjórðungsúrslitum kynnist ungu fólki frá öðrum löndum Evrópu. varð Tómas fjórði í sínum riðli og Bjarki þriðji. Komust Þann 12. febrúar hófst keppni á leikunum. Stúlkurnar þeir því ekki lengra í keppninni. María Finnbogadóttir, Harpa María Friðgeirsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sigríður Dröfn Aðalfararstjóri í ferðinni var Örvar Ólafsson Auðunsdóttir kepptu í stórsvigi og stóðu sig með verkefnastjóri á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ og sóma. María varð í 19. sæti og með þriðja besta sjúkraþjálfarinn Halla Sif Guðmundsdóttir var einnig tímann í sínum árgangi. Harpa María varð í 32. sæti, með í för. Katla Björg varð í 33. sæti og Sigríður varð í 39. sæti. Í stuttu prógrammi á listskautum keppti Herdís Birna Hægt var að fylgjast með íslensku keppendunum á Snapchat, isiiceland, og vakti það mikla lukku. Hjaltalín. Hún varð í 19. sæti. Þann 13. febrúar kepptu Arnar Ólafsson, Pétur Fleiri myndir úr ferðinni er hægt að sjá á myndasíðu Tryggvi Pétursson og Sigurður Arnar Hannesson í 7.5 ÍSÍ. km skíðagöngu. Sigurður varð í 38. sæti, Arnar í 48. sæti og Pétur varð í 51. sæti. Anna María Daníelsdóttir keppti í 5 km skíðagöngu og varð í 38. sæti. Þann 14. febrúar hafnaði Anna María í 35. sæti í 7.5 km skíðagöngu. Í 10 km skíðagöngu drengja höfnuðu þeir Sigurður, Arnar og Pétur Tryggvi í 46., 51. og 54. sæti. Í stórsvigi drengja féll Jökull Þorri Helgason úr leik í fyrstu umferð. Georg Fannar Þórðarson endaði í 26. sæti. Á þriðja keppnisdegi, þann 15. febrúar, átti Ísland keppendur í listskautum, svigi stúlkna og brettaati drengja. Herdís Birna keppti í frjálsum æfingum á listskautum og varð í 19. sæti. Í svigi stúlkna kepptu María Finnbogadóttir, Harpa
Að leysa úr samskiptavanda ÍSÍ stóð fyrir hádegisfundi 24. janúar sl. sem haldinn var í Íþróttamiðstöðinni. Þar sagði Björg Jónsdóttir frá Erindi frá tilboði sem íþróttafélögum stendur til boða ef upp koma samskiptavandamál, eins og eineltismál. Erindi býður upp á ókeypis ráðgjöf, fræðslu og aðstoð við gerð eineltisáætlunar fyrir íþróttafélög. Með Björgu á fundinum var Dagný Kristinsdóttir formaður Aftureldingar en félagið var fyrsta félagið til að skrifa undir samstarfssamning við Erindi. Sent var út beint frá fundinum á facebook síðu ÍSÍ. Erindi eru samtök um samskipti og skólamál sem voru valin í söfnun „Á allra vörum“ sem fram fór í september 2015. Safnað var fyrir samskiptasetri sem samtökin reka í dag. Í setrinu fer fram ráðgjöf til foreldra og barna sem lent hafa í samskiptavanda, ráðgjöf til skóla, námskeið, fræðsla og ýmislegt fleira. Markmið samtakanna er að veita aðstoð í samskiptavanda barna og unglinga. Hjá Erindi starfa eingöngu fagaðilar á sviði uppeldis-, menntamála og lýðheilsu og ráðgjafar sem hafa menntun og reynslu til
Björg frá Erindi, Ragnhildur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ og Dagný formaður Aftureldingar. að veita ráðgjöf. Nýverið setti Erindi saman samning sem stendur öllum íþróttafélögum á landinu til boða þar sem þjónusta Erindis er boðin ókeypis út árið 2017. Samningurinn samanstendur af eineltisáætlun fyrir félögin, fræðslu til starfsmanna auk ráðgjafar ef upp koma samskiptamál. Vefsíða Erindis er www.erindi.is
Afmælishóf SÍÓ Samtök íslenskra Ólympíufara stóðu fyrir afmælishófi fyrir Ólympíufara og þátttakendur á Ólympíuleikum í desember 2016. Heiðursgestur var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Það er óhætt að segja að Ólympíufarar og makar fjölmenntu en hátt í 100 manns mættu á hófið. Markmið fundarins var að bjóða Ólympíuförum að hittast og rifja upp gamla tíma ásamt því að halda uppá afmæli eftirtalinna leika: Tórínó (2006), Atlanta (1996), Innsbruck og Montreal (1976), Cortína og Melbourne (1956). Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði gesti og þakkaði gott boð. Hann minnti gesti á að hann kæmi úr mikilli íþróttafjölskyldu og faðir hans Jóhannes Sæmundsson hefði einmitt farið sem þjálfari frjálsíþróttaliðs Íslands á leikana í Munchen 1972. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ ávarpaði einnig gesti og við það tækifæri veitti hann Jóni Hjaltalín Magnússyni formanni SÍÓ heiðurskross ÍSÍ fyrir störf hans í þágu íþrótta á Íslandi. Elstu þátttakendurnir sem mættu voru Óskar Jónsson
(sumar) og Þórir Jónsson (vetrar) sem kepptu árið 1948, en sá yngsti var Guðni Valur Guðnason kringlukastari sem keppti í Ríó 2016. Fleiri myndir má sjá á myndasíðu ÍSÍ.
Sæmdir gullmerki ÍSÍ Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Ómar Einarsson framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar voru sæmdir Gullmerki ÍSÍ í desember 2016 fyrir þeirra góðu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Í móttökunni var sýnt stutt myndband sem sýndi nokkra af hápunktum Smáþjóðaleikanna 2015 en verkefnið er það umfangsmesta sem íþróttahreyfingin á Íslandi hefur tekið að sér til þessa.
Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti Illuga og Ómari heiðursviðurkenningarnar í móttöku sem ÍSÍ hélt í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 8. desember. Við það sama tækifæri var sérsamböndum þeirra íþróttagreina sem keppt var í á Smáþjóðaleikunum 2015 afhent eintak af verðlaunapeningum leikanna í fallegum ramma, sem gjöf til minningar um leikana. Samskonar gjafir voru afhentar fulltrúum menntaog menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur sem og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur formanni Skipulagsnefndar leikanna og Óskari Erni Guðbrandssyni framkvæmdastjóra leikanna.
Illugi, Lárus, Ómar og Líney.
Ráðstefna um stjórnun Ráðstefnan „Góðir stjórnunarhættir – ólíkar leiðir að settu marki“ fór fram í janúar í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Reýkjarvíkurleikana 2017. Á ráðstefnunni fluttu þrír reyndir stjórnendur úr íþróttahreyfingunni erindi um sína stjórnunarhætti. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa gert miklar breytingar á skipulagi sinna íþróttasambanda og náð mjög góðum árangri í kjölfarið. Fyrst á svið var Jane Allen, sem er framkvæmdastjóri breska fimleikasambandsins. Hún tók við rekstri þess árið 2010 en hafði áður stýrt ástralska sambandinu. Hún sagði frá umfangsmiklum breytingum sem hún stóð fyrir í sambandinu. Í stjórnartíð hennar hefur sambandið vaxið úr 17 starfsmönnum uppí tæplega 150. Samhliða þessum vexti óx íþróttalegur árangur sambandsins, eins og sést á fjölda verðlauna á Ólympíuleikum og Heimsmeistaramótum. Næstur á svið var Michael Pedersen. Hann er virtur sérfræðingur í íþróttastjórnun og hefur aðstoðað leiðtoga fjölda íþróttagreina um allan heim við að bæta skipulag, endurskapa ímynd og uppræta spillingu. Áhugavert var að hlýða á hans erindi en
hann þekkir íþróttahreyfinguna vel, ekki bara sem leiðtogi heldur líka sem þjálfari og sjálfboðaliði. Síðastur með erindi var Duffy Mahoney. Hann er yfirmaður afrekssviðs hjá bandaríska frjálsíþróttasambandinu. Hann ræddi um það hvernig frjálsíþróttasambandið hefur unnið að markaðsmálum og fengið inn sterka kostunaraðila. Með þeirri aðferðarfræði hefur þeim tekist að ná í stærstu kostunarsamninga innan ólympískra sérsambanda í Bandaríkjunum og þar með hafa þeir skapað nýjan rekstrargrundvöll fyrir sambandið. Ráðstefnustjóri var Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ sem stóð sig með prýði.
Fyrirmyndarfélög á Íslandi Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Fyrstu viðurkenningar til fyrirmyndardeilda voru veittar í upphafi ársins 2003 og uppfylla fjölmargar deildir og félög kröfur sem gerðar eru til fyrirmyndarfélaga.
Smáþjóðaleikar 2017 17. Smáþjóðaleikar Evrópu fara fram í San Marinó dagana 29. maí - 3. júní 2017. Ísland sendir fjölmennan hóp þátttakenda á leikana og mun eiga keppendur í öllum greinum utan Bowls sem ekki er stunduð hér á landi. Íslenskir keppendur munu taka þátt í blaki og strandblaki, bogfimi, borðtennis, júdó, körfuknattleik, frjálsíþróttum, hjólreiðum, skotfimi, sundi og tennis. Hugur er í þátttakendum um að fylgja eftir þeim góða árangri sem náðist á síðustu leikum sem haldnir voru á Íslandi í júní 2015.
Lista yfir fyrirmyndarfélög ÍSÍ má finna á vefsíðu ÍSÍ og einnig upplýsingar um verkefnið og hvernig viðurkenning fæst. Hér fyrir neðan má sjá Íslandskort með fyrirmyndarfélögum eftir íþróttahéruðum.
Kynjahlutföll í héruðum og sérsamböndum Örn Arnarson nemi í tómstundafræði við HÍ var í vettvangsnámi á skrifstofu ÍSÍ í fjórar vikur í byrjun árs 2017. Hann aðstoðaði við Lífshlaupið, sem er verkefni á vegum Almenningsíþróttasviðs, ýmislegt í tengslum við Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem Afreksog Ólympíusvið sér um og einnig skoðaði hann málefni innflytjenda í íþróttum á Íslandi svo einhver verkefni séu talin. Örn skoðaði líka kynjahlutföll í stjórnum íþróttahéraða og sérsambanda. Þar á meðal kynjahlutfall formanna. Niðurstöður má sjá hér fyrir neðan, en þessi staða miðast við áramót 2016-2017. Kynjahlutfall formanna sérsambanda ÍSÍ
Íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ Það var mikið um dýrðir í Silfurbergi í Hörpu þann 29. desember 2016 þegar að ÍSÍ veitti íþróttakonum og íþróttamönnum sérsambanda viðurkenningar. Íþróttafólkið fékk afhenta veglega verðlaunagripi sem Ólympíufjölskylda ÍSÍ gefur við tilefnið.
Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona var í öðru sæti og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur var í þriðja sæti. Nánari upplýsingar um kjör íþróttamanns ársins eru Allar upplýsingar um íþróttafólk sérsambanda eru aðgengilegar á vefsíðu Samtaka íþróttafréttamanna. aðgengilegar á vefsíðu ÍSÍ. Fleiri myndir má sjá á myndasíðu ÍSÍ.
Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ á glæsilegu sviði Íþróttamanns ársins 2016.
Körfuknattleiksfólk ársins, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Martin Hermannsson.
Hrafnhildur, Ólafur bróðir Gylfa og Ólafía.
Verðlaunagripir Íþróttafólks sérsambanda.
Guðni Th. forseti Íslands var gestur á Íþróttamanni ársins 2016.
Tennisfólk ársins, Anna Soffía og Rafn Kumar ásamt Ástu Kristjánsdóttur.
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 14. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar verður haldin í Györ í Ungverjalandi dagana 23. – 26. júlí 2017. Útlit er fyrir óvenju stóran keppendahóp frá Íslandi þar sem handknattleiksliði drengja var boðin þátttaka. Þátttökuréttinn er hægt að þakka góðum árangri yngri landsliða drengja síðustu misserin.
Íþróttaþing 2017 73. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram í Gullhömrum í Reykjavík dagana 5.-6. maí 2017. Samkvæmt lagabreytingum sem gerðar voru á síðasta þingi er nú kosið um forseta til fjögurra ára og helming stjórnar til fjögurra ára og helming stjórnar til tveggja ára. Á vefsíðu ÍSÍ má sjá skjöl og fleira um þingið.
Hjólað í vinnuna 2017 Hjólað í vinnuna fer fram 3. - 23. maí 2017 og þá í fimmtánda sinn. Hjólað í vinnuna hefur fest sig í sessi í vinnustaðamenningu margra vinnustaða í landinu. Nú er um að gera að nýta tímann til þess að huga að hjólinu og yfirfara búnað þess. Vefsíða verkefnisins er www.hjoladivinnuna.is
Fundur vegna PyeongChang 2018 Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í PyeongChang í Suður-Kóreu í febrúar 2018. Í febrúar sl. fór fram fundur aðalfararstjóra Ólympíunefnda og sótti Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, fundinn fyrir hönd ÍSÍ. Á fundinum var farið yfir öll helstu atriði sem snúa að undirbúningi og þátttöku á leikunum auk þess sem að mannvirki og aðstaða var skoðuð. Keppnismannvirki eru að mestu tilbúin en verið er að vinna að byggingu Ólympíuþorpa, leikvangs fyrir setningar- og lokahátíð og hótela fyrir gesti á leikunum. Háhraðalest mun flytja þátttakendur frá flugvelli að aðal Ólympíusvæðinu. Þar verður keppt í snjógreinum og setningar- og lokahátíðarnar fara þar fram. Við austurströndina verður keppt í ísgreinum, en borgin Gangneung mun hýsa hitt Ólympíuþorpið og keppnisstaði ísgreina. Ljóst er að skipulag leikanna mun henta íslenskum þátttakendum vel. Stutt er á milli Ólympíuþorpsins og keppnisstaða skíðagöngu og tæknigreina alpagreina. Eins er stutt í það mannvirki sem hýsir setningar- og lokahátíð, sem og verðlaunaafhendingar sem fara fram á einum stað á hverju kvöldi.
Lífshlaupið 2016 Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþróttaog Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna með það að markmiði að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta. Mikil gleði ríkti í íþróttahúsi Holtaskóla þann 1. febrúar þegar Lífshlaupið var ræst í tíunda sinn. Við þetta tækifæri var verkefninu Heilsueflandi samfélag ýtt úr vör í Reykjanesbæ. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri Hamraskóla og Hafsteinn Pálsson formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ ávörpuðu gesti og kepptu í skemmtilegri þraut í anda Skólahreystis sem Andrés Guðmundsson stýrði af sinni alkunnu snilld. Góð þátttaka var í Lífshlaupinu í ár en rúmlega 16.000 þátttakendur voru skráðir til leiks á 428 vinnustöðum, í 23 grunnskólum og 10 framhaldsskólum. Þá voru skráðar 14,6 milljónir hreyfimínútna á keppnistímanum, sem er 5% aukning frá 2016, og yfir
183 þúsund dagar með lágmarksviðmiði, sem er 9% aukning frá 2016. Óhætt er að segja að þátttakendur í Lífshlaupinu séu að hreyfa sig bæði oftar og meira en undanfarin ár. Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fór fram í sal KSÍ við Laugardalsvöll þann 27. febrúar sl. Fulltrúar frá vinnustöðum, grunn-, og framhaldsskólum tóku á móti sínum verðlaunum. ÍSÍ óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn, þakkar fyrir frábæra þátttöku og hvetur alla til að halda áfram að hreyfa sig og nota vefinn til þess að halda utan um sína hreyfingu. Einstaklingskeppni Lífshlaupsins er í gangi allt árið og gefst þátttakendum kostur á að vinna sér inn brons-, silfur-, gull-, og platínumerki eftir að hafa náð ákveðnum fjölda daga í hreyfingu. Vefsíða Lífshlaupsins er www.lifshlaupid.is Fleiri myndir má sjá á myndasíðu ÍSÍ.
Ánægjuvogin Á síðustu árum hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt UMFÍ fengið að setja spurningar sem lúta að íþróttastarfi inn í spurningalistann Ungt fólk en framkvæmdin er í höndum Rannsókna og greiningar. Rannsóknirnar beinast að högum, líðan og aðstæðum ungs fólks í 5.-10. bekk í grunnskóla og á nemendum í framhaldsskóla. Verkefnið sem unnið er fyrir íþróttahreyfinguna hefur fyrst og fremst beinst að því að kanna ánægju iðkenda með íþróttastarfið, áherslur þjálfara og ástæður þess að ungt fólk hættir að iðka íþróttir með íþróttafélagi. Einnig voru skoðuð tengsl íþróttaiðkunar við aðra þætti eins og vímuefnaneyslu, námsárangur, andlega og líkamlega heilsu og sjálfsmynd. Að auki var skoðað hvort að börn sem koma frá heimilum þar sem eingöngu er töluð íslenska séu líklegri til að æfa íþróttir með íþróttafélagi en þau sem koma frá heimilum með annað tungumál.
Niðurstöður sýna að börn frá heimilum þar sem eingöngu er töluð íslenska eru helmingi líklegri til að æfa íþróttir 4x í viku eða oftar en þau sem hafa annað móðurmál en íslensku. Þessar niðurstöður sýna að það liggja tækifæri í því fyrir íþróttafélögin að ná til fleiri iðkenda með annað móðurmál en íslensku. Að öðru leyti eru niðurstöður mjög jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna og staðfesta það mikla forvarnargildi sem felst í iðkun íþrótta með íþróttafélagi. En það er ekki hreyfingin sem slík sem hefur forvarnargildi heldur sú menning, umgjörð og þær hefðir sem skapast hafa innan íþróttafélaganna. Hægt er að fullyrða að eftir því sem unglingurinn æfir íþróttir oftar í viku með íþróttafélagi, því ólíklegri er hann til að ástunda neikvæða hegðun. Þessar niðurstöður voru flokkaðar eftir íþróttahéruðum og hafa niðurstöður verið sendar út á öll héruð.
Samfélagsmiðlar ÍSÍ Vefsíða: www.isi.is Myndasíða: www.myndir.isi.is Fésbók: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ Instagram: isiiceland Twitter: isiiceland Youtube: NOC Iceland ÍSÍ Vimeo: ÍSÍ Issuu: Íthrótta- og Ólympíusamband Íslands Snapchat: isiiceland #isiiceland
ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Íþróttamiðstöðin í Laugardal Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Netfang: isi@isi.is
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 270 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 94 þúsund.
ÍSÍ Fréttir 1. tbl. 2017 Ábyrgðarmaður: Lárus L. Blöndal Ritstjóri: Ragna Ingólfsdóttir Myndir: Úr safni ÍSÍ