1 minute read

Alþjóðaleikar ungmenna - International Children‘s Games

ÁR FÉLAG

2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019

Advertisement

2020 KR Valur Ármann KR Valur Fram KR Valur Öll félögin í RVK

GREIN

Knattspyrna - karla Handknattleikur - kvenna Fimleikar - kvenna Körfuknattleikur - karla Handknattleikur-karla Handknattleikur-kvenna Körfuknattleikur - karla Körfuknattleikur - kvenna

Alþjóðaleikar ungmenna

Þátttaka Reykvíkinga í Alþjóðaleikum ungmenna (International Children’s Games) hefur engin verið frá síðasta ársþingi. Stjórn ÍBR tók ákvörðun um að senda ekki lið til Ufa í Rússlandi á sumarleika 2019 vegna þess hve marga flugleggi þurfti að taka til að komast á áfangastað sem þýddi mikinn kostnað. Fyrr á árinu hafði verið farið á vetraleika í Lake Placid í New York fylki þannig að ekki þótti forsvaranlegt að leggja í svo mikinn kostnað til viðbótar. Í staðinn var stefnan sett á sumarleika í Kecskemet í Ungverjalandi 2020. Þau áform urðu að engu þegar kórónaveirufaraldurinn tók öll völd. Hætt var við leikana og einnig var hætt við vetrarleika Pyenonchang í Kóreu. Ekki hefur verið hætt við sumarleika í Daegu í Kóreu næsta sumar en stjórn ÍBR hefur tekið ákvörðun um að senda ekki keppendur þangað vegna ástandsins í heiminum.

This article is from: