Fréttablað jci íslands

Page 1

Fréttablað JCI Íslands 2. tbl. apríl 2013

Árangursrík tölvupóstsamskipti Hvað er verið að senda? Fimmtudaginn 7. febrúar stóð JCI Reykjavík fyrir fyrirlestri með yfirskriftinni „8 lyklar að árangursríkari tölvupóstsamskiptum.“ Fyrirlesari var Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur ehf. Sautján manns mættu.

Í þessu tölublaði • Hver leiðbeinir á landsþingi? • Viðtal við landsgjaldkera • Fréttir af liðnum viðburðum

Gerum betur ehf er námskeiðsfyrirtæki sem var stofnað 2004, sem þjónustar fyrirtæki, bæjarfélög og stofnanir. Námskeiðin snúa bæði að innri og ytri þjónustu. Margrét Reynisdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, M.Sc. í alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow og B.Sc. í matvælafræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum. Hún byrjaði fyrirlesturinn á að biðja viðstadda að kynna sig, svo kynnti hún fyrirtækið og tvær bækur sem hún hefur gefið út: 8 lyklar að árangursríkri tölvupóstsamskiptum og Þjónusta – fjöregg viðskiptalífsins sem var fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi. Hún sagði meðal annars hve mikilvægt væri að vanda tölvupóst samskiptin, til að forðast árekstra og misskilning milli manna. Eftir fyrirlesturinn svaraði hún spurningum áhorfenda úr sal.

• Stofnun nýs aðildarfélags á Norðurlandi O.fl.

Extra extra! Varaheimsforseti kemur í heimsókn í byrjun maí! Loise Swanson, varaheimsforseti ætlar að heimsækja okkur 2. – 6. maí. Hún mun m.a. halda námskeiðin Achieve og Impact. Einnig mun hún vera hjá okkur á stofnfundi JCI Reykjavík International laugardagskvöldið 4. maí. Þetta verur auglýst nánar – fylgstu með og vertu með.

Ertu með hugmynd? Við erum alltaf að leita að góðum hugmyndum. Skiptir þá engu máli hvort hugmyndin snýr að verkefni, námskeiði, fyrirtæki, uppákomu eða hverju öðru sem þér dettur í hug. Við viljum allar góðar hugmyndir! Sendu okkur línu á: hugmynd@jci.is


Fréttablað JCI Íslands Tæknimál kynninga

Örfréttir 

JCI Ísland hefur fengið nýtt símanúmer. Síminn er 857-1570 og er símtalið framsent á forseta JCI Íslands hverju sinni.

JCI Ísland hefur sótt um að fá að halda European President Meeting (EPM) árið 2015. Hér erum um að ræða fund allra landsforseta JCI í Evrópu.

Ný og endurbætt heimasíða JCI International (www.jci.cc) fer í loftið í lok mars.

Þórey Rúnarsdóttir forseti JCI Lindar og upplýsingatækniráðgjafi hjá Expectus, með meiru hélt námskeiðið og henni til aðstoðar var Einar Örn Gissurarson. Þórey fékk hugmyndina vegna fjölda mistaka sem hafa orðið í kynningum innan sem utan félags. Farið var yfir ímynd og tækni sem er mjög mikilvæg, hvað varðar skjáborðið, hverju ætti að breyta, hvað ber að varast þegar fólk heldur kynningar og hve góður undirbúningur er mikilvægur. Einnig hvað ber að hafa í huga í undirbúningi og farið yfir power point sýningu sem á að vera hnökralaus og með góðu flæði. Síðast en ekki síst er skjávarpinn, sem er mikilvægasta tækið og fólk verður að stilla rétt. Þátttakendur fengu að prófa sig áfram með ýmsar stillingar á sínum tölvum, sem voru mismunandi eftir kerfum og tölvum, gerðar voru léttar power point kynningar. Þátttakendur breyttu skjáborði tölvanna sinna með því að setja JCI merkið inn. Að lokum svaraði Þórey spurningum frá þátttakendum.

Erlend þing Uppselt er á Evrópuþing JCI sem haldið er í Monte Carlo í lok maí nk. Nokkrir félagar frá Íslandi náðu þó að kaupa miða og verða fulltrúar Íslands á þinginu. Þá er bara um að gera að tryggja sér strax miða á næstu stóru erlendu viðburði (sjá á jci.cc):  

Heimsþing í Rio de Janeiro 4. – 9. nóvember 2013 Evrópuþing á Möltu 11. – 14. júní 2014

Svo er að sjálfsögðu fjölmargir smærri viðburðir sem hægt er að sækja og áhugasamir um erlenda viðburði geta sent fyrirspurnir til landsstjórnar.

2

Samstarf við Aisec Á dögunum var undirritaður samningur milli JCI Íslands og Aiesec Iceland. Skrifað var undir hann í Háskóla Reykjavíkur að viðstöddum embættismönnum beggja félaga. Tryggir hann áframhaldandi samstarf á komandi ári og ávinning fyrir báða aðila.


Ásettu þér að gera eins gott og þú getur, fyrir eins marga og þú getur, eins oft og þú getur og eins lengi og þú getur.

JCI Reykjavík International JCI International is a new JCI chapter which Elizes Low started working on in the end of 2012 and it has grown steadily since. The chapter is English speaking and is of course open for foreigners and Icelanders alike. With having the chapter English speaking, the chapter will provide a platform for foreigners living in Iceland to be a part of the JCI community and to encourage them to make a positive change here in Iceland. This will also enable the chapter to become a culture exchange platform for Icelanders and foreigners alike. The core values of the chapter are business, international relations and CSR (Corporate Social Responsibility) and with that the aim is to strengthen international relations in Icelandic business life. The chapter has already hosted a few, very successful, seminars on these subjects. There was a very interesting seminar on CSR held on the 25. January where Þorsteinn Karl Jónsson talked about CSR in Iceland and explained the concept thoroughly. There have also been some business related seminars held by the author of this article. „Starting up a company in Iceland“ was a seminar held in the start of November where the technical issues of starting up a company in Iceland were tackled. Technical terms, laws and rules that apply to company founders were introduced and possible pitfalls discussed. Attendance was good and the attendees showed a lot of interest in the course material. To follow up on the wishes of the attendees from the previous course, the seminar „Operations“ was held in the beginning of February where starting up an operation, idea discovery, planning and idea analyzing were discussed. Some handy tools that are actively used by innovative companies were introduced and a business idea from an attendee was analyzed using the lean canvas tool. This was done to highlight its benefits. Like before, attendance was good and a lot of interest in the course material was shown which encourages us in JCI Reykjavik International to continue with these business related seminars. Requests have already been made for seminars on financing business ideas and investments in stocks and bonds which we hope to be able to have as soon as possible as the goal of the chapter is to have regular seminars on business and CSR.

Graham Hanlon leiðbeinir á Landsþingi JCI Íslands 2013 Staðfest hefu verið að Graham Hanlon mun leiðbeina á námskeiði laugardagsins á landsþingi JCI Íslands sem fram fer 27. – 29 september nk. Graham var heimsforseti JCI árið 2008 og kemur frá Írlandi. Hann hefur víðtæka reynslu innan JCI og er vel metinn sem leiðbeinandi og er sérstaklega sterkur í ræðumennsku. Graham er lögfræðingur og er eigandi “Hanlon & Company Solisitors” sem staðsett er í Dublin. Fljótlega verða birtar nánari upplýsingar um námskeiðið sem hann býður upp á á landsþinginu okkar og verður það auglýst á heimasíðu landsþings, www.jci.is/iceland. Við hvetjum alla til að nýta þetta tækifæri að Graham sé að koma til landsins og fjölmenna á námskeiðið hans á landsþingi.

Frh. á næstu síðu

3


Hógværð felst í því að meta sjálfan sig að verðleikum. Það er engin hæverska fólgin í því að gera minna úr sjálfum sér en efni standa til. C. H. Spurgeon (1834-1892) Enskur guðfræðingur

Frh. af fyrri síðu JCI Reykjavík International is also working on the Creative Young Entrepreneur Awards, which are to be held for the first time in Iceland. CYEA are awards for innovation in established companies that apply CSR in their business model. The aim of the awards is to encourage innovation and CSR in Icelandic businesses. There will be an award ceremony held in October which will provide an excellent networking platform for JCI members. There are a lot of exciting things happening in this new chapter in its first year and we hope that the seminars and happenings will be beneficial to all and encourage foreigners in Iceland and Icelanders to learn from each other’s cultures and grow their networks worldwide. Bjarki Reyr – Varaforseti JCI Reykjavík International

Viðtalið Hin hliðin á hinum geðþekka landsgjaldkera Hrólfi Sigurðssyni Hver er maðurinn? Fæddur og uppalinn í Reykjavík. Gekk í Seljaskóla og fór í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og síðan Háskóla Íslands. Við hvað starfar þú? Ég vinn sem sérfræðingur á rannsóknastofu Matís ohf. þar sem ég hef yfirumsjón með rannsóknum á vatni. Einnig hef ég kennt örlítið við Háskóla Íslands. Nú ertu matvælafræðingur að mennt hvers vegna valdir þú það fag? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem tengist mat. Ég stefndi á að vera kokkur þegar ég var yngri en örlögin beindu mér að matvælafræðinni.

Áttu einhver önnur áhugamál en JCI? Ég hef áhuga á knattspyrnu og öðrum íþróttum. Spila fótbolta þrisvar í viku og glápi á enska boltann. Síðan hef ég áhuga á allri útiveru og geng á fjöll. Þið eruð þrír bræðurnir var mikill rígur á milli ykkar á yngri árum? Loftur er elstur og var bara þriggja ára þegar ég kom í heiminn. Við slógumst ætíð en ég þurfti alltaf að lúffa þar sem ég var yngri og aflsmunir voru þó nokkrir. Siggi er langyngstur af okkur og það er 14 ára aldursmunur á okkur þannig það hefur ekki verið rígur á milli okkar. Ertu góður kokkur? Já, bara nokkuð góður. Hvert er þitt mottó? Virða tíma annarra og mæta alltaf á réttum tíma. Klára mín verk fljótt og vel til að geta slappað af seinna.

4


Það hefur ekkert upp á sig að láta reka á reiðanum og dreyma um að verða eitthvað - þú verður að vita hvað þetta eitthvað er.

Stofnun nýs aðildarfélags Ég fluttist norður til Akureyrar í byrjun janúar og langaði mikið til að halda áfram JCI starfinu sem ég kynntist í bænum fyrir áramót. Komst að því að margir flottir aðilar höfðu lagt hönd á plóg á einn eða annan hátt en enn var JCI Norðurland ekki orðið til að öðru leyti en nafninu. Ég gerðist fastagestur kaffihúsanna hér í bæ og hitti helling af fólki sem sýnt hafði JCI áhuga. Ég reyndi mitt besta til að lokka liðið í örteymi með mér og það tókst vel upp. Fljótlega varð til sterkur sex manna hópur sem vinnur nú að stofnun JCI Norðurlands. Við höfum hist vikulega og fundað í Rósenborg. Þar býðst okkur fjölbreytt aðstaða og mikill samstarfsvilji er fyrir hendi. Í febrúar fengum við heimsókn frá Silju Jóhannesdóttur, forseta JCI Reykjavíkur. Það var gott tækifæri til að fræðast meira um starfið og fá ráðleggingar um næstu skref. Föstudaginn 8. mars héldum við okkar fyrsta viðburð. Þá fengum við Þóreyju Rúnarsdóttur og Sigurð Sigurðsson til að vera með opið námskeið í viðburðastjórnun. Metþátttaka var á því kvöldi, alls 22 í salnum! Helgin 9.-10. mars var svo mikil vinnuhelgi. Við fengum Viktor Ómarsson og Kristínu (Stínu) Lúðvíksdóttur til að leiða okkur í hópefli, skemmtun og fræðslu ýmis konar. Farið var yfir helstu atriði sem vanalega eru kynnt á nýliðanámskeiðinu og samstarf okkar í JCI Norðurlandi teiknað upp. Við fengum þjálfun í að kynna JCI starfið í óformlegu spjalli. Að lokum var ráðist í lestur laga félagsins og þau samþykkt með tilheyrandi myndatöku. Í framhaldinu skelltum við okkur í nokkrar heimsóknir í skóla til að kynna JCI Norðurland. Það er þó einungis upphafið, stefnan er sett á að kynna starfið á vinnustöðum og reyna að ná til fjölbreytts aldurhóps. Eftir vinnuhelgina ógurlegu skipuðum við okkur í stjórn og er hún nú mynduð af fimm fræknum einstaklingum. Verið er að sækja um kennitölu fyrir aðildarfélagið og stofna reikning. Um páskana buðum við upp á námskeið í líkamstjáningu og framkomu undir dyggri leiðsögn Tryggva Freys Elínarsonar. Í apríl munum við fá til okkar Dodda Jónsson til að fræða stuttlega um ræðumennsku og svo verður fyrsti félagsfundurinn þann 25. apríl. Við erum líka á fullu að undirbúa fyrsta verkefnið okkar sem ber heitið Framúrskarandi ungur Norðlendingur. Stefnt er á að halda okkar keppni á undan keppninni á landsvísu og veita verðlaun. Svo er alltaf nóg að gera á fundum við að skipuleggja næstu skref og halda áfram uppbyggingu félagsins.

Lítill heimur Á ferðum Íslenskra JCI félaga erlendis virðumst við alltaf rekast á aðra Íslendinga. Í ferð minni á Evrópuforsetafund JCI í Luxembourg í lok febrúar varð ég þeirrar óvæntu ánægju aðnjótandi að hitta Íslending sem starfaði innan JCI á Íslandi í kringum 2010. Hún heitir Lilja Kristjánsdóttir og er fyrrverandi félagi í JCI Esju. Hún flutti út til Luxembourg í lok 2010 og hefur starfað innan JCI í Luxembourg í tæpt ár núna. Hún segir starfið að sumu leiti ólíkt því sem gerist hér heima en margt sé auðvitað líkt. Lilja var veislustjóri í glæsilegu lokahófi sem haldið var á laugardagskvöldinu og vart þarf að taka fram að hún stóð sig með glæsibrag. Hún vildi þakka Ræðu 1 fyrir hve vel hún stóð sig því farið er í grunnatriði ræðu og framsögu. Hún bað fyrir bestu kveðjum til allra JCI félaga á Íslandi og ég tók af henni loforð að hún yrði í sambandi við okkur þegar hún kæmi næst til Íslands. Einar Valmundsson, landsforseti 2013

Í stuttu máli sagt er búið að vera brjálað að gera í að stofna JCI Norðurland. Nálgunin þetta skiptið hefur verið sú að mynda persónuleg tengsl við einstaklinga, hitta áhugasama á kaffihúsi og ræða málin. Það hefur gefið góða raun. Við höfum haft góðan stuðning frá Nefnd um nýliðun og ný aðildarfélög og mikið símasamband og ráðgjöf frá Viktori. Hvet ykkur til að hafa samband ef þið eigið leið um Akureyri og langar að hitta splunkunýja og hressa JCI félaga. Fyrir hönd JCI Norðurlands,

Svava Arnardóttir.

5


Viljir þú vera kennari margra, þá verður þú fyrst að verða lærisveinn fjöldans.

Taktu betri myndir Guðbjörg Ágústsdóttir forseti JCI Esju hélt fyrirlestur um ljósmyndun þann 7 Mars. Guðbjörg hefur 10 ára reynslu af ljósmyndun og starfar sem ljósmyndari í dag. Að hennar sögn er einfaldleikin í fyrirrúmi því er ekki mikil yfirbygging á fyrirtæki hennar. Í dag hefur hún einbeitt sér að taka myndir af sofandi ungabörnum og óléttu myndum. Fyrir nokkrum árum ferðaðist hún til Indlands og tók fjöldann allan af portrett myndum sem segja sögu. Guðbjörg fór inn á tæknilega hlutann svo sem ljósop og hraða. Hún benti á hve myndir verða misjafnar eftir því hvaða sjónarhorn er tekið og þrífótur væri mikilvægur til að losna við hreyfðar myndir. Einnig tók hún fyrir nokkur grundvallarhugtök eins og þriðjungaregla og leiðandi línur. Hún svaraði spurningum í sal um leið: Hvernig lærir maður ljósmyndun? Þar kemur gullna reglan inn í æfing. Fleira kemur fólki áfram eins og herma eftir góðum ljósmyndurum. Skoða myndir hjá öðrum og gangrýna sig og aðra. Menn verða hafa góðan skilning á því sem hver og einn er að gera. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir myndbyggingu. Eitt mikilvægasta við ljósmyndun er birta og skuggar. Guðbjörg segist eingöngu nota náttúrulega birtu og best er að nýta það sem fólk hefur frekar en en að byrgja sig upp af flottum tækjum. Hafa ber í huga fyrir portrett myndir að karlmenn horfi upp en kvenmenn horfi niður. Ellefu manns mættu úr öllum félögum. Fyrir þá sem voru á fyrirlestrinum mun vera haldin ljósmyndakeppni og vinningshafin mun fá vegleg verðlaun. Eins mun vinningsmyndin prýða forsíðu næsta fréttablaðs. Fyrir áhugasama kíkið á www.gudbjorg.is eða www.kenrockwell.com

Leiðbeinendamál Nokkur styr hefur verið innan JCI undanfarna mánuði varðandi leiðbeinandamál og hefur því ekki verið hægt að halda námskeið til að útskrifa meðlimi með hinum ýmsu réttindi. Nú er farið að rofa til í þessum málum og í stað algjörs stopps er nú hægt að leiðbeina og vinna samkvæmt gamla kerfinu enn um sinn, jafnframt sem byrjað er að vinna eftir endurbættu kerfi. Ljóst er að eldra kerfið mun falla út og því almennt ekki ástæða fyrir félaga til að sækja námskeið sem gefa titla eins og „Designer“, „CRT“ og „Head Trainer“ Sérstök athygli er vakin á því að þeir félagar sem lokið hafa námskeiðum eins og t.d. „Presenter“ og „Trainer“ geta farið á www.jci.cc – Training – My Training- og tekið stöðupróf sem ákvarðar hvort fólk hafi nægjanlega þekkingu á námskeiðinu sem það hefur tekið. Þetta stöðupróf hefur valdið gremju meðal nokkurra félaga erlendis og þykir mönnum súrt að missa réttindi sem þeir hafa áður unnið sér inn, vilja sumir líkja þessu við ökumaður sem sé með ökuskírteini og sé ljómandi góður ökumaður en sé sendur í ökupróf aftur. Sá aðili er ekki með hin ýmsu smá atriði á hreinu og er því líklegri að til að falla en sá sem er nýbúinn að klára ökuprófið. Eldri ökumaðurinn er hins vegar alls ekki síðri ökumaður þar sem hann hefur meiri skilning og reynslu en hinn nýútskrifaði aðili. Ljóst er að gremja félagsmanna erlendis vegna þessa stöðuprófs á einhvern rétt á sér en ég vil biðja menn og konur hér heima að vera ekki að eyða orku í pirring vegna þessa máls þar sem tölfræði úr þessu stöðuprófi segir okkur að það er sáralítið fall og spurningarnar 10 sem þarf að svara taka max. 10 mínútur í svörun. Þeir félagar sem hafa áhuga á að gerast leiðbeinendur innan hreyfingarinnar er bent á að hægt er að hafa samand við Viktor Ómarsson, umsjónarmann leiðbeinendamála eða við landsstjórn á jci@jci.is og fá upplýsingar um hvernig það gengur fyrir sig. Einar Valmundsson, landsforseti 2013 6


Notaðu hæfileika þína, því að skógarnir myndu verða hljóðir ef engir fuglar syngju nema þeir bestu. (Óþekktur höfundur)

Overcoming stage-fright... hypnotically Yfirvinna sviðsskrekk með dáleiðslu Nýr meðlimur í JCI International Eugen Ioan Goriac. Hélt námskeiðið þann 12 mars. Tólf manns mættu. Þar með talið tveir nýir meðlimir einn frá Þýskalandi og einn frá Ungverjalandi. Maður frá Þýskalandi kom og sá námskeiðið á Facebook en vissi ekkert hvað JCI stóð fyrir. Eugen kemur frá Rúmeníu og hefur verið í tvö ár á Íslandi. Hann er doktor í tölvunarfræði og löggildur dáleiðari. Hann hefur víðtæka reynslu, vann sem aðstoðarkennari í þrjú ár, forritari fyrir fyrirtæki í eitt ár og sem sjálfstætt starfandi í eitt ár. Hann verið rannsakandi in Theoretical Computer Science. Frá 2011 hefur hann unnið að því að vera dáleiðari. Hann talaði um hvernig fólk geti losnað við sviðskrekkinn. Með góðum undirbúningi og að beina athyglinni á rétta staði þá kemst fólk út úr þægindahringnum. Fólk getur stoppað sig og lært á hugann. Sem dæmi skalf Elvis Presley og notaði það sem dans, John Lennon kastaði upp áður en hann kom fram. Algeng merki um hræðslu er þegar fólk skelfur eða röddin titrar. Í rauninni er þetta samspil milli meðvitundar og undirmeðvitundar. Áður en afreksíþróttamenn byrja sjá þeir fyrir sér hvað þeir ætla að gera og hvernig. Eftir kaffi bað hann áhorfendur að sjá fyrir sér málara að mála, svo dáleiddi hann fólk með því að tala í rólegum tón í smá tíma. Eitthvað fóru skilaboðin vitlaust til greinahöfundar og dáleiðslan breyttist í hugleiðslu. Þar með hvarf öll þreyta og ró komst á hugann. Eftir dáleiðsluna svaraði hann spurningum úr sal.

Stjórnir JCI 2013 Landsstjórn Landsforseti Einar Valmundsson Landsritari Guðlaug Birna Björnsdóttir Landsgjaldkeri Hrólfur Sigurðsson Varalandsforsetar Sigurður Sigurðsson Kjartan Hansson

JCI Esja Forseti – Guðbjörg Ágústsdóttir Ritari – Harpa Grétarsdóttir Gjaldkeri – Margrét H. Gunnarsd. Varaforseti – Fanney Þórisdóttir

JCI Lind Forseti – Þórey Rúnarsdóttir Ritari – Jón Andri Guðjónsson Gjaldkeri – Már Karlsson Varaforsetar Erna Líf Sigurður Vilberg Svavarsson

JCI Reykjavík Forseti – Silja Jóhannesdóttir Ritari – Auður Steinberg Gjaldkeri – Einar Örn Gissurarson Varaforsetar Ingibjörg Magnúsdóttir Kristín Grétarsdóttir

JCI Reykjavík International Forseti – Elizes Low Ritari – Davíð Vilmundarson Gjaldkeri – Tanja Wohlrab-Ryan Varaforsetar Bjarki Reyr Lilja Ósk Diðriksdóttir

JCI Norðurland Forseti – Svava Arnardóttir Ritari – Svava Björk Ólafsdóttir Gjaldkeri – Rebekka H. Níelsdóttir Varaforsetar Sunna Hafsteinsdóttir Jóel Geir Jónasson

7


Án þreklyndis áformar enginn stórræði og afrekar enginn neitt það, sem erfiði er í eða áhætta.

Mælskukeppni einstaklinga Mælskukeppni einstaklinga var haldin í KR heimilinu í Frostaskjóli þann 16 mars. Fyrir keppnina héldu Reykjavíkur félögin fjögur innan félagskeppnir. Góð þátttaka var hjá öllum, tveir komust áfram hjá Reykjavíkinni, Esjunni og Lindinni og einn keppandi komst áfram hjá JCI International. Samtals sjö keppendur en það voru þau Gunnar Þór Sigurjónsson og Nína María Magnúsdóttir JCI Esju, Þórey Rúnardóttir og Jón Andri Guðjónsson JCI Lind, Ingibjörg Magnúsdóttir og Heiða Dögg Jónsdóttir JCI Reykjavík og Tanja Wohlrab-Ryan JCI Reykjavík International. Öllum keppendum var boðið á undirbúningsnámskeið þann 23 febrúar, sem var til að kynna þeim reglurnar og fyrirkomulagið. Umræðuefni keppninnar í ár var Dare to act eða taktu af skarið, 26 manns komu og fyldust með. Umgjörð keppninnar var hin glæsilegasta og voru dómarar sentatorar.

Esjufélagar með stríðsmálningu

Steiney Björk Halldórsdóttir JCI Esju var oddadómari aðrir voru Þórður Möller JCI Borg, Þorsteinn Fr. Sigurðsson JCI Reykjavík, Svanfríður Anna Lárusdóttir JCI Esja og Bernharð Stefán Bernharðsson JCI Lind. Dómarar áttu ekki öfundsverðan dag því allir keppendur fluttu stórgóðar ræður, en hver með sína nálgun á ræðuefninu. Sem gerði keppnina mun spennandi en ella. Eftir langar vangaveltur og kaffi komust dómarar að lokum hverjir stóðu upp sem sigurvegarar. Tanja var í fyrsta sæti, Heiða Dögg í öðru sæti og Nína í þriðja.

Ertu með áhugavert efni? Næsta fréttablað kemur út 27. maí. Síðasti skiladagur greina er 18. maí. Hægt er að senda greinar til Kristínar Guðmundsdóttur á kg7553@gmail.com

JCI Ísland Hellusundi 3 101 Reykjavík Sendu okkur línu á jci@jci.is www.jci.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.