Fréttablað JCI Íslands

Page 1

Fréttablað JCI Íslands 1. tbl. febrúar 2013

Personal leadership academy 1. - 3. mars. Taktu helgina frá! Fyrstu helgina í mars býðst þér einstakt tækifæri. Personal leadership academy er heil námskeiðhelgi stútfull af fróðleik og fjöri. Sem þátttakandi munt þú taka ítarlegt próf og fá 20 bls greiningu um þinn persónuleika. Á námskeiðinu verður unnið með leiðtogafærni sem nýtist í námi, vinnu og í JCI. Áhersla verður lögð á færni leiðtogans til að koma í veg fyrir niðurdrepandi ágreining í teyminu sínu og þegar hið óumflýjanlega

Í þessu tölublaði • Viðtal við fráfarandi og núverandi landsforseta • Sagt frá aðalfundum og öðrum skemmtilegum viðburðum • Allt um þorrablótið • Tveir JCI félagar stofna fyrirtæki og þú getur hjálpað þeim! O.fl.

gerist að ágreiningur kemur upp, að þá vinna úr honum og snúa yfir í uppbyggilega umræðu. Unnið verður með niðurstöður persónuleikaprófsins í þessu samhengi og samskiptastílar fólks skoðaðir. Námskeiðið mun kosta á bilinu 24-30 þúsund (ekki staðfest verð) en það er gífurlega gott verð því svona námskeið er minnst 130-140þ kr. virði. En þar sem þú ert JCI félagi þá færðu þetta á svona góðum kjörum. Ath. að stéttarfelög niðurgreiða námskeið og mörg fyrirtæki styrkja starfsmenn sína á svona námskeið. Innifalið í verðinu er ítarleg skýrsla um þinn persónuleika, námskeiðsgögn, matur og gisting (farið verður aðeins út fyrir bæjarmörkin). Leiðbeinandi er Lars Chr. Eriksen en hann starfar hjá fyrirtækinu Cima - development í Danmörku og er jafnframt JCI félagi. Hann kom einnig í fyrra og var með námskeiðshelgi á svipuðum nótum. Ef þú fórst ekki í fyrra - spurðu þá sem fóru út í námskeiðið. Það mæla allir með þessu! Þeir sem eru áhugasamir að koma að undirbúningi og skipulagi mega gjarnan gefa sig fram við Viktor viktor@jci.is. Fylgstu með – námskeiðshelgin verður auglýst betur bráðlega. Og taktu fyrstu helgina í mars strax frá!

Ertu með hugmynd? Við erum alltaf að leita að góðum hugmyndum. Skiptir þá engu máli hvort hugmyndin snýr að verkefni, námskeiði, fyrirtæki, uppákomu eða hverju öðru sem þér dettur í hug. Við viljum allar góðar hugmyndir! Sendu okkur línu á: hugmynd@jci.is In hac habitasse platea dictumst In hac habitasse platea dictumst In ac ligula eget quam iaculis


Fréttablað JCI Íslands Fyrsti FS fundur ársins og uppskeruhatíð félaganna WE NEED YOU! Kæri JCI félagi Næsta nýliðunarnámskeið hefst þriðjudaginn 12. febrúar og það vantar leiðbeinendur til að leiðbeina á þessum fjórum kvöldum. Fyrsti framkvæmdarstjórnarfundur ársins var haldinn í KR heimilinu í Frostaskjóli laugardaginn 5. janúar. Fundinn sóttu um 25 manns. Fyrir hádegi sögðu aðildarfélögin og landsstjórn 2012 frá viðburðarríku nýliðnu ári og kom árið vel út að margra mati. Eftir léttan hádegismat fóru stjórnir allra aðildarfélaga höfuðborgarsvæðisins yfir hvers vænta má á árinu 2013 og er dagskráin þétt skipuð sem aldrei fyrr. Landsstjórn 2013 og embættismenn landsstjórnar kynntu sín stefnumál og hvers ber að vænta á nýju ári. Segja má að menn eru stórhuga og bjartsýnir fyrir árið í ár og ætla sér að gera enn betur en á síðasta ári. Til gamans má geta að landsstjórn 2012 eru embættismenn fyrir landsstjórn 2013. Um kvöldið var uppskeruhátíð JCI Íslands og landsstjórnarskipti haldin í samkomusal í KR heimilinu. Um 40 manns létu sjá sig, þar á meðal Ásgeir Þórðarson forseti Sentasins ásamt fleiri sentatorum. Boðið var upp á glæsilegan þriggja rétta hátíðarkvöldverð. Veislustjórar voru Salka Hauksdóttir úr JCI Esju og unnusti hennar Eyjólfur Árnason félagi í JCI Lind. Stóðu þau sig með afbrigðum vel. Aðildarfélögin skiptust á að halda skemmtiatriði og tókust þau vel. Viktor Ómarsson fráfarandi landsforseti kom upp og veitti eftirtöldum aðilum landsforsetaviðurkenningar fyrir vel unnin störf á árinu sem leið: Guðbjörg Ágústsdóttir formaður markaðsnefndarinnar. Katrín Þöll Ingólfsdóttir formaður JCI Norðurlands. Elizes Liaise formaður nýstofnaðs Alþjóðlegs félags. Ingólfur Már Ingólfsson formaður TOYP nefndarinnar. Guðlaug Birna Björnsdóttir formaður Nýliðaferlisins. frh. á næstu síðu.. 2

Hafir þú áhuga, félagi góður, á að nýta þér það tækifæri og leiðbeina á næsta nýliðunarnámskeiði, vinsamlegast sendu tölvupóst á gretarsdottir.kristin@gmail.com Kær kveðja, Nýliðun og ný aðildarfélög – Teymið PS. Þetta námskeið er á íslensku


Einnig þakkaði hann Senatorunum: Árna Árnasyni, Ingólfi Má Ingólfssyni, Örnu Björk Gunnarsdóttur, Lofti Má Sigurðssyni og Huldu Sigfúsdóttur, fyrir dyggilegan stuðning og hjálp á árinu sem leið og leysti þau öll út með gjafakorti í Borgarleikhúsið. Afhending verðlauna er sá dagskrárliður sem allir bíða í ofvæni eftir og dreifðust þau nokkuð jafnt á milli aðildarfélaganna. JCI Esja fékk fjögur verðlaun, JCI Reykjavík fimm verðlaun og JCI Lind þrjú verðlaun. Rúsínan í pylsuendanum var þegar landsforsetakeðjan var færð milli fráfarandi og núverandi landsforseta sem sór svo landsforsetaeiðinn. Þegar formlegri dagskrá lauk skemmtu JCI félagar sér fram á nótt. Góður endir á góðu kvöldi.

Tveir JCI félagar stofna fyrirtæki Á næstu vikum og mánuðum mun nýtt barn JCI fæðast.

Fyrsta fimmtudagsfræðsla ársins Var haldin í Hverafold, sal Sjálfstæðismanna í Grafarvogi þann 10. janúar en það var JCI Lind sem stóð fyrir henni. Fyrirlesari var Kristinn Tryggvi Gunnarsson eigandi og stjórnunarráðgjafi Expectus. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga á sínu sviði og hefur víðtæka reynslu við stjórnun viðskiptatengsla, markaðshlutun, virðismat, vöruþróun, þróun dreifileiða og sölustjórnun og hefur kennt þjónustustjórnun við Háskólann í Reykjavík síðan 2004. Hann hélt námskeið á ensku sem hét „The 5 choices to Extraordinary Productivity“ sem var um þá fjölmörgu valmöguleika sem dynur á nútímamanninn á degi hverjum, hversu mikilvæg verkefnin eru og hvernig ber að forgangsraða. Hvaða tímaeyðslu ber að sneiða hjá í daglegu lífi svo að fólk komist nær sínum markmiðum. Síðast en ekki síst þau mörgu hlutverk sem fólk flokkast ómeðvitað í. Um það bil 30 manns mættu og var fólki skipt upp í fimm manna hópa. Þórey forseti JCI Lindar og samstarfsfélagi Kristins afhenti honum blóm og gjöf að fyrirlestri loknum.

Í þetta skipti er barnið fyrirtæki sem Sigurður Sigurðsson, félagi í JCI Esju og varalandsforseti, og Kristín Grétarsdóttir, varaforseti JCI Reykjavíkur eru að stofna. Fyrirtækið mun einbeita sér að útgáfu borðspila, heima sem og erlendis. Þau hyggjast nota tengsl sín sem þau hafa unnið sér inn í JCI starfinu til að koma sér út á erlenda markaði. Síðan í sumar hafa þau verið að vinna að fyrsta spilinu sem fyrirtækið mun gefa út. Spilið hefur verið í þróunar- og prufuferli og það hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð í þeim prufum sem haldnar hafa verið. Upphafskostnaðurinn við svona verkefni er nokkuð hár og hafa þau því ákveðið að fjármagna verkefnið á óvenjulegan hátt – með því að selja eðal muffins sem Kristín bakar. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa muffins og styrkja JCI félaga til að ná lengra geta hafst samband við Sigga eða Kristínu á næsta JCI viðburði eða á netfangið sigurdur@jci.is. Ef fólk er í heilsuátaki og hættir sér ekki í ofur muffinsin hennar Kristínar en viljið styrkja þau þá taka þau við frjálsum framlögum á reikningsnúmerið 515-14-622859, kt: 110385-2859.

JCI Píluhópur Í janúar 2013 var stofnaður hópur fyrir félaga sem að hafa áhuga á pílukasti. Hvort sem að þú hafir reynslu eða ekki séð pílur áður og hafir ekki hugmynd um hvað það er þá ertu velkominn. Við hittumst einu sinni í viku, á sunnudögum klukkan 17.00. Pílukast er íþrótt sem að allir geta tekið þátt í, það eru til mjög margir mismunandi leikir en við munum einblína á 3 tegundir sem að eru mest spilaðar. Þær eru 501, 301 og krikket. Umsjón hefur Ingibjörg Magnúsdóttir og hefur hún fengið til liðs með sér í kennslu píluliðið Darthside. Kíktu við Ingibjörg Magnúsdóttir Varaforseti JCI Reykjavík

3


Góð samviska er sá dýrgripur , sem engin má án vera meðan hann lifir

Árið byrjar vel hjá JCI Esju Rífandi stemming var á aðalfundi JCI Esju, fimmtudagskvöldið 17. janúar. Mættu rúmlega 20 manns til að skoða nýja stjórn í bak og fyrir og þakka fráfarandi stjórn fyrir glæsilegan árangur á liðnu ári. Jóhanna, Þórhildur og Salka fóru yfir það öfluga starf sem fór fram á árinu 2012 og lögðu fram ársreikning sem var stórglæsilegur og tekur ný stjórn við góðu búi. Guðbjörg, Harpa, Margrét og Fanney kynntu að auki starfið sem er framundan og er ljóst að ekki á að slá slöku við. Margir viðburðir eru í vændum 2013 en helst ber að nefna Þorrablót, Landsþing, Twinning og ýmis námskeið. Kynnti stjórnin jafnframt keppnina „frumlegasta fundarboðið“. Esjufélagar fá það verkefni að skipuleggja einn félagsfund á árinu í 3-5 manna hópum og keppa sín á milli hvaða hópur sendir út frumlegasta fundarboðið. Hafði stjórnin þegar sent út fundarboð í flöskuskeyti og verður spennandi að sjá hvernig Esjufélagar boða á komandi fundi. Stjórnarskipti fóru svo fram, en kjörin stjórn fyrir 2013 eru þær: Guðbjörg Ágústsdóttir, forseti Harpa Grétarsdóttir, ritari Margrét Helga Gunnarsdóttir, gjaldkeri Fanney Þórisdóttir, varaforseti Voru að lokum veittar viðurkenningar og fengu allir stjórnarmeðlimir beggja stjórna viðurkenningar auk þess að Viktor Ómarsson, Loftur Sigurðsson og Guðlaug Birna Björnsdóttir fengu viðurkenningar fyrir ómetanlegan stuðning á árinu. - Harpa Grétarsdóttir ritari

Aðalfundur JCI Reykjavíkur 14. janúar 20 manns létu sjá sig. Fyrri stjórn lagði fram skýrslu og ársreikninga frá liðnu ári og ljóst er að ný stjórn mun taka við góðu búi. Núverandi landsforseti og fráfarandi forseti JCI Reykjavíkur Einar Valmundsson veitti sinni stjórn viðurkenningar fyrir vel unnin störf á árinu sem leið. Hann veitti Silju Jóhannesdóttur, viðtakandi forseta viðurkenningu, fyrir að vera „máttarstólpi“ félagsins. Viðurkenningin var steðji sem er farandgripur. Þema kvöldsins var „grænt og froskar“ sem er lýsandi fyrir áhuga og spennu verðandi stjórnar fyrir komandi ári. Einkunnarorð núverandi stjórnar er framsýni, fagmennska og framtakssemi. Stjórnarskiptin fóru fram, kjörin stjórn 2013 eru þau; Silja Jóhannesdóttir, forseti, Auður Steinberg Allansdóttir, ritari, Einar Örn Gissurarson, gjaldkeri, Ingibjörg Magnúsdóttir, varaforseti, Helgi Laxdal Helgason, varaforseti og síðast en ekki síst, Kristín Grétarsdóttir, varaforseti. 4


Stýrðu hugsunum þínum, stjórnaðu tilfinningum þínum og þú ákveður örlög þín

Fjörugur fundur Mikið fjör var á aðalfundi JCI Lindar laugardaginn 26. janúar. Hátt í fimmtán manns mættu á fundinn sem haldinn var í Funalind, heima hjá Má Karlssyni gjaldkera Lindarinnar. Þórey Rúnarsdóttir forseti JCI Lindar gaf skýrslu um stjórnarárið 2012. Már Karlsson lagði fram ársreikning síðasta árs. Þá voru veittar tvær viðurkenningar, nýliði ársins var Erna Líf og félagi ársins var Jón Andri. Að fundi loknum fórum við í partý í JCI húsinu og héldum stuðinu áfram. Kjörin stjórn 2013 eru: Þórey Rúnarsdóttir, forseti Jón Andri Guðjónsson, ritari Már Karlsson, gjaldkeri Alma Rut, varaforseti Erna Líf, varaforseti Sigurður Svavarsson, varaforseti Það er óhætt að segja að það séu bjartir tímar framundan hjá JCI Lind og margt á döfinni eins og framkvæmdaáætlun gefur til kynna. Markmiðið ársins 2013 er að félagar JCI Lindar efli leiðbeinendahæfileika sína með því að halda námskeið innan félags og selja þau svo út. Afli með því fjár til þess að sækja erlenda viðburði á vegum JCI.

Taktu af skarið! Mælskukeppni einstaklinga - Til mikils að vinna Mælskukeppni einstaklinga verður haldin laugardaginn 16. mars. Skráning fer fram hjá hverju aðildarfélagi fyrir sig sem mörg hver halda forkeppnir. Hafðu samband við þitt aðildarfélag fyrir nánari upplýsingar um fyrirkomulag. Mælskukeppnin er krefjandi en bráðskemmtileg keppni í mælsku og ræðumennsku. Sigurvegari mælskukeppninnar fær fallegan farandbikar auk þátttökuréttar á Evrópuþingi og keppir þá fyrir hönd Íslands en það er mikill heiður og góð reynsla. Séu nógu margir þátttakendur skráðir til leiks fær sigurvegarinn þingpakka á Evrópuþing í verðlaun! Ræðurnar eru 5-7 mínútur að lengd og geta verið annaðhvort á íslensku eða ensku. Umræðuefnið eru kjörorð heimsforsetans, „Taktu af skarið“ eða „Dare to act“. Keppnin verður auglýst betur þegar nær dregur en þú getur leitað nánari upplýsingar hjá þínu aðildarfélagi.

-Jón Andri Guðjónsson Helstu dagsetningar: 23. febrúar kl. 14 – 18 – Undirbúningsnámskeið 16. mars kl. 14 – 18 – Mælskukeppni einstaklinga

Taktu af skarið! Skráðu þig í mælskukeppni einstaklinga!

Dare to act!

5


Lífið er lærdómsferðalag og við lærum af því að taka ákvarðanir. Ef við stöndum aldrei frammi fyrir stórum ákvörðunum, þá myndum við ekki læra mikið.

Áhugaverður CRM fyrirlestur JCI Lind stóð fyrir fyrirlestri miðvikudaginn 23. janúar í Hellusundi. Fyrirlesari var Ívar Gunnarsson CRM sérfræðingur hjá Marel. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2008. Síðan þá hefur hann unnið sem IT sérfræðingur hjá Símanum og sem Test Engineer hjá Baan á Íslandi. Hann kynnti Salesforce fyrir gestum en það er í raun fullbúin viðskiptalausn fyrir fyrirtæki sem vilja efla tengslin við starfsfólk og viðskiptavini. Salesforce var stofnað 1999 af Marc Benioff í San Fransisco en hann er jafnframt framkvæmdastjóri og stofnandi. Einnig kynnti Ívar CRM sem er kerfi sem bætir samband við viðskiptavini og er nokkurs konar aðferða- og hugmyndafræði. Ívar hefur mikla reynslu af Salesforce og hefur unnið sem sérfræðingur í kerfinu síðan 2004. Tólf manns létu sjá sig og að fyrirlestri loknum svaraði Ívar spurningum áhorfenda úr sal. Sem þakkir fyrir áhugaverðan fyrirlestur afhenti Már Karlsson gjaldkeri JCI Lind og samstarfsfélagi Ívars honum bókina 501 most visited cities.

Viðtalið Við hittum fyrir rólegustu menn JCI hreyfingarinnar þá Viktor Ómarsson fráfarandi landsforseta og Einar Valmundarson núverandi landsforseta, í pásu á fyrsta FS fundi ársins. Áttum létt spjall við þá. Hvað segið strákar eru þið ekki búnir að hafa það gott um jólin? Einar: Eiginlega bara of gott en manni leiddist ekki þar sem það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera tengt JCI, sérstaklega núna þar sem skýrslur fyrir líðandi ár og aðgerðarplön fyrir komandi ár eru að fæðast. Viktor: Alveg svakalega gott, notið þess að vera með fjölskyldunni, borða mikið og sofa mikið. Notaði tímann meðal annars í að horfa til baka og setja markmið fyrir árið og klára nokkur JCI mál. Viktor við byrjum á þér. Hvað stendur upp úr á árinu sem leið? Það er margt eftirminnilegt og skemmtilegt sem ég tek með mér eftir þetta ár. Fullt af nýjum vinum og kunningjum um allan heim, fullt af áskorunum og mikil reynsla sem maður mun búa að næstu árin. Árangurinn hefur verið frábær, fjölgun félaga og aðildarfélaga, aukin umfjöllun í fjölmiðlum og því fleiri sem vita hvað JCI er, fleiri og stærri viðburðir og almennt mikil gróska. Það sem stendur einna helst uppúr er hvað margir flottir félagar hafa stigið upp og látið til sín taka. Árangur sem þessi næst eingöngu með góðri samvinnu og það er frábært að vinna með svona mörgum metnaðarfullum og duglegum einstaklingum. Hvað kom þér mest á óvart? Það kom mest á óvart hvað margt af því sem maður hélt að yrði mikil áskorun var í raun miklu einfaldara þegar á hólminn var komið. Lykilinn er bara að láta reyna á hlutina, framkvæma og leggja á meðan til hliðar allar ályktanir um að eitthvað sé ekki hægt. Það kom líka skemmtilega á óvart hvað allir eru jákvæðir þegar maður kynnir JCI, hvort sem er einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök. Við stöndum frammi fyrir fullt af tækifærum sem við getum nýtt okkur betur. frh. á næstu síðu… 6


Kannski að þetta eigi við flest þau markmið sem menn setja sér: ,,Það er ekki nóg að komast fram yfir miðju. Maður verður að eiga erindi"!

Þú og Elizes voruð einu JCI félagarnir sem fóruð á heimsþingið í Taipei og þú vannst spurningakeppni ásamt öðrum, til hamingju með það. Hvaða minningar eða reynslu tekur þú með þér þaðan? Já takk fyrir það, þetta kom skemmtilega á óvart að vera plataður í JCI Spotlight spurninga-keppnina ásamt Charlotte sem er í ár landsforseti í JCI Danmörku og ná að vinna hana. Ég tek með mér mikið af góðum minningum frá heimsþinginu. Það stendur alltaf uppúr á JCI þingum þau skemmtilegu samskipti og stundir sem maður á með vinum og kunningjum og það nýja fólk sem maður kynnist. Sérstaklega var gaman að hitta þá sem voru með mér á JCI Academy í Japan 2011. Ég sótti auðvitað fullt af fundum og vinnustofum þar sem maður tekur bæði með sér reynslu og nýja þekkingu. Mér fannst mjög gaman að taka þátt í þessum stærri og formlegri fundum og fylgjast með fundatækni á svona stórum vettvangi og í alþjóðlegu samhengi. Ég lærði margt af því. Þá var gaman að taka þátt í umræðum um hvert JCI á að stefna á næstu árum í hópi fólks sem kom allsstaðar að úr heiminum. Hvað verður þú að gera á þessu ári? Ég verð í hinum og þessum verkefnum á þessu ári. Ég er í nefnd á vegum JCI Evrópu og starfa þar sem Development Councelor þar sem markmiðið er aðstoða JCI hreyfingar í Evrópu til að fjölga félögum. Síðan verð ég embættismaður landsstjórnar, bæði yfir leiðbeinendamálum og nýliðun og nýjum aðildarfélögum. Þannig að það verður áfram nóg að gera hjá mér í JCI. Einar svo við snúum okkur að þér. Nú varst þú forseti JCI Reykjavíkur og formaður landsþingsnefndar í fyrra. Hvað af þeirri dýrmætu reynslu muntu geta nýtt þér í landsforsetaembættið? Það er klárt mál að öll sú reynsla sem safnast hefur fyrir hjá manni í gegnum JCI mun nýtast manni á komandi ári. Árið sem forseti JCI Reykjavíkur var ákaflega lærdómsríkt Munið þið í landsstjórninni bjóða upp á eitthvað nýtt sem aldrei hefur verið gert áður? Eins og staðan er núna er ekki neitt nýtt sem hefur aldrei verið gert áður, við munum hins vegar reyna að endurbæta hluti sem gera má betur enda erum við samtök sem eru í stöðugum endurbótum. Engu að síður er komandi ár ákaflega spennandi og langt síðan JCI hefur verið jafn stórt á Íslandi. Því munum við sjá nokkra nýja hluti og tækifæri sem hafa ekki verið í boði undanfarið. Má þar nefna ræðukeppnir milli aðildarfélaga og svo mun vinningshafinn fá ókeypis þingpakki á Evrópuþingið í Mónakó. Viktor hvaða heilræði getur þú gefið Einari fyrir þetta ár? Setja sér skýr markmið og stefnu og byrja síðan að vinna. Það gerist lítið ef maður eyðir miklum tíma í að skipuleggja, hugsa og velta upp öllum mögulegum hindrunum. Lykilinn er samvinna, að hefjast handa og láta verkin tala. Síðan hefur stuðningur frá fyrrum landsforsetum reynst mér ómetanlegur á árinu, það er gott að geta leitað til þeirra þegar manni vantar ráð eða lausnir. Hvað viljið þið segja við nýliðana sem eru blautir á bak við eyrun? Einar: Það sem mér dettur strax í hug er að maður uppsker eins og maður sáir þegar kemur að JCI starfinu. Og að það eru engin takmörk fyrir því hvað hægt að ná miklum árangri. Þessir tveir punktar eiga svo við hvað það sem fólki hentar. Ef þig langar að æfa ræðumennsku eða þá að vinna tengt alþjóðastarfinu þá getur JCI nýst þér á þeirri braut. Viktor: Ég hvet alla til að taka þátt í verkefnum og vinnuhópum. Það er afar gagnlegt að sækja námskeið og fyrirlestra en maður græðir fyrst á JCI starfinu þegar maður vinnur að verkefnum. Þannig kynnist maður fólki öðruvísi og betur, maður lærir heilan helling og að vinna að einhverju sem skilar árangri er alltaf gefandi og skemmtilegt. Eitt að lokum: Ætlið þið að fara á Evrópuþingið í Monaco í sumar? Einar: Ég fer á Evrópuþingið, ekki spurning og mig er farið að hlakka til. Fyrsta Evrópuþingið mitt var á Spáni og var ógleymanlegt, því get ég ekki annað en hvatt félaga til að fara á þingið í sumar. Endilega kíkið á þau námskeið sem eru í boði á heimasíðu þingsins www.jci-ec2013.com og spjallið við eldri félagsmenn sem hafa farið áður. Svo hef ég öruggar heimildir fyrir því að nokkrir JCI félagar eru búnir að leigja sér lúxusvillu rétt fyrir utan Monaco með einstöku útsýni og aðbúnaði. Hlakkar til að kíkja í heimsókn þar. Viktor: Já ég fer og er farinn að hlakka til líka. Ég er að breytast í þingfíkil, þetta er svo gaman...

7


Gleði og ánægja eru jafn nauðsynleg og matur og drykkur. Marteinn Lúther

Þorrablót JCI Esju 2013 Þann 9. Febrúar kl.19 verður hið árvissa og margumtalaða Þorrablót JCI Esju haldið með pompi og prakt í Flugröst, sal Flugmálastjórnar Íslands við Nauthólsvík. Þorrablótspakkinn kostar litlar 3500 kr. fyrir þá sem eru ekki þegar búnir að borga. Innifalið í verðinu er feikinóg af þorrakræsingum, auk hefðbundnari matar fyrir þá sem vilja, fordrykkur, leikandi létt skemmtiatriði og hressandi leikir. Veislustjórar verða Gunnar Þór Sigurjónsson, JCI Esju, og Ingibjörg Magnúsdóttir, JCI Reykjavík. Fjöldi félagsmanna og gesta hefur þegar skráð sig og útlit er því fyrir fjölmennt og fjörugt blót. Þorrablótin hafa verið meðal eftirminnilegustu og skemmtilegustu viðburða innan JCI í mínum huga. Ekki eru það þó bara blótin sjálf sem eru skemmtileg heldur líka allar þær stundir sem fóru í að rifja upp bestu augnablikin að mati hvers og eins. Það tel ég að sé alltaf skemmtilegri umræða hafi maður raunverulega verið á staðnum, hvort sem viðkomandi þorrablót hafi verið eftirminnilegt í huga manns eða ekki...

Fyrsta fréttablað ársins Fréttablað þetta er framtak félaga sem tekur af skarið! Til þess að ná árangri í JCI starfinu er gott að geta tekið af skarið. Strax á síðasta ári kom Kristín Guðmundsdóttir til mín með þá hugmynd að gefa út fréttablað JCI og bauðst til þess að skrifa og safna efni. Það hefur Kristín gert með sóma og ég kom aðeins að lokafrágangi blaðsins. Kristín á mikið hrós skilið fyrir að standa fyrir útgáfu þessa blaðs í samvinnu við landsritara og hefur hún þegar hafist handa við að safna efni í næsta blað. Þeir sem taka af skarið – þeir sem framkvæma – þeir bera ávöxt af vinnu sinni. Guðlaug – landsritari 2013

Að lokum vil ég hvetja alla til þess að tryggja sér miða á þorrablót Esjunnar hið snarasta, mæta með góða skapið í fötum í fínni kantinum eða því sem hverjum og einum finnst mest viðeigandi og skemmta sér með okkur!

Viltu skrifa? Gulur, rauður, grænn og blár, hressir og glaðir á blóti. Venju sauður, vænn og klár, niður með veigum þá fljóti.

Skráningar fara fram á heimasíðu JCI, http://www.jci.is/events/thorrablot-jci-esju/ og greiðsla fer fram með millifærslu á reikning 114-26-50069 með kt. 500691-1239. Vakni upp einhverjar spurningar má senda tölvupóst á esja@jci.is. Fyrir hönd þorrablótsnefndar JCI Esju 2013. Nína María Magnúsdóttir

Næsta fréttablað kemur út í kringum páskana. Hægt er að senda greinar til Kristínar á kg7553@gmail.com eða kristin@jci.is Síðasti skiladagur greina er 18. mars.

JCI Ísland Hellusundi 3 101 Reykjavík Sendu okkur línu á jci@jci.is www.jci.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.