Askur Magasín

Page 1

1. tbl. 6. árg. 2017 Einn þekktasti fatahönnuður 20. aldarinnar | Fatahönnuður á framabraut | Askur mælir með Ljúffengir kokteilar | RFF 2017 | Hönnuðurinn Peter Marino


Grafía stendur með þér! Fræðslusjóður GRAFÍU stuðlar að endur- og viðbótarmenntun félagsmanna, svo og námsgagnagerð og námskeiðshaldi. GRAFÍA og Samtök iðnaðarins reka saman endurmenntun í prentiðnaði innan IÐUNNAR fræðsluseturs ehf. Námskeið eru haldin á vegum IÐUNNAR og einnig eru veittir styrkir til að sækja námskeið sem tengjast endurmenntun viðkomandi starfi.

Kynntu þér málið á grafia.is Stórhöfða 31, 3. hæð, 110 Reykjavík Sími 552 8755 | Fax 562 3188 grafisa@grafia.is


10 Vinsælustu kokkteilarnir í dag

Aðstoðarhönnuður hjá Narciso Rodrigu­ ez, Björg Skarphéðins er að gera það gott í New York.

Reykjavík Fashion Festival 2017

8

16

Hannar fyrir helstu tískurisana í heiminum.

12

14 Yves Saint Laurent einn stærsti hönnuður 20. aldarinnar og má segja að hönnun hans hafi gríðar­ leg áhrif á tískuheim kvenna en þann dag í dag.

3


Takk fyrir mig! Verð ég að segja því þessar tvær annir voru allt of fljótar að líða og á ég eftir að sakna þess að mæta á morgnana upp í Vörðuskóla. Það á eftir að vera skrítin tilfinning að sjá ekki samnemendur mína og kennara á hverjum degi. Finnst mér námið búið að vera ótrúlega krefjandi sem og spennandi. Við höfum tekið margt fyrir s.s. umbrot, hönnun, myndvinnslu, frágang gagna og vefsíðugerð. Verkefnin voru þannig gerð að við göngum frá Tækniskólanum sem best undirbúin í það sem atvinnulífið á eftir að færa okkur. Ég get allavega sagt það að ég sé tilbúin og hlakka til að takast á við það sem á eftir kemur. Vil ég þakka kennurunum fyrir frábæra leiðsögn, þolinmæði og alla þá hjálp sem þeir hafa veitt okkur síðastliðnu tvö ár í náminu. Askur er lokaverkefnið mitt í grafískri miðlun og fannst mér það flott lokaverkefni þar sem það tekur á flestöllum þeim hlutum sem við höfum lært í náminu. Takk fyrir frábæran tíma og njótið lestursins!

4

Ritstjórn: Júlía Baldvinsdóttir Samsetning: Júlía Baldvinsdóttir Forsíða: Mynd af Pexel.com Útgefandi: Tækniskólinn Prentun: Tækniskólinn Pappír: Artic Volume 130g Letur: Meginmál: Univers 45 9/13pt Millifyrirsagnir: Univers 65 9/13pt Myndatexti: Univers Oblique 45 9/15pt


MÍNERVA Fallegur fatnaður fyrir einstök tækifæri! Laugavegur 77, 101 Reykjavík | 567 8888 | minverva.is


Jjds

Hönnun, listir og sköpun hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu og þó ég hafi mikið reynt að fara aðra leið í lífinu þá hef ég þó alltaf endað á sama stað í einhverju sem tengist hönnun og listum.

6


J

Júlía Baldvinsdóttir, fædd 8. júlí 1985. Er trúlofuð og á einn strák sem er að verða 2 ára í september. Hönnun, listir og sköpun hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu og þó ég hafi mikið reynt að fara aðra leið í lífinu þá hef ég þó alltaf endað á sama stað í einhverju sem tengist hönnun og listum.

Ég leitaði í svolítinn tíma hvað það væri sem ég vildi gera í lífinu, ferðaðist um heiminn, vann við ýmis störf. Fór svo til Barcelona í nám þar sem ég lagði stundir á grafíska hönnun, var það mjög skemmtilegt en krefjandi og frekar dýrt svo ég ákvað að koma aftur til Íslands og fannst ég pínu týnd. Þegar unnusti minn byrjaði í ljósmyndun í Tækniskólanum fór ég að kynna mér námið í Tækniskólanum betur og fann grafíska miðlun sem er í raun það sem ég hef verið að leita að. Loksins er ég komin á mína hillu í lífinu. Eftir námið stefni ég á það að komast á samning og ljúka sveinsprófinu.

7

Ljósmynd Þóra Ólafsdóttir

Ég útskrifaðist af félagsfræðibraut frá Borgarholts­ skóla og hélt svo í Háskóla Íslands þar sem ég kláraði BA í Mannfræði með kvikmyndafræði sem auka grein. Planið var svo að halda áfram í áfram­ haldandi nám en fann að þessi bóklega leið var ekki fyrir mig þó svo ég elski bækur og lesi mikið.


Reykjavík Hvernig varð RFF til?

RFF varð til árið 2009 að frumkvæði nokkurra sjálf­ stæðra fatahönnuða sem fannst vanta suðupott fyrir íslenska tísku. Það er mjög merkilegt að sjá í sögulegu samhengi að gróska verður oft í list og menningu í kjölfar erfiðra efnahagsára. Akkúrat eins og gerðist eftir kreppu með RFF. Á fyrstu hönnunarhátíð RFF sem sjálfstætt starfandi fata­ hönnuðir stóðu að mættu um 200 gestir. Næsta ár var hátíðin sem þótti vel lukkuð í fyrstu tilraun endurhaldin en undir stjórn nýrra, utanaðkomandi aðila til að fá aukinn styrk. 7 árum seinna héldum við hátíð með um 3000 gestum, þar af fjölda erlendra gesta. Umfjöllun um hátíð og hönnuði var áberandi í íslenskum fjölmiðlum í mars/apríl en einnig skilaði umfjöllun sér í merkustu tísku­ tímaritum heims eins og Vogue IT, Vogue US, Champ mag en einnig hefðbundnum erlendum fjölmiðlum eins og Dailymail, The Sun, Hollywood. com og svo framvegis.

Fashion Festival er sá sem mengar mest á eftir olíuiðnaði. Ísland á raunveruleg tækifæri í að vera leiðandi í um­ hverfismálum og ef við ætlum raunverulega að koma fataiðn af stað hér á landi ættum við að vera meðvituð og gera það rétt. RFF hjartað slær með umhverfinu sínu og hvetur hönnuði til þess sama. Hátíðin í ár var tileinkuð náttúruöflunum „Rok“. Hafi þið alltaf tileinkað hana einhverju eða lagt áherslu á eitthvað ákveðið hvert ár? Hver hátíð sem hefur verið haldin einkennist fyrst og fremst af hönnuðum sem taka þátt að hverju sinni. Hins vegar á síðustu hátíð ákváðum við að búa til þema hátíðar. Þá er auðveldara að vitna í fyrri hátíðir, gefur okkur aukið tækifæri að búa til skemmtilegt markaðsefni sem verður ekki einsleitt með árunum, sem og að þetta gefur okkur aukna áherslu á okkar markmið. Það er ekki tilviljun að hátíðin 2017 heitir ROK. Við vildum tileinka hana náttúrukröftum þar sem nýju um­ hverfisáherslur okkar litu dagsins ljós með henni.

Hvert er markmið RFF? Að vekja athygli á íslenskri fatahönnun og á þeim tækifærum sem í henni felast. Að efla íslenskan fataiðnað sem gæti til langs tíma litið skilað miklu til þjóðarbúsins. Fatahönnun er frekar ung grein á Íslandi og því búum við yfir fjölda tækifæra í þessum efnum. Síðasta hátíð var fyrsta hátíðin undir minni stjórn en þar ákváðum við að setja okkur markmið og áherslur um umhverfismeðvit­ und og hvetja hönnuði til sjálfbærni. Fataiðnaður

8

Þetta var sjöunda árið sem hátíðin er haldin og þið heiðruðuð Dorrit Moussaieff er það komið til að vera að heiðra einhvern sem hefur sterk tengsl við tísku eða sem hefur haft áhrif á íslenska tískumenningu? Já, við viljum grípa hvert tækifæri til að vekja athygli á okkar málefnum. Verðlaunin sem skýrð eru í höfuðið á Dorrit eru komin til að vera. Þau verða hins vegar ekki veitt árlega og verður því


hver verðlaunahafi heiðraður til lengri tíma. Verð­ launin eru ætluð að skapa heiður fyrir þá sem leggja hart að sér til að skapa innan þessarar greinar. Það eru ekki mörg tækifæri hérlendis til að fá gæðastimpil á sig, en það er hugsunin með verðlaununum. Ég get alveg trúað því að það sé mikil vinna að setja svona sýningu upp, gætirðu nokkuð tekið saman ferlið fyrir lesendur? Að baki hverrar hátíðar liggur hálfs árs undirbún­ ingsferli. Allt frá því að ákveða dagsetningu og finna viðeigandi húsnæði yfir í samningsferli og fjármögnun. Eftirmálar eru líka mikilvægir og vinn­ um við mánuð eftir hátíð við að klára að hnýta hnúta hátíðar áður en við höldum áfram með næstu.

Hvað er það við tísku sem heillar þig? Það er svo margt við tísku sem heillar mig. Fagurfræðin, menningin, fólkið sem starfar innan tísku og svo gæti ég lengi talið. Flestir sem starfa innan tísku geta tengt við það að verkefnin eru lifandi ferli sem færast áfram í stað þess að vera bundin við sama verkefni, sama exelskjalið í mörg ár. Ég veit aldrei hvað morgundagurinn býður upp á – en það verður að öllum líkindum eitthvað skemmtilegt og fallegt. Eitthvað sem heillar.

Íslensk tíska hefur breyst á þann veg að við erum komin með mun fleiri hæfari hönnuði. Fjölbreytni fylgir því en kröfurnar verða meiri því samkeppn­ in er meiri. Samkeppni er hér af hinu góða, því hún ýtir undir gæði vöru. Neytendur verða sífellt kröfuharðari enda auðvelt að fá vörur að utan. Blómstrandi ferðamennska gerir það auðveldara fyrir hönnuð að lifa á því að selja varning og heill­ ar nú fleiri til að fylgja draumi sínum. Ekki má gleyma iðandi menningarlífi borgarinnar sem veitir hönnuðum innblástur.

Hjá okkur er mikil vinna fram undan við að búa til heilsársstarfsemi í kringum RFF. Við viljum stoð og stytta íslenskra fatahönnuða allt árið en ekki í kringum eina hátíð ár hvert. Við stefnum á að halda tvær sýningar á hverju ári sambærilegum tískuhátíðum erlendis. Við viljum efla tengsl við erlenda kaupendur og aðila sem starfa innan tískugreinarinnar. Það gengur vel að skapa tengsl í kringum hátíðina og okkar draumur er að viðhalda og varðveita þessum tengslum. Við viljum að allir horfi til íslenskrar tísku og hugsi með sér „VÁ”. Það eiga okkar fatahönnuðir skilið.

Viðtal tekið við Kolfinnu Von / Ljósmyndir Hallur Karlsson, Hörður Sveinsson og Óli Magg

Hvað er á döfinni hjá RFF á næstunni? Íslensk tíska, finnst þér tíska í Reykjavík hafa breyst með árunum og hvernig þá?


Heitustu Ljósmyndir teknar af Pexel.com / Uppskriftir fundnar af greinum á netinu.

hanastélin í dag

Americano

Moscow Mule

3 ml af Campari 3 ml af Red Vermouth Skvettu af sódavatni

1 1/2 ml Vodka 1/2 ml ferskur límónusafi 1/4 ml síróp Engiferbjór Límónu eða sítrónu skreyting

Helltu innihaldsefnunum beint í gamaldags glas, fylltu með ís og svo sódavatn. Skreytið með appelsínu sneið.

Hristu vodka, límónusafa og sírópið saman. Bætið engiferbjór og hristið. Hellið í fallegt glas eða koparkönnu og berið fram.

10


Blue Margarita 1 tsk. gróft salt 4 ml Tekíla 2 ml Triple Sec 2 ml kreistur límónusafi 2 ml blár Curacaco líkjör 2 tsk. fínn sykur Sítrónusneið til skreytingar

Rum Sunset

12 ml appelsínusafi 3 ml ljóst Romm 2 msk. grenadín Lime sneið til skreytingar Blandið öllu saman í glas, hellið grenadíninu með msk. í glasið og hrærið hratt svo þið fáið sólseturslit á kok­ teilinn.

Fágun, einfaldleiki og gæði

Forkur bíður upp á að hráefnið sé úrvals og útbúið af fágun og umhyggju bæði við náttúruna, bragðlaukana og hefðina. forkur@forkur.is | Austurstræti 5 | sími 566 2108 | forkur.is


Viðtal tekið við Björg Skarphéðinsdóttur / Myndefni fengið frá Björg Skarphéðinsdóttur / hönnun eftir Björg S.

BJÖRG SKARPHÉÐINSDÓTTIR 12

Aðstoðarhönnuður hjá Narciso Rodriguez, Björg Skarphéðins er að gera það gott í New York. „...mjög áhugavert og ég læri mikið en mig langar svo að halda áfram að vinna mig upp og er einmitt að hugsa hvert ég eigi að fara næst.“ Björg er íslensk en ólst upp í Noregi að hluta til. Hún kláraði BA í fatahönnun í LHÍ og fór þá í eina önn til Vínarborgar í skiptinám. Í september 2016 kláraði Björg MA í fatahönnun frá Parsons skólanum í New York og þar sérhæfði hún sig í prjónahönnun. Hvað ertu að læra og hvar? Ég var að útskrifast með MA í fatahönnun frá Parsons núna í September. Það er tveggja ára nám og ég sérhæfði mig í prjónahönnun. Hvernig kanntu við þig í New York? Ég elska New York. Borgin virkar svolítið ógnvekj­ andi fyrst en maður venst því fljótt að eiga heima hérna og þá verður borgin alveg æði, það finnst mér allavega. Það er mikið áreiti hérna en alltaf hægt að finna sér notalega og rólega staði, fullt af görðum og söfnum, svo finnst mér líka gott að vera á stað þar sem er mikið að gerast. Var það erfitt ferli að komast inn í Parsons? Ferlið er frekar erfitt, aðallega áður en maður sækir um því maður þarf helst að vera með góða möppu frá BA náminu. Ég fór ekki beint í master eftir BA þannig að ég eyddi nokkrum mánuðum í að bæta möppuna mína. Umsækjendur senda inn möppu og svo er hluta af þeim umsækjendum boðið í viðtal og sem svo ákvarðar hverjir komast inn. Við vorum um 15 manns í bekknum.


Hverjir eru þínir uppáhalds hönnuðir? Ég hef alltaf haldið mjög upp á Yohji Yamamoto. Hann gerir ótrúlega vönduð föt og er góður klæð­ skeri en hann er líka ótrúlega tilraunagjarn. Ég skoða samt ekkert endilega mikið af fatahönnun til að fá innblástur en bara alltaf að skoða allt. Mynd­ list, ljósmyndir, arkitektúr, les mikið af bókum, les fréttir. Ég held að það sé gott að vita hvað er að gerast í sínu fagi en maður fær innblástur alls staðar frá held ég. Í skólanum hjá mér var mikið lagt upp úr því að maður geri mikið, skoði mikið af bókum, fari á söfn og prufi mikið af aðferðum. Við vinnum mikið í efni, gerum prufur og þess háttar. Hvaða efni ertu mest að notast við í hönnuninni? Ég sérhæfði mig í prjónahönnun og nota því mest garn í hönnuninni minni en er ekki með nein ákveðin efni sem ég nota mest. Ég hef prjón­ að úr allskonar efnum og er oft að leika mér að prófa efni sem kannski passa ekkert rosalega vel saman. Hver eru framtíðar plönin? Núna er ég að vinna sem aðstoðar hönnuður hjá Narciso Rodriguez, í New York. Það er mjög áhugavert og ég er að læra mikið en mig langar svo að halda áfram að vinna mig upp og er einmitt að hugsa hvert ég eigi að fara næst. Ég væri mjög til í að vera áfram í New York en það er frekar erfitt út af atvinnuleyfismálum þannig að við sjáum bara til hvað gerist.

13


Myndir fengnar af veraldarvefnum með leyfum / texti unninn uppúr greinum af netinu.

Yves Henri Donat Mathieu-Saint-Laurent, þekktur undir nafninu Yves Saint Laurent var franskur tískuhönnuður og er einn af stærstu nöfnum í tískuheiminum. Hann fór aðrar leiðir í hönnun sinni, vildi að kon­ um liði vel í fatnaðinum en væru á sama tíma glæsilegar. Hann kynnti einnig til leiks dragtina fyrir konur og var þekktur fyrir að nota módel sem voru öðruvísi, ekki frá Evrópu. Módel með mismunandi litarhaft og af misjöfnu þjóðerni. Yves var fæddur 1. ágúst 1936 í Oran, Frönsku Alsír. Ólst upp við Miðjarðarhafið ásamt tveimur systrum. Hann hafði mikinn áhuga á því að búa til pappírs dúkkur (dúkkulísur) og sem unglingur var hann farinn að hanna kjóla á móður sína og systur. Sautján ára flutti hann til Parísar og hóf göngu sína í tískuskólanum Chambre Syndicale de la Haute Couture, þar sem hönnun hans vakti strax athygli. Micheal D. Brunhoff, ritstjóri Franska Vogue kynnti Saint Laurent fyrir fatahönnuðinum Christian Dior, risa í tískuheiminum. Undir leiðsögn Dior hélt Yves áfram að þróa stíl sinn og öðlast þekkingu, þroska og frekari eftirtekt fyrir hönnun sína. Þó svo Dior hafi viðurkennt hæfileika Saint Laurent strax þá vann hann lítið við fatahönnun á fyrsta starfsári sínu í tískuhúsi Dior, hann var settur í að skreyta stúdíóið, hanna fylgihluti o.s.frv. Að lokum var honum þó leyft að leggja fram skiss­ ur fyrir hátísku línu og eftir því sem leið á voru fleiri skissur frá honum teknar inn af Dior. Árið 1957 var Saint Laurent, aðeins 21 árs orðinn höfuð hönnuður Dior hússins. Vorlínan

14

hans 1958 mun hugsanlega hafa bjargað fyrir­ tækinu frá gjaldþroti. Hönnun hans sem var mýkri útgáfa af nýju hönnun Dior, skaut honum upp í al­ þjóðlegan stjörnuhimininn með hönnuninni á kjól sem seinna meir er þekktur sem „Trapeze kjóll.“ Eftir 1960 byrjaði hann að byggja upp sitt eigið tískuhús Yves Saint Laurent YSL með þáverandi unnusta sínum Pierre Berge. Fengu þeir fé frá amerískum milljónamæringi J. Mack Robinson. Ástarsambandi, Pierre og Yves lauk árið 1976 en héldu þeir samt áfram að vera viðskiptafélagar. Frá tímabilinu 1960 til 1970 náði fyrirtækið víð­ tækri útbreiðslu í tískuheiminum með mismun­ andi hönnun, sem dæmi má nefna beatnik útlitið, safarí jakkar fyrir konur og karla, þröngar buxur og há stígvél sem náðu upp á læri og það þekktasta er líklega klassíska Tuxedo dragtin fyrir konur árið 1966. Árið 1965 var Mondrian línan mjög vin­ sæl, Saint Laurent kom með mikið af nýjum breytingum í tískuheim­ inn á 6. og 7. áratugnum. Einnig fór hann að hanna meira af fjölbreyttum stílum sem voru í boði á markaðnum fyrir fleiri á viðráðanlegu verði frekar en að einblína bara á há­ tísku fatnað.


Hann var fyrsti franski hönnuðurinn til að kynna prêt-à-porter – tilbúið til að klæðast línu. Þessi lína varð mjög vinsæl hjá almenningi sem og gagnrýnendum og varð að lokum til þess að Saint Laurent og Berge högnuðust mun meira á því en hátísku fatnaðinum. Saint Laurent lést 1. Júní 2008, vegna heila­ æxlis á heimili sínu í París.

Í dag er hægt að kaupa bæði fatnað, förðunar­ vörur, ilmvötn og margt fleira frá YSL línunni. Hann var mjög umtalaður hönnuður fyrir að hneyksla og stundum kallaður „bad boy“ tískuheimsins þar sem buxnadragtir frá honum voru bannaðar á kaffihúsum meðal almennings og einnig þar sem hann hannaði blússu sem var gegnsæ. Hann er einn stærsti hönnuður 20 aldarinnar og má segja að hönnun hans hafi haft gríðarleg áhrif á tískuheim kvenna til dagsins í dag. Hægt að nálgast nýjustu línu YSL og hönnun á síðunni www.ysl.com

ÓYNDI Sjúkdómur án andlits

ÓYNDI – samtök einstaklinga með þunglyndi Margir sem eiga við þunglyndi að stríða fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa á að halda. Þunglyndi er vangreindur sjúkdómur, því aðeins hluti þeirra sem eru þunglyndir fá rétta greiningu og þar með rétta meðhöndlun.

15

Kynntu þér málið á www.oyndi.is


Myndir fengnar af veraldarvefnum með leyfum / texti unninn uppúr greinum af netinu.

Peter Marino

Peter Marino er fæddur 9. ágúst 1949 og er amerískur arkitekt. Hann er stofnandi Peter Marino arkitektar PLLC, arkitektar og hönnunar fyrirtæki stofnað 1978. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í New York með 160 starfsmenn en er líka með skrifstofur í Fíladelfíu og Bretlandi. Marino útskrifaðist frá Cornell háskóla arkitektúrs, lista. Hann hóf feril sinn hjá Skidmore, Owings & Merrill, George Nelson and I. M. Pei. Árið 1978 réði Andy Warhol hann til að endurnýja húsið sitt á Manhattan. Þessi vinna fyrir Andy Warhol leiddi af sér fleiri viðskiptavini úr listaheiminum sem og Evrópskt fyrirfólk. Árið 1985, var Marino fenginn til að hanna kvennadeildina í stórverslun Barneys í New York, var þetta fyrsta verkefni hans í að hanna fatabúð og leiddi það til þess að hann hannaði sautján deildir í Bandaríkjunum og Japan á

16

árunum 1986 til 1993. Þessi vinna hans við Barneys opnaði fyrir honum heim tískufyrirtækjanna og fór hann í að hanna búðir fyrir Calvin Klein, Donna Karen, Giorgio Armani, Ermenegildo Zegna og Fendi svo eitthvað sé nefnt og seinna meir var hann farinn að hanna fyrir stóru tískuhúsin Chanel, Dior og Luis Vuitton. Er hann í dag þekktastur fyrir þá vinnu sem hann hefur gert fyrir þessi tilteknu fyrirtæki og hefur hann hannað fyrir þau út um allan heim, París, Ítalíu, New York, Toyko, Shanghai, Los Angeles svo eitthvað sé nefnt. Hönnun Marino tekur á mörgum mismunandi sviðum svo sem viðskipta, menningar, íbúða og smásölu arkitektúr og hefur lagt það að mörkum að endurskilgreina nútíma lúxus um allan heim. Hönnunin leggur áherslu á áferð, ljós, kvarða og stöðugt samspil þess sem er að innan og utan.


Einnig hefur hann hannað byggingar svo sem Zwinger Porcelain Collection og Meissen Animal Gallery í Dresden Museum í Þýskalandi og 2010 hannaði hann yfirlitssýningu á verkum Claude og François-Xavier Lalanne í Musée des Arts Décoratifs í París, Frakklandi. Peter Marino er mjög þekktur bæði fyrir verk sín og ekki síður fyrir útlit sitt. Marino er giftur búningahönnuðinum Jane Trapnell og eiga þau eina dóttur. Marino er listaverkasafnari og safn­ ar frönsku postulíni, nútíma málverkum, ítölsku og frönsku bronsi frá miðri 16. öld til 18. aldar. Árið 2010 var safnið hans sýnt í London Wallace Collection. Einnig eins og áður hefur komið fram þá er hann þekktur fyrir útlit sitt þ.e. sinn persónu­ lega tískustíl, sem hann hefur kallað tattúaða mótorhjólagæja lúkkið, sem hann segir sjálfur að sé ákveðin tálsýn. Þetta útlit hans saman stendur af svörtum leðurfötum, með spennum, pinnum og leður derhúfu.

Andy Warhol

Andy Warhol fæddist 6. ágúst 1928 var amerískur lista­ maður og einn af frumkvöðlum myndlistarstefnunnar popp list-pop art. Verk hans kanna tengslin milli listrænnar tjáningar, orðstírs kenningar og auglýsinga sem blómstr­ uðu á sjöunda áratugnum. Verk hans eru mjög mismunandi frá því að vera mynd­ bönd, ljósmyndir, kvikmyndir, skúlptúrar, málverk eða silkscreening. Þekktustu verk hans eru einmitt gerð með silkscreening tækninni, dæmi eru Campbell‘s Soup Cans (1962) einnig er tilraunaverkefnið hans Chelsea Girls (1966) sem er kvikmynd og margmiðlunarviðburðirnir þekktir sem the Exploding Plastic Inevitable. Andy Warhol var einn af vinsælustu listamönnum síns tíma og er það enn þann dag í dag. Warhol lagði áherslu á neysluvörur og poppkúltúrtákn, var hann mjög umdeildur listamaður sem fór sínar eigin leiðir.

Það má segja að áhættunnar sem hann tók og enda­ lausar tilraunir með efnið og margmiðlun gerði hann að frumkvöðli í næstum allri sjónlist. Hans óhefðbundni stíll og orðstír varð til þess að hann náði að verða súperstjarna.


06 10

09 04

08

03

07

18

Askur mælir með

02 01

Bobbi Brown

02

Naglalakk

03

Ilmvatn

augnskuggi

Chanel

05

Skuggalega flottur

Svart sem nóttin

Opium YSL

Ferskur ilmur fyrir sumarið

04

Augnskuggi MAC

Fagur og fín

05

Brúðkaup

Einfalt, fallegt og einstakt

06

Varalitur

Ómótstæðilegur

07

Púður

Einkennandi

08

Bókum

Dýrmæt og einstakar

09

Úr

Fágað og fagurt

10

París

Ævintýri, draumur og ferðalög

Myndir fengnar af veraldar vefnum með leyfum / texti unninn af Júlíu Baldvinsdóttur

01


IÐAN eflir íslenskar iðngreinar Náms- og starfsráðgjöf Ert þú að velta fyrir þér námi eða starfi? IÐAN býður upp á margvíslega ráðgjöf um nám og störf ásamt raunfærnismati fyrir einstaklinga.

Raunfærnimat Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því.

Námskeið fyrir alla IÐAN býður uppá margvísleg námskeið bæði til endurmenntunar sem og til að auka hæfni þína á þínu sviði.

Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík | 590 6400 | idan@idan.is | idan.is


Pixel Designer er einfalt og auðvelt í notkun, þú hannar og við prentum. Ljósmyndabækur, tækifæriskort, dagatöl og margt fleira. Hannaðu þína eigin gripi á einfaldan og umhverfisvottaðan hátt. – Kynntu þér málið á pixel.is eða kíktu við hjá okkur í Ármúlanum.

Pixel ehf. Ármúla 1 108 Reykjavík

Sími: 575 2700 pixel@pixel.is www.pixel.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.