Fréttabréf haust 2010

Page 1

ÁSBRÚ

Samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs

Heilsuþorpið Ásbrú www.asbru.is

I

I

I

FRÉTTABRÉF 2. TBL. 2. ÁRG. SEPTEMBER 2010


Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco

Heilsuþorpið Ásbrú Á Ásbrú hefur verið mörkuð stefna um uppbyggingu á sviði heilsu undir nafninu „Heilsuþorpið Ásbrú“.

Verkefnið er hugsað sem regnhlíf um hina frjósömu starfsemi á sviði heilsu sem á sér stað á Ásbrú. Detox Jónínu Ben opnaði meðferðarstöð á Ásbrú í maí 2009. Opnunin er fyrsta skref heilsuþorpsins í heilsutengdri ferðaþjónustu. Detox Jónínu Ben hefur notið mikilla vinsælda frá opnun og hefur þegar tekið á móti þúsundum gesta. Næsta skref heilsuþorpsins í heilsutengdri ferðaþjónustu er sjúkrahúsið Lava Clinic sem mun bjóða erlendum heilsuferðamönnum upp á sérhæfðar meðferðir. Lava Clinic mun taka á móti fyrstu gestunum haustið 2011.

2

Heilsu- og uppeldisskóli Keilis er lykilaðili í heilsuþorpinu og styður við uppbyggingu þess með námsframboði sínu sem mun vaxa með verkefninu.

Tvö glæsileg sprotafyrirtæki eru flutt inn í fyrrum skotfærageymslu varnarliðsins að Flugvallarbraut 632 og 633. Bryn Ballett Akademían, sem hefur um 300 nemendur eftir einungis þriggja ára uppbyggingu; og Alkemistinn, sem hagnýtir vottuð lífræn hráefni til fjölbreyttrar framleiðslu á ýmsum snyrti- og heilsuvörum. Uppbyggingin nær lengra en til fyrirtækja. Á Ásbrú er heilsuleikskólinn Háaleiti, besta taekwondo-deild landsins og verið er að kanna möguleika þess að setja upp innanhúss-strandblakvöll sem verður einstakur á landinu. Fjölmargir aðilar hafa átt í viðræðum við Kadeco um heilsutengda uppbyggingu á Ásbrú. Kadeco hefur tekið fjölda fasteigna á Ásbrú frá undir heilsuþorp. Við erum ávallt að leita eftir nýjum samstarfsaðilum og tækifærum og hvetjum áhugasama um nýtingu þeirra til þess að hafa samband við okkur.

Útgefandi: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar // Ritstjóri og ábm.: Óli Örn Eiríksson // Útlit og umbrot: Skissa, auglýsingastofa // Textahöfundar: Anna Lilja Þórisdóttir o. fl. // Ljósmyndir: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Bragi Þór Jósefsson, Víkurfréttir o.fl. // Forsíðumynd: Gúndi // Prófarkalestur: Helgi Magnússon Fréttabréfið Ásbrú er gefið út í 9500 eintökum og er dreift frítt á öll heimili á Reykjanesi.

HOLLUSTA OG HREYFING ER LÍFSNAUÐSYNLEG ÍÞRÓTTAHÚSIÐ Á ÁSBRÚ ER FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAMANNVIRKI SEM GETUR HÝST SVO TIL ALLA ÍÞRÓTTAVIÐBURÐI Í íþróttahúsinu er: • Stór íþróttasalur sem hægt er að skipta í tvennt (körfubolti, fótbolti, blak, boccia, brennó o.fl.) • Fjórir minni salir (skvass, aikido, judo, borðtennis o.fl.) • Tveir fullbúnir líkamsræktarsalir (þreksalur, lyftingasalur) • Glæsilegur speglasalur (taekwondo, jóga, leikfimi o.fl.) Fjölmargir aðilar nýta sér starfsemi hússins: ÍAK-nám Keilis sem teygir anga sína út um allt land er hér með starfsemi sína // Taekwondo-deild Keflavíkur, sigursælasta deild landsins // Körfuknattleiksdeild Keflavíkur // Boccia eldri borgara // Hópar, fyrirtæki og einstaklingar

Í Þ RÓT TA H Ú S I Ð Á Á S B R Ú

Vinsamlega hafið samband í síma 421-8070 til að bóka sali eða aðra viðburði


Framúrskarandi einkaþjálfarar Skólinn hefur getið sér orð fyrir einkaþjálfaranám í fremstu röð. Námið kallast ÍAK-einkaþjálfaranám en það stendur fyrir Íþróttaakademíu Keilis. Að sögn Gunnhildar Vilbergsdóttur, forstöðumanns skólans, er um að ræða nám sem er án hliðstæðu hér á landi. „Allir geta kallað sig einkaþjálfara. Því miður starfar nokkuð af fólki við einkaþjálfun án nægilegrar þekkingar á þessu sviði. Nokkrir aðilar hafa boðið upp á stutt námskeið í einkaþjálfun en námið okkar er tveggja anna langt og veitir 36 einingar. Það er viðurkennt af Menntamálaráðuneytinu og er lánshæft hjá LÍN. Við viljum vekja almenning til umhugsunar um hversu miklu máli það skiptir að hafa vel menntaðan einkaþjálfara.“

Gunnhildur segir að markmiðið með náminu sé að skapa framúrskarandi einkaþjálfara sem búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á heilbrigði einstaklingsins og hæfni til að búa til einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir á sviði styrktar- og þolþjálfunar. „Íslenskir einkaþjálfarar hafa almennt ekki sinnt einkaþjálfun út frá einstaklingsgrundvelli heldur útbýtt stöðluðum æfingakerfum. ÍAK einkaþjálfarar læra hins vegar að greina líkamsstöðu og veikleika í hreyfikeðjunni og þjálfa hvern einstakling til betrunar út frá niðurstöðum greininganna og markmiðum.“

Ekki bara ljósabekkjabrún vöðvatröll Skyldi einhver ætla sem svo að á skólabekk í einkaþjálfaranáminu

Heilsu- og uppeldisskóli Keilis

Nám án hliðstæðu Texti: Anna Lilja Þórisdóttir

5

4

Einn af fjórum skólum Keilis er Heilsu- og uppeldisskóli Keilis. Þar er boðið upp á fjölbreytt nám á sviði heilsu, heilbrigðis og íþrótta- og uppeldisfræða.


Frumkvöðlasetrið á Ásbrú ÍAK-íþróttaþjálfun og þjálfarabúðir Nú býður heilsu- og uppeldisskóli Keilis upp á framhald af ÍAKeinkaþjálfaranáminu sem kallast ÍAK-íþróttaþjálfun. Námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í að styrktar- og ástandsþjálfa íþróttamenn. Áhersla er meðal annars lögð á einstaklingsmiðaða styrktarþjálfun, hraða- og kraftþjálfun.

Þar sem hugmyndirnar verða að veruleika Texti: Anna Lilja Þórisdóttir

Skólinn býður reglulega upp á ýmiss konar opin endurmenntunar­ námskeið fyrir fagfólk í þjálfun sem eru vel sótt af fagfólki eins og einkaþjálfurum, íþróttaþjálfurum, sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum. Dagana 23.–25. september stóð skólinn fyrir einstökum þjálfarabúðum með þremur leiðbeinendum frá Bandaríkjunum sem allir eru leiðandi á sínu sviði. Meðal þess sem farið var yfir er næring og fæðubót fyrir íþróttamenn og ýmsar nýjungar í styrktar- og ástandsþjálfun, óháð íþróttagrein.

Nám í anda Donalds Trump sitji fyrst og fremst vöðvatröll sem fara í ljós þrisvar í viku, þá hefur sá hinn sami síður en svo rétt fyrir sér. Nemendahópurinn er einkar fjölbreyttur, þar má til dæmis finna afreksíþróttafólk, skrifstofufólk, hjúkrunarfræðinga og verkafólk og hlutfall karla og kvenna er áþekkt. „Meðalaldur þeirra sem hefja nám í haust er 29 ár,“ segir Gunnhildur. Hún segir að það sem hópurinn eigi sameiginlegt sé brennandi ástríða fyrir líkamsrækt og heilbrigðum lífsstíl. En hvaða skilyrði þarf fólk að uppfylla til að fá aðgang að náminu? „Inntökuskilyrðin eru að vera orðin/n 18 ára og hafa lokið minnst 70 einingum á framhaldsskólastigi. En raunin hefur verið sú að allflestir eru með talsvert meiri menntun en þetta og mikla reynslu af heilsurækt. Til dæmis er um fjórðungur þeirra sem útskrifuðust sem ÍAK-einkaþjálfarar í vor með eina eða fleiri háskólagráður,“ segir Gunnhildur.

Heilsu- og uppeldisskóli Keilis hyggst bæta við námsframboð sitt um áramótin en þá verður boðið upp á nám í viðburða- og verkefnastjórnun. Námsbrautin var áður frumkvöðlanám Keilis en hefur nú verið sett upp á nokkuð nýstárlegan hátt. Fyrirmyndin er að hluta til sjónvarpsþættirnir The Apprentice þar sem Donald Trump var í aðalhlutverki. „Við munum kenna grunnnámsgreinar eins og markaðsfræði, samningatækni, verkefnastjórnun og fjármálastjórnun en stór hluti námsins verður raunveruleg verkefni sem verða unnin í samvinnu við ýmis fyrirtæki og sveitarfélög. Nemendur kynna niðurstöður sínar fyrir forsvarsmönnum skólans og fyrirtækisins og fá umsögn um þær. Meðal fyrirtækja og sveitarfélaga, sem hafa sýnt því áhuga að vera með, eru 66°Norður, Reykjanesbær og Penninn. En það verður enginn rekinn heim eins og í þáttunum,“ segir Gunnhildur. „Námsleiðin heitir Tromp en það má alveg bera það fram sem Trump.“

Eitt stærsta og best búna frumkvöðlasetur landsins tekur til starfa í Eldey innan tíðar. Setrið verður starfrækt af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fleiri aðila.

7

6

Þóranna Jónsdóttir, verkefnisstjóri Frumkvöðlasetursins, segir að um sé að ræða stuðning við alla þá sem hafa hug á að gera hugmyndir sínar að veruleika. „Þetta er stuðningsverkefni en er ekki hugsað sem gróðafyrirtæki.“


Víðtækt samstarf Að sögn Þórönnu verður gerð krafa um að hugmyndir þeirra sem fá inni í Frumkvöðlasetrinu feli í sér nýsköpun. „Margir halda kannski að það sé fátt nýtt við hugmyndir sínar en þegar nánar er skoðað kemur oft í ljós að svo er ekki. Við bjóðum upp á handleiðslu í upphafi þar sem fólk getur rætt við okkur og þá koma oft nýir fletir í ljós. Þeir sem fá inni í setrinu verða að vera með skýr markmið um að þróa hugmyndirnar áfram og við ætlumst til þess að hugmyndirnar verði að veruleika. En þjónusta setursins stendur öllum áhugasömum til boða, óháð því hvort fólk hyggst leigja sér aðstöðu, en tilteknar kröfur eru gerðar til þeirra sem leigja hjá okkur.“ Þóranna segir að starfsemi Frumkvöðlasetursins byggi á þeirri reynslu sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aflað sér en auk þess sé horft út fyrir landsteinana, einkum til Bandaríkjanna og Norðurlandanna.

Nýsköpun, frumkvöðull, sprotafyrirtæki ... Ætla mætti að orð eins og nýsköpun, frumkvöðull og sprotafyrirtæki væru nýyrði í íslensku máli en þau heyrðust sjaldan fyrir október 2008. Þóranna segir að vissulega hafi breyttar aðstæður ýtt undir nýja nálgun í atvinnulífi en bendir á að allt frá upphafi hafi nýsköpun verið aðalmarkmið starfseminnar á Ásbrú.

Skiptir sköpum

Húsnæðið í Eldey er 3.300 fermetrar. Þar er hægt að fá skrifstofuaðstöðu þar sem netaðgangur er innifalinn. Einnig er hægt að fá aðstöðu fyrir verkstæði. Handleiðsla býðst auk ýmiss konar ráðgjafar sem er án endurgjalds. Auk þess verður boðið upp á ýmiss konar fræðslu. Þóranna segir að verið sé að ganga frá samkomulagi við Keili um að Frumkvöðlasetrið fái aðgang að bókasafni og verkstæðisrými skólans.

„Rannsóknir hafa sýnt að minna en 20% fyrirtækja, sem eru stofnuð, eru enn lifandi fimm árum síðar. En rannsóknir sýna líka að 80% þeirra fyrirtækja sem nýta sér þjónustu á borð við þá sem Frumkvöðlasetrið veitir lifa lengur en fimm ár. Þarna lærir fólk af reynslu hvers annars, það hefur góðan aðgang að upplýsingum og stuðningi og þannig

En hvaða máli skiptir þjónusta Frumkvöðlasetursins fyrir þann sem gengur með góða hugmynd í maganum? Þóranna segir að það geti skipt sköpum.

sparast dýrmætur tími. Frumkvöðlarnir verða hluti af samfélagi og þarna á sér stað tengslamyndun sem er ákaflega dýrmæt. Sá sem situr einn heima hjá sér við tölvuna fer á mis við þetta allt.“

Á vefsíðunni www.incubator.asbru.is eru upplýsingar fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemi Frumkvöðlasetursins nánar. Einnig hvetur Þóranna alla áhugasama til að hafa samband við sig með því að senda tölvupóst thoranna@asbru.is eða í síma 843-6020.

9

8

Frumkvöðlasetrið er í samstarfi við ýmsa aðila á Suðurnesjum og má þar nefna Keili, sveitarfélögin á Suðurnesjum og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Setrinu berst liðsstyrkur víða að, sem dæmi má nefna að að fjölmörg fyrirtæki „lána“ starfsfólk sem mun sinna verkefnum

á borð við fjármála- og lögfræðiráðgjöf fyrir frumkvöðlana. Að sögn Þórönnu skiptir til dæmis miklu máli að fá ráðgjöf um hvar og hvernig hægt sé að fjármagna fyrirtæki því að oft fari mikill tími í að átta sig á slíku.


Keilir haslar sér völl í ráðstefnuhaldi

Áhrif öskufalls úr Eyjafjallajökli á flugrekstur Texti: Anna Lilja Þórisdóttir

Fjallað var um eldgosið í Eyjafjallajökli og áhrif öskufalls á flugrekstur á ráðstefnu á vegum Flugakademíu Keilis. Ráðstefnan var dagana 15. og 16. september og var haldin í samvinnu við ýmsa innlenda og erlenda aðila.

Viljum fá sem flest sjónarmið Á ráðstefnunni var leitast við að svara spurningum varðandi það hvað gerðist í Eyjafjallajökli, hvers vegna lofthelgi í Evrópu lokaðist, hvaða reglum var fylgt og hvaða lærdóm megi draga. Einnig var fjallað um hvort og hvernig megi draga úr áhrifum öskudreifingar á flugumferð og hverjir eigi að taka ákvarðanir um hvernig minnka megi áhættu vegna hennar í framtíðinni. Að sögn Bryndísar Hjálmarsdóttur, verkefnisstjóra ráðstefnunnar, var ýmsum, sem málið varðar, boðið á ráðstefnuna. Þeirra á meðal voru vísindamenn, forsvarsfólk flugrekstrar og fulltrúar ýmissa opinberra aðila. „Við vildum fá fram sem flest sjónarmið varðandi áhrif eldgossins,“ segir Bryndís. „Ráðstefnan höfðaði til mjög fjölbreytts hóps því að eldgosið snerti marga.“

Gríðarlegt tap flugfélaganna Eldgosið hafði vissulega víðtæk áhrif, ekki síst á samgöngur, en áætlað er að flugfélögin hafi tapað sem svarar 23 milljörðum íslenskra króna á hverjum degi. Dagana 16. og 17. apríl var um 32,000 flugferðum aflýst í Evrópu vegna gossins og þann 21. apríl höfðu 95,000 flugferðir fallið niður vegna þess. Talið er að áhrifin hafi að mörgu leyti verið víðtækari en áhrif sprengjuárásanna þann 11. september 2001.

Komst í hann krappan vegna öskufalls Fyrirlesarar komu frá flugumferðarstjórnum víðs vegar úr Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu og frá framleiðendum eins og Airbus og Boeing. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, NASA og fjölda virtra rannsóknarstofnana og háskóla ræddu eldgos og öskuský og áhrif þeirra. Einnig var á ráðstefnunni Eric Moody, fyrrum flugstjóri hjá breska flugfélaginu British Airways. Hann stýrði breiðþotu sem lenti í öskufalli við Jövu árið 1982 en þá drapst á öllum fjórum hreyflum þotunnar. Um síðir tókst að koma þeim í gang á ný og tókst að stýra vélinni til lendingar.

Fyrsta stóra alþjóðlega ráðstefna Keilis Meðal helstu samstarfsaðila Keilis um ráðstefnuna voru ráðuneyti utanríkis, samgöngu- og sveitarstjórnar og iðnaðar, Flugmálastjórn Íslands, Atlanta, Icelandair, Flugfélag Íslands, Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Af erlendum aðilum má nefna vísindastofnanir, samtök flugfélaga, flugmannafélög og ýmsar stofnanir á sviði flugs.

11

10

Bryndís segir að ráðstefnan hafi verið haldin að frumkvæði Keilis. Verið er að setja þar á stofn ráðstefnudeild og þetta var fyrsta stóra, alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið þar.


Í tvö ár hafa tignarlegar ballettmeyjar svifið fagurlega um og kraftmiklir jazzdansarar stokkið um af krafti í listdansskóla Bryndísar Einarsdóttur á Ásbrú sem heitir BRYN Ballett Akademían, Listdansskóli Reykjanesbæjar. Mikil aðsókn hefur verið að skólanum enda hefur þar verið boðið upp á ýmsar nýjungar á þessu sviði. Nú hyggst Bryndís feta nýjar slóðir og mun hér eftir bjóða upp á kennslu samkvæmt aðalnámskrá listdansskóla. Alþjóðlega viðurkennd ballettpróf Í BRYN Ballett Akademíunni hefur ávallt verið starfað eftir ítrustu faglegu kröfum. Í skólanum er hægt að taka alþjóðlega viðurkennd ballettpróf frá Royal Academy of Dance sem er leiðandi á þessu sviði á heimsvísu. Upprennandi dansarar þurfa ekki að vera háir í loftinu né aldnir að árum en Akademían býður upp á forskóla frá þriggja ára aldri. Námsframboð er fjölbreytt en meðal þess sem boðið er upp á, auk klassísks balletts, er nútímalistdans, stepp, jazzballett og breikdans.

BRYN Ballett Akademían – Listdansskóli Reykjanesbæjar

Dans, metnaður og fagmennska

„Frá og með skólaárinu 2010–2011 munum við kenna ballettstig frá níu ára aldri og tökum mið af aðalnámskrá fyrir listdansskóla,“ segir Bryndís. Hún segir að samkvæmt aðalnámskránni, sem gefin er út af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sé grunnnámi í listdansi skipt í tvo áfanga, sá fyrri er fyrir börn á aldrinum 9–11 ára og sá síðari fyrir 12–15 ára. Kennslustundafjöldi BRYN Ballett Akademíunnar verður samkvæmt þessari námskrá. Þar sem skólinn er enn svo ungur að árum er ekki svigrúm til að kenna að öllu leyti samkvæmt fyrirkomulagi um aðalnámskrá í framhaldsskóladeild en Bryndís segist vonast til að það breytist innan tíðar. Í framhaldsskóladeildinni eru notuð nokkur viðurkennd kennslukerfi og próf á ballettstigi eru veitt á hverju ári á vegum Royal Academy of Dance og kemur prófdómari frá Evrópu sérstaklega í því skyni. Bryndís er bjartsýn á framhaldið og hlakkar til að takast á við ný verkefni á komandi vetri. Áhugasamir geta kynnt sér nánar starfsemi BRYN Ballett Akademíunnar á vefsíðunni www.bryn.is eða á samskiptavefnum Facebook.

13

12

Texti: Anna Lilja Þórisdóttir

Kennt samkvæmt aðalnámskrá listdansskóla


Heilsu- og forvarnavika Reykjanesbæjar

Heilsu- og forvarnavika Reykjanesbæjar 2010

Hlaupahittingur Í heilsu- og forvarnavikunni, 27. september–3. október, verður hlaupahittingur á Ásbrú. Búið er að setja upp fjórar mislangar hlaupaleiðir sem ættu að henta byrjendum jafnt og lengra komnum (2,5–7 km langar). Á mánudeginum 27. september og miðvikudeginum 29. september frá kl. 18.15–19.15 og á laugardeginum 2. október frá kl. 10.30–11.30 mun Jón Oddur Guðmundsson vera til taks í íþróttahúsinu á Ásbrú og aðstoða fólk sem vill byrja eða bæta árangur sinn í hlaupum. Í boði verða mismunandi hlaupaprógröm, farið verður yfir búnað og allt sem þarf til að byrja að hlaupa.

Heilsu- og forvarnavika Reykjanesbæjar

Aikido á Ásbrú

Fjöldi aðila, einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið og er það von okkar sem stöndum að undirbúningi heilsu- og forvarnaviku Reykjanesbæjar að allir bæjarbúar, ungir sem aldnir, finni eitthvað við sitt hæfi í dagskránni. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á http://www.reykjanesbaer.is/displayer.asp?cat_ id=1721 og á Facebook undir heilsu- og forvarnavika. Guðrún Þorsteinsdóttir starfsþróunarstjóri og Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri forvarna- og þróunar.

Texti: Jóhann Páll Kristbjörnsson

Leiðarljós heilsu- og forvarnavikunnar hefur verið og er áfram Samvinna–Þátttaka–Árangur. Allar stofnanir Reykjanesbæjar taka þátt í verkefninu og ættu allir þeir sem að þeim koma að verða varir við þær áherslur.

Til stendur að stofna aikidofélag í Reykjanesbæ og fram að áramótum verður boðið upp ókeypis kynningarnámskeið, kennt verður tvisvar í viku og fer kennslan fram í íþróttahúsinu á Ásbrú. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 18 til 19.30. Til að byrja með verða eingöngu tímar fyrir unglinga og fullorðna og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aikido er bardagalist þróuð af Ueshiba Morihei á fyrri hluta 20. aldar. Í aikido er mikil áhersla lögð á andlega uppbyggingu. Eðli aikido er þannig að allir geta æft saman óháð kyni, aldri eða styrkleika. Nánari upplýsingar um aikido í Reykjanesbæ er að finna á dojo.is.

15

14

Heilsu- og forvarnavika Reykjanesbæjar verður haldin í þriðja skipti dagana 27. september – 3. október n.k., í samstarfi við fjölmarga aðila, en markmiðið með henni er að stuðla að aukinni andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan íbúa Reykjanesbæjar. Heilbrigður lífsstíll og víðtækar forvarnir eru til þess fallnar að auka vellíðan og styrkja sjálfsmynd okkar og gera okkur betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á lífsleiðinni, jafnt í stóru sem smáu. Það er ekki síst á erfiðum tímum sem heilbrigði og forvarnir eru mikilvægar. Þá reynir hvað mest á andlegt og líkamlegt þrek okkar og félagslegan styrk til að standa saman vörð um heilbrigði og hamingju þeirra sem hér búa.

Í tilefni af heilsu- og forvarnaviku Reykjanesbæjar verður boðið upp á byrjendakennslu í aikido í íþróttahúsinu á Ásbrú.


Íþróttahúsið á Ásbrú

Fjölbreytni og skemmtun Texti: Anna Lilja Þórisdóttir

Fullorðnir leika sér

Hvað eiga veggtennis, boccia, taekwondo og brennó sameiginlegt? Allar þessar íþróttagreinar og miklu fleiri til er hægt að stunda í íþróttahúsinu á Ásbrú. Eitthvað fyrir alla Yfir 1200 manns stunda hinar ýmsu íþróttir í íþróttahúsinu á Ásbrú í viku hverri. Að sögn Tómasar Tómassonar, sem er forstöðumaður íþróttahússins, er sífellt verið að leita nýrra og spennandi möguleika til að bjóða upp á í húsinu. „Aðaláherslan hjá okkur er á að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Stærsta taekwondo-deild landsins æfir hjá okkur, við erum með fjóra boccia-velli sem stór hópur eldri borgara nýtir sér, í húsinu eru tveir veggtennissalir og tveir líkamsræktarsalir. Auk þess er í húsinu stór íþróttasalur þar sem hægt er að stunda allar helstu íþróttir.“

Að sögn Tómasar er húsið um hálfrar aldar gamalt og þótti á sínum tíma afar vel búið. Þar var leikinn einn af fyrstu landsleikjum Íslendinga í handbolta. Núverandi starfsemi hófst í húsinu árið 2007 og þurfti ekki að gera miklar endurbætur á því. Þær helstu voru að skipta um rafmagnskerfi og -tæki en í húsinu var sá búnaður samkvæmt bandarískum stöðlum. Á næstunni mun fara af stað keppni á milli vinnustaða á Suðurnesjunum þar sem keppt verður í veggtennis og brennó. Augljóst er að leikur og keppnisandi býr víða meðal íbúa á svæðinu en viðbrögðin hafa verið afar góð. Af öðrum nýjungum má nefna að opið hús er tvisvar í viku en þá geta allir komið og skráð sig til leiks í körfubolta. „Margir hafa áhuga á því að skjóta í körfu, án þess að stunda reglubundnar æfingar. Við erum að bjóða fullorðnu fólki upp á að geta komið til okkar og leikið sér,“ segir Tómas.

Strandblak og kvikmyndatökur Taekwondo á Ásbrú

Íþrótt fyrir alla fjölskylduna Texti: Anna Lilja Þórisdóttir

Taekwondo-deild Keflavíkur er tíu ára í ár. Deildin hefur verið afar sigursæl að undanförnu og sópar að sér verðlaunum á öllum helstu mótum landsins.

17

16

Heilsu- og uppeldisskóli Keilis er með alla starfsemi sína í húsinu og einnig geta fyrirtæki og hópar leigt þar íþróttasali. Við húsið er stór sundlaug sem ekki hefur verið í notkun frá tímum Bandaríkjahers. Tómas segir að laugin standist ekki íslenska staðla þannig að ekki sé hægt að nota hana til sundiðkunar án breytinga en ýmsar hugmyndir séu uppi um nýtingu hennar. Ein þeirra er að setja sand í botn hennar og stunda þar ýmsar strandíþróttir innandyra, eins og strandblak. Annars hefur laugin verið vinsæl við kvikmyndatökur, ekki síst þar sem verið er að sviðsetja atriði sem eiga að gerast úti á rúmsjó. Til dæmis var nýlega tekið þar upp atriði fyrir nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks.


Stærsta deild landsins Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að æfingarnar hófust í kjallara sundlaugarinnar í Keflavík en það var árið 2000 sem þeir Sigursteinn Snorrason og Normandy Del Rosario stofnuðu deildina. Iðkendurnir voru þá í kringum tuginn, fjórum árum síðar voru þeir fjörutíu og í fyrra voru þeir 150 talsins. Nú er deildin tíu ára og er stærsta taekwondodeild landsins. Afmælisbarnið hyggst gera sér glaðan dag í Andrews Theater í byrjun október. Þar verður mikið um dýrðir og sjónum beint að fjölskyldunni.

Áhugaverð fyrirtæki á Ásbrú

Rannveig Ævarsdóttir, formaður deildarinnar, segir að boðið sé upp á æfingar fyrir allan aldur. „Yngstu iðkendurnir hjá okkur eru fimm ára og þeir elstu eru á sextugsaldri. Það er algengt að foreldrar fái brennandi áhuga í gegnum börnin sín. Fjölmennasti aldurshópurinn er á bilinu 6-12 ára en það er mikið brottfall hjá okkur við upphaf unglingsáranna eins og í flestum íþróttagreinum.“

Að sögn Rannveigar eru drengir og karlar í meirihluta þeirra sem æfa íþróttina hjá félaginu. „Ég veit ekki hver ástæðan er. Hugsanlega er þetta vegna þess að taekwondo er bardagaíþrótt og sumir telja að slíkt sé meira við hæfi drengja. En stelpur eiga svo sannarlega erindi í þessa íþrótt,“ segir Rannveig og bætir við að félagið eigi Íslandsmeistara í flokki tólf ára stúlkna og að átta ára hnáta sé bikarmeistari í sínum aldurshópi.

Hvað þarf til að ná árangri í íþróttinni? „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga að taekwondo byggir ekki eingöngu á líkamlegum styrk heldur ekki síður andlegum. Til þess að ná árangri, þarf að muna öll formin en það eru öll þau tækniatriði sem þarf að tileinka sér og bardaginn er byggður á þeim. Svo skiptir áhugi auðvitað miklu máli,“ segir Rannveig og bætir við að þjálfun í taekwondo nýtist á mörgum öðrum sviðum í lífinu.

Stuðningur og samheldni Óhætt er að segja að félagið hafi náð einstökum árangri að undanförnu.

Samkaup Strax Langbest Fimir fingur Detox Jónínu Ben EAV ÍAV þjónusta Atafl Hjálpræðisherinn Virkjun Verne gagnaver Varnarmálastofnun Keflavíkurflugvöllur N1 þjónustuverkstæði BASE Geysir bílaleiga Gistihús Keflavíkur Bergraf ehf. Head bílapartasala Idex – álgluggaverksmiðja Gagnavarslan Hydro Boost Technologies, HBT hf. Sólhús Thermice Táknsmiðjan Íþróttavellir Top of the Rock Atmos Háskólavellir

• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Keilir – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs Eldey – frumkvöðlasetur Heilsufélag Reykjanes Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Turnkey Hjallastefnan – Leikskólinn Völlur Skólar ehf. – Heilsuleikskólinn Háaleiti Icelandic Silicon Corporation Háaleitisskóli Menu veitingar Eldvörp – fyrirtækjahótel Bryn Ballett Akademían Alkemistinn ehf. OMR verkfræðistofa Moon ehf. Icelandic Water Line ehf. Kapex ehf. Valorka Atlantic Studios Skissa – auglýsingastofa Fjörheimar – félagsmiðstöð unglinga Listasmiðjan Tómstundatorg Reykjanesbæjar Loftlás Hringrás Lauftækni Ráðmennt Árgerði

19

18

„Við erum tvöfaldir Íslandsmeistarar deilda í ár, bæði í formum og bardaga, og Íslandsmeistarar deilda á landinu,“ segir Rannveig. „Við erum það félag á landinu sem hefur náð bestum árangri á mótum. Það er margt sem spilar saman og gerir það að verkum að okkur gengur svona vel sem félagi. Fyrst og fremst erum við með frábæra kennara. Einnig höfum við gott stuðningsnet í kringum okkur, stjórnin sér um mestallt utanumhald þannig að kennararnir okkar geta einbeitt sér að kennslunni. Svo er foreldrafélagið líklega einstakt í sinni röð. Það er svo mikill samhugur og samheldni í kringum starfið okkar.“

• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •


Við dönsum ballett í skotfærageymslum Á Ásbrú breytist flugskýli í kvikmyndaver, kirkja í skrifstofu og hernaðarmannvirki fá borgaralegt hlutverk. Skotfærageymslan var upplögð fyrir listdansskólann – þar er Bryn Ballett Akademían með blómlega starfsemi og krúttlega nemendur. Við breytum hlutunum á Ásbrú!

www.asbru.is Menntun » Nýsköpun » Heilsa » Orka » Lífsgæði » Samgöngur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.