ÍSLAND FÆREYJAR
18. SEPTEMBER 2017 18:15
Betri รกrangur meรฐ fjรถlbreyttum greiรฐslulausnum
TAKK! Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Færeyjum 18. september, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu.
fyrir leik til að keyra upp stemninguna. Veitingasala verður á svæðinu, sala á Áfram Ísland varningi sem og salernisaðstaða.
Frítt verður á leikinn og er fólk því hvatt til að mæta snemma, gera sér glaðan dag og fara síðan og hvetja stelpurnar okkar til sigurs. Upphitun hefst tveimur klukkustundum fyrir leikina og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.
Viðburðurinn verða staðsettir á bílastæðunum fyrir framan Laugardalsvöll og vegna þeirra verða bílastæðin lokuð. Fólk er beðið um að hafa það í huga þegar komið verður á völlinn að færri bílastæði verða í boði í Laugardalnum en venja er á landsleikjum og því um að gera að nýta almenningssamgöngur.
Á svæðinu verður boðið upp á andlitsmálningu og hoppukastala auk þess sem Tólfan mætir á svæðið klukkutíma
Frítt er á leikinn og með því vilja leikmenn og KSÍ þakka fyrir frábæran stuðning í Hollandi!
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND
FREYR
LÁTUM VERKIN TALA! Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir EM í Hollandi í baksýnispeglinum og margt hafi verið lært í Hollandi. Hann segir að liðið muni láta verkin tala á vellinum! Það voru þó nokkrir ungir leikmenn sem fengu stórt og mikið tækifæri í Hollandi, eins og Agla María, Ingibjörg og Sísi Lára. Hversu mikilvægt er það þegar komið er inn í þessa undankeppni? Það er gríðarlega dýrmætt og eitt af því jákvæða sem hægt er að taka frá lokamótinu í Hollandi. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu seinasta árið hvað varðar meiðsli reyndra lykilmanna og því jákvætt að ungir og efnilegir leikmenn séu komnir með góða reynslu. Þær sem þú nefnir eru betur í stakk búnar til þess að takast á við komandi undankeppni en við áttum von á fyrir nokkrum mánuðum síðan. Stuðningurinn í Hollandi var alveg ótrúlegur og er augljóst að íslensku stuðningsmennirnir voru þeir bestu. Hvernig var tilfinningin að spila með þá syngjandi allan leikinn? Ég er sammála því, Íslendingar urðu Evrópumeistarar í samstöðu, gleði og
stuðningi, sendu svo sannarlega skýr skilaboð til Evrópu um það hversu mikil virðing er borin fyrir konum í íþróttum. Af því er ég afar stoltur og leiðist ekki að taka við hrósi fyrir hönd þjóðarinnar þegar kollegar okkar erlendis fjalla um framgöngu íslendinga í Hollandi. Tilfinningin var stórkostleg, þetta var alveg ný upplifun fyrir liðið. Eitthvað sem mun vonandi endurtaka sig oft um ókomna tíð og við getum notið enn frekar og nýtt sem kraft. Hvernig er tilfinningin fyrir þessari undankeppni? Bjartsýnn á gott gengi? Tilfinningin er góð, verkefnið er snúið, krefjandi og á sama tíma spennandi. Nú er liðið búið að fá nægan tíma til að hrista af sér áföllin frá því eftir seinustu undankeppni, við mætum til leiks með breytt lið að mörgu leyti en með mörg ný vopn í vopnabúrinu, bæði út frá leikmannavali og leikfræði. Ég er hóflega bjartsýnn á gott gengi, nú er tími til að láta verkin tala. Við erum eins og fólk veit með Þjóðverjum í riðli og eru þær eðlilega líklegastar til að enda í fyrsta
ALEXANDERSSON sæti riðilsins. Við ætlum samt sem áður að láta þær hafa verulega fyrir hlutunum og dreymir um að vera í góðri stöðu fyrir heimaleikina tvo sem við endum á í september 2018. Tékkar eru gríðarlega öflugir og Slóvenar geta veitt okkur góða keppni. Færeyingar eru svo algjörlega óskrifað blað. Til þess að tryggja okkur annað sæti í riðlinum og möguleika á umspili höfum við ekki efni á því að tapa mörgum stigum gegn þessum þjóðum. Helst þurfum við fullt hús stiga gegn þeim. Fyrsti leikur eftir EM í Hollandi. Hvernig leggst verkefnið í þig? Tilhlökkun, gott að byrja nýja keppni og byrja hana heima. Við mætum tilbúin í slaginn og ætlum að láta til okkar taka inn á vellinum.
Má búast við miklum breytingum á liðinu í þessari undankeppni miðað við þann hóp sem tók þátt í undankeppni EM og á lokakeppninni sjálfri? Það er erfitt að segja, hópurinn er búinn að breytast töluvert frá því í lok undankeppni EM, þó eru ekki nema 12 mánuðir síðan þeirri keppni lauk. Ég vona að við lendum ekki í fleiri alvarlegum meiðslum og þurfum að gera breytingar út frá því. Við munum ávallt velja þær 20 sem við teljum sterkastar hverju sinni. Eitthvað að lokum sem þú vilt segja við stuðningsmenn? Takk fyrir stuðninginn í sumar og í seinustu undankeppni. Þið voruð landi og þjóð til sóma í Hollandi. Við erum afar stolt af ykkur og þakklát fyrir það sem þið hafið gert fyrir okkur og þau skilaboð sem við sendum til annarra þjóða.
HM 2019
FYRSTI LEIKUR A landslið kvenna spilar sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2019, og sinn fyrsta síðan liðið lék á EM í sumar, mánudaginn 18. september. Leikurinn er að sjálfsögðu á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 18:15.
Það lið sem vinnur riðilinn fer beint á HM, en fjögur bestu lið í 2. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í Frakklandi. Það er því nauðsynlegt að byrja keppnina vel, en Ísland hefur aldrei komist á HM, hvort sem það er í karla- eða kvennaflokki.
Mótherjar liðsins í leiknum eru Færeyjar, en þær eru að taka þátt í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn. Færeyska liðið þurfti að fara í gegnum forkeppni til að komast í undankeppni HM 2019 og toppuðu þær þar riðil sinn. Mótherjar liðsins voru Tyrkland, Svartfjallaland og Lúxemborg, en Færeyjar unnu alla leiki sína þar.
Ísland endaði í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM 2015, en var ekki með nægilega góðan árangur til að komast í umspil. Það sama á einnig við um undankeppni HM 2011.
Önnur lið í riðli Íslands eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía, en í október mætir Ísland Þýskalandi og Tékklandi ytra. HM 2019 fer fram í Frakklandi dagana 1.-30. júní 2019, en leikið verður í Lyon, París, Nice, Montpellier, Rennes, Le Havre, Valenciennes, Reims og Grenoble.
Frítt á leikinn Frítt verður fyrir alla á leikinn og er því ekkert annað að gera en að fjölmenna á Laugardalsvöll og hvetja stelpurnar okkar til sigurs. Áfram Ísland
Gangi ykkur vel stelpur! Landsbankinn er stoltur af stuðningi sínum við íslensku landsliðin í knattspyrnu. Við óskum stelpunum okkar góðs gengis á Laugardalsvelli í dag og í komandi leikjum í undankeppni HM. Áfram Ísland!
NO TO RACISM
Facebook “f ” Logo
CMYK / .ai
Facebook “f ” Logo
CMYK / .ai
/
@
_official
www.n1.is
facebook.com/enneinn
Áfram Ísland! N1 er stoltur bakhjarl íslensku landsliðanna í knattspyrnu
N1 er bakhjarl Knattspyrnusambands Íslands
Alltaf til staðar
FYRIRLIÐINN
ÓLÝSANLEGUR STUÐNINGUR Nú er þetta fyrsti leikur liðsins eftir EM í Hollandi í sumar, hópurinn tiltölulega ungur og ungir leikmenn fengu tækifærið í Hollandi. Hvað gerir það fyrir liðið í undirbúningi fyrir þessa undankeppni? Já fyrsti leikur eftir EM og við stelpunar erum tilbúnar að takast á við nýja keppni og setja okkur ný markmið. VIð erum með unga leikmenn sem fengu dýrmæta reynslu á EM í sumar og þær stóðu sig vel undir gríðarlegri pressu. Það er mikilvægt fyrir hópinn að ungir leikmenn fái leiki og reynslu. Þær eru ungar en eru þrátt fyrir fullar af sjálfstrausti og munu vera mikilvægar fyrir okkur í undankeppninni sem er framundan. Stuðningurinn í Hollandi var alveg ótrúlegur og er augljóst að íslensku stuðningsmennirnir voru þeir bestu. Hvernig var tilfinningin að spila með þá syngjandi allan leikinn? Já, stuðningurinn var ólýsanlegur. Íslensku stuðningsmennirnir voru þeir bestu og tilfinningin var ótrúleg og gríðarlegt stolt fylgdi með þegar maður leit uppi stúku og sá og heyrði hversu mikinn stuðning við stelpurnar fengum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Færeyjum, hvernig tilfinning er að mæta nágrönnum okkar loksins í undankeppni stórmóts? Fyrsta skipti sem við mætum Færeyjum, við erum að byrja nýja keppni og erum í hörku riðli. Við vitum lítið um færeyska liðið en það er bara ágætt þar sem við þurfum fyrst og fremst að huga að okkar frammistöðu. Við eigum að vera stærra liðið en til þess að ná góðum úrsliitum úr þessum leik þurfa allir leikmenn í liðinu að eiga toppframmistöðu. Það er frítt á völlinn svo þið hljótið að vonast eftir góðum áhorfendafjölda? Það er frábært hjá KSÍ að hafa frítt inná völlinn. Maður vonast alltaf eftir góðum áhorfendafjölda enda skiptir stuðningurinn úr stúkunni gríðarlega miklu máli. Eitthvað að lokum sem þú vilt segja við stuðningsmenn? Hlakka til að sjá ykkur í stúkunni!
Þú styður alltaf íslenskar íþróttir þegar þú tippar.
Ísland – Færeyjar Tippaðu á leikinn!
LEIKMENN ÍSLANDS Nafn Félag Agla María Albertsdóttir Stjarnan Anna Björk Kristjánsdóttir LB07 Anna Rakel Pétursdóttir Þór/KA Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðablik Dagný Brynjarsdóttir Portland Thorns Elín Metta Jensen Valur Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik Glódís Perla Viggósdóttir FC Rosengard Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Valerenga Hallbera Guðný Gísladóttir Djurgarden Hólmfríður Magnúsdóttir KR Ingibjörg Sigurðardóttir Breiðablik Katrín Ásbjörnsdóttir Stjarnan Rakel Hönnudóttir Breiðablik Sandra María Jessen Þór/KA Sandra Sigurðardóttir Valur Sara Björk Gunnarsdóttir Wolfsburg Sif Atladóttir Kristianstad Sigríður Lára Garðarsdóttir ÍBV
Hvar er sætið þitt?
Hvar er sætið þitt?
VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐI
Byrjum af krafti Framundan er spennandi vegferð. Það fæst ekkert gefins þegar sæti á HM 2019 er annars vegar en seiglan í stelpunum okkar gefur alltaf tilefni til að stefna hátt. Hefjum liðið á loft með stanslausum stuðningi. Fyrir Ísland! Icelandair er stoltur stuðningsaðili íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta.