Búfræðingurinn 2024

Page 1


BÚFRÆÐINGURINN

Emil Jóhann B Þorsteinsson, ritstjóri

Að leiðarlokum

Nú er komið að leiðarlokum hjá okkur sem útskrifumst úr búfræði 2024. Það er óhætt að segja að dvölin hér á Hvanneyri sé búin að vera skemmtileg og við séum búin að læra eitthvað smá. Fyrsti skóladagurinn var tuttugasta og annan ágúst 2022, þar sem tekið var á móti okkur nýnemunum og skólinn kynntur fyrir okkur. Flestir nemendur mættu deginum áður til að koma sér vel fyrir á nýja dvalarstaðnum. Ekki leið að löngu fyrr en við vorum farin að blanda geði og mynda rætur að nýrri vináttu sem á eftir að endast okkur út lífið. Í fyrstu vikunum var nemendafélag skólans duglegt við að hrista saman eldri nemendurna og okkur nýliðana með skemmtilegum viðburðum eins og ratleik og leðjubolta. Kollubar opnaði í fyrstu vikunni öllum til mikillar ánægju og þar söfnuðust allir saman og kynntust betur með kaldan drykk í hönd. Almenn kennsla og skólastarf rúllaði svo sinn vanagang inn í veturinn.

Nemendafélagið skellti svo í magnaða árshátíð sem haldin var í Varmalandi í nóvember mánuði. Hin nemendafélögin voru einnig mjög dugleg við að halda viðburði.

Hestamannafélagið Grani hélt nokkur mót á árinu sem flestir höfðu gaman af, burt séð frá því hversu mikin áhuga fólk hefur á hestum. Kúavinafélagið Baula hélt skemmtilegt dellubingó í Hvanneyrarfjósinu. Þetta gaf mörgum tækifæri á að koma saman og horfa á kýr skíta í bingo reiti. Hrútavinafélagið Hreðjar hélt hrútaþukl og sitt víðfræga hrútauppboð sem dregur oft mikið af fyrrum nemendum saman á Hvanneyri. Öll þessi félög héldu síðan sitthvora óvissu ferðina þar sem skoðuð voru mismunandi bú í hverri sérgrein. Eftir lokapróf og páska héldum við svo á ókunnugar slóðir í verknám. Sum okkar fóru út fyrir landsteinana og kynntust búskap í öðrum löndum í nokkrar vikur áður en þau komu heim og kláruðu verknámið. Aðrir héldu sig allan tímann hér á klakanum og dreifðu sér um landið.

Búfræðingurinn 2024

Ritnefnd: Emil Jóhann Þorsteinsson, ritstjóri

Lára Guðnadóttir

Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir

Sigríður Ósk Jónsdóttir

Myndir af nemendum: Jessinia Wallach

Prófarkalestur: Ritnefnd

Seinna árið okkar í búfræðinni gekk í garð tuttugasta og fyrsta ágúst 2023. Auðvitað var mikil spenna í hópnum við að hittast á ný, þannig að það gaf eiginlega engin sér tíma til að taka upp úr töskunum. Það var unaðslegt veður daginn sem við komum þannig flestir settust út með góðan svaladrykk og ræddu um daginn og veginn. Skólastarfið gekk svo sinn vanagang og við héldum inn í lokasprettinn af búfræðináminu. Nemendafélögin fjögur héldu svo sína venjulega viðburði öllum til mikillar gleði. Við í útskriftarárgangnum erum búin að vera á fullu við að safna pening fyrir útskriftarferðinni okkar sem við förum í nú í júní. Þá ætlum við að halda til Skotlands og skoða allt á milli subbulegra götubara og fínustu sveitabæja. Við höfum verið að safna fyrir ferðinni með dósasöfnun, fatasölu og með því að taka að okkur allskonar verkefni.

Hér á Hvanneyri höfum við lært allt á milli himins og jarðar. Eins og jarðvinnslu, áburðarfræði, líffræði, bókhald og almennt um vélar og tæki. Síðan var auðvitað farið ýtarlega með okkur í almenna þekkingu á dýrum en þó aðallega sauðfé og nautgripi. Það var hægt að skrá sig í óhemju mikið af valáföngum og þar á meðal var áfanginn Önnur dýr þar sem við lærðum á meðal annars hvernig ætti að veturfóðra býflugur. Þannig það ætti að vera óhætt að segja að við séum orðin hæf í að gera eitthvað smá.

En nú er sá tími komin að við kveðjum Hvanneyri og höldum út í lífið. Jafnvel þó okkur líði eins og við höfum mætt hingað í gær sem lítið þroskuð fræ. Þar með er þarft að þakka kennurum og öðru starfsfólki skólans fyrir að hafa vökvað okkur með fjölbreyttri visku sinni. Einnig vil ég þakka samnemendum mínum fyrir að hafa haldið hópnum svona þétt saman og myndað þannig rótarkerfi sem hefur hjálpað okkur að vaxa saman og mun vafalaust gera til frambúðar.

Forsíðumynd: Björn Ingi Ólafsson

Umbrot og hönnun: Þórunn Edda Bjarnadóttir

Prentun: Prentmet Oddi

Fjöldi eintaka prentuð: 4000

Mynd: Magnús Magnússon
Helgi Eyleifur Þorvaldsson, brautarstjóri búfræðibrautar LbhÍ

Frá brautarstjóra

Öll stórveldi mannkynssögunnar hafa byggt veldi sín á orku; framleiðslu á kolum, gasi, olíu, timbri, stáli... og matvælaframleiðslu. Matur er orka. Samningsstaða þjóðar sem ekki framleiðir þá orku sem hún þarf fyrir þegna sína er alltaf lakari en ella. Ísland býr ólíkt mörgum öðrum löndum yfir ógrynni af frjósömum ónýttum jarðvegi og annarri vannýttri orku sem má vinna og nýta á sjálfbæran hátt séu réttir hvatar virkjaðir.

Grunnstoð þess að við nýtum þessa möguleika er snúa að matvælaframleiðslu er að mínu viti öflug menntun í landbúnaðarfræðum. Nám í þeim fræðum hefur líklega aldrei verið mikilvægara, áhugaverðara og meira krefjandi en nú á tímum þegar fólksfjölgun í heiminum er í veldisvexti í takmörkuðum heimi auðlinda.

Það er eðlileg krafa bænda að kjör þeirra séu í samræmi við kjör annarra stétta samfélagsins. Það er eðlilegt, bæði í ljósi þess þarfa hlutverks sem þeir gegna fyrir okkur hin, en ekki síður vegna þess að mannskepnan speglar sig ætíð í því samfélagi sem hún lifir og hrærist í og bændur eru þar ekki undantekning. Lanbúnaður er í samkeppni um fólk. Í dag velur fólk sér að starfa við landbúnað, það fæðist ekki til þeirra starfa. Starfið hefur þó aldrei verið mikilvægara og því þarf umhverfið þess að heilla. Greinin þarf að fylgja tíð og tíma sem æðir áfram, hraðar en nokkru sinni, menn og menningin með. Greinin aðlagast ekki breyttum tímum einungis með

nýjum og meiri fjármunum, sem þó eru nauðsynlegir, heldur með því að hugsa kerfið frá grunni. Landbúnaður má ekki festast í varnarstöðu, því þannig verður staðan í besta falli jafntefli.

Til að nýta tíðrædd tækifæri í matvælaframleiðslu þarf að endurhugsa stuðningskerfi til að bæta samkeppnisstöðu hefðbundins landbúnaðar, styrkja í auknum mæli fjárfestingar eða það sem hefur mikla yfirfærsluskilvirkni og líta um leið til nýrra tækifæra og breytinga á neyslumynstri. Framleiðsla á próteinum með lágt kolefnisspor verður eitt af keppikeflum framtíðar. Ræktun nýrra próteinríkra nytjaplantna, stofnfrumukjöt og -mjólk, gras-, skordýra- og þörungaprótein eru allt vörur sem líklegar eru til að hefja aukna innreið á markað á næstu árum. Þá verður þörf á aukinni kornrækt og grænmetisframleiðslu. Tryggja þarf að við séum tilbúin til að grípa þau tækifæri sem bjóðast, aðlaga menntun og miðlun í takt við breytta tíma en um leið styrkja þær hefðbundnu landbúnaðargreinar sem við erum best í, til að landbúnaður blómstri.

Kæru útskriftanemar. Þið hafið staðið ykkur vel, gangi ykkur sem allra best í nýjum verkefnum. Verið hugrökk, grípið tækifærin, látið til ykkar taka, berjist fyrir ykkar framtíðarsýn, ykkur, landi og lýð til heilla. Matvælaframleiðsla er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr.

Ragnhildur Ásta Ragnarsd.

Norðurhagi

21. september 2003

Ragnar Bjarnason og Þorbjörg Pálsdóttir

Geðslag

Stundvísi Metnaður

Hvert fóstu í verknám? Heydalsá á Ströndum

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Allt mjög eftirminnilegt og ótrúlega skemmtilegt og ótrúlega margt sem ég lærði sem mun nýtast mér í framtíðinni. Það sem stendur samt upp úr er að fara í ferðir um sveitina og skoða mismunandi bú og kynnast fólkinu á Ströndum og að þurfa að hafa allar kindurnar inni vegna veðurs á sauðburði, samt er alltaf gott veður á Ströndum.

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Eiginlega allt en aðallega er búfjárræktarferðin á fyrsta ári og hrútauppboðin.

Hver er mesti púkinn í bekknum? Emil og Siffi

Af hverju valdir þú búfræði? Vegna áhuga á búskap og til að auka þekkingu

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Sauðfjárbóndi með einungis kollótt fé og einn hund fyrir Ármann

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Kaffipásanna, félaganna og gleðinnar

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Þetta er stuttur tími

þannig njótið í botn!

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Eitthvað sem Einar eldaði, fór

eftir ástandi hvað það var

Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Mógolsubotnótt

kollótt, létt á fæti og hlédræg

Steindór Már Ólafsson

Hvammi í Lóni

15. júní 2002 Ólafur Þór Guðjónsson og Hildur Steindórsdóttir

Hvert fóstu í verknám? Sveinsstaði

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Sennilega þegar það þurfti að hýsa allt féið vegna veðurs og um 1000 lömb fædd

Af hverju valdir þú búfræði? áhugavert og skemmtilegt

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Þrjóskur og þver sauðfjárbóndi

Hver er harðasti sauðfjárbóndi bekkjarins? Svala

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Ætli það væri ekki

Ösp þar sem hún er helvíti drykkfelld

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já heldur betur, er orðin miklu víðsýnni á vín

Hver er gullmoli bekkjarins? Heiðrún Nanna

Komstu á Hvanneyri í makaleit með eða án jarðar? Nei

Hver er mesti púkinn í bekknum? Magnús Logi

Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Landa peli, lambakjöt og bjór

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Eitthvað ala Heiðrún Nanna

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Lifðu, lærðu og legðu

land undir fót

Uppáhalds áfanginn þinn? Búsmíði

Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Lágfættur, stuttur, hreinhvítur hrútur, vel holdfylltur og með sérstaklega góð læri

Halla Eiríksdóttir, Hákonarstöðum, sauðfjárbóndi og hjúkrunarfræðingur

Vinnan og þú

Að hefja nýtt starf er vel þekkt fyrirbæri og streituvaldurinn sem það getur orsakað er eitthvað sem flest allir sem hafa fetað þann veg hafa upplifað. Það er ekkert óeðlilegt að finna til áhrifa streitumerkja svo lengi sem við ráðum við álagið og það fari ekki að valda okkur erfiðleikum.

Nú nýverið voru birtar niðurstöður könnunar um líðan og seiglu íslenskra bænda sem unnin var af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöðurnar eru sláandi, þó þær komi í raun ekki að óvörum, en samkvæmt þeim kemur fram að streita er algengari meðal bænda en samanburðahópa óháð aldri. Þessar niðurstöður endurspegla upplifun bænda að starfið sé almennt meira steituvaldandi en störf sambærilegra hópa. En hverjar er afleiðingarnar? Jú, langtímaáhrifin eru vel þekkt sem vinnuleiði, aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, höfuðverkur svo sitthvað sé upptalið. Auk þess hefur streita í lengri tíma letjandi áhrif á skynfærin sem og færni okkar til að læra nýja hluti. Til að draga úr neikvæðum þáttum streitunnar er víða innan atvinnulífsins hafður sá háttur á að nýliðar fara á námskeið áður en þeir hefja formlega störf til að tryggja öryggi starfsmanns og fyrirtækis.

Þau sem eru að hefja störf á vinnumarkaðnum tilheyra kynslóð sem eru talin líklegust til að innleiða mestu

breytingarnar í tækniþróun og í umhverfismálum. Yfirmenn þeirra og fyrirrennarar eru af annarri kynslóð, sem hafa nær eingöngu lært á eigin skinni með því að hella sér út í vinnu og læra á leiðinni. Þeir eiga oft erfiðara með að skilja þörf nýliða fyrir að fá að vita allt áður en verkið er unnið. Frítími er afstætt hugtak hjá þessari kynslóð á meðan það er sjálfgefin staðreynd meðal þeirra sem tilheyra yngri kynslóðinni. Í samhengi við vinnu, getur verið ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk af þessum kynslóðum vinnur saman til að skilja betur ágreiningsmál sem geta komið upp vegna viðhorfa til vinnu. Flestir þekkja þetta sem hafa unnið með eldri ættingjum eða þekkja til einhverra sem hafa gengið í gegnum slíka reynslu eins og við ættliðaskipti. Slíkt ferli tekur oft verulegan toll af andlegri líðan og samskiptum innan fjölskyldunnar sem verður að koma í veg fyrir að þróist á neikvæðan hátt. Finnsku bændasamtökin hafa m.a. verið að vinna að slíku verkefni sem tengist ættliðaskiptum og er ætlað að styðja fjölskyldur og hefur það reynst bændum þar í landi vel.

Að vera nýliði í landbúnaði getur

þýtt svo ótal margt

Að hefja nýtt starf getur verið bæði skemmtilegt og spennandi, að fá tækifæri til að spreyta sig og koma á nýjum aðferðum. Það er auðvitað eðli nýliðans að vilja prófa nýjungar sem leiða til framfara. Það sem nýliðar eiga flest allir sameiginlegt er viljinn til að standa sig og gera vel. Í störfum þar sem engin starfslýsing er fyrir hendi getur það reynst þrautinni þyngri að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um frammistöðu þar sem mælikvarðar eru í sumum tilvikum háð duttlungum eða kreddum. Það er einnig vel þekkt í atvinnulífinu að nýliðar taka gjarnan að sér krefjandi verkefni og færast margt í fang í upphafi starfs sem getur leitt til kulnunar á fyrstu árum í starfi. Í landbúnaði eru störfin mörg og misjöfn, allt frá því að vera einföld verk upp í það að vera mjög flókin vinna. Fjölbreytileikinn er bæði milli búgreina og innan þeirra. Að vera nýliði í landbúnaði getur þýtt svo ótal margt og ekki hægt að skrifa eina starfslýsingu. Íslenskum landbúnaði var lýst á myndrænan hátt fyrir nokkrum árum en trúlega verður myndin önnur eftir áratug eða svo. ( Íslenskur landbúnaður mynd sjá neðar.) Myndin sýnir þau viðfangsefni sem geta blasað við nýliðanum en hvað starfið inniber er allt önnur mynd. Almennar starfslýsingar eru sennilega ekki fyrir hendi og því reynir á þekkingu og reynslu þegar nýliðinn hefur störf. Það getur jafnframt verið að starfið standist ekki væntingar því það getur reynst vera meira ströggl en það draumastarf sem við sáum fyrir okkur.

Mikilvægt að nýliðar í landbúnaði séu upplýstir um sálræna áhættuþætti

Landbúnaðarstörfum fylgir áhætta í starfi og á það bæði við

um líkamlega og sálræna áhættu sem full þörf er á að draga betur fram í dagsljósið til að koma í veg fyrir vandamál og öðlast jafnframt betri skilning á orsök vanda. Að hætti vel rekinna fyrirtækja er morgunljóst að nýliðar verða að vera upplýstir um sálræna áhættuþætti í landbúnaði sem geta leitt til veikinda. En áður en að því kemur þarf að skilgreina betur þann starfsvettvang sem mögulega getur mætti nýliðanum. Viðkomandi vinnur er oftar en ekki einn eða ein við vinnu og býr jafnframt á vinnustaðnum. Vinnuálag er gjarna meira en 40 klukkustunda vinnuvika, líkamlegt álag er töluvert við meðhöndlun á gripum eða tækjum. Viðkomandi þarf að hafa ökuréttindi sem og réttindi á vinnuvélar. Starfið krefst þess að viðkomandi geti unnið útiverk sem inniverk allar árstíðir. Fjárhagslegt öryggi er ótryggt vegna tíðra verðbreytinga á rekstrarvörum sem og greiðsla fyrir framleiðslu. Viðkomandi þarf að geta unnið við fjárhagslega óvissu um ókomna tíð fyrir sig og fjölskyldu ef slíkt er fyrir hendi. Laun eru oft óljós en mismunandi eftir búgrein og auk þess mismunandi milli ára. Félagslegur stuðningur er frekar lítill á vinnustað, aðgengi að heilbrigðisþjónustu mismunandi eftir landshlutum en almennt er sérfræðiþjónusta ekki til staðar. Viðbótarstörf eru yfirleitt í boði utan vinnustaðarins/ heimilisins sem hægt er að bæta ofan á núverndi starf. Þekking á lögum eða reglugerðum varðandi búfjárhald er nauðsynlegt sem og bókhald í landbúnaði. Tölvuþekking og færni er krafist til að uppfylla lögbundið skýrsluhald í landbúnaði. Útávið má nýliði búast við að verða fyrir óvæginni gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir starf sitt og jafnvel haft í hótunum við starfs systkini fyrir að stunda landbúnaðarstörf.

Þeir sem hafa reynslu af landbúnaðarstörfum þekkja væntanlega vel því sem er líst hér að ofan og hafa reynt á eigin

skinni hvernig þetta er. Hitt er svo annað að fara í það hlutverk að stjórna búskap og að skipuleggja búrekstur getur reynst meira viðfangsefni en búist var við. Að stunda búrekstur er bæði krefjandi og streituvaldandi starf en mjög ánægjulegt þegar vel gengur. Handleiðsla fyrstu tvö árin í búrekstri ætti að vera möguleiki fyrir hvern þann sem er að hefja rekstur þar sem verkefnin eru oft árstíðabundin og óvæntar aðstæður geta komið upp sem ekki er kennt í skóla hvernig á að bregðast við. Þá er handleiðsla sem er fólgin í samtali, ráðgjöf eða leiðbeiningum mjög góður kostur og hvet ég alla nýliða að koma sér upp handleiðara fyrstu árin óháð fyrri reynslu þeirra af landbúnaðarstörfum.

Streita og einangrun þekktir áhættuþættir

Að þessu sögðu er ljóst að nýliði getur staðið frammi fyrir mörgum álagsþáttum sem ekki er kennt að mæta á námstímanum. Persónulegir þættir geta haft áhrif á það hver viðbrögð verða við ágjöf, hvernig við mætum því og hver úrvinnslan verður. Eðlilegur hluti af lífinu er að mæta einhverju sem reynir á og þá bregst líkaminn við á eðlilegan hátt með streituviðbrögðum. Hvernig upplifunin verður er háð nokkrum atriðum, hvers eðli áreitið er, höfum við ef til vill lent í þessu áður og hvaða reynslu höfum við. Það getur bæði verði jákvæð eða neikvæð reynsla sem hefur áhrif á viðbrögð okkar og upplifun. Hver er uppruni áreitis, hversu nálægt er það, er það raunverulegt eða úr eigin huga. Það er vel þekkt að alvarleg atvik sem eiga sér stað í fjarlægð hafi veruleg hugræn áhrif á persónu sem tengir við atvikið og upplifir mikla streitu án þess að vera nærri staðnum þar sem atvik á sér stað. Tímasetning áreitis er mikilvæg, því það sem við þolum að jafnaði þegar við erum úthvíld getur sett okkur verulega úr

jafnvægi á álagstímum. Að lokum er það tíðnin eða hversu oft gerist þetta. Ef áreiti er sjaldgæft getum við jafnað okkur á góðum tíma en ef það er til dæmis síendurtekið og við náum ekki að jafna okkur á milli veldur það mun meiri streitu. Það er því vert að hug að því þegar við erum komin í stressástand að renna yfir það hvaðan uppruni þess er, hversu raunverulegt er það, í samhengi við hvað gerist það, eða tímalínu og hversu oft er það að gerast. Þannig getur verið auðveldara að vinna sig út úr flækjunni sem vill oft fylgja streitunni.

Einangrun er þekktur áhættuþáttur. Félagslífið getur tekið miklum breytingum þegar ekki er hægt að halda sambandi við félaga eða vini vegna bindingar við vinnu. Búseta er oftast á vinnustaðnum, vinnan er einyrkjavinna að mestu, oft langan vinnudag og því eru mörkin að fara úr og í vinnu oft óljós. Í byrjun starfs er ágætt að temja sér einhverjar reglur þar sem vinnan er aðskilin frá heimili það er eitt af mögulegum verkfærum sem hægt er að gera í forvarnarstarfi um eigin geðhag.

Vinnutengdar umræður eiga ekki endilega heima við eldhúsborðið

Samskipti í búrekstri eru líka inná heimilinu sem skapa oft erfitt andrúmsloft þegar mikið streituástand er í vinnunni. Styrktarlínur:

Það að geta haldið samskiptum sem eru tengd búrekstri frá eldhúsborðinu er ekki einfalt mál. Hins vegar er öllum hollt að skoða samtöl og samskipti fullorðinna vegna búrekstrar þar sem börn eru áheyrendur. Þau nema spennu foreldra eða ættingja um leið en geta jafnframt ekki haft áhrif á framvindu. Minnug þess að búrekstur er vinnan, þá er samtalið um rekstur

og þess háttar kannski betur geymt á öðrum vettvangi en við fjölskyldumáltíðir. Auðvita er það allt í lagi þegar allt gengur vel en hvað með þegar vanda ber að höndum, má þá ræða það opinskátt? Nýliði í starfi getur sett sjálfum sér mörk hvaða vinnutengdar umræður eiga heima innan um fjölskylduna og hvað ekki. Með þessu er ekki verið að segja að það megi ekki tala um búskapinn heldur það að leggja grunn að því að skapa gott andrúmsloft sem er laust við vandamálaumræðu sem er tengd vinnunni. Í könnun sem gerð var í Bretlandi á síðasta ári svöruðu rúmlega 90% bænda yngri en 40 ára að léleg andleg heilsa væri verulegt vandamál en það væri jafnframt falinn vandi. Yngri bændur eru líklegri til að ræða um líðan sína en þeir eldri en því miður eru fordómar gagnvart viðurkenningu á vanmætti og vanlíðan við lýði enn þá og oft þarf að eiga nokkur samtöl við þann sem á í hlut til að taka í sátt að leit að aðstoð er ekki veikleiki. Mýtur um að við eigum að vera sterk og standa af okkur allt álag er enn þá verulega ríkjandi. Afleiðingin er sú að fólk ber með sér vanlíðan og sársauka sem er ekki umflúin sem getur aukið áhættu á sjálfskaðandi hegðun eða sjálfsvígi. Það er þekkt staðreynd.

Ástæðan fyrir því að ég vil koma þessu á framfæri við bændur framtíðarinnar er vegna þess að ég hef séð þjáningu og vanlíðan fullorðinna bænda þar sem líf þeirra hefur ekki verið í björtum sölum. Ævistarf þeirra sem bóndi markaði líf og líðan þeirra til hins verra sem hefði ef til vill mátt koma í veg fyrir ef skilningur á starfsumhverfi hefði verið til staðar og persónunnar haft möguleika á að leita sér aðstoðar til að bæta líðan sína.

Edda Guðrún Arnórsdóttir

Þrándarholti

8. júlí 2002

Sigríður Björk Marinósd. og Arnór Hans Þrándarson

Geðslag

Stundvísi

Hvert fóstu í verknám? Lyngbrekku í Dalasýslu

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Rúntarnir á Jimny með hundunum

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? 101 í tólfunni

Komstu á Hvanneyri í makaleit með eða án jarðar? Nei

Hver er mesti púkinn í bekknum? Svala Valborg

Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Lopapeysa, gammel dansk og crocs

Af hverju valdir þú búfræði? Því ég hef alltaf haft áhuga á landbúnaði og námið mun vonandi nýtast mér í framtíðinni

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Vinna og heimsreisa

Hver er harðasti sauðfjárbóndi bekkjarins? Ragnhildur

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Rýgresi, því kýrnar elska mig

Lýstu dvölinni á Hvanneyri í 3-5 orðum? Upp, upp og áfram

Hver er gullmoli bekkjarins? Siffi x Emil

Uppáhalds kennari? Karen Björg

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Gangið hægt um gleðinna dyr

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Eitthvað ala Heiðrún Nanna

Uppáhalds áfanginn þinn? Líffæra og lífeðlisfræði, málmsuða

Magnús Logi Sigurbjörnsson

Garði I

31. ágúst 2002

Sigfríður Sigurjónsd. og Sigurbjörn H. Magnússon

Hvert fóstu í verknám? Bæði til Skogsgard í Svíþjóð og Torfur í

Eyjafirði

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Sennilega að fara með

Stefáni á McDonalds í hans fyrsta sinn

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Búfjárræktarferð 2023

Hver er mesti púkinn í bekknum? Parið Emil og Sigfús

Af hverju valdir þú búfræði? Spennandi nám og langaði að auka þekkingu mína

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Ekkert ákveðið og kemur allt í ljós

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Vonandi búin að taka við einhverju búi

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Refasmári (Alfalfa)

Hver er harðasti kúabóndi bekkjarins? Sigfús Páll

Lýstu dvölinni á Hvanneyri í 3-5 orðum? Stór góð skemmtun

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já meiri áhugi á sauðfé

Draumurinn að búa með? Mjólkurkýr og sauðfé

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Bekkjarfélagana

Hver er mesti stórbóndinn? Hildur Ósk

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Einhver veisla sem Sigga eldar

Uppáhalds áfanginn þinn? Búsmíði járn hjá Hauki

Ef þú værir kú, hvernig kú værir þú? Ég væri hryggjótt hánytja

íslensk kú

Halldór Örn Guðmundsson

Búlandi

14. ágúst 2002

Guðný Halla Gunnlaugsd. og Guðmundur Ólafsson

Hvert fóstu í verknám? Hamar

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Þegar það var útskriftarveisla og ég varð svo mölvaður að ég man ekki eftir kvöldinu

Komstu á Hvanneyri í makaleit með eða án jarðar? Ég var bara á gugguvaktini

Hver er mesti púkinn í bekknum? Emil Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Bjór, getnaðarvarnir, powerade

Af hverju valdir þú búfræði? Var búin að ákveða það í grunnskóla

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Safna peningum og flytja út mögulega

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Breytti mér ekki, kynntist sjálfum mér

Hefur námið breytt viðhorfi þínu til landbúnaðar? Nei ekki

þannig lagað bara lært meira um landbúnaðinn

Draumurinn að búa með? Kýr, hunda og nokkra hesta

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Frelsisins

Hver er mesti stórbóndinn? Edda

Uppáhalds kennari? Haukur

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Hakk og spaghetti

Harðasti djammari bekkjarins? Sunna

Ef þú værir kú, hvernig kú værir þú? Mjólkurkú

Sigríður Ósk Jónsdóttir

Gillastaðir

2. janúar 2003

Svanborg Þ. Einarsdóttir og Jón Ægisson

Áfengisþol

Geðslag

Stundvísi

Metnaður

Hvert fóstu í verknám? Ríp í Skagafirði

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Maturinn hennar

Hebbu

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Hlégaður <3

Hver er mesti púkinn í bekknum? Sigfús og Emil eru ein stór

tímasprengja og versta martröð allra kennara

Af hverju valdir þú búfræði? Því mig langaði ekki í larkið

Lýstu dvölinni á Hvanneyri í 3-5 orðum? Mæli með!

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Háliðagras, ég er ekki al slæm

Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Áfengi, hlý föt og vekjaraklukku

Uppáhalds kennari? Haukur og Harpa

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já

Hefur námið breytt viðhorfi þínu til landbúnaðar? Já

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Njóttu eins mikið og þú getur

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Það sem ég elda það kvöld

Harðasti djammari bekkjarins? Edda og Steindór

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Veit það ekki.... lífið?

Uppáhalds áfanginn þinn? Sauðfjárrækt 1-2 og LÍOL

Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Kollótt, hvít og alltaf fyrst á jötuna á gjafar tíma

Beða- og göngustíga myndun með tætara.

Þórunn MHJ Ólafsdóttir, Neðri-Brekku

Hvítlauksræktun

Ef ég man rétt var það í kringum 2016-17 eða svo að Garðyrkjufélag Íslands stóð fyrir kynningu á hvítlauksræktun. Það voru hjónin Jóhann Róbertsson læknir og Kristín Jónsdóttir hjfr. sem komu og kynntu hvítlauksræktun, sem þau höfðu stundað heima í garðinum hjá sér með góðum árangri.

Mér fannst þetta svo æðislegt og voru þau með einhverja lauka með sér til sölu svo ég keypti nokkra og fór með vestur. Þar áttu þeir að vera fram á næsta sumar. Næsta sumar kom og í ágúst var tekið upp og vorum við nokkuð sátt með uppskeruna.

Við erum að nota ræktunaraðferð sem er að ryðja sér til rúms víða um heim og heitir „No Dig/No Till“og einnig er notast við það sem kallað er „cover crop“ (ísl. þekjugróður). „No Dig/No Till“ aðferðin er að snúa EKKI moldinni. Þekjugróður felst í að sá einærum jurtum til að mynda nokkurskonar kápu eða hlíf fyrir jarðveginn yfir veturinn. Meðan lauf eru græn verður ljóstillífun og nærir örveirulífið.

Snemma sumars 2023 settum við upp þurrkhús, sem við fengum styrk frá DalaAuði í fyrra. Var það sett upp á svæðinu rétt við ræktunarbeðin. Eftir uppskeru var hvítlaukurinn hengdur upp til þurrkunar. Það er nauðsynlegt að hengja hann með stilkinn upp, svo hann dragi í sig næringu úr stilknum niður í laukinn sjálfann. Eftir þurrkun var hann brotinn upp og fóru stærstu rifin niður í bæði gömlu og hin nýju beð sem

í Dölunum

voru gerð í fyrrasumar. Restin var nýtt til gerðar hvítlaukssalts, sem er hliðarafurð, þar sem nýtt eru smá og þannig rif sem myndu annars verða hent eða sett í lægri gæðaflokk. Þannig erum við að nýta afurðina alla eins vel og hægt er.

Árið 2023 var ræktunarsvæðið stækkað umtalsvert, eða um 4,000 fermetra. Vélavinna við það var öll unnin af Arnari Eysteinssyni, bónda í Bersatungu. Hann er einnig

Hvítlauksbændur í Bambahúsi

landeigandi að landinu fyrir utan land okkar. Stækkunin fór þannig fram að fyrst var tætt djúpt í tvígang og graskögglarnir hreinsaðir ofan af og ýtt upp í mön. Síðan var blandað í moldina með tætingu, rolluskít, moltu og þaramjöli. Eftir það voru grunnmynduð beðin með útbúnaði, sem Arnar bjó til á tætarann. Síðan var sett trjákurl í göngu- og akstursstíga og sáð þekjugróðri. Að lokum var sett niður hvítlauksrif. Í haust vonumst við eftir uppskeru úr þessu ræktunarsvæði, sem gæti verið 2-3 tonn ef veður lofar, sem kemur þá í verslanir og beint frá býli. Stefnt er að sjálfbærni 2026.

Nú þegar er komin afurð til sölu, sem er hvítlauksflögusalt með hvítlauk frá okkur og sjávarflögusalti frá Norðursalti á Reykhólum.

BYGGJUM FRAMTÍÐINA SAMAN

Aðalnúmer: 412 5300 | Netfang: sala@limtrevirnet.is Söluskrifstofur: Lynghálsi 2, 110 Reykjavík | Borgarbraut 74, 310 Borgarnesi

Jón Halldór Torfason

Hvanneyri

17. september 1992

Torfi Guðmundur Jónsson og Bjarney Elsebeth Sigv.

Áfengisþol

Geðslag

Stundvísi

Metnaður

Svala Valborg Fannarsdóttir

Hrútafelli

30. júní 2002

Ármann Fannar Magnús. og Berglind Bjarnadóttir

Áfengisþol

Geðslag

Stundvísi

Metnaður

Hvert fóstu í verknám? Snorrastaðir

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Að fá að drekka bestu gerð af mjólk sem maður fær (beint úr tankinum)

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Kollubar

Af hverju valdir þú búfræði? Til að auka líkur á að fá sveitabæ

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Leit að sveitabæ

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Ég sé mig á stóru búi með allar tegundir dýra (hesta, kýr, naut, kindur, svín, geitur og endur) og með mitt eigið grillkkjöt á markaði

Komstu á Hvanneyri í makaleit með eða án jarðar? Án jarðar

Lýstu dvölinni á Hvanneyri í 3-5 orðum? Tíma vel varið

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já til hins betra

Hver er harðasti kúabóndi bekkjarins? Edda

Hefur námið breytt viðhorfi þínu til landbúnaðar? Já gróður er flóknari en ég hélt

Uppáhalds kennari? Eyjólfur Kristinn Örnólfsson

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Muna að stilla vekjaraklukkuna

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Vallarfoxgras

Ef þú værir kú, hvernig kú værir þú? Algjör belja

Hvert fóstu í verknám? Húsavík á Ströndum

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Samræðurnar sem við Matti áttum yfir fjölmörgu kaffibollunum standa allar upp úr og hvað ég lærði margt sem mun nýtast mér í mínum búskap í framtíðinni. Svo mun ég aldrei gleyma því þegar ég hélt á einum heimalningum sem vildi ekki þiggja mjólkurpelann á meðan ég var að reyn aað gefa honum og hann gaf mér einn á kjaftinn.

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Hrekkirnir sem gerðir voru á mér og hrekkirnir sem ég gerði við aðra

Hver er mesti púkinn í bekknum? Tvíeykið Emil og Siffi

Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Lopapeysa, hestaskór og crocs

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Loðgresi, vegna þess að ég vil helst vera undir fjöllunum og er engum öðrum lík.

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Hvað það er stutt í bestu vinina og dansa á Kollubar

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já, kann að meta kýr betur

Hver er gullmoli bekkjarins? Tvíeykið Emil og Siffi

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Munið að njóta af því að þessi tvö ár líða alltof hratt

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Folaldasteik

Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Ég væri lágfætt, mögótt hyrnd ær sem skilar sér aldrei heim við fyrstu leitir

Heiðrún Hrund Sigurðardóttir

Hemra í Skaftártungu

24. október 2003

Sigurður Ó. Gíslason og Þórgunnur M. Guðgeirsdóttir

Hvert fóstu í verknám? Bjarnarhöfn í Helgafellssveit

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Það var mjög eftirminnilegt og lærdómsríkt að fá að vinna með fjárhunda. Mjög rigningarsamur en góður sauðburður er líka ofarlega á listanum en í heildina var verknámið afskaplega skemmtilegt og lærdómsríkt og frábært að vera hjá þeim. Ballferðin okar Eddu í Búðardal gleymist líka seint, vil vara ykkur við að áfengisþolið hríðlækkar um leið og maður fer frá Hvanneyri!

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Ómögulegt að velja bara eitt en búfjárræktarferðin á fyrsta ári var frábær og búsetan í Hlégarði í heild sinni. Það var líka ákveðið sjokk að vakna í sófanum einn morgunn við jólatré inni í stofu sem nokkrir jólasveinar úr fyrsta bekk höfðu fært okkur um nóttina og mér tókst að sofa vært í gegnum öll lætin í þeim.

Hver er mesti púkinn í bekknum? Tvíeykið Siffi og Emil verða að deila þeim titli

Af hverju valdir þú búfræði? Ég hef alltaf stefnt á að koma í búfræðina vegna þess að ég hef mikinn áhuga á landbúnaði og stefni á að vinna við þetta í framtíðinni

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Vonandi sauðfjárbóndi í

Skaftártungunni

Hefur námið breytt viðhorfi þínu til landbúnaðar? Já, það hefur opnað augu mín fyrir mörgum greinum landbúnaðarins og bara bætt áhugann.

Emil Jóhann B. Þorsteinsson

Auðólfsstöðum

9. ágúst 2002

Þorsteinn Jóhannsson og Ingibjörg S. Sigurðard.

Hvert fóstu í verknám? Úthlíð í Skaftártungu

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Þetta var allt mjög eftirminnilegur tími en það var á einni næturvaktinni í sauðburðinum þar sem ég spreyjaði eina kindina bláa í einhverju hugleysi og vissi ekkert hvernig ég ætti að útskýra það fyrir bændunum þannig auðvitað sagði ég að þetta hefði verið óvart.

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Úff það getur verið svo mikið en ætli það sé ekki búfjárræktarferðin á fyrsta ári, prakkarastrikin og búskapahættir nemenda

Af hverju valdir þú búfræði? Ja þegar stórt er spurt þá er nú planið að hafa eitthvað vit á landbúnaði en þegar á heildina er litið þá verður maður að mennta sig í fátækt eins og öllu öðru

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Sennilega eitthvað bras

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Ég verð þá enn eitthvað að brasa í búskapnum og komin á kaf í stjórnmálin

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Iðnaðarhampur, því það er hægt að nota mig í svo mikið

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Bekkjarins og alla prakkarastrikana sem verða seint upplýst

Hver er gullmoli bekkjarins? Já ætli það sé ekki Lára því eins og ég þá koma bara gull að austan

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Reyniði að hlægja sem mest að mönnum með stórmennskubrjálaði

Pétur

Diðriksson bóndi á Helgavatni

Stæðuverkun á Helgavatni

Verkun í vothey hefur verið stunduð hér á bæ samfellt frá árinu 1955 þegar fyrsti turninn var byggður og skömmu síðar annar turn. Notkun á þeim var hætt 1985. Flatgryfjur voru teknar í notkun 1984 til að taka við af turnunum og verkun í útistæður hófst 1999, það vantaði aukið geymslurými og vélakosturinn til að heyja í stæður er sá sami og til að heyja í flatgryfjurnar.

Hverju þarf að huga að við að færa sig úr rúlluheyskap yfir í stæðugerð?

Að mörgu er að hyggja við að breyta úr rúlluheyskap í verkun á lausu heyi í flatgryfjum eða útistæðum. Breytingin felur í sér byltingu í vinnubrögðum. Það má segja að eftir að heyið er komið í heyvagninn þá fer að reyna á verkkunnáttuna, koma heyinu fyrir, að jafna, þjappa og loka alveg fyrir aðgengi súrefnis. Að gera flatgryfjuna/útistæðuna tilbúna til lokunar og að loka verður að vanda og það krefst vinnu og oft svita á heitum sumardögum. Tækjakostur er sérhæfður þ.e. múgsaxari eða fjölhnífavagn og sérhæft tæki til losunar við fóðrun. Það er einnig ágætt að hafa í huga hvort snjór sé oft til mikils trafala sé ætlunin að hafa flatgryfjur ekki yfirbyggðar.

Er þetta kostur fyrir alla er erfitt að segja til um en það er mjög auðvelt að verka lítið heymagn í flatgryfju og stæðu sé réttum vinnubrögðum beitt, en hvort það borgar sig verður ekki svarað.

Hver er munurinn á verkun í útistæður eða flatgryfjur?

Munur á flatgryfju og útistæðu er að flatgryfjan er með steyptum veggjum og gólfi og gefur möguleika á að yfir hana sé byggt hús með þaki. Flatgryfjan rúmar miklu meira fóður á fermeter vegna hæðar stabbans og veggjanna sem halda við fóðrið við fyllingu og þjöppun. Við gjafir er miklu auðveldara að ráða við hitamyndun vegna þéttleika fóðursins. Útistæða þarf einungis sléttann flöt sem verður að þola umferð véla sumar og vetur. Engir veggir eru til að halda við fóðrið þannig að þjöppun á köntum er alltaf takmörkuð sem eykur hættu á hitamyndun á því svæði eftir að stæðan hefur verið opnuð. Gjafahraði skiptir því miklu meira máli úr útistæðum en flatgryfjum því er mikilvægt að útistæður séu frekar á lengdina en breiddina til þess að gjafahraði inn stæðuna verði sem mestur. Þannig má segja að það sé mikilvægt að hafa í huga skepnufjöldann sem á að fóðra úr stæðunni til þess að ná

fram nægum gjafahraða til að lágmarka áhættu á hitamyndun.  Það sem helst þarf að hafa í huga við útistæðugerð er að fóðrið sé ekki of þurrt best í kringum 35% þurrefni, vel saxað/ skorið, vel jafnað og þjappað þannig að stæðan hækki um 10 til 15 cm við hverja ferð. Fóður saxað með múgsaxara verkast betur en skorið með fjölhnífavagni sérstaklega þegar erfitt er að forþurrka heyið upp að æskilegu þurrefni. Frágangur skiptir öllu máli og þar er aðalatriðið að plastið yfir stæðunni gatist ekki við lokun og á geymslutímanum. Útistæða undir óskemmdu gæða plasti getur geymst í mörg misseri.

Hver er munurinn rúllum og stæðum?

Laust saxað vothey eða rúllur, á þessu er mikill munur saxað vothey er tilbúið í allan vélbúnað til gjafar, rúllurnar þarf fyrst að saxa í öflugum tækjum. Fóður í flatgryfju/stæðu er venjulega mjög einsleitt og það nægir oft eitt heysýni, nema lengdin á stæðunni sé því meiri og hafi verið bætt við lengdina t.d. seinni slætti. Plastnotkun er miklu minni fyrir hverja einingu sérstaklega í yfirbyggðum flatgryfjunum þar er hægt að nota hlífðarplastið í nokkur ár. Munur á kostnaði á lausu heyi í flatgryfjum/stæðum á móti rúlluverkun liggur væntalega mestur í plastkostnaði og eftir því sem heymagnið er meira því meiri munur. Það má samt ekki gleyma því að ganga frá flatgryfjum/stæðum og að taka úr þeim krefst vinnu.

Hvernig hefur ykkar reynsla verið og mælið þið með þessu fyrir aðra?

Okkur hefur líkað svo vel við þessa heyskaparaðferð að aldrei hefur hvarflað að okkur að breyta um, bara viljað þróa hana áfram. Hvort að mæla megi með þessari aðferð fyrir aðra er svarið já, að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau helstu eru, viljinn til að breyta og þá þarf hugur að fylgja máli því að það er svo margt sem þarf breyta í vinnbrögðum og tækjakosti. Breytingunni fylgir kostnaður í upphafi sem er auðvitað auðveldara að fást við eftir því sem umfang rekstrar er meira og árafjöldinn sem þessari heyskaparaðferð er beitt. Þetta er eins og flest sem tengist landbúnaði þar dugir bara langtímahugsun, þrautsegja og þolinmæði.

Vésteinn Valgarðsson

Sóltún 25

12. nóvember 1980

Katrín Fjeldsted og Valgarður Egilsson

Hvert fóstu í verknám? Fyrst á Stóru-Hildisey II, síðan á

Hvanneyrarbúið

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Bara flest, ég er borgarbarn og prófaði margt nýtt

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Ánægjustundir í fjósinu

Hver er mesti púkinn í bekknum? Ég trúi ekki á púka. En það eru nú pörupilltar í hópnum...

Af hverju valdir þú búfræði? Ég þurfti bara að læra þetta, því við hjónin ætlum að gerast bændur og ég var ekki vanur nútíma sveitastörfum

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Sem gildan bónda í stöndugu kúabúi

Hefur námið breytt viðhorfi þínu til landbúnaðar? Tja – dýpkað það, kannski, ekki beinlínis breytt því

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Það má aldrei bölva kú, og það má aldrei blessa hund

Hver er mesti stórbóndinn? Ég hugsa að það sé Stefán, ég held að hann sé frá Texas Íslands, þar sem allt er stærst og best

Harðasti djammari bekkjarins? Ég – fyrir 20 árum síðan

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Að minnsta kosti leikskólans

Andabæjar

Ef þú værir kú, hvernig kú værir þú? Þú meinar „kýr“ er það ekki?

Hildur Ósk Þórsdóttir

Eiðhúsi 4. ágúst 1992

Þór Reykfjörð Kristjánsson og Elfa Björk Guðjónsd

Hvert fóstu í verknám? Steinnes í Austur-Húnavatnssýslu

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Eftir mestu

sauðburðartörnina þá var maður alveg orðin vel þreyttur, og ég hélt nú að hún Branda væri farin að bera aftur, en hún missti lömbin sín viku og hálfri áður og nú ekki á lífi, en þá vissi ég ekki að hún ætti systur en þær voru nákvæmlega eins. Það var mjög

mikið hlegið af þessu atviki

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Margar góðar minningar koma úr hlégarði

Komstu á Hvanneyri í makaleit með eða án jarðar? Nei það gerði ég ekki, en nú bíð ég bara eftir Braga

Hver er mesti púkinn í bekknum? Emil

Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Redback, lopapeysu og einn Braga

Hvar sérðu þig eftir 10 – 15 ár? Aldrei að vita að maður verði með bú. Annars bara hobbý bóndi með kindur og hesta

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Hvítsmári, er þrautreynd og ekki há til lofts

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Bekkjarins, svo mun maður

sakna hesthúsalífsins á Mið Fossum

Lýstu dvölinni á Hvanneyri í 3-5 orðum? Upplifun frá A til Ö

Ef þú værir hestur, hvernig hestur værir þú? Jörp taugasterk hryssa, bolmikil, fjölhæf og rúm en þó skapmikil

Þrándur Ingvarsson Þrándarholt í Gnúpverjahreppi

Hvað er langt síðan þú útskrifaðist?

Það eru heil 60 ár síðan, eða árið 1964

Ert þú bóndi í dag og hvað hefur þú búið lengi?

Við hjónin hófum búskap árið 1970 og bjuggum til 2008, þegar synir okkar tveir tóku við keflinu.

Hvað stendur upp úr í þinni búskapartíð?

Það hafa orðið miklar breytingar á þessum tíma og það mætti til dæmis nefna mjaltaþjóna sem ég hefði ekki haft hugmyndaflug til að ætla að yrðu allsráðandi.

Finnst þér námið á Hvanneyri hafa nýst þér í þínum búskap eða við önnur störf?

Alveg örugglega þó svo að það sem við lærðum sé að einhverju leyti úrelt í dag.

Eftirminnilegast frá

því að vera við nám á Hvanneyri?

Það er til dæmis að hafa kynnst skólafélögum mínum. Það var alltaf gaman og við höfum hist öðru hvoru síðan.

Við bjuggum í heimavist í skólanum á gömlu bæjartorfunni.

Við vorum þrír saman í herbergi sem var búið litlu borði og stól. Það hafa orðið töluverðar breytingar síðan sýnist mér en þetta þótti bara nokkuð gott í þá daga og enginn kvartaði.

Einhver heilráð til ungra bænda?

Standið vörð um íslenskan landbúnað. Mæli samt ekki með því að þið farið með haugsugurnar á Austurvöll. Þá gætuð þið hlutast til um að flutt verði inn öflugt kúakyn. Gangi ykkur allt í haginn.

AFMÆLIS BÚFRÆÐINGUR

Þórgunnur María Guðgeirsdóttir

Hemra í Skaftártungu

Hvað er langt síðan þú útskrifaðist?

Það eru 30 ár síðan ég útskrifaðist sem búfræðingur en það var 7. maí 1994

Ert þú bóndi í dag og hvað hefur þú búið lengi?

Já, stunda sauðfjárbúskap í smáum stíl í dag, hef verið sauðfjárbóndi í 25 ár en alltaf stundað aðra vinnu líka.

Hvað stendur upp úr í þinni búskapartíð?

Það sem stendur upp úr í minni búskapartíð eru góðviðrisdagar þegar allt gengur að óskum, en einnig þegar birtir aftur upp eins og eftir Grímsvatnagosið 2011 en það gos kom á sauðburði og var útlitið ekki gott um tíma, burður í fullum gangi og svarta myrkur um miðjan dag í öskufallinu og aska yfir öllu, en það gekk yfir og birti aftur upp.

Finnst þér námið á Hvanneyri hafa nýst þér í þínum búskap eða við önnur störf?

Námið á Hvanneyri hefur tvímælalaust nýst vel bæði í búskap og við önnur störf, í dag starfa ég sem leiðbeinandi í grunnskólanum á Klaustri og hafa nemendur þar fengið að kynnast ýmsu sem ég lærði í búfræðinni t.d. plöntugreiningu og dýrafræði einnig hef ég nýtt ýmislegt í náttúrufræði, hef einnig verið með valfag í ullariðn. Flest í náminu hefur nýst í búskapnum eins og gefur að skilja en rúningskennslan hjá Guðmundi Hallgrímssyni kom að góðum notum þar sem ég hef klippt sjálf.

Tvær kynslóðir af búfræðingum.

Eftirminnilegast frá því að vera við nám á Hvanneyri?

Það er erfitt að svara því hvað er eftirminnilegast frá Hvanneyri en það sem stendur upp úr er vináttan og stemningin sem myndaðist í nemendahópnum þó fólk kæmi með mjög ólíkan bakgrunn og víða að þá náðu flestir vel saman og höfum við haldið hópinn nokkuð vel síðan a.m.k. hafa verið haldin útskriftarafmæli á 5 ára fresti.

Mér fannst allt námið skemmtilegt og að öllum öðrum ólöstuðum þá á Ingimar Sveinson stórt pláss í minningabankanum með einstakri kennslu í tamningum og hestamennsku þar sem engir tveir dagar eða kennslustundir voru eins.

Einhver heilráð til ungra bænda?

Að lokum langar mig til að óska verðandi búfræðingum til hamingju með áfangann og óska þeim alls góðs í framtíðinni mitt ráð til ykkar er að halda sambandi og hittast reglulega.

Hannes Haukur Sigurðsson

Krossi 1

1. ágúst 2003

Sigurður Birgisson og Hulda Svanbergsdóttir

Hvert fóstu í verknám? Svalbarð, Svalbarðsströnd Eyjafirði

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Úff svo margt. Þetta var mjög skemmtilegt verknám

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Búfjárræktarferðin

Komstu á Hvanneyri í makaleit með eða án jarðar? Kom nú

bara fyrir námið

Hver er mesti púkinn í bekknum? Dóri

Af hverju valdir þú búfræði? Langaði að læra meira og hef

rosalegan áhuga á landbúnaði

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Landbúnaður

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Það veit ég ekki. Tek nú bara 5 ár í einu

Hver er harðasti sauðfjárbóndi bekkjarins? Steindór

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Ekki hugmynd

Hver er harðasti kúabóndi bekkjarins? Siffi

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já

Draumurinn að búa með? Kýr

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Renna í Borgarnes og fá sér að éta

Hver er gullmoli bekkjarins? Jón Halldór

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Mundu eftir áfenginu og

góða skapinu

Uppáhalds kennari? Bjössi fjósameistari

Ef þú værir kú, hvernig kú værir þú? Held ég væri nú bara holdatuddi

Róbert Andri Björgvinsson

Syðstu-Mörk

16. apríl 2000

Björgvin Guðjónsson og Jaana Marja Rotinen

Stundvísi

Hvert fóstu í verknám? Flatey á Mýrum

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Eiginlega bara allt

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Sennilega bara

rauðvínsdjammið góða...

Komstu á Hvanneyri í makaleit með eða án jarðar? Nei

Hver er mesti púkinn í bekknum? Halldór Örn

Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Bjór, rauðvín og vodka

Af hverju valdir þú búfræði? Áhugi á landbúnaði

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Sennilega meira nám

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Ómögulegt að segja

Hver er harðasti sauðfjárbóndi bekkjarins? Steindór

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Vallarfoxgras, því við endumst lengi og er sleginn frekar oft

Hver er harðasti kúabóndi bekkjarins? Sigfús

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já

Hefur námið breytt viðhorfi þínu til landbúnaðar? Já

Draumurinn að búa með? Kýr

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Sennilega fylleríið

Hver er gullmoli bekkjarins? Jón Halldór

Hver er mesti stórbóndinn? Sigfús

Uppáhalds kennari? Bjössi fjósameistari

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Ristorante pizza og kók í dós

Ef þú værir hestur, hvernig hestur værir þú? Graðhestur

Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi

Búskapurinn hjá Móðir Jörð

Þegar Eymundur Magnússon hóf búskap á eyðjörðinni

Vallanesi árið 1979 hafði ekki verið búskapur þar í 20 ár.

Mikið verk var því fyrir höndum að rækta upp jörðina og byggja upp húsakost, en í Vallanesi eru landkostir miklir og gott ræktunarland.

Það hafði alltaf verið ætlun Eymundar að gera kúabúskap að ævistarfi en sá draumur entist bara í 10 ár og nautakjötsframleiðsla 5 árum lengur.

Hann var samt búinn að byggja stóra hlöðu 1984 sem nú þjónar kornræktinni og við hana var teiknað fjós sem aldrei var byggt. Við það að rækta upp jörðina (akrar eru núna 70ha) kviknaði mikill jarðræktaráhugi sem tók völdin, ásamt því

að kvóti var settur á mjólkurframleiðslu á þessum tíma sem þrengdi mjög að möguleikum í þeirri grein.

Árið 1985 hófst kornrækt í Vallanesi og má segja að akuryrkja hafi verið aðal búgreinin síðan.

Móðir Jörð

Vottuð lífræn ræktun á grænmeti og korni hófst upp úr 1990 og vörumerkið Móðir Jörð varð til, en þá tíðkaðist ekki að bændur seldu vörur sínar undir eigin vörumerki og þótti svoldið skrítið.

Fyrstu vörur Móður Jarðar voru auk grænmetis: nuddolíur, Bankabygg og byggmjöl.

Árið 2000 hóf Eymundur markvissa kynningu á Bankabyggi í verslunum í Reykjavík með þeim árangri að nú fæst það í nær öllum matvöruverslunum landsins, sömuleiðis hófu matreiðslumenn að nota Bankabygg á matsölustöðum víða um land. Með því að kynna til leiks grænmetisbuff árið 2004 þar sem bygg er meðal hráefna var skapaður frekari grunnur að heilsársstarfsemi Móður Jarðar en nú eru um 7 ársverk hjá fyrirtækinu.

Vöruþróun

Seinni kona Eymundar er Eygló Björk Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur, og gekk hún til liðs við Móður Jörð í kjölfar kreppunnar 2008 en þá var lag að hefja frekari vöruþróun og markaðssetningu á íslenskum matvörum

Krónan var veik og því minni áhugi á innflutningi sem alltaf fylgir sterkri krónu.

Fyrsta varan sem Eygló bjó til var Rauðrófugló sem varð

strax vinsælt meðlæti með jólasteikinni og síðan fylgdu margar vörur í kjölfarið, sultur, súrkál og annað sýrt grænmeti auk fjölda vara sem innihalda bygg sem nú eru um 20 talsins. Vörulínan er fjölbreytt en segja má að Móðir Jörð sé samnefnari fyrir hollustu og sælkeralínu sem byggð er á íslensku korni, grænmeti og jurtum. Þau hjónin leggja mikið upp úr vöruþróun sem er sífellt í gangi en hugmyndirnar eru sprottnar af því hráefni sem vel gengur að rækta eða vex í nærumhverfi.

Lífræn ræktun og framleiðsla Í Vallanesi fer fram lífræn ræktun og var býlið eitt það fyrsta að hljóta vottun hér á landi. Hreinleiki og langtímafrjósemi jarðvegs er lykilatriði í allri ræktun og framleiðslu, ekki er notast við tilbúinn áburð eða eiturefni og matvörurnar eru lausar við tilbúin hjálparefni, gervi- og litarefni því í lífrænni framleiðslu er gerð krafa um að öll innihaldsefni

eigi uppruna í náttúrunni. Vörur Móður Jarðar bera allar vottunarmerkið Evrópulaufið. Manneldismarkmið eru þeim hjónum auk þess hugleikin og þau leggja mikla áherslu á kynningu á notkun byggs til manneldis enda úrvals íslenskt heilkorn á ferðinni með hátt hlutfall trefja og flókin kolvetni sem bæta heilsuna. Lífræn ræktun bætir enn á heilsufarslega kosti þess þar sem eiturefna áhrif af ysta byrði kornsins eru ekki til staðar, þungmálmar s.s. kadmíum eru mælanlega minni og næringarefni s.s andoxunarefni og steinefni eru mun meiri í lífrænt ræktuðu heilkorni. (https://lifraentisland. is/2021/02/06/hvers-vegna-lifraent-rannsoknir-a-hveiti/)

Skógræktin mótar starfsemina

Eymundur lagði fljótlega grunn að umfangsmikilli skógrækt í Vallanesi en á jörðinni hefur verið plantað fjölda trjáa og skjólbelta sem umlykja alla akra og veita ræktuninni mikilvægt skjól. Skjólbeltarækt hófst þar 1984 og skógrækt 1989 með þátttöku í Héraðsskóga verkefninu.

Grisjun skjólbeltanna fer nú fram en þar er önnur hver ösp felld og nýtt í byggingarnar á staðnum. Topparnir eru nýttir í kurl sem fer á göngustíga í skóginum enda er útivistargildi skógarins þeim hjónum hugleikið.

Þessi grisjun er mikilvæg og segir Eymundur í gríni að skógurinn sé vaxandi vandamál. Nýlega fór fram fyrsta sala á viði til vinnslu þegar um 100m3 af lerki fór til Skógarafurða í Fljótsdal sem byggt hefur upp vinnslu fyrir íslenskt timbur. “Það verður að grisja svo það verði ekki myrkur á ökrunum og í skóginum. Auk þess bindur skógurinn meira kolefni ef hann er hirtur.”

Nýverið réðust hjónin orkuskipti og er viðarorku nú beitt til að þurrka allt korn í Vallanesi. Sömu tækni verður beitt til að hita hús, en Vallanes er á köldu svæði og nýtur ekki jarðhita. “Við byggðum kyndistöð með aðstoð Orkusjóðs síðasta sumar sem mun brenna kurli og viðarperlum til að kynda öll hús á staðnum og varminn einnig leiddur í nærliggjandi gróðurhús. Þar eru nú ræktaðar fjölbreyttar tegundir af ættjarðartómötum og fleiri tegundum sem krefjast hita, en húsin lengja auk þess ræktunartímann á vorin og haustin.

Matur og ferðaþjónusta

Asparhúsið hýsir grænmetisveitingastað og verslun Móður Jarðar í Vallanesi og hefur nú verið rekið í 7 ár með góðum árangri. Það er að mestu byggt úr Ösp eins og nafnið bendir til og er fyrsta hús landsins þar sem allt burðarvirki er úr íslensku timbri. Móðir Jörð er um þessar mundir að auka við gistirými staðarins með því að byggja upp gamla fjósið og hlöðuna en því er verið að breyta í 3 litlar íbúðir og herbergi. Stuðst verður við sömu hugmyndafræði og í Asparhúsinu þ.e. að nýta staðbundið timbur að sem mestu leyti s.s. í klæðningar, gólfefni og innréttingar. Timbrið er varið með náttúrulegum efnum og þess gætt að hönnun og upplifun sé sem mest í anda annarrar starfsemi Móður Jarðar.

Vonast þau hjón til að geta tekið á móti fyrstu gestunum þar í byrjun júní á þessu ári. Starfsemin hefur lengi haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn og hópa sem vilja fræðast um reksturinn. Eymundur undirstrikar í lokin að búfræðingar séu sérstaklega velkomnir.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins 516-5000 | rml@rml.is | www.rml.is

Það borgar sig að spá í spilin!

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er leiðandi í ráðgjöf og miðlun þekkingar í landbúnaði. Starfsemi okkar nær til alls landsins og starfsstöðvar okkar eru 12 talsins. Meðal þess sem við veitum ráðgjöf í er:

• Bú árrækt

• Búrekstur

• Heyverkun

• Jarðrækt

RML hefur umsjón með kynbótastar búgreinanna og þróun og þjónustu við skýrsluhaldsforrit. Hluti ræktunarstarfsins felst í því að dæma búfé.

Við sjáum um:

• Kúaskoðanir

• Lambadóma

Helgi Snær Björgvinsson

Álfaskeiði 18

1. apríl 1998

Björgvin Sigurbergsson og Heiðrún Jóhannsdóttir

Geðslag

Stundvísi

Metnaður

Hvert fóstu í verknám? Efri Fitjar, Hvammstangi

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Sauðburðurinn og hestatamning

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Svæðið og samfélagið

Hver er mesti púkinn í bekknum? Þeir bakkabræðurnir Emil og

Siffi

Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Faratæki, fartölva og lopapeysa

Af hverju valdir þú búfræði? Hafði áhuga á náminu

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Væri draumur, með jörð og bústofn

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Jöklaklukka

Hver er harðasti kúabóndi bekkjarins? Hannes

Lýstu dvölinni á Hvanneyri í 3-5 orðum? Skemmtileg, fræðandi og góð

Draumurinn að búa með? Fallega jörð og bústofn

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Svæðisins og samfélagsins

Hefur námið breytt viðhorfi þínu til landbúnaðar? Nei í raun ekki. Ef eitthvað er þá bara batnað

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Gangið með opin huga, hlusta og vera gagnrýnin

Uppáhalds kennari? Ólafur Haukur

Ef þú værir geit, hvernig geit værir þú? Hafur, hvítur á lit

Jessinia Wallach

Stuttgart

9. nóvember 2002

Agnes Wallach og Richard Wallach

Geðslag

Stundvísi

Metnaður

Hvert fóstu í verknám? Á Kirkjulæk

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Hvað þurfti að binda margar kýr

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? T.d. Hildur að reyna að komast á bak...

Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Bíll, hestur og eyrnatappar

Af hverju valdir þú búfræði? Ég bara vissi ekki hvað ég átti að gera og þekkti fólk sem mælti með náminu

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Ég ætla að vinna aðeins, fara í verknám á tvö hestabú í Bandaríkjunum og reyna svo að komast inn á Hólum. Ef það tekst ekki fer ég líklega í hestafræði eða í dýralæknanám í Þýskalandi

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Ekki endilega námið, það voru frekar nokkrar (að hluta til erfiðar) aðstæður sem maður fór í gegn. En er ekki hvort sem er eðlilegt að maður breytist með tímanum?

Hefur námið breytt viðhorfi þínu til landbúnaðar? Nei, en fékk alveg nýjar hugmyndir

Hver er mesti stórbóndinn? Vésteinn

Uppáhalds kennari? Harpa Ósk Jóhannesdóttir

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Mýrasóley

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Alltaf hlusta á Helga!

Sunna Lind Sigurjónsdóttir

Efstu-Grund

8. mars 2003

Sigurjón Sigurðsson og Sigríður Lóa Gissurardóttir

Metnaður

Hvert fóstu í verknám? Svertingsstaði í Eyjafirði

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Þegar ég týndi símanum, veskinu, skónum og sjálfsvirðingunni niður í bæ á

Akureyri

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Mannskapurinn

Af hverju valdir þú búfræði? Mig langaði til þess að afla mér aukinnar þekkingar á landbúnaði í heild

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Snarrót – læt ekki

segja mér til verka

Lýstu dvölinni á Hvanneyri í 3-5 orðum? Betra er seint en aldrei

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Það sem húsmæðurnar í

íbúðinni elda fyrir mig

Draumurinn að búa með? Sauðfé og fleiri hross en mig vantar

Uppáhalds kennari? Haukur Þórðar – hann segir hlutina eins og þeir eru

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já ég hef séð og lært

margt sem ég get nýtt mér í framtíðinni

Uppáhalds áfanginn þinn? Rúningur

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Ekki gefast upp þó á

móti blasi

Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Guðbjartur reiðkennari

lýsti mér einu sinni sem gamalli forystuá – gerði þveröfugt við það sem hann sagði og færi mínar eigin leiðir

Sigfús Páll Guðmundsson

Geirshlíð

28. mars 2002

Guðmundur Páll Sturluson og Birna Hlín Guðjónsd.

Stundvísi

Metnaður

Hvert fóstu í verknám? Bryðjuholt Hrunamannahreppi

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Sokkarnir hans

Samúels

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Þegar við vorum sendir til skólastjórans út af hurðasprengju

Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Startkaplar, loftdæla og topp lykla sett

Komstu á Hvanneyri í makaleit með eða án jarðar? Nei átti maka fyrir

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Búskapur ef guð lofar

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Að mjólka kýr og moka skít

Hver er gullmoli bekkjarins? Emil

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Vallarfoxgras af því ég hef mínar ástæður

Hver er harðasti kúabóndi bekkjarins? Ég ætla að segja: ég sjálfur

Lýstu dvölinni á Hvanneyri í 3-5 orðum? Ég var nú bara í dagdvöl en þá snérist þetta bara um, kaffi, hádegismat og kaffi

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Reynið þið nú að mennta

ykkur svo að þið fáið almennilega vinnu

Hver er mesti stórbóndinn? Bragi er með mjög stórar hugmyndir

Ef þú værir kú, hvernig kú værir þú? Mjólkurkú af því mér var

sagt að ég væri jafn þver og gömul belja

Ingiberg Daði Kjartansson, formaður

Nemendafélag LBHÍ

Mjög gott félagslíf er innan Landbúnaðarháskóla Íslands og er þar Nemendafélagið fremst í flokki en einnig eru þrjú starfandi undirfélög sem eru mjög virk í að halda viðburði og má þar nefna hrútauppboð, skeifudag og dellubingó sem eru orðnir mjög svo stórir viðburðir og fólk víðsvegar af landinu sækja til okkar. Enginn verður jú svikin af því að koma á gott djamm á Hvanneyri.

Við í stjórn nemendafélagsins höfum reynt að vera dugleg að virkja nemendur í vetur og hrista hópinn vel saman. Það tel ég nauðsynlegt í litlu skólasamfélagi sem þessu þar sem mikilvægt er að halda jafnvægi á menntun og félagslífi. Við héldum okkar árlegu viðburði, árshátíðina, leðjubolta, hrekkjavökuball, bjórbolta, nýnemasprell og einnig héldum við bingó við mikinn fögnuð nemenda og starfsfólks. Þá er ég virkilega stoltur af því að mikill hugur er í nemendum að hlúa að landbúnaði og bættum kjörum bænda og því sameinuðumst við í rútu frá Hvanneyri á samstöðufund Samtaka Ungra bænda, einnig komu þeir til okkar með kynningu á þeirra verkefnum og strax er einn nemandi skólans komin í stjórn samtakanna.

Því miður náðum við ekki að halda Viskukúnna í þetta skiptið en hún hefur legið í dvala síðan fyrir Covid, vonandi

næst að halda hana að ári. En það þarf ekki að vera neinn sérstakur viðburður svo hægt sé að skemmta sér á Hvanneyri því við höfum Kollubar sem vart þarf að kynna landsmönnum en hún er fræg fyrir sín fimmtudagsdjömm. En í ár hefur Kollan verið einstaklega virk og hefur verið opið flest öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld við mikinn fögnuð nemenda.

Það skiptir nefnilega sköpum að vera í góðra manna hóp og við höfum verið einstaklega heppin með það í vetur.

Skólastarfið hefur einnig verið mjög svo skemmtilegt í vetur námið alltaf í stöðugri þróun, bæði verið að bæta námsumhverfið og einnig að breyta skipulagi við kennslu.

Við hvetjum alla til að kynna sér námsframboð við Landbúnaðarháskóla Íslands og verða hluti af þessu einstaka samfélagi.

Með þökk fyrir skólaárið Nemendafélag LBHÍ

Lára Guðnadóttir, formaður

Geitavinafélagið

Auður

Geitavinafélagið Auður var stofnað núna í mars síðast liðinn af okkur nokkrum geitaunendum í skólanum og bætist þar með inn í þá miklu og skemmtilegu flóru af nemendafélögum við skólann.

Geitabúskapur hefur verið að sækja í sig veðrið á Íslandi og sífellt fleiri farnir að halda geitur, var því komin tími til að stofna félag!

Tilgangur félagsins er að auka þekkingu um íslensku geitina m.a með því að halda skemmtilega geita tengda viðburði. Það verður formlega starfrækt á næsta skólaári og vonum við að þessu félagi verði vel tekið.

Sunna Lind Sigurjónsdóttir, formaður

Hestamannafélagið Grani

Hestamannafélagið Grani er nemendafélag við Landbúnaðarháskóla Íslands. Grani var stofnaður árið 1954 og á því sjötugsafmæli nú í ár. Hestamannafélagið Grani hefur það að markmiði að efla þekkingu og áhuga á íslenska hestinum með hinum ýmsu uppbrotum og stuðla þannig að bættri meðferð hrossa, efla nemendur í hestaíþróttinni og styrkja félagslegt samstarf hestamanna í skólanum. Allir nemendur í Landbúnaðarháskóla Íslands ganga sjálfkrafa í félagið og er velkomið að taka þátt í félagsstarfinu sem Grani býður uppá.

Veturinn hefur verið vel heppnaður og héldum við marga viðburði fyrir nemendur skólans ásamt því að bjóða einnig upp á opna viðburði fyrir alla sem vildu taka þátt. Haustið hófst á því að fjórir kvenskörungar voru kosnir inn í stjórn og hafa þær staðið sig með miklum sóma í vetur.

Þriðjudaginn 14. nóvember héldum við árlega Óvissuferð

Grana þar sem rúmlega 50 nemendur fóru og skoðuðu hrossaræktarbúin Skipaskaga og Skipanes. Við í stjórn Grana viljum þakka eigendum býlanna fyrir höfðinglegar móttökur sem gerði ferðina eftirminnilega.

Á árinu voru tvö skemmtimót haldin fyrir nemendur skólans. Það fyrra var Grímumót Grana þar sem keppendur klæddu sig í búninga og sýndu hvað í þeim og hrossunum bjó. Einnig var verðlaunað fyrir besta búninginn og lögðu keppendur mikinn metnað í að skreyta sig og jafnvel hrossið og áttu dómarar erfitt með að velja uppistandandi sigurvegara. Seinna mótið var Mjólkurtöltið þar sem keppendur kepptust við að ríða tvo hringi á vellinum á sem stystum tíma ásamt því að hella sem minnst úr mjólkurglasinu sem þeir héldu á. Eftir mótið fengum við trúbadorinn Kristján Arason til að slíta nokkra „G-strengi“ á barnum. Bæði mótin vöktu mikla lukku hjá keppendum sem og áhorfendum

Í febrúar var stjórn Grana með sína árlegu fatasöluna. Fengum við tilboð í föt frá versluninni Lífland ásamt fyrirtækinu Sérmerkt ehf. Salan gekk vel og er gaman að sjá fólk njóta góðs fatnaðar á betra verði en annars væri.

Eftir áramót vikum við aðeins úr gömlum vana og héldum tvö opin gæðingamót. Þann 15. febrúar hélt stjórnin Gæðingamót Grana þar sem keppt var í sérstakri forkeppni í B-flokki, í minna og meira vönum. Á vellinum mátti sjá fjölmarga gæðinga ásamt knöpum sínum spreyta sig. Lokamótið var síðan haldið mánudaginn 4. mars þar sem fór fram Gæðingatölt Grana. Mótinu var vel tekið og voru 32 hross skráð til leiks innan sem og utan skólans og komu gríðarlega mörg sterk hross til að etja kappi saman. Til gamans má geta að í meira vönum var lægsta einkunin í úrslitum 8,48 sem má teljast mjög gott.

Hápunktur vetrarins var síðan á sumardaginn fyrsta eða 25. apríl. Þá var Skeifudagurinn haldinn sem er útskrift búfræðinema úr reiðmennsku áföngum. Það hefur verið gaman að fylgjast með framförum þeirra síðastliðna tvo vetur ásamt því að njóta þeirra forréttinda að sjá afrakstur þeirra á þessum degi. Fjöldi fólks hópaðist að til að fylgjast með þessum merka degi og endaði dagurinn á stórglæsilegu happdrætti Grana sem er árleg hefð hestamannafélagsins.

Að lokum viljum við í stjórn Grana þakka öllum þeim sem komu að okkar starfi í vetur. Kaupfélag Borgfirðinga, Nettó, Lífland, Mjólkursamsalan og Subway styrktu mótin okkar. Ásamt því viljum við þakka dómurum, þul, starfsfólki Mið-Fossa og öllum þeim fjölmörgu sem komu að okkar starfi í vetur fyrir sitt óeigingjarna framlag á því skólaári sem er að líða. Einnig vil ég nýta tækifærið og þakka öllu mínu samstarfsfólki fyrir veturinn og óska nýrri og komandi stjórn velfarnaðar í starfi.

Emil Jóhann Þorsteinsson, formaður

Kúavinafélagið

Baula

Í Nóvember árið 2015 var kúavinafélagið Baula stofnað sem nemendafélag nautgripabænda í Landbúnaðarháskóla Íslands. Starfssemi félagsins snýst um að halda skemmtilega viðburði til að lífga uppá félagslífið og efla í leiðinni áhugann á nautgriparækt.

Mitt fyrsta verk sem formaður var að skifta um merki félagsins þar sem gamla merkið minnti mest á færeyska kind. Ég hafði samband við Iðunni Eik Sverrisdóttur sem sá um hönnun og teikningu nýs merkis. Iðunn sem er gædd listrænum hæfileikum stóð sig með glæsibrag við að töfra framm nýtt og glæsilegt merki.

Starfsemi félagsins hófst á Dellubingói sem var haldið 26 október í Hvanneyrarfjósinu. Dellubingó er viðburður sem snýst um að vígja nýja meðlimi inn í félagið. Nýliðarnir standa í flórnum og halda utan um stigin á meðan að keppendur kaupa reiti og stig. Einnig eru stór stig í boði ef kýrnar skíta á bingóreit keppenda. Þrír stigahæstu keppendurnir fá svo veglega vinninga frá fyrirtækjum í grendinni. Í vikunni 14 til 17 nóvember hélt félagið fatasölu þar sem við seldum gæða vinnuföt frá Ferro Zink og annan smá varning frá sérmerkt Auðvitað skartaði megnið af varningnum nýja merki félagsins. 22 febrúar hélt svo félagið skemmtilegt pub quiz á kollubar

þar sem fjölmenni kom saman og skemmti sér. 7 mars hélt

Baula í samstafi hestamannafélagið Grana og hrútavinafélagið Hreðjar sameiginlegan aðalfund. Fundurinn var haldin í Skemmunni og buðum við fundargestum uppá grillaðar pylsur. Á fundinum kynntu félögin nýjar stjórnir sem taka við á næsta skólaári. í apríl fékk félagið í hendurnar spilastokka frá sérmerkt sem voru pantaðir fyrr á árinu. Spilin voru hönnuð í samstarfi við skólann og framleiddir af Sérmerkt.

Spilin skörtuðu nýju merki félagsins og askjan utan um spilin skartaði flottri merkingu frá skólanum og merkinu. Félagið fór í söluherferð á stokkunum sem gekk eins og í sögu.

Kúavinafélagið vill þakka öllum þeim sem komu að starfi félagsins, Ferro Zink og sérmerkt fyrir góða þjónustu og merkingu á vörum, Birni Inga fjósameistara og Agli bústjóra fyrir að leyfa okkur að fá afnot af fjósinu og aðstöðunni þar fyrir fundi og viðburði. Síðan vill félagið þakka Iðunni Eik Sverrisdóttur sérstaklega fyrir að hafa hannað og teiknað nýtt merki fyrir félagið.

Að lokum vil ég þakka stjórn Baulu fyrir vel unnin störf á þessu skólaári og ég óska komandi stjórn velgengis í sínum störfum á næsta skólaári.

Bragi Geir Bjarnason, formaður

Hrútavinafélagið

Hreðjar

Hrútavinafélagið Hreðjar var stofnað haustið 2003 af nemendum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri með það að markmiði að auka þekkingu og áhuga fólks á íslensku sauðkindinni. En núna haustið 2023 voru liðin 20 ár frá stofnun félagsins.

Haustið okkar byrjaði á Hrútaþuklinu sem haldið var hátíðlega þann 3. október á tilraunabúi skólans á Hesti. Hrútaþuklið felur í sér að keppendur fá að þukla á sex hrútum og raða þeim síðan frá besta til versta að þeirra mati. Hátt í 60 manns tóku þátt í þuklinu en aðeins einn náði öllum hrútunum í réttri röð og var það hann Ármann Ingi Jóhannsson frá Laxárdal en það kemur engum á óvart enda fyrrum formaður Hrútavinafélagsins.

Næst var komið að Hrútauppboðinu sem hefur verið stærsti viðburður Hrútavinafélagsins. Það var haldið í fjósinu á Hvanneyri þann 17. nóvember. Hrútauppboðið fer þannig fram að seldir eru hlutir í hrútnum Hreðjari og þeir sem kaupa mest af hlutum eignast hrútinn Hreðjar. Það var hörð keppni um hrútinn í ár og þegar leið á leikinn stóðu uppi tvö lið, lið Húnvetninga og Sunnlendinga en í lokin bar lið Húnvetninga sigur úr býtum, en bæði lið gengu þó út full fergjuð af veglegum vinningum.

Eftir áramót var komið að Hreðjarsferðinni 2024 þar sem smekkfull rúta af spenntum nemendum fór frá Hvanneyri og stoppað var á Bakkakoti í Stafholtstungum og Hrísum í

Flókadal. Þar fengum við kynningar um húsakost á bæjunum og ræktunarmarkmiðum ábúenda. Við þökkum þeim Sindra og Kristínu í Bakkakoti og Dagbjarti og Þórdísi á Hrísum fyrir að hafa tekið á móti okkur og fyrir þær glæsilegu veitingar sem reiddar voru fram.

Síðan kom að fatasölu félagsins, hún gekk með ágætum. Við seldum vinnuföt frá Sindra merkt Hreðjari og þökkum Sindra fyrir samstarfið.

Einnig er vert að minnast á stjórnarferð Hreðjars í Húnavatnssýslurnar sem farin var nú í janúar, en að rekja þá ferðasögu tæki of margar blaðsíður svo það verður ekki gert hér. En ég vil þakka nýju meðlimur Hreðjars fyrir skipulagningu hennar.

Við viljum þakka þeim Eyjólfi Kristni og Loga á Hesti, Björn Inga og Agli í fjósinu, Jóni Ragnari rútubílstjóra, Hafdísi umsjónarkonu húsnæði Landbúnaðarháskólans og Ragnhildi Ástu fyrir alla þá hjálp sem við fengum frá þeim við félagsstarf Hrútavinafélagsins í vetur. Síðan viljum þakka öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu félagið núna í vetur.

Nú í lokin vil ég þakka stjórn Hreðjars kærlega fyrir gott samstarf á árinu og allra þeirra sem komu á viðburði félagsins. Við fráfarandi nefndarmeðlimir þökkum fyrir okkur og óskum nýrri stjórn Hreðjars góðu nýju skólaári og velgengni í þeirra félagsstörfum.

Bragi Geir Bjarnason

Blesugróf 1

16. maí 2002

Bjarni Bragason og Hulda G. Geirsdóttir Newman

Áfengisþol

Lára Guðnadóttir

Lynghól, Skriðdal

24. ágúst 2001 Guðni Þórðarson og Þorbjörg Ásbjörnsdóttir

Hvert fóstu í verknám? Hallkelsstaðahlíð og Skotland

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Langrófurnar á fénu úti og þegar við gátum loksins hleypt fénu út í Hlíð

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Þegar ég eldaði óvart hrísgrjón

fyrir 38 manns en við vorum bara 5 í mat

Komstu á Hvanneyri í makaleit með eða án jarðar? Auðvitað kom ég í makaleit og væntanlega með jörð

Hver er mesti púkinn í bekknum? Siffi og Emil, hurðasprengju meistarar

Af hverju valdir þú búfræði? Til að eignast jörð

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Vonandi á stórri jörð

Áfengisþol

Geðslag

Hver er harðasti sauðfjárbóndi bekkjarins? Hildur, 15 kindurnar hennar eru þær „bestu“ á landinu

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Rabbarbari, stór og harðgerður. Losnar ekki við mig þegar ég er búin að koma mér fyrir

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Safnið pening fyrir

Hvanneyri

Uppáhalds kennari? Óli yfirsnúningur og Guðbjartur

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? Já vonandi til hins

betra

Ef þú værir hestur, hvernig hestur værir þú? Brúnskjóttur

gæðingur undan Þristi frá Feti

Hvert fóstu í verknám? Lækjartún Rangárvallarsýslu og Kvåle Uppigard í Valdres í Noregi Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Á Íslandi er það sennilega þegar að Hulda kom úr kaupsstað í kjól beint í burðarhjálp hjá fyrsta kálfs kvígu.. ég veit ekki hvort kjóllin hafi nokkurn tíman borið þess bætur. Einnig verð ég að nefna hænsnabílinn. Í Noregi var það þegar ég og Svanhild komum heim úr kaupsstað og þá mætti okkur allur kiðlingahópurinn úti á hlaði og við tók afar skemmtileg smölun við að koma þeim inn.

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Ætli það sé ekki þegar við vorum í ferð og drifskaftið datt undan bílnum mínum og stofnun

Geitavinafélagsins

Hver er mesti púkinn í bekknum? Siffi og Emil strákskratti

Af hverju valdir þú búfræði? Mér finnst svo gaman að bóndast

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Geitabóndi inn í afdal

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Fjallanóra, því hún finnst bara einhversstaðar upp á fjöllum

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Eitthvað ala Heiðrún Nanna

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Þetta er stutt nám og

alltof fljótt að líða þannig njótið þess vel og reynið að taka sem allra mest út úr því

Harðasti djammari bekkjarins? Smási og Edda

Ef þú værir geit, hvernig geit værir þú? Golsótt, hyrnd huðna sem mjólkaði vel... samt algjör frekja 108

Heiðrún Nanna Ólafsd. Möller

Fannagili 21

24. apríl 2002

Birna María Möller og Ólafur Helgi Sigurðsson

Hvert fóstu í verknám? Kornsá í Vatnsdal

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Birgir.

Eftirminnilegast frá Hvanneyri? Þegar ég hélt eftirparty og

eldhúsborðið mitt brotnaði og allt í rúst

Komstu á Hvanneyri í makaleit með eða án jarðar? Nei það var ekki planið

Hver er mesti púkinn í bekknum? Emil

Af hverju valdir þú búfræði? Áhugavert og skemmtilegt

Lýstu dvölinni á Hvanneyri í 3-5 orðum? Mikið gaman og mikið fjör

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Að búa með 101 stelpunum

Hver er gullmoli bekkjarins? Svala

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Bygg

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Vinna

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Eiga bú kannski

Uppáhalds kennari? Harpa, Ólöf, Gunnhildur og Snorri

Þrjár nauðsynlegustu eigur Hvanneyrings? Bjór, lopapeysa og redback

Draumurinn að búa með? Kindur og hross

Ef þú værir kind, hvernig kind værir þú? Kollótt, mórauð kind

sem skilar alltaf sínum tveimur vænu lömbum að hausti

Stefán Ármann Vagnsson

Minni Ökrum

11. mars 2000

Vagn Þormar Stefáns. og Guðrún Elva Ármannsd.

Hvert fóstu í verknám? Svíþjóð Folkkvarn, Hríshóll/Möðruvellir í

Eyjafirði

Hvað er eftirminnilegast úr verknáminu? Að fara með Magga garði til Gautaborgar og villast þar og ekki rata á lestarstöðina aftur

Af hverju valdir þú búfræði? Ætlaði að efla þekkingu mína

Hvað tekur við hjá þér eftir nám? Taka við búrekstri

Ef þú værir planta, hvaða planta værir þú? Sex raða bygg

Hvar sérðu þig eftir 10-15 ár? Á sama stað og ég kem frá

Hvers muntu sakna frá Hvanneyri? Félagslífið

Hver er mesti stórbóndinn? Lára GOAT

Lýstu dvölinni á Hvanneyri í 3-5 orðum? Gaman, áhugaverð, mergjuð

Kvöldmaturinn þinn á Hvanneyri? Allan tímann steik

Harðasti djammari bekkjarins? Steindór

Hefur námið hér á Hvanneyri breytt þér? nei

Hefur námið breytt viðhorfi þínu til landbúnaðar? nei

Draumurinn að búa með? Mjólkurkýr

Nokkur orð til tilvonandi búfræðinga? Bara vera og njóta

Ef þú værir kú, hvernig kú værir þú? Belja sem mætir aldrei í mjaltir og stendur alltaf þvert fyrir róbotinum til að sjá hvað er um að vera

Svala Valborg Fannarsdóttir tók saman

Búfjárræktarferð

Á hverju ári er farið í búfjárræktarferð sem skipulögð er af nemendum á öðru ári í búfræði. Í ár var förinni heitið á Suðurlandið og ferðin þá skipulögð af Sunnlendingum bekkjarins. Við skipulagningu á ferðinni var reynt að fara á sem flest býli á sem skemmstum tíma og reynt að hafa þau frekar fjölbreytt.

Föstudagurinn 16. febrúar

Lagt var af stað frá Hvanneyri föstudagsmorguninn með fulla rútu af ungu fólki sem var orðið æsispennt fyrir ferðinni.

Fyrsta stopp var í Aflvélum á Selfossi þar sem var tekið mjög vel á móti okkur og við sáum hin ýmsu tæki og tól sem þeir hafa uppá að bjóða. Eftir að allir voru búnir að skoða sig vel um í Aflvélum og setjast upp í a.m.k. eina Völtru var fólkið farið að verða svangt svo við héldum í hádegisverð á Selfossi.

Eftir hádegi var þá komið að því að heimsækja fyrsta býlið í ferðinni en það var býlið Tún í Flóahreppi hjá Bjarna og Veroniku þar sem stunduð er minnkarækt. Þar fengum við skemmtilega fræðslu almennt um minnkarækt og reksturinn þeirra áður en við fengum að kíkja inn til minkanna.

Næsta stopp var í ullarversluninni Þingborg þar sem hún

Margrét tók á móti okkur og sagði aðeins frá versluninni. Nemendur sem höfðu verið í áfanganum ullariðn voru margir spenntir yfir því að sjá að þarna gætu þau keypt sér rokk til að fara að spinna en sá áfangi var mjög vinsæll í vetur.

Næst var förinni heitið til Ingvars og Svölu á Fjalli á Skeiðum en þar eru fjárhús sem rúma um 500 kindum á taði.

Ekki þótti það svo verra að þar voru tveir hvolpar sem tóku

einnig á móti okkur þegar komið var inn í fjárhús.

Næst var farið í Gunnbjarnarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem Arnar og Berglind tóku vel á móti okkur og sögðu frá fjósinu og starfseminni þar en fjósið í Gunnbjarnarholti er eitt stærsta fjós á landinu og hefur fjóra FullWood mjaltaþjóna. Síðan fengum við að rölta um fjósið en þar var margt sniðugt að sjá.

Síðasti bærinn sem við heimsóttum á föstudeginum var Þrándarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem Arnór og Sigríður og Ingvar og Magnea tóku dýrindislega vel á móti okkur í glænýja fjósinu þeirra sem prýðir tvo GEA mjaltaþjóna og tekið var í notkun í apríl á síðasta ári. Þar voru grillaðir hamborgarar í boði þeirra í Þrándarholti, skoðað fjósið, sungið og skemmt sér áður en haldið var í félagsheimilið Þingborg þar sem við gistum yfir helgina.

Laugardagurinn 17. febrúar

Laugardagurinn var þétt skipaður og var því lagt af stað á slaginu 09:00 frá Þingborg þó svo að flestir hefðu alveg verið til í að sofa aðeins lengur. Haldið var undir Eyjafjöllin á bæinn Þorvaldseyri þar sem feðgarnir Ólafur og Páll tóku á móti okkur. Þar fengum við fyrst stutta sögu um Þorvaldseyri og svo kynningu á þeirri starfsemi sem er þar í dag, fengum við að sjá repjuolíupressuna á bænum og næst korngeymsluna áður en við héldum í fjósið sem prýddi DeLaval mjaltaþjón.

Næst héldum við í Austur-Landeyjar á Voðmúlastaði þar sem hann Lukas tók á móti okkur og sýndi okkur inn í fjós hjá sér en þar er hann með Lely mjaltaþjón. Lukas er frá Danmörku og hefur ýmsar áhugaverðar hugmyndir þaðan, sem hann hyggst framkvæma hér á landi og verður spennandi að fylgjast með því hvernig mun ganga hjá honum.

Við héldum okkur í Landeyjunum og litum næst á Vorsabæ þar sem Magga tók á móti okkur en þar er 60 kúa fjós með Lely mjaltaþjón. Á Vorsabæ sáum við hana Bjarkey en til gamans má geta að hún var 10. nytjahæsta kýr á landinu á síðasta ári. Næst var stoppað á Hvolsvelli þar sem fólk snæddi hádegisverð áður en haldið var til Emils og Huldu á Berustöðum í Ásahreppi en þau tóku við því búi síðustu áramót. Þau tóku heldur betur vel á móti okkur í fjósinu en þar skoðuðum við okkur um og sáum þar tvo Lely mjaltaþjóna. Var það svo heldur betur fróðlegt að ræða við þau um ferlið sem tók að fjármagna kaupin á búinu og hvernig ábúendaskiptin fóru fram.

Síðan héldum við til Kalla og Huldu í Meiri Tungu í Holtunum þar sem tekið var mjög vel á móti okkur. Í Meiri Tungu er nýlegt fjárhús og féð er þar allt á taði en það eru um 540 gripir í húsinu. Við fjárhúsið er einnig stærðar hlaða sem er einnig notuð sem reiðhöll og síðan burðaraðstaða á vorin. Síðasta stoppið á laugardeginu var í Lækjartúni í Ásahreppi þar sem Tyrfingur og Hulda tóku á móti okkur í spunaverksmiðjunni og garnbúðinni Uppspuna þar sem við fengum að fræðast um ferlið sem það tekur við að vinna ull í garn og síðan fengum við að skoða okkur um. Tyrfingur og Hulda prýða sig á því að stunda mjög sjálfbæran búskap og er beitarstjórnunin þeirra á holdakúnum á bænum mikið til fyrirmyndar. Fengum við einnig að sjá ormamoltuna sem þau eru í tilraunum með og fræddi Tyrfingur áhugsama um allt ferlið við gerð moltunnar og nýtingu hennar .

Við enduðum daginn á heitri kjötsúpu í boði SS sem beið okkar þegar við mættum í Þingborg um kvöldið.

Sunnudagurinn 18. febrúar

Við byrjuðum síðasta daginn á því að ganga frá og þrífa eftir okkur í Þingborg og lögðum svo stundvíslega af stað klukkan 09:00 en fyrsta stopp var í Árbæjarhjáleigu í Holtunum hjá Kristni og Marijolijn sem tóku á móti okkur í hesthúsinu og sögðu okkur frá sinni starfsemi. Síðan gengum við um hesthúsið og Kristinn sagði okkur frá hestunum sem þau voru með í húsinu. Næst fórum við inn í reiðhöll þar sem við fengum smá sýningu á nokkrum hestum, þar á meðal Blesa frá Heysholti, sem sló rækilega í gegn. Í rútunni á leið frá Árbæjarhjáleigu stoppuðum við og sáum einangraðasta

hrossastofn landsins, Botnahrossin sem eru í beitarhólfi þarna stutt frá.

Næsta stopp var á Sumarliðabæ í Ásahrepp en þar tók hann Óli á móti okkur í dýrasta hesthúsi landsins en þar eru oft upp í 40 hross á húsi auk þess sem þar er reiðhöll með sérinnfluttu gólfefni, kaffistofuaðstaða sem minnir helst á fínustu veitingastaði og hlöðu með faldri Viskýstofu.

Síðasti bærinn sem við fórum á í ferðinni voru Brúnastaðir í Flóa hjá þeim Ágústi og Elínu þar sem við fengum að líta inn í fjárhús en Brúnastaðir voru ræktunarbú ársins 2022 í sauðfjárrækt. Á bænum er ekki margt fé en afar fallegt og vel gert.

sérstaklega fyrir að keyra okkur um sólríka Suðurlandið og að hafa þolað okkur í þessa þrjá daga. Einnig viljum við þakka öllum þeim bændum sem tóku á móti okkur en það er ekki sjálfgefið að taka á móti hátt upp í 50 nemendum Landbúnaðarháskólans. Að lokum viljum við þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu ferðina því án þeirra hefði ekki verið hægt að fara í þessa ferð.

Fyrirtæki sem styrktu ferðina

ÿ Sláturfélag Suðurlands

ÿ Kaupfélag Borgfirðinga

ÿ Samhentir

ÿ Landstólpi

ÿ Ullarverslunin Þingborg

ÿ Verkfærasalan

ÿ Ístex

ÿ Þrándarholt

Lamba-og kálfafóstrur Vinnusamfestingar Sauðburðarvörur Fóður og bætiefni Undirburður og margt, margt fleira!

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5.JÚNÍ

VELKOMIN Í

Við þurfum fleiri bændur!

Mannfólki fjölgar stöðugt en ræktarland heimsins er takmörkuð auðlind. Ísland hefur í þessum efnum fjölda ónýttra tækifæri enda ónýtt ræktaland mikið hér á landi sem nýta má fyrir margskonar ræktun. Markmið búfræðibrautar er að búa nemendur undir fjölbreytt störf á sviði landbúnaðar- og matvælaframleiðslu, þannig að nemendur geti tekist á við krefjandi verkefni framtíðarinnar með aukinni þekkingu, einkum á sviði búfjár- og jarðræktar, bútækni og reksturs fyrirtækja. Námið veitir góðan grunn undir frekar nám í landbúnaðarfræðum.

Kynntu þér námið nánar www.lbhi.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.