Góð útivistarsvæði og snerting við náttúruna, er talin lykilatriði þegar kemur að heilsu og vellíðan. Hugmyndin um að viðvera við sjávarsíðuna sé heilsubætandi, er ekki ný af nálinni. Hippocrates (460–377 f.Kr.) lýsti læknandi áhrifum af sjávar- eða saltvatni og fjölmargar rannsóknir sýna jákvæð áhrif nálægð sjávar á fólk s.s. lækkun á blóðþrýsting. Fáar náttúrulega strendur eru á stórhöfuðborgarsvæðinu þar sem landfyllingar eru mjög víða. Akranes er einstaklega ríkt af mismunandi fjörugerðum sem almenningur er alveg ómeðvitaður um. Þó hefur tilkoma Guðlaugar og bláfánaviðurkenning fyrir Langasand hvatt til aukinna tækifæra. Verkefninu er ætlað að draga saman upplýsingar um fjörunar setja fram með upplýsingahönnun og byggja þannig grunn til heildstæðs stígakerfis um ólíkar fjörugerðir.
Höfundur Margrét Helga Guðmundsdóttir
The riches of natural beaches and an opportunity to increase public health by Margrét Helga Guðmundsdóttir