1 minute read

Sjúkdómar af völdum sníkjudýra

Next Article
Kjöt

Kjöt

Bogfrymlasótt eða Toxoplasmosis. Kettir eru svokallaðir millihýsla fyrir Toxoplasma gondii frumdýrið, egg frumdýrana berast út með saur katta og geta smitað dýr um munn. Fósturlát getur orðið hjá mörgum dýrum í hjörðinni ef smitefni er mikið. Ef margar geitur í hjörð láta fóstri er ráðlegt að tala við dýralækni og láta rannsaka fóstrið og hildir til að komast að orsökinni, einnig er gott að aðskilja veikar geitur frá hjörðinni og gæta þess að hildir og fóstur komist ekki í snertingu við aðrar skepnur. Fóstur og hildir sem ekki eru sendar til rannsóknar þarf að fjarlæga og eyða. Þessi sýking herjar frekar á ungar geitur því eldri geitur hafa í sumum tilfellum myndað mótstöðu gegn þessum sýkli. Hnýslasótt eða Coccidiosis (Eimeria spp/Isospora spp) orsakast af snýkjudýri sem getur ekki lokið lífsferli sínum utan hýsils. Veldur niðurgangi, vanþrifum og dregur úr vexti hjá ungviði og getur valdið dauða ef ekki er meðhöndlað. Ormasmit getur valdið miklum skaða ef það nær sér á strik og veldur vanþrifum, lystarleysi og skitu. Talið er að sömu ormar herji á geitur og sauðfé og hafa fundist um 15 tegundir innyflaorma í sauðfé hér á landi. Það er góð regla að gefa ormalyf tvisvar á ári, á haustin þegar geitur eru teknar á hús og á vorin þegar þær eru settar út á græn grös, sumum þarf að gefa oftar ef það vaknar grunur um að þær séu ormaveikar.

Mynd 25 Heilbrigður kiðlingur með móður sinni. Geitfjárrækt | 37

This article is from: