1 minute read

Kjöt

Next Article
Mjólk

Mjólk

og α-lactalbúmín. Rannsókn á mjólk íslenskra geita hefur ekki verið gerð, en það er nauðsynlegt að slík rannsókn fari fram til að afla þekkingar á eiginleikum og samsetningu mjólkurinnar vegna nýtingar og markaðssetningar hennar í framtíðinni.

Mynd 39. Fetaostur úr geitamjólk frá Háafelli unnin á Erpstöðum..

Mynd 40. Geitabrie framleitt hjá MS Í Búðardal úr mjólk frá Háafelli. Mynd 41 Kiðlingalæri.

Á heimasíðunni www.goat-meat.co.uk kemur fram að geitakjötsframleiðsla er talin vera um 80% af allri kjötframleiðslu í heiminum og í tölum frá FAO (Tafla 3) kemur fram að á áratugnum 1993-2003 jókst framleiðsla á geitakjöti um 38,1% í heiminum öllum. Mest er þó aukningin í Asíu eða tæplega 50% sem skýrist helst af því hve fólksfjölgun þar hefur verið mikil. Geitakjöt er heldur magurt kjöt og má sjá samanburð á geitakjöti og öðrum algengum kjöttegundum (Tafla 12). Það er kaloríusnauðara og fituminna en nauta-, svína- og lambakjöt. Einnig er prótein- og járninnihald hátt. Á Íslandi hefur ekki verið mikil hefð fyrir neyslu geitakjöts, en það er að breytast. Veitingastaðir og hótel hafa sýnt geitakjöti mikinn áhuga og að sögn Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur á Háafelli í Hvítársíðu kaupir fólk hjá henni geitakjöt fyrst af forvitni eða af afspurn og kemst síðan að því hve mikið lostæti kiðlingakjöt er og kemur aftur. Þannig hefur myndast

This article is from: