1 minute read

Vatn

5. mynd. Hindberjaframleiðsla í plastskýlum við 68 °N í Grytøya, Noregi. Mynd: Pål Alvereng

VATN Hindberjaplantan hefur grunnstætt rótakerfi og er viðkvæm fyrir þurrki. Nægilegt aðgengi að vatni allan ræktunartímann er nauðsynlegt til að tryggja góða uppskeru, sérstaklega á meðan á aldinþroskun stendur. Á hinn bóginn er einnig nauðsynlegt að forðast að jarðvegur verði vatnsmettaður því það hefur neikvæð áhrif á vöxt róta og sprota og eykur hættuna á vandamálum tengdum rótarsjúkdómum. Mælt er með dropavökvun. Úðavökvun getur aukið hættuna á stöngulsjúkdómum og grámyglu á berjunum. Þegar plöntur eru ræktaðar í pottum er yfirleitt nóg að hafa eina dropaslöngu í hverjum potti. Ef fleiri en ein dropaslanga er í hverjum potti getur verið erfiðara að fjarlægja nýja sprota og finna stíflaða stúta á slöngum. Hægt er að fylgjast með vatnsmagni í jarðvegi með rakaþrýstingsmælum (watermark sensors). Nemana ætti að staðsetja á 30-45 cm dýpi við plönturnar, ekki of nálægt dropavökvunarslöngum, og hafa þá á sama stað allan ræktunartímann. Rakaþrýsting (centibör) er hægt að túlka þannig: 0-10 Jarðvegur alveg vatnsmettaður 10-30 Vatnsmagn í jarðvegi við kjörskilyrði fyrir plöntur 30-60 Vökvun nauðsynleg (æskilegt að hefja vökvun þegar þrýstingur mælist 20 centibör) 100-200 Þurrkur

This article is from: