1 minute read

Takmarkanir á notkun yrkja

Next Article
Yrki

Yrki

2. mynd. ‘Glen Ample’(efst til vinstri), ‘Tulameen’ (efst til hægri), og ‘Varnes’ (neðst til vinstri). Neðst til hægri: ‘Varnes’ og ‘Glen Ample’ úr lífrænni ræktun á Helgeland, Nordland,

Noregi. Myndir: Dag Røen (efst til vinstri og hægri, neðst til vinstri) og Nina Heiberg (neðst til hægri).

‘Varnes’ er apríkósulitað yrki frá Graminor AS, Noregi. Berin eru frekar stór og falleg og bragðgæðin eru ágæt en berin eru ekki eins þétt í sér og hjá ‘Glen Ample’. Það er frekar viðkvæmt fyrir vetrarkali og mjög viðkvæmt fyrir hindberjarótafúa (raspberry root rot). Sprotarnir eru þyrnóttir. Blanda af rauðum og gulum hindberjum lítur einkar vel út í sölu. ‘Varnes’ getur því komið vel út í þessu skyni. Lítil reynsla er af ræktun þessa yrkis í plastskýlum en það er nú til prófunar á vegum Atlantberry verkefnisins í plastskýlum á Íslandi.

TAKMARKANIR Á NOTKUN YRKJA Flest ný yrki eru varin með reglum um einkaleyfi (Plant Breeders Rights (PBR)). Þessar reglur gera kynbótafólki kleift að fá tekjur af yrkjum sínum til að fjármagna frekari kynbætur. Kynbótafólk sækir um einkaleyfi innanlands eða innan svæðis (t.d. Evrópusambandsins, EB). Í kjölfarið má enginn framleiða viðkomandi yrki nema fá til þess sérstakt framleiðsluleyfi. Færeyjar og Grænland eru í þessu samhengi álitin hluti af EB (gegnum Danmörku) og yrki sem er verndað í EB er þar með einnig verndað í Færeyjum og á Grænlandi. Plöntuframleiðendur með framleiðsluleyfi sem gildir í EB mega þá selja plöntur til Færeyja og Grænlands. Staðan er önnur í Noregi og á Íslandi. Bæði löndin eru með sérstaka löggjöf um einkaleyfi á plöntuyrkjum. Í Noregi þarf að sækja sérstaklega um einkaleyfi á plöntuyrkjum innan Noregs, þar sem einkaleyfi sem gildir í EB er ekki í gildi innan Noregs. Ísland hefur enn sem komið er ekki ákveðið með hvaða hætti þessi lög verða notuð í raun og verið er að vinna í lagasetningunni. Á meðan löggjöfin er ekki skýr er mjög erfitt að koma á fót framleiðslu á

This article is from: