Margir litlir og meðalstórir bæir á Íslandi standa frammi fyrir svipuðum vandamálum. Miðbæjarsvæði er illa skilgreint, íbúar keyra út úr bæjunum til að sækja vinnu og mannlíf og innviði þarf að styrkja. Þetta er kjarni verkefnis-
ins “Akranes, Samkeppnishæfni og umhverfisvæn endurnýjun - sóknarfæri til framtíðar”. Verkefnið fólst í greiningu og endurhönnun. Greiningarvinnu þar sem götumynd og ytra umhverfi Akranes var greint til að meta þau tækifæri sem bærinn hefur til umhverfisvænnar endurnýjunar. Í því felast tækifæri sem geta styrkt innviði bæjarins og möguleika til vistvænna spora sem síðar getur aukið samkeppnishæfni bæjarins. Nýsköpunarverkefnið er hluti af stærra verkefni sem Akraneskaupstaður og Umhverfisskipulagsbraut LbhÍ taka nú þátt í á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að vinna með og varpa ljósi á sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna og gæði meðalstórra bæja á Norðurlöndum.