![](https://static.isu.pub/fe/default-story-images/news.jpg?width=720&quality=85%2C50)
1 minute read
Tegundir og yrki, Gunnarsholti (925-17
Guðni Þorvaldsson
Tilraun nr. 925-17. Tegundir og yrki,
Gunnarsholt.
Tilraunin er á sendnum jarðvegi nokkra km suðvestur af bænum í Gunnarsholti. Rúmþyngd jarðvegs er 1,14 og sýrustig 6,2. Sáð var í tilraunina 22. júní. Reitastærð er 5 m2 og endurtekningar 2. Ekki er ætlunin að mæla uppskeru í tilrauninni heldur fylgjast með lifun grasanna. Borið verður á reitina árlega og þeir slegnir tvisvar. Þekja sáðgresis var metin í einstökum reitum 15.9.2017 og var hún yfirleitt ágæt.
Í tilrauninni eru 17 yrki af vallarfoxgrasi (mörg þau sömu og á Hvanneyri), 2 yrki af hávingli, 2 af axhnoðapunti, 2 af tágavingli og 2 af vallarrýgresi.