1 minute read

Inkakorn

Jón Hallsteinn Hallsson

Vorið 2017 voru framkvæmdar prófanir á inkakorni (Chenopodium quinoa Willd.) á tilraunastöð LbhÍ að Korpu. Inkakorn hefur áður verið prófað þar en með misjöfnum árangri. Prófanir nú snéru að því að skilja betur mikilvægi sáðtíma, áburðargjafar og sáðmagns auk þess sem prófanir fóru fram með forsáningu í potta. Niðurstöðurnar eru mikilvægur liður í áframhaldandi prófunum á inkakorni við íslenskar aðstæður. Niðurstöður prófana voru gerð góð skil í Rannísskýrslu nemenda sem má nálgast á vefsíðunni www.korn.is.

This article is from: