1 minute read
Einær fóðurlúpína (Lupinus spp
Einær fóðurlúpína (Lupinus spp.)
Með kynbótum hefur fóðurlúpínan verið losuð við beiskjuefni. Tvær tegundir eru notaðar af þessari einæru lúpínu, gul L. luteus og blá L. angustifolium. Þær tegundir voru reyndar ítarlega hérlendis fyrir og um aldamótin. Ekki fyrirfinnast á markaði eins og er yrki sem prófuð voru af þeirri gulu, reyndist hún þó ívið betri í tilraunum. Rótarkerfi lúpínunnar er mjög öflugt og virðist litla þörf hafa fyrir áburð af hverju tagi sem nefnist. Lúpína er jafnan ræktuð ein sér. Lúpínu þarf að smita með viðeigandi rótargerlum við sáningu eins og aðrar belgjurtir. L. angustifolius (blá)
Sonet Poz. Valin best þeirra yrkja, sem reynd voru í tilraunum fyrir og um aldamótin síðustu.