1 minute read
Vetrarrúgur (Secale cereale
Magnifik SW Erlendar niðurstöður segja að þetta sé vetrarþolnasta yrki á markaðnum. Í tilraunum hér hefur verið staðfest, að það sé með þeim þolnustu. Uppskerumikið, en fremur seint til þroska. Stava SW Sænskt yrki sem gefið hefur mikla uppskeru hér á landi. Urho Bor. Gamalt yrki, einstaklega vetrarþolið og fremur fljótþroska. Uppskera þó heldur í minna lagi. Hefur verið notað hér.
Vetrarrúgur (Secale cereale)
Sáð í júlí -ágúst. Rúgur er mun vetrarþolnari en vetrarhveiti og þar með ekki eins áhættusamur í ræktun. Hitaþörf síðara árið er þó ekki ólík því, sem er hjá hveiti. Rúgur er hávaxinn og getur gefið mikla uppskeru og gefur mikinn hálm.
Reetta Bor. Hefur reynst vel bæði í tilraunum og ræktun. Er vetrarþolið og uppskerumikið yrki, en ekki sérlega fljótt til þroska.
Caspian SW Sett hér til vara. Hefur ekki verið reynt hér í tilraunum. Erlendis er það talið uppskerumikið og mælt er með því fyrir norðurhluta Svíþjóðar.