1 minute read

Hækkun sýrustigs á íslenskum ræktunarjarðvegi með öðrum tegundum bergefna en skeljasandi

– TÚNRÆKT –

Hækkun sýrustigs á íslenskum ræktunarjarðvegi með öðrum tegundum bergefna en skeljasandi

HRANNAR SMÁRI HILMARSSON

Viðfangsefni þessa verkefnis er að kanna möguleikann á að hækka sýrustig í súrum mýrarjarðvegi með öðrum bergefnum en skeljasandi. Hingað til hefur skeljasandur aðallega verið notaður sem íblöndunarefni túna til þess að hækka sýrustig svo það henti nytjaplöntum. Aðgengi að skeljasandi er misjafnt milli landshluta. Því er það mikilvægt að kanna möguleika á öðrum bergefnum s.s. fjörusandi til íblöndunar við ræktunarmold. Mögulega gætu önnur bergefni en hefðbundinn skeljasandur nýst til að hækka sýrustig ræktunarjarðvegs.

Tilraun var sett upp í pottum í gróðurhúsi LbhÍ á Hvanneyri með mýrajarðvegi. Í efsta lag jarðvegsins í pottinum var bætt við bergefni og blandað saman við með því að hræra í efstu 10 cm í þremur mismunandi hlutföllum við fjórar gerðir bergefna: Skeljasand (2 gerðir), fjörusand og námusand. Sýrustig verður mælt reglulega og þannig fylgst með ferlinu.

Niðurstöður verða birtar síðar.

Verkefnið var unnið í samstarfi við RML og styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.

This article is from: