1 minute read

Þakkarorð

Next Article
9. Lokaorð

9. Lokaorð

Efni þessa rits er hluti af viðameira verki, sem bíður þess að höfundur finni tíma til að ljúka því. Ég stend í þakkarskuld við marga, sem hafa hjálpað við að móta það efni sem hér er sett fram. Fyrsta ástands‐módelið unnum við Ása L. Aradóttir (LbhÍ), Steve Archer (nú University of Arizona) og ég 1988 ‐ 1989 í Texas (birt 1992). Ása hefur síðan tekið þátt í mörgum verkefnum með höfundi, sem eru undirstaða þessa rits, svo sem ritun bókarinnar „Að lesa og lækna landið“. Jóhann Þórsson (Landgræðslan) og ég kennum um ástand lands hjá Landgræðsluskóla GRÓ/UNEP, sem er ætlaður nemendum frá þróunar‐löndum, auk þess að kenna á námskeiðum á alþjóðlegum vettvangi – sem hefur ýtt undir samningu þessa efnis. Ég hef tekið þátt í starfi sem tengist jarðvegsvernd á vegum Evrópusambandsins, m.a. við ritun efnis í samvinnu við Anton Imeson (sjá Imeson 2012). Þá kom Jeff Herrick (USDA/NRCS – Jordana New Mexico) að mótun að sumu því sem hér er birt, en hann hefur meðal annars komið að þróun námsefnis og kennt við Landgræðsluskólann. Þórunn Pétursdóttir o.fl. hafa reynst afar mikilvæg við að velta áfram þekkingu á félagslegum og hagrænum þáttum er stuðla að landhnignun hérlendis. Rannsóknaleyfi við University of Arizona í Tucson reyndist drjúgt til að þróa hugmyndir áfram, enda er margt líkt með þróun ástands lands í suðvesturhluta Bandaríkjanna og hérlendis. En ritið er ekki síst heimildavinna og þeim fjölmörgu sem velt hafa áfram þekkingu á hnignun og ástandi landsins er hér með þakkað fyrir þeirra framlag. Höfundar myndefnis sem hér er fengið að láni fá kærar þakkir.

This article is from: