2 minute read

Loftslag, kolefni og mold

Stóra myndin

Losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á Íslandi þegar landið er ekki meðtalið er um 5 milljón tonna CO2-ígilda á ári (tafla 1). Losun gróðurhúsalofttegunda frá landi vegna nýtingar og lélegs ástands vistkerfa (votlendi og þurrlendi) er meiri en öll önnur losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á Íslandi, líklega yfir 10 milljón CO2-ígilda á ári. Tap á kolefni úr vistkerfum landsins frá landnámi telst í þúsundum milljóna tonna CO2-ígilda. Eitt mikilvægasta verkefnið sem þjóðin hefur tekist á hendur er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna manna, en ekki síður að minnka losun frá landi og binda gróðurhúsalofttegundir í vistkerfum. Fjallað er nánar um alla þessa þætti í ritinu, en gott er að hafa samhengi og stærðargráður í huga við lestur ritsins (Tafla 1).

Tafla 1. Yfirlit um losun og binding gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Losun sem venjulega er gefin upp er um 5 milljón tonna CO2-ígilda, en þá er önnur losun ekki talin.

Aðgerð - ferlar

Losun án landnýtingar (samgöngur, iðnaður o.s.frv.)

Milljón tonn CO2-ígildi á ári Athugasemdir

Um 5

Losun talin fram af Íslandi til Loftslagssamnings SÞ, landið ekki meðtalið Losun frá votlendum, ó framræstum framræstum og Um 10 Hægt að minnka frá framræstum votlendum með endurheimt Losun frá þurrlendi (hnignun vistkerfa) 1 – 8 Getur verið >8 milljón tonn sam kvæmt sumum sviðsmyndum Binding í mold vegna áfoks – nú 0,5 – 1 Háð beitarálagi Binding í mold við beitarfriðun – nú 0,2 – 1 Óljóst. Háð því hve mikið friðað Binding við bætta landnýtingu – nú 0,5 – 1 Óljóst. M.a. minnkuð beit Binding í landgræðslu – nú 0,61 Framtal til Loftslagssamnings SÞ Binding í skógrækt – nú 0,35 Framtal til Loftslagssamnings SÞ

Binding vegna veðrunar og efnarofs 3,1 Endar í hafi. Ekki talið fram til SÞ Takmörkuð áhrif mannsins

Möguleg binding í mold við vistheimt á landslagsskala 2 – 10 Háð áræðni við friðun útjarðar í slæmu ástandi og inngripum

Mynd 1. Land í tötrum í Sandvatnshlíðum á Biskupstungnaafrétti. Þetta land var áður skógivaxið fram eftir öldum. Gróðureyja til hægri er til vitnis um horfna landkosti – maður vinstra megin við barðið gefur mælikvarða. Jaðrar barðsins hafa verið græddir upp. Tap á 1-2 m þykku jarðvegslagi af hundruðum km2 þannig að auðnin ein situr eftir er ótrúleg gjöreyðing sem á sér fáar hliðstæður á jörðinni. Hér hafa glatast ókjörin af kolefni, sem má áætla að samsvari til um 50 000 tonnum C á km2 (um 180 000 tonn CO2 á hvern ferkílómetra). Tapið reiknað á hundruð ferkílómetra er af geigvænlegri stærðargráðu (tugir milljóna tonna CO2-ígilda). Myndin er tekin árið 2020.

This article is from: