3 minute read
Mismunandi framtak – Hvatningarorð
jarðabótamanni, svo og lögun spildanna. Meðalstærð ræktaðra spildna á hverju ári var á bilinu 127-204 ferfaðmar, en það svarar til 440710 m2. Stærstu spildurnar voru 1750 m2 og þær minnstu um 90 m2. Hver vann eftir sinni getu.
Á nútímamáli mætti segja, að mál spildanna, sem bændur sléttuðu, hafi verið stöðluð. Samkvæmt skýrslunum voru spildurnar ýmist 10 eða 5 faðma breiðar (19 og 9,5 m). Aðrar breiddir komu aðeins fyrir á þremur spildum af 117, sem skýrslur eru til um. Verklagið við túnasléttunina skýrir vafalaust hina föstu breidd spildnanna: Þetta var þaksléttugerð, sennilega með svipuðu formi og einkenndi beðasléttugerðina sem um þær mundir naut vaxandi athygli.
Um þetta leyti voru öll jarðyrkjutæki afar fátækleg. Páll og reka hafa líklega verið helstu áhöldin, og mannsaflið það eina, sem knúði verkin áfram. Gera má tilraun til að meta til dagsverka vinnu þá, sem í framanskráðum jarðabótum fólst. Lítið er vitað um afköst við þúfnasléttun með handverkfærum, en þó má miða við ákvæði um styrkveitingar úr landssjóði til búnaðarfélaga frá 1891.10 Þar segir, að meðaldagsverk við þúfnasléttun megi áætla 10 ferfaðma á dag (um 35 m2), sé unnið með handverkfærum, en 15 ferfaðma á dag (um 53 m2), þar sem unnið er með hestum. Sé nú talan 10 ferfaðmar á dag notuð, sést, að hver jarðabótamaður hefur að jafnaði lagt fram 17 dagsverk til túnasléttunar ári hverju. Vinnuframlagið á hverjum bæ gæti því samkvæmt stærð ræktunarspildnanna hafa numið allt frá 2-3 dagsverkum á ári og upp í 50 dagsverk. Tölurnar sýna að jarðabæturnar hafa verið drjúgur þáttur í búverkum á þeim bæjum þar sem mest var unnið.
Mismunandi framtak – Hvatningarorð
En hvaða ástæður lágu að baki misjöfnu framtaki bændanna við jarðabæturnar? Vafalaust á hinn mannlegi þáttur drýgsta hlutann, en líta má einnig á ytri skilyrði. Jarðabótaframkvæmdirnar voru
10 Stjórnartíðindi B-deild 1891 (1891), 191-192. þeim mun meiri sem jarðirnar voru stærri (dýrari skv. hundraðamati). Einnig virtust eldri bændurnir hafa verið iðnari við ræktunina en þeir sem yngri voru. Athyglisvert er að mjög lítil tengsl virtust vera á milli fjölda heimilisfólks (=vinnuafls?) og stærðar ræktunarframkvæmdanna. Greining á hinum rækilegu jarðabótaskýrslum leiðir skrifarann helst til þeirra ályktunar að umfang jarðabótanna á hverjum bæ hafi ráðist af húsbændum þar og framkvæmdavilja þeirra fremur en ytri aðstöðu og skilyrðum.
En skýrslur Jarðyrkjufjelagsins fluttu fleira en frásagnir um jarðabótavinnu félagsmanna. Þeim fylgdi líka hvatning til annarra um að leggja út á sömu braut. Þannig segir t.d. í skýrslunni, sem birtist í Þjóðólfi 27. mars, 1852:
Og vildum vjer óska þess, að þeir af löndum vorum, sem enn hafa eigi hreift jarðabótum, þeir reyni til að byrja á þeim með líkari aðferð, og þeirri, er fjelag vort stofnaðist með, . . . Vjer gjörum ráð fyrir, að fortölur manna í því efni mæti hvarvetna fúsum vilja; viljinn dregur hálft hlass; en ávinningurinn knýr menn ósjálfrátt til áframhalds.11
Brýningum sínum halda Jarðyrkjufjelagsmenn enn áfram í skýrslunni, sem birtist um árið 1852, og kveða nú fastar að orði en fyrr:
Þegar við nú sjáum slíka ávexti og árángur af þessum samtökum okkar til félagsskapar, sem hafa kostað hvern einn svo lítið ómak og engi bein útlát, þá leyfum við okkur að skora á búendur í fleiri sveitum, að þeir gjöri með sér líkan félagsskap, ekki svo til að stæla eptir okkur, heldur af því það er svo einstaklega þarflegt, bæði fyrir jarðirnar og þá, sem nú á þeim búa og alla eptirkomendur. Við vildum mega benda yður til þess, hvernig við byrjuðum þenna félagsskap; - sá sem fyrstur stakk upp á því, tók með sé 2 eða 3 ötula áhugamenn, sem byrjuðu verkin af kappi, þá fóru smámsaman fleiri að vilja fylla félagsskapinn; það er ekki víst að neitt ávinnist sérlegt með því að hafa marga menn í slíku félagi með fyrsta, - við álítum vissast og affara-bezt, að
11 Þjóðólfur 27. mars 1852.