2 minute read
Ris og hnig
þeir séu ekki fleiri en mest 6 til 8, ef það eru valdir menn; meira er undir því komið, að verkið sé unnið, sem heitið er og undir er gengizt, þó af fáum séu með fyrsta, en mikið sé ráðgjört og af mörgum heitið, en engu þó afkastað; ef nokkuð er gjört, þó ekki sé víða, þá dregur það brátt bændur til líkra samtaka og starfa. Þá spillir það ekki heldur fyrir þvílíkum félagsskap og framkvæmdum, að auglýsa árlega, það sem gjört er, í blöðunum.12
Dæmi um fréttir úr sveitinni árið 1857, m.a. af mönnum sem síðar áttu eftir að koma við sögu búnaðar-félagsskapar og -framfara þar. (Þjóðólfur 6. júní 1857).
Ris og hnig
Það vekur athygli við lestur skýrslnanna að höfundar þeirra er hvergi getið með nöfnum né heldur þeirra sem forgöngu höfðu um jarðabótastarfið. Í fyrstu skýrslunni segir aðeins:
það voru fyrst 3 menn í þessum hreppum [Hvanneyrar- og Bæjarþingum], sem vöktu máls á jarðabótum og nauðsyn þeirra fyrir sveitina, og gengust þeir fyrir því að hvetja og áfýsa aðra til þeirra.13
Hér verður því að geta í eyðu sögunnar. Samkvæmt fyrstu skýrslunni skáru þrír bændur sig úr, hvað snerti stærð túnsléttanna. Það voru þeir Símon Sigurðsson á Kvígsstöðum, Sigurður Magnússon í Fossakoti og Runólfur Jónsson á YtriSkeljabrekku. Þeir sléttuðu 300 ferfaðma spildu hver, en allur þorri bænda hafði þá sléttað um 100 ferfaðma spildur. Böndin berast því að þessum þremenningum, því trúlegt verður að telja, að þeir
12 Þjóðólfur 9. apríl 1853. 13 Þjóðólfur 31. maí 1851. sem málið vöktu, hafi talið sér nokkra skyldu að fylgja því eftir með öflugri framkvæmd.
Séu öll fimm skýrsluárin talin saman, eru þeir Símon, Sigurður og Runólfur enn atkvæðamestir, með þeirri breytingu þó, að Gestur Jónsson á Varmalæk, hefur tekið þriðja sætið, á eftir þeim Runólfi og Símoni, en næst á undan Sigurði í Fossakoti.
Eftir 1857 barst engin skýrsla um starf félagsins. Er helst að sjá að um það leyti hafi það hætt störfum. Til þess gætu legið tvær ástæður öðrum fremur: Í fyrsta lagi komu nokkur erfið ár um og upp úr 1857, einkum þó árið 1859. Stóð harðindakafli þessi fram til 1870, og hefur vafalaust haft nokkur áhrif á framkvæmdavilja bænda.
Fullnægt var ásetningi félagsmanna um jarðabætur félagsmanna um að „slétta árlega bót í túnum okkar, og skyldi auglýsa árlega á prenti greinilega skýrslu um það . . . Þetta var í fyrstunni ekki lengra upp lagt en um 5 ára tíma. Nú eru þau fimm ár að vísu liðin, en allir félagsmenn eru fúsari á en áður að halda áfram verkinu fyrir því, og skal nú hér skýra frá hverju aukið hefir verið við túnasléttun hjá félagsmönnum á þessu ári.“ Taflan á sennilega við framkvæmdir á árinu 1856 því skýrsla þessi birtist í Þjóðólfi 6. júní 1957.