2 minute read
Fyrstu farand-búfræðingarnir
Á Varmalæk má að baki bænum sjá afar myndarlegar beðasléttur. Með öllu er óvíst hvort einhverjar þeirra séu frá búskapartíð Torfa Bjarnasonar þótt vel geti svo verið. Á Varmalæk var Torfi ekki aðeins titlaður bóndi heldur einnig jarðræktarmaður, sem bendir til þess að jarðyrkju hafi hann sinnt í meira mæli en aðrir á meðan hann bjó þar.
Fyrstu farand-búfræðingarnir
Þá er aftur þar til að taka að Búnaðarfélag Suðuramtsins var á þessum árum að efla starf sitt í þágu bænda, hafði raunar fengið það nýja nafn árið 1873. Þá réði félagið Svein Sveinsson búfræðing, nýkominn frá búnaðarnámi í Noregi en síðar fyrsta skólastjóra Búnaðarskólans á Hvanneyri, með samkomulagi við landshöfðingja til þess „að ferðast hjer um land, til þess að kynna mönnum arðsamari jarðyrkju“. . . Það sumar ferðaðist Sveinn um Borgarfjarðarsýslu og leiðbeindi bændum, kom m.a. við hjá Jóni Þórðarsyni í Stafholtsey. Sveinn sagði sér hvarvetna hafa verið vel tekið, hann hefði verið beðinn að koma aftur, og taldi víst, „að vorar litlu framfarir í jarðarrækt og búnaði yfir höfuð komi mest af fákunnáttu, tilsagnarskorti og efnaskorti, en alls eigi af því, að landsbúar sjeu fráhverfir nýbreytingu, eða af vanafestu.“26 Leiðbeiningastarfinu hélt Sveinn áfram næstu sumur og gaf rækilegar skýrslur um það.
Sumarið 1874 kom Sveinn til Páls læknis Blöndal í Stafholtsey og „sagði þar fyrir um ýmislegt við jarðabætur; einnig gróf jeg þar með öðrum manni 12 faðma langan skurð utan við túnið og vörzlugarð fram með.“ Einnig kom hann við á Hesti og á Varmalæk og „sagði þar fyrir um
26 Skýrsla Búnaðarfjelags Suðuramtsins (1875), 14. ýmislegt;“27 Og oftar átti Sveinn eftir að koma við í Stafholtsey og vinna þar að jarðabótum, meðal annars sumarið 1885, en þá vann hann þar að gerð nátthaga, „sem nú eru farnir að tíðkast allmikið nyrðra og vestra . . . Nátthagi þessi var búinn til á sljettum óræktuðum, grasgrónum leirgrundum, á síkisbakkanum austanvert við túnið í Stafholtsey.“28 Fleiri farandmenn Búnaðarfélagsins komu við sögu ræktunar í hreppnum, svo sem Halldór Hjálmarsson „vatnveitingamaður“, er í októberbyrjun 1879 kom við hjá Birni hreppstjóra í Bæ og gróf þar 90 faðma langan varnarskurð en varð síðan að hætta „sökum frosts og snjóa.“29
Á árabilinu frá 1856, er síðast fréttist af Jarðyrkjufjelaginu og fram til 1881, að Búnaðarfélag Andakílshrepps var stofnað, var áfram unnið að túnasléttun og öðrum jarðabótum í hreppnum. Samkvæmt jarðabótaskýrslum voru þær framkvæmdir þó minni en verið höfðu á blómaskeiði Jarðyrkjufjelagsins. Sókn á sviði jarðabóta var samt að þyngjast eins og dæmin sýna sem hér voru rakin. Árangur þeirra spurðist áreiðanlega út, meira fór fyrir opinberri hvatningu til búnaðarbóta og félagshreyfingar bænda víða voru að styrkjast í ýmsum sveitum.
Þannig höfðu skilyrði skapast fyrir því um 1880 að bændur í Andakílshreppi byndust á ný samtökum um búnaðarbætur. Má telja víst að þar hafi þeir að einhverju marki getað fylgt slóðinni sem Jarðyrkjufjelagið markaði liðlega aldarfjórðungi fyrr þegar verðmæt og hvetjandi reynsla af félagslegu átaki í jarðabótum hafði safnast. Um það fjallar næsti sögukafli.
27 Skýrsla Búnaðarfjelags Suðuramtsins (1877), 7. 28 Skýrsla Búnaðarfjelags Suðuramtsins (1887), 19. 29 Skýrsla Búnaðarfjelags Suðuramtsins (1885), 15.