2 minute read
Ögn um afréttarmál
Fyrir Mjólkurskólann á Hvítárvöllum var sett á fót rjómabú innleggjenda beggja megin Hvítár. Nautgriparæktarfélag Hvítárvalla, stofnað 1910, skyldi styrkja ræktun kúnna. Þótt félagar þess væru einnig vestan Hvítár má líklega kalla það fyrsta „sérbúgreinafélagið“ sem starfaði í Andakílshreppi. Mjólkurskólinn var í húsinu til vinstri á myndinni. (Ljósmynd úr einkasafni).
hana skrifaði Páll Zóphóníasson:
Það sýndi sig þá, að kýrnar á félagssvæðinu eru lágmjólka, hafa meðalfeita mjólk og borga fóðrið sitt illa – sumsstaðar jafnvel afleitlega. Því væri sízt vanþörf á, að félag þetta endurfæddist, og að því mætti auðnast að bæta kúakynið nokkuð.80
Meðalnyt kúnna var 2.179 kg og fitan 3,61%; kýrnar fóðraðar á 1.340 kg af töðu og 2.515 kg útheys að meðaltali. Auk rjómabúsins á Hvítárvöllum hafði einnig starfað rjómabú við Geirsá, sem nokkrir bændur í Bæjarsveit skiptu við. Hinn félagslegi vettvangur mjólkurframleiðenda í hreppnum var því tvískiptur. Einnig komu erfið heyskaparár ekki síst eftir frostaveturinn 1918 en með honum lagðist starf Mjólkurskólans á Hvítárvöllum af.
Gerðist nú fátt í málefnum nautgriparæktarinnar og aðalfundur Búnaðarfélagsins 1931 hafnaði meira að segja „tilboði um þátttöku í nautgripasýningu á næsta sumri.“ Um þær mundir höfðu þó hrútasýningar tíðkast í hreppnum lengi og nokkur reynsla var komin á félagsstarf í hrossaræktinni.
80 Búnaðarrit 31 (1917), 66. Ögn um afréttarmál
Við hverfum til áranna kringum aldamótin 1900 þegar hreppsbúar fjölguðu fé sínu. Bæði vegna þess og breyttra hátta við nytkun sauðfjárins – aflögn fráfærna – óx þörf fyrir hentug sumarlönd til beita; afréttarlönd. Eitt fárra sveitarfélaga í Borgarfirði átti Andakílshreppur ekki afréttarlönd til innlandsins. Beitilönd jarðanna voru fyrst og fremst láglendið heima við. Nokkrar jarðir áttu þó ítök til heiða svo sem Hvanneyri, Hvítárvellir og Stafholtsey. Bæjarsveit leigði upprekstrarland af Gilsbakkakirkju á Tvídægru, milli Kjarrár og Lambár.81 Allt fram til 1875 var „fjöldi fjár“ bæði úr Reykholtsdal og Andakílshreppi rekinn til sumarbeitar í Geitland82 – án efa mest geldfé og fráfærulömb. Halldóri Vilhjálmssyni, nýkomnum til skólastjórnar á Hvanneyri 1907, þóttu þrif sauðfjárins á láglendismýrunum þar svo léleg að hann leitaði leiða til þess að koma fé sínu í betri beitilönd.83
Um afréttarmál urðu allmiklar umræður í hreppnum. Í samræmi við hlutverk Búnaðarfélagsins fyrstu árin, sem „jarðræktarfélags“, virðist málið ekki hafa komið til meðferðar á fundum þess, þótt ætla megi að brunnið hafi á flestum bændum í hreppnum. Afréttarmálin voru hins vegar rædd á hreppsskilaþingum og í hreppsnefnd enda hafði tilsjón með fjallskilum verið eitt helsta hlutverk hreppsnefnda um langan aldur.
„Það var nú einu sinni að Bæsveitingar, a.m.k. frá einstöku bæjum ráku þarna fram eftir [í Reykholtsdal]“, sagði Þorsteinn Kristleifsson á Gullberastöðum í samtali við BG 26. maí 1982, „en þeir frá Stafholtsey og Bæ ráku upp á svokallaðar Lambatungur, það er uppundan Þverárhlíðinni, og lentu í Þverárhlíðarleitum. Þá áttu þeir sitt fé að sækja upp í Þverárrétt á haustin. Þeir voru lengi nokkuð með afrétt þar. Svo breyttist þetta nokkuð löngu seinna, eftir að Andkílingar eignuðust aukinn afrétt þarna suður á fjallinu. Þá fóru Stafholtseyjarmenn og Bæjarmenn að reka þangað suðureftir líka, enda var
81 Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing Íslands III (1919), 208. 82 Kristleifur Þorsteinsson: „Sauðfjárrækt, fjallskil og réttir“ Göngur og réttir II (1964), 345. 83 Bjarni Guðmundsson: Halldór á Hvanneyri (1995), 142-143.