2 minute read
Búhættir breytast
Búhættir breytast
Með fjórða áratugnum dró til mikilla breytinga á högum borgfirskra bænda. Vaxandi þéttbýli kallaði fram stækkandi markað fyrir mjólk og mjólkurafurðir. Mjólkurvinnsla í Borgarnesi hafði skapað grundvöll mjólkursölu nokkurra bænda þangað. Batnandi samgöngur styrktu hann; voru raunar forsenda hennar. Mjólkursamlag Borgfirðinga undir handarjaðri Kaupfélags Borgfirðinga tók svo til starfa veturinn 1932 og varð héraðsbændum öllum mikilvægt fyrirtæki til sóknar í mjólkurframleiðslu. Þótt mjólkurverðið þætti lágt, 15 aurar fyrir lítrann árið 1933, var nautgriparæktin talin orðin „gefa stöku bændum meiri tekjur en sauðfjáreignin, einkum þeim, sem við flutningabrautirnar búa.“87 Hitt ýtti þó fastar á vöxt mjólkurframleiðslunnar að mæðiveikin tók að sverfa að sauðfjárræktinni með vaxandi þunga eins og brátt verður vikið að. Í Andakílshreppi má glöggt greina þessi áhrif því að á árabilinu 1935-1940 fjölgaði nautgripum í hreppnum úr um það bil 260 í 420. Það var því ekki óeðlilegt að Guðmundur á Hvítárbakka hæfi máls á því á hreppsskilaþingi á Hvítárvöllum vorið 1935 „að stofnað yrði nautgriparæktarfélag í hreppnum.“ Hann gat þess um leið „að til orða hefði komið á aðalfundi Búnaðarsambands Borgarfjarðar að stofna Samband nautgriparæktarfélaga á fjelagssvæði Mjólkursamlags Borgfirðinga.“ „Mjög birti yfir þegar mjólkursala hófst“, sagði Kristrún á Grjóteyri.88
Líkt og á tímum rjómabúanna var fyrst sendur rjómi úr Bæjarsveit á klakk á Götuás en mjólk með batnandi samgöngum, sagði Jakob á Varmalæk. Á Götuás fluttu Lunddælir einnig sína mjólk þar til vagnfær vegur tók að þokast fram dalinn, sagði Þorsteinn frá Gullberastöðum.
Á þinginu var síðan samþykkt tillaga frá sr. Eiríki Albertssyni á Hesti um „að stofna
87 Kristleifur Þorsteinsson: Fréttabréf úr Borgarfirði (1967), 174. 88 Kristrún Hjartardóttir á Grjóteyri í samtali við BG 10. janúar 1982. Skrifarinn ímyndar sér að þá hafi einnig munað um þann vinnulétti á heimilinu sem fólst í því að senda mjólkina óunna til mjólkursamlags. nautgriparæktarfjelag á komandi hausti. Tillagan var samþykkt með 10 á móti 1 atkvæði.“ Þótt hin nær tvítuga tillaga Guðmundar á Hvítárbakka næði nú loks fram að ganga sýnir atkvæðagreiðslan að andstaðan sem tillagan mætti á búnaðarfélagsfundinum veturinn 1916 var ekki með öllu horfin. Til þess að undirbúa félagsstofnunina voru kjörnir þeir Guðmundur á Hvítárbakka, sr. Eiríkur á Hesti og Sveinbjörn í Þingnesi. Fór svo að á hreppsskilaþingi þá um haustið voru samþykkt lög fyrir hið nýja nautgriparæktarfélag „með 16 samhljóða atkvæðum.“ Í fyrstu stjórn félagsins voru síðan kjörnir þeir Sigurður Sigurðsson á YtriSkeljabrekku, Davíð Ólafsson á Hvítárvöllum og Jón Jakobsson á Varmalæk. Fyrsta skýrsla félagsins var um árið 1936. Sýnir hún almenna þátttöku bænda í félagsstarfinu; þá voru félagar 21 með 214 kýr. Það ár var stjórn falið að „sjá um leigu á landi til nautagirðingar, og kaup á girðingarefni og uppsetningu á girðingunni“ en til þess verks mátti vænta nokkurs styrks frá Búnaðarfélagi
Enn er til bifreiðin sem fyrst var notuð til sæðingastarfseminnar í Andakílshreppi og víðar um héraðið: Dodge-trukkur af gerðinni Ambulance, líklega hergóss. Ekki þótti minna duga til þess að komast á milli bæja á þeim árum: Meginbrautir frumstæðar, sumar torfærar, að minnsta kosti á vetrum, og á stöku bæjum voru heimreiðarnar slóðinn einn eða þær jafnvel enn ólagðar. Bifreiðin var einnig um tíma notuð sem skólabifreið í Andakíl. Hún er nú í geymslu Landbúnaðarsafns Íslands.(Ljósm.: Bj.Guðm.)