1 minute read
Jólatrjáaframleiðsla á ökrum erlendis
Mynd 1. Höggvin jólatré á Íslandi frá 2000 til 2011. Myndina sýnir fjöldi trjáa sem voru höggvin og hvernig notkun rauðgrenis hefur minnkað og notkun stafafuru hefur aukist milli ára. (Upplýsingar frá Skógræktarritinu 2000-2011, sem árlega birtir yfirlit um jólatrjáasölu skógræktarfélaga og Skógræktar ríkisins).
Mynd 2. Myndin sýnir hversu mörg jólatré eru höggvin árlega á Íslandi af Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögunum (Upplýsingar úr Skógræktarritinu 1993-2011).
jólatrjáagróðursetningum í þjóðskógunum, t.d. í Haukadal, Skorradal, Vaglaskógi og Hallormsstað (Mynd 3).
Frá 2001 hafa skógræktarfélögin verið leiðandi á jólatrjáamarkaði með innlend jólatré (Mynd 2). Skógræktarfélögin hafa nú um 70% af heildarsölu á íslenskum jólatrjám (Einar Gunnarsson, 2012). Skógræktarfélögin selja jólatré frá fjölmörgum stöðum um land allt (Mynd 4), en mesta framleiðslan, aðallega rauðgreni, kemur úr Brynjudal í Hvalfjarðarbotni, sem er í eigu Skógræktarfélags Íslands. Önnur skógræktarfélög selja mest stafafuru en einnig rauðgreni, sitkagreni og blágreni.
Undanfarin ár hafa skógarbændur, aðallega bændur tengdir Landshlutaverkefnunum í skógrækt, bæst í hópinn. Þeir eru farnir að selja jólatré sem eru að mestu grisjunarefni frá ungskógum þeirra. Árið 2009 voru þeir, samkvæmt upplýsingum frá Einari Gunnarssyni (2010), með um 400 tré á markaði og um 900 tré árið 2010 (Einar Gunnarsson, 2011). Frá 2010 hafa skógarbændur verið formlega á skrá sem framleiðendur jólatrjáa.
Árið 2011 hófst átaksverkefni til 15 ára í akurræktun jólatrjáa hjá Landsamtökum skógar-eigenda (LSE). Þátttakendur eru skógareigendur sem vilja rækta jólatré á ökrum eftir danskri fyrirmynd. Um 45 bændur víða um