
1 minute read
Jólatrjáaframleiðsla á ökrum erlendis

Mynd 1. Höggvin jólatré á Íslandi frá 2000 til 2011. Myndina sýnir fjöldi trjáa sem voru höggvin og hvernig notkun rauðgrenis hefur minnkað og notkun stafafuru hefur aukist milli ára. (Upplýsingar frá Skógræktarritinu 2000-2011, sem árlega birtir yfirlit um jólatrjáasölu skógræktarfélaga og Skógræktar ríkisins).
Mynd 2. Myndin sýnir hversu mörg jólatré eru höggvin árlega á Íslandi af Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögunum (Upplýsingar úr Skógræktarritinu 1993-2011).


jólatrjáagróðursetningum í þjóðskógunum, t.d. í Haukadal, Skorradal, Vaglaskógi og Hallormsstað (Mynd 3).
Frá 2001 hafa skógræktarfélögin verið leiðandi á jólatrjáamarkaði með innlend jólatré (Mynd 2). Skógræktarfélögin hafa nú um 70% af heildarsölu á íslenskum jólatrjám (Einar Gunnarsson, 2012). Skógræktarfélögin selja jólatré frá fjölmörgum stöðum um land allt (Mynd 4), en mesta framleiðslan, aðallega rauðgreni, kemur úr Brynjudal í Hvalfjarðarbotni, sem er í eigu Skógræktarfélags Íslands. Önnur skógræktarfélög selja mest stafafuru en einnig rauðgreni, sitkagreni og blágreni.
Undanfarin ár hafa skógarbændur, aðallega bændur tengdir Landshlutaverkefnunum í skógrækt, bæst í hópinn. Þeir eru farnir að selja jólatré sem eru að mestu grisjunarefni frá ungskógum þeirra. Árið 2009 voru þeir, samkvæmt upplýsingum frá Einari Gunnarssyni (2010), með um 400 tré á markaði og um 900 tré árið 2010 (Einar Gunnarsson, 2011). Frá 2010 hafa skógarbændur verið formlega á skrá sem framleiðendur jólatrjáa.
Árið 2011 hófst átaksverkefni til 15 ára í akurræktun jólatrjáa hjá Landsamtökum skógar-eigenda (LSE). Þátttakendur eru skógareigendur sem vilja rækta jólatré á ökrum eftir danskri fyrirmynd. Um 45 bændur víða um

Mynd 3. Yfirlit yfir jólatrjáaframleiðslustaði Skógræktar ríkisins árið 2013. Kortagerð Björn Traustason, Mógilsá.
Mynd 4. Yfirlit yfir sölu jólatrjáa frá skógræktarfélögum víða um land. Mynd frá Skógræktarfélagi Íslands (2012).
