1 minute read

Skortur á samhengi fóðurefna við efnasamsetningu mjólkur

Next Article
Þakkir

Þakkir

3. mynd. Leið fóðurefna til afurða í gegnum meltingu og efnaskipti kýrinnar.

Skortur á samhengi fóðurefna við efnasamsetningu mjólkur

Miðað við framangreinda kortlagningu á sambandinu milli uppsogaðra næringarefna og mjólkurefna (3. mynd), mætti ætla að fremur einfalt væri að stýra efnainnihaldi mjólkur með fóðrun. Ýmis ljón eru þó í veginum, og skulu nokkur nefnd hér: • Skortur á öðrum hráefnum í glúkósa (og þar með mjólkursykur) ýtir undir notkun á amínósýrum til þeirra nota. Mjólkursykurinn og mjólkurpróteinið eru því í samkeppni um hráefni. Þetta þýðir t.d. að ekki er sjálfgefið að aukinn próteinstyrkur í fóðri leiði til hækkunar á próteininnihaldi mjólkur. • Lífeðlisfræðilegir ferlar stjórna því hvert hráefnunum er beint hverju sinni, og þar með hver nyt og samsetning mjólkur verður. Hormón á borð við vaxtarhormón og insúlín gegna þar lykilhlutverkum (Bauman & Mackle 1997). • Hráefnin í mjólkurfituna (edikssýra, smjörsýra, fitusýrur í fóðri) hafa ekki önnur hlutverk í mjólkurmynduninni, en eru hins vegar einnig notuð til að standa undir brennslu og annarri almennri líkamsstarfsemi. • Auk þess er líkamsfita kýrinnar ýmist í uppbyggingu eða niðurbroti eftir því hvar á mjaltaskeiðinu kýrin er stödd og hvert orkujafnvægið er. Þeir ferlar eru undir hormónastjórn. Mikið framboð af própíonsýru, glúkósa og amínósýrum hvetur til fitusöfnunar í forðavef og minnkar framboð af hráefnum til framleiðslu mjólkurfitu. • Ómettaðar fitusýrur í fóðri ganga í gegnum herslu/mettun í vömbinni svo að fitusýrusamsetning mjólkurinnar endurspeglar ekki fitusýrusamsetningu fóðursins.

7

This article is from: