1 minute read

Tölfræðileg úrvinnsla

Tölfræðileg úrvinnsla

Gögn voru samþætt og skipulögð í töflureikninum Microsoft ® Office Excel. Til tölfræðiúrvinnslu var notað tölfræðiforritið SAS Enterprise Guide 7.1.©

Eftirfarandi tölfræðilíkan var notað: Yijk = µ + αi + βj + γk + ε

Þar sem Yijk er breytan sem mæld er hverju sinni (háða breytan, þ.e. át, nyt, efnasamsetning mjólkur o.sfrv.) og gildi hennar samanstendur þá af eftirfarandi þáttum: αi : áhrif tilraunameðferða; βj : áhrif stöðu á mjaltaskeiði (tímabil 1, 2 og 3, sbr. töflu X hér að framan) γk: áhrif einstakra gripa ε: tilraunaskekkjan

Gott tilraunaskipulag í búfjártilraunum miðar m.a. að því að hafa stjórn á “náttúrulegum” breytileika tilraunadýranna þannig að hann hafi sem minnst áhrif á tilraunaniðurstöður, og breytileiki af völdum skipulagðra tilraunameðferða komi sem skýrast í ljós í tölfræðigreiningunni. Skipulag tilraunarinnar eins og lýst var hér að framan miðaði að því að hægt væri að einangra í tölfræðilíkaninu áhrif stöðu á mjaltaskeiði og áhrif af aldursflokki kúa (sjá 9. töflu hér að framan). Þar sem allar kýrnar sem komu til uppgjörs í tilrauninni kláruðu allar meðferðir en í mismunandi röð, var hægt að ganga lengra og einangra áhrif einstakra gripa í uppgjörinu, í stað aldursflokka, en áhrif þeirra má þó greina sérstaklega ef ástæða þykir til. Með því að einangra áhrif einstakra gripa minnkar tilraunaskekkjan verulega og mat á áhrifum tilraunameðferða verður mun öruggara.

19

This article is from: