4 minute read

kafli. Mælingar á efnasamsetningu str aumvatns í níu ám á Fljótsdals héraði fyrir og eftir Holuhraunsgosið.

Mælingar í minni ám og lækjum á Austurlandi sýndu hins vegar að gosið hafði greinileg áhrif á sýrustig og efnasamsetningu árvatns (sjá 7., 8. og 9. kafla). Skýr merki voru um súra ákomu í snjó á Hallormsstaðahálsi skömmu eftir goslok og sýrustig í níu dragám og lækjum á Fljótdalshéraði mældist einnig marktækt lægra miðað við sama árstíma 2015 (sjá nánar í 8. kafla). Svo virðist sem áhrifin hafi verið milduð nokkuð af sterkum þýðukafla sem varð snemma vors, áður en hinar eiginlegu vorleysingar hófust, og síðan bættist í ómenguð snjóalög eftir það. Einnig hjálpaði hið einstaklega kalda vor á Austurlandi árið 2015 sennilega til við að draga losun súrrar ákomu á langinn vegna hægrar snjóbráðnunar; sem sást á því að sýrustig lækja og áa á Austurlandi varð smátt og smátt súrara eftir því sem leið lengra fram á sumarið (sjá 7. og 8. kafla). Efnaálag virðist því almennt ekki umtalsvert í ám á svæðinu fyrstu mánuðina eftir að gosi lauk, þó að það mætti sjá aukningu á áli í minni dragám á Héraði (sjá 8. kafla) sem var í samræmi við það sem mælingar í snjó höfðu sýnt (sjá 5. og 6. kafla). Ál getur þó einnig losnað beint frá jarðvegi vegna sýrustigstemprunar ef súr ákoma berst ofan í hann, sem var tilgátan sem sett var fram í 8. kafla. Á fyrstu stigum súrnunar er það fremur losun á áli, en sýrustig straumvatns, sem er áhyggjuefni fyrir ferskvatnsfiska (sjá 9. kafla). Áhrif gossins á trjágróður á Austurlandi (sjá 10. kafla) eða á háplöntur á hálendinu (sjá 14. kafla) voru ekki mikil eða langvinn. Einnig virtust mælingar á heyi bænda ekki víkja umtalsvert frá þeirri efnasamsetningu sem vænta mátti í meðalári, en þar vantar þó sambærileg viðmiðunargögn (sjá 12. kafla). Vöktun á mosum um allt land gáfu þó vísbendingar um aukið álag veturinn 2015 (Sigurður H. Magnússon, Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn). Ekki var með afgerandi hætti hægt að rekja áhrif gossins á skepnur (sjá 15. kafla) og fyrstu niðurstöður rannsókna á áhrifum á heilsu almennings og viðbragðsaðila bentu einnig til að brennisteinsdíoxíð í háum styrk hafi getað valdið ertingu í öndunarvegi fólks, en áhrifin hafi gengið hratt til baka þegar dró úr álaginu (sjá 14. kafla). Sýrustig mældist marktækt lægra í útjörð og á skógræktarsvæðum á Fljótdalshéraði haustið 2015 miðað við samanburðarár (sjá 11. kafla). Slíkrar marktækrar súrnunar varð hinsvegar ekki vart í jarðvegssýnum úr ræktuðum túnum víðsvegar að á landinu (sjá 12. kafla), sem reyndar passar ágætlega við það sem sem sýnt var fram á í 11. kafla; að áhrifin á sýrustig jarðvegs útjarðar á Austurlandi urðu fyrst áberandi þar sem sýrustigið var tiltölulega hátt (>6; þ.e. á jarðveg með lítið sýruinnihald). Áhrif á jarðveg eru því ekki að fullu ljós en virðast ekki hafa verið umtalsverð. Bent er á í 11. kafla að súrnun í jarðvegi af völdum gossins hafi verið innan þolmarka lífvera, að hluta til vegna hárrar jónarýmdar íslensks eldfjallajarðvegs og annarra temprunareiginleika umhverfisins. Þetta sást líka í úrkomumælingunum í 4. kafla þar sem reiknað sýrustig var mun lægra en mælt sýrustig sýnanna. Þetta sást enn fremur í 6. kafla í Jökulsá á fjöllum þar sem rafleiðni merki ekki efnabreytingar, líklega vegna temprunareiginleika árinnar. Áhugavert og mikilvægt er að þekkja temprunareiginleika umhverfisins og hvar þolmörk temprunarinnar eru miðað við mismunandi viðtaka. Þekkt er að eldri bergrunnur hefur mun minni jónarýmd og þannig minni getu ti þess að tempra álag eins og súrnunarálag.

Staða þekkingar Ljóst er að áhrif eldgossins í Holuhrauni á eðlis- og efnafræðilega eiginleika umhverfisins hafa verið talsverð og líklega meiri en margan grunaði. Þarna er þó um margslungið ferli er að ræða, álagið var misjafnt eftir hvaða umhverfisþáttur var skoðaður, aðstæðum hverju sinni og eðli og eignleikum umhverfisins á hverjum stað. Þó svo að flestar vistfræðilegu mælinganna hafi verið framkvæmdar í maí til júlí 2015, þó nokkru eftir goslok sem voru 29. febrúar 2015, þá mældust ýmis uppsöfnuð áhrif af gosinu í umhverfinu. Staðsetning gossins var afar heppileg, utan jökla og fjarri byggð. Bæði staðsetning og tímasetning gossins hefur þannig án vafa lágmarkað neikvæð áhrif eldfjallagassins. Gosmökkur sem berst frá miðju lands til sjávar er að jafnaði ekki samfara úrkomuátt, en loftraki hvatar ummyndun í brennisteinssýru í andrúmsloftinu. Einnig er ummyndunarferli brennisteinsdíoxíðs yfir í súlfat að jafnaði í lágmarki á veturna. Súrnun úrkomu og áfall á jörð var því mun minni en búast mætti við við aðrar aðstæður. Því miður er álag vegna eldgosa á umhverfi, dýr og almenning enn afar lítt þekkt. Dreifing ösku og eldfjallagasa er ekki heldur vel þekkt, né heldur hvaða efna- og umbreytingaferlar hafa þar mest áhrif á. Þar má m.a. nefna hvaða efnaferlar skipta sköpum um styrk og dreifingu mengunar eða ösku, áhrif þeirra á efnasamsetningu í úrkomu, styrk efna á yfirborði jarðar og í jarðvegi. Enn fremur er brýnt að rannsaka frekar hvaða áhrif aukinn styrkur efna hefur á flóru og fánu þessa lands, hvar þröskuldsgildi

This article is from: