Skeifublaðið 2017

Page 1

SKEIFUBLADID

2017

ÚR STARFI GRANA Í VETUR

Sýnikennsla með Bjarka Þór Gunnarssyni

ÚTGEFANDI:

Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri, grani@lbhi.is

RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐARMENN:

Eva Margrét Jónudóttir, nem.eme1@lbhi.is Þórunn Edda Bjarnadóttir, thorunne@lbhi.is

HÖNNUN OG UMBROT: Þórunn Edda Bjarnadóttir

PISTLAR UM NEMENDUR:

Nemendur í reiðmennsku II

TEIKNINGAR:

Bjarni Þór Bjarnason

STJÓRN GRANA VETURINN 2016-2017:

Eva Margrét Jónudóttir – Formaður Sigríður Þorvaldsdóttir – Varaformaður Árdís Hrönn Jónsdóttir – Gjaldkeri

Kristín Eva Einarsdóttir – Ritari

Meðstjórnendur:

Harpa Björk Eiríksdóttir

Linda Margrét Gunnarsdóttir

Gunnar Freyr Benediktsson

Varamenn:

Kristín Sveiney Baldursdóttir

Gunnar Þór Kristinsson

FORSÍÐUMYND:

Nemendur í reiðmennsku II, ljósm. Anna Guðrún Þórðardóttir

2
Fía Ruth og Gabríela María að læra að hníta band múla Alex Rafn á múlahnýtingarnámskeiði.

DAGSKRÁ SKEIFUDAGSINS

13:30 Setningarathöfn

Óvænt atriði

Kynning nema í reiðmennsku II á tamningatrippum

Úrslit í Reynisbikarnum

Úrslit í Gunnarsbikarnum - fjórgangskeppni nemenda í reiðmennsku II

15:10 Kaffihlaðborð í mötuneyti skólans í Ásgarði, Hvanneyri - 1000 kr.

Verðlaunaafhending

Brautskráning Reiðmanna

Dregið í stóðhestahappdrætti Grana

PAKKIR

Stjórn Grana og nemendur LbhÍ færa öllum innilegar þakkir fyrir að koma og halda Skeifudaginn hátíðlegan með okkur.

Okkur langar að þakka eftirfarandi aðilum fyrir samstarfið í vetur: Heiðu Dís Fjelsted fyrir reiðkennslu í knapamerki III og frumtamningum, Gunnari Reynissyni fyrir afleysingakennslu, Tíbrá fyrir bóklega kennslu í reiðmennsku, Kela í hesthúsinu fyrir allt sem hann gerir alltaf með bros á vör, Eddu og Gulla fyrir að vera alltaf til staðar og með puttan á púlsinum við hvað sem er og allt samstarf sem farið hefur fram á Mið-Fossum í vetur.

Þórunni Eddu færum við sérstakar þakkir fyrir utanumhald og uppsetningu Skeifublaðsins og Jósý fyrir prentun á blaðinu.

Stóðhestaeigendur um allt land með risastórt hjarta fá ástarþakkir frá Grana fyrir gefna folatolla til styrktar hestamannafélaginu en þetta happdrætti er ein helsta fjáröflun Grana. Einnig þökkum við Kaupfélagi Borgfirðinga og Líflandi fyrir styrki til okkar í vetur í formi vinninga fyrir íþróttamótin.

Rebekku og Thelmu á fyrsta ári í búfræði viljum við einnig þakka fyrir að vera sérlegir aðstoðarmenn Grana í vetur.

Að lokum þökkum við öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum sem unnu óeigingjörn störf í þágu félagsins í vetur og óskum ykkur öllum gleðilegt sumar.

3

HESTAMANNAFÉLAGID GRANI

Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri býður til sannkallaðrar veislu á sumardaginn fyrsta, 20. apríl n.k., á Mið-Fossum í Borgarfirði. Þann dag verður Skeifudagurinn haldinn hátíðlegur í sextugasta og fyrsta skipti. Hátíðin hefst í hestamiðstöðinni MiðFossum kl 13.30 og eru allir velkomnir að líta við og fylgjast með dagskrá. Að henni lokinni verður kaffisala í Ásgarði á Hvanneyri og hið vinsæla folatolla happdrætti þar sem vinningar eru gjafabréf fyrir handhafa að leiða hryssu sína undir hina ýmsu stóð hesta og búa til framtíðargæðinga. Í Ásgarði verður einnig hægt að kynna sér nám við Landbúnaðarháskólann sem og námsaðstöðu nemendagarðanna á svæðinu.

Upphaf Skeifudagsins má rekja til stofnunar Hestamannfélagsins Grana á Hvanneyri árið 1954 en það var Gunnar Bjarnason, sem þá var kennari við skólann, sem stofnaði félagið ásamt nemendum við Bændaskólann á Hvanneyri, sem áhuga höfðu á hestamennsku. Gunnar var upphafsmaður kennslu í reiðmennsku og tamningum við skólann árið 1951. Mikill áhugi var meðal nemenda á þess háttar námi þó að aðstaða og húsakynni hefðu ekki verið upp á marga fiska.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag hefur Grani aðgang að frábærri aðstöðu að MiðFossum í Andakíl auk þess sem að allir nemendur Landbúnaðarháskólans hverju sinni eru fullgildir meðlimir hestamannafélagsins Grana. Félagið stendur reglulega fyrir hinum ýmsu viðburðum yfir skólaárið jafnt fyrir hestaunnendur sem og aðra. Sem dæmi má nefna þríþraut Grana, árlega óviss uferð og hefðbundin hestaíþróttamót auk Skeifu dagsins.

Skeifudagurinn er sannkölluð uppskeruhátíð nemenda í reiðmennskuáföngum skólans þar sem veitt eru hin ýmsu verðlaun. Þar má nefna Gunnars bikarinn, sem fer til þess nemenda sem fær hæstu einkunn í fjórgangskeppni, ásetuverðlaun Félags Tamningamanna og Morgunblaðsskeifuna sem fer til þess nemenda sem hlýtur hæstu meðaleinkunn úr verklegum reiðmennskuprófum. Morgunblaðs skeifan hefur verið veitt árlega síðan 1957, en mikill heiður þykir að hljóta Skeifuna og hafa sumir hand hafar hennar seinna meir orðið einhverjir ástsæl ustu hestamenn landsins.

4
Stjórn Grana 2017. F.v. Kristín Eva Einarsdóttir, Harpa Björk Eiríksdóttir, Linda Margrét Gunnarsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir formaður, Gunnar Freyr Benediktsson, Sigríður Þorvaldsdóttir og Árdís H. Jónsdóttir.
Ljósmynd:
H.K. photograpy

ÁVARP FORMANNS GRANA

Mig langar til þess að bjóða alla velkomna á þessa uppskeruhátíð. Þetta er síðasti dagurinn minn sem formaður Grana og er ég afar þakklát fyrir að hafa fengið þetta hlutverk en það hefur verið virkilega skemmtilegt og ég hef lært mjög margt. Rétt til þess að útskýra hvað Grani er, þá heyrir hestamannafélagið Grani undir nemendafélag LbhÍ. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna hestamennsku nemenda í LbhÍ og stuðla þannig að bættri meðferð hrossa, efla hestaíþróttir, kynbætur reiðhrossa, styrkja félagslegt samstarf hestamanna og vekja áhuga nemenda á hestaíþróttinni.

Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum ár hvert og þetta ár er engin undantekning. Eftir að ný stjórn tók formlega við var okkar fyrsta verk að selja merkt ar Granapeysur frá Cintamani. Salan gekk virkilega vel og seldust um 80 peysur. Þann 15. nóvember lá leiðin vestur þar sem u.þ.b. 80 manns heimsóttu Söðulsholt og Rauðkollsstaði. Þar var boðið upp á ýmsar veitingar og margt sem gladdi augað.

Félagið stóð fyrir námskeiði í múlahnýtingum sem heppnaðist einstaklega vel og færri komust að en vildu. Sýnikennsla með Bjarka Þór Gunnars

syni gekk ein staklega vel og þeir 100 manns sem mættu litu út fyrir að vera mjög glaðir með sýninguna.

Fjórgangsmót og töltmót var einnig haldið á Mið-Fossum, þátttaka var góð og keppni bæði sterk og skemmti leg. Að lokum er það svo Skeifudagurinn mikli sem við höldum hátíðlegan í dag, sumardaginn fyrsta. Þetta er uppskeruhátíð nemenda í reiðmennsku og í reiðmanninum.

Bak við svona veislu eru margar hendur sem vinna saman að skemmtilegu verki og mig langar að nota tækifærið og þakka þeim öllum sem lögðu hönd á plóg við að gera daginn að veruleika. Einnig þakka þeim sem hingað komu og bið ykkur um að njóta vel.

ÁVARP REIDKENNARA LbhÍ

Heiða Dís Fjeldsted

Nú er vorið komið og sumarið nálgast. Sumardagur inn fyrsti er í dag og í mínum huga er það upphafið á einhverju skemmtilegu. Í huga okkar hestamanna er vorið eitthvað sem lætur hlutina gerast; grasið grænkar, hestarnir verða betri og útimótin og kyn bótasýningarnar bresta á.

Þegar ég lít til baka til janúarmánaðar, þegar nemendurnir komu með trippin sín og tamning hófst á þeim, þá fannst manni vera langt í sumar daginn fyrsta. Tíminn var hins vegar fljótur að líða og í frumtamningum gerast hlutirnir oft hratt ef vel gengur. Í mínu starfi sem reiðkennari finnst mér

skemmtilegast að fylgjast með trippi og nemanda þróast á jákvæðan hátt, sjá nemendur taka góð próf og uppskera mikinn árangur af vinnu sinni.

Til hamingju með daginn, Heiða Dís Fjeldsted

5

BIKARAR

MORGUNBLAÐSSKEIFAN var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri 4. maí 1957. Vildi Morg unblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þess arar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Í ár er Morgunblaðsskeifan veitt þeim nemanda sem náð hefur bestum samanlögðum árangri í frum tamningaprófi og í reiðmennskuhluta knapamerkis III. Allir nemendur starfsmenntabrauta og háskóla deilda LbhÍ sem ekki hafa tekið þátt í skeifukeppni áður hafa þátttökurétt í Morgunblaðsskeifunni.

GUNNARSBIKARINN hefur verið veittur síðan 2008 og er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minn ingar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktar ráðunaut og kennara á Hvanneyri. Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reiðkennari og var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan. Gunnarsbikarinn er veittur þeim nem enda sem hlýtur hæstu einkunn í fjórgangi en fara úrslit úr keppninni fram á Skeifudaginn. Þátttökurétt í þessari keppni hafa allir nemendur reiðmennsku II.

EIÐFAXABIKARINN hefur verið veittur síðan 1978. Í ár er hann veittur þeim nemenda sem hlýtur bestu einkunn í bóklegum áfanga (hestafræði).

ÁSETUVERÐLAUN FÉLAGS TAMNINGAMANNA hafa verið veitt frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum.

FRAMFARABIKAR REYNIS hefur verið veittur síðan 2013 þeim nemenda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í reiðmennsku II, sem saman stendur af knapamerki III og frumtamningaráfanga. Þessi bikar er gjöf Hestamannafélagsins Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennsku á Hvanneyri og víðar.

REYNISBIKARINN. Nemendur reiðmannsins, sem er námskeiðsröð Endurmenntunardeildar LbhÍ, keppa sín á milli um Reynisbikarinn. Þessi keppni fer nú fram í níunda sinn og er útgáfa af gangtegunda og fimikeppni útfærð af gefanda bikarins, Reyni Aðal steinssyni tamningarmeistara og reiðkennara.

1. Sæti: Valtýr frá Leirubakka, IS2011186700

2. Sæti: Greifi frá Söðulsholti, IS2011137860.

3. Sæti: Farsæll frá Litla-Garði, IS2009165655

Grani veitir öllum nemendum í reiðmennsku 2 folatoll fyrir árangur sinn í vetur. Fyrirfram ákveðnir folatollar eru fyrir sæti 1.-3. og dregið er úr eftirfarandi tollum fyrir 4.-9. Sæti :

Óður frá Bjarnastöðum, IS2012136131, Aljón frá nýja bæ, IS2010135519, Ymur frá Reynisvatni, IS2002125165, Arthúr frá Baldurshaga, IS2011180518, Frægur frá Strandarhöfða, IS2009184745, Pistill frá Litlu-Brekku, IS2007165003

6
Verðlaun í Skeifukeppninni eru gefin af hestamannafélaginu Grana og eru eftirfarandi:
7 MORGUNBLAÐSSKEIFAN 1._______________________________________________________________________ 2. _______________________________________________________________________ 3. _______________________________________________________________________ 4. _______________________________________________________________________ 5. _______________________________________________________________________ GUNNARSBIKARINN 1._______________________________________________________________________ 2. _______________________________________________________________________ 3. _______________________________________________________________________ 4. _______________________________________________________________________ 5. _______________________________________________________________________ EIÐFAXABIKARINN HLAUT:____________________________________________________ ÁSETUVERÐLAUN F.T. HLAUT: _________________________________________________ FRAMFARABIKAR REYNIS HLAUT: ______________________________________________ REYNISBIKARINN 1.___________________________________________________________________________________ 2. ___________________________________________________________________________________ 3. ___________________________________________________________________________________ 4. ___________________________________________________________________________________ 5. ___________________________________________________________________________________ TIL MINNIS

REIDMADURINN

– tveggja ára námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hesta mönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám. Námskeiðið er byggt upp af námi í reiðmennsku og er megináherslan lögð á það í gegnum fjórar verklegar helgar á önn en einnig er þetta almennt bóklegt nám sem tekið er í fjarnámi og einni helgi í staðarnámi.

Námið er metið til samtals 33 framhaldsskólaein inga (Fein) og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Slík einingagjöf metur þá lágmarks vinnu sem ætlast er til að nemendur leggi fram og er háð því að nem endur hafi sótt 90% verklegra tíma í staðarnámi og standist námsmat.

Að baki hverrar einingar er gert ráð fyrir 3 heilum vinnudögum nemandans, hvort sem um er að ræða verklega tíma eða heimanám. Mikil áhersla er lögð á markvissa heimavinnu á milli verklegra helga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri. Reið menn eiga þess kost að taka þátt í Reynisbikarnum. Forkeppni fer fram innan hvers hóps en tveir til þrír frá hverjum námshópi taka þátt í undankeppni og svo úrslitum á Skeifudaginn.

Reynisbikarinn er til minningar um tamningameistarann Reynir Aðalsteinsson sem var upphafsmaður og hugmyndasmiður Reiðmannsins.

REIÐMAÐURINN 2015-2017

Er kenndur á Flúðum, Króki og í Hafnarfirði. Brautskráning á Skeifudaginn 2017.

REIÐMAÐURINN 2016-2018 Kópavogur og Selfoss.

REIÐMAÐURINN 2017-2019

Borgarfjörður, Mosfellsbær og Krókur í Ásahrepp.

Opið er fyrir umsóknir!

Þeir sem áhuga hafa á náminu sækja um það í gegnum umsóknarsíðu skólans. Muna þarf að Reið maðurinn er starfsmenntanám á framhaldsskóla stigi. Viðkomandi velur það landssvæði sem hann vill taka verklega hlutann. Þegar búið er að fara yfir umsóknir og veita jákvæð svör, kemur að því að staðfesta þátttökuna með greiðslu á staðfestingar gjaldi.

Ef áhugahópur er til staðar innan ákveðins hesta mannafélags kemur vel til greina að hefja næsta skólaár á viðkomandi stað, uppfylli staðurinn þær kröfur sem settar eru vegna kennslunnar og næg þátttaka fyrir hendi. Hafið samband við Endurmenntun LbhÍ og málið verður skoðað. – endurmenntun@lbhi.is eða sími 433 5000.

REYNISBIKARS

• 2009: Hanna Heiður Bjarnadóttir, Mið-Fossar

• 2010: Líney Kristinsdóttir, Mið-Fossar

• 2011: Guðfinna Lilja Sigurðardóttir, Dalland

2012: Eyrún Jónasdóttir, Flúðir

2013: Jón Óskar Jóhannesson, Flúðir

2014: Íris Björg Sigmarsdóttir, Mið-Fossar

Hannes Ólafur Gestsson, Víðidalur

Guðríður Eva Þórarinsdóttir, Flúðir

8
VINNINGSHAFAR
• 2015:
• 2016:
• 2017:

PÁTTTAKENDUR Í REYNISBIKARNUM 2017

HAFNARFJÖRÐUR 2. ÁR Ástey Gunnarsdóttir

Rita frá Ketilhúsahaga 8 vetra, brún

F: Mídas frá Kaldbak

M: Brá frá Litla-Saurbæ Eigandi: Ástey Gunnarsdóttir

Auðunn Hermannsson

Blær frá Álfhólum 10 vetra, Brúnn

F: Mári frá Álfhólum

M: Líf frá Álfhólum Eigandi: Auðunn Hermannsson

SELFOSS 1. ÁR Ann Westerberg

Hrafn frá Hallanda II 12 vetra, Brúnstjörnóttur

F: Gígjar frá Auðsholtshjáleigu

M: Herdís frá Meðalfelli Eigandi Ann Westerberg

Valborg Tryggvadóttir

Hallvarður frá Húsatóftum 11 vetra, Rauður Gjafar frá Eyrabakka Hallgerður frá Húsatóftum Eigandi Valborg Tryggvadóttir

KRÓKUR 2. ÁR

Bára Másdóttir

Greifi frá Auðsholtshjáleigu 7 vetra, Jarpur

F: Kjarni frá Auðsholtshjáleigu M: Gola frá Reykjavík Eigandi Bára Másdóttir

Gunnar Jónsson

Blakkur frá Skeiðháholti 3 10 vetra, brúnn

F: Blær frá Efri-Brúnavöllum M: Hrönn frá Kjarnholtum Eigandi: Gunnar Jónsson

Matthildur María Guðmundsdóttir

Glaumur frá Efri Brúnavöllum I 6 vetra Rauðblesóttur

F: Fróði frá Staðartungu M: Fríða frá Ytri-Bægisá II

SPRETTUR 1. ÁR

Jenny Eriksson

Rosti frá Hæl 14 vetra, Brúnn

F: Piltur frá Sperðli M: Drottning frá Skálá Eigandi Jenny Eriksson

Sigurjón Hendriksson Griður frá Hæl 15 vetra, Jarpur F: Djákni frá Vorsabæ M: Gloppa frá Fjalli Eigandi: Sigurjón Hendriksson

FLÚÐIR 2. ÁR

Björgvin Viðar Jónsson Hörður frá Síðu 9 vetra, brúnn. F: Vökull frá Síðu M: Fríðu-Brúnka frá Síðu Eigandi: Björgvin Viðar Jónsson

Bragi Viðar Gunnarsson

Yrsa frá Túnsbergi 7 vetra, Rauðstjörnótt, glófext

F: Hljómur frá Túnsbergi M: Storð frá Hreiðurborg Eigendur: Gunnar Kristinn Eiríksson og Magga Brynjólfsdóttir

Maja Vilstrup

Forsjá frá Túnsbergi

7 vetra, Jörp

F: Möller frá Blesastöðum 1A M: Frostrós frá Túnsbergi Eigendur: Gunnar Kristinn Eiríksson, Magga Brynjólfsdóttir og Maja Vilstrup

9

ALEX RAFN ELFARSSON

TAMNINGATRIPPI

Jónína frá Dalsmynni

5 vetra rauðjörp

F: Kvistur frá Kálfsstöðum

M: Ásdís frá Neðra-Ási

Eigandi: Alex Rafn Elfarsson

Alex mætti með báða sína hesta á Mið-Fossa í upphaf annar, Mozart frá Reykjavík og Jónínu frá Dals mynni. Þeir Mozart hafa þekkst í nokkur ár en hann festi kaup á Jónínu um sumarið. Alex komst nefnilega ekki heim úr verknáminu án þess að vera búinn að eyða öllu því kaupi sem hann vann fyrir þar í að eignast merina. Tamningin á Jónínu hefur gengið stórslysalaust fyrir sig, en hún er traustur og góður reiðhestur þó hún eigi það til að vera svolítið lítil í sér inn á milli. Merin getur átt það til að vera svolítið spennt þegar farið er í reiðtúra og þá sérstaklega þegar fleiri slást í för. Eitt skiptið nennti hún ekki að bíða eftir knap anum og þegar Alex ætlaði að fara á bak ákvað hún að nú væri kom inn tími til að leggja af stað. Þannig að þegar hann sveiflaði fætinum yfir hana til að setjast í hnakkinn þá lagði hún af stað með þeim af leiðingum að Alex settist ekkert í hnakkinn, heldur sat hann á rass inum á henni fyrir aftan hnakkinn og vissi ekkert hvað var í gangi. Svo þegar kom að því að sýna tamn inguna fyrir prófdómara gekk ekki betur

REIÐHESTUR

Mozart frá Reykjavík

14 vetra jarpur

F: Týr frá Reykjavík

M: Freyja frá Hálfshjáleigu

Eigandi: Alex Rafn Elfarsson

en það að næstum strax og merin var komin á stökk reif hún af sér skeifu og þurfti að klára prófið á þeim þrem sem hún átti eftir. Þrátt fyrir langa og stranga leit og nokkur vel valin blót syrði þá fannst skeifan aldrei. Mozart kom ekki inn í þetta próg ramm af fúsum og frjálsum vilja og oft á tíðum var hann ekkert sammála fyrirmælum knapans. Það var til þess að hann átti það til að stoppa ekkert sama hvaða „hindranir“ voru fyrir honum. Þeir félagarnir klesstu því á samnem endur og riðu niður milligerði ef þeir voru ekki sammála um reiðleiðir.

10

BRAGI HEIÐAR ÁRNASON

TAMNINGATRIPPI

Muninn frá Laugabóli

6 vetra grár

F: Borgar frá Strandarhjáleigu

M: Auður frá StórHofi

Eigandi: Sigurjón Rúnar Bragason

Bragi mætti til leiks í janúar með Hrynj anda og Muninn. Bragi Fékk Muninn lán aðan frá föðurbróðir sínum, Braga hlakk aði mikið til að fara temja sitt fyrsta hest, Muninn er klárgengur og mjög næmur á öll hljóðmerki og gekk öll tamning á Muninn mjög vel, samt stóðu nokkur eftirminnileg atriði upp úr sem hentu þá félaga. Fyrsti reiðtúrinn var mjög stefnulaus og vildi Muninn helst snúa við á punktinum þegar hann gat sem endaði með því að hann og Bragi fóru beint á straumlausa rafmagnsgirðingu! Annað atvik var í lok annar þegar Bragi var búinn að leggja á Mun inn þegar hann ákveður að brokka í burtu frekar montinn. Muninn var sáttur með alla meðhöndlun en þegar nálgaðist próf þá fór hann hætta að standa kyrr og þurfti því Bragi að fara nokkur skref aftur í tamningunni og gera reiðtúrana áhugaverða, og gekk það. Muninn stefnir í að verða prýðis alhliða reiðhestur eftir gangsetningu. Hrynjandi er 17 vetra klár og tók hann hreyfingunni vel inn í reiðhöll en gekk þó illa að láta hann brokka en með réttu tökunum tókst þetta allt saman. Í vetur hefur Bragi leyst öll vandamál með ró og ekkert verið að æsa sig of mikið ef eitthvað hefur farið úrskeiðis.

REIÐHESTUR

Hrynjandi frá Minni-Borg

15 vetra grár

F: Ottó frá Höfða

M: Hríma frá Stokkhólma

Eigandi: Þuríður Ketilsdóttir

11

BRYNDÍS KAREN PÁLSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Taktur frá Gíslholti

7 vetra brúnn

F: Þytur frá Neðra-Seli

M: Minna frá Bjálmholti

Eigandi: Páll Georg Sigurðsson

REIÐHESTUR

Hrund frá Gíslholti

6 vetra rauðglófext, stjörnótt

F: Rómur frá Gíslholti

M: Fluga frá Gíslholti

Eigandi: Páll Georg Sigurðsson

Bryndís fékk í láni Hrund og Takt að heiman frá pabba sínum en sjálf hef ur hún aldrei átt hross. Hrund kom á svæðið í góðu standi því hún var sýnd síðasta sumar og því með ferskt minni af keppni. Stöllurnar skelltu sér því saman á fjórgangsmót og töltmót Grana sem haldið var í vet ur. Knapinn var mjög stressaður í sínum fyrstu keppnum en treysti á merina og gekk vel á mótun um, hreppti að meira segja bikar á töltmótinu fyrir þriðja flokk þrátt fyrir smá mótþróahopp í sýningu. Reiðtímar í skólanum hafa gengið nokkuð vel þó svo að Hrund vilji helst bara fá að fara út í Borgarfjarðargoluna. Tamningatrippið hann Taktur er eldri en Hrund þannig spurningin er hversu lengi er trippi, trippi? Það var búið að vara Bryndísi við því, að því eldri sem trippin væru því erfiðari gætu þau orðið en hún vildi ekki hlusta á það enda hefur Taktur alltaf verið rólegur að eðlisfari... ef til vill full rólegur. Hann hefur verið hið þægileg asta trippi að temja með lítinn mótþróa, hlustar vel og er fljótur að læra. Svo ber hann líka nafn með rentu því þegar þjálfun var komin á fullt greip hann sjálfur taktinn og hefur lítið annað en tölt síðan. Þrátt fyrir marga kosti eru líka alltaf einhverjir gallar á móti en hesturinn minnti Bryndísi á flóðhest í fyrstu og er með mjög lítið hjarta. Það hefur orðið þeim að falli ekki bara einu sinni heldur tvisvar sinnum og telja þau það vera út af draugagangi...en allt er gott sem endar vel og þannig hefur það reynst hjá þeim.

12

HARPA BJÖRK EIRÍKSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Máni frá Stað

4 vetra rauður

F: Krapi frá Fremri-Gufudal

M: Lukkustjarna frá Glaðh.

Eig.: Harpa Björk Eiríksdóttir

REIÐHESTUR I

Völundur frá Akranesi

9 vetra móálóttur

F: Lokkur frá Fellskoti

M: Maístjarna frá Akranesi

Eig.: Guðný Linda Gísladóttir

REIÐHESTUR II

Sigur-Skúfur frá Hvanneyri

12 vetra brúnn, stjörnóttur

F: Sólon frá Skáney

M: Hremming frá Hvanneyri

Eig.: Edda Þorvaldsdóttir og Guðlaugur Antonsson

Harpa Björk mætti galvösk af Vestfjörðum með hann Mána sinn, fyrsta trippið úr hennar ræktun og svo Völund frá Akranesi sem Guðný (verknámsbóndinn frá því árið áður) á Dalsmynni lánaði henni. Framund an voru áhugaverðir mánuðir sem gáfu endalausar sögur. Máni, aðeins á fjórða vetri og hafði verið teymdur nokkrum sinnum mætti hress og kátur. Reiðhöllin var nú ekkert endilega eitthvað sem hann hafði séð áður, komandi úr sveitarómantíkinni fyrir vestan. Svo var hann svolítið á því að hann fengi bara að ráða og var ekkert á því að hann ætti eitthvað að hreyfa sig. Harpa þurfti að láta Mána vita að það væri hún sem réði og það tókst greinilega eftir smá byrjendaerfiðleika. Máni var fljótur að átta sig á hvað væri gaman að hreyfa sig og breytingarnar frá fyrstu tímunum ótrú legar. Hann er samt ekki vanur né hrifinn af umferðarmenningu Borgarfjarðar og fannst sumir bílar fara full hratt fram hjá sér og ákvað að sýna smá dans spor og hæfileikann að snerta ekki jörð ina á einum tímapunkti en var fljótur að komast niður á jörðina aftur í hvert skipti. Máni sýndi og sannaði að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og enduðu þau Harpa trippaprófið á því að sýna hann á stökki berbakt. Völundur ákvað að hann væri of góður fyrir reiðhöllina og að hún væri bara of lítill fyrir hans persónuleika. Hann elskaði útreiðar og ekkert mál þangað til að hann sá hurðina á reiðhöllinni og þá sérstaklega þegar æfingarnar fyrir knapamerkið byrjuðu. Allt var gert til að auðvelda honum ganginn og endaði hann á stultum svona miðað við að hann er ekki sá stærsti en þegar vika var í próf þá settist drengurinn bara á rassinn og harðneitaði. Svo Harpa viðurkenndi sigur og fékk Sigur-Skúf frá Eddu og Gulla að láni og hann var svo mikill snillingur og blóðið rann aðeins hægar í honum svo prófstressið náði engu marki hjá Hörpu og rúllaði hún af öryggi í gegnum prófið. Völundur og Harpa eiga frábært samband í dag út í reiðtúrum.

13

HUGRÚN BJÖRT HERMANNSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Kleópatra frá Hvanneyri

5 vetra grá

F: Abel frá Eskiholti ll

M: Hrund frá Stóra-Ármóti

Eig.: Elísabet Axelsdóttir

REIÐHESTUR I

Haukur frá Neðri-Hreppur

9 vetra Bleikur/álóttur, stjörn.

F: Heiðar frá Hvanneyri

M: Vaka frá Kleifum

Eig.: Hugrún B. Hermannsd.

Hugrún mætti með hestinn sinn Hauk sem hún fékk gefins frá Ómari. Ein nig fékk hún að láni prinsessutrippið hana Kleópötru sem Elísabet á, að láni. Þau Hugrún og Haukur byrjuðu brösuglega þar sem Haukur lullaði bara og vildi ekkert annað, hann var einnig stefnulaus og stressaður. Þar sem hann var svo stefnulaus þá skildi hann Hugrúnu bókstaflega eftir upp í loftinu sem varð til þess að hún þurfti að baka eitt stykki köku. Eftir flugferð ina varð Haukur mjög sáttur og fór að taka miklum framförum. Haukur fór að sýna ágætt brokk og sýndi hið fínasta tölt. Hann var samt sem áður alltaf stefnulaus og stressaður svo Hugrún fékk nóg af því og var Hauki því skutlað heim. Master kom í staðinn. Master er frábært reiðhross sem Margrét móðir Hugrúnar á. Hrossið sem vill helst brokka ákvað að tölta bara í byrjun og óð áfram á tölti. Hugrún og Heiða Dís voru því fegnar að hann kom þremur vikum fyrir próf þar sem það þurfti að æfa hann vel. En allt er gott sem endar vel. Master stóð sig með prýði og brokkaði á endanum sínu besta brokki. Við skulum ekki gleyma prinsessunni Kleópötru. Ó elsku Kleópatra. Hún er sko ein ákveðin meri,

REIÐHESTUR II

Master frá Grímarstöðum

7 vetra rauðblesóttur

F: Óskar frá Blesastöðum 1A

M: Skrá frá Hafsteinsstöðu

Eig.: Margrét Jósefsdóttir

nafnið Illska ætti jafnvel betur við en Kleópatra. Þær stöllur byrjuðu ágætlega en Kleópatra virkaði

lítil og ljót en óð samt bara um á tölti. Þegar það fór að líða á tamninguna fór Kleópatra þó að sýna illsku. Hún snéri sér við og ákvað að sparka, hún fór einnig að bíta frá sér ef henni mislíkaði eitthvað. Sumir vilja meina að þær tvær Hugrún og Kleópatra séu með alveg sama skapið en það þýðir þá að Kleópatra sé mjúk innst við beinið. En áfram hélt þetta og Hugrún var við það að gefast upp, en ákvað að merin skildi ekki hafa vinninginn. Kleópatra er enn í dag skapmikil og lætur vita af sér. Hún stóð sig samt sem áður mjög vel í prófinu og hún stefnir í gott reiðhross fyrir drottninguna hana Elísabetu.

14

KRISTJÁN VALUR SIGURJÓNSSON

TAMNINGATRIPPI

Kjarkur frá Kotlaugum

5 vetra brúnn, stjörnóttur

F: Sveinn-Hervar frá Þúfu

M: Smella frá Þverspyrnu

Eigandi: Sigurður Sigurjónsson

REIÐHESTUR

Vífill frá Reykjaflöt

6 vetra jarpur

F: Bragur frá Túnsbergi

M: Jenný frá Reykjaflöt

Eigandi: Kristján Valur Sigurjónsson

Kristján kom með Vífil frá Reykja flöt sem tamda hestinn. Kristján hafði fest kaup á honum sumarið áður. Trippið heitir Kjarkur frá Kot laugum undan Svein- Hervari frá Þúfu og Smellu frá Þverspyrnu sem Kristján fékk lánað hjá bróður sín um. Því miður gekk það ekki upp hjá Kristjáni að taka knapamerkja prófið á Vífli, hann blessaður er full ör inn í reiðhöllinni og þó klárgeng ur sé og yfirleitt gott að fá hann til að brokka þá harðneitaði hann að brokka inn í höll og vildi helst bara rjúka. Síðan var ákveðið að prufa að keppa á honum á töltmóti Grana, það gekk ekki nógu vel hjá þeim félögum. Þegar hópurinn reið sigurhringinn fóru áhorfendur að klappa og það fór ekki vel í Vífill og hann rýkur af stað og stöðvar ekki fyrr en hann er næstum búinn að ná hinum keppendum af baki. Kjarkur var hins vegar eins og hugur hans, ljúfur og ansi þægilegur í tamningu fyrir utan eitt skiptið þegar hann ákvað að henda Kristjáni af baki. Í ljósi þess að ekki var hægt að taka prófið á Vífli þá fékk Kristján Atlas lánaðan hjá Heiðu Dís. Kjarkur verður afar skemmtilegur hestur þegar hann loks fer að tölta, en hann er mjög klárgengur. Vífill er orðinn mun slakari og skemmtilegri eftir að hætt var að ríða honum svona mikið inn í reiðhöll. Báðir hestarnir eru þó afar skemmtilegir og er framtíðin björt hjá þeim sem reiðhestum.

15

SIGRÍÐUR LINDA HYSTRÖM

TAMNINGATRIPPI I

Glámur frá Ártúnum

5 vetra jarpur, blesóttur

F: Kóral frá Eystra-Fróðholti

M: Gjöf B152 frá Ártúnum

Eig.: Sigríður Linda Hyström

Sigríður Linda kom með tvö hross úr Rangárvallasýslu. Klukku fékk hún lánaða í Skálakoti en tamn ingatrippið er í hennar eigu. Sam spil Klukku og Sigríðar hefur gengið upp og niður en fór ætíð upp á við. Eftir nokkrar hraðferðir heimleiðis úr reiðtúr kom þeim saman um að þetta gengi heldur hratt fyrir sig og yrði að róa leika. Klukka er fljót að læra nýja hluti en ef ekki er haldið rétt á spöðunum er hún fljót að sjá sér leik á borði og gera það sem hún vill en ekki það sem knapinn vill. Það byrjaði einn daginn að það lá frekar illa á tamningartrippi Sigríðar, eins og stundum áður. Lagði hún á klárinn, teymdi hann á eftir sér geðstirðan, stressaðan og illa fyrir kallaðan inn í reiðhöll og vippaði sér á bak. Glámur djöflaðist áfram með hrekkjum og öðrum ólátum, eftir sat knapinn á jörðinni súr á svip. Glámur glotti blítt til knapa síns enda vissi hann með vissu að knapinn skuldaði samnemum sínum köku fyrir fallið. Glámur gerir man namun og fór allt í hnút hjá honum ef einhver sem honum féll ekki við ætlaði að nálgast hann. Glámur varð hins vegar að snúa aftur til sinna heimahaga þegar liðið hafði þó nokkuð á önnina, eftir nokkrar byltur og þó nokkur átök. Fékk því Sigríður lánað trippi úr

TAMNINGATRIPPI II

Dimma frá Ferjukoti

4 vetra brún

F: Konsert frá Korpu

REIÐHESTUR

Klukka frá Skálakoti

11 vetra jörp

F: Klængur frá Skálakoti

Borgar firði, sem virðist betur í stakk búið til að takast á við verkefni áfangans. Dimma er róleg í alla staði og blóðið í henni rennur afar hægt. Trippin gætu ekki verið ólíkari og varð vinnan í hest húsinu mikið auðveldari eftir þessi skipti og knapinn tolldi betur á baki.

16

SIGURÐUR KRISTMUNDSSON

TAMNINGATRIPPI

Máttur Frá Miðfelli 2a 4 vetra brúnn, stjörnóttur

F: Haukur frá Haukholtum

M: Stjarna frá Kálfsstöðum

Eigandi: Einar Logi Sigurgeirsson

REIÐHESTUR

Gerpla frá Miðfelli 2a. 9 vetra jarpskjótt

F: Bragur frá Túnsbergi

M: Glódís frá Miðfelli 2a

Eigandi: Einar Logi Sigurgerisson og Arnheiður S Þorvaldsdóttir

Sigurður mætti til leiks í janúar með Gerplu og Mátt úr Gullhreppnum (Hrunamannahrepp). Bæði hrossin eru í eigu tengdaforelda hans, þannig að það var eins gott að vanda til verka. Gerpla er stór og myndarleg hryssa sem hafði hlotið góða þjálfun áður og kunni allar helstu fimiæfingar. Gerpla er mjög næm og ör hryssa sem gerði Sigurði oft erfitt fyrir til að byrja með þar sem hann var ekki vanur svona næmu hrossi. En þau lærðu á hvort annað og gekk það allt ljómandi vel. Máttur er myndar legur brúnstjörnóttur hestur sem er vel vakandi. Máttur er mjög stór hestur miðað við aldur, hann er samvinnufús og fljótur að læra en á þó eftir að þroskast aðeins meira. Sigurði gekk brösulega til að byrja með að komast á bak en hann þurfti ávallt að taka nokkur dansspor með klárnum áður en hann náði að sveifla sér á bak. Í dag kemst hann á bak berbakt á meðan folinn stendur eins og stytta. Mátt ur hefur allar gangtegundir og lítur út fyrir að vera efnishestur. Einn góðan veðurdag ákváðu Sigurður og kærastan að fara í reiðtúr á Mætti og Gerplu í ,,blíðviðrinu” á Hvanneyri. Þegar komið var á bak skall á mikið óveður. Hrossin komust í mikið uppnám vegna veðurofsans þar sem þau eru ekki vön slíku komandi úr Gull hreppnum þar sem sjaldan hreyfist hár á höfði. Sigurður átti eftir að kynna hrossin fyrir slíkri veðráttu og því varð Máttur einstaklega hræddur við blakandi hnakklöf. Allt kom fyrir ekki og kærastan flaug af baki af Gerplu og Máttur og Sigurður tóku nokkur góð ródeó á túnunum þar sem Máttur fór á stökk í fyrsta skiptið, Sigurði til mikillar ánægju þar sem hann var búinn að reyna að fá hann til að stökkva áður en ekkert hafði gengið. Eftir þennan örlagaríka reiðtúr stekkur hann eins og enginn sé morgundagurinn.

17

ÞRÁINN INGÓLFSSON

TAMNINGATRIPPI

Ísing frá Kristnesi

4 vetra grá

F: Hrymur frá Hofi

M: Hespa frá Kristnesi

Eig.: Ingólfur Þórsson

REIÐHESTUR I

Njála frá Stuðlum

8 vetra jörp

F: Vignir frá Selfossi

M: Hviða frá Halakoti

Eig.: Anna Guðrún Þórðard.

REIÐHESTUR II

Fjöður frá Hreiðurborg

14 vetra grá

F: Páll frá Lágafelli

M: Limra frá Hreiðurborg

Eig.: Anna Guðrún Þórðard.

Þráinn mætti galvaskur með tvær merar af sitt hvorum landshlut anum. Njálu frá Stuðlum kom hann með að sunnan, frá tengdafjöl skyldu sinni í Rangárvallasýslunni, en það þýddi lítið annað en að koma með efnilegt, eyfirskt mertrippi úr sínum eigin heimahög um, hana Ísingu frá Kristnesi. Það ætlaði hins vegar ekki að ganga vel að koma Ísingu hingað vestur, og endaði með því að hún mætti á svæðið rúmri viku of seint og hafði misst alveg feyki mikið af, eða það fannst allavega Þráni. Það átti sko að vinna upp þessa viku á tveimur korterum og ekki mínútu meir en Ísingu leist lítið á þessar kröfur og lét Þráinn hafa svolítið fyrir sér. Það er vel hægt að segja að Ísing sé viljug, og eru þau ekki viðræðuhæf í samreið, þar sem þau vilja helst vera sem lengst á undan öðrum knöpum og ferfætlingum. Það má með sanni segja að margir hafa beðið eftir að Þráinn fengi að fjúka af, en henni hefur ekki enn tekist að hrista hann af sér og virðist sem svo að þau ætli bara að verða prýðisvinir. Njála mætti alveg yfirvegaðri til leiks, en ákvað snemma að þessar reiðhallaræfingar þætti henni leiðinlegar, í raun svo leiðinlegar að hún ákvað að heltast svona rétt rúmri viku fyrir próf. Þá þurfti Þráinn að hafa hraðar hendur, blikkaði konu sína og fékk að láni reynsluboltann hana Fjöður frá Hreiðurborg, sem lærði prógrammið á núll einni, og Þráinn brosti út í bæði, himinlifandi yfir að vera kominn á tvær gráar úrvalsmerar.

18
19 ÚR STARFI GRANA Í VETUR Úrslit 1. flokkur - Fjórgangur. 1. sæti Linda Rún Pétursdóttir og Ársæll frá Álftárósi – 6,5. 2. sæti Katrine Vittup og Augsýn frá Lundum – 6,4. 3. sæti Þórdís Fjelsted og Kjarkur frá Borgarnesi – 6,4. 4. sæti Heiða Dís Fjelsted og Frami frá Ferjukoti – 6,1. Úrslit 2. flokkur - Fjórgangur. 1. sæti Berghildur Björk og Óliver frá Ánabrekku – 6,55. 2. sæti Kathrine Korum og Tign frá Lundum – 5,7. 3. sæti Inga Vildís Bjarnadóttir og Óskar frá Hafragili – 5,6. 4. sæti Rósa Emilsdóttir og Þengill frá Hofsstöðum – 5,3. 5. sæti Thale Dalbu og Katla frá Skáney – 5,1. Þráinn og Njála þegar þau kepptu í fjórgangi Grana.
20 Úrslit 1 flokkur, töltmót Grana. 1. sæti Linda Rún - 7,1. 2. sæti Berglind Ýr - 6,8. 3. sæti Bjarki þór - 6,7. 4. sæti Ísólfur Ólafs - 6,5. 5. sæti Þórdís Fjelsted - 6,4. Úrslit 2 flokkur, töltmót Grana. 1. sæti Inga Vildís - 6,2. 2. sæti Berghildur Björk - 5,6. 3. sæti Sigurbjörn Magnússon - 5,5. 4. sæti Marthe Skjævland - 5,5. 5 sæti Aisha - 5,3. Úrslit 3 flokkur, tötlmót Grana. 1. sæti Bryndís Karen - 5,75. 2. sæti Þórdís Karls - 5,13. 3. sæti Gabríela María - 5,0. 4. sæti Linda Margrét - 4,63. 5. sæti Kristján Valur - 4,38.

Endurmenntun LbhÍ

Reiðmaðurinn

Viltu bæta þína reiðmennsku?

Þá ættir þú að skoða námið í Reiðmanninum!

Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hestamönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi.

Námið er byggt upp sem röð af helgarnámskeiðum þar sem nemendur koma einu sinni í mánuði með sinn hest og taka fyrir ákveðna hluta af reiðmennskunni í bland við bóklega kennslu.

Hér er því um sambland af staðarnámi og arnámi að ræða þar sem ætlast er til að nemendur undirbúi sig bæði í verklegum og bóklegum atriðum heima.

Haustið 2017 er fyrirhugað að fara af stað með hóp í Mosfellsbæ, á Króki í Ásahrepppi á Suðurlandi og í Borgar rði.

Tekið er við umsóknum í gegnum heimasíðuskólans - www.lbhi.is

21 www.lbhi.is/namskeid • endurmenntun@lbhi.is • 433 5000
22

VINNINGSHAFAR SKEIFUNNAR

• 1956: Sigurgeir Ísaksson (engin skeifa)

• 1957: Örn Þorleifsson, Reykjavík (Húsey, N-Múl.)

• 1958: Þórður Ólafsson, Hlíðarenda, Ölfusi (Þorláks höfn)

• 1959: Jónas Jónsson, Norðurhjáleigu, V-Skaft. (Kálf holt, Rang.)

• 1960: Sigfús Guðmundsson, Reykjavík (Vestra-Geldin holt, Árn.)

• 1961: Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsst., Árn.

• 1962: Guðmundur Hermansson, Reykjavík (Fjall, Skag., Reykjavík)

• 1963: Guðmundur Þór Gíslason, Reykjavík (Torfastað ir, Árn.)

• 1964: Reynir Aðalsteinsson, Rvík. (Sigmundarstaðir, Borg., Hvanneyri)

• 1965: Þröstur Bjarkar Snorrason, Stardal, Stokkseyri (Tóftir)

• 1966: Sigurbjörn Ómar Ragnarsson, Hvalgröfum, Dal. (Rvík.

• 1967: Bjarni Kristjánsson, Reynivöllum, Kjós (Þorláks staðir)

• 1968: Agnar Kristjánsson, Norðurhlíð, S-Þing.

• 1969: Karl Ölvirsson, Þjórsártúni, Rang.

• 1970: Guðni Vignir Jónsson, Götu, Rang.

• 1971: Ragnar Hinriksson, Reykjavík (Borgarnes, nú Rvík)

• 1972: Guðmundur S. Einarsson, Dalsmynni, Árn.

• 1973: Benedikt Líndal Þorbjörnsson, Reykjavík (Stað ur, Borgarnes)

• 1974: Guðmundur Jónsson, Reykjum, Mosfellssveit

• 1975: Jón G. Halldórsson, Krossi, Borg. (Borgarnes)

• 1976: Óskar E. Sverrisson, Andakílsárvirkjun, Borg. (Borgarnes)

• 1977: Hreggviður Eyvindsson, Reykjavík (Svíþjóð)

• 1978: Þórir Magnús Lárusson, Þórukoti, V-Hún. (Holts múli)

• 1979: Hróðmar Bjarnason, Hvoli, Ölfusi

• 1980: Meyvant Lúter Guðmundsson, Reykjavík

• 1981: Sigurjón Bjarnason, Hvoli, Ölfusi

• 1982: Sverrir Möller, Reykjavík

• 1983: Elín Rósa Bjarnadóttir, Reykjavík (Blönduós)

• 1984: Rúna Einarsdóttir, Mosfelli, A-Hún. (Þýskaland)

• 1985: Þór Bjarnar Guðnason, Selfossi (Flúðir, Kóps vatn)

• 1986: Vignir Sigurðsson, Húsavík (Litla-Brekka, Eyjaf.)

• 1987: Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi, SMúl.

• 1988: Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, S-Þing.

• 1989: Guðlaugur V. Antonsson, Vík, V-Skaft. (Hvann eyri)

• 1990: Friðrik H. Reynisson, Hlíðarbergi, A-Skaft.

• 1991: Ragnhildur Guðrún Benediktsdóttir, Krossanesi, V-Hún.

• 1992: Jósep Guðjónsson, Strandhöfn, Vopnafirði

• 1993: Þórður Þorbergsson, Akranesi

• 1994: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Vatnshömrum

• 1995: Brynja S. Birgisdóttir, Hveragerði

• 1996: Jón Kristinn Garðarsson, Brennu, Borg. (Mos fellsbær)

• 1997: Camilla Munk Sörensen, Danmörku (Fagranes, Skag.)

• 1998: Ísólfur Líndal Þórisson, Lækjarmóti, V-Hún (Hólar)

• 1999: Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Skriðu, Hörgárdal

• 2000: Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.

• 2001: Erlendur Ingvarsson, Hvolsvelli (Skarð, Rang.)

• 2002: Guðmundur Bjarni Jónsson, Hóli, N-Ís. (Bolung arvík)

• 2003: Einar Atli Helgason, Snartarstöðum, N-Þing.

• 2004: Sigríður Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.

• 2005: Hallveig Guðmundsdóttir, Reykjavík

• 2006: Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti, Flóa

• 2007: Halla Kjartansdóttir, Ölvisholti, Flóa

• 2008: Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir, Kópavogi

• 2009: Hlynur Guðmundsson, Ytri-Skógum, Rang.

• 2010: Franziska Kopf, Lýsuhól, Snæf.

• 2011: Ditte Clausen, Sauðárkrókur

• 2012: Svala Guðmundsdóttir, Sauðárkróki

• 2013: Harpa Birgisdóttir, Kornsá

• 2014: Elísabet Thorsteinsson, Króki

• 2015: Jón Óskar Jóhannesson, Brekku, Blásk.

• 2016: Þorbjörg Helga Sigurðardóttir, Skollagróf

• 2017:

23

FOLATOLLAR

BRAGUR FRÁ TÚNSBERGI

IS2005188276

F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum

M: Staka frá Litlu-Sandvík

Aðaleinkunn: 8,02

VEGUR FRÁ KAGÐARHÓLI

IS2010156418

F: Seiður frá Flugumýri II

M: Ópera frá Dvergstöðum

Aðaleinkunn: 8,51

HERGILL FRÁ ÞJÓÐÓLFSHAGA

1

IS2012181817

F: Korgur frá Ingólfshvoli

M: Hera frá Stakkhamri Ósýndur

DAGFARI FRÁ KÓNGSBAKKA

IS2013137232

F: Hlynur frá Haukatungu Syðri I

M: Dís frá Reykhólum Ósýndur

ÞRISTUR FRÁ ÞORLÁKSHÖFN

IS2001187199

F: Randver frá Nýjabæ

M: Koltinna frá Þorlákshöfn

Aðaleinkunn: 8,40

GOÐI FRÁ BJARNARHÖFN

IS2011137210

F: Spuni frá Vesturkoti

M: Gyðja frá Bjarnarhöfn

Aðaleinkunn: 8,46

SKÖRUNGUR FRÁ SKÁNEY

IS2010135811

F: Ómur frá Kvistum

M: Nútíð frá Skáney

Aðaleinkunn: 8,22

SKAGFJÖRÐ FRÁ SKÁNEY

IS2012135816

F: Þytur frá Skáney

M: Reynd frá Skáney Ósýndur

VÍGAR FRÁ SKARÐI IS1997186772

F: Ófeigur frá Flugumýri

M: Vaka frá Strönd

Aðaleinkunnn: 8,08

STRAUMUR FRÁ HÖMLUHOLTI IS2013137870

F: Eldur frá Torfunesi

M: Staka frá Fáskrúðsbakka Ósýndur

MOLI FRÁ HÖMLUHOLTI IS2012137880

F: Kandís frá Litlalandi

M: Svala frá Svínafelli 3 Ósýndur

FÁKUR FRÁ KALDBAK IS2013186295

F: Vákur frá Vatnsenda

M: Elding frá Kaldbak Ósýndur

ANDRI FRÁ VATNSLEYSU IS2001158503

F: Kolfinnur frá Kjarnholtum

M: Alísa frá Vatnsleysu Aðaleinkunn: 8,38

BLUNDUR FRÁ SKÚÐ IS2008135847

F: Stikill frá Skrúð M: Yrja frá Skúð Ósýndur

STYRKUR FRÁ STOKKHÓLMA IS2009158988

F: Tindur frá Varmalæk

M: Tollfríður frá Vindheimum Aðaleinkunn: 8,49

ATLAS FRÁ TJÖRN

IS2004186363

F: Orri frá Þúfu

M: Blökk frá Tjörn Aðaleinkunn: 8,09

STORMUR FRÁ FREMRI-GUFU DAL IS2013188578

F: Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3

M: Marta frá Brú Ósýndur

GRÁSTEINN FRÁ FREMRIGUFUDAL IS2012145003

F: Klettur frá Hvammi

M: Litla-Jörp frá Fremi-Gufudal Ósýndur

HAUKUR FRÁ LÖNGUHLÍÐ IS2007176236

F: Álfur frá Selfossi

M: Sædís frá Stóra-Sandfelli Aðaleinkunn: 8,29

FELDUR FRÁ GÍSLHOLTI

IS2012186387

F: Kjerúlf frá Kollaleiru

M: Fluga frá Gíslholti Ósýndur

KURR FRÁ KOLTURSEY IS2012180378

F: Stáli frá Kjarri

M: Fjöður frá Gamla-Hrauni Ósýndur

FRJÁLS VAL UNDIR GLÓBUS, VINSKAP EÐA GLÓBLESA FRÁ HALAKOTI

24

FLYGILL FRÁ STÓRA-ÁSI

IS2011135936

F: Straumur frá Breiðholti, Garðabæ

M: Nóta frá Stóra-Ási

Aðaleinkunn: 8,46

HVER FRÁ HVERHÓLUM

IS2009157900

F: Óskasteinn frá Íbishóli

M: Tíbrá frá Hverhólum

Aðaleinkunn: 8,06

ABEL FRÁ ESKIHOLTI II

IS2006136584

F: Klettur frá Hvammi

M: Alda frá Úlfljótsvatni

Aðaleinkunn: 8,29

MOZART FRÁ TORFUNESI

IS2011166211

F: Trymbill frá Stóra-Ási

Mánadís frá Torfunesi

Aðaleinkunn: 8,31

VILJAR FRÁ STÓRA-KROPPI

IS2014135925

F: Skálmar frá Nýjabæ

M: Valdís frá Erpsstöðum Ósýndur

ELDHUGI FRÁ ÁLFHÓLUM

IS2010184670

F: Kappi frá Kommu

M: Gáska frá Álfhólum

Aðaleinkunn: 8,45

GAMMUR FRÁ STEINNESI

IS1996156290

F: Sproti frá Hæli

M: Sif frá Blönduósi Aðaleinkunn: 8,03

UNGFOLI AÐ EIGIN VALI FRÁ SKRIÐU

JARL FRÁ STEINNESI

IS2013156299

F: Kiljan frá Steinnesi

M: Díva frá Steinnesi Ósýndur

Flygill frá Stóra-Ási. IS2011135936.

ARON FRÁ SÖLVHOLTI

IS2014187339

F: Þytur frá Miðey

M: Freisting frá Kaldbak Ósýndur

TOPPUR FRÁ HRAUNHOLTUM

IS2012137971

F: Þristur frá Feti

M: Fífa frá Hjarðarholti Ósýndur

PÚKI FRÁ LÆKJARBOTNUM

IS2008186807

F: Hróður frá Refsstöðum

M: Hekla-Mjöll frá Lækjarbotnum Aðaleinunn: 8,49

LJÓSVÍKINGUR FRÁ STEINNESI

IS2012156291

F: Óskasteinn frá Íbishóli

M: Djörfung frá Steinnesi Ósýndur

VOPNI FRÁ REYKJADAL

IS2015188291

F: Kvistur frá Skagaströnd M: Vild frá Auðsholtshjáleigu Ósýndur

ANDI FRÁ LUNDUM

IS2014136409

F: Arður frá Brautaholti

M: Auðna frá Höfða Ósýndur

KRAFTUR FRÁ INNRI-SKELJA BREKKU IS2014135610

F: Arion frá Eystra-Fróðholti

M: Nánd frá Miðsitju Ósýndur

FÁLKI FRÁ GEIRSHLÍÐ

IS2000135888

F: Oddur frá Selfossi

M: Dögg frá Geirshlíð Aðaleinkunn: 8,07

HERVAR FRÁ INNRI-SKELJA BREKKU IS2015135610

F: Hersir frá Lambanesi

M: Nánd frá Miðsitju Ósýndur

HLYNUR FRÁ HAUKATUNGU

IS2005137959

F: Gustur frá Hóli

M: Kolfinna frá Haukatungu Syðri Aðaleinkunn: 8,37

25

FLÓKI FRÁ GILJAHLÍÐ

IS2008135851

F: Stikill frá Skrúð

M: Flóka frá Giljahlíð Aðaleinkunn: 7,96

FRÓÐI FRÁ GILJAHLÍÐ

IS2009135855

F: Arður frá Brautaholti

M: Flóka frá Giljahlíð Ósýndur

FÁLKI FRÁ GILJAHLÍÐ

IS2013135855

F: Lukku-Láki frá Stóra-Vatns skarði

M: Flóka frá Giljahlíð Ósýndur

FRAMI FRÁ GUNNLAUGSSTÖÐUM

IS2010136490

F: Hrímnir frá Ósi

M: Drífa frá Gunnlaugsstöðum Ósýndur

SMÁRI FRÁ SAUÐANESI

IS2013167180

F: Smári frá Skagaströnd

M: Prýði frá Ketilsstöðum Ósýndur

Trausti frá Þóroddsstöðum. IS2011188819.

ÞRÖSTUR FRÁ ÁRMÓTI

IS2013186136

F: Arður frá Brautaholti

M: Sæmd frá Kálfhóli Ósýndur

TRAUSTI FRÁ ÞÓRODDS STÖÐUM IS2011188819

F: Þröstur frá Hvammi

M: Snót frá Þóroddsstöðum Aðaleinkunn: 8,64

FOLATOLLUR AÐ EIGIN VALI UNDIR SÝNDAN HEST Í EIGU GANGMYLLUNNAR.

HAZAR FRÁ LÁGAFELLI IS2009180360

Faðir: Hágangur frá Narfastöðum Móðir: Hrund frá Gíslholti Aðaleinkun: 8.38

Arthúr

26
frá Baldurshaga. IS2011180518.
27 Valtýr frá Leirubakka IS201118670 Bleikálóttur, fæddur 2011 Faðir: Möller frá Blesastöðum - Móðir: Eyvör frá Leirubakka Sköpulag: 8.24. Kostir: 8.19. Aðaleinkunn: 8.21. Valtýr verður á húsnotkun á Hvolsvelli og síðar í hólfi á Leirubakka á Landi. Upplýsingar gefa Anders Hansen í síma 8935046 og Fríða Hansen í síma 7714450.
Háskóli lífs & lands www.LBHI.IS | Land B únaðar H á S kó LI í SL and S | Hvanneyr I , 311 Borgarne SI | 433 5000 | LBHI @ LBHI IS UMHverfISSkIpULag náttúrU- & UMHverfISfræðI SkógfræðI- & LandgræðSLa BúvíSIndIgarðyrkja & BúfræðI vilt þú hafa áhrif á nýtingu, verndun og viðhald náttúrunnar? kynntu þér spennandi nám í landbúnaðarháskóla íslands þar sem nálægðin við viðfangsefnið og kennara er í forgrunni. lítill skóli með mikla sérstöðu! HeStafræðI umhverfisskipulagBúvísindi h estafræði f ramhaldsnám starfs- & e ndurmenntun n áttúru- & umhverfisfræði s kógfræði & l andgræðsla

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.