Skeifublaðið 2023
Dagskrá Skeifudagsins 13:00
Opnunaratriði Ávarp frá Helga Eyleifi Þorvaldssyni, brautarstjóra Búfræðibrautar Sýningaratriði nemenda í Hestafræði BS Kynning nemenda í Reiðmennsku III í Búfræði á tamningatrippum Sýningaratriði B - Úrslit Gunnarsbikars A - Úrslit Gunnarsbikars Ávarp frá Sigríði Bjarnadóttur, brautarstjóra Hestfræðibrautar Kaffihlaðborð upp á Mið-Fossum, eftir dagskrá lokinni í boði skólans Verðlaunaafhending Dregið í stóðhestahappdrætti Grana
Stjórn Grana og nemendur LBHÍ færa öllum þeim sem hafa komið að Skeifudegnum innilega þakkir fyrir aðstoðina við þennan hátíðlega dag sem er haldinn fyrir okkur nemendur. Okkur langar að þakka sérstaklega eftirfarandi aðilum fyrir samstarfið: Hinriki Þór Sigurðarsyni fyrir bóklega kennslu í reiðmennsku 1. Þökkum Randi Holaker fyrir verklega og bóklega kennslu í reiðmennsku 1. Einnig Guðbjarti Stefánssyni fyrir verklega og bóklega kennslu í reiðmennsku 2 og 3 og frumtamningar áfanganum. Kela Bjarna, Guðbjarti og Röggu í hesthúsunum á Mið-Fossum eru alltaf til taks og tilbúin að hjálpa ef þörf er á. Lindu Sif og Rósu Björk fyrir utanumhald og aðstoð í gegnum ferlið, Þórunni Eddu fyrir uppsetningu á Skeifublaðinu og Jósý fyrir prentunin á blaðinu. Einnig þökkum við Kaupfélagi Borgfirðinga og Lífland fyrir styrki til okkar í vetur. Það var í formi vinninga fyrir mótin sem voru haldin. Að lokum viljum við þakka öllum þeim yndislegu sjálfboðaliðum sem komu að starfinu í vetur.
Gleðilegt sumar 2
Ávarp formanns Grana
Magnús Þór Guðmundsson Mig langar að bjóða ykkur velkomin á Skeifudaginn okkar. Skeifudagurinn er sannkölluð uppskeruhátíð hjá okkur í Hestamannafélaginu Grana sem og þeim sem eru að útskrifast úr reiðmennsku áföngum. Hestamannafélagið Grani var stofnað árið 1954 og heyrir undir nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna hestamennsku nemenda við skólann og stuðla þannig að bættri meðferð hrossa, efla nemendur, vekja áhuga á hestaíþróttinni og styrkja félagslegt samstarf hestamanna í skólanum. Allir nemendur sem stunda nám við skólann eru félagar í Grana og er þeim öllum velkomið að taka þátt í félagsstarfi sem Grani býður uppá. Veturinn var nokkuð rólegur framan af en þann 15. nóvember héldum við árlega óvissuferð Grana, sem hefur þó ekki verið farin síðustu tvö ár vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Við skoðuðum þrjá bæi í Borgarfirði. Það voru Hestaland, Laugavellir og Oddsstaðir þar sem við lukum ferðinni með að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Við í stjórn Grana þökkum fyrir höfðinglegar móttökur en einnig þeim sem komu með og gerðu þessa ferð eftirminnilega. Um miðjan janúar hélt Grani sína árlegu fatasölu sem gekk gríðarlega vel. Við fengum föt frá Lífland, Hrímni og Kaupfélagi Borgfirðinga. Þökkum við þeim kærlega fyrir það. Í vetur þá héldum við fjögur mót. Tvö þeirra voru svokölluð skemmtimót fyrir nemendur í skólanum en voru hin tvo opin öllum þeim sem vildu spreyta sig á keppnisvellinum. Fyrra skemmtimótið var grímutölt sem var haldið á sjálfri hrekkjavökunni sem er í lok október. Grímutöltið var haldið samhliða grímuballi sem fór seinna fram um kvöldið. Keppendur lögðu sig alla fram við að skreyta sig eða jafnvel sinn hest sem áhorfendur höfðu gaman að. Mjólkurtöltið var seinna skemmtimótið sem stjórn Grana stóð fyrir. Mjólkurtöltið vakti mikla lukku bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Fjölmennt var í stúkunni og var ekki annað að sjá en þeir skemmtu sér konunglega.
3
Þann 21. febrúar ákváðum við að víkja aðeins úr gömlum vana og héldum við gæðingamót sem var opið öllum. Keppt var í sérstakri forkeppni í B-flokk og mátti sjá fjölmarga gæðinga ásamt knöpum sínum. Hulda Geirsdóttir kom sem þulur og skemmti sér vel við sín störf. Mótið tókst gríðarlega vel þrátt fyrir örlitla tæknilega örðugleika. Mótið var stykt af Lífland og þökkum við þeim fyrir það Lokamótið var töltmót sem haldið var 16. mars. Þar fengu starfsmenn Ríkissjónvarpsins að kíkja við til að taka upp innslag um Guðrúnu Fjeldsted sem hefur átt góðan keppnisferil og er enn að sigra unga fólkið á keppnisvellinum. Guðlaugur Antonsson kom sem þulur. Styrktaraðili mótsins var Kaupfélag Borgfirðings. Mótið gekk framar björtustu vonum og var þátttakan góð. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem komu að okkar starfi í vetur fyrir þeirra óeigingjarna framlag á þessu skólaári sem er að líða. Einnig vil ég þakka ykkur fyrir komuna á Skeifudaginn sjálfan og óska ykkur velfarnaðar heim. Gleðilegt sumar!
ÚTGEFANDI: Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri, grani@lbhi.is
PISTLAR UM NEMENDUR: Sólveig Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Rabea Skrippek
RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐARMENN: Ingiberg Daði Kjartansson og Magnús Þór Guðmundsson
STJÓRN GRANA VETURINN 2022-2023:
HÖNNUN OG UMBROT: Þórunn Edda Bjarnadóttir FORSÍÐUMYND: Nemendur í reiðmennsku III í búfræði og nemendur í reiðmennsku III á hestafræðibraut
4
Magnús Þór Guðmundsson - Formaður Stefán Berg Ragnarsson - Varaformaður Melkorka Gunnarsdóttir - Gjaldkeri Katrín Diljá Vignisdóttir - Ritari Varamenn: Guðný Rúna Vésteinsdóttir Ingiberg Daði Kjartansson Sunna Lind Sigurjónsdóttir Sigríður Ósk Jónsdóttir
Ávarp reiðkennara LbhÍ Guðbjartur Þór Stefánsson og Randi Holaker Upp er runinn dagurinn sem allir hafa beðið eftir Skeifudagurinn á Hvanneyri þessi dagur sem skipað hefur stóran sess í hestamennsku á Íslandi síðan 1957. Hér á þessum degi er hin rómaða Morgunblaðsskeifa sem Skeifudagurinn rekur nafn sitt til afhent. Reiðmennsku áfangi 2.árs búfræðinema er tvíþættur þau koma með reiðhestana sína sem þau nýta til að auka færni sína við að byggja upp og þjálfa hest sér til gagns hvort sem er lokatakmarkið er keppni eða almennar útreiðar. Því uppbyggileg þjálfun hests eykur getu og endingu hans svo við megum njóta hans sem lengst. Um miðjan janúar var tekið til við að temja trippi sem nemendur höfðu með sér. Fátt er jafn skemmtilegt og sjá vel taminn trippi sem treysta knapa sínum og fara fús hverja þá leið sem óskað er. Til þess að komast á þennan skemmtilega stað með trippin sín liggur þó mikil vinna, elja og metnaður. Vilji til að læra, prófa, setja sér markmið og síðast en ekki síst reka sig á því þar ásamt því að temja sér rétt vinnubrögð og viðhorf til hestsins liggur oft mesti lærdómurinn. Einnig verða með okkur í dag nemendur úr BS Hestafræði braut skólans sem lokið hafa verklegri reiðkennslu. Þau hafa aflað sér góðrar færni á ýmsum sviðum reiðmennsku allt frá fortamningum ungra tryppa til knapaþjáfunar sem er áfangi sem hjálpar að að bæta þeim jafnvægi sitt og ásetu á baki hestsins. Við erum ofboðslega stolt af nemendunum okkar sem hafa sýnt flest það sem prýða má góðan hestamann; dugnað, áræðni, þolinmæði og væntumþykju fyrir hestinum. Við fáum í dag að njóta afraksturs vetrarins. Takk fyrir veturinn.
5
Verðlaun sem veitt eru 2023 MORGUNBLAÐSSKEIFAN
EIÐFAXABIKARINN
Var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri þann 4.maí 1957. Morgunblaðið vildi sýna virðingu fyrir þessari fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Morgunblaðskeifan er veitt þeim nemenda sem hefur náð bestum samanlögðum árangri í frumtamningarprófi og í reiðmennsku III.
Hefur verið veittur síðan 1978, hann er veittur þeim nemenda sem hlýtur bestu einkunn fyrir bóklegt í Reiðmennsku I-III í búfræði.
GUNNARSBIKARINN Hefur verið veittur síðan 2008 og er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri. Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reiðkennari og var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan. Gunnarsbikarinn er veittur þeim nemenda sem hlýtur hæstu einkunn í fjórgangi en fara úrslit úr keppninni fram á Skeifudaginn. Þátttökurétt í þessari keppni hafa allir nemendur reiðmennsku III í búfræði og háskóladeild LbhÍ.
6
ÁSETUVERÐLAUN FÉLAGS TAMNINGAMANNA Hafa verið veitt frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn sem best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum.
FRAMFARABIKAR REYNIS Hefur verið veittur síðan árið 2013 þeim nemenda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið sem mestum framförum í Reiðmennsku I – III í búfræði. Þessi verðlaun er gjöf frá Hestamannafélagi Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá kunnáttu sem hann kom með og þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennskuna á Hvanneyri og víðar.
Verðlaun sem veitt eru 2023 MORGUNBLAÐSSKEIFAN 1._______________________________________________________________________ 2. _______________________________________________________________________ 3. _______________________________________________________________________ 4. _______________________________________________________________________ 5. _______________________________________________________________________
GUNNARSBIKARINN 1._______________________________________________________________________ 2. _______________________________________________________________________ 3. _______________________________________________________________________ 4. _______________________________________________________________________ 5. _______________________________________________________________________ EIÐFAXABIKARINN HLAUT:____________________________________________________ ÁSETUVERÐLAUN F.T. HLAUT: _________________________________________________ FRAMFARABIKAR REYNIS HLAUT: ______________________________________________
7
NEMENDUR Í BÚFRÆÐI KYNNING Nemendur í búfræði sem velja reiðmennsku í náminu sínu taka þrjá áfanga: REIM1RA04 Reiðmennska I (fyrsta námsár, haust)
Farið er m.a. yfir og æfðar helstu gerðir ásetu, rétt taumhald, helstu ábendingar og notkun þeirra. Ásamt því að hvernig á að stjórna fótum hests við hendi með snúrumúl og vað. Í reiðlistarhlutanum er þjálfað tölt, kenndar æfingar við hendi og í reið til að bæta þjálni og mýkt sem er mikilvæg undirstaða góðs tölts. Einnig er farið í grunnþætti í atferli, eðli og hegðun hesta. Fjallað er um líkamsbygginuna og líkamshluta hesta ásamt gangtegundum íslenska hestsins.
REIM2RB04 Reiðmennska II - Fortamningar (annað námsár, haust)
Byrjað er á að vinna við að fortemja trippi sem er mikilvægur þáttur til að skilja og meta eðli og geðslag hrossa. Unnið er með unghross 2-3vetra, að venja þau manninum, að teymast og bregðast við áreiti. Kenndar eru aðferðir við að nota snúrumúl og vað til að bæta samskipti manns og hests ásamt því að gera hestinn þjálari og mýkri. Einnig er farið í að skoða stig þjálfunar með áherslu á orsakir og afleiðingar misstyrks hrossa. Að nota réttar aðferðir og æfingar til að leiðrétta misstyrk.
REIM1RC04 Reiðmennska III (annað námsár, vor)
Unnið er með taminn hest með því markmiði að bæta hann sem reiðhest. Farið er yfir uppbyggingu, þjálfunartíma og grundvallaratriði fimiæfinga. Hvernig má nýta slár, hindranir og aðrar þrautir til að auka fjölbreytni í þjálfun. Jafnframt koma nemendur með ótaminn hest sem þeir frumtemja og læra þar að beita aðferðum sem stuðla að heilbrigði, öryggis og velferð bæði manns og hests. Einnig er farið yfir stig þjálfunar, líkamsbeitingu og mun á réttri og rangri líkamsbeitingu reiðhrossa.
BÚFRÆÐI
ANÍTA ÝR ATLADÓTTIR
TAMNINGATRIPPI
Gyðja frá Syðri-Hofdölum 2018 Móálótt Móðir: Rökkva frá Syðri-Hofdölum Faðir: Kórall frá Árbæjarhjáleigu II Eigandi: Friðrik Andri Atlason
REIÐHESTUR
Flosi frá Syðri-Hofdölum 2009 Móálóttur Móðir: Molda frá Svaðastöðum Faðir: Galsi frá Sauðárkróki Eigandi: Hofdalabúið ehf.
Aníta Ýr kemur hokin af reynslu frá Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Heimaræktaða móálótta undrið hann Flosi hefur verið stoð hennar og stytta í gegnum allann hennar tíma hér á Mið-Fossum og hefur þeirra ferill verið eins og draumur í dós og aldrei neitt komið upp á sem þau ekki geta leyst. Flosi er yfirburðar töltari sem finnst lang skemmtilegast að taka þátt í skrípakeppnum og unni hann sér best þegar Aníta keppti á honum uppklædd sem ofurhetja. Flosi er einnig virkilega pelafær (Aníta líka) og sáu það allir sem tvö augu hafa þegar þau gerðu vel í mjólkurtölti Grana núna í vetur. Gyðja, einnig heimaræktuð, stór, fyrirferðamikil og ákveðin, var frumtamningarverkefni Anítu. Lét hún aðeins hafa fyrir sér og gerir aðeins enn, en þar sem Aníta og Gyðja kalla ekki allt ömmu sína þá eiga þær ágætlega saman og svei mér þá ætli þær verði ekki ofarlega í hópi 6 vetra mera á landsmóti á næsta ári. Þekkja allir hrossin hennar Anítu vel þar sem þau eru bæði móálótt og hafa ófáir mætt þeim á gangi Mið-Fossa þennan veturinn, jaðraði við að Guðbjartur keypti stóran hengilás sem aðeins hann ætti lykil að. Uppsker Aníta eins og hún sáir, hratt og örugglega og ekkert kjaftæði.
9
BÚFRÆÐI
LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR ROELFS
TAMNINGATRIPPI
Gýgjar frá Sauðárkróki 2018 Rauðstjörnótt Móðir: Kráka frá Starrastöðum Faðir: Gustur Frá Gýjarhóli Eigandi: Topphestar sf
REIÐHESTUR
Þytur frá Kommu 2007 Rauður Móðir: Snót frá Akureyri Faðir: Andvari frá Ey1 Eigandi: Lára Þorsteinsdóttir Roelfs
Lára kemur úr snjónum að Norðan þar sem hún hefur fengið að vaða skafla á Siglufirði frá blautu barnsbeini. Mætti hún með klárinn Þyt sem hún hafði áður farið með í gegnum hestabrautina á Sauðárkróki og lá þetta verkefni því heldur betur vel fyrir þessu ofurpari. Þytur hefur borið knapa sínum fagurt vitni í gegnum allt námið. Þar til á lokametrunum gerðist eins og gerist í öllum samböndum að örlítil snuðra hljóp á þráðinn og týndist brokkið í Þyt en Lára með reynslu sinni og þekkingu á betri helmingnum leysti vandamálið og brokkuðu þau saman inní nóttina korter í próf. Gígjar fylgdi Láru í gegnum frumtamningar áfangann. Gekk það eins og í góðri lygasögu. En þó ekki allt, af einhverjum ástæðum þá fellur reiðkennarinn ekki í kramið hjá Gýgjari og vill hann helst ekki vera í návist hans og bakkar frekar í burtu frá honum er hann nálgast. Hann Gýgjar er mikill sérvitringur og sérfræðingur þegar kemur að tamningunum. Hann vill nefnilega helst hafa eitthvað að fikta í á meðan hann vinnur, t.d. halda í taumlásinn á vaðnum á meðan lónserað er eða halda písknum hennar Láru svo eitthvað sé nefnt.
10
BÚFRÆÐI
NADINE STEHLE
TAMNINGATRIPPI
Þór frá Syðri-Gróf 1 2018 Brúnn, stjörnóttur Móðir: Hamar frá Syðri-Gróf 1 Faðir: Vaka frá Syðri-Gróf 1 Eigandi: Nadine Stehle
REIÐHESTUR
Hreyfing frá Syðri-Langholti 2014 Rauðskjótt Móðir: Gára frá Syðri-Langholti Faðir: Á Eyfjörð frá bakka Eigandi Nadine Stehle
Nadine kom langa leið til að taka þátt, en henni leist ekki á hestakostinn í Þýskalandi og ákvað að prófa frekar hestana á íslandi enda þekktir fyrir geðprýði. Hér áskotnaðist henni merina Hreyfingu sem á sína góðu og slæmu daga, en gera það ekki allir. Hreyfing hefur fylgt Nadine bæði árin og hafa miklar jákvæðar framfarir verið hjá þeim báðum segja má að þær hafi þroskast saman í gegnum árið. Eins og allir vita sem eiga skjóttan hest er mjög erfitt að halda þeim hreinum og þó Nadine er dugleg að baða hana og halda stíunni hreinni þá finnur hún sér alltaf leið til að setja góðan skítablett á sig. Tamningatryppið sem hún kom með er merkis hestur sem ber nafnið Þór. En hann er mjög uppátækjasamur og er búin að gera sér langan brotaferil á Mið-Fossum. Meðal annars þá hefur hann brotist út úr tveimur hringgerðum, bæði úti og inni. Henti Nadine af tvisvar og gaf Guðbjarti reiðkennara tækifæri til að sýna ródeó takta. Þór er samt sem áður alltaf sakleysið uppmálað, enda lítur hann út fyrir að vera stór og krúttlegur bangsi.
BÚFRÆÐI
SÓLVEIG SIGURBJÖRG SÆMUNDSD.
TAMNINGATRIPPI
Frigg frá Hrútatungu 2018 Jörp Móðir: Fjóla frá Borgarnesi Faðir: Siríus frá Borgartúni Eigandi: Jón Kristján Sæmundsson
REIÐHESTUR
Glófaxi frá Skáney 2008 Rauður, tvístjörnóttur Móðir: Snót frá Skáney Faðir: Hágangur frá Narfastöðum Eigandi: Sólveig Sigurbjörg Sæmundsdóttir
Hún Sólveig mætti galvösk í reiðtíma og beint á heimavöll eftir búsetu norður í landi og þykist eiga part í sveit sem er í eigu bróður hennar. Hún mætti með hestinn Glófaxa og hefur hann fylgt henni báða veturna á Mið-Fossum. Þetta prógram hefði ekki átt að koma Glófaxa á óvart, enda hafði hann farið í gegnum reiðmanninn með bróður hennar Sólveigar sem stundaði nám hér 2014 til 2016. En allt kom fyrir ekki og hafði Glófaxi týnt brokkinu og stökkinu innandyra einhverstaðar þarna á milli og hafði rólega skapið horfið þarna líka. Þannig að það fór mikill tími hjá þeim í bauga til að ná spennunni niður. En Sólveig er þrjósk og tókst að grafa upp þessar gangtegundir ásamt rólyndinni. En þegar kom að stökk æfingum inni þá leyst henni ekki vel á blikuna og taldi sig enda út í skurð. Í tamningaráfangann mætti Sólveig með merina Frigg og kom snemma í ljós að þær eru spegilmynd af hvor annarri, en þær eru báðar skoðanasterkar, þrjóskar og láta sko alveg vita af því þegar þær eru óánægðar. En Frigg er samt sem áður mikið gæðingsefni, en það er fátt sem hræðir hana ef eitthvað, hún er mjög þorin og hin rólegasta þegar kemur að nýjum hlutum og dóti sem á það til að birtast í reiðhöllinni.
BÚFRÆÐI
STEFÁN BERG RAGNARSSON
TAMNINGATRIPPI
Fjöður frá Skriðufelli 2019 Rauð nösótt Móðir: Hringur frá Gunnarstöðum 1 Faðir: Flauta frá Bakkagerði Eigandi: Hólmar Logi Ragnarsson
REIÐHESTUR
Leiknir frá Bakkagerði 2009 Rauðstjörnóttur Móðir: Frigg frá Torfastöðum Faðir: Andvari frá Ey 1 Eigandi: Ragnar Magnússon
Stefán Berg kemur alla leið austan úr Jökulsárhlíð. Mætti segja að orðatiltækið margur er knár þótt hann sé smár eigi vel við hann. Kom hann með hinn faxprúða Leikni með sér þó hesturinn sé prúður í hárafari var ekki hægt að segja það sama um skapið og var Leikni einstaklega illa við fínvinnu og áttu hliðargangs æfingar alls ekki við að hans mati. Fyrsta árið hjá Leikni og Stefáni gekk mjög vel ef einkunn fyrir samstarfsvilja er ekki tekin með inn í reikninginn. Áttu þeir það til að vera heldur ósammála þegar kom að all flestu en þrjóskan í Stefáni hafði vinninginn þar sem hann var með Leikni bæði árin sín hér á eyrinni. Í frumtamningaráfangann kom Stefán með hana Fjöður. Lítil og nett og heldur mikið spræk. Var hann fyrstur á bak og af baki. Kom margra ára reynsla Stefáns í fimleikum að góðum notum í jú allan vetur þar sem hann er búin að gera lítið annað en að sitja hrekkji. Enn og aftur kemur þrjóskan sterk inn þar sem alltaf fer Stefán aftur á bak.
13
NEMENDUR Í HESTAFRÆÐI BS KYNNING Hestafræði BS er 3ja ára BS nám sem hefur það meginmarkmið að veita nemendum breiða grunnmenntun í hagnýtri líffræði ásamt sérþekkingu í grunngreinum búvísinda og í líffræði hesta, meðferð þeirra og þjálfun. Nemendur fá grunn í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða og sérhæfðum námsgreinum um hesta. Að loknu námi við Hestafræðibraut eiga nemendur að hafa alhliða þekkingu og skilning á búfjárfræðum ásamt fræðilegri og hagnýtri þekkingu á helstu greinum hestafræða með áherslu á íslenska hesta. Nemendur sem útskrifast af námsbrautinni eru undirbúnir fyrir fagleg störf sem tengjast hrossarækt, hrossabúskap, rekstri fyrirtækja í hestamennsku og hrossarækt sem og í fyrirtækjum sem þjóna greininni. Jafnframt eiga nemendur að hafa fengið trausta vísindalega grunnþjálfun á sviði lífvísinda og landbúnaðar- og hestafræða sem nýtist til þátttöku í rannsóknaverkefnum, í framhaldsnámi og sjálfstæðri þekkingaröflun.
HESTAFRÆÐI BS
ÁSA CHARLOTTA INGERARDÓTTIR
REIÐHESTUR
Garðabrúða frá Lækjarbotnum, 2012 Brún Móðir: Sandborg frá Lækjarbotnum Faðir: Púki frá Lækjarbotnum Eigandi: Ása Charlotta Ingerardóttir
Alla leið frá Sverige mætti Ása, þó með langri viðveru á Íslandi. Með Ásu, hvert skref fylgir augasteinninn hennar hún Garðabrúða. Garðabrúða er mikill félagi Ásu og líklega fær hún meiri athygli frá eigenda sínum heldur en mörg börn frá mæðrum sínum. Ása hefur sótt sér mikla þekkingu í gegnum árin en vildi vita meira og mætti því á Hvanneyri. Í gegnum námið hafa þær farið saman, með miklum pælingum og vangaveltum, en alltaf er það með hag hennar Garðabrúðu fyrir brjósti. Garðabrúða er oftast hin spakasta, en síst þegar Ásu grunar þá sér merin eitthvað sem enginn annar sér og bregst við með miklum tilþrifum. Henni hefur ekki tekist að láta Ásu mæta með köku, en samnemendur hafa sumir þurft að baka vegna þessa. Spenntar bíða þær stöllur eftir vorinu, með hækkandi sól og grænna grasi.
15
HESTAFRÆÐI BS
HANNA VALDÍS KRISTINSDÓTTIR
REIÐHESTUR
Skuggi frá Glæsibæ 2, 2010 Brúnn Móðir: Spurning frá Glæsibæ 2 Faðir: Roði frá Múla Eigandi: Stefanie Lohmann
Hanna kom alla leið að norðan og ekki er hjá henni vöntun á flottum hrossum svo nýr hestur varð fyrir valinu í hverjum áfanga fyrir sig. Í fyrsta áfangan mætti hún með Óvídá frá Kolgerði til að sýna hvað hún getur. Reyndar er hún nú þekkt sem Snerpa sem passar mun betur við hana þar sem hún er mjög snögg að ná í nammi þegar það er til staðar. Háfætt, glófext, sokkótt og blesótt er hún - ótrúlega snyrtileg hryssa sem passar mjög vel við Hönnu. Í næsta áfanga mætti Hanna með hann Flipa en hann heitir í raun Skurður frá Gunnarstöðum… ekki að einhver myndi vilja kalla hestinn sinn það! Ungur eins og hann er, er hann mjög viljugur en Hanna hefur hann nú vel undir stjórn. Þó það sé ekki alltaf einfalt að koma með ungan hest í reiðmennsku, þá var mjög gaman fyrir Hönnu að fá tækifæri til að kenna honum fullt nýtt, hindrunarstökk æfingarnar voru líklega þær einu sem glöddu hana ekki jafn mikið og samnemendur hennar, en kakan var góð. Með honum Skugga frá Glæsibæ II, kláraði Hanna svo reiðmennsku III. Eins og nafnið hans gefur til kynna er Skuggi brúnn og er hann örugglega stærsti hesturinn í húsinu og einnig með þeim orkumeiri. Hann er ákveðinn áfram og lét búninga ekki stoppa sig við að hlaupa inn í úrslitin á Grímumóti Grana.
HESTAFRÆÐI BS
ÍRIS SVEINBJÖRNSDÓTTIR
REIÐHESTUR
Sigur-Skúfur frá Hvanneyri, 2005 Brún tvístjörnóttur Móðir: Hremming frá Hvanneyri Faðir: Sólon frá Skáney Eigendur: Edda Þorvaldsdóttir og Guðlaugur V. Antonsson
Á Hvanneyri mætti Íris með börn og mann, þyrst í að fræðast meira um Íslenska gæðinginn. Reynslan var ekki mikil í upphafi en í gegnum árin þrjú var hún eins og svampur, dróg í sig alla þá þekkingu sem í boði var. Í fyrsta áfangann mætti hún með Drottningu frá Laugum, og var hún sannkölluð drottning, stælt og vissi af sér. Með stífum æfingum lærðu þær marga nýja hluti og urðu framfarinar framar vonum. Sigur-Skúfur leysti Drottninguna af og fylgdi Írisi í gegnum seinni tvo áfangana. Hann er líklega með fleiri háskólagráður en Georg Bjarnfreðarson og veit alveg hvernig á að gera hlutina, en hann veit líka hvernig er hægt að komast auðveldlega í gegnum hlutina ef knapinn biður ekki um meira. Hann (ásamt reiðkennaranum) kenndi því Írisi margt. Með sitt hasta brokk auðveldaði hann Írisi að ná tökum á stígandi ásetu enda ekki annað í boði, en sitjandi áseta reyndist strembnari, en gaf þó af sér sterkari bak og stinnari rass. Þó Sigur-Skúfur kunni margt, gat hann ekki kennt Írisi muninn á hægri og vinstri, og ytri og innri hendi, kennaranum til mikillar gleði. En til hvers að flækja þetta, hitt hægri virkar líka vel.
17
HESTAFRÆÐI BS
RABEA SKRIPPEK
REIÐHESTUR
Baldursbrá frá Steindórsstöðum, 2012 Jarpur Móðir: Rósalind frá Steindórsstöðum Faðir: Sólon frá Skáney Eigandi: Elisa Susanna Bienzle
Hún Rabea er frá Þýskalandi og þar sem hún hefur gaman að því að tala mikið, var hún einstaklega fljót að læra íslenskuna svo hún gæti komið sínu á framfæri og getur hún núna rætt öll heimsins mál við menn. Stundum má jafnvel heyra hana rökræða við hestinn sinn, sérstaklega þegar hann er ekki mjög samvinnuþýður. Í fyrsta og síðasta reiðmennsku áfanganum kom hún með merina Baldursbrá frá Steindórsstöðum og telst merin algjör barnahestur. En eins faxmikil og hún er, er Baldursbrá einnig mjög skapmikil og ef hún verður ósammála knapa sínum þá lætur hún ekkert þar við sitja og kemur sínum skoðunum á framfæri. “Líkur sækir líkan heim” á vel við þær vinkonur. Merin er samt einstaklega skemmtileg þegar hún er í góðu skapi, það var til dæmis ekki smá gaman hjá henni og knapa sínum að leggja í nokkra skeiðspretti fyrir síðasta prófið. Í öðrum áfanganum breytti Rabea aðeins til og kom með hana Skollabrók frá Sauðanesi, sem er að vissu leiti rauðstjörnótt en ekki bara rauð eins og skráð er í World Feng. Miklum tíma hefur Rabea eytt í það að reyna að finna styttra og betra nafn fyrir merina, en gafst hún upp á því og hló bara með fólki þegar þau heyrðu nafnið í fyrsta skiptið. Merin er skemmtileg og spræk og þar sem hún var bara á sjötta vetri lærði hún fullmikið í áfanganum og kenndi knapa sínum ekki minna.
Vinningshafar Skeifunnar 2022: Helgi Valdimar Sigurðsson, Skollagróf 2021: Laufey Rún Sveinsdóttir, Sauðárkróki 2020: Vildís Þrá Jónsdóttir, Hítarnesi 2019: Guðjón Örn Sigurðsson, Skollagróf 2018: Gunnhildur Birna Björnsdóttir, Bæjarsveit 2017: Harpa Björk Eiríksdóttir, Gríshóli 2016: Þorbjörg Helga Sigurðardóttir, Skollagróf 2015: Jón Óskar Jóhannesson, Brekku, Blásk. 2014: Elísabet Thorsteinsson, Króki 2013: Harpa Birgisdóttir, Kornsá 2012: Svala Guðmundsdóttir, Sauðárkróki 2011: Ditte Clausen, Sauðárkrókur 2010: Franziska Kopf, Lýsuhól, Snæf. 2009: Hlynur Guðmundsson, Ytri-Skógum, Rang. 2008: Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir, Kópavogi 2007: Halla Kjartansdóttir, Ölvisholti, Flóa 2006: Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti, Flóa 2005: Hallveig Guðmundsdóttir, Reykjavík 2004: Sigríður Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún. 2003: Einar Atli Helgason, Snartarstöðum, N-Þing. 2002: Guðmundur Bjarni Jónsson, Hóli, N-Ís. (Bolung arvík) 2001: Erlendur Ingvarsson, Hvolsvelli (Skarð, Rang.) 2000: Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún. 1999: Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Skriðu, Hörgárdal 1998: Ísólfur Líndal Þórisson, Lækjarmóti, V-Hún (Hólar) 1997: Camilla Munk Sörensen, Danmörku (Fagranes, Skag.) 1996: Jón Kristinn Garðarsson, Brennu, Borg. (Mos fellsbær) 1995: Brynja S. Birgisdóttir, Hveragerði 1994: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Vatnshömrum 1993: Þórður Þorbergsson, Akranesi 1992: Jósep Guðjónsson, Strandhöfn, Vopnafirði 1991: Ragnhildur Guðrún Benediktsdóttir, Krossanesi, V-Hún. 1990: Friðrik H. Reynisson, Hlíðarbergi, A-Skaft. 1989: Guðlaugur V. Antonsson, Vík, V-Skaft. (Hvanneyri) 1988: Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, S-Þing. 1987: Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi, S-Múl. 1986: Vignir Sigurðsson, Húsavík (Litla-Brekka, Eyjaf.) 1985: Þór Bjarnar Guðnason, Selfossi (Flúðir, Kópsvatn) 1984: Rúna Einarsdóttir, Mosfelli, A-Hún. (Þýskaland)
1983: Elín Rósa Bjarnadóttir, Reykjavík (Blönduós) 1982: Sverrir Möller, Reykjavík 1981: Sigurjón Bjarnason, Hvoli, Ölfusi 1980: Meyvant Lúter Guðmundsson, Reykjavík 1979: Hróðmar Bjarnason, Hvoli, Ölfusi 1978: Þórir Magnús Lárusson, Þórukoti, V-Hún. (Holts múli) 1977: Hreggviður Eyvindsson, Reykjavík (Svíþjóð) 1976: Óskar E. Sverrisson, Andakílsárvirkjun, Borg. (Borgarnes) 1975: Jón G. Halldórsson, Krossi, Borg. (Borgarnes) 1974: Guðmundur Jónsson, Reykjum, Mosfellssveit 1973: Benedikt Líndal Þorbjörnsson, Reykjavík (Staður, Borgarnes) 1972: Guðmundur S. Einarsson, Dalsmynni, Árn. 1971: Ragnar Hinriksson, Reykjavík (Borgarnes, nú Rvík) 1970: Guðni Vignir Jónsson, Götu, Rang. 1969: Karl Ölvirsson, Þjórsártúni, Rang. 1968: Agnar Kristjánsson, Norðurhlíð, S-Þing. 1967: Bjarni Kristjánsson, Reynivöllum, Kjós (Þorláks staðir) 1966: Sigurbjörn Ómar Ragnarsson, Hvalgröfum, Dal. (Rvík. 1965: Þröstur Bjarkar Snorrason, Stardal, Stokkseyri (Tóftir) 1964: Reynir Aðalsteinsson, Rvík. (Sigmundarstaðir, Borg., Hvanneyri) 1963: Guðmundur Þór Gíslason, Reykjavík (Torfastaðir, Árn.) 1962: Guðmundur Hermansson, Reykjavík (Fjall, Skag., Reykjavík) 1961: Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsst., Árn. 1960: Sigfús Guðmundsson, Reykjavík (Vestra-Geldin holt, Árn.) 1959: Jónas Jónsson, Norðurhjáleigu, V-Skaft. (Kálfh olt, Rang.) 1958: Þórður Ólafsson, Hlíðarenda, Ölfusi (Þorlákshöfn) 1957: Örn Þorleifsson, Reykjavík (Húsey, N-Múl.) 1956: Sigurgeir Ísaksson (engin skeifa)
19
Svipmyndir af Grana viðburðum
Gæðingakeppni 21. febrúar
Úrslit 3. flokkur, minna vanir
Úrslit 2. flokkur, meira vanir
20
Úrslit opinn flokkur
Úrslit í Mjólkurtölti - efstu þrír
21
Folatollar JAKI FRÁ SKIPANESI IS2017135403 F: Nökkvi frá Syðra-Skörðugili M: Nútíð frá Skáney A.e. 7,90 YLUR FRÁ SKIPANESI IS2016135403 F: Skaginn frá Skipaskaga M: Þoka frá Laxárholti A.e. 8,15 EYVINDUR FRÁ BRÆÐRATUNGU IS2019188520 F: Sjóður frá Kirkjubæ M: Eskja frá Bræðratungu Ósýndur KASPAR FRÁ STEINNESI IS2018156285 F: Jarl frá Árbæjarhjáleigu M: Kolfinna frá Steinnesi A.e 8,31 FÓTUR FRÁ ÍBISHÓLI IS2019157685 F: Óskasteinn frá Íbishóli M: Gletta frá Íbishóli Ósýndur PÚKI FRÁ DÝRFINNUSTÖÐUM IS2019158707 F: Trymbill frá Stóra-Ási M: Dögun frá Vatnsleysu Ósýndur
22
KULUR FRÁ HAFSTEINSSTÖÐUM IS2018157341 F: Dofri frá Sauðárkróki M: Fjöður frá Hafsteinsstöðum Ósýndur ÞRÓTTUR FRÁ AKRAKOTI IS2010135328 F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu M: Þeysa frá Akrakoti A.e 8,33 SÍRÍUS FRÁ TUNGUHÁLSI 2 IS2016157897 F: Skýr frá Skálakoti M: Tign frá Tunguhálsi 2 A.e 8,18 HRÓI HÖTTUR FRÁ ÞÚFU Í KJÓS IS2020125437 F: Sigrur frá Stóra-Vatnsskarði M: Þyrnirós frá Þúfu í Kjós Ósýndur HERMÓÐUR FRÁ SYÐRA-VELLI IS2021182812 F: Óskasteinn frá Ívishóli M: Perla frá Syðra-Velli Ósýndur YMUR FRÁ REYNISVATNI IS2002125165 F: Orri frá Þúfu M: Ilmur frá Reynisvatni A.e 8,15
RÁÐGJAFI FRÁ REYNISVATNI IS2018125958 F: Kveikur frá Stangarlæk M: Ráðhildur frá Reynisvatni Ósýndur ÞÓR FRÁ HEKLUFLÖT IS2016101056 F: Stormur frá Herríðarhóli M: Elding frá Árbæjarhjáleigu 2 A.e 8,24 GORMUR FRÁ KÖLDUKINN 2 IS2014156487 F: Grunur frá Oddhóli M: Hrönn frá Árbakka Ósýndur STRAUMUR FRÁ HRÍSHÓLI IS2013145100 F: Þytur frá Skáney M: Embla frá Hæringstöðum A.e 8,02 JARL FRÁ STEINNESI IS2013156299 F: Kiljan frá Steinnesi M: Díva frá Steinnesi A.e 8,35 BRUNI FRÁ LEIRUBAKKA IS2019186701 F: Fenrir frá Feti M: Kvika frá Leirubakka Ósýndur
FÁLKI FRÁ GEIRSHLÍÐ IS2000135888 F: Oddur frá Selfossi M: Dögg frá Geirshlíð A.e 8,07 LEGOLAS (NN) FRÁ GEIRSHLÍÐ IS2019135855 F: Ljósálfur frá SyðriGegnishólum M: Flækja frá Giljahlíð Ósýndur HÁGANGUR FRÁ MIÐFELLI IS2016188217 F: Hringur frá Gunnarsstöðum 1 M: Brúður frá Syðra-Skörðugili Ósýndur HRAUNAR FRÁ HRAUNHOLTI IS2017187791 F: Álfaklettur frá SyðriGegnishólum M: Beta frá Langholti Ósýndur MAGNI FRÁ KERHÓLI IS2018164302 F: Hreyfill frá Vorsabæ M: Sóldögg frá Skriðu Sköpulag 7,76 HRÍMNIR FRÁ HEMLU 2 IS2018190602 F: Skýr frá Skálakoti M: Dýrð frá Hafnarfirði Ósýndur GANGMYLLAN Ósýndur, ungfoli að eignvali
Jaki frá Skipanesi (IG Skipaneshestar)
FÁFNIR FRÁ MIÐKOT IS2018184620 F: Ljósvaki frá Valstrýtu M: Gjöf frá Miðkoti A.e 7,77 GREIFI FRÁ SÖÐULSHOLTI IS2011137860 F: Álfur frá Selfossi M: Blæja frá Svignaskarði A.e 8,23 SAFÍR FRÁ SÖÐULSHOLTI IS2019137860 F: Arion frá Eystrafróðholti M: Donna Frá Króki Ósýndur
NÁTTFARI FRÁ STRANDARHÖFÐI IS2019184741 F: Loki frá Selfossi M: Dimma frá Strandarhöfði Ósýndur FENGUR FRÁ SKÖRÐUM IS2019166998 F: Skýr frá Skálakoti M: Eva frá Strandarhöfði Ósýndur KERHÓLL Ósýndur, ungfoli að eigin vali
HÁLFMÁNI FRÁ SÖÐULSHOLTI IS2020137855 F: Kiljan frá Steinnesi M: Donna frá Króki Ósýndur
23
Ruth Phoebe Tchana Wandji Doktorsnemi lífræðilegur fjölbreytileiki, vistfræði og þróun
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ
EKKERT ER STÆRRA EN NÁTTÚRAN LBHÍ Náttúrulega framúrskarandi háskóli
BÚFRÆÐI
BÚVÍSINDI
NÁTTÚRU- & UMHVERFISFRÆÐI
HESTAFRÆÐI
FRAMHALDSNÁM & RANNSÓKNIR
NORÐURSLÓÐAFRÆÐI
SKÓGFRÆÐI
LANDSLAGSARKITEKTÚR
SKIPULAGSFRÆÐI
WWW.LBHI.IS / Sími 433 5000