1 minute read

Salix lanata 'Vatnsendi' (Yg 757

Lýsing og eiginleikar: Grófur og stæðilegur runni með upprétt vaxtarlag, karlkyns . Laufblöð svipuð og á ‚Ljúfi‘, en virka þykkari og stífari. Axlablöð greinileg. Blómstrar ríkulega. Getur fengið ryðsvepp eins og flestur loðvíðir. Tilraunaræktun: Í safni Yndisgróðurs í: Sandgerði (N2, pl.2012). Aðgengi: Er í ræktun í Nátthaga. Heimildir: Ólafur Sturla Njálsson tölvupóstur janúar 2013.

Uppruni: Kom frá svæðinu í kringum Vatnsenda við Elliðavatn um 1980. Græðlingar af nokkrum runnum voru teknir af starfsfólki Skógræktarfélags Reykjavíkur. Um 1990 var meira farið að velja úr af plöntum sem höfðu verið gróðursettar í Fossvogsstöð. Lýsing og eiginleikar: Uppréttar greinar, runni 80 - 100 cm hár og breiður. Karlkyns og upprétt vaxtarlag. Blöð nokkuð breið og loðin. Gulir rekklar við laufgun. Tilraunaræktun: Engin kerfisbundin tilraunaræktun. Aðgengi: Er einn algengasti loðvíði klónn, ásamt ´Katlagil´, í ræktun í dag. Heimildir: Munnleg heimild, Ásgeir Svanbergsson 17. janúar 2013. Friðrik Baldursson, 2007. Börkur.

This article is from: