Vorboðinn

Page 1

VOR BOÐIN N 80

ÁRA STARFSAFMÆLI GARÐYRKJUSKÓLANS 1939-2019


Þínir hagsmunir hafa forgang - tryggðu öryggi fjölskyldunnar • Sjúkrasjóður tryggir 90% af launum í veikindum og slysum • Styrkir til sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, gleraugnakaupa ofl. • Öflug endurmenntun og fjölbreyttir fræðslustyrkir • 30 glæsileg sumarhús víða um land • Hús á Flórída og tilboðsferðir til sólarlanda • Fjölmörg tilboð og afslættir

Öflugt stéttarfélag – aukin þjónusta

Félag iðn- og tæknigreina er stéttar- og fagfélag fyrir starfsfólk í eftirtöldum greinum: • Málm-, véltækni-, framleiðslugreinum og vélstjórn

• Farartækja- og flutningsgreinum (bílgreinum)

• Bygginga- og mannvirkjagreinum

• Þjónustugreinum (snyrtifræði, hársnyrtiiðn)

• Náttúrunýtingu (garðyrkju) • Hönnun, listum, handverki • Tækniteiknun


EFNISYFIRLIT VORBOÐANS 2019 Ritsjóraspjall...................................................................................................................................... 4 Garðyrkjuskóli LbhÍ á Reykjum .............................................................................................................. 6 Úr hótel­bransanum yfir í garðyrkjunám .................................................................................................. 10 Bý, bý og blómstur ........................................................................................................................... 12 Íslands þúsund krydd: Áfram með kryddsmjörið........................................................................................ 14 Úr lögfræði yfir í garðyrkjunám ............................................................................................................ 17 Að stunda nám í garðyrkjuskólanum 2008-2010......................................................................................... 20 Skrúðgarðyrkjubraut.......................................................................................................................... 22 Skógur og náttúra............................................................................................................................. 23 Garðyrkjuframleiðsla......................................................................................................................... 24 Blómaskreytingar.............................................................................................................................. 25 Opið hús í Garðyrkjuskólanum............................................................................................................. 26 Dagskrá á sumardaginn fyrsta............................................................................................................... 27 Nokkur orð um endurheimt votlendis..................................................................................................... 29 Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar.......................................................................................................... 30 Garðyrkjuskóli LbhÍ Reykjum – Skóli á grænni grein................................................................................... 31 Landslagsarkitektúr og vistrækt............................................................................................................. 32 Garðyrkjustöðin Laugarmýri................................................................................................................ 34 Sáning skref fyrir skref – Steinselja......................................................................................................... 35 Bokashi – Moltugerð.......................................................................................................................... 36 Rósa Guðbjarts­dóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði .......................................................................................... 38 Rótarskot – Skjótum rótum................................................................................................................. 40 Garðykjuskólaferð............................................................................................................................. 42 VAXA – Ný ræktunartækni á íslenskum markaði........................................................................................ 44 Lifandi jarðvegur.............................................................................................................................. 46 Englandsævintýri.............................................................................................................................. 48 Fræðiheitin skelfilegu ........................................................................................................................ 50

Ritstjóri: Snjólaug M Jónsdóttir Blaðamenn: Bára Kristín Þorgeirsdóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir Auglýsingastjóri: Snjólaug M Jónsdóttir Umbrot og prentun: Litlaprent Forsíðumynd: Róbert Daníel Jónsson Ljósmyndir: Guðríður Helgadóttir, Ágústa Erlingsdóttir, Björgvin Eggertsson, Snjólaug M Jónsdóttir Ábyrgðarmaður: Linda María Traustadóttir VORBOÐINN 2019 | 3


RITSJÓRASPJALL SNJÓLAUG M JÓNSDÓTTIR, RITSTJÓRI

V

eturinn farinn og vorið að taka við. Í venju­legu árferði gæti ég byrjað þetta á þessa leið. En það er ekki alveg þannig þetta árið, veturinn hefur verið snjóléttur, sem eflaust margir fagna. En gróðurinn er kannski ekki alveg eins glaður með öll þessi veðra­ skipti, hlýjindi og frost til skiptis, allt komið af stað þegar næsti frostakafli kemur. Þessar umhleypingar yfir vetrartímann geta orðið þess valdandi að gróðurlega verði sumarið okkur ekki gott. Afhverju eru þessar veðrabreytingar, er það eitthvað sem að er af okkar völdum? Höfum við ekki verið að hugsa nógu vel um jörðina okkar, er það eitthvað sem að við höfum enn tíma til að laga? Hvernig getum við hlúð betur að jörðinni okkar? Mikil vakning hefur verið undanfarin ár, flokkun og endurvinnsla, lífrænn úrgang­ ur, minnka mengun, ræktun skóga og nýting landsins er það sem við höfum lagt kapp á að temja okkur í daglegu lífi. En betur má ef duga skal. Til að þetta skili allt árangri þá þurfum við að taka höndum saman öll sem eitt og gleyma okkur ekki í neyslukapphlaupinu, nýtum betur það sem hægt er að nýta og komum því svo til endurvinnslu þar sem hægt er að gefa því framhaldslíf og nýtingu á öðrum sviðum. Snyrtivörur, bætiefni og margt fleira er farið að framleiða úr afurðum úr náttúrunni, lítil fyrirtæki keppast við að vinna það besta mögulega úr ýmsum hráefnum, en þetta er ekki bara mannfólkinu til góða, einnig er að finna afurðir sem að henta dýrum til betri heilsu.

4 | VORBOÐINN 2019

Í ár fagnar Garðyrkjuskólinn í Hveragerði sem nú heyrir undir Landbúnaðarháskóla Íslands, 80 ára afmæli sínu. Mikil saga er í skólanum, margt hefur breyst á þessum árum, áhugi almennings á umhverfismálum hefur aukist og sér maður og heyrir marga spyrja spurninga og velta hinum og þessum aðferðum fyrir sér við ræktun, umhirðu og nýtingu. Á þessu afmælisári er skólinn að ganga frá umsókn sinni í samstarfi við nemendur og starfsfólk skólans að vera Grænfánaskóli.

Við nemendur Landbúnaðarháskólans, Garðyrkjudeild bjóðum ykkur velkomin á Sumarhátíðina okkar þann 25. Apríl en þar verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir unga sem aldna. Gleðilegt gróðursumar til ykkar allra.



GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ Á REYKJUM GARÐYRKJUMENNTUN Í 80 ÁR GUÐRÍÐUR HELGADÓTTIR, STAÐARHALDARI Á REYKJUM OG FORSTÖÐUMAÐUR STARFS- OG ENDURMENNTUNARDEILDAR LBHÍ.

G

arðyrkjumenntun á Íslandi fagnar 80 árum í ár en Garðyrkjuskóli ríkisins hóf starfsemi sína á Reykjum í Ölfusi árið 1939. Jónas frá Hriflu beitti sér fyrir því að ríkið keypti Reykjatorfuna svokölluðu árið 1930 en hann hafði fengið þá snilldar­ hugmynd að byggja upp garð­yrkjumenntun í landinu. Reykjatorfan var um 3.600 hektarar að stærð, auk þess sem torfunni tilheyrði eignarhluti í óskiptu landi í Ölfusforum, sem voru mikilvægt beitiland og engjar fyrir bæina í Ölfusi. Kaupverð Reykja­torfunnar voru 100.000 krónur. Árið 1931 var byggt hús í grennd við bæjarhúsin á Reykjum og var þar rekið berklahæli fram til ársins 1939 þegar Garðyrkjuskóli ríkisins tók til starfa. Ungur og vel menntaður maður, Unnsteinn Ólafsson var ráðinn skólastjóri og stýrði

hann skólanum af röggsemi fram til dauðadags 1966. Þá tók sonur hans, Grétar J. Unnsteinsson við stöðu skólastjóra og starfaði hann fram til ársloka 1998. Næstur í röðinni var Sveinn Aðalsteinsson sem starfaði við skólann 1999- 2004 en það ár var ákveðið að Garðyrkjuskóli ríkisins yrði sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og Rannsóknastofnun land­ búnaðarins og þann 1. janúar 2005 varð til ný stofnun, Land­búnaðarháskóli Íslands, LbhÍ. Garðyrkju­skólinn var þá ekki lengur sjálf­stæð stofnun og garðyrkjunámið varð hluti af starfs- og endurmenntunardeild LbhÍ og hefur undir­rituð stýrt þeirri deild frá stofnun skólans. Á árunum í kringum stofnun Garðyrkju­ skólans voru Íslendingar farnir að tileinka

sér nýtingu jarðhita. Garðyrkjustöðvar spruttu upp á jarðhitasvæðum og oft á tíðum mynduðust þétttbýliskjarnar í kringum stöðvarnar, eins og Hveragerði, Kleppjárnsreykir í Borgarfirði og Reykholt og Laugarás í Biskupstungum. Fyrstu árin voru garðyrkjubændur duglegir að prófa alls konar tegundir í ræktun til að kanna hvað myndi nú gefa bestar tekjur og smám saman varð niðurstaðan sú að í gróður­ húsunum væri skynsamlegast að veðja á einæru tegundirnar eins og gúrkur og tómata. Útiræktun matjurta var á öldum áður aðallega heimavið á bæjum þar sem menn ræktuðu til eigin nota en með aukinni þéttbýlismyndun skapaðist sífellt stærri og öruggari markaður fyrir margar tegundir útimatjurta þótt rótargrænmetið væri alltaf vinsælast. Samhliða því að ylræktarbændur framleiddu matjurtir af margvíslegu tagi ofan í almenn­ ing varð garðrækt til fegrunar umhverfis æ vinsælli. Garðplöntustöðvum fjölgaði því einnig og mikil eftirspurn varð eftir trjám og runnum, fjölærum plöntum og sumarblómum. Sumir garðyrkjumenn sérhæfðu sig í að sinna öllum þessum gróðri og í að byggja upp og móta garða og þannig kom skrúðgarðyrkjan til sögunnar.

GARÐYRKJUSÝNING Í GRÓÐURSKÁLA SKÓLAHÚSSINS Á FJÖUTÍU ÁRA AFMÆLINU. LJÓSM. HANNA UNNSTEINSDÓTTIR.

6 | VORBOÐINN 2019

Garðyrkjuskólinn þróaðist samhliða þróun í garðyrkju í landinu. Á fyrstu áratugum skólastarfsins lærðu allir nemendur alhliða garðyrkju og lítil sérhæfing var í boði. 1967 var hins vegar stofnuð skrúðgarðyrkjubraut við skólann og 1978 kom garðplöntubrautin


REYKIR SKÓLAHÚS

GARÐYRKJUSKÓLINN Í VETRARBÚNINGI 26. NÓV. 2001

til sögunnar. Með tilkomu garðplöntu­ brautarinnar urðu ákveðin skil á milli gróðurhúsaframleiðslunnar og ræktunar utanhúss og því má segja að upphaflega námið hafi þróast yfir í ylræktarbrautina. Síðar bættust við blómaskreytingabraut, umhverfisbraut og skógræktarbraut en þær tvær síðarnefndu hafa verið sameinaðar í braut skógar og náttúru. Nýjasta braut skólans er svo námsbraut um lífræna ræktun matjurta en kennsla á henni hófst árið 2014.

Fjöldinn allur af frábæru fólki hefur starfað við skólann en að öðrum ólöstuðum er ljóst að í skólastjóratíð Grétars J. Unnsteinssonar var Garðyrkjuskóla ríkisins skapað það nafn og orðspor sem hann býr enn að í dag, þótt hann sé nú rekinn undir merkjum LbhÍ.

Í dag er garðyrkja á Íslandi blómleg atvinnu­ grein og hefur á að skipa metnaðarfullu fag­ fólki sem vinnur ötullega að því að framleiða matvæli með ýmsum aðferðum, gróður sem hentar innanhúss sem utan, afskorin blóm

sem gleðja við öll tækifæri, ræktar skóg og sinnir honum frá gróður­setningu til grisjunar og mótar og fegrar okkar nánasta umhverfi með gróðri og grjóti/hellum svo sómi er að. Grunnurinn að góðri fagþekkingu er að sjálfsögðu menntun og þjálfun til viðkomandi starfa. Garðyrkjuskólinn hefur í gegnum tíðina átt í mjög góðu sam­starfi við atvinnulífið og hafa námskrár allra brauta verið unnar í samstarfi við viðkomandi atvinnugrein. Aðsókn að skólanum hefur verið jöfn og stöðug og tók töluverðan kipp á árunum eftir

Þorsteinn Hannibalsson Skrúðgarðyrkjumeistari 8940444 VORBOÐINN 2019 | 7


AÐ LOKNU SÍÐASTA PRÓFI VOR 1996 PÁLINA, SIGURGEIR, SIGURBJÖRG

GAMAN Í SKÓLANUM

2006 SEPTEMBER

REYKIR_SKÓLAHÚS

REYKIR_SKÓLAHÚS

8 | VORBOÐINN 2019

efnahagshrun. Það er hins vegar áhyggjuefni að æ fleiri nemendur kjósa að stunda fjarnám, frekar en staðarnám. Auðvitað eru greinar í garðyrkjunámi sem er auðveldlega hægt að kenna í gegnum vefinn en stór hluti námsins er verklegur og þann þátt er ekki hægt að leysa nema með viðveru nemenda. Eins hefur meðal­aldur nemenda farið upp á við á síðustu árum og er það allt gott og blessað en atvinnugreinin þarf nauð­synlega á því að halda að ungt fólk mennti sig til starfa og sæki sér jafnframt framhalds­menntun í greininni, eigi hún að halda áfram að þróast til framtíðar. Nú á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar er full ástæða til bjartsýni. Eftir margra ára bið hefur skólinn loksins fengið fjármagn til endurbóta og viðhalds á aðalbyggingu skólans og er það sérstakt ánægjuefni að í sumar á afmælisárinu á að endurbyggja garðskálann, hjarta skólans. Þak á kennslu­stofum hefur verið endurnýjað, úthliðar skólahússins klæddar og útsýni úr öllum salarkynnum batnaði stórlega eftir að skipt var um gler í gluggum. Markvisst hefur verið unnið að viðhaldi og endurbótum á útisvæðum skólans og hafa nemendur skrúðgarðyrkjubrautar unnið lokaverkefni sín síðustu ár við endurnýjun á þemagörðum skólans en þeir voru gjöf atvinnulífsins til skólans á 50 ára afmælinu árið 1989. Ef afmælisbarnið ætti að búa til óskalista yfir þær afmælisgjafir sem kæmu sér best til framtíðar er alveg á hreinu að það myndi óska sér rúmgóðrar skemmu fyrir kennslu í skrúð­ garðyrkju og skógrækt. Tilrauna­gróðurhús og önnur gróðurhús skólans nýtast mjög vel til kennslu í garðyrkju­framleiðslu­áföngum en aðstaða til verk­legrar kennslu í skrúð­ garðyrkju er komin vel til ára sinna og orðið brýnt að fá nýja aðstöðu. Næst á listanum yrði svo nútíma­legri aðstaða fyrir blóma­ skreytinga­kennsluna. Blómaskreytinga­námið lá niðri í nokkur ár, fyrst og fremst vegna erfiðra aðstæðna í atvinnugreininni en nú er hópur öflugra kvenna að læra blóma­ skreytingar og mikill áhugi á náminu. Garðyrkja er fag sem sameinar áhugamál og atvinnumennsku og stundum virðast leik­ mönnum skilin þar á milli óljós.Við fagmenn­ irnir erum hins vegar með þau á hreinu. Við höfum valið að leggja stund á garðyrkju og erum svo heppin að fá að vinna við áhugamálið

okkar. Ég hef ekki enn hitt þann garðyrkju­ fræðing sem hefur ekki brennandi áhuga á faginu. Það er því alltaf gaman í vinnunni, verkefnin fjölbreytt í síbreytilegu umhverfi og miklir möguleikar á að skapa sér sína eigin framtíð, ef maður vill vinna sjálfstætt. Tímanum er því vel varið til garðyrkjunáms á Reykjum.

SKÓLAHÚS GARÐYRKJUSKÓLA RÍKISINS Á REYKJUM.BYGGINGU VESTURHLUTA HÚSSINS ER LOKIÐ ÁRIÐ 1965 EN AUSTURÁLMAN ER TILBÚIN ÁRIÐ 1972.RÍKISINS

REYKIR Í ÖLFUSI UM ALDAMÓTIN 1900

REYKIR 1939

REYKIR YFIRLITSMYND VOR 2001


Garðatunnan

auðveldar þér garðvinnuna! Garðatunnan er 240 lítra tunna sem íbúar gerast áskrifendur að. Þú pantar Garðatunnuna á www.gardatunnan.is, fyllir út beiðni og tunnan verður send til þín. Hún er losuð á tveggja vikna fresti yfir sumarmánuðina og er hægt að sjá losunardaga á www.gardatunnan.is. Fáanleg í póstnúmerum: 101-113, 121-172, 200-225 og 270-276.

Weidemann 1160e

Rafmagnsknúin liðstýrð smávél • • • • • •

Innbyggð hleðslustöð fyrir 16 amp tengil Enginn hávaði og engin mengun Hentar vel þar sem þörf er á öflugri vél inni eða úti Lyftigeta allt að 1,350 kg. í beinni stöðu Niðurfellanleg öryggisgrind Skófla og heygreip innifalin í verði

Verð: 4.640.000 kr. án vsk. Miðað við gengi EUR 135 21.3339-02.19

Berghellu 1 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • gamar.is

Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is

Allt fyrir garðinn í

30 ár

Garðlist stuðlar að endurnýjun og þróun innan greinarinnar meðal annars með því að styrkja sitt starfsfólk til náms. Garðlist er leiðandi fyrirtæki á markaðnum.

www.gardlist.is


ÚR HÓTEL­ BRANSANUM YFIR Í GARÐYRKJUNÁM LINDA MARÍA TRAUSTADÓTTIR, NEMANDI Á YLRÆKTARBRAUT

Þ

að eru eflaust margir sem halda að nemendur Garðyrkjuskólans kunni flestir eitthvað fyrir sér í garðyrkjubransanum er þeir hefja nám við skólann. Það mætti ætla að þetta sé fólk sem vinnur í garðyrkju­ bransanum, fólk sem á fjölskyldu sem rekur garðyrkjustöð eða fólk með ofur græna fingur og er bara með þetta í blóðinu. Það er því ekki fyrir hvern sem er að ákveða bara allt í einu að stunda nám við Garðyrkjuskólann, eða hvað?

nám í háskóla, ákvað ég í staðinn að fara að ferðast. Það fór ekki betur en svo að ég notaði næstu fjögur ár í enda­laus ferðalög og virtist ekkert finna út úr því hvað mig langaði að læra.

Sjálf vissi ég lítið um tilvist Garðyrkjuskólans fyrr en nokkrum dögum fyrir lok umsókn­ ar­frestsins síðasta sumar. Ég var manneskjan sem drap allar plöntur sem ég reyndi að eiga, meira að segja kaktusa, og hefði þar af leiðandi ekkert velt námi í þessum skóla fyrir mér þó ég hefði vitað af honum.

Í gegnum skólagöngu mína hafði ég unnið á hótelum í bænum á veturna og á sumrin á hóteli úti í sveit fyrir austan. Eftir lok mennta­ skólans hélt ég því áfram að vinna á hótelinu fyrir austan samhliða ferða­lögunum mínum. Á því hóteli hafði ég verið í ýmsum störfum frá unga aldri og var komin með stöðu sem yfirmaður yfir stóru starfsmanna­teymi og líkaði vel. Ég hugsaði stundum um að mennta mig í einhverju tengdu hótel­bransanum, enda bjó ég að góðri reynslu, en það heillaði mig einhvern­­veginn ekki að starfa við það til framtíðar.

Eftir að hafa klárað menntaskólann vissi ég ekki ennþá hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, þó ég væri löngu komin í endanlega stærð. Í stað þess að skrá mig bara í eitthvað

Í gegnum síðustu ár hafði plöntuáhuginn vaxið og dafnað (og mér tókst loksins að halda lífi á plöntunum þegar ég fattaði að þær þyrftu birtu og ég mætti ekki drekkja þeim) og var

ég komin með óhóflegt magn af plöntum heima hjá mér. Það er öllum hollt að vera úti í náttúrunni en fyrir mér er það alveg nauðsynlegt. Þegar ég var svo komin með alla þessa náttúru inn til mín og ég sá að plöntunum leið bara vel þá fann ég hvernig þessi áhugi hafði lengi blundað í mér án þess að ég hafði áttað mig almenni­lega á því. Einn góðan veðurdag fór ég svo að pæla að ég gæti kannski bara starfað við eitthvað svona, það sem mér fyndist skemmti­­legt að gera. Einhvern veginn átt­aði ég mig ekki á því að það væri hægt, ég hafði bara skoðað allt bóklega námið í háskól­unum og beðið eftir því að átta mig á hvað af því ég myndi enda á að mennta mig í. Ég ákvað því að gúgla garðyrkjumenntun á Íslandi og viti menn, það var til garð­yrkju­ skóli. Ekki nóg með það, heldur var hann staðsettur í Hveragerði, bæ garð­yrkjunnar, og var allt skólasvæðið svo ótrúlega fallegt að ég trúði því varla að þetta væri skóli til að byrja með. Þegar ég var búin að skoða náms­

ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN

MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is

10 | VORBOÐINN 2019


brautirnar gat ég varla valið hvaða braut mig langaði að fara á, þetta var allt svo spennandi til að læra. Eftir mikla ígrundun ákvað ég að velja ylrækt og hef ég ekki enn séð eftir þeirri ákvörðun. Þar sem ég uppgötvaði skólann bara nokkrum dögum áður en skilafresturinn rann út og skólinn tekur bara inn nemendur á tveggja ára fresti þá hafði ég lítinn fyrirvara til að ákveða mig, en ég ákvað að slá til. Ég hef búið í bænum alla ævi en var einnig búin að búa mér líf fyrir austan, leigði starfs­ mannaíbúð þar og hafði ábyrgð að gegna í minni starfsstöðu svo það var svolítil breyting að stökkva bara úr því lífi yfir í eitthvað sem ég þekkti ekki neitt. En ég nýtti tækifærið til breytinga og í kjölfar skóla­skráningarinnar hætti ég í vinnunni minni til margra ára, flutti

á Selfoss um haustið og hóf skólagönguna. Þegar ég tilkynnti fjölskyldu og vinum að ég væri loksins búin að skrá mig í nám þá héldu flestir að það væri hótel­stjórn­unarnám, en þegar ég sagðist hafa skráð mig í Garðyrkju­ skólann var spurningin sem ég fékk oftast á þessa leið; Ha, hefur þú áhuga á blómum? Sjálf vissi ég ekki nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera með námið, en ég vissi að það myndi leiða mig í rétta átt. Fögin eru ótrúlega fræð­ andi og hef ég lært svo mikið að ég er bara önnur manneskja í dag þegar kemur að vitneskju um náttúruna, umhverf­is­mál, garð­ yrkju og alla ræktun almennt. Skólinn er ekki stór og það myndast góð samstaða milli nemenda og kennara. Þó svo að ég hafi varla vitað neitt í þessu námi þegar ég hóf skóla­

göngu mína síðasta haust, þá er námið svo yfirgripsmikið að ég komst hratt á sama stað og sam­nem­endur mínir. Í byrjun skólans gaf ég einnig kost á mér sem formann nemenda­ félagsins og hefur það verið mjög skemmtileg reynsla. Við nemendurnir höfum verið að skipu­leggja hátíð sumardagsins fyrsta, rækta helling af grænmeti sem verður í sölu, gefa út þetta blað og hlakka til útlanda ferðarinnar sem við förum í núna í haust. Ég veit að þegar ég lýk náminu næsta vor verða mér allir vegir færir og er ég næstum komin með valkvíða hvernig ég ætli að nýta námið í framtíðinni. Ætli ég muni kannski freistast til taka fleiri brautir í skólanum eins og svo margir nemendur hafa gert hingað til? Hver veit. Það verður alla­vega sárt að skilja við skólann, svo er víst.

Bokashi Organico kassinn er nýjung í nýtingu lífræns úrgangs og minnkar rúmmál hans á heimilinu um allt að 25 prósent og gefur náttúrulegan áburð fyrir plöntur og gæða moltu. Með því að nota Bokashi Organico hugsar þú um umhverfið.

Bokashi Organico 2 Bokashi Organico

Takk hreinlæti | Dragháls 20 | 110 Reykjavík | www.takk.is | s: 577-6500

VORBOÐINN 2019 2017 | 11


BÝ, BÝ OG BLÓMSTUR ÚLFUR ÓSKARSSON

H

unangsbý, sem ber latneska tegunda­ heitið Apis mellifera, er á meðal mest ræktuðu skordýra heimsins. Þessi skordýra­ tegund er hluti af náttúrulegri fánu margra landa, en finnst ekki villt hér á landi. Hunangs­ bý er ræktað vegna hunangsins, eins og nafnið ber til kynna, en er einnig nýtt til að bera frjókorn á milli blóma, m.a. ávaxtarækt. Frá þeim má líka taka frjókorn, vax, troðkítti (propolis) ofl. Hérlendis er nokkuð um að menn haldi hunangsbý og gengur sú ræktun furðu vel miðað við svala sumarveðráttuna hjá okkur. Greinarhöfundur hefur ræktað huangsbý í nokkur ár, sem m.a. hefur nýst til kennslu í býflugnarækt við Garðyrkjuskólann. Hunangsbý, sem flestir kalla einfaldlega býflugur, eru iðnar lífverur. Á sólríkum sumardegi er gaman að fylgjast með þeim fljúga út úr búinu og taka óhikað strikið í ýmsar áttir, rétt eins og hver og ein fluga viti nákvæmlega hvert hún ætlar sér. Enda er það þannig; hver og ein býfluga hefur nákvæmar upplýsingar um hvert skal stefna og í hvaða tilgangi. Á sama tíma koma býflugur til baka í búið, hlaðnar frjókornum frá blómunum sem þær

12 | VORBOÐINN 2019

hafa heimsótt, og eflaust hafa þær blómasafa í hunangsmaganum. Þær fljúga hægar en flugurnar á útleið og eiga stundum í erfiðleikum með að komast að vegna erlisins við flugopið á búinu. Ef maður setur höndina í flugstefnu þeirra þá líður ekki á löngu þar til uppgefnar býflugur taka að tilla sér þar, láta þreytuna líða úr sér í smá stund og fljúga síðan síðasta spölinn inn í búið. Á meðan þær sitja kyrrar tekur maður eftir því að líkami þeirra hreyfist með ákveðnum takti, eins og þær séu móðar. Jú, það er reyndar tilfellið; þessar hreyfingar færa loft um opin og loftæðarnar á líkama þeirra. Hreyfingarnar færa einnig til vökva inni í þeim, nokkurskonar blóðvökva, sem m.a. færir flugvöðvunum súrefni og kælir þá í leiðinni. Þegar þreyttu býflugurnar koma inn í búið er þeim leiðbeint að stöðum í búinu þar sem þær leggja frá sér frjókornin og koma fyrir safadropanum sem þær söfnuðu í flugferðinni. Blómasafinn er tekinn að breytast í hunang en þarf að þorna á góðum stað í búinu þar til hann er tilbúinn til geymslu. Býflugur byggja sexhyrnd vaxhólf sem nýtast bæði sem matarbúr og vöggustofur. Þar alast lirfur af eggjum sem drottningin í búinu verpir og

þaðan skríður á endanum út ung býfluga. Á meðan lirfan er að stækka þarf hún prótínríka og orkuríka fæðu. Frjókorn eru mjög prótínrík og eru aðalfæða lirfana, en hunangið sem er fullt af sykri er aðal orkugjafinn. Býflugur sem koma hlaðar nýjum vistum eru þess vegna tekið fagnandi við heimkomuna. Og svo þurfa ferðalangarnir, sem eru teknir að jafna sig eftir flugið, að gefa sér tíma til að segja ferðasöguna. Hún er flutt með því að blanda saman dansi, hljóðum, bragð­smökkun og boðefnum. Það var árið 1927 sem Austurríkismaðurinn Karl von Frisch kom með lausnina á ráðgátunni um dans býflugnanna. Löngu síðar, eða árið 1973, hlaut hann Nóbels­verðlaun fyrir þessar og fleiri rannsóknir sínar á atferli býflugna. Hann áttaði sig fyrstur á því að dansinn fól í sér nákvæmar leiðbeiningar um hvar mætti finna gjöfula blómabreiðu. Býflugur nota ýmist vaggdans eða hringdans til að koma upplýsingunum á framfæri, og er hringdansinn notaður ef fæðan er innan við 100 m frá búinu, en vaggdansinn ef fæðan er lengra í burtu. Í vaggdansinum, sem er sýndur á meðfylgjandi mynd, er stefnan gefin með tilliti til áttar að sólu. Sólarstefnan er þá alltaf


lóðrétt stefna inni í mykrinu í búinu (beint upp) og stefnan að fæðunni gefin sem frávik frá lóðréttri stefnu til vinstri eða hægri. Vegalengdin að fæðunni er táknuð sem nokkurs konar tímalengd vagglotunnar í dansinum, sem er bæði táknuð með hljóðum og hristingi. Býflugur hafa nákvæma innri klukku og geta þess vegna leiðrétt stefnuna að fæðunni miðað við gang sólar yfir daginn. Þær skynja einnig skautað ljós og geta þess vegna séð sólina í skýjuðu veðri. Þegar þær meta fjarlægð að fæðulind, þá taka þær einnig tillit til áhrifa mótvinds eða meðvinds. Við góð skilyrði geta býflugur flogið nokkra kílómetra frá búinu til að safna fæðu. Flughraðinn getur verið um 20-24 km á klukkustund.Til að safna hunangsmagni sem nemur einni teskeið (5 ml) er talið að býflugur þurfa að fljúga samtals um 115 km. Svo tekur við meðhöndlun og frágangur hunangsins inni í búinu. Vinnan við þessa fimm millilítra af hunangi gæti því verið ævistarf um 12

býflugna. Þessar upplýsingar byggja á erlendu mati en líklega eru afköst býflugna á Íslandi minni en þetta. Býflugur eru fundvísar á blómstrandi plöntur og hafa sína sérvisku varðandi plöntu­tegundir. Á vorin safna þær frjó­kornum af víðiplöntum og krókusum, og þegar fyrstu túnfíflarnir taka að blómstra suður undir húsvegg eru þær fljótar á vett­vang til að safna frjókornum og blómasafa. Þær þrífast vel þar sem fjöl­ breytni gróðurs er mikil og bestu skilyrðin eru þar sem garðagróður, blómlendi og lyngmói eru í nágrenninu. Rósir, mjaðurt, holtasóley, bláberjalyng, hrútaberjaklungur og rifs­berja­runnar eru dæmi um plöntur sem eru í miklu uppáhaldi. Síðsumars er hvít­smári þeim mikilvægur og einnig beitilyng þar sem það er að finna.

í rólegheitum og þeim leyft að setjast á útrétta hönd til að hvílast. Létt snerting sex smárra fóta við húðina og nálægðin við þessar duglegu lífverur getur breytt viðhorfi margra. Það má því segja að yfirleitt séu þær sauðmeinlausar og jafnvel að þær geri ekki flugu mein.

Býflugur geta sannarlega orðið reiðar ef þær verða fyrir miklu ónæði eða árás. En viðbrögð þeirra eru allt önnur þegar farið er að þeim

ALLTAF RÉTTA AUGNABLIKIÐ

PRÓTEINRÍKT – FITULAUST

#iseyskyr

VORBOÐINN 2019 | 13


ÍSLANDS ÞÚSUND KRYDD: ÁFRAM MEÐ KRYDDSMJÖRIÐ

JAMES MCDANIEL – JÓN FREYR GÍSLASON ÞÝDDI

Í

garðskála garðyrkjuskólans er að finna fallegt musteristré (Ginkgo biloba) sem er upprunnið úr Suðaustur-Asíu. Laufblöð þess eru límónugræn á litin en fá á sig ljósgulan blæ þegar hausta tekur. Þessi trjátegund er eina núlifandi tegundin úr ættbálki musteris­ viða og er aðdáunarvert að hún finnist hér á landi þar sem loftslagið er einkar kaldranalegt. Á næstu komandi áratugum munu líklega æ fleiri plöntu­tegundir lenda í útrýmingarhættu og deyja út vegna loftslags­breytinga eins og kom fyrir ættplöntur musteristrésins. Við teljum að Íslendingar geti lagt lóð sín á vogar­ skálarnar í varðveislu sjaldgæfra plöntu­ tegunda með þekkingu og reynslu á nýtingu jarðvarma.Við gætum einnig framleitt ýmsar tegundir nytjajurta fyrir tilstilli jarðhitans þar sem náttúruleg heimkynni þeirra færu hnignandi, t.d. kaffi og ýmis krydd. Við höfum stundað landbúnað á Íslandi í yfir þúsund ár og aðlagað hann að óstöðugu og síbreytilegu loftslagi. Hefðirnar og venjurnar hafa staðið tímans tönn þrátt fyrir eldgos, hungursneyðar og kuldaskeið um miðaldir en landbúnaðurinn hefur einnig tekið einhverjum stakkaskiptum. Við getum núna beislað orkuna úr iðrum jarðarinnar til að rækta krefjandi plöntur á borð við kaffiplöntur og wasabi-rót. Já, Íslendingar eru með eitthvað alveg sérstakt til að færa heiminum

14 | VORBOÐINN 2019

í formi þekkingar á gömlum landbúnaðar­ háttum og nýjum lausnum. Á meðan að margar aðrar þjóðir hafa fjárfest feikilega í kerfi sem styðja við ræktun á fáum tegundum þá hefur Íslend­ingum tekist að halda uppi nokkuð fjöl­breyttri ræktun fyrir ekki stærri þjóð.Takmarkað vinnuafl í dreif­ býli, öfgakennt veður og sveiflukenndar vinsældir land­búnaðarafurða á þessum litlum markaði hefur kennt íslenskum garðyrkju­ bændum að vera fjöl- og aðlögunarhæfir. Á þessum fjóru stuttu árum sem ég hef unnið við garðyrkju í gróðurhúsum á Íslandi hef ég kynnst einstökum og hæfileikaríkum garð­ yrkjufræðingum. Allt frá tölvuforritara til garðyrkjumanns sem talar fimm tungu­mál. Hinir ýmsu hæfileikar garðyrkjumanna og sameiginleg þekking þeirra gæti haft sitt að segja í aðlögun okkar að breyttu staðbundnu og hnattrænu loftslagi. Einangrun landsins var áskorun fyrir íbúa á fyrri tímum en í dag er landfræðileg ein­angrun stór kostur og framlag okkar til fæðuöryggis í heiminum. Einangrun þýðir færri sjúkdómar og mein­ valdar í landbúnaði. Ímyndið ykkur stórt opinbert verkefni hér á landi sem byggi á því að starfrækja „lifandi“ fræbanka. Margir kannast við alþjóðlega fræbankann á Svalbarða sem hýsir fræ af nytjajurtum frá öllum gena­

bönkum heims. Hann á að tryggja að fræin varðveitist á tímum loftslagsbreytinga og hamfara sem hafa áhrif á fæðuöryggi jarðar­ búa.Við gætum gert eitthvað svipað á Íslandi þar sem aðgengi að jarðhita myndi gera okkur kleift að rækta plöntur í útrýmingarhættu í gróðurhúsum landsins og framleiða þannig fræ á tiltölulega stuttum tíma. Það væri raunveru­leg öryggis­­ráð­stöfun gegn útdauða plantna ef til algjörra loftslagshamfara kæmi. Hvað varðar kryddjurtir og plöntuafurðir þá telja garðyrkjusérfræðingar að eftir­farandi tegundum sé ógnað af lofslags­breytingum: te (Camellia sinensis var.), kardimomma (Elettaria carda­momum), kanill (Cinnamomum spec.), chilli (Capsuum annuum), negull (Syzygium aro­ moticum), kakó (Theobroma cacao), kaffi (Coffea arabica spec.), engifer (Zingiber officinale), pipar (Piper nigrum), saffran (Crocus sativus), gullin­rót (túrmerik) (Curcuma longa) og vanilla (Vanilla planifolia). Þegar hefð­bundnu ræktunarsvæði þessara kryddjurta minnka eða gerast óræktunarhæf gæti Ísland hugsan­ lega gerst önnur uppspretta þeirra og það með viðeigandi gróðurhúsum og fjárfest­ ingum. Afurðirnar gætu í raun verið sameigin­ leg auðlind þjóðarinnar sem færi á markað hér heima og ef til vill til útflutn­ings. Á undan­förnum árum hefur markaðs­virði óhefð­­bundinnar ræktunar aukist og þá


sérstaklega eftir að Nordic Wasabi hóf fram­ leiðslu á plöntu sem er hvað strembnust að rækta innanhúss, nefnilega wasabi (Eutrema japonicum). Það eru miklar líkur á að þessi nýja hlið garð­yrkjunnar dafni með réttri áherslu og fjárfestingu. Það eru líka aðrar blikur á lofti. Núna eru neytendur að kalla eftir því að tekið verði á vandamálinu með umbúðaplastið og allan plastúrganginn.Við gætum ræktað bambus í gróðurhúsum sem yrði notaður til fram­ leiðslu á viðarvörum, umbúðum og ílátum. Möguleikarnir eru nánast endalausir ef sami pólitíski vilji og fjárfesting verður fyrir hendi og áliðnaðurinn naut góðs af á sínum tíma.

Við getum nýtt hugvit íslenskra garð­yrkju­ manna til að stemma stigu við ógnunum sem steðja að fæðuöryggi.Við nýtum hugvitið til að auka sölu innanlands og utanlands á tegundum sem eru á válista vegna loftslags­ breytinga og til að rannsaka og þróa nýjar leiðir í ræktun á plöntum til notkunar í umbúðir. Við getum kannski ekki brauðfætt allan heiminn en við getum og ættum að deila því sem við höfum lært af áskorunum og nýsköpun Íslendinga á fyrri tímum. Eftir þúsund ár vil ég að Íslendingar geti horft til baka í tímann með stolti, stoltir yfir þeim afrekum sem náðust með samvinnu í þessari nýju landbúnaðar­grein.

Orka til framtíðar Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar í Ljósafossstöð útskýrir orkuna sem býr í öllum hlutum á skemmtilegan og fræðandi hátt. Opnunartíma og leiðarlýsingar má finna á landsvirkjun.is/heimsoknir. Verið velkomin.

Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á www.landsvirkjun.is/heimsoknir.

VORBOÐINN 2019 | 15



ÚR LÖGFRÆÐI YFIR Í GARÐYRKJUNÁM VIÐTAL VIÐ ÞRÖST ÞÓRSSON

Þ

röstur Þórsson er starfsmaður í Garð­yrkju­ skólanum og fyrrum nemandi skólans. Samhliða starfinu er hann einnig að bæta við sig námi í lífrænu brautinni í fjarnámi við skólann. Þröstur er ekki einn af þeim sem stefndi að því að vinna í garðyrkju frá unga aldri, heldur er hann lögfræðingur að mennt. Þröstur segir okkur aðeins frá því hvernig það kom til að hann fór úr lögfræði yfir í garð­ yrkjunám og hver staðan hjá honum er núna. Hvernig kom það til að þú fórst úr lögfræði yfir í garðyrkjuna? Ég hef löngum verið námsfús maður og eftir að hafa klárað náttúru- og eðlis­fræði­braut úr MH árið 1985, tók ég eitt ár til viðbótar og kláraði félagsfræði­braut. Þaðan lá leið mín í lögfræði við Háskóla Íslands en ég lauk því námi með embættis­prófið árið 1994. Háskólaárin mín voru mjög áhyggjulaus og skemmtilegur tími. Ég vann oftast langt fram eftir hausti við hellulagnir og lét ekki mikið sjá mig í skólanum fyrr en komið var fram í nóvember. Eftir útskrift hélt ég bara mínu striki í hellulögnunum, sótti um nokkur störf næstu misserin en fékk ekki og var svo sem ekki að sækja það hart að fá þau. Mér fannst bara ágætt að vinna við hellulagnirnar. Ég var mikið að vinna við endurnýja götur í miðbænum, byggja skólalóðir hér og þar um borgina og vinna við lóðaframkvæmdir við sumarhúsabyggðir svo eitthvað sé nefnt. Haustið 1996, um það leyti sem internetið var að ryðja sér til rúms, en faxtækin voru enn þarfasti samskiptaþjónninn, fékk ég loks starf við lögfræði sem fulltrúi á lögmannsstofu. Sex árum síðar stofnaði ég, ásamt öðrum, eigin stofu en af ýmsum ástæðum gekk sá rekstur ekkert allt of vel. Eftir á að hyggja þá var ástæðan aðallega sú að ég hafði bara ekki

nægilegan áhuga á vandamálum viðskipta­ vinanna, auk þess sem sífelldar bréfaskriftir og símtöl út og suður voru ekki að gera mikið fyrir mig. Þetta var samt fín lífsreynsla og alls ekki alslæmt. Fannstu þá út að áhuginn lá í hellulögnum frekar en lögfræðistörfum? Ég var alltaf að vinna eitthvað í hellu­lögn­ unum samhliða lögfræðinni og sumarið 2006, þegar góðærið var á blússandi sigl­ingu ákvað ég að segja skilið við lög­mennskuna og einbeita mér að garð­yrkjunni/hellulögnunum og fór í samstarf við gamlan félaga úr þeim bransa. Það gekk vel fram að hruni, en sumarið 2009 var verkefnastaðan orðin ansi mögur. Félaginn fór þá til Noregs en ég þraukaði áfram hér heima og fór að vinna fyrir skrúðgarð­yrkjufyrirtækið Grástein. Síðar fór ég að vinna fyrir félaga minn úr Garð­yrkju­­skólanum, sem fór út í eigin rekstur eftir námið í skólanum.

matjurtirnar eigi eftir að kveikja í mér neista síðar, þó ég efist nú um það. Veistu hvað þú ætlar að gera í áframhaldinu? Ég hef aldrei gert nein langtímaplön en það gæti farið svo að ég haldi áfram að vinna við skólann. Ég er byrjaður að vinna sem úttektar­ maður hjá Túni, sem er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Það var helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að bæta við lífrænu brautinni síðastliðið haust. Ég byrjaði í þálfun hjá þeim síðasta sumar og er nú kominn í hlutastarf við að taka út lífræna starfsemi. Það eru því ýmsir möguleikar í framtíðinni og leyfi ég því bara að ráðast hvað gerist.

Árið 2014 byrjaði ég svo í Garðyrkju­skól­ anum á skrúðgarðyrkjubraut sem ég kláraði 2016 með sveinsprófi, eftir það tók ég garðog skógarplöntubraut 2016-2018 og byrjaði svo á lífrænu brautinni síðastliðið haust. Hvernig kom það til að þú byrjaðir að vinna í Garðyrkjuskólanum? Það var eftir að ég var búinn að stunda nám við skólann frá árinu 2014 að mér var boðin sumarvinna í fyrra, þegar ég kláraði garð-og skógarplöntubrautina. Orðinn nokkuð leiður og lúinn á hellulögnum tók ég því tækifæri fegins hendi. Mér bauðst svo áframhaldandi ráðning eftir sumarið í eitt ár sem ég þáði með þökkum. Námið í skólanum opnaði fyrir mér áhugann á plöntum og ræktun þeirra. Garðplöntu­áfangarnir á fyrstu önninni í skólanum kveiktu hjá mér áhuga sem enn lifir. Þessa dagana eru það pottaplönturnar sem eiga hug minn allan og hver veit nema

VORBOÐINN 2019 | 17


18 | VORBOÐINN 2019


VORBOÐINN 2019 | 19


AÐ STUNDA NÁM Í GARÐYRKJUSKÓLANUM 2008-2010

Þ

að var mikill hugur í mannskapnum sem mætti til skólasetningar haustið 2008. Stór og fjölbreyttur hópur af nemum hafði ákveðið að læra eitthvað nýtt sem myndi nýtast í bæði starfi og lífinu sjálfu. Það var góður kjarni staðarnema sem hélt lífi í húsinu á meðan fjarnemar stunduðu námið fjarri skólanum. Ég var í hópi fjarnema og hafði valið mér skrúðgarðyrkjubrautina, þar sem ég vann á þeim tíma hjá skrúðgörðum Reykjavíkur. Það er verkbækistöð sem í dag hefur aðsetur á Klambratúni og sér um vesturhluta borgarinnar. Á minni braut vorum við um 12 einstaklingar sem byrjuðum um haustið. En aðeins tveimur mánuðum eftir að skólinn byrjaði, þá bað Geir Haarde Guð að blessa ísland og allir vissu að þetta yrði mjög breytt þjóðfélag þegar við myndum útskrifast. Þegar þarna var komið til sögu urðu sumir frá að hverfa úr námi þar sem atvinnugrunnur margra hrundi. Var þá

20 | VORBOÐINN 2019

ákveðið af skólastjórnendum að opna fyrir nýnema um áramót því töluvert var um atvinnuleysi á þessum tíma og eftirspurnin í skólann var mikil. Námið gekk þó sinn vanagang og hópurinn var einstaklega góður og samheldinn þrátt fyrir að við fjarnemar mættum aðeins eina viku í mánuði í skólann. Í raun var ekki hægt að vera á betri stað á þessum tíma en einmitt í Garðyrkjuskólanum. Allt þjóðfélagið fékk vitundarvakningu eftir góðæri fyrri ára og vildi fara að rækta matjurtir og vera með berjarunna. Það var töluvert hipp og kúl að hafa valið þetta nám á þessum tímapunkti, sem við sáum þó ekki fyrir þegar við skráðum okkur að vori. Við starfsmenn hjá Reykjavíkurborg á þessum tíma fengum mikið af alls kyns spurningum frá fólki sem var á vegi okkar í borgarlandinu, um allt mögulegt tengt garðyrkju. Ýmsar

síður spruttu upp á andlitsbókinni, með alls kyns garðyrkjutengdum fróðleik og þættir í sjónvarpi litu dagsins ljós. Það var eitthvað sem maður hafði ekki orðið mikið var við áður. Allir þurftu að ræða um garðyrkju og prjónauppskriftir. Þessi tvö ár sem ég var í skólanum voru ansi fljót að líða þar sem ég tók verknámið samhliða bóklega hlutanum. Það þótti mér samt góður kostur að geta og kláraði ég námið og verksamninginn á tveimur árum. Eftir útskrift tók við vinna og síðan fórum við 8 manns af skrúðgarðyrkjunemunum í sveinsprófið veturinn 2010-2011. Sá hópur var að mínu mati sérstakur þar sem um var að ræða 5 unga menn og 3 ömmur. Það er nefnilega aldrei of seint að læra og bæta við kunnáttu. Við erum svo 7 af sveinsprófs­ hópnum búin að klára meistaraskólann og störfum í dag öll við garðyrkju á ýmsum sviðum. Að loknu námi starfaði ég áfram hjá


úr Garðyrkjuskólanum svo sannarlega komið vel að notum og er skrúðgarðyrkjunámið í heild þverskurður af störfum mínum í dag. Hjá sveitarfélögunum eru misjafnar þarfir og áherslur eftir stærð og umfangi hvers sveitar­ félags. Í Hafnarfirði erum við mikið að sjá um opin svæði og stofnanalóðir. Þar eru oft leiksvæði barna og sparkvellir.Við erum líka með græn svæði eins og Hellisgerði, sem er skrúðgarður Hafnfirðinga. Auk þess má nefna almenn verkefni, eins og gerð göngustíga, hleðslur og fleira og nýtist námið við þetta allt saman. Meistaranámið og kennsluréttindin bætast svo ofan á það, með þekkingu sem viðkemur stjórnun, rekstri og kennslu og gæti ég ekki verið ánægðari með ákvörðunina sem var grunnurinn að þessu öllu saman. Reykjavíkurborg, en flutti mig yfir í Laugardalinn á verkbækistöð sem sér um umhirðu í Laugardalnum og Laugarneshverfi. Samhliða því fór ég í kennaraháskólann og kláraði kennsluréttindin í skrúðgarðyrkju. Það gerðist svo haustið 2016 að það var auglýst laus staða fyrir garðyrkjustjóra

Hafnarfjarðar og að loknu löngu ráðningarferli var ég ráðin í þá stöðu. Þar sem ég er innfæddur Hafnfirðingur (gaflari) þótti mér það spennandi kostur að bæði breyta um starfsumhverfi eftir 10 ár hjá borginni og vinna í nærumhverfi heimilisins og á æsku­ slóðunum. Á þeim rúmu tveimur árum sem ég hef starfað í Hafnarfirði hefur námið mitt

Ég hugsa oft til tímans er ég var í skólanum og að mínu mati er þetta sú skólastofnun sem mér þykir vænst um. Ég eignaðist marga dygga vini og það besta er að við erum öll með sama áhugamálið; garðyrkju. Ingibjörg Sigurðardóttir Garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar

JARÐGERÐARÍLÁT BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN MOLTU !

www.igf.is

577 5757

Ruddasláttuvélar, gröfubakkó, smágröfur, stauraborar og fl. landbúnaðartæki, ásamt gúmmíbátum og búnaði. Svansson ehf Netverslun í 12 ár. Gæði á góðu verði. Sendið okkur verðfyrirspurn á sala@svansson.is Sími : 697-4900 Við erum á Facebook.

VORBOÐINN 2019 | 21


SKRÚÐGARÐYRKJUBRAUT ÞRIGGJA ÁRA NÁM Á STARFSMENNTASVIÐI, STAÐARNÁM OG FJARNÁM. KENNT Á REYKJUM Í ÖLFUSI.

S

krúðgarðyrkja er lögfest iðngrein og stunda nemendur samningsbundið iðnnám hjá viðurkenndum skrúð­garð­yrkjumeistara með bóklegu námi. Náminu lýkur með sveinsprófi sem síðar gefur möguleika á meistaranámi í skrúðgarðyrkju. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám sem kennt er á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verknám undir handleiðslu skrúðgarð­ yrkjumeistara. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms. Skrúðgarðyrkjufræðingar annast m.a. nýframkvæmdir við gerð garða og útisvæða – leggja hellur, hlaða veggi og planta út trjám svo dæmi séu tekin. Þeir sjá líka um viðhald

22 | VORBOÐINN 2019

eins og trjá- og runnaklippingar, illgresis­ eyðingu, slátt, mosatætingu, úðun, áburðargjöf og margt fleira. Sérhæfing er umtalsverð. Sum fyrirtæki eru nær ein­göngu í nýframkvæmdum en önnur helga sig viðhaldi garða og stórra opinna svæða. ÁHERSLUR Í NÁMI

Í skrúðgarðyrkjunámi er kennt allt er viðkemur nýbyggingu, viðhaldi og endurgerð lóða af ýmsum stærðum og gerðum, hvort sem það er einkagarðurinn eða stór opin svæði. Skrúðgarðyrkjunemar læra auk þess öll helstu undirstöðufög garðyrkjunnar eins og grasafræði, jarðvegsfræði, plöntulífeðlis­ fræði, plöntu­vernd, rekstrar- og markaðsfræði

og plöntuþekkingu á trjám, runnum og garðblómum. AÐ LOKNU NÁMI

Skrúðgarðyrkjufræðingar hafa allnokkra atvinnumöguleika, m.a. hjá skrúðgarð­yrkju­ fyrirtækjum, sveitafélögum eða garðyrkju­ deildum stærri stofnana ýmist sem almennir starfsmenn eða verkstjórar. Margir fara út í sjálfstæðan rekstur eða vinna sem verktakar hjá stærri fyrirtækjum.


SKÓGUR OG NÁTTÚRA ÞRIGGJA ÁRA NÁM Á STARFSMENNTASVIÐI, STAÐARNÁM OG FJARNÁM. KENNT Á REYKJUM Í ÖLFUSI.

N

ámið veitir nemendum undirstöðu­ þekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna reynslutíma við alhliða skógræktareða garðyrkjustörf auk hluta af verknámi áður en þeir hefja bóknám. ÁHERSLUR Í NÁMI:

Kenndar grunngreinar náttúrufræði, svo sem jarðvegs- og áburðarfræði, plöntu­þekking,

plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfis­ fræði. Einnig er fjallað ítarlega um skógrækt, nýtingu skógarafurða, skjól­belti, útivistar­ svæði og friðlönd. UPPBYGGING NÁMSINS

Nám á brautinni skiptist í bóklegt nám, 4 annir við Starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum Ölfusi og verklegt nám í alls 72 vikur á verknámsstað undir handleiðslu fagmanna. Af 72 vikna verknámi eru 60 vikur dag­bókar­ skyldar og er dagbók metin til einkunnar. Alls er námið 136 einingar, 76 einingar bóklegt og 60 verknám.

AÐ LOKNU NÁMI: Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er skóg- og trjárækt og verkstjórn á þeim sviðum. Jafnframt vinna þeir við margvísleg störf sem tengist uppgræðslu, landbótum, náttúru­vernd, útivistar- og ferðaþjónustu­ svæðum, grænum svæðum í þéttbýli, ofl.

VORBOÐINN 2019 | 23


GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA ÞRIGGJA ÁRA NÁM Á STARFSMENNTASVIÐI, STAÐARNÁM OG FJARNÁM. KENNT Á REYKJUM Í ÖLFUSI.

N

ám í garðyrkjuframleiðslu veitir nemendum staðgóða þekkingu í garðyrkjuframleiðslu við íslenskar aðstæður. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna verknámi á verknámsstað sem skólinn viðurkennir, áður en bóknám hefst. ÁHERSLUR Í NÁMI

Kennd eru undirstöðuatriði plöntu­fram­ leiðslu. Einnig er fjallað um markaðs­mál, rekstur og rekstrarumhverfi greinar­innar sem og félagslega uppbyggingu hennar. Sérfög námsins hefjast á annarri önn en á þeirri fjórðu skiptist námið upp eftirfarandi brautir:

24 | VORBOÐINN 2019

GARÐ- OG SKÓGARPLÖNTUBRAUT:

Nemendur læra allt um framleiðslu og uppeldi garð- og skógarplantna við íslenskar aðstæður. Auk grunngreina í plöntulífeðlis­ fræði, jarðvegs- og áburðafræði, læra nemendur um allar helstu tegundir garð- og skógar­plantna í ræktun, auk matjurta og ávaxtatrjáa. Garðyrkjufræðingar af þessari braut starfa í garð- og skógarplöntustöðvum við uppeldi og sölu plantna, hjá sveitarfélögum eða við margvísleg garðyrkjustörf. LÍFRÆN RÆKTUN MATJURTA:

Nemendur læra framleiðslu á matjurtum og afurðum þeirra eftir aðferðum lífrænnar ræktunar, bæði í gróðurhúsum og utanhúss. Nemendur læra um mismunandi ræktunar­ stefnur, jarðvegs- og skiptiræktun, býflugna­ rækt til hunangsframleiðslu, gæðamál og úrvinnslu afurða. Stóraukin eftirspurn er eftir

afurðum framleiddum með lífrænum aðferðum þannig að atvinnu­möguleikar eru miklir að loknu námi. YLRÆKTARBRAUT:

Nemendur læra um framleiðslu margvíslegra afurða í gróðurhúsum, svo sem matjurta, afskorinna blóma og pottaplantna. Auk grunngreina garðyrkjunáms er farið í loftslagsstýringu í gróðurhúsum, viðbrögð við meindýrum og sjúkdómum, gæðamál og umhverfismál tengd faginu. Framleiðsla matvæla í gróðurhúsum er ört vaxandi grein og mikil þörf fyrir vel menntað garðyrkjufólk.


BLÓMASKREYTINGAR ÞRIGGJA ÁRA NÁM Á STARFSMENNTASVIÐI, STAÐARNÁM OG FJARNÁM. KENNT Á REYKJUM Í ÖLFUSI.

N

ámið veitir nemendum grunnfærni í störfum sem lúta að blómaskreytingum sem notaðar eru við margvísleg tækifæri. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna starfsnám undir handleiðslu verknámskennara. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms. ÁHERSLUR Í NÁMI:

Á námstímanum fá nemendur kennslu og þjálfun í öllum helstu aðferðum við meðhöndlun og notkun blóma í blóma­ skreytingum. Ítarlega er farið yfir form- og litafræði og nemendur vinna með öll algengustu stílbrigði blómaskreytinga. Nemendur fá innsýn í rekstur blómaverslana

og læra að setja fram vörur í verslunum. Auk þess er farið yfir meðferð afskorinna blóma og greina sem og algengustu pottaplöntur og meðferð þeirra. AÐ LOKNU NÁMI:

Að loknu námi fá nemendur starfsheitið blómaskreytar eða garðyrkjufræðingar af blómaskreytingabraut. Starfsvettvangur blómaskreyta eru blómaverslanir og blómaheildsölur eða eigin rekstur, sala og ráðgjöf til viðskiptavina og aðstoð við vöruuppsetningu í verslunum.

verslunarstjórn og/eða rekstur blóma­ verslunar. Starfið er ákaflega fjölbreytt og blómaskreytar eru þátttakendur í stærstu viðburðum viðskiptavina sinna svo sem stórafmælum og brúðkaupum. Námið býður upp á möguleika á framhaldsnámi erlendis auk þátttöku í alþjóðlegum keppnum á sviði blómaskreytinga.

Að loknu námi geta nemendur starfað sjálfstætt sem blómaskreytar eða tekið að sér

VORBOÐINN 2019 | 25


KORT AF SVÆÐINU

1 2

3

s

26 | VORBOÐINN 2019

s

4

5

6

7


OPIÐ HÚS Í GARÐYRKJUSKÓLANUM 25. APRÍL 2019, KL 10:00-17:00 1

Skólabygging

2

Lystigarðar

3

Útisvæði

4

Pottaplöntuhús

5

Bananahúsið

6

Verknámshús

7

Tilraunahúsið

s

Salerni

Hlutavelta með frábærum vinningum hefst kl 10:30 Vöfflusala, kleinur og kaffi Glæný uppskera af hnúðkáli, grænkáli, gulrótum og fleira Falleg blóm til sölu Hátíðardagskrá með forseta Íslands hefst kl. 13:30 Kynning á Garðyrkjuskólanum og náminu Kynningar- og sölubásar og skemmtileg stemning Kakó, skógarte og grillaðir sykurpúðar Torfbæir til sýnis, hestar teymdir undir börn og ratleikur um svæðið Safn af ýmiskonar pottaplöntum, stórum sem smáum Bananaplöntur, kaffirunni, risakaktusar og aragrúi hitabeltisplantna Andlitsmálning, pylsur, gos, ís og nemendaverk til sýnis Tómtar, paprikur, gúrkur og melónur

VORBOÐINN 2019 | 27



NOKKUR ORÐ UM ENDURHEIMT VOTLENDIS HLYNUR ÓSKARSSON, LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS HVAÐ ER ENDURHEIMT VOTLENDIS?

Hugtakið endurheimt votlendis felur í sér að ráðast í einhverskonar framkvæmd til að færa raskað votlendi sem næst fyrra horfi og mögu­legt er. HVER ER TILGANGURINN MEÐ ENDURHEIMT?

Margvíslegar ástæður geta legið til grund­ vallar því að ráðist er í endurheimt votlendis. Í sumum tilfellum er tilgangurinn að auðga fuglalíf, í öðrum að bæta vatnafar, og nokkuð er um það að bændur hafi fyllt ofan í skurði sem reynst höfðu skeinuhættir búfénaði. Á undanförnum árum hefur það færst mjög í vöxt að endurheimta votlendi til að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið, en losun koltvísýrings úr framræstu landi er stærsti einstaki þátturinn í losunarbókhaldi þjóðarinnar. HVERNIG ER VOTLENDI ENDURHEIMT?

Algengasta aðferðin til að endurheimta vot­ lendi er að moka ofan í skurðina og á mörgum svæðum er það tiltölulega auðvelt því gamli uppúrgröfturinn er enn til staðar. Á svæðum þar sem að efni skortir til að fylla í skurðina er algengt að stífla þá í staðinn og hækka þannig vatnsstöðuna, en við slíkar aðstæður þarf að gæta þess að vatnsfylltir skurðirnir séu ekki hættulegir mönnum og skepnum.

HVERJIR STYRKJA ENDURHEIMT VOTLENDIS?

HVAÐ MEÐ ÓVISSU UM GAGNSEMI ENDURHEIMTAR?

Á undanförnum árum hafa stjórnvöld sett fjármuni í endurheimt votlendis og er það fé veitt í gegnum Landgræðsluna. Bændur og aðrir landeigendur sem vilja ráðast í endur­ heimt votlendis geta sótt um bæði ráðgjöf og fjármögnun til Landgræðslunnar (sjá: https://www.land.is/endurheimt/). Einnig er hægt að sækja um ráðgjöf og fjármögnun til Votlendissjóðsins (sjá: http://votlendi.is/) og í sjóðinn Auðlind (http://audlind.org/).

Að undanförnu hafa komið fram nokkrar spurningar um gagnsemi endurheimtar votlendis til að draga úr losun gróðurhúsa­ lofttegunda. Of langt mál yrði að reyna að svara til hlítar þeim spurningum hér, en þess í stað er bent á að flestum þessara spurninga er svarað ágætlega á netsíðu Votlendissjóðsins (sjá: http://votlendi.is/spurningar-ogsvor/). Í stuttu máli er þó rétt að taka það fram að samkvæmt mati vísindanefndar Loft­ lags­samnings Samein­uðu þjóðanna er ekki nokkur vafi um ávinningin af endurheimt votlendis til samdráttar í losun gróðurhúsa­ lofttegunda.

HVERNIG GAGNAST ENDURHEIMT VOTLENDIS TIL AÐ STEMMA STIGU VIÐ LOFTLAGSBREYTINGUM?

Mýrlendisgróður, líkt og annar gróður, bindur koltvísýring úr andrúmsloftinu í vefjum sínum við vöxt, en sökum hárrar jarðvatnsstöðu brotna jurtaleifar ekki niður heldur safnast fyrir sem lífrænt efni í jarð­ veginum (mór). Mýrar eru því nokkuð mikilvirkar í því að fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu og koma því fyrir í jarð­ lögum. Þetta ferli hefur verið virkt nánast frá ísaldarlokum og víða hafa safnast fyrir nokkra metra þykk mólög. Við framræslu verður jarðvegurinn loftaður og hefst þá niðurbrot þess lífræna efnis sem safnaðist hafði fyrir og við það losnar verulegt magn koltvísýrings út í andrúms­loftið.

HVAR GET ÉG NÁLGAST UPPLÝSINGAR UM VOTLENDI OG ENDURHEIMT ÞESS?

Margvíslegan fróðleik um votlendi og endurheimt votlendis má finna á heimasíðu Votlendissjóðsins (sjá: http://votlendi.is/).

VORBOÐINN 2019 | 29


RÆKTUNARSTÖÐ REYKJAVÍKURBORGAR AUÐUR JÓNSDÓTTIR, GARÐYRKJUFRÆÐINGUR

Þ

egar farið er til suðurs eftir Háleitisbraut í Reykjavík framhjá Borgarspítalinum er fljótlega komið að stóru hliði þar sem stendur á skilti skýrum stöfum RÆKT­UNAR­STÖÐ REYKJAVÍKUR. Í forvitni minni smeygði ég mér inn um hliðið og á planinu fyrir utan stöðvarhús Ræktunarstöðvarinnar sem umlukið er gömlum vöxtulegum trjám hitti ég fyrir Auði Jónsdóttur garðyrkjufræðing sem hefur meðal annars það hlutverk að verk­stýra ræktunarstöðinni.

Ég bað Auði að segja mér í stuttu máli um rekstur stöðvarinnar.

alla borg og fara í beð, ker, skrúðagarða og útivistar­­­svæði borgarinnar.

Starfsemi Ræktunarstöðvar Reykjavíkur­ borgar stendur á gömlum merg. Reykja­ víkurborg hóf að rækta eigin plöntur til gróðursetningar i borginni á fyrri hluta 20. aldar.

Það er meðal annars eitt af okkar hlut­verkum að viðhalda íslenskum kvæmum og ræktunaryrkjum og fjölga sem mest efni­við sem hefur aðlagast íslenskum aðstæð­um. Við tökum þátt í þróunarstarfi sem felst í að leita að og prófa nýjar tegundir og yrki og fylgjast með hvernig þær aðalag­ ast íslenskum aðstæðum. Þannig er leitast við að bæta þann efnivið sem ræktaður er í görðum og útivistarsvæðum og auka fjöl­breytni. Samstarf við ýmsa aðila eins og Land­búnaðar­háskóla Íslands og aðrar rannsóknarstofnanir og samtök sem sinna rækt­unar­starfi er mikilvægur þáttur í starfsemi okkar. Það eru 7 starfsmenn núna í fullustarfi síðan bætast við sumarstarfsmenn í þegar skólatíð lýkur.

Lengst af var gróðrastöðin starfrækt í Laugar­ ­dal en frá árinu 2001 hefur starfsemin verið vestast í Fossvogsdalnum á um 10 ha lands. Innan stöðvar eru mörg stæðileg tré sem standa bæði stök og í þyrpingu og utan um útisvæði eða ræktunarreiti eru víðast hvar skjólbelti.Við erum með 4 upphituð gróður­ hús og 7 minni plasthús. Nýlega reistum við tvö myndarleg plasthús alls 22,5 m2 hvert hús. Þá eru á svæðinu skemm­ur og geymslur ásamt skrifstofu­hús­næði og stafsmannaaðstöðu. Við höfum reynt að fylgja nútímakröfum og leggjum metnað okkar í að tæknivæða húsin og byggja upp tæki og tól til að létta okkur alla vinnu.

UNGAR UPPRENNANDI PLÖNTUR Í UPPELDI.

30 | VORBOÐINN 2019

Verkefnin eru mörg og fjölbreytileg í Ræktunarstöðinni árið um kring.Við ræktum mikinn fjölda tegunda og yrkja af ýmsum gerðum og í öllum regnboganslitum. Plönturnar okkar sem eru tré, runnar, sumarblóm og fjölæringar sem dreifast um

Við höfum haft marga garðyrkjunema í verknámi gegnum tíðina og erum við með tvo nema núna. Þróunar- og ræktunarstarfið í Ræktunar­ stöðinni er í senn gefandi og skemmtilegt, að ala upp plöntur í gróðrarstöð, fylgjast með þeim stækka og dafna og hitta þær síðan fyrir í borgarlandinu þegar þær hafa yfirgefið okkur.


GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM – SKÓLI Á GRÆNNI GREIN

Í

byrjun þessa árs vaknaði sú hugmynd að Garðyrkjuskóli LbhÍ á Reykjum myndi bætast í hóp rúmlega 200 íslenskra skóla sem státað gætu af Grænfánanum, alþjóð­legri umhverfisviðurkenningu sem Land­vernd sér um. „Skóli á grænni grein“ er alþjóðlegt umhverfis­menntarverkefni sem rekið er af Land­vernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfis­mennt, menntun til sjálf­ bærni og að styrkja umhverfis­stefnur skóla. Verk­efnið er stærsta umhverfis­menntar­ verkefni í heimi og er haldið úti af samtök­unum Foundation for Environmental Education.

hefur tekið talsverðan tíma. Fyrsta verkefnið var að stofna umhverfis­nefnd. Í samvinnu við verk­efnis­­stjóra Landverndar voru valin ákveðin þemu, og markmið sett til að ná utan um þau. Við völdum þemu sem lúta að annars vegar neyslu og úrgangi og hins vegar náttúru­vernd. Hér við skólann erum við svo lánsöm að mörg af markmiðunum sem við settum okkur höfðu þegar verið uppfyllt. Skólinn telst vera framar­ lega í umhverfis­mennt hér á landi og í mörgum áföngum fer fram kennsla um umhverfismál, náttúru­vernd, vist­heimt og sjálf­bærni, enda stendur það ræktendum nærri.

Uppruni verkefnisins er nokkurs konar svar við ákalli frá ráðstefnunni um umhverfi og þróun í Ríó 1992. Meðal niðurstaðna ráð­stefn­ ­unnar var „Ríóyfirlýsingin um umhverfi og þróun“ (The Rio Declaration on Environ­ment and Development“ og „Áætlun 21“. Í þeim anda var síðan verk­efninu „Skóli á grænni grein“ komið af stað. Nú er Græn­fánaskóla að finna í um 70 löndum. Hér á landi eru þeir um 230 talsins, á öllum skóla­stigum. Íslenskir fram­halds­skólar og háskólar með græn­­fána­­ viðurkenningu eru um 15 talsins.

Þegar þessi orð eru skrifuð er vinnan langt komin en ekki að fullu lokið. Umhverfis­ sáttmáli er næsta skref hjá okkur, það verður nokkurs konar lokaafrakstur starfs­ins og mun endurspegla þær áherslur sem skólinn setur sér í umhverfismálum í náinni framtíð. Að því loknu tekur við eftirlit og mat á árangri, sem má að sjálfsögðu ekki slaka á ef raun­ verulegur árangur á að nást.

Til að hljóta þessa viðurkenningu þarf skólinn að fara í gegnum heilmikla grunn­vinnu sem

Nemendur og starfsfólk hafa unnið saman að verkefninu og við hlökkum öll til þess að geta flaggað grænfánanum á Reykjum. IG

VORBOÐINN 2019 | 31


HILDUR DAGBJÖRT ARNARDÓTTIR, LANDSLAGSARKITEKT, ER 32 ÁRA HNÍFSDÆLINGUR

LANDSLAGSARKITEKTÚR OG VISTRÆKT VIÐTAL VIÐ HILDI DAGBJÖRTU ARNARDÓTTUR, LANDSLAGSARKITEKT TEXTI: ÓLI FINNSSON, MYNDIR: ÁSGEIR ÞRASTARSON OG HILDUR DAGBJÖRT ARNARDÓTTIR, TEIKNINGAR: HILDUR DAGBJÖRT ARNARDÓTTIR, VERKÍS

"Náttúran var alltaf mjög nálægt þegar ég var að alast upp, það var nóg að labba út um dyrnar og skella á sig gönguskíðunum eða hlaupa beint út í á ef veður leyfði. Stutt í ævintýrin." segir Hildur Dagbjört Arnar­ dóttir, landslagsarkitekt, sem aldist upp í Hnífsdal og fann köllun sína í að skipuleggja umhverfið í kringum sig. Hún lagði ung land undir fót til að sækja nám bæði á Hvanneyri og síðar í Noregi. Nú fjórum börnum og tveimur námsgráðum síðar er hún flutt aftur á heimaslóðirnar, á Ísafjörð.

vel við mig, enda með mikinn áhuga á gróðri, og þá var stefnan tekin á að fara í það nám."

"Mér var alltaf sagt að ég yrði arkitekt því ég teiknaði svo mikið þegar ég var lítil. Svo í grunnskóla fór ég í áhugasviðspróf og þá fékk landslagsarkitekt háa einkunn hjá mér. Ég vissi svo sem ekkert hvað það væri en var sagt að það snerist um tré, skipuleggja eitthvað úti og teikna. Mér fannst það passa ótrúlega

Eftir að B.S. náminu lauk flutti Hildur til norður Noregs í Bodø kommune, þar sem hún vann við að skrásetja og skipuleggja leiksvæði, útbúa grafískar teikningar ásamt kennslu. Eftir 9 mánaða dvöl í Bodø settist hún aftur á skólabekk. Í þetta sinn við háskólann að Ási í Noregi. Þar lauk hún

32 | VORBOÐINN 2019

RÉTTA LEIÐIN

Hildur settist þá á skólabekk í umhverfis­ skipulagsfræði á Hvanneyri og fann sig þar. "Ég var svo heppin að fá sumarvinnu hjá Teiknistofunni Eik eftir fyrsta árið. Þar fékk ég strax að prufa mig áfram í allskyns hönnunarverkefnum. Eftir það var ég viss um að ég væri á réttri leið. Að vinna við fagið meðfram skólanum hjálpaði mér mjög mikið"

mastersnámi í landslagsarkitektúr. "Ég gat valið um nám í skipulagsfræði eða landslags­ arkitektúr með B.S. gráðuna frá Hvanneyri. En þessi nám eru svo nátengd að það þykir ekki óeðlilegt að lands­lags­arkitektar vinni einnig við skipulagsmál." VISTRÆKTARHÖNNUN (E. PERMACULTURE)

Umhverfismálin eru Hildi mjög hugleikin og notar hún almennt vistræktarhönnun þegar verkefnin leyfa það. "Fólk sem ræður mig til starfa veit að ég er mjög fókuseruð á umhverfis­mál. Ég nota yfirleitt vistrækt sem hönnunaraðferð. Það hentar flestum verk­ efnum, enda er vistrækt heildrænt kerfi sem tekur á öllum þáttum. Þá dreg ég fram allar umhverfisvænar lausnir sem til eru og sýni fram á hagkvæmni þeirra. Síðan legg ég það undir notendurna hvort þeir séu sammála


"ÞAÐ ER MJÖG HENTUGT AÐ NÆLA SÉR Í GÓÐA VERKLEGA REYNSLU TIL AÐ SKILJA HVERNIG FRAMKVÆMA ÞARF VERKIÐ. SMÍÐAR, HELLULAGNING EÐA HLEÐSLA GETA HJÁLPAÐ MJÖG MIKIÐ."

NÁTTÚRULEG HLEÐSLA OG HÖNNUN Á SELASKOÐUNARSTAÐ VIÐ HVÍTANES Í SÚÐAVÍKURHREPPI, HÖNNUN: HILDUR DAGBJÖRT ARNARDÓTTIR, VERKÍS. FRAMKVÆMD: TÍGUR

mér sem þeir eru í mjög mörgum tilfellum. En oft þarf einhverjar mála­miðlanir í lokin." En hvaða ráð myndi Hildur gefa þeim sem hafa í hyggju að nema skipulagsfræði eða landslagsarkitektúr.

H:2,2m

"Það er mjög hentugt að næla sér í góða verklega reynslu til að skilja hvernig fram­ kvæma þarf verkið. Smíðar, hellulagning eða hleðsla geta hjálpað mjög mikið. Ég vildi að ég hefði fengið meiri verklega reynslu þegar ég var að fara í gegnum námið og ekki bara unnið á arkitektastofum, þó ég vanmeti ekki þá reynslu. En það getur verið erfitt að næla sér í verklega reynslu þegar náminu er lokið."

skjólveggur: liggjandi 45x95 plankar milli staura festir m bmf vinklum 95x95 staurar standandi klæðning lerki 23,5x100 0,05m millibil Sama hæð og girðing kringum sparkvöll

girðing:

hjólastæði

liggjandi 45x95 plankar milli staura festir m bmf vinklum 95x95 staurar

runnabeð fylling: 1cm þykkur pappi eða dagblöð lögð með skörun

0,15-0,5

standandi klæðning lerki 23,5x100 0,05m millibil

5 cm lag af gömlu heyji

GRÆNAGARÐSBRYGGJA ER Á FRAMKVÆMDAÁÆTLUN ÍSAFJARÐARBÆJAR FYRIR ÁRIÐ 2019
HÖNNUN: HILDUR DAGBJÖRT ARNARDÓTTIR, VERKÍS Íþróttahús

26x26 kubbar, þar sem fest við staura

staurar steyptir í 315mm hólka 0,8m niðurfyrir yfirborð

kantur gróðurbeð: óheflaður 48x198 planki hælar óheflaður viður 48x48

þörf á að bæta aðgengi að íþróttahúsi

grús

0,1m húsdýraáburður

núverandi möl

malbik

staurar steyptir í 315mm hólka 0,8m niðurfyrir yfirborð

0,2m trjágreinar, trjástofnar og ómeðhöndlaður viður

0,3m sandur 3

B-B' 1:20 Girðing og runnabeð

núverandi gangstétt

girðing & helluröð beggja vegna

3

helluröð

ut

skjólveggur: liggjandi 45x95 plankar milli staura festir m bmf vinklum 95x95 staurar

5

helluröð

standandi klæðning lerki 23,5x100 0,05m millibil

6

bra

uta

þra

H:2,2m

C-C' 1:20 Sandkassi

4

3

trjástubbar missverir og misháir H:1,15-1,5

0,1x0,1m hellur, modena lagðar í þurrsteypu

óheflaður 48x198 planki

0.3m gróðurmold

núverandi möl

núverandi möl

0,4

26x26 kubbar, þar sem fest við staura

grús

0,15m af húsdýraáburði útisvæði inar, stofnarvið ogsundlaug ómeðhöndlaður viður

0,3

óheflaður 48x198 planki

ca. 0,15m af gróðurmold

hjólastæði

helluröð

helluröð

gróðurbeð fylling:

núv. möl

klifurkastali helluröð

helluröð

stórgrýti og trjádrumbar fyrir klifur

núv. kastali

5 cm lag af gömlu heyji

6x rólur

1cm þykkur pappi eða dagblöð lögð með skörun

stubbatrappa

kantur gróðurbeð:

stórgrýti og trjádrumbar fyrir klifur

helluröð

helluröð

B-B'

núv. möl

skjólveggur 1,2m

hjólastólaaðgengi sethringur eldstæði

helluröð helluröð

helluröð

0,15m trjágreinar, stofnar og ómeðhöndlaður viður

núverandi möl

núverandi möl

grús

0,15m af húsdýraáburði

D-D'

beðkantur

26x26 kubbar, þar sem fest við staura

ca. 0,15m af gróðurmold

malbik

núv. möl

beðkantur

þrautabraut

óheflaður 48x198 planki

hælar, óheflaður viður 48x48

helluröð núv. möl

nskóli

óheflaður 48x198 planki

snúningstæki

hreiður róla

staurar steyptir í 315mm hólka 0,8m niðurfyrir yfirborð

mismunandi hæð á beðum

krani fyrir vökvun

helluröð

helluröð meðfram grassvæði

upphækkuð matjurtabeð

A-A' 1:20 Skjólveggur og beð

B-B' 1:20 Girðing og runn

helluröð & beðkantur

helluröð & beðkantur

moltukassar

skjólmyndandi háir runnar og tré

malbik

sorp 0,7m rammi:

beðkantur

2m gur

lveg

skjó

núv. möl

C-C'

upphækkuð beð fylling:

r antu 2,6m setk 2,3gur lveg skjó

5 cm lag af gömlu heyji

röð viður 48x48 matjurtabeð fylling:

óheflaður 48x198 planki

5 cm lag af gömlu heyji

hælar, óheflaður viður 48x48

sparkvöllur

H:1m

0,3m af gróðurmold

95x95 staurar

kantur gróðurbeð:

5 cm lag af gömlu heyji

hælar, óheflaður viður 48x48

1cm þykkur pappi eða dagblöð lögð með skörun

0,1m af vel niðurbrotnum skít

0,1x0,1m hellur, modena lagðar í þurrsteypu

núverandi hellur

0,15m af vel niðurbrotnum skít

ð & beðkantur

standandi klæðning lerki 23,5x100

0,3m af vel niðurbrotnum skít

óheflaður 48x198 planki

ca. 20cm af gróðurmold

ca. 0,1m trjágreinar trjástofnar og ómeðhöndlaður viður

upphækkuð beð kantur: liggjandi 45x95 plankar milli staura festir m bmf vinklum

gróðurbeð fylling:

skjólmyndandi 1cm þykkur pappi eða beðkantur háir runnar og tré dagblöð lögð með skörun núv. möl 0,15m af gróðurmold

tur

1cm þykkur pappi eða dagblöð lögð með skörun

núverandi girðing

skjólmyndandi háir runnar og tré matjurtabeð H0,4 rammi:

8x198 planki

nki milli hæla

sandkassi fata

skúr fyrir lausa hluti

klætt að innan með ómeðhöndluðum 26x150 plönkum

0,4m trjágreinar trjástofnar og ómeðhöndlaður viður núverandi gangstígur

núverandi sparkvöllur

grús

malbik

staurar steyptir í 315mm hólka 0,8m niðurfyrir yfirborð

ca. 0.20m grastorf og gróðurmold, efsta lag sem grafið var af ca. 0,30m trjágreinar trjástofnar og ómeðhöndlaður viður

rir skjólmyndandi tré og runna (uppbyggingin gildir líka fyir önnur slík beð)

E-E' 1:20 Upphækkað beð

2,2

HÖNNUN NÝRRAR SKÓLALÓÐAR GRUNNSKÓLANS Á FLATEYRI. HÖNNUN: HILDUR DAGBJÖRT ARNARDÓTTIR, VERKÍS

Hönnunin gerir ráð fyrir að stærri svæði á lóðinni verði þróuð / byggð upp í samvinnu við nemendur og kennara.

1:20

0

1

Hönnun lóðar

matjurtabeð H0,7m rammi:

2m

Frumstærð blaðs A1SAMÞYKKT: - A3 = 50% minnkun

Staðsetningar eru með fyrirvara um innmælingu þar sem það er ósamræmi milli kortagrunns og loftmynda

Grunnskólinn á Flateyri

SAMÞYKKT:

ÞVERSNIÐSTEIKNING NÝRRAR SKÓLALÓÐAR GRUNNSKÓLANS Á FLATEYRI. HÖNNUN: HILDUR DAGBJÖRT ARNARDÓTTIR, VERKÍS óheflaður 48x198 planki

hælar, óheflaður viður 48x48 14.5.2018

Grunnskólinn25x150 á Flateyri planki milli hæla www.verkis.is - sími: +354óheflaður 422 8000 ÚTG DAGS Hönnun lóðar

útboðsteikning

SKÝRINGAR

0

10

20 m

Frumstærð blaðs A1 - A3 = 50% minnkun

16.5.2018 www.verkis.is - sími: +354 422 8000

ÚTG DAGS

útboðsteikning SKÝRINGAR

Útboðsteikning samskonar fylling en Yfirlit HDA HDA AKA JBH dýpt af neðsta lagi aukin TEIK HANN RÝNT SAMÞ

núverandi möl

VERKFANG

17169

TEIK HANN RÝNT SAMÞ

1cm þykkur pappi eða dagblöð lögð með skörun

matjurtabeð fylling:

1:200

HDA HDA AKA JBH matjurtabeð fylling:

5 cm lag af gömlu heyji

0,15m af gróðurmold TEIKNING

101

0,1m af vel niðurbrotnum skít

Útboðsteikning matjurtabeð H0,4 rammi: Deiliteikningar

óheflaður 48x198 planki

17169 viðurTEIKNING 48x48

501

VERKFANG hælar, óheflaður

ð

ð

ð

gróðurbeð fylling: 5 cm lag af gömlu heyji

1cm þykkur pappi eða dagblöð lögð með skörun ca. 20cm af gróðurmold

VORBOÐINN 2019 | 33

ca. 0,1m trjágreinar trjástofnar og ómeðhöndlaður viður

0,1x0,1m hellur, modena lagðar í þurrsteypu

0,15m af vel niðurbrotnum skít

ca. 0.20m grastorf og gróðurmold, efsta lag sem grafið var af ca. 0,30m trjágreinar trjástofnar og ómeðhöndlaður viður


GARÐYRKJUSTÖÐIN LAUGARMÝRI

A

ð Laugarmýri í Steinstaðarhverfi í Skagafirði hefur verið starfrækt garð­ yrkjustöð óslitið frá árinu 1947. Stöðin er nú í eigu þriðja ættliðar og rekin af Dagnýju Stefánsdóttur og fjölskyldu hennar. Dagný er 37 ára, lærður smiður og byggingar­ iðnfræðingur. Þrátt fyrir að stöðin sé smá í sniðum og húsakostur og öll aðstaða komin til ára sinna er úrvalið gríðar mikið og Dagný mjög dugleg að koma með nýjungar á markað. Stöðin ræktar og selur m.a sumarblóm, fjölæringa, grænmeti, salat, kryddjurtir, trjáplöntur og runna en framleiðslan og úrvalið er eðlilega árstíðar­bundið. Dagný hefur um árabil ræktað og selt vínber, jarðarber og hindber og nú í sumar má einnig búast við brómberjum og jafnvel bláberjum frá Laugarmýri. Garð­yrkjustöðin leggur mikið upp úr því að allt sem ræktað er sé nýtt og hefur sú stefna leitt af sér margar skemmtilegar og girni­legar aukaafurðir. Þar má t.d. nefna græn­kálssnakk, sól­þurrkaða tómata, ýmiskonar pestó, þurrkuð krydd, síróp, kryddolíur, sultur og súrsaðar gúrkur. Dagný selur afurðir garðyrkjustöðvarinnar um allt vestanvert norðurland, í verslunum á Sauðárkróki, Fjallabyggð, Akureyri og víðar. Hún keyrir vörurnar sjálf til kaupanda á sölustaði og hefur einnig boðið uppá vörur sínar á facebooksíðu REKO á Norðurlandi vestra en REKO stendur fyrir milliliðalaus viðskipti milli framleiðanda og kaupanda. Tilgangurinn er að efla nærfélagsneyslu og

34 | VORBOÐINN 2019

færa kaupendur og framleiðendur nær hver öðrum, gera matarhandverki og heima­vinnslu hærra undir höfði og færa smáfram­leiðendur ofar í virðiskeðjuna. Undir merkjum Matarkistu Skagafjarðar, sam­vinnu­verkefni matarfram­leiðanda í héraði, tók Dagný þátt og kynnti framleiðsluvörur Garðyrkju­ stöðvarinnar á Local Food festi­val í Hofi á Akureyri þann 16. mars síðast liðinn. Dagný leggur mikinn metnað í alla sína framleiðslu, allar merkingar eru sérlega smekklegar og afurðirnar bera sannarlega þess vitni að mikil vinna er að baki og einstök natni lögð í framleiðsluna. Sem áður sagði er stöðin komin til ára sinna og þar er enn notast við aðferðir sem vélar og tæki hafa ef til vill leyst framleiðandann af hólmi við í stærri stöðvum. “Hér heita allir hlutir eitthvað” segir Dagný kímin er hún segir mér skemmtilega frá því að hjólbörurnar beri eðlilega nafn, sömuleiðis tætarinn og hvert og eitt hús á staðnum. Hér er nánast allt handmokað og ferjað í hjólbörum, þrengslin og aðstaðan bjóða ekki uppá annan kost. Garðyrkjustöðin Laugar­ mýri reynir eftir fremsta megni að takmarka það sem kaupa þarf að. Aðflutn­ings­gjöld eru há og oft er kostnaður við að koma vörunni á staðinn hærri en verð vörunnar sjálfrar. Garðyrkjustöðin ræktar í 8 húsum, það elsta byggt 1965, og miðað við úrval stöðvarinnar er augljóst að plássið er nýtt af mikilli útsjónarsemi. Það er notalegur sjarmi yfir Garðyrkjustöðinni Laugarmýri. Sjarminn er svo sannarlega einhvers virði, sérstaða stöðvarinnar að einhverju leiti og á vafalítið

sinn þátt í að gera stöðina einstaka í augum viðskipta­vinanna. Í einu húsanna er lítið fiskeldi sem gefur af sér áburð í salat ræktun hússins, en affall úr fiskeldinu rennur um leiðslur til plantn­anna. Þessa aðferð sér Dagný fyrir sér að efla í framtíðinni og nýta meira við fram­leiðsluna. Spurð frekar um fram­tíðar­sýn segir Dagný það að sjálfsögðu vera mark­mið að auka enn við ræktunina, samhliða því að bæta alla aðstöðu, meðal annars til þess að geta betur tekið á móti hópum en Dagný gerir talsvert af því að taka á móti fólki og kynna þeim sögu staðarins, sýna framleiðsluna og leyfa fólki jafn­framt að smakka á ferskum og unnum afurðum. Ég gat auðvitað ekki kvatt Dagný án þess að fá að líta á sumarblómin sem eiga heldur betur eftir að gleðja augað með sumrinu, líkt og undanfarin 72 ár, en sala sumar­blómanna frá Garðyrkjustöðinni Laugar­mýri hefst þann 20. maí næstkomandi og verður opið í sumar alla daga milli 13:00-18:00 - Sími: 867 0247. Finndu Garðyrkjustöðina Laugarmýri á Facebook!


SÁNING SKREF FYRIR SKREF STEINSELJA HRAFNHILDUR EINARSDÓTTIR, NEMANDI Á YLRÆKTARBRAUT

Þ

að er fátt jafn skemmtilegt eins og að eiga til ferskar kryddjurtir heima í eld­ hús­­glugganum fyrir matseldina. Það er mjög einfalt að sá fyrir eigin kryddjurtum og hérna verður sýnt hvernig þú ræktar fallega steinseljuplöntu upp af fræi.

3.skrefið er að fylgjast með plöntunni og passa að moldin þorni aldrei alveg, heldur haldist rök. Passlegt er að vökva einu sinni á dag. Hér sést 10 daga afrakstur.

1.skrefið er að verða sér úti um pott. Hér er notaður 10 cm pottur úr pappamassa, en það má einnig nota plastpott. Það er líka um að gera að nota það sem til fellur á heimilinu, t.d. jógúrtdollur eða annað. Best er að hafa göt í botninum fyrir afrennsli. Potturinn er svo fylltur af rakri mold, hér er notuð sáðmold.

Fjórum vikum seinna er steinseljan fullvaxin og tilbúin í matargerð. Þá má klippa af henni eftir þörfum og nota ferska í matargerð.

Steinselju má nota í salat, sósur, súpur og í alls kyns grænmetisrétti, jafnframt er algengt að nota hana í pottrétti og ofnbakaða rétti. Steinseljan fer mjög vel með öðrum krydd­jurtum eins og kóríander, fer mjög vel með sítrónu og á sérstaklega vel við ef mikill hvítlaukur er notaður þar sem hún dregur töluvert úr hvítlaukslykt. Nú er bara að prófa sig áfram!

Við höfum lagt rækt við gróður í yfir 40 ár

2.skrefið er að sá fræum. Þá er 10-20 fræum er dreift jafnt á yfirborðið. Gott er að hylja pottinn með svörtu plasti til að meiri hiti myndist sem flýtir fyrir spírun en það tekur um 2-3 daga. Óþarfi er að vökva þá daga ef moldin er nægilega rök. Plastið er síðan tekið af og potturinn látinn vera í sólarljósi.

Okkar plöntur fá kærleiksríkt uppeldi við íslenskar aðstæður

Gróðrarstöðin

VORBOÐINN 2019 | 35


BOKASHI MOLTUGERÐ ÞÓRUNN REYKDAL

Á

haustönn 2018 kenndi ég áfangann „Garðyrkja í sátt við umhverfið“ og naut þar samfylgdar við skemmtilega og fróðleiks­ fúsa nemendur. Meðal viðfangsefna okkar var moltugerð, sem við tókum þátt í undir forystu Ingólfs Guðnasonar og nemenda hans í lífrænni ræktun. Sú moltu­gerð var loftháð, í opnu fiskikari í gróðurhúsi með lágum hita og tókst framkvæmdin hið besta. Þá fengum við lífrænan úrgang úr mötuneyti skólans og blönduðum eingöngu söxuðum hálmi saman við sem stoðefni. Ingólfur hafði svo veg og vanda af því að standa vaktina, mæla hitann og bylta efninu, en kennsla í áfang­anum mínum var einu sinni í viku og því langt á milli heimsókna að Reykjum. Reynsla mín af moltugerð eða jarðgerð eins og margir vilja nefna þetta ferli takmarkaðist við moltugerð að sumri til utan dyra í opnum haugum, aðallega garðaúrgangur og einhver heimilisúrgangur. Í byrjun nóvember barst í tal í tíma að mig langaði til að endurvekja eigin moltugerð og geta gert það innandyra yfir veturinn, hafði ég skoðað búnað í Byko en ekki fundið viðeigandi ílát. Þá kom fram hjá einum nemendanna að TAKK hreinlæti flytti inn slíkar fötur – sem hefðu m.a. fengist

líka hjá Byko. Á heimleið frá kennslu kom ég því við hjá þeim og gekk út með eitt Bokashi moltugerðarsett, þ.e. tvær fötur, mæliskeið, þjöppu, plastmál til notkunar við aftöppun af fötunum og svo eitt kíló af hvata og þar með hófust dagar mínir með Bokashi. Bokashi moltugerð byggir á loftfirrtri öndun, lífrænn úrgangur er losaður í föturnar, þjappað saman með meðfylgjandi þjöppu og hvata stráð yfir. Við fyrstu losun er reyndar byrjað á því að setja hvata í botninn, síðan úrgang og aftur hvata ofan á. Mitt heimilishald er reyndar lítið, við erum tvö í heimili með hund og marga fugla, þ.e. auðnutittlinga, starra og hrafna sem þiggja gjarnan mola af okkar borðum þannig að það hefur tekið mig um tvo mánuði að fylla hvora fötu fyrir sig. Fatan sem er í notkun stendur í skápnum undir vaskinum og skemmst er frá því að segja að frá henni leggur enga lykt og sama er að segja um fullu fötuna, sem stendur í þvottahúsinu. Föturnar eru ekki stórar eða 38 cm á hæð, 33 cm á breidd og 27 cm á dýpt og falla vel inn í skápinn undir vaskinum í eldhúsinu við hliðina á annarri ruslafötu, sem tekur við því, sem ekki fer í Bokashifötuna, en í þessa moltugerð má setja flest sem til

fellur í eldhúsinu , nema vökva, olíur, ösku og best er að sleppa stórum beinum, smærri bein kjöt og fiskur má t.d. fara ásamt mjólkurafurðum í hófi. Vegferð mín í þessum efnum hófst viku af nóvember og það tók mig um þrjá mánuði að fylla báðar föturnar. Ég kom því ekki í verk fyrir frost að grafa holu úti til að losa í, þannig að ég losaði bara fyrri fötuna í plastdall, sem fór út í útihús og bíður þar vors, þar frýs að vísu, en dallurinn er a.m.k. í skjóli og má frjósa. Þar sem afurðin í fötunum er mjög súr er ekki hægt að nota hana beint til ræktunar eða íblöndunar í ræktunarmold. Mælt er með að hún sé látin brjóta sig niður í 2-4 vikur við loftháðar aðstæður áður en hún kemst í tæri við rætur plantna. Til dæmis er lagt til að grafin sé rauf um 15 cm djúp og losað þar í og jarðvegur settur yfir, þar ljúki ferlinu og jurtirnar í beðinu muni njóta góðs af. Annar kostur væri að blanda þessu saman við aðra moltu og ljúka ferlinu þar eða í þriðja lagi losa í kassa í garðinum með mold og láta ferlinu ljúka þar. Vissulega verður afurðin ekki betri en það sem í hana fer og hjá mér sé ég að innihaldið

vorboðin2019.pdf 2 18.3.2019 18:50:54

Garðyrkjufélag Íslands Áhugamannafélag fyrir alla gardurinn.is

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

36 | VORBOÐINN 2019

Íslenskar vörur með íslenskum skógarilm hraundis.is


er svolítið einhæft. Ég ólst reyndar upp við að móðir mín setti eggjaskurn og kaffikorg í lítinn haug fyrir aftan húsið og gekk svo í hann til að ná sér í íblöndunarefni í garðinn, en hún var með stóra steinhæð með yfir 200 tegundum, sem döfnuðu vel. Á borðinu er ég með snyrtilegt tveggja lítra plastbox sem ég safna í grænmetisafskurði, eggjaskurn, kaffikorgi, telaufum og öðru sem hinir kostgangararnir þiggja ekki. Um jólin setti ég reyndar svolítið af klementínu- og mandarínuberki, sem er lengi að brotna niður, gerði það nú m.a. til tilraunar til að sjá hvernig til myndi takast og fékk ég ekki betur séð þegar ég losaði fyrri fötuna en að það væri í fínu lagi, að vísu ekki horfið, en farið að mýkjast mikið. Af og til er vökva tappað af fötunum og vökvann má svo nota annað hvort beint í niðurfallið til stíflulosunar eða blanda 1/20 og nota sem blómaáburð. Þar sem ég byrjaði á þessu síðvetrar fóru fyrstu aftappanir í vatnslása, mér fannst það ekki góður tími til að bera mikið á af sterkum blómaáburði í svartasta skammdeginu. Með hækkandi sól fór ég hins vegar að nýta þynntan vökvann sem áburð. Á norsku heimasíðunni bokashi. no er einnig bent á að það megi frysta vökvann til seinni notkunar og að spennandi sé að taka grill viðarkol (ath. ekki pressuðu kubbana heldur kolaðan trjávið) og hella vökvanum yfir, geyma í plastboxi með loki og nýta þannig vökvann yfir veturinn. Með þessu fáist mjög góður jarðvegsbætir með langtíma virkni, sem hægt sé að blanda í jarðveg. Bokashi aðferðin á uppruna sinn í Japan frá níunda áratugnum, þar sem japanski vísinda­ maðurinn Teuro Higa setti saman gerla- og gersveppablöndu, sem vinnur vel saman og er

BYRJUN 8. NÓV '18

HVATI

HVATI UNDIR Í BYRJUN

FYRSTA LOSUN

KOMID Í SKÁPINN

SÝNISHORN

27. JAN. FATA2 AÐ FYLLAST

BÁÐAR FÖTUR FULLAR

VÖKVALOSUN

uppistaðan í hvatanum, sem ilmar eins og maltbrauð eða gamalt rúgbrauð þar sem hann er blanda af melassa, bakteríum og gerlum og er þar helst að nefna mjólkursýrugerlana Lactobacillus plantarum og Lactobacillus casei. Einnig Rhodopseudomonas palustris og Rhodo­spirillum rubrum, jarðvegsbakteríur sem finnast í jarðvegi og vatni. Með þessum gerlum er svo gersveppurinn Saccharomyces cerevisiae, sem bæði er notaður við bakstur og ölgerð auk þess að vera í meltingar­ færum. Okkur er öllum skylt að gera okkar besta til að lifa í sátt við náttúr­ una og moltu­gerð úr þeim lífrænu afgöng­ um sem til falla á heimilinu er einfalt mál. Allir græða; sjálf fáum við næringar­ efnin út í garð til

okkar (eða annarra með garð, ef við erum ekki svo heppin) og sveitarfélagið okkar þarf ekki að sækja eins mikið sorp heim til okkar og ekki heldur að standa undir kostnaði við eins mikla urðun, enda er það stefna íslenskra sveitar­félaga að draga sem mest úr urðun á næstu árum. Til eru margar heima­síður um þessa tegund moltugerðar, en þær sem ég hef að mestu stuðst við eru norska síðan; bokashinorge. no, sem er með miklum fróðleik, m.a. aðgengi­­legar spurn­ing­ar og svör um prak­tísk mál, Planet Natural síðan; planet­natural. com/composting-101/indoor-compost­ing/ bokashi-composting/ sem haldið hefur úti fróðleik um lífræna ræktun frá 1991 og svo ástralska síðan; bokashi.com.au. Gangi ykkur öllum vel í lífi með Bokashi, eða annarri moltugerð.

VORBOÐINN 2019 | 37


RÓSA GUÐBJARTS­ DÓTTIR BÆJARSTJÓRI Í HAFNARFIRÐI B

laðamaður Vorboðans hitti Rósu Guð­ bjarts­dóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði en hún er mikil áhugamanneskja um matar­gerð og umhverfismál. Rósa hefur gefið út nokkrar matreiðslubækur og þýddi í fyrra bókina „Betra líf án plasts“ þar sem gefnar eru ýmsar hugmyndir að því hvernig hægt er að tileinka sér náttúruvænan lífsstíl og draga úr notkun plasts í daglegu lífi. Því lá beint við að spyrja Rósu hvort umhverfis­ málin væru í hávegum höfð í Hafnarfirði?

„Já, svo sannarlega. Fyrir nokkrum mánuð­um var samþykkt ný umhverfis- og auðlinda­stefna bæjarins en sveitarfélögin hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í umhverfis­ málunum, til dæmis með því að hvetja og fræða almenning og skapa góðar aðstæður fyrir umhverfisvernd af ýmsu tagi. Markmið umhverfisstefnu Hafnar­fjarðar felast einmitt í því að tryggja íbúum bæjarins heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfs og taka skal tillit til hennar í allri starfsemi sveitar­ félagsins. Aðgerðaráætlun var sett fram þar

sem skýrt er kveðið á um hvernig stefnunni skuli fylgt,“ segir Rósa og bætir við að í fjárhagsáætlun bæjarins hafi nú þegar verið aukið fjármagn til að vinna að ýmsum umhverfisverndandi verkefnum. Hvað sérðu fyrir þér að þurfi helst að gera í sveitarfélögum í umhverfismálum? „ Úrgangsmálin eru eitt af stóru viðfangs­ efnum sveitarfélaganna og eiga þau að vera leiðandi í því að draga úr sóun, flokka rusl, auka endurvinnslu og endurnýtingu enda eru

EGGJAMÚFFUR – 10-12 STK. 1 tsk. ólífuolía 2 vorlaukar, smátt saxaðir 2 hvítlauksrif, smátt söxuð 1 tómatur, smátt saxaður 7-8 egg (eftir stærð) salt og grófmalaður pipar 1 handfylli spínat, saxað ½ dl fersk, söxuð basilíka eða 1 msk. Þurrkuð ½ dl rifinn ostur AÐFERÐ:

1. Hitið ofninn í 180 gráður 2. Hitið ólífuolíu á lítilli pönnu og mýkið vorlauk, hvítlauk og tómata við vægan hita í 1-2 mínútur 3. Takið af hitanum 4. Hrærið egg upp með gaffli í skál, saltið og piprið að smekk 5. Bætið spínati, basilíku og osti saman við og loks grænmetisblöndunni af pönnunni. 6. Smyrjið múffubakkaform. 7. Skiptið eggjahrærunni jafnt í formin. 8. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til múffurnar eru orðnar gullinbrúnar og eggin fullelduð.

38 | VORBOÐINN 2019


kröfurnar sífellt að aukast í þessum efnum. Umhverfismálin tengjast inn á öll svið sveitarfélaganna og það eru ýmsar áskoranir framundan, eins og t.d. að leita leiða til að minnka kolefnis­spor og draga úr losun gróður­húsa­lofttegunda. Það er hægt til dæmis með því að tryggja vistvænar samgöngur og byggja upp innviði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig held ég að sífellt meiri áhersla verði lögð á sjálfbærni í skipulagi nýrra hverfa og vistvænar byggingar. Það er gríðarleg vitundarvakning að eiga sér stað sem kemur fram í sífellt aukinni virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Umhverfisvitund almennings hefur gjörbreyst á allra síðustu árum og fólk er að átta sig á að hvert eitt lítið skref sem það tekur skiptir máli fyrir umhverfið og velferð okkar.“ segir Rósa. Nú er Hafnarfjörður heilsubær, hvaða áherslur liggja þar helstar? „Hafnarfjörður var eitt af fyrstu sveitar­ félögum landsins sem gerðist heilsueflandi samfélag með samningi við Landlæknis­ embættið og hefur það gengið afar vel. Heilsustefna Hafnarfjarðar var unnin og samþykkt fyrir þremur árum og nú er svo komið að áherslur stefnunnar eru jafnan hafðar að leiðarljósi við hinar ýmsu ákvarðanir. Meginmarkmið heilsustefn­unnar eru að efla

líðan bæjarbúa, efla opin svæði, göngu- og hjólastíga og jafna aðgengi og hvetja íbúa til að neyta hollrar fæðu. Til dæmis var nýlega samþykkt í bæjarstjórn að leggja áherslu á heilnæmi matvælanna í væntanlegu útboði á skólamat sveitar­félagsins, þær verði umhverf­ is­vottaðar og framleiddar sem næst neytand­ anum til að koma til móts við auknar kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd. Þannig að áherslur bæjarfélagsins á umhverfis­ vernd og lýðheilsu tengjast mjög og styðja hver aðra á ýmsan hátt, “ segir Rósa. Í nýjustu matreiðslubókum Rósu er hollusta höfð að leiðarljósi. En hvað olli því að hún fór að skrifa og gefa út matreiðslubækur? „Matreiðslan er áhugamál sem vatt upp á sig. Ég starfaði í fjölda ára við blaða- og frétta­­ mennsku og fór að skrifa um matar­gerð fyrir Gestgjafann samhliða öðrum störf­um. Það fannst mér ótrúlega gaman enda skapandi og skemmtilegt að búa til nýjar uppskriftir og ekki síður að láta matinn líta vel út á mynd. Við „borðum“ líka með augunum og skiptir framsetning matar­ins miklu máli í mínum huga. Mat­reiðslu­bókaskrifin komu svo í kjölfarið en mér hefur þótt það ákaflega gaman að þurfa að hugsa slíkt verk frá upphafi til enda.“

En finnst Rósu mikilvægt að nýta afurðir úr nánasta umhverfi? „Já ég reyni að nýta sem mest staðbundin matvæli og á sumrin rækta ég sjálf ýmsar kryddjurtir, kál, ber og grænmeti. Einnig er ég með fjórar hænur í garðinum og eru þær ansi duglegar að sjá okkur fyrir eggjum í matargerðina. Ég er mikil áhugamanneskja um sveppatínslu en í sveppamó fær „veiði­ eðlið“ í mér einhverja útrás. Dásamlegustu máltíðirnar eru þær „sjálfbærustu“, sem samanstanda af hráefni úr garðinum og veiðitúrnum. Það er toppurinn.“ Rósa segist oft gera eggjamúffur sem eru fínar í nesti og ljúffengar í morgunmat eða sem biti milli mála, jafnt kaldar sem hitaðar upp. Í slíkar múffur er sniðugt að nota ýmsa afganga af grænmeti og grænt salat og því góð leið til að koma í veg fyrir matarsóun að skella í nokkrar slíkar. Hún gefur okkur uppskrift að eggjamúffum úr bókinni hennar „Hollt nesti, morgunmatur og millimál“ sem kom út fyrir tveimur árum.

VORBOÐINN 2019 | 39


RÓTARSKOT – SKJÓTUM RÓTUM HUGMYND SEM VAR Á ALLRA VÖRUM NÚNA Á NÝLIÐNU ÁRI RAKEL KRISTINSDÓTTIR ER HUG­ MYNDA­SMIÐURINN Á BAKVIÐ RÓTAR­ SKOTIN, EN ÞAU VORU Í SÖLU NÚNA Í FYRSTA SKIPTI UM ÁRAMÓTIN HJÁ LANDSBJÖRGU, EN ÞAU ERU GÓÐ VIÐBÓT Í FJÁRAFLANIR BJÖRGUNAR­ SVEITANNA.

helstu tekjulind en þeim fylgja líka alltof mörg slys um hver áramót og einnig höfum við ekki farið varhluta af þessari miklu mengun sem af þeim stafar. Mig langaði að koma með umhverfisvænni bombu og úr varð Rótarskot í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg og Skóg­ræktar­félag Íslands.

Mikil vakning hefur verið hjá landsmönnum þegar kemur að andrúmsloftinu, landinu okkar og mengun sem hefur áhrif á þetta tvennt. Í 88% tilvika samkvæmt skoðana­ könnun í mars 2017 keypti fólk flugelda til að styrkja Björgunarsveitirnar en um 66% þjóðarinnar verslaði flugelda, samkvæmt könnuninni.

Ekki hafa kannski allir heyrt um þessa herferð og því ekki alveg með á hreinu hvað Rótarskot eru. Nú er komin umhverfisvænni leið fyrir okkur til að styrkja Björgunar­sveitirnar og landið okkar. En fyrir hvert rótarskot sem að selst eru gróðursettar trjáplöntur í Áramóta­ skóg sem að verður í nágrenni Þorlákshafnar.

Ég ræddi við Rakel og fékk svör við nokkrum spurningum. Hvernig varð þetta allt að veruleika með rótarskotin? Hugmyndin kom í framhaldinu af loka­ritgerð sem ég var að skrifa í viðskiptafræði vorið 2017, þar sem ég var að skoða fjár­mögnun björgunarsveitanna. Sala skotelda er þeirra

40 | VORBOÐINN 2019

Hvernig sástu fyrir þér að móttökur Íslendinga yrðu við þessari hugmynd? Við renndum svolítið blint í sjóinn með hversu mikið við ættum að framleiða, en ég var alltaf með góða tilfinningu fyrir þessu verkefni, vildi kýla það í gegn fyrir þessi áramót og taldi það höfða vel til almennings á þessum umbrota tímum. Það er mikil vakning um mengun og margir vilja geta styrkt björgunarsveitirnar um áramótin án

þess að kaupa flugelda eða minna af þeim. Umræður og vitundarvakning almennings um mengun sem stafar af flugeldum auk slysahættu sem að skapast eru farnar að hafa áhrif. Ef fram heldur sem horfir varðandi vakningu um mengunina, slysa­hættuna og áhrifin sem notkun flugelda hefur á hlýnun jarðar er sá möguleiki að á einhverjum tímapunkti verði flugeldar takmarkaðir eða jafnvel bannaðir. Fór verkefnið fram úr þínum væntingum? Já, algjörlega – sérstaklega miðað við þann litla tíma sem við höfðum til að kynna það. Það var gaman að fylgjast með viðbrögðum fólks á samfélagsmiðlunum og fjölmiðlar sýndu þessu verkefni einnig mikinn áhuga. Ég er mjög sátt og vonast til að við Íslend­ingar getum jafnvel þrefaldað söluna um næstu áramót. Hvaða trjátegundum á að planta í Áramóta­ skóginn? Skógræktarfélag Íslands mun sjá um að velja græðlingana og planta þeim en það hafa verið


hlakka mikið til þeirrar stundar, og að sjá skóginn vaxa og dafna. Er þetta verkefni sem að þið sjáið fyrir ykkur sem söluvöru allt árið eða eingöngu í kringum áramótin? Á meðan við erum að selja flugelda til almennings þá sé ég þetta verkefni fyrir mér eingöngu í kringum áramótin. Það er ákveðið jafnvægi við flugeldana og fær okkur öll til að hugsa um landið okkar, draga úr mengun og styrkja frábært starf björgunarsveitanna. Ef fólk vill styrkja björgunarsveitirnar allt árið þá bendi ég á Bakvörð, en hægt er að nálgast allar upplýsingar um það verkefni á heimasíðu Slysavarnarfélags Landsbjargar. gerðar nokkrar tilraunir á Þorláks­hafnarsandi undanfarin ár. Fura og birki eru víst að pluma sig vel á þessum slóðum.

með vextinum, en það er ekkert því til fyrirstöðu að vera með skóga á fleiri stöðum en á suðurlandinu.

Eru Rótarskotin komin til að vera, verða settir upp fleiri áramótaskógar eða verður eingöngu horft á sandinn við Þorlákshöfn? Já, ég á ekki von á öðru en að Rótarskotin séu komin til að vera miðað við viðtökurnar um sl. áramót. Ég reikna fastlega með að Áramótaskógar verði áður en við vitum af út um allt land. Það verður spennandi að fylgjast

Má gefa upp hve mörg Rótarskot seldust? Slysavarnafélagið Landsbjörg hélt utan um söluna og skilst mér á þeim að salan hafi verið mjög góð. Trén sem við létum fram­leiða seldust næstum upp, en það er kannski frekar þeirra að svara nákvæmlega um fjöldann. Ég reikna með að það skýrist í sumar þegar farið verður af stað að planta fyrstu trjánum. Ég

Með þessari frábæru hugmynd getum við lagt lið við að minnka mengun, fækka slysum og um leið byggt upp landið okkar með trjágróðri, okkur til yndisauka í náttúrunni, aukið dýralíf og vonandi hreinna loft í framtíðinni. Skjótum rótum á komandi árum. Snjólaug M Jónsdóttir

PIZZA & BRUGGHÚS s: 483 3030 / Breiðumörk 2 / Hveragerði

VORBOÐINN 2019 | 41


GARÐYKJUSKÓLAFERÐ MAGNÚS JÖKULL GUÐMUNDSSON, SIGURÐUR ÞÓR HARALDSSON

Þ

essa vorönn var okkur í þriðja bekk í matreiðslu, boðið í heimsókn í Garðyrkju­ skólann í Hveragerði, þar sem vel var tekið á móti okkur af skólastjóra og starfsmönnum. Okkur var boðið upp á kaffi meðan farið var yfir dagskrá heimsóknarinnar og okkur sýndur skólinn. Kennararnir voru mjög áhuga­samir og svöruðu öllum okkar spurn­ ingum með ánægju og af hreinskilni. Okkur voru sýnd gróðurhúsin þar sem unnið

er að ræktun allskonar grænmetis og ávaxta s.s. agúrkna,tómata,melóna,chili og papriku ásamt ýmsum afleggjurum sem nemendur hafa unnið við yfir veturinn. Þeir sem vildu fengu að taka með sér tómata og paprikur og margir smökkuðu þarna ferskasta grænmeti sem þeir höfðu nokkurn tímann fengið. Einnig skoðuðum við garðskála þar sem fram fara allskonar tilraunir, þar má meðal annars

BANANARNIR SLÓGU Í GEGN Á FOOD & FUN HÁTÍÐINNI

42 | VORBOÐINN 2019

sjá bananatré,kaffitré,sítrónutré,kardemom mutré,avocadotré ásamt ýmsum sjaldgæfum og skemmtilegum plöntum sem fæst okkar höfðu séð áður. Það var magnað að fá að tína appelsínur beint af trénu og borða þær alveg ferskar án þess að búið væri að flytja þær yfir hálfan hnöttinnmeð allskonar eitur og plast­ efnum til að viðhalda gæðum. Þess má geta að að bananatrén eru með hreinustu genin sem hægt er að finna í heiminum í dag, þar


sem ekkert hefur verið átt við erfðafræðilega hlutann á þeim. Eitt af því mikilvægasta sem þessi heimsókn kenndi okkur og vonandi öðrum í bekknum er hversu mikilvægt samband milli mat­ reiðslu­­­manns og bónda er. Matreiðslu­menn væru ekkert ef ekki kæmi til hráefnið sem bændur leggja líf sitt í að framleiða,og því betra sem hráefnið er því betri verður maturinn. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á því að flestir bændur vilja framleiða vinsæla og söluvæna afurð og ef við sem matreiðslu­

menn viljum kannski prófa hráefni sem ekki er verið að rækta hérlendis er upplagt að koma sér í samband við ræktanda og athuga með grundvöll fyrir tilraunaræktun. Það síðasta sem við fengum að kynnast voru býflugurnar og mikilvægi þeirra. Farið var yfir ræktunarferlið á hunangi, gríðarlega mikil vinna sem á sér stað þar bæði hjá flug­ unum sjálfum og ræktandanum. Fengum að smakka hunang frá mismunandi stöðum á landinu, alveg ótrúlegt að finna muninn á vörunni, þar spilar stórt hlutverk hvaða

plöntum býflugurnar hafa aðgengi að og hvernig býflugnabóndinn meðhöndlar afurðina. Mikilvægt er að bæta við að íslensku býflug­ urnar eru lausar við alla meginlands sjúkdóma og veirur sem er mikilvægt að varðveita vel, með því eigum við heilbrigðar býflugur og gott hunang í vonandi áratugi. Takk kærlega fyrir okkur Magnús Jökull Guðmundsson Sigurður Þór Haraldsson

Landhönnun landslagsarkitektar Hlíðasmári 6

Kópavogi

510 7900

Blómaker Ormsvelli 1 860 Hvolsvöllur

Sími 699-8352

VORBOÐINN 2019 | 43


VAXA – NÝ RÆKTUNARTÆKNI Á ÍSLENSKUM MARKAÐI

F

yrirtækið Hárækt er stofnað af Andra Birni Gunnarssyni og framleiðir íslenskar matjurtir undir vörumerkinu VAXA. Fyrirtækið sérhæfir sig í nýrri ræktunar­tækni þar sem ræktað er á mörgum hæðum með LED lýsingu, ólíkt því sem gerist í hinum klassísku gróðurhúsum.Við tókum viðtal við Andra og fengum að kynnast betur þessari spennandi nýjung á íslenskum markaði. Byrjum á því að gefa Andra orðið og kynnast því hvað fyrirtækið stendur fyrir. Fyrirtækið Hárækt stofnaði ég fyrir rúmum tveimur árum til þess að setja upp lóðrétta ræktun (e. vertical farm), en vörumerkið okkar sem við markaðssetjum afurðirnar undir, VAXA, varð til á síðasta ári. Undir­ búningurinn hefur staðið yfir í rúm tvö ár en ræktunin hófst í lok árs 2018.Við viljum auka sjálfbærni á Íslandi til muna og draga úr innflutningi á matvælum, ekki bara í því sem við erum að gera heldur öðru líka. Hjá okkur snýst þetta að stóru leyti um að nýta sérstöðu landsins okkar á sem bestan máta til að búa til hreina hágæða afurð sem við viljum að VAXA standi fyrir. Það er góður punktur að við ættum að auka íslenska framleiðslu og draga úr innflutningi, hvernig kom þessi hugmynd til? Ég flutti til Íslands eftir að hafa búið erlendis

44 | VORBOÐINN 2019

í rúm 10 ár og hafði lengi verið ákveðinn í að stofna eigið fyrirtæki, ég vissi bara ekki alveg utan um hvað nákvæmlega. Þessi hugmynd kom eins og svo margar góðar, á gæða stund með góðum vinum að borða mat og drekka vín. Þýskur skólafélagi minn hafði kynnst svipuðu dæmi stuttlega og við fórum fljótlega að hella okkur í mikla rannsóknar­ vinnu sem hefur ekki enn tekið enda fyrir mig. Þessi aðferð sameinar svo marga jákvæða þætti og á svo vel við á Íslandi að það bara varð að taka þetta alla leið. Já það er rétt að þetta þekkist erlendis en hér á landi hefur aðeins verið ræktað í gróðurhúsum, hver er munurinn á að rækta lóðrétt í stýrðu umhverfi og í venjulegu gróðurhúsi? Það er ýmislegt öðruvísi en líka margt svipað. Stærsti augljósi munurinn felst í því að ræktunin er ekki bara á einni hæð, heldur í eins konar hillum, svo það verða fleiri ræktunar fermetrar fyrir hvern fermeter af landi. Svo er það lýsingin, þar er lykil munurinn að við notum ekkert sólarljós og er þar af leiðandi alltaf sama árstíðin – bongóblíða. Ljós sem gefa ekki mikinn hita frá sér, eins og LED ljós, eru nauðsynleg í því samhengi til þess að geta haft plönturnar nálægt ljósunum.Vitanlega er notast við LED lýsingu í mörgum hefðbundnum gróðurhúsum líka, en þó fá enn sem komið er með einungis LED. Síðan er öðrum þáttum, eins og vökvun

ræktað í

REYKJAVÍK

og loftslagi, stýrt af mikilli nákvæmni svo úr verða sömu kjöraðstæður allt árið um kring og því margar óvelkomnar og algengar sveiflur úr sögunni. Við notum heldur ekki nein varnarefni þannig varan er laus við allt slíkt. Þetta er mjög spennandi og býður upp á mikla möguleika, hvaða vörur eru ræktaðar undir vörumerkinuVAXA? Það hefur nú þegar ýmislegt verið prófað við góðar undirtektir og áform um að halda því áfram. Í dag erum við að rækta nokkrar tegundir af salathausum, grænsprettum (e. microgreens) og kryddjurtum. Við erum að rækta á yfir 1500 fm og gæti uppskeran náð allt að 100 tonnum á ári þegar nýtingin er komin þangað sem við ætlum okkur. Það er frábært fyrir íslenskan markað, hverjir eru helstu kostir og gallar við þessa ræktun? Ég myndi segja að þessi ræktun sé eðlilegt


skref áfram í þróun sem virkar vel fyrir ákveðnar tegundir og á ákveðnum svæðum. Kostir sem má nefna er góð nýting á landsvæði sem þýðir að það býður uppá að rækta mat nær markaði í mörgum tilfellum. Einnig er hreinleikinn og stöðugleikinn mikill kostur finnst mér, sérstaklega í okkar tilfelli hér á Íslandi og í öðrum löndum með svipaðar aðstæður. Það er mikið rætt um hreinleika og rekjanleika í dag og við erum sífellt að læra meira um hvernig maturinn okkar er búinn til og hvaðan hann kemur. Fyrir þá sem þekkja ekki ferlið, geturu lýst ræktunarferlinu frá fræi til pökkunar? Í stuttu máli, þá er húsnæðinu okkar skipt upp í hólf þar sem ræktunin er í alveg lokuðu rými með sem minnstum umgangi. Pökkun, sáning og önnur rými eru aðskilin. Ræktað er í bökkum sem rennt er inn í hillur í ræktunarrýminu, sem er svo aftur rennt út í gegnum lúgur, þegar kemur að uppskeru og pökkun. Öll stýring á umhverfi, þ.e. vökvun, lýsing og þess háttar er sjálfvirk. Það er margt

í ferlinu handvirkt líka til að byrja með en það verður svo aukið við sjálfvirkni. Þið hafið greinilega fulla stjórn á öllum ræktunarþáttum sem er mikill kostur, hvernig hefur gengið hingað til? Vel á heildina litið, en eins í þessu og öllu öðru. Allt sem getur klikkað klikkar og allt á sama tíma. Aðal málið er að afurðirnar sem verða til eru ofboðslega bragðgóðar og flottar svo það gefur okkur aukna orku þegar á móti blæs og álagið er mikið. Einnig hafa viðtök­ urnar verið rosalega góðar og jákvæðar sem hvetur okkur áfram. Já þetta er svo sannarlega komið til að vera, hvað sérðu fyrir þér í framtíðinni ef allt gengur að óskum? Það eru nú þegar áform um ýmislegt spennandi í þessum efnum. Við erum núna sex starfsmenn í heildina, með garðyrkju­ fræðing og töluverða aðstoð utanaðkomandi aðila í ræktunarmálum. Ég á ekki von á öðru en að það verði næg ástæða til að auka

framleiðslu á innlendan markað fljótlega en líka mikið af tækifærum erlendis. Þessi geiri vex hratt núna og við eigum eftir að sjá fleiri og fleiri svona býli. Það er svo sannarlega fagnaðarefni að ræktun og framboð á Íslandi sé aukið. Hvar er svo hægt að versla vörurnar ykkar? Meirihluti fer á veitingastaði og stór-eldhús til að byrja með í gegnum Mata, sem komu inní félagið okkar á síðastliðnu ári. Þeir hafa mikla reynslu á þessum markaði sem nýtist okkur vel, enda búnir að selja og dreifa ávöxtum og grænmeti í áratugi. En það er líka hægt að fá vörur frá okkur í Krónunni núna. Við þökkum Andra kærlega fyrir að gefa sér tíma til að svara spurningum okkar og leyfa okkur að kynnast þessari spennandi nýjung betur. Við hlökkum svo sannarlega til að fylgjast með fyrirtækinu vaxa - og dafna.

Farsælt samfélag hlúir vel að fagmenntuðu fólki í iðngreinum. Samiðn er samband iðnfélaga. Við stöndum vaktina fyrir starfsfólk í bílgreinum, hársnyrtigreinum, málmtækni- og byggingagreinum, tækniteiknun, snyrtifræði, garðyrkju og skipasmíðum.

Byggjum á réttlæti

Okkar krafa er að samningsbundin réttindi fagfólks á íslenskum vinnumarkaði séu ávallt virt. Pantone Warm Red

Pantone Reflex Blue

Silver

Samiðn Samiðn | Samband iðnfélaga | Stórhöfða 31, 110 Reykjavík Sími: 5400 100 | postur@samidn.is | www.samidn.is

VORBOÐINN 2019 | 45


LIFANDI JARÐVEGUR TEXTI: AUÐUR I. OTTESEN. MYNDIR: PÁLL JÖKULL PÉTURSSON OG AUÐUR I. OTTESEN

Í

Fossheiðargarðinum við bækistöðvar Sumarhússins og garðsins á Selfossi hefur Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritsjóri blaðsins, á undanförnum fjórum árum verið að útbúa stallaðan hrauk þar sem vaxa eingöngu ætar plöntur. Í hrauknum vaxa ávaxtatré, svartyllir, matjurtir, krydd, fjölærar blómplöntur og sumarblóm. Uppskeruna nýtir Auður í matseld, salötin eru blómrík og þegar fram líða stundir verða á borðum epli og plómur af trjám sem vaxa neðst í hrauknum. Auður skrifar hér hvernig hún byggir upp hraukinn en í honum er iðandi líf örvera, ánamaðka og sveppa sem sjá um niðurbrot jurta- og matarleifa sem hún fæðir þá með.

PLÖNTURNAR ÞRÍFAST VEL Í HRAUKNUM ÞVÍ HANN ER NÆRINGARRÍKUR OG VATNSMIÐLUNIN GÓÐ. MAÐKARNIR SKÍTA ÞAR SEM ÞEIR FARA UM OG SKILA NÆRINGU TIL JARÐVEGSINS.

Hraukarækt er afar áhugaverð ræktunar­ aðferð sem ræktendur gætu auðveldlega tileinkað sér. Aðferð sem er upprunnin af hugmyndafræðingum vistræktar (perma­ culture) og mikið nýtt af þeim sem aðhyllast vistrækt. Kostir þessarar aðferðar eru nokkrir, meðal annars að hraukurinn heldur vel raka og býr til frábærar aðstæður fyrir sveppi, örverur og ánamaðka sem vinna að niðurbroti lífræns efnis og það ferli skilar

46 | VORBOÐINN 2019

næringu til rótanna. Því er ekki þörf á áburðargjöf og í hrauknum skapast kjör­ skilyrði fyrir plöntur. ALLT LÍFRÆNT FER Í HAUGINN

Algengast er að hraukar séu gerðir úr trjá­ bolum, greinum, skít, moltu, jarðvegi og plöntuleifum. Notuð eru þau lífrænu efni auk timburs, bolviðs og greina sem eru aðgengileg hverju sinni, svo sem eldhúsúrgang, hálm, gras, lauf, niðurrifin dagblöð og moltu. Einnig húsdýraskít, þara og fiskimjöl. Bol­ viður gefur köfnunarefni til langtíma en greinar til styttri tíma þar sem þær eru fljótari að brotna niður. Hálffúnar spýtur skila fyrr

af sér næringarefnum heldur en nýr viður og þeim fylgja örverur og sveppaþræðir sem eru kærkomin í hraukinn. Í hraukinn má alls ekki setja kemísk efni eða málað timbur. Í efsta lag hrauksins er svo sett mold en það er líka hægt að nota torf ef það er til staðar, og er þá grashliðinni snúið niður. Lögun hraukbeða er gjarnan bauglaga til að fanga sem best hlýju og geisla frá sólinni. Algengast er að hylja hauginn með hálmi eða grasi til að hindra uppgufun, að jarðvegurinn fjúki úr haugnum og til að skýla plöntum sem vaxa í sverðinum.

jarðvegslagi, auk moltu úr safnkassanum, grasi úr síðasta slætti sumarsins, jurtkenndum matarúrgangi úr eldhúsinu og hrossaskít. Jarðvegslagið hrundi að hluta til inn á milli greinanna og í efsta lagið fór torfið með grashliðina niður ásamt mold. Sumarið eftir var gróðursett í hauginn grænmeti og fjölæringa.

Nú eru lögin orðin fjögur og hraukurinn stallaður. Allt sem fellur til af greinum við klippingar í garðinum fer í hauginn ásamt laufi á haustin og nýslegnu grasi, dagblöðum og matarleifum. Sneiðar úr bolvið styðja við jarðveginn sem og steinar sem draga að sér hita og einnig ofið gerði úr víðigreinum. Í stöllunum vaxa nú fjölæringar sem ekki er hróflað við og á sumrin er gróðursett á milli þeirra forræktuðum grænmetis­plöntum, kryddplöntum og sumarblómum.Við hönnun hrauksins er haft í huga að hvergi þurfi að stíga út á jarðveginn þegar sinna þarf plöntunum eða þær uppskornar. Er það gert til að forðast þjöppun jarð­vegsins. Örverurnar eru ekki sýnilegar berum augum en þær vinna

HRAUKURINN LAGÐUR Í NOKKRUM LÖGUM

Haustið 2013 útbjó Auður hraukbeð í Fossheiði 1 á Selfossi. Byrjaði hún á því að fjarlægja torfið af fletinum sem var valinn og var það lagt til hliðar. Síðan var mold fjarlægð þar til jarðvegshæðin var um 15 cm neðar en grasflöturinn og gangstétt sem lá að svæðinu. Verið var að fella aspir í nágrenninu og þær voru fluttar í Fossheiðina og bolurinn settur ofan á moldina og greinar lagðar þar á. Greinarnar voru síðar huldar með 15-20 cm

SVERIR BOLIR NOTAÐIR SEM KOLLAR, UNDIR BLÓMAPOTTA OG TIL AÐ VEITA ÖRVERUM OG SVEPPUM SAMASTAÐ. SVEPPATEGUNDINN SLÖTTBLEKILL ER VÍÐA FARINN AÐ STINGA UPP KOLLINUM.


sitt verk í niðurbrotinu og ánamaðkarnir hjóta góðs af niðurbroti þeirra en í haugnum eru 3 tegundir af ánamöðkum. Fyrir tveimur árum fór sveppurinn slöttblekill (Coprinopsis atramentaria) að stinga upp kollinum við aspardrumba í beðinu. Sveppurinn lifir á dauðum viði, bæði ofanjarðar og þeim sem liggur skammt undir yfirborðinu. Það eru svo tröppur að svæði sem er lagt steinflögum og afmarkast það svæði með trjádrumbum, sem hægt er að tilla sér á eða setja á potta með plöntum. Hóllinn er nú orðin um 90 cm hár en áformað er að hann endi í 100-120 cm hæð.

TÚLIPANAR ERU EIN AF MÖRGUM LAUKTEGUNDUM SEM ERU ÆTAR OG ERU GÓÐIR Í POTTRÉTTI OG BLÓMIN Í SALAT.

Í hrauknum vaxa saman fjöldi tegunda, allt plöntur sem hægt er að nýta til matar með einhverjum hætti. Af trjám eru í hrauknum svartyllir ásamt epla- og plómutrjám. Af fjölæringum eru í beðinu fagurklukka,

STÓR STEINN VIÐ HRAUKINN GEFUR HITA OG DRUMBAR OG VEFNAÐUR ÚR VÍÐIGREINUM STYÐJA VIÐ MOLDINA Í STÖLLUÐUM HRAUKNUM.

NIÐURBROTIÐ GENGUR HRATT FYRIR SIG Í HAUGNUM SEM ER TIL MARKS UM GOTT SVEPPA- OG ÖRVERULÍF.

moskusrós, hostur, skjaldmeyjarfífill, gull­ laukur og graslaukur, slöngusúra og kryddjurtir. Sumarblómin eru mörg með æt blöð og blóm og í sumar uxu í haugnum morgunfrú, hádegisblóm, skjaldflétta og fagurfífli, einnig fjólur, stjúpur og nellikur. Svo vaxa inn á milli annarra plantna, rauð­ rófur, stilksellerí og salat. Hraukurinn er blómlegur og gagnlegur því í honum eru eingöngu ætar plöntur.

sumur þá fá plönturnar nægt vatn vegna upp­ byggingar hrauksins og samsetningar hans. Vatnið seytlar inn í hann að ofan, frá hliðum og safnast fyrir neðst í honum. Viðurinn dregur til sín vatn og er vatnsforði fyrir plönturnar.

Í hrauknum rennur vatnið niður fyrir áhrif þyngdarkraftsins. Þótt það séu heit og þurr

Hæð hrauks takmarkast við hlutverkið sem honum er ætlað. Sé honum ætlað að vera skjólgjafi þá getur hraukurinn verið allt að 3-4 metra hár og tilvalinn sem skjólgjafi eða mön en í matjurtarækt er hann yfirleitt í hnéhæð eða í líkamshæð.

VORBOÐINN 2019 | 47


PÍLAGRÍMSFERÐIN MÍN AÐ HAUSTI ÁRI SÍÐAR Á KUNNUGLEGAR SLÓÐIR.

ENGLANDSÆVINTÝRI SIGRÍÐUR EMBLA HEIÐMARSDÓTTIR LJÓSMYNDIR Í EINKAEIGN OG FRÁ HÖLLU ÓSK HEIÐMARSDÓTTUR

B

orgin Bath í Somerset liggur við bakka Avon áar. Borgin hefur notið athygli útlendinga frá því að Rómverjar sóttust eftir að liggja í heitum náttúrulaugum, staðsettum við bakka árinnar. Bathborg hefur sannarlega áberandi svip þar sem ljósbrúnn kalksteinninn umlykur hvert hús í miðbænum. Steinarnir mynda fullkomlega mildan bakgrunn fyrir plöntur sem er víða að finna í borgar­ umhverfinu. Það er í raun erfitt að hverfa aftur til hvítu húsveggjanna á Íslandi eftir að hafa séð hvernig plönturnar njóta sín við ljósbrúna steinveggi. Bath er aðeins upphaf ferðarinnar, næst færum við okkur upp Cotswold-hæðirnar fyrir ofan Bathborg. Götur borgarinnar eru þröngar og breikka

sannar­lega ekki þegar komið er á sveitavegina umhverfis borgina. Þeir eru í raun aldrei breiðari en nauðsyn ber til, enda upprunalega sniðnir fyrir hestvagna með hlöðnum steinveggjum sitt hvoru megin við veginn til að afmarka túnin frá veginum. Þetta gerir aksturinn á svæðinu krefjandi og er mikilvægt að vera meðvit­aður um hvern bíl sem mæta þarf á einbreiðum vegunum. Það þarf að nýta vel alla spegla og jafnvel rispa lakkið ofurlítið til að umferðin gangi smurt fyrir sig. Íslendingurinn í mér fer fljótt að brjóta heilann um hvernig svæðið myndi bera snjóþyngsli – hvort vegirnir færu ekki hreinlega á kaf.

Gróðrastöð, neðarlega á löngum, þröngum sveitarvegi, virðist ekki vera áberandi blómasala, og þó er nóg að gera. Fólk vill sjá það nýjasta í fjölæringum og framandi trjám, eða kaupa fræ. Enn aðrir koma á námskeið og ganga um garð Derryar gróðra­stöðvar­ eiganda, stærðarinnar sýni­garði sem hún heldur uppi meðal annars til að auglýsa plöntuúrval stöðvar­innar. Dagsverkið mitt er að arfahreinsa einn tiltölulega lítinn beðhluta. Hverja arfakló þarf að nafngreina áður en hún er tekinn upp úr jörðinni, ókunnar tegundir gætu nýst í gróðrastöðinni til sáningar, svo öruggara er að taka ekkert upp nema vera viss. Í fjögur skipti kláraði ég beðið ánægð með verkið til þess eins að

BATHBORG.

VEGIRNIR ÞRÖNGIR Á MILLI HÚSA.

GARÐUR DERRYAR MEÐ SENDNUM BEÐUM Í BAKGRUNNI.

48 | VORBOÐINN 2019


ENSK SVEITASÆLA.

MATJURTARGARÐUR Í VORFASA.

Derry liti á beðið og kenndi mér að greina enn eina arfa­teg­und­ina; sem báru nöfn á borð við; Veronica, creeping buttercup og hairy bittercrest ásamt enn fleirum framandi tegundum. Eftir á að hyggja er auðvelt að sjá hvað þessi langdregna aðferð í arfahreinsun gaf mikla innsýn í tegundirnar. Að kynnast hverri arfategundinni eftir aðra – meta þær sem sá sér, í stað þess að henda öllum ‘arfa‘ færa hann til að gefa honum viðeigandi samastað, en eiga heima annars­staðar, svo hægt sé að færa frekar en henda. Aðalsvæði garðsins skiptist í blaut tjarnar­beð og svo upphækkuð og sendin beð upp við íbúðar­ húsið. Þarna eru óvenju margar þurrkþolnar tegundir þar sem allur jarðvegur á þessu svæði er bæði frjór og leirkenndur. En Derry kaus að breyta jarðlaginu til að fylgjast með þessum uppáhalds plöntuflokki sínum. Þetta gerir garðinn enn meira framandi og spennandi fyrir hefðbundinn Englending.

Dag einn er Derry í ferðahug og fæ ég tæki­ færi til að ferðast með henni til næsta héraðs og selja plöntur á garðahátíð. Rauði krossinn heldur uppi einni slíkri í fallegum óðalsgarði og seldur er aðgangur að hátíðinni þar sem allur ágóði fer til góðra málefna. Gróðra­ stöðvaeigendur flykkjast að vítt og breitt til að nálgast slíkar hátíðir, setja upp básana sína, raða vandlega öllum plöntunum sem komust fyrir í bílnum og selja eins og þeir geta. Derry er glögg og tekur með sér fallegar pottaplöntur sem sýniseintök og selur fræin – það hafa fleiri kúnnar pláss fyrir eitt fræbréf frekar en heilu plönturnar. Óðals­garðurinn er ekki af GRÓSKA MILLI HÚSA HJÁ NOEL. verri endanum – og gríðarleg stærð á beðunum, grastúnunum og jafnvel risa­vaxinn aftur eða skjóta rótum sínum út um allt og matjurtagarður girtur af með vegg (Walled mynda nýja einstaklinga á víð og dreif. Svo garden). Að standa sem auka starfsmaður er það framtíðarkosturinn þar sem plönt­urnar hliðina á sérfræðingi eins og Derry er sífelld mynda gott rótarkerfi og halda sér á einum fræðsla en kúnninn þarf ekki að staldra lengi stað og mynda sífellt nýjar rætur svo hún þoli við til að átta sig hvar sérþekkinguna er að hnjask. Plantan er svo að lokum tekin upp og finna – þá hentaði að Íslendingurinn nefndi þá er hægt að skipta rótar­kerfinu í fleiri þær tegundir til sölu sem þekkjast heima, það einstaklinga. Sérgrein Noels eru endalausar fullvissaði viðskipta­vininn um lífslíkur þeirra fræðslurannsóknir sem geta aldeilis hjálpað ef hún lifði af íslensk harðindi. til við að kynnast úrvali fjölæringa og stuðla sérstaklega að því að nota réttar tegundir við Nokkrum vikum síðar lá leiðin til Here­ford­ réttar aðstæður. shire. Í sveitasælunni stóð gult hús og ljósblátt hús við hliðina á því. Það var ekki erfitt að Ferðalagið til Englands breytti raunverulega sjá gullið sem lá á þessum reit. Þarna býr afstöðu minni til garðyrkju og notkun rithöfundurinn Noel Kingsbury og eiginkona fjölæringa. Það hvatti mig til að ferðast hans. Þar fékk ég að sofa í B‘n‘B húsi sem allt þangað enn oftar til að læra sem allra mest var byggt úr hálmi og leir. Þarna rannsakar af þessu reynsluríka garðyrkjustarfi þjóðar­ Noel hvernig fjöl­æringar virka saman í litlu innar.Við upphaf ferðarinnar ákvað ég að taka beði. Hvaða tegund vinnur samkeppnina? öllum áskorunum með áhuga og prófa allt Hver lúffar fyrir hinum? Hverjar eru jafnvígar sem mér bauðst. Sú ákvörðun gerði þessa og eiga þá eftir að lifa vel saman í framtíðinni? þriggja mánaða vorferð ógleymanlega og Þetta eru allt saman spurningar sem hægt er uppfulla af ævintýrum sem ég hefði aldrei að spyrja sig. Tegundirnar fjölga sér á ólíkan náð að skipuleggja sjálf í annars konar hátt. Sumar velja auðveldu leiðina – sá sér ferðalagi.

Í lok dags geng ég þreytt niður skrautgarðinn þar til garðlönd þrjóta og tún tekur við. Handan hleðslugarðsins sést í gamlan sveitabæ í nýrri mynd. Nágranni Derryar býður mér vistarstað og híbýlin ekki af verri endanum; Ensk sveitasæla í sinni fallegustu mynd. Fyrir kvöldmatinn er tínt góðgæti úr matjurta­ garðinum, aspasinn vex hægt en hvers stönguls skal njóta til fulls, hann er smjör­ steiktur sem forréttur. Tómatar í gróður­ húsum, ógrynni kál- og baunategunda fyrir utan hænurnar sem verpa eggjum handa okkur.Varla þarf að fara í búð, nema þá helst til að næla sér í heimagert Cottage Pie á næsta matarmarkaði. Loks eru ógrynni berjategunda sem hægt er að finna, bæði villt og ræktuð í eftirrétti.

HEIMA HJÁ NOEL

VORBOÐINN 2019 | 49


FRÆÐIHEITIN SKELFILEGU INGÓLFUR GUÐNASON, BRAUTARSTJÓRI GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLU, REYKJUM

E

kkert veldur garðyrkjunemum eins miklum ótta og fræðiheiti plöntutegunda. Almennt telja þeir þessi skelfilegu orð vera hreinan óþarfa sem endurspegla illt innræti kennara í garð vonglaðra garðyrkjunema sem hyggjast að loknu námi stunda heiðarleg íslensk garðyrkjustörf, fremur en að þylja óskiljanlega orðalista á löngu útdauðri tungu. Sumir nemendur láta samt bjóða sér að læra fræðiheiti kunningja sinna úr flórunni. Til dæmis held ég að margir viti að kartöflur heita á latínu Solanum tuberosum og brennisóley Ranunculus acris en trúlegast er að þeir hafi lært þau heiti þegar í grunnskóla. Málið fer hins vegar að vandast þegar kemur að því að þekkja fræðiheiti garðplantna, matjurta, skrautblóma og jafnvel illgresis sem þeir eiga eftir að hnjóta um á starfs­ævinni og það kann að reyna á þolrifin. Þeir mega samt teljast heppnir sem völdu garðyrkjuna sem sitt fag en ekki t.d. skordýrafræði þar sem fræðiheitin eru öllu hrikalegri. Að ekki sé talað um framandlegri fög eins og jurta- og dýrasteingervingafræði. Í skordýrafræðinni má finna mikilúðleg fræðiheiti tegunda eins og morðdýrið Deuterosmintheurus quinquefasciatus, gallmýið Prolasioptera aeschynanthusperottetii og tvívængjuna Parastratiosphecomyia stratio­ sphecomy­ioides, sem ber eitthvert lengsta fræði­heiti samanlagðrar lifandi náttúru jarðar. Í samanburði við þessi nöfn eru heiti kunnuglegra tegunda eins og Betula nana (fjalldrapi) eða Daucus carota (gulrót) eins og hvert annað barnaefni. Því er ekki þannig farið að líffræðingar hafi legið á því lúalagi í gegnum tíðina að gefa lífverum sem erfiðust fræðiheiti, nem­endum til aukinnar armæðu. Sum þeirra eru ein­stak­ lega hljómþýð og jafnvel falleg á prenti, eins og einfrumungurinn Chaos chaos og Hedera helix (bergflétta). Önnur fræðiheiti gefa til kynna sérstaklega hátt menningarstig höfunda (að eigin áliti), eins og smávespan Goetheana shakespearei og fiðrildið Leonardo davincii.

50 | VORBOÐINN 2019

Eftir að tvínafnakerfi Linnés náði almennri útbreiðslu var það stundum notað til að heiðra náttúrufræðinga og velgjörðarmenn þeirra og þótti heiður að fá lífveru nefnda eftir sér, hversu lítilmótleg sem hún kunni að þykja. Þeir allra hörðustu nefndu teg­undir jafnvel í höfuðið á sjálfum sér. Þessi nafnahefð er enn við lýði en hefur í tímans rás tekið ýmsum breytingum. Sérfræðingar virðast til að mynda óvenju fúsir til að tjá tónlistaráhuga sinn ef marka má allan þann aragrúa lífvera sem er nefndur eftir mikil­mennum tónlistar­ sögunnar. Tegunda­heitin Cephalonomia pinkfloydi (skordýr), Baicalellia daftpunka (flatormur), Bushiella beatlesi (burstaromur), Paramaka pearljam (skordýr) og maurinn Sericomyrmex radioheadi gefa til að mynda vísbendingu um heilmikla þekkingu á gæðarokki. Fléttan Japewiella dollypartoniana er nefnd í höfuðið á kántrísöngkonunni og mann­ vininum Dolly Parton. Sjálf Lady Gaga fékk nefnda í höfuðið á sér heila ættkvísl burkna (Gaga). Sníkjuvespan Aleiodes gaga ber einnig nafn hennar. Svona mætti áfram telja. Skemmt­ana­ iðn­að­­ur­inn allur er ótæmandi upp­ spretta nafn­gifta, til dæmis maurinn Pheidole harri­son­fordi, köngulóin Aptostichus angelinajoliae og bjallan Grouvellinus leonardodicaprioi. Köngu­lóin Paradonea presleyi og vespan reseucoela imallshookupis eru að sjálfsögðu nefnd eftir Elvis Presley. Amaban Arcella gandalfi, skor­kvik­ indið Gollumjapyx smeagol og vespan Nazgulia petiolata eru í hópi fjöl­ margra lífvera sem eiga uppruna nafna sinna í verkum Tolkiens. Risaeðlan Dracorex hogwartsia ber einnig kunnuglegt nafn.

Stjórnmálamenn fá sinn skammt; orkídea ein er nefnd Maxillaria gorbatchowii, möl­­flugu­­ tegund kallast Neopalpa donald­trumpi, og blinda hellabjallan Anophthalmus hitleri. Einum vísindamanni virðist alveg hafa fallist hendur gagnvart tegundagreiningunni og andagiftin var hvergi nærri er hann gaf nýrri tegund nashyrningsbjöllu heitið Cyclocephala nodanotherwon. Páfagaukurinn sem fékk fræðiheitið Vini vidivici kom og sá, en hann sigraði ekki því honum var útrýmt af mönnum fyrir þúsund árum. Þá hafa nokkrar tegundir fengið furðuleg nöfn eins og smáfiskurinn Stupidogobius clitellus, ertublómið Lablab lablab og snigillinn Abra cadabra. Framburður fræðiheitanna er alveg sérstakur kapítuli og þar sýnist sitt hverjum. Flestir hljóta þó að sammælast um að ættkvíslarheitin Schtschurowskia (sveipjurt) og Ekgmowechashala (prímatar, löngu útdauðir) séu í hópi verstu tungubrjóta. Stuttu fræðiheitin eru ekki jafn vinsæl og þau lengri, en finnast þó. Sjálfur Carl von Linné nefndi bananaættkvíslina Musa. Hann notaðist við arabíska tegundaheitið muz, en um leið vildi hann heiðra Antonio Musa, líflækni Ágústusar rómarkeisara og loks vísaði nafngiftin í Músurnar, listagyðjur hinna fornu grikkja. Bjölluættkvísl einni var gefið heitið Aaaba. Fljótlega kom í ljós að það heiti var þegar notað yfir svamp nokkurn. Heitinu var þá breytt og nefnast bjöllurnar nú Aaaaba og eru komnar með öruggt sæti fremst í símaskránni. Poa alpina (fjallasveifgras) er óneitanlega stutt heiti og auðvelt að muna. Enn styttra heiti ber ættingi hennar, Poa fax. Orkídean Ada aa ber eitt allra stysta og skrýtnasta fræðiheiti líffræðinnar, en líklega hefur þó asíska leðurblakan Ia io vinninginn.



Steinliggur fyrir planið

Landslagsráðgjöf Frá teikningu að fallegum garði Landslagsarkitektar okkar gefa góð ráð og aðstoða við efnisval. Pantaðu tíma í síma 412 5050 eða á sala@bmvalla.is Kynntu þér úrvalið af fallegum hellum og garðeiningum á bmvalla.is og fáðu góðar hugmyndir fyrir sumarið.

Farsæl íslensk framleiðsla í yfir 50 ár - bmvalla.is

Borgarsteinn


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.