Tímarit nemenda garðyrkjudeilda Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í tilefni 80 ára afmælis garðyrkjumenntunnar á Íslandi. Á Reykjum í Ölfusi rétt fyrir ofan Hveragerði er miðstöð garðyrkjunáms LbhÍ. Þar eru gróðurhús okkar og löng hefð fyrir garðyrkjumenntun. Á Reykjum er starfrækt iðn- og starfsmenntabraut sem kennd er á framhaldsskólastigi og einnig öflug endurmenntunardeild. Allt um námið og starfsemina á Reykjum í þessu tímariti.