1 minute read

MÓTTAKA NÝRRA STARFSMANNA

Starfsmönnum gefst kostur á að kaupa ódýran og hollan morgun- og hádegsiverð. Einnig hafa þeir aðgang að ávöxtum á milli mála.

Umhverfisþættir (hiti, kuldi, raki, hávaði, lýsing og birtuskilyrði, titringur, dragsúgur, ryk,

Advertisement

smitleiðir o.fl.): Heiðarskóli er starfræktur í nýju skólahúsnæði. Við hönnun hússins var farið eftir reglum um vinnuvernd og öryggisatriði. Þó eru nokkur atriði sem þarf að lagfæra. Lýsing er yfirleitt góð í húsnæðinu. Í flestum rýmum skólans er hægt að dempra ljósin. Þar sem ekki er hægt að dempra ljósin hafa starfsmenn kvartað undan óþægindum eins og höfuðverk og of mikilli birtu. Reynt hefur verið að bregðast við þessu með því að taka hluta af perum úr sambandi. Einnig væri hægt að pússa spegla í ljósum þannig að ljós dempist. Hálka á bílastæðum og skólalóð. Mikil hálka getur myndast á bílastæðum og skólalóð. Starfsmenn skólans sjá um að sanda eða salta varasöm svæði áður en börnin mæta í skólann. Starfsfólk þarf að hafa á sér sérstakan vara í hálku og reyna að feta sig eftir hálkulausum leiðum inn í skólann ef þess er nokkur kostur. Skólahverfi Heiðarskóla er víðfemt og veður getur verið mjög mismunandi eftir svæðum. Helsta hættan varðandi veður er mikill vindur og hálka. Ef starfsmaður treystir sér ekki í vinnu vegna veðurs eða færðar ber honum að láta skólann vita eins fljótt og auðið er. Á svæðinu og á leið í skólann getur vindur orðið mjög mikill. Hviður geta verið mjög hættulegar.

Efni og notkun hættulegra efna á vinnustað: Við þrif er sápa notuðu í lágmarki. Í smíða- og myndmenntastofu eru eldfim efni í brúsum sem eiga að geymast í læstum skápum.

Vélar og tæki: Vélar og tæki í smíðastofu eru í læstu rými og ekki notuð nema kennari sé á svæðinu.

Eftirfylgni

Öryggistrúnaðarmenn fara reglulega yfir áhættumatið og fylgja eftir úrbótum. Árlega er gert nýtt áhættumat.

Móttaka nýrra starfsmanna

Mikilvægt er að taka vel á móti nýju starfsfólki. Það skal frætt um starfslýsingu, starfsmannahandbók, vinnubrögð og starfsvenjur á nýjum vinnustað. Starfsmanni er sýnt húsnæðið, skólahús og íþróttahús, starfsmannaaðstaða kynnt og kappkostað að starfsaðstaða sé fyrir hendi strax á fyrsta vinnudegi. Þá á að vera búið að ákveða vinnusvæði starfsmannsins og koma upp nauðsynlegum vinnutækjum svo sem tölvu, síma og netfangi, eftir því sem við á. Kynna skal nýjan starfsmann fyrir stefnu skólans, skólanámskrá, samstarfsfólki og börnum skólans.

This article is from: