![](https://static.isu.pub/fe/default-story-images/news.jpg?width=720&quality=85%2C50)
1 minute read
Mayenburg-þríleikurinn í Þjóðleikhúsinu
from Ex - leikskrá
Ellen B.
Martraðarkennd viðureign þriggja persóna, þar sem enginn er óhultur og sannleikurinn smýgur stöðugt undan. Áleitnar spurningar um valdajafnvægi og trúnaðartraust í nánum samböndum, lygina og sannleikann.
Leikstjórn: Benedict Andrews
Leikmynd og búningar: Nina Wetzel
Frumsýnt 26. desember 2022
Ex
Af vægðarleysi og sótsvörtum húmor er tekist á við krefjandi spurningar um hjónabandið, ástina og tærandi afbrýðisemi, fjölskylduna, kynlífið og ofbeldið í samböndum fólks.
Leikstjórn: Benedict Andrews
Leikmynd og búningar: Nina Wetzel
Frumsýnt 28. janúar 2023
Ekkert mál
Hver tekur „þriðju vaktina“? Frumleg og óvægin greining á nánum samböndum í nútíma samfélagi í einstaklega vel skrifuðu verki sem kemur okkur stöðugt á óvart.
Leikstjórn: Marius von Mayenburg
Leikmynd og búningar: Nina Wetzel
Frumsýning haustið 2023
Leikritin þrjú eru hvert um sig sjálfstætt verk þótt að ýmsu leyti kallist þau á, hvað efni og form varðar.