1
2
Efnisyfirlit Helstu niðurstöður fyrir árið 2019
4
Afbrot á höfuðborgarsvæðinu
5
Íbúafjöldi
6
Heildarfjöldi brota
7
Auðgunarbrot
8
Innbrot
9
Kynferðisbrot
10
Ofbeldisbrot
11
Eignaspjöll og nytjastuldir
12
Fíkniefnabrot
13
Haldlögð fíkniefni
14
Afbrot eftir svæðum
15
Heildarfjöldi hegningarlagabrota eftir svæðum
16
Lögreglustöð 1
17
Háaleiti
18
Hlíðar
19
Laugardalur
20
Miðborg
21
Vesturbær
22
Seltjarnarnes
23
Lögreglustöð 2
24
Garðabær og Álftanes
25
Hafnarfjörður
26
Lögreglustöð 3
27
Kópavogur
28
Breiðholt
29
Lögreglustöð 4
30
Árbær og Grafarholt
31
Grafarvogur
32
Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjósarhreppur
33
Samanburður milli svæða
34
Hegningarlagabrot
35
Innbrot
36
Kynferðisbrot
37
Ofbeldisbrot
38
Eignaspjöll
39
Nytjastuldur
40
Fíkniefnabrot
41
3
Helstu niðurstöður fyrir árið 2019 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 9.663 tilkynningar um hegningarlagabrot á árinu, en það er nokkurn veginn sami fjöldi og árinu áður, eða innan við eins prósenta fjölgun brota milli ára.
Lögreglu bárust 1.266 tilkynningar um ofbeldisbrot, en það eru tæplega fimm prósent færri brot en frá árinu áður.
Tæp 78 prósent ofbeldisbrota voru minniháttar líkamsárásir.
Tilkynnt voru um 414 brot á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Tæplega 41.000 umferðarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu og fækkaði brotunum um tæplega níu prósent frá árinu áður.
Eitt manndrápsmál varð á höfuðborgarsvæðinu á árinu, en ekkert mál var skráð sem fól í sér tilraun til manndráps.
Tæplega 4.000 sérrefsilagabrot komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Brotunum fækkaði um tæplega fjögur prósent frá árinu áður. Tilkynnt var um 4.828 auðgunarbrot sem er um það bil helmingur allra hegningarlagabrota. Að meðaltali bárust um 400 slíkar tilkynningar á mánuði, eða um 13 tilkynningar á dag.
Skráð voru 1.400 fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu, þar af 20 stórfelld brot, sem er um 16 prósent minna en á árinu á undan.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og tollgæslan lögðu hald á minna magn fíkniefna árið 2019 en árið 2018. Oftast var lagt hald á amfetamín og marijúana.
Tilkynntir þjófnaðir voru langstærsti hluti allra tilkynntra auðgunarbrota á árinu. Lögreglu bárust um 3.033 slíkar tilkynningar, sem gerir um það bil 63 prósent allra tilkynntra auðgunarbrota. Tilkynnt voru rúmlega 1.000 innbrot á árinu. Flest innbrot áttu sér stað á heimilum (44%) en innbrot í ökutæki voru einnig tíð (29%).
Lögreglu bárust 432 tilkynningar um kynferðisbrot á árinu. Tilkynningum fjölgaði um rúm 14 prósent frá árinu áður og voru um 31 prósent fleiri en að meðaltali árin 2010 til 2018. Alls bárust 146 tilkynningar um nauðgun á árinu. Tilkynningum fækkaði um tæp 24 prósent frá árinu áður.
Tilkynnt var um 1.405 eignaspjöll á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum fækkaði um 10 prósent á milli ára, og var fjöldinn mjög svipaður því og var árið 2017 eða í kringum meðaltal áranna 2010 til 2018.
Langflest hegningarlagabrot, eða tæplega helmingur, áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 1 sem sinnir Háaleiti, Hlíðum, Laugardal, Miðborg, Vesturbæ og Seltjarnesi. Þar af sker Miðborgin sig úr, en tæplega 40 prósent þeirra hegningarlagabrota sem komu á borð lögreglustöðvar 1 áttu sér stað þar. Miðborgin er einnig það hverfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem flest brot eru tilkynnt miðað við íbúafjölda. Tengist þetta aðallega brotum sem eru tengd við næturlíf eða skemmtanahald.
4
5
Íbúafjöldi
Til athugunar: Undanfarin ár voru notuð gögn frá Hagstofunni sem sýndu nákvæman íbúafjölda eftir hverfum Reykjavíkur. Hagstofan gaf slík gögn ekki út fyrir árið 2019 og var aflað gagna frá Reykjavíkurborg fyrir fjölda íbúa innan hverfa Reykjavíkur. Líkt og fyrri ár var stuðst við gögn frá Hagstofunni fyrir fjölda íbúa innan annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða fjölda íbúa eftir hverfum og sveitarfélögum í desember 2019. Þetta eru ekki sömu aðferðir og gögn sem notuð hafa verið síðastliðin ár við gerð þessara skýrslna og ber að varast samanburð milli þeirra.
Árið 2019 voru 233.231 íbúar skráðir með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um rúmlega 4.705 manns frá árinu 2018.
6
Heildarfjöldi brota
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 9.663 tilkynningar um hegningarlagabrot árið 2019, en það er mjög svipaður fjöldi og árið áður.
Um það bil helmingur allra tilkynntra hegningarlagabrota voru auðgunarbrot, þar af voru flest mál vegna þjófnaðar. Næst flest tilkynnt hegningarlagabrot voru eignaspjöll. Lögreglu bárust 1.405 tilkynningar um eignaspjöll árið 2019, sem gerir rúmlega 14 prósent allra tilkynntra hegningarlagabrota árið 2019.
Á árinu 2019 voru tilkynnt 40.940 umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu. Skráðum brotum fækkaði um níu prósent milli ára.
Langflest umferðarlagabrot voru vegna hraðaksturs eða um 29.792 brot, en það eru tæplega 73 prósent allra tilkynntra umferðarlagabrota.
Tilkynnt sérrefsilagabrot árið 2019 voru 3.952 talsins og fækkaði þeim um tæp fjögur prósent milli ára. Rétt er að taka fram að metfjöldi sérrefsilagabrota var skráður árið 2018 og samræmist fjöldi brotanna fyrir árið 2019 betur þeim fjölda sem tilkynnt var um árin á undan.
Flest tilkynnt sérrefsilagabrot voru vegna brota á vörslu og meðferð ávana- og fíkniefna eða rúmlega 850 brot.
Mynd 1. Heildarfjöldi brota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2015 til 2019.
Mynd 2. Heildarfjöldi brota eftir tegund hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2016 til 2019.
7
Auðgunarbrot
Árið 2019 voru tilkynnt 4.828 auðgunarbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem eru um helmingur allra tilkynntra brota. Þessum brotum fjölgaði lítillega milli ára eða um 3 prósent frá árinu áður.
Þjófnaðarbrot skipa mikinn meirihluta tilkynntra auðgunarbrota, líkt og fyrri ár, eða rúmlega 60 prósent slíkra brota. Nokkur aukning var á fjölda þjófnaða á milli ára og var tilkynnt um tæplega 20 prósent fleiri þjófnaðarbrot á árinu 2019 samanborið við árið áður.
Fjölgun varð í fjórum undirflokkum þjófnaðarbrota árið 2019; Fjársvikum, gripdeild, fjárdrætti og annars konar auðgunarbrotum. Tilkynntum innbrotum og brotum tengdum hilmingu fækkaði samanborið við árið 2018.
Hlutfallslega fjölgaði gripdeildum mest, en fjöldi slíkra brota fór úr 39 í 58 og jókst því um 47 prósent milli ára.
Ránum fækkaði hlutfallslega mest, fór úr 69 niður í 50 eða um rúmlega 27 prósent milli ára. Árið 2018 hafði þeim hins vegar fjölgað mikið milli ára eða um 50 prósent. Fjöldi tilkynntra rána árið 2019 er svipaður og árið 2017, þannig að 2018 sker sig úr hvað varðar fjölda rána.
Að meðaltali bárust rúmlega 400 tilkynningar um auðgunarbrot til lögreglu á hverjum mánuði árið 2019 eða rúmlega 13 tilkynningar á dag.
Mynd 3. Fjöldi og meðaltal auðgunarbrota brota á tímabilinu 2010 til 2019.
Mynd 4. Fjöldi og tegund auðgunarbrota brota á tímabilinu 2016 til 2019.
8
Innbrot
Árið 2019 bárust 1.029 tilkynningar um innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tæplega átta prósent fækkun brota frá 2018. Á höfuðborgarsvæðinu voru að jafnaði tilkynnt rúmlega 85 innbrot á mánuði árið 2019.
Hlutfallslega bárust flestar tilkynningar um innbrot í heimahús eða um 44 prósent. Næstflestar tilkynningar bárust um innbrot í ökutæki eða tæplega 29 prósent. Rúmlega 16 prósent innbrota voru í fyrirtæki og fjögur prósent í stofnanir af ýmsu tagi. Þá voru rúmlega þrjú prósent innbrota í verslanir. Þetta er í nokkru samræmi við þá þróun sem sést hefur síðastliðin ár, þar sem innbrot á heimili og ökutæki eru lang algengasti brotavettvangurinn.
Flestar tilkynningar um innbrot bárust á virkum dögum og á það sérstaklega við mánudaga, miðvikudaga og föstudaga milli klukkan 16 og 19. Flestar tilkynningar bárust á föstudögum en fæstar á fimmtudögum. Rétt er að ítreka að hérna er verið að fjalla um hvenær tilkynning um innbrot berst lögreglu, en ekki hugsanlegan tíma sem innbrotið átti sér stað.
Mynd 5. Fjöldi og meðaltal innbrota á tímabilinu 2010 til 2019.
Mynd 6. Hlutfall tilkynntra innbrota eftir tegund vettvangs árið 2019.
9
Kynferðisbrot
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 432 tilkynningar um kynferðisbrot á árinu 2019. Fjölgaði þeim um 14 prósent frá árinu áður. Að jafnaði voru tilkynnt 36 kynferðisbrot á mánuði til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið yfir 10 ára tímabil hafa tilkynnt kynferðisbrot aldrei verið fleiri en árið 2019 og hefur fjöldinn tvöfaldast frá árinu 2010.
Tilkynningum fjölgaði milli ára í öllum undirflokkum kynferðisbrota að undanskildum nauðgunum og kynferðisbrotum gegn börnum.
Tilkynntum blygðunarsemisbrotum og brotum er varða kynferðislega áreitni fjölgaði mikið milli ára og voru um 47 prósent fleiri brot tilkynnt árið 2019 en árið á undan.
Vændismálum fjölgaði um 46 prósent frá 2018 og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá árinu 2016. Fjöldi vændismála er háður frumkvæði lögreglu hverju sinni og ákvarðast fjöldinn því að miklu leyti af því hve miklum tíma lögregla getur varið í málaflokkinn.
Það sama má segja um brot tengd barnaníðsefni, en þeim fjölgaði um rúmlega 66 prósent frá 2018 til 2019. Á síðastliðnum fjórum árum hefur brotum er varða barnaníðsefni fjölgað um rúm 86 prósent.
Tilkynntar voru 146 nauðganir til lögreglu árið 2019 en það eru rúmlega þriðjungur allra tilkynntra kynferðisbrota á árinu. Færri nauðganir voru tilkynntar árið 2019 samanborið við árið á undan eða rúmlega 23 prósent færri tilkynningar.
Að sama skapi fækkaði tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum um tæp 19 prósent frá árinu 2018 til 2019.
Mynd 7. Fjöldi og meðaltal kynferðisbrota á árunum 2010 til 2019.
Mynd 8. Fjöldi og tegund kynferðisbrota á árunum 2016 til 2019.
10
Ofbeldisbrot
Á árinu 2019 voru tilkynnt 1.266 ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum fækkaði um tæp fimm prósent frá árinu 2018 til 2019.
Minniháttar líkamsárásir skipa mikinn meirihluta í tilkynntra ofbeldisbrota og eru slík brot rúmlega 78 prósent allra tilkynntra ofbeldisbrota árið 2019. Minniháttar líkamsárásum fækkaði örlítið milli áranna 2018 til 2019 eða um tæp fimm prósent.
Tilkynningum um stórfelldar líkamsárásir fjölgaði milli ára eða um rúm 14 prósent frá árinu 2018.
Eitt manndráp var framið á árinu en engin tilraun var gerð til manndráps.
Meirihluti ofbeldisbrota árið 2019 á sér stað um helgar og þá sérstaklega aðfaranótt laugardags og sunnudags milli miðnættis og fram til sjö um morguninn eftir. Fæst ofbeldisbrot voru tilkynnt á mánudögum og þá sérstaklega fyrir part dags.
Fjölgun ofbeldisbrota frá árinu 2015 má að nokkru leyti rekja til breytinga á verklagi lögreglu í heimilisofbeldismálum.
Mynd 9. Fjöldi og meðaltal ofbeldisbrota á árunum 2010 til 2019.
Mynd 10. Fjöldi og tegund ofbeldisbrota á árunum 2016 til 2019.
11
Eignaspjöll og nytjastuldir
Lögreglunni bárust 1.405 tilkynningar um eignaspjöll árið 2019. Minniháttar eignaspjöll eru þar í miklum meirihluta eða um 97 prósent allra tilkynntra eignaspjalla. Eignaspjöllum fækkaði nokkuð á milli ára eða um níu prósent frá árinu 2018. Á árinu 2019 voru að jafnaði tilkynnt 117 eignaspjöll á mánuði til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ef minniháttar eignaspjöll eru skoðuð sérstaklega sést að rúðubrot eru um 34 prósent slíkra brota árið 2019. Tilkynningum um veggjakrot fer fækkandi á milli ára og eru slík brot rétt um eitt prósent allra tilkynntra eignaspjalla árið 2019.
Tilkynnt var um 41 meiriháttar eignaspjöll á árinu 2019 og eru þau um þrjú prósent allra tilkynntra eignaspjalla árið 2019. Nokkur aukning varð á tilkynningum þessara brota frá árinu 2018, eða um 17 prósent milli ára.
Tilkynnt var um 356 nytjastuldi bifreiða árið 2019, en slíkum tilkynningum hefur fjölgað jafnt og þétt síðastliðin fjögur ár. Á höfuðborgarsvæðinu var að jafnaði tilkynnt um tæplega 30 nytjastuldi á ökutækjum á mánuði.
Frá 2016 til 2019 jókst tíðni slíkra tilkynninga um tæp átta prósent. Á milli áranna 2018 til 2019 fjölgaði tilkynningum um nytjastuldi vélknúinna ökutækja um tæp 11 prósent.
Mynd 11. Fjöldi og meðaltal eignaspjalla á árunum 2010 til 2019.
Mynd 12. Fjöldi og tegund eignaspjalla og nytjastuldar á árunum 2016 til 2019.
12
Fíkniefnabrot
Á árinu 2019 voru skráð 1.400 fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu. Skráð voru rúmlega 14 prósent færri fíkniefnabrot samanborið við árið 2018, en fjöldi brota sem skráð voru árið 2019 eru á pari við meðaltal fjölda brota fyrir síðastliðin tíu ár.
Á höfuðborgarsvæðinu voru að jafnaði skráð rúmlega 116 fíkniefnabrot á mánuði eða tæplega fjögur mál á hverjum degi.
Árið 2019 voru skráð 20 stórfelld fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu og er það töluverð fækkun milli ára samanborið við 2018 eða rúmlega 37 prósent færri brot.
Rúmlega 77 prósent allra skráðra fíkniefnabrota árið 2019, var vegna vörslu og meðferðar ávana- og fíknefna. Brotum fækkaði milli ára, þar sem 12 prósent færri brot voru skráð árið 2019 samanborið við árið á undan. Stór hluti brota vegna vörslu og meðferðar ávana– og fíkniefna kemur upp í tengslum við önnur mál, til dæmis akstur undir áhrifum fíkniefna.
Fækkun varð í flestum undirflokkum fíkniefnabrota fyrir árið 2019 samanborið við árið á undan. Hlutfallslega var mest fækkun á skráðum brotum er varða flutning fíkniefna milli landa, þar sem rúmlega 60 prósent færri brot voru skráð árið 2019 miðað við árið á undan.
Fjölgun varð á skráðum brotum er vörðuðu sölu og dreifingu fíkniefna árið 2019 og fjölgaði slíkum málum um 23 prósent frá árinu 2018.
Mynd 13. Fjöldi og meðaltal fíkniefnabrot á árunum 2010 til 2019.
Mynd 14. Fjöldi og tegund fíkniefnabrota á árunum 2016 til 2019.
13
Haldlögð fíkniefni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Tollgæslan lögðu hald á minna magn fíkniefna árið 2019 en árið á undan. Á þetta við magn allra tegunda fíkniefna að undanskildu amfetamíni og hassi. Lagt var hald á töluvert meira magn af amfetamíni árið 2019 en árinu á undan eða rúmlega þrisvar sinnum meira magn.
Örlítil aukning var á haldlögðu hassi, en sú aukning er minni en eitt prósent.
Á árinu 2019 var ekkert heróín haldlagt en nokkurt magn var haldlagt árið 2018 sem var óvenjulegt miðað við sem sést hefur hérlendis síðastliðin ár.
Hvað varðar magn var mest haldlagt af marijúana árið 2019 líkt og síðastliðin ár. Ef taldar eru fjöldi haldlagninga var oftast haldlagt Mynd 15. Fjöldi haldlagninga eftir tegund fíkniefna á árunum 2010 til 2019. marijúana árið 2019 en haldlagningar vegna amfetamíns fylgdu fast á eftir. Haldlagningum fækkaði almennt á milli ára og á það við um allar tegundir fíkniefna að undanskildu hassi, en sá fjöldi hélst stöðugur Tafla 5. Magn haldlagðra fíkniefna frá árunum 2015 til 2019 með hlutfallslegri breytingu milli milli ára. áranna 2018 til 2019.
14
15
Heildarfjöldi hegningarlagabrota eftir svæðum
Hegningarlagabrotum fjölgaði á starfssvæðum lögreglustöðva 1 og 4 á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2018. Séu þessar tvær lögreglustöðvar skoðaðar sést að fjöldi hegningarlagabrota hefur aukist undanfarin fjögur ár á þeim svæðum sem þær tilheyra.
Hegningarlagabrotum fækkaði á starfssvæðum lögreglustöðva 2 og 3 á milli áranna 2018 og 2019.
Hlutfallslega fjölgaði hegningarlagabrotum mest á svæði stöðvar 1 eða um sex prósent milli ára. Hegningarlagabrotum fækkaði hlutfallslega mest á svæði stöðvar 3 eða um 14 prósent frá árinu 2018.
Langflest brot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 1 líkt og fyrri ár. Sú lögreglustöð sinnir fimm hverfum í Reykjavík; Háaleiti, Hlíðum, Laugardal, Miðborg og Vesturbæ, auk Seltjarnarness. Fæst brot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.
Mynd 16. Fjöldi hegningarlagabrota frá árinu 2016 til 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins
Mynd 17. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019 eftir svæði lögreglustöðva og hverfum eða sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.
16
Lögreglustöð 1 Háaleiti-Hlíðar-Laugardalur-Miðborg-Vesturbær-Seltjarnarnes
Árið 2019 voru skráðar 4.776 tilkynningar um hegningarlagabrot á svæði lögreglustöðvar 1. Flest brotin áttu sér stað í Miðborginni eða tæp 40 prósent. Laugardalurinn fylgdi fast á eftir þar sem 23 prósent tilkynntra brota svæðis stöðvar 1 áttu sér stað árið 2019. Fæst brotin áttu sér stað á Seltjarnarnesi eða um 99 brot sem gerir tvö prósent heildarbrota á svæði stöðvar 1.
Auðgunarbrot skipuðu stærstan hluta tilkynntra hegningarlagabrota á svæði lögreglustöðvar 1 fyrir árið 2019 líkt og fyrri ár. Tilkynningum fjölgaði um tæp 15 prósent frá árinu áður. Innbrotum fjölgaði að sama skapi um tæp níu prósent frá árinu 2018 til 2019.
Hlutfallslega jukust tilkynningar vegna nytjastuldar ökutækja mest allra brota frá árinu 2018 til 2019 eða um 35 prósent. Þar á eftir fylgdu kynferðisbrot en tilkynningum fjölgaði um rúmlega 30 prósent fyrir sama tímabil.
Tilkynningum um ofbeldisbrot fækkaði milli ára og voru rúmlega 11 prósent færri brot tilkynnt árið 2019 miðað við árið á undan. Það sama má segja um tilkynnt eignaspjöll, en þau voru rúmlega 13 prósent færri árið 2019 en árið 2018.
Tilkynntum fíkniefnabrotum fækkaði örlítið frá árinu á undan eða um rúmlega eitt prósent.
Mynd 17. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019 eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins sem tilheyra svæði lögreglustöðvar 1.
17
Háaleiti Árið 2019 voru skráð 583 hegningarlagabrot í Háaleitishverfi.
Fækkun var í öllum brotaflokkum árið 2019 miðað við árið á undan og meðaltal brota frá árunum 2016 til 2018.
Innbrotum fækkaði hlutfallslega mest árið 2019 miðað við árið á undan eða tæplega 60 prósent. Auðgunarbrotum í heild sinni fækkaði um tæplega 18 prósent frá árinu á undan og rúmlega 13 prósent frá meðaltali áranna 2016 til 2018.
Eignaspjöllum fækkaði einnig töluvert milli ára eða um 35 prósent miðað við árið á undan og 28 prósent miðað við meðaltal frá 2016 til 2018.
Ofbeldisbrotum fækkaði um rúmlega 20 prósent frá árinu á undan og tæplega 19 prósent sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.
Fíkniefnabrotum fækkaði töluvert á árinu 2019 og er þá sérstaklega um að ræða fækkun frá árinu 2018 þar sem brotum fækkaði um rúmlega 23 prósent milli ára. Ef miðað er við meðaltal áranna 2016 til 2018 hefur þeim fækkað um tæplega 8 prósent. Að sama skapi varð töluverð fækkun á kynferðisbrotum árið 2019 samanborið við árið á undan þar sem brotum fækkaði um 30 prósent milli ára. Sé litið til meðaltals áranna 2016 til 2018 hefur þeim fækkað um tæpleg 9 prósent.
Nytjastuldum fækkaði einnig milli áranna 2019 og 2018, eða um 20 prósent, samanborið við rúm 10 prósent miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.
18
Hlíðar
Árið 2019 voru 515 hegningarlagabrot skráð í hverfi Hlíða.
Misjafnt var eftir brotaflokkum hvort um var að ræða fjölgun eða fækkun brota árið 2019 samanborið við önnur ár. Sé einungis litið til breytinga frá árinu 2018 varð einungis fjölgun í tveimur brotaflokkum, kynferðisbrotum og fíkniefnabrotum.
Kynferðisbrotum fjölgaði umtalsvert árið 2019 í hverfinu og er um að ræða rúmlega tvöfalt fleiri brot samanborið við árið á undan. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur farið fjölgandi jafnt og þétt frá árinu 2016, þó árið 2019 sýni umtalsvert meiri fjölgun en hefur verið síðastliðin ár. Þá voru tilkynnt rúmlega 165 prósent fleiri kynferðisbrot árið 2019 miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018. Þó fjölgunin sé hlutfallslega mjög mikil ber að hafa í huga að hvert brot vegur tiltölulega mikið í heildarmyndinni.
Tilkynntum fíkniefnabrotum fjölgaði einnig eða um tæplega 28 prósent árið 2019 samanborið við árið á undan. Um er að ræða töluverða fjölgun, eða rúmlega 35 prósenta aukningu árið 2019, miðað við meðaltal brota áranna 2016 til 2018.
Nytjastuldum fækkaði hlutfallslega mest frá árinu 2018 eða um 20 prósent. Nokkur aukning varð í þessum brotaflokki árið 2018 og var fjöldi brota árið 2019 í samræmi við árin 2016 og 2017.
Nokkur fækkun varð á ofbeldisbrotum árið 2019 eða tæplega 17 prósent miðað við árið á undan. Um er að ræða lítilsháttar lækkun sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.
Eignaspjöllum fækkaði um tæplega 17 prósent árið 2019 miðað við árið 2018, en fækkunin var tæp 8 prósent sé litið til meðaltal áranna 2016 til 2018.
Fjöldi auðgunarbrota í heild stóð svo til í stað árið 2019 miðað við árið á undan. Sé litið til meðaltals áranna 2016 til 2018 er um að ræða fjölgun um rúm 22 prósent. Skýrist
19
Laugardalur
Árið 2019 voru 1.105 hegningarlagabrot skráð í Laugardalnum.
Mismunandi er eftir brotaflokkum hvort um sé að ræða fjölgun eða fækkun brota árið 2019 miðað við önnur ár. Sé litið til ársins 2018 er um að ræða fjölgun í brotaflokkunum auðgunarbrotum, innbrotum og nytjastuldum.
Fjöldi skráðra nytjastulda tvöfaldaðist árið 2019 miðað við árið á undan og á það einnig við um meðaltal brota á árunum 2016 til 2018.
Auðgunarbrotum fjölgaði um tæplega 9 prósent árið 2019 miðað við árið á undan og tæplega sjö prósent sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018. Innbrotum fjölgaði einnig árið 2019 eða rúmlega átta prósent miðað við árið á undan. Töluvert fleiri innbrot voru framin árið 2016 og 2017 í hverfi Laugardals samanborið við síðastliðin tvö ár.
Fíkniefnabrotum fækkaði um tæp 13 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.
Kynferðisbrotum fækkaði lítillega árið 2019 samanborið við 2018 eða um tæplega þrjú prósent.
Fíkniefnabrotum og kynferðisbrotum fjölgaði á árunum 2016 til 2018. Meðaltal brota fyrir þessi ár er því nokkuð skekkt vegna færri brota sem framin voru árið 2016. Skráð voru rúmlega 8 prósent fleiri fíkniefnabrot árið 2019 miðað við meðaltal þessara ára og 17 prósent fleiri kynferðisbrot miðað við sama meðaltal.
Ofbeldisbrotum fækkaði um tæplega fjögur prósent árið 2019 miðað við árið á undan og rúm tvö prósent sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.
Eignaspjöllum fækkaði um tæp níu prósent árið 2019 miðað við árið á undan og um rúm 17 prósent miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.
20
Miðborg
Árið 2019 voru framin 1.850 hegningarlagabrot í Miðborg Reykjavíkur.
Um er að ræða fjölgun í öllum brotaflokkum að undanskildum ofbeldisbrotum.
Ofbeldisbrotum fækkaði um tæp 11 prósent árið 2019 miðað við árið á undan og rúmlega 10 prósent sé litið til meðaltals áranna 2016 til 2018. Í gegnum árin hafa flest ofbeldisbrot verið framin í Miðborginni á höfuðborgarsvæðinu og eru brotin oftast tengd skemmtanahaldi.
Sé litið til ársins 2018 varð mest fjölgun á nytjastuldum árið 2019 eða rúmlega 35 prósent. Kynferðisbrotum fjölgaði einnig um tæplega 35 prósent milli þessara ára og innbrotum um tæplega 34 prósent frá árinu 2018.
Auðgunarbrotum í heild fjölgaði um 18 prósent árið 2019 samanborið við 2018. Fíkniefnabrotum fjölgaði um tæp 12 prósent miðað við árið á undan.
Eignaspjöllum fjölgaði um tæp þrjú prósent árið 2019 samanborið við árið á undan.
Sé litið til meðaltals brota á árunum 2016 til 2018 sést að hlutfallslegur munur á því tímabili og árinu 2019 var mestur er varðar innbrot. Rúmlega tvöfalt fleiri innbrot voru framin árið 2019 miðað við meðaltal þessara ára. Skýrist þetta af því að mun færri innbrot voru skráð árið 2017 miðað við árið á undan og eftir. Skekkir þetta því meðaltalið fyrir þennan brotaflokk. Ef árið 2017 er tekið út sést að fjöldi innbrota hefur farið stigvaxandi í Miðborginni milli ára.
Kynferðisbrotum hefur að sama skapi farið fjölgandi frá árinu 2016 og sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018 hefur brotum fjölgað um helming árið 2019.
21
Vesturbær
Árið 2019 voru skráð 628 hegningarlagabrot í Vesturbæ Reykjavíkur.
Fjölgun var í öllum brotaflokkum árið 2019 að undanskildum ofbeldisbrotum og eignaspjöllum, bæði ef miðað er við árið á undan og meðaltal brota á árunum 2016 til 2018.
Hlutfallslega fjölgaði kynferðisbrotum mest árið 2019 miðað við 2018 eða 150 prósent. Skráð voru rúmlega tvisvar sinnum fleiri innbrot árið 2019 miðað við árið á undan. Auðgunarbrotum í heild fjölgaði um tæp 80 prósent á sama tímabili.
Rúmlega 73 prósent fleiri nytjastuldir voru skráðir árið 2019 miðað við árið á undan. Þá fjölgaði fíkniefnabrotum um rúmlega 44 prósent milli ára.
Eignaspjöllum fækkaði um rúm 21 prósent frá árinu 2018 og ofbeldisbrotum um rúm 18 prósent á sama tímabili.
Sé litið til meðaltals brota fyrir árin 2016 til 2018 sést að árið 2019 fjölgaði innbrotum hlutfallslega mest miðað við það meðaltal eða um tæplega 100 prósent. Auðgunarbrotum í heild fjölgaði um rúmlega 85 prósent miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018. Kynferðisbrotum fjölgaði um rúmlega helming árið 2019 miðað við meðaltal þessara ára og er það mun minni fjölgun en meðalfjöldi brota milli áranna 2018 og 2019. Stafar þessi munur af því að óvenju fá kynferðisbrot voru tilkynnt árið 2018 á svæðinu samanborið við árin á undan.
22
Seltjarnarnes
Árið 2019 voru framin 99 hegningarlagabrot á Seltjarnarnesi.
Misjafnt var eftir brotaflokkum um hvort var að ræða fjölgun eða fækkun brota frá árunum 2018 til 2019. Vert er að nefna að í sumum brotaflokkum er um að ræða mjög fá brot á hverju ári. Því getur hlutfallslegur munur mælst mikill þó fjöldi brota sé mjög lítill. Verður því fjallað um mun á fjölda milli ára frekar en hlutfallslegar breytingar milli ára í flestum brotaflokkum.
Auðgunarbrotum fjölgaði um rúmlega 144 prósent árið 2019 samanborið við árið á undan. Þar af fjölgaði innbrotum á sama tímabili eða úr 10 brotum árið 2018 yfir í 17 brot árið 2019.
Ofbeldisbrotum fjölgaði um þrjú brot samanborið við árið á undan.
Enginn nytjastuldur var tilkynntur fyrir árið 2019 en tveir höfðu verið tilkynntir árið 2018. Tilkynntum fíkniefnabrotum fækkaði um fjögur brot frá árinu 2018 til ársins 2019. Eignaspjöllum fækkaði um helming árið 2019 samanborið við árið á undan.
Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota var sá sami árið 2019 og 2018 eða tvö skráð brot.
Sé litið til meðaltals brota á árunum 2016 til 2018 sést nokkurn veginn sama þróun og lýst hefur verið hér að ofan. Innbrotum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2016 til 2019 á Seltjarnarnesi og voru framin tvöfalt fleiri innbrot á árinu 2019 miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.
23
Lögreglustöð 2 Hafnarfjörður-Garðabær-Álftanes
Framin voru 999 hegningarlagabrot á svæði lögreglustöðvar 2 árið 2019. Flest brotin voru framin í Hafnarfirði eða rúmlega 75 prósent. 22 prósent skráðra brota áttu sér stað í Garðabæ og rúmlega tvö prósent áttu sér stað á Álftanesi.
Fækkun varð í öllum brotaflokkum að undanskildum kynferðisbrotum fyrir svæði lögreglustöðvar 2 árið 2019 samanborið við árið á undan.
Líkt og fyrri ár voru auðgunarbrot stærsti hluti skráðra hegningarlagabrota fyrir svæði lögreglustöðvar 2 árið 2019 en þeim fækkaði um 32 prósent frá árinu 2018.
Næst flest brot sem tilkynnt voru árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 2 voru eignaspjöll. Þeim fækkaði lítillega milli ára eða um rúmlega þrjú prósent.
Innbrotum fækkaði mest á svæðinu árið 2019 samanborið við árið á undan eða um 97 prósent.
Fíkniefnabrotum fækkaði um tæplega 46 prósent frá árinu 2018. Ofbeldisbrotum fækkar um rúmlega 14 prósent milli ára. Nytjastuldum fækkaði um tæplega átta prósent á árinu 2019 miðað við árið á undan.
Skráð kynferðisbrot voru 28 prósent fleiri árið 2019 miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.
Mynd 18. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019 eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins sem tilheyra svæði lögreglustöðvar 2.
24
Garðabær og Álftanes Árið 2019 voru framin 226 hegningarlagabrot í Garðabæ og 21 á Álftanesi.
Fækkun var í öllum brotaflokkum árið 2019 samanborið við árið á undan, að undanskildum kynferðisbrotum. Rétt er að taka fram að í sumum brotaflokkum eru fá brot og geta hlutfallslegar breytingar því gefið til kynna mikinn mun á milli ára þó um sé jafnvel að ræða eitt brot til eða frá. Verður því fjallað um mun á fjölda milli ára frekar en hlutfallslegar breytingar í brotaflokkunum kynferðisbrot og nytjastuldur.
Tilkynntum kynferðisbrotum fjölgaði um eitt brot árið 2019 miðað við árið undan og voru þau 11 talsins. Kynferðisbrotum fjölgaði miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018. Árið 2019 voru skráð helmingi fleiri kynferðisbrot samanborið við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018.
Mest fækkun varð í innbrotum árið 2019 samanborið við árið á undan eða rúmlega 61 prósent. Fjöldi innbrota hélst nokkuð stöðugur frá árunum 2016 til 2018 og er þessi fækkun árið 2019 því áhugaverð.
Auðgunarbrotum í heild fækkaði einnig árið 2019 miðað við árið á undan eða rúmlega 37 prósent. Eignaspjöllum fækkaði um rúmlega 32 prósent fyrir sama tímabil.
Ofbeldisbrotum fækkaði um tæp 28 prósent árið 2019 samanborið við 2018.
Fíkniefnabrotum fækkaði um rúmlega 26 prósent milli ára, frá 2018 til 2019, og hefur þeim farið fækkandi ár frá ári síðan 2017.
Nytjastuldum fækkaði um þrjú brot frá 2018 til 2019 en fjölgaði um eitt brot sé litið til meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018.
25
Hafnarfjörður Árið 2019 voru skráð 752 hegningarlagabrot í Hafnarfirði.
Fækkun varð í öllum brotaflokkum árið 2019 miðað við árið á undan, að undanskildum kynferðisbrotum og eignaspjöllum.
Kynferðisbrotum fjölgaði um tæp 27 prósent árið 2019 miðað við árið á undan, en fjöldi kynferðisbrota hafði haldist nokkuð stöðugur frá árinu 2016 til 2018.
Rúmlega 7 prósent fleiri eignaspjöll voru skráð árið 2019 miðað við 2018. Fjöldi eignaspjalla hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2016.
Innbrotum fækkaði hlutfallslega mest árið 2019 miðað við 2018 eða rúmlega 44 prósent. Innbrotum fjölgaði umtalsvert árið 2018 og var fjöldi þeirra árið 2019 á svipuðu róli og á árunum 2016 til 2017.
Auðgunarbrotum í heild fækkaði einnig árið 2019 miðað við árið á undan eða um tæplega 17 prósent.
Fíkniefnabrotum fækkaði um tæpan þriðjung árið 2019 miðað við árið á undan. Fíkniefnabrotum hefur farið fækkandi ár frá ári frá árinu 2017.
Ofbeldisbrotum fækkaði um rúm 8 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.
Engin breyting varð á fjölda nytjastulda frá árinu 2018 til 2019 þar sem sami fjöldi var skráður bæði árin.
26
Lögreglustöð 3 Kópavogur-Breiðholt
Árið 2019 voru skráð 1.868 hegningarlagabrot á svæðinu sem heyrir undir lögreglustöð 3. Flest brotin voru skráð í Kópavogi eða rúmlega 54 prósent, en tæplega 46 prósent voru skráð í Breiðholti.
Stærsti brotaflokkurinn árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 3 voru auðgunarbrot líkt og fyrri ár. Auðgunarbrotum fækkaði um rúmlega 10 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.
Eini brotaflokkurinn þar sem brotum fjölgaði árið 2019 voru ofbeldisbrot en þeim fjölgaði um tæp fjögur prósent milli ára. Ofbeldisbrotum fjölgar lítillega ár frá ári og voru tæplega átta prósent fleiri ofbeldisbrot skráð árið 2019 miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.
Innbrotum fækkaði hlutfallslega mest árið 2019 miðað við árið á undan eða um rúm 24 prósent. Kynferðisbrotum fækkaði um rúm 23 prósent og nytjastuldum um tæp 23 prósent. Auðgunarbrotum í heild fækkaði um rúmlega 10 prósent á sama tímabili.
Fíkniefnabrotum fækkaði um tæp 19 prósent árið 2019 miðað við árið á undan. Tæplega 16 prósent færri eignaspjöll voru skráð árið 2019 miðað við árið á undan.
Sé litið til meðaltals áránna 2016-2018 fækkaði tilkynntum brotum í ölum brotaflokkum árið 2019, nema ofbeldisbrotum.
Mynd 19. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019 eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins sem tilheyra svæði lögreglustöðvar 3.
27
Kópavogur
Árið 2019 voru 1.016 hegningarlagabrot framin í Kópavogi.
Fækkun varð í öllum brotaflokkum árið 2019 samanborið við árið á undan.
Hlutfallslega fækkaði kynferðisbrotum mest árið 2019 eða tæplega 43 prósent frá árinu 2018. Fjöldi kynferðisbrota hélst nokkuð stöðugur frá árinu 2016 til 2018 og er þetta þó nokkur fækkun miðað við þann fjölda.
Nytjastuldum fækkaði um tæp 28 prósent frá árinu 2018. Slíkum brotum hefur fækkað stöðugt frá árinu 2016 og voru tæplega helmingi fleiri nytjastuldir tilkynntir árið 2016 en 2019.
Innbrotum fækkaði um rúm 23 prósent fyrir sama tímabil og fækkaði auðgunarbrotum í heild um tæp 20 prósent frá árinu 2018.
Eignaspjöllum fækkaði um tæp 23 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.
Fíkniefnabrotum fækkaði um rúm 19 prósent árið 2019 miðað við árið 2018.
Ofbeldisbrotum fækkaði minnst hlutfallslega eða um rúm tvö prósent frá árinu á undan eða um þrjú brot. Ofbeldisbrot fóru stigvaxandi frá árinu 2016 til 2018.
Tilkynntum brotum fækkaði í öllum brotaflokkum árið 2019 samanborið við meðaltal áranna 2016-2018, nema í ofbeldisbrotum.
28
Breiðholt
Árið 2019 voru 852 hegningarlagabrot skráð í Breiðholti.
Fækkun varð í öllum brotaflokkum árið 2019 samanborið við árið á undan, að undanskildum ofbeldisbrotum og auðgunarbrotum.
Tilkynnt var um 10 prósent fleiri ofbeldisbrot árið 2019 samanborið við 2018, en töluvert færri ofbeldisbrot voru skráð árið 2018 miðað við árin á undan. Fjöldi ofbeldisbrota árið 2019 er nokkurn veginn á pari við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018.
Auðgunarbrotum fjölgaði um rúm níu prósent árið 2019 samanborið við árið á undan. Fjöldi auðgunarbrota hefur farið vaxandi ár frá ári og voru slík brot árið 2019 rúmlega 24 prósent fleiri en meðalfjöldi brota á tímabilinu 2016 til 2018.
Innbrotum fækkaði um tæp 23 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.
Fíkniefnabrotum fækkaði um tæp 19 prósent árið 2019 miðað við árið 2018.
Árið 2019 fækkaði nytjastuldum um rúm 16 prósent miðað við árið á undan og er það sama fækkun ef miðað er við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018.
Eignaspjöllum fækkaði um tæp átta prósent frá árinu 2018.
Kynferðisbrotum fækkaði hlutfallslega minnst á árinu 2019 eða tæp sjö prósent.
29
Lögreglustöð 4 Árbær-Grafarvogur-Mosfellsbær-Grafarholt-KjalarnesKjósarhreppur
Árið 2019 voru 1.541 hegningarlagabrot framin á svæði lögreglustöðvar 4. Flest brotanna áttu sér stað í Árbæ og Grafarvogi eða um 70 prósent allra brota.
Auðgunarbrot skipa stærstan hluta brota á svæði lögreglustöðvar 4 líkt og á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Slíkum brotum fækkaði örlítið árið 2019 miðað við árið á undan, en fjöldinn árið 2019 var sá sami og árið 2017.
Fíkniefnabrotum fækkaði um rúm 20 prósent árið 2019 samanborið við árið á undan og nytjastuldum fækkaði um tæp 13 prósent fyrir sama tímabil.
Ofbeldisbrotum fjölgaði hlutfallslega mest árið 2019 samanborið við árið á undan eða um tæp átta prósent. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað ár frá ári og er fjöldi slíkra brota árið 2019 rúmlega 21 prósentum meiri en meðalfjöldi brota á árunum 2016 til 2018.
Kynferðisbrotum fjölgaði um rúmlega fimm prósent árið 2019 samanborið við árið á undan. Skráðum kynferðisbrotum hefur fjölgað mikið ár frá ári og er fjöldi brota árið 2019 tæplega 64 prósentum hærri en meðalfjöldi brota var frá 2016 til 2018.
Eignaspjöll voru tæplega fjögur prósent fleiri árið 2019 miðað við árið á undan.
Mynd 20. Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019 eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins sem tilheyra svæði lögreglustöðvar 4.
30
Árbær og Grafarholt
Árið 2019 voru framin 759 hegningarlagabrot í Árbæ og Grafarholti, þar sem 595 brot voru framin í Árbæ og 164 í Grafarholti.
Fíkniefnabrotum fjölgaði hlutfallslega mest eða um tæp 18 prósent frá árinu 2018. Fíkniefnabrotum hefur fjölgað mikið ár frá ári og voru tæplega 30 prósent fleiri fíkniefnabrot framin árið 2019 miðað við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018.
Ofbeldisbrotum fjölgaði um tæp níu prósent árið 2019 og sé miðað við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018 er um að ræða rúmlega 32 prósenta aukningu. Þetta er töluverð aukning og má sjá að slíkum brotum hefur fjölgað ár frá ári.
Nytjastuldum fjölgaði um tæp sex prósent milli ára en sé miðað við meðalfjölda brota frá árunum 2016 til 2018 er um að ræða tæplega 26 prósenta aukningu á slíkum brotum.
Innbrotum fjölgaði hlutfallslega minnst árið 2019 og er um að ræða tæplega þrjú prósent fleiri brot en árinu áður. Auðgunarbrotum í heild fækkaði um tæp þrjú prósent á sama tímabili. Auðgunarbrotum fjölgaði töluvert á árunum 2016 til 2018 og er ánægjulegt að sjá þeim fækka aðeins árið 2019.
Kynferðisbrotum fækkaði um rúm tvö prósent frá árinu 2018 til 2019. Kynferðisbrotum fór ört fjölgandi á árunum 2016 til 2018 og þrátt fyrir fækkun árið 2019, voru slík brot tæplega 62 prósent fleiri árið 2019 miðað við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018. Fjöldi kynferðisbrota var rúmlega tvöfalt fleiri árið 2019 samanborið við 2016.
Eignaspjöllum fækkaði um rúm tvö prósent árið 2019 miðað við árið á undan.
31
Grafarvogur
Árið 2019 voru framin 476 hegningarlagabrot í Grafarvogi.
Ef miðað er við árið á undan varð fækkun í öllum brotaflokkum árið 2019 að undanskildum tveimur, kynferðisbrotum og ofbeldisbrotum.
Ofbeldisbrotum fjölgaði um rúm sjö prósent árið 2019 miðað við 2018.
Kynferðisbrot voru tæplega sex prósent fleiri árið 2019 samanborið við árið á undan en í raun fjölgar brotunum um eitt milli ára. Kynferðisbrotum hefur farið fjölgandi og voru slík brot tæplega 63 prósent fleiri árið 2019 miðað við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018. Kynferðisbrot voru rúmlega helmingi fleiri árið 2019 en 2016. Um er að ræða fá brot og geta hlutfallslegar breytingar gefið ýkta mynd af breytingum milli ára.
Fíkniefnabrotum fækkaði hlutfallslega mest árið 2019 miðað við árið á undan eða um rúmlega 43 prósent. Þetta er umtalsverð fækkun miðað við fyrri ár. Grafarvogur er eina hverfið innan Höfuðborgarsvæðisins þar sem fíkniefnabrot hafa í gegnum tíðina verið fleiri en auðgunarbrot, en sú þróun snerist við árið 2019, þar sem auðgunarbrot skipuðu stærstan hluta skráðra brota á svæðinu.
Auðgunarbrotum í heild fækkaði um rúm níu prósent frá árinu 2018. Innbrotum fækkaði um tæp 22 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.
Nytjastuldir voru töluvert færri árið 2019 en þeim fækkaði um 30 prósent frá 2018 og um 37 prósentum sé miðað við meðalfjölda brota á árunum 2016 til 2018. Brotum fækkaði um sex brot frá árinu 2018 til 2019.
Eignaspjöllum fækkaði um tæp sjö prósent árið 2019 miðað við árið á undan.
32
Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjósarhreppur
Árið 2019 voru 243 hegningarlagabrot framin í Mosfellsbæ. Á Kjalarnesi voru framin 61 brot og tvö brot áttu sér stað í Kjósarhreppi.
Fjölgun brota átti sér stað í öllum brotaflokkum árið 2019 að undaskildum nytjastuldum. Vert er að nefna að í sumum brotaflokkunum er um að ræða fá brot og geta hlutfallslegar breytingar sýnt mikla breytingu þó um sé að ræða fjölgun um fá brot. Verður því fjallað um mun á fjölda milli ára frekar en hlutfallslegar breytingar milli ára í brotaflokkunum kynferðisbrot og nytjastuldur. Eignaspjöllum fjölgaði hlutfallslega mest eða um tæp 42 prósent frá 2018. Innbrotum fjölgaði að sama skapi töluvert eða um tæplega 41 prósent á milli áranna 2018 til 2019.
Kynferðisbrotum fjölgaði um fjögur brot árið 2019 samanborið við árið á undan. Kynferðisbrotum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2016.
Auðgunarbrotum í heild fjölgaði um rúm fjögur prósent árið 2019 miðað við árið á undan.
Ofbeldisbrotum fjölgaði um tæp sex prósent árið 2019 miðað við árið 2018. Slíkum brotum hefur fjölgað ár frá ári síðan 2016 og er fjöldi brota árið 2019 tæplega 29 prósent fleiri en meðalfjöldi brota á árunum 2016 til 2018.
Nytjastuldum fækkaði um fimm brot árið 2019 miðað við árið á undan.
33
34
Hegningarlagabrot
Flest hegningarlagabrot voru tilkynnt á svæði stöðvar 1, líkt og áður hefur komið fram, eða rúmlega 642 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Á lögreglustöð 3 voru tilkynnt tæplega 310 hegningarlagabrot fyrir hverja 10.000 íbúa árið 2019.
Þar sker Miðborgin sig úr, en 2.116 brot voru skráð árið 2019 fyrir hverja 10.000 íbúa búsetta á því svæði. Þessi fjöldi stafar af miklu leyti af brotum tengslum við næturlíf, en Miðborgin er nokkuð algengur vettvangur líkamsárása og annarra slíkra brota. Tilkynntum brotum fór fjölgandi ár frá ári í Miðborginni á tímabilinu 2017 til 2019.
Flest brot voru skráð í Breiðholti miðað við íbúafjölda, eða 382 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Skráð voru 268 brot fyrir hverja 10.000 íbúa árið 2019 í Kópavogi.
Mynd 21. Fjöldi hegningarlagabrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.
Tæplega 307 hegningarlagabrot voru tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa á svæði lögreglustöðvar 4 árið 2019.
Flest brot voru tilkynnt í Árbæ og Grafarholti með 395 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Fæst brot á þessu svæði voru tilkynnt í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eða 247 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Fæst hegningarlagabrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 árið 2019, eða 213 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Flest brot voru tilkynnt í Hafnarfirði eða 251 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Fæst hegningarlagabrot voru tilkynnt í Garðabæ og Álftanesi, þar sem 146 brot voru skráð fyrir hverja 10.000 íbúa. Mynd 22. Fjöldi hegningarlagabrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 35
Innbrot
Flest innbrot áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 1 miðað við íbúafjölda eða tæplega 79 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Sé litið til hverfa innan svæðisins sést að fjögur þeirra (Miðborg, Hlíðar, Laugardalur og Vesturbær) skipa fjögur efstu sætin yfir þau hverfi innan höfuðborgarsvæðisins sem flest innbrot voru tilkynnt miðað við íbúafjölda árið 2019.
Langflest innbrot voru tilkynnt í Miðborginni eða rúmlega 304 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Innbrotum hefur fjölgað mikið á þessu svæði miðað við íbúafjölda síðastliðin þrjú ár.
Innbrotum fækkaði mikið í Háaleiti frá árinu áður miðað við íbúafjölda og voru þau rúmlega 32 talsins miðað við 10.000 íbúa árið 2019.
Tæplega 43 innbrot voru tilkynnt árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 3 miðað við 10.000 íbúa.
Tæplega 37 brot voru tilkynnt í Kópavogi miðað við 10.000 íbúa og tæplega 29 brot í Breiðholti miðað við sama íbúafjölda.
Tæplega 33 brot voru tilkynnt árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 4 miðað við 10.000 íbúa.
Mynd 27. Fjöldi innbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.
Þar af voru flest innbrot tilkynnt í Árbæ og Grafarholti miðað við íbúafjölda, eða rúmlega 41 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Fæst innbrot voru tilkynnt árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 2 eða rúmlega 11 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Tilkynnt voru tæplega 18 brot fyrir hverja 10.000 íbúa í Hafnarfirði og tæplega 9 brot fyrir sama íbúafjölda í Garðabæ og Álftanesi.
Mynd 28. Fjöldi innbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 36
Kynferðisbrot
Árið 2019 voru flest kynferðisbrot tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 1 eða rúmlega 24 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Langflest brotin voru tilkynnt í Miðborginni miðað við íbúafjölda, eða tæplega 76 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.*
Tilkynntum brotum fjölgaði töluvert frá 2018 í hverfi Hlíða miðað við íbúafjölda og voru tæplega 28 brot tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa.
Næst flest kynferðisbrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 4 eða tæplega 16 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Tæplega 13 brot voru tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa í Hafnarfirði. Tæplega sjö brot voru tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa í Garðabæ og Álftanesi.
Fæst kynferðisbrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 3 eða tæplega átta brot fyrir hverja 10.000 íbúa árið 2019.
Mynd 25. Fjöldi kynferðisbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lög-
Tilkynnt voru tæplega 11 kynferðisbrot fyrir hverja 10.000 íbúa á svæði lögreglustöðvar 2 árið 2019.
Flest brotin voru tilkynnt í Árbæ og Grafarholti eða tæplega 22 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Fæst brot miðað við íbúafjölda voru tilkynnt í Grafarvogi, sé miðað við þau hverfi sem tilheyra lögreglustöð 4, eða rúmlega 10 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
13 kynferðisbrot voru tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa í Breiðholti. Rúmlega fjögur kynferðisbrot fyrir hverja 10.000 íbúa voru tilkynnt í Kópavogi.
Sé litið til hverfa voru fæst kynferðisbrot miðað við íbúafjölda tilkynnt á Seltjarnarnesi og í Kópavogi árið 2019 eða rúmlega fjögur brot miðað við 10.000 íbúa.
*Þessi fjöldi skýrist að miklu leyti af staðsetningu skemmtistaða, veitingastaða og vínveitingarstaða og tengjast brotin í flestum tilvikum næturlífi.
Mynd 26. Fjöldi kynferðisbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 37
Ofbeldisbrot
Flest ofbeldisbrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 1 árið 2019 líkt og fyrri ár, eða 75 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Flest brotin voru tilkynnt í Miðborginni eða tæplega 315 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.* Ofbeldisbrotum hefur fækkað ár frá ári í Miðborginni miðað við íbúafjölda.
Næst flest brot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 3 árið 2019 eða rúmlega 57 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Þar áttu flest brotin sér stað í Breiðholti eða tæplega 62 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Rúmlega 34 ofbeldibrot voru tilkynnt fyrir hverja 10.000 íbúa í Kópavogi árið 2019.
Rúmlega 49 ofbeldisbrot voru tilkynnt árið 2019 fyrir hverja 10.000 íbúa á svæði lögreglustöðvar 4.
Flest ofbeldisbrot voru tilkynnt í Árbæ og Grafarholti eða rúmlega 58 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Ofbeldisbrotum á þessu svæði hefur fjölgað ár frá ári miðað við íbúafjölda.
Fæst ofbeldisbrot voru tilkynnt í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eða 38 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Mynd 23. Fjöldi ofbeldisbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.
Árið 2019 voru fæst ofbeldisbrot tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 eða tæplega 26 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Rúmlega 43 ofbeldisbrot fyrir hverja 10.000 íbúa voru skráð í Hafnarfirði árið 2019.
Fæst brot voru tilkynnt í Garðabæ og Álftanesi eða rúmlega 15 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
*Þessi fjöldi skýrist að miklu leyti af staðsetningu skemmtistaða, veitingastaða og vínveitingarstaða og tengjast brotin í flestum tilvikum næturlífi.
Mynd 24. Fjöldi ofbeldisbrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 38
Eignaspjöll
Árið 2019 voru flest eignaspjöll tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 1 miðað við íbúafjölda eða 80 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Þar af voru flest brot tilkynnt í Miðborginni eða tæplega 276 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.*
Fæst brot innan þess svæðis voru tilkynnt á Seltjarnarnesi eða rúmlega 23 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Næst flest eignaspjöll voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 3 miðað við íbúafjölda árið 2019 eða rúmlega 64 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Tæplega 57 eignaspjöll voru tilkynnt árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 4 miðað við 10.000 íbúa.
Þar af voru flest brot skráð í Breiðholti eða tæplega 69 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Skráð voru 39 brot fyrir hverja 10.000 íbúa í Kópavogi. Mynd 31. Fjöldi eignaspjalla miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.
Þar af voru flest brotin skráð í Grafarvogi eða tæplega 53 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Fæst eignaspjöll voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 miðað við íbúafjölda eða tæplega 34 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Þar af voru rúmlega 55 brot skráð í Hafnarfirði miðað við 10.000 íbúa.
Tæplega 23 eignaspjöll voru skráð í Garðabæ og Álftanesi fyrir hverja 10.000 íbúa og eru það fæst brot miðað við íbúafjölda á öllu höfuðborgarsvæðinu.
*Þessi fjöldi skýrist að nokkru leyti af staðsetningu skemmtistaða, veitingastaða og vínveitingarstaða og tengjast brotin í flestum tilvikum næturlífi.
Mynd 32. Fjöldi eignaspjalla miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 39
Nytjastuldir
Flestir nytjastuldir voru tilkynntir á svæði lögreglustöðvar 1 árið 2019 miðað við íbúafjölda eða rúmlega 24 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Þar af voru flest brot tilkynnt í Hlíðum eða tæplega 75 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Tilkynntum nytjastuldum fjölgaði töluvert frá árinu 2018 á þessu svæði.
Miðborgin fylgdi fast á eftir þar sem rúmlega 57 nytjastuldir voru tilkynntir árið 2019 miðað við 10.000 íbúa.
Engir nytjastuldir voru skráðir á Seltjarnarnesi árið 2019
Næst flestir nytjastuldir voru skráðir á svæði lögreglustöðvar 3 árið 2019 eða tæplega 14 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Þar af voru skráðir flestir nytjastuldir í Breiðholti eða tæplega 14 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Níu brot voru skráð í Kópavogi fyrir hverja 10.000 íbúa.
Mynd 33. Fjöldi nytjastulda miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.
Tæplega 12 nytjastuldir voru tilkynntir fyrir hverja 10.000 íbúa árið 2019 á svæði lögreglustöðvar 4.
Þar af voru skráðir flestir nytjastuldir í Árbæ og Grafarholti eða tæplega 19 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Tæplega átta nytjastuldir voru skráðir í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós miðað við 10.000 íbúa. Svipað hlutfall nýtjastulda var skráð í Grafarvogi.
Fæstir nytjastuldir voru skráðir á svæði lögreglustöðvar 2 miðað við íbúafjölda eða tæplega sjö brot miðað við 10.000 íbúa.
Hafnarfjörður er þar með flest brot miðað við íbúafjölda eða 10 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Tæplega sex nytjastuldir fyrir hverja 10.000 íbúa voru tilkynntir í Garðabæ og Álftanesi.
Mynd 34. Fjöldi nytjastulda miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 40
Fíkniefnabrot
Árið 2019 voru flest fíkniefnabrot skráð á svæði lögreglustöðvar 1 miðað við íbúafjölda eða 92 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Flest brotin voru tilkynnt í Miðborginni eða rúmlega 304 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.*
Tilkynnt voru 137 brot í Laugardalnum fyrir hverja 10.000 íbúa.
Næst flest brot voru skráð á svæði lögreglustöðvar 4 miðað við íbúafjölda árið 2019 eða tæplega 62 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Árbær og Grafarholt voru þar með flest tilkynnt brot eða tæplega 77 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós voru með fæst tilkynnt brot miðað við íbúafjölda innan svæðisins, eða rúmlega 28 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Tilkynnt voru tæplega 58 fíkniefnabrot fyrir hverja 10.000 íbúa svæðis lögreglustöðvar 3.
Þar er Breiðholtið með flest brot eða rúmlega 62 brot fyrir hverja 10.000 íbúa. Tæplega 35 brot voru tilkynnt í Kópavogi fyrir hverja 10.000 íbúa.
Fæst fíkniefnabrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 miðað við íbúafjölda árið 2019 eða rúmlega 19 brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
Mynd 29. Fjöldi fíkniefnabrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir svæðum lögreglustöðva höfuðborgarsvæðisins.
Þar voru rúmlega 29 brot skráð í Hafnarfirði og tæplega 17 brot tilkynnt í Garðabæ og Álftanesi, sé miðað við 10.000 íbúa.
Seltjarnarnes var það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem fæst fíkniefnabrot voru skráð árið 2019 miðað við íbúafjölda eða rúmlega tvö brot fyrir hverja 10.000 íbúa.
*Þessi fjöldi skýrist að miklu leyti af staðsetningu skemmtistaða, veitingastaða og vínveitingarstaða og tengjast brotin í flestum tilvikum
Mynd 30. Fjöldi fíkniefnabrota miðað við 10.000 íbúa árið 2019 eftir hverfum og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 41
42