Share Public Profile
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Þetta er opinber Issuu síða Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hérna verða birtar skýrslur sem embættið gefur út um starfsemi þess. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Hverfisgötu 113-115 150 Reykjavík. Sími þjónustuvers: 444-1000. Símanúmerið er 112 ef þú þarft skjóta lögregluaðstoð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem meginmarkmið að auka öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að vinna að þessum markmiðum er lögð áhersla á nokkur lykilatriði, þar á meðal sýnilega löggæslu, hverfa- og grenndarlöggæslu, forvarnastarf í samvinnu við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga, gæði og skilvirkni við rannsóknir sakamála og öfluga upplýsingamiðlun.