2013
SAGNALIST
Mæna er tímarit um grafíska hönnun á Íslandi. Rafræna útgáfu ásamt ítarefni er hægt að nálgast á vefslóðinni www.maena.is ásamt eldri tölublöðum. Prentað af prentsmiðjunni Odda Pappír kápu: Munken Jökull Námsbraut í grafískri hönnun © 2013 Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
ábyrgðaraðili og útgefandi
Arnar Árnason
prentun
© 2013
Atli Antonsson
Oddi hf
Hönnunar- og arkitektúrdeild
Atli Hilmarsson
Útskriftarárgangur 2013 (kápa)
Listaháskóla Íslands
Bjarki Lúðvíksson
Upplag – 500 eintök
Námsbraut í grafískri hönnun
Birna Gerifinnsdóttir Bobby Breiðholt
pappír
ritstjórn
Bryndís Björgvinsdóttir
Gunnar Eggertsson hf
Dóra Ísleifsdóttir
Daníel Stefánsson
Munken Polar Rough
Einar Örn Sigurdórsson hönnunarstjórn
Elsa Nielsen
letur
Hörður Lárusson
Emil H. Valgeirsson
Dante MT Std DIN Next LT Pro
Finnur Malmquist hönnun
Grímur Kolbeinsson
Arnar Fells Gunnarsson
Guðbjörg Tómasdóttir
Bára Ösp Kristgeirsdóttir
Guðmundur Bernharð
Gísli Arnarson
Guðmundur Oddur Magnússon
Hreinn Ólafur Ingólfsson
Gunnar Þór Arnarson
Hörður Sveinsson
Gunnlaug Guðmundsdóttir
Jón Cleon
Halldór Baldursson
Jón Einar Hjartarson
Hallgrímur Helgason
Kría Benediktsdóttir
Halli Civelek
Margrét Guðmundsdóttir
Haukur Hauksson
Michael To Thang Tran
Haukur Pálsson
Narfi Þorsteinsson
Heimir Jónasson
Roman Schultze
Hjörvar Harðarson
Sighvatur Halldórsson
Hrafn Gunnarsson
Signý Sigurðardóttir
Hugleikur Dagsson
Sveinn Steinar Benediktsson
Jer Thorp
Sönke Holz
Jóhann Torfason
Viktoriia Buzukina
Jón Ari Helgason Jón Ómar Erlingsson
kápa
Júlía Hermanns
Michael Tran
Kári Jóhann Sævarsson Kjartan Arnórsson
prófarkalestur
Kristján E. Gunnarsson
Dóra Ísleifsdóttir
Kristján Gunnarsson
Gísli Arnarson
Lilja Hlín Pétursdóttir
Halli Civelek
Lóa Hjálmtýs
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
Orri Snær Karlsson Peter Ørntoft
leiðrétting á próförk
Ragnar Jónsson
Gísli Arnarson
Ragnhildur Karlsdóttir
Sighvatur Halldórsson
Róbert Einarsson Sigrún Birgisdóttir
kennarar
Sigrún Sigurðardóttir
Dóra Ísleifsdóttir
Sigurður Hjaltalín
Hörður Lárusson
Sigurður Oddsson Sirrý og Smári
þýðingar
Steán Pálsson
Dóra Ísleifsdóttir
Stefán Snær Grétarsson
Gunnlaug Guðmundsdóttir
Steinar Ingi Farestveit
Sighvatur Halldórsson
Sunna Ben
Sigrún Harðardóttir
Vala Þóra Sigurðardóttir Valdís Thor
þakkir
Vilhelm Anton Jónsson
Albert Muñoz
Þorgeir Tryggvason
Andrea Björk Andrésdóttir
Þórhildur Ögn Jónsdóttir
Andrew Park
Þorvaldur Sverrisson
Ari Hlynur Guðmundsson
Þorvaldur Þorsteinsson
Námsbraut í grafískri hönnun Hönnunar- og arkitektúrdeild Þverholti 11, 105 Reykjavík Sími: 552 4000 lhi@lhi.is www.lhi.is ISSN 1670-8512 www.maena.is
GREINAR 2. Smá sögur, Dóra Ísleifsdóttir | 4. Ljósmyndin, minningin og ódauðleikinn, Sigrún Sigurðardóttir | 8. Galdur goðsagnagerðarinnar, Tuomas Toivonen | 14. Galdur goðsagnagerðarinnar 2, Guðmundur Oddur Magnússon | 20. Leikið og þér munið finna, Þorvaldur Þorteinsson | 26. Tíu tegundir af fólki, Bryndís Björgvinsdóttir | 30. Verðandi sögumenn, hönnun er sagnalist, Hlín Agnarsdóttir | 34. Andrés Önd í ljósi marxískra fræða, Atli Antonsson | 38. Frásögn með upplýsingagrafík, Michael Tran
MYNDASÖGUR 42. Saga myndasögunnar á Íslandi, Stefán Einarsson | 50. Book Fair ‘03, Hallgrímur Helgasson | 52. Fjarstýring, Kjartan Arnórsson | 54. Alltaf þyrst, Júlía Hermannsdóttir | 56. Go home bike, Andrea Björk Andrésdóttir | 58. Guðdómleg innri spenna og pína, Jóhann Torfasson og Halldór Baldursson | 66. Löggimann og fantabófarnir, Orri Snær Karlsson | 68. Þær koma þegar þær koma, oftast óvænt, Sunna Ben | 70. Hugleikur Dagsson og Lóa Hjálmtýsdóttir, Hugleikur og Lóa | 78. Illgresisháttur, Lilja Hlín Pétursdóttir | 80. The Piles, Ari Hlynur Guðmundsson | 82. Túr, Solveig Pétursdóttir | 84. Vampíra, Sirrý og Smári
VERKSTÚDÍUR 86. Verkstúdía takk! | 88. Appelsín, Fíton | 94. Veðurstofa Íslands, Vinnustofa Atla Hilmarssonar | 100. KEX, Jónsson & Le’Macks | 106. Nizza, Brandenburg | 112. Flugfélag Íslands, Íslenska | 118. Advania, Hvíta húsið | 124. ÓB, Pipar\TBWA | 130. Pepsi-deildin, Vert | 136. Boli, EnnEmm
2
Mæna 2013 Greinar
Smá sögur Dóra Ísleifsdóttir
SMÁ SÖGUR
Með heilu heimana á herðunum.
Í frægri bók eftir Douglas Adams segir vélmenni nokkurt (í afar lauslegri þýðingu): „Ég er með heila á stærð við plánetu og þau biðja mig að opna hurðir.“ 1 Þetta var Marvin og það eina sem hann langaði var að einhver vildi hlusta á sig og sýna sér skilning. Svo fór að saga hans varð með eindæmum löng og viðburðarík. Með tímanum vissi hann næstum allt. Ekki bara sína eigin sögu; að endingu vissi hann allt. Hann vissi hver tilgangur lífsins er. Það er nokkuð augljóst að hefði Marvin ekki verið hrikalega leiðinlegur og fúll hefðu menn hlustað á hann og fyrir vikið vitað hvað væri raunverulega að gerast. En það var erfitt og óspennandi að hlusta á Marvin og þess vegna gerði það bara enginn. Endir. Í Amazon skógi Ekvador býr fólk sem notar ofskynjunardrykkinn Ayahuasca 2 til að sjá betur umhverfi sitt, aðstæður og tilgang. Seiðmenn blanda drykk úr plöntum í skóginum og veita þeim handleiðslu sem vilja sýn – vilja glenna upp þriðja augað. Sýnin er leið til að að sjá umhverfi sitt og samferðaverur betur. Leið sem gerir kleift að vita að allt tengist; er eitt og hið sama. Leið til að skilja tilgang lífsins. Þriðja augað sjái mynstrið og greini orkuna. Fortíð og fram tíð renni saman í eitt. Elska fylgi síðan óhjákvæmilega uppljómun.3 Efni drykkjarins eru ólögleg; vitrunin forboðin. Efni Mænu í ár er frásögn eða sagnalist og talsmáti myndmálsins. Galdurinn sem felst í því að lýsa sögu með myndum og vekja til rænu – vekja athygli og áhuga. Við höldum okkur þó mikið til á jörðinni. Og skoðum aðeins hvernig og hvort þetta virkar. Eins og með orðskilning er miðlun merkingar á myndmáli háð sameiginlegum skilningi á vísunum og táknum. Á eftirfarandi
síðum gefur að líta dæmi um frásagnir, form og tök. Vangaveltur um það hverjir séu sagnamenn nútímans og hvaða tól þeir nota til að „segja“ frá. Myndasögur íslenskra höfunda fá hér allnokkuð rými, en það fá líka sögur af mörkunarverkefnum gerðum á auglýsingastofum bæjarins sem ef til vill skýra og lýsa samtímanum. Nokkur dæmi um upplýsingagrafík sýna hvernig töluleg gögn geta öðlast líf og birst okkur skilmerkilega. Andrés Önd og Karl Marx læðast aftan að okkur og æsa til andófs. Það gera Múmínálfarnir líka. Þessar ímynduðu verur taka að sér að segja til vamms; gagnrýna og veita ríkjandi hugmyndum og kerfum viðspyrnu. Þjóðsögur og munnmæli skipa sér í sveit með þeim sem vill skapa nýjar goðsögur eða nýta sér erkitýpur og íkon í þágu málstaðar. Goðsögurnar eru allra gagn. Þær þynnast út og táknmyndir verða að smámyndum ef gleymist að þær fela í sér sameiginlega reynslu og þekkingu sögunnar. Verða jafnvel að áróðri eða lygasögu. En þær geyma forn sannindi. Við lítum til áhrifa mynda á minningar og hvernig þær breyta skynjun okkar og veru í tíma og rými. Minningarnar og þekkingin teygist, togast til og rugla kannski myndina af heiminum – líf og dauði verða myndbrot. Brandarar og grín er greint og notkun húmors eftir kenningunni rýnd. Það væri kannski pínu fyndið ef dæmin sönnuðu ekki að kaldhæðni getur valdið djúpum misskilningi og snúist í höndum höfundar.4 Descartes taldi, á sínum tíma, heilaköngulinn teng ja saman heilahvelin og kallaði hann líka þriðja augað eins og seiðmenn Amazon. Líffræðin og heimspekin hafa löngu véfengt þessa tilgátu hans en heilahvelin eru ennþá talin hafa ólík hlutverk og enginn er alveg viss
um það hvað heilaköngullinn gerir.5 Vinstra heilahvelið er þó almennt talið sérhæfa sig í rökum, skráningu, texta og tölum. Það hægra dreymi, tjái og túlki, sjái mynstur og myndir – og geymi ímyndunaraflið. Með því að tala til beggja heilahvela og virkja þau bæði í einu má ef til vill ná frekari athygli og höfða til vitundarinnar okkar allrar. Það er í það minnsta trú mín að við getum ekki látið okkur dreyma eða greint neitt sem máli skiptir nema þannig. Marvin, seiðmennirnir, Múmínálfarnir og félagar í myndasögum, pólitíkusar af öllu tagi, höfundar fræðigreina og fyrirtæki í meðferð auglýsingastofa eiga það sameiginlegt að vilja að tekið sé eftir þeim; að við sjáum það sem þau hafa að miðla og skiljum eða viljum það. Ótrúlega margir reyna sífellt að hafa áhrif á hugsanir okkar og móta hegðun okkar. Bjóða okkur hugarfar yfir sagna- og hugmyndahaf með frásögn af ímyndun, veruleika og alls þar á milli, í máli og myndum. Að endingu fær Salman Rushdie orðið, eða réttara sagt Harún sonur Rashíds Kalífa, Hug mynda hafs og Keisara af Bla Bla: „Hvaða gagn er af sögum sem eru ekki einu sinni sannar? Harún gat ekki losnað við þessa hræðilegu spurningu. Hins vegar fannst ýmsum sögur Rashíds vera gagnlegar. … Það var vel þekkt staðreynd að fyrir þeim sem gat fengið töfratungu Rashíds í lið með sér voru öll vandamál úr sögunni.“6
Dóra Ísleifsdóttir, Ritstjóri
1 Douglas Adams, The Ultimate Hitchickers Guide to the Galaxy.
3 Jan Kounen, „Other Worlds – Ayahuasca, a documentary“.
5 Gert-Jan Lokhorst, „Descartes and the Pineal Gland“, The
New York, Wings Books, 1996.
YouTube, sótt af vef 20.11.12:
Stanford Encyclopedia of Philosophy, Edward N. Zalta (ritstj.,
http://www.youtube.com/watch?v=M0rt19ozybs
sótt af vef 24.11.12:
2 Ayahuasca er drykkur sem inniheldur ofskynjunarefnið DMT.
http://plato.stanford.edu/archives/sum2011/entries/pineal-
Dr. Rick Strassman getur til um að heilaköngullinn framleiði
4 Sjá t.d. nýleg dæmi hjá Hugleiki Dagssyni, „Já, ég er fín
efnið í draumsvefni (e. REM sleep). Heilaköngullinn liggur á
fyrirmynd“, Smugan, sótt af vef 24.11.12: http://smugan.
gland/
milli hægra og vinstra heilahvels og er stundum kallaður þriðja
is/2012/11/ja-eg-er-fin-fyrirmynd/ og Ólafi Heiðari Helgasyni,
6 Salman Rushdie, Harún og Sagnahafið, Hannes Sigurðsson
augað. „Pineal Gland“, Wikipedia, sótt af vef 20.11.12:
„Grein um Gillz“, blogg Ólafs, sótt af vef 24.11.12:
þýddi. Reykjavík, Ísafold, 1993.
http://en.wikipedia.org/wiki/Pineal_gland
http://olafurheidar.blog.is/blog/olafurheidar/entry/1269780/
3
Ljósmyndin, minningin og ódauðleikinn Sigrún Sigurðardóttir Mæna 2013 Greinar
LJÓSMYNDIN, MINNINGIN OG (Ó) DAUÐLEIKINN
4
Sigrún Sigurðardóttir
Bandaríski menningaf ræðingurinn Susan Sontag komst svo að orði í frægri grein sinni, „Hellir Platóns“, frá ári nu 1973: „Allar ljósmyndir eru memento mori. Að taka mynd er að taka þátt í dauðleika, varnarleysi og fallvaltleika anna rra manneskja (eða hlutar). Allar ljósmyndir eru vitnisburður um óstöðvandi straum tímans einm itt vegna þess að þær skera þessa sneið augnabliksins og frysta hana.“ 1 Um það leyti sem Sontag var að skrifa greini na í herbergi sínu í New York ýtti mamma mín á takka á gama lli kodakmyndavél í garðinum heima. Ég er fimm mánaða, klædd í ljósg ula prjónapeysu og með hvíta blúnduhúfu á höfðinu. Bakvið mig sést í ömmu mína sem halla r sér makindalega aftur í sóli nni. Hönd föður míns teygir sig inn á myndi na og styð ur lauslega við mig. Sjálf sit ég ekki í grænu grasi nu heldur á mjúkri sæng, „aaahh-sænginni“ svokölluðu, sem ég átti eftir að drösla með mér hvert sem ég fór næstu árin. Gulu vingjarnlegu fíla rnir á sængurf ötunum draga mig að sér. Ég horfi hugfangin á þá, finn lykt af áttu nda áratugnum og skynja að tilv ist mín byggir ekki aðeins á augnabliki nu sem ég lifi hér og nú heldur er hún einskonar samansafn af öllum þeim augnablikum sem ég hef lifað. Ekki síst þessu löngu liðna augnabliki í garði num heima sem móðir mín festi á filmu.
Þetta er augnablik sem ég hef engar forsendu r til að muna, ég er aðeins fimm mánaða, en ég man samt. Ég ber það með mér. Þessi tilfi nni ng að sitja á mjúkri sænginni, horfa á gulu fílana, finna lykti na af grasi nu, hlusta á ómi nn af rödd föðu r míns (orðin hef ég ekki enn lært að að greina og skilja) og snerti ngu við mjúk a en um leið hrjúfa húð ömmu minna r, býr enn í líka ma mínum. Hún er hluti af mér, hluti af þeim ómeð vituðu minni ngum sem búið hafa í mér í öll þessi ár og er vakin upp eins fyrir tilv iljun, verðu r allt að því yfirþyrma ndi þegar ég sekk ofan í ljósmyndina og sé ekkert annað en gula n fíl. Hér eftir mun þessi guli fíll fylg ja mér hvert sem ég fer. Hann er orði nn hluti af minni ngarsjóði mínu m. Fyrir tilstilli þessa ra orða þar sem ég leitast við að færa skynjun mína og óljósa r til finningar í orð hef ég breytt þessum ómeðv ituðu minningum í meðv itaðar minningar. Þær eru þar með orðnar hluti af frásögn sem ég nota óspart til að skilg reina hver ég er og hvaða n
ég kem. Ég sæki þenna n greina rmun á með vituðu m minni ngu m (fr. mémoire volontaire) og ómeðv ituðu m minningum (fr. mémoire involontaire) til fransk a rit h öfundar i ns Marcels Proust sem í upphafi 20. alda r skrifaði sjö binda skáldsögu um möguleika og tak marka nir minni sins.2 Proust hélt því fram að hið ómeðv itaða minni væri það sem skapaði raunveru leg tengsl við for t íði na. Hið meðv it aða minni hefði hins vegar það hlutverk að skapa sögu sem hefði þýðingu fyrir líf okkar í nút ímanum en fjallaði ekki nema að litlu leyt i um það sem raunverulega gerðist. Meðv itaðar minn i ngar eru mótaða r af viðhorf u m okkar hverju sinni, tungumáli og gildismati. Þær eru því huglæga r fremu r en hlutlæga r. Hin með vitaða minni ng hefu r áhrif á sjálfsmynd okkar, sýn okkar á fort íði na og framt íði na. Hún er því allt í senn, sönn, ósönn, duttlungaf ull, persónu leg og óendanlega mikilvæg fyrir líf okkar og sjálfsmynd.
„ Proust hélt því fram að hið ómeðvitaða minni væri það sem skapaði raunveruleg tengsl við fortíðina.“ Öll eigum við okkar litlu sögu, okkar eigi n sjálfs ævisögu, sem flétta st sama n við aðr ar sögu r og skapa r þannig grunn að stóru sögu nni sem felu r í sér alla r þær sögu r sem hafa verið hugs aðar og mótaðar úr minni ngum allra þeirra sem einhvern tíma nn hafa staðið inna n eða uta n samfélagsins. Ef við höldu m ekki öllu m þessu m sögum á lofti hætti r okkur til að sitja aðeins uppi með sögu sigurvegara nna, þeirra sem stjórna því hvernig og um hvað er talað þega r fort íði na og sjálfsmynd okka r bera á góma. „En valdhafa r á hverjum tíma eru erfingjar allr a þeirra sem nokkru sinni hafa farið með sigu r af hólmi,” skrifaði gyði nguri nn Walter Benajmin árið 1940.3 Hann bætti við: „Allir þeir, sem fram til þessa dags hafa borið sigur úr býtum, eru þátttakendur í sigu rgöngun ni þar sem ráðamenn okka r tíma troða fótu m þá sem nú liggja á jörði nni.“4
5
Ljósmyndin, minningin og ódauðleikinn Sigrún Sigurðardóttir Mæna 2013 Greinar 6
„ Hin sanna mynd fortíðarinnar þýtur hjá. Í fortíðina verður ekki haldið nema sem leiftrandi mynd sem kennsl verða borin á eitt augnablik og síðan aldrei meir.“ Það sem við þurfu m að varast er að laga ekki minni ngar okka r að stóru sögu nni heldu r leyfa þeim að skapa sína eigi n tilv ist. Sjálfsmynd okkar og þar með sjálfsævisaga okka r (hvort sem við höldu m henni út af fyrir okku r eða segjum öðr um hana í brotu m eða í heilu lagi) mótast vissulega af stór u sögu nni. Við höldu m því á loft i sem við teljum að sé æskilegt að muna, æskilegt að segja frá, en leitu mst við að gleyma, og gleymum, öðru þar til hugsanlega að agnar lítil snerti ng, eitt augnat ill it, lykt eða bragð sem vek u r upp löng u liðna til fi nn i ngu inn r a með okkur, brýst fram, við veitum því athygl i, hlúum að því, færu m það í orð og komu m því fyrir í frásögni nni af sjálfum okkur. Walter Benjamin kallaði þetta díalektískar myndi r. Hann skrifaði: „Hin sanna mynd fortíðarinnar þýtu r hjá. Í fortíðina verðu r ekki haldið nema sem leiftr andi mynd sem kennsl verða borin á eitt augna blik og síða n aldrei meir.“5 Það er okka r að grípa þetta leiftur fort íðari nnar þegar það birtist okkur fyrir vara laust fyrir tilstilli ein hverrar snert ingar, lyktar, bragðs, orða, tónl ista r eða augna bliksmyndar. Það er nefnilega í gegnu m þetta díalektíska augnablik sem við uppl ifum fort íði na í samt íma num. Í stað þess að sjá atburði í eigin lífi eins og perlu r á talnabandi skynjum við hvernig tími nn er ekki bara línulegt ferl i heldu r einnig háðu r uppl ifu n okka r og skynjun.
Ég horfi á ljósmynd af sjálfr i mér í garðinum heima og upplifi tvær tímaheildi r samt ími s. Eitt augna blik skynja ég tilfi nningu sem til heyri r hinu liðna en þessi uppl ifu n varir aðeins skamma stund. Fyrr en varir finn ég aftu r fyrir líka ma mínum, líka ma sem er tæpum fjörut íu áru m eldr i en hann var áðu r, og neyðist þar með til að horfa st í augu við að hinn línu legi mælanlegi tími verðu r ekki umf lúinn. Líka mi minn eldi st, breytist, hrörn ar. Ég horfi aftur á ljósmyndi na og skynja dauðleika minn. Það augnablik sem áður var kemu r aldrei aftur. Ég verð aldrei aftur það litla barn sem ég er á ljós myndi nni. Ég verð aldrei aftur með jafn litla fingu r, jafn barnslegt og
einlægt augnaráð, jafn mjúka húð og ég var þenna n sumarmorgu n þega r móðir mín tók upp mynda vélina og smellti af. Ég horfi á sjálfa mig horfa á sjálfa mig aftur úr fortíði nni og get ekki annað en brosað því að ég veit hvað bíðu r barnsi ns á ljósmyndi nni. Ég skrifa sögu na. Sumt skapa ég sjálf, annað ekki, sumt laga ég að þeirri sögu sem ég vil segja eða tel rétt að segja, öðru reyni ég að gleyma. Hver ein stök ljósmynd er ekki aðeins áminn ing um dauðleika nn, um að ekkert varir að eilífu, hvorki augnablikið, æska n né lífið, heldur felur hún einnig í sér vísbendi ngu og ósk um ódauðleika. Ég sýni dóttu r minni ljósmyndi na, bið hana um að muna: „Sjáðu svona var ég. Svona er ég.“
„ Hver einstök ljós mynd er ekki aðeins áminning um dauð leikann, um að ekkert varir að eilífu, hvorki augnablikið, æskan né lífið, heldur felur hún einnig í sér vís bendingu og ósk um ódauðleika.“
Við röðu m ljósmyndu m inn í myndaa lbúm og búu m þannig til frásögn um eigið líf og líf annarra. Ég velti því fyrir mér stundarkorn hvort ég ætti að skanna myndina inn og setja hana inn á Facebook. Svona var ég! Sjáðu! „Like like like.“ Til hvers? Til þess að búa til minnis varða um eigið líf? Til þess að skerpa eigin sjálfs mynd? Til þess að deila minni ngum? Ljósmyndi r í fjölskyldua lbúmi nu, hvort sem það er rafrænt eða áþreifanlegt, fela í sér sögu og eiga sér sögumann. Oftar en ekki er það móðirin sem tekur að sér að skapa sögu fjölskyldu nnar með þessu m hætti, draga upp mynd af sjálfr i sér og öðru m og skapa sameiginlegar minni ngar. Hún
„ Ódauðleikinn er alltaf ófyrirsjáanlegur.“ er í þessu m skilni ngi arftaki Mnemosyne, hinn ar epísku gyðju Grikkja sem varðveitti minn ingarnar og flutti þær áfram frá kynslóð til kyn slóða r.6 Myndaa lbúminu er ætlað að eiga sér lengr i líft íma en hverjum og einu m einstakl ingi. Því er ætlað að verða minnisvarði um líf fjölskyldu nnar. Ljósmyndi nni er ætlað að binda sama n þá þræði sem skapa greinarmuni nn sem við geru m á fort íð og nút íð, jafnvel þó að oft á tíðu m geri hún ekki annað en að skerpa þenn an greinarmun. Ljósmyndi n gerir okku r kleift að nálg ast fort íðina, og eftir að við erum að endi ngu horfin inn í augnablikið sem hún birt ir er henni einnig ætlað að minna á okku r og
í einhverjum skilni ngi að gera okku r ódauðleg. Við leitu mst oft á tíðu m við að hagræða eigin ódauðleika en þega r allt kemu r til alls höfu m við litla stjórn á honum. Ódauðleiki nn er allta f ófyrirsjáan legur. Eftir and látið verða minn ingar okkar ekki lengur á okka r valdsviði. Þær verða hluti af minni ngum annarra. Franski ljós mynda rinn Christian Boltanski sagði eitt sinn að hver maðu r ætti sér tvo dauðdaga, fyrst hinn líka mlega og seinna meir þegar einhver tæki upp ljósmynd af honu m en engi nn bæri kennsl á hann. Engi nn þekkt i hann lengu r á ljósmynd.7
1 Greini n birti st upphafl ega í The New York Rev iew
4 Walter Benjamin, „Um söguhugtakið“, bls 30.
of Books en kom út á íslensku árið 2005. Sjá Susan Sontag, „Hellir Platóns.“ Að sjá meira. Hjálmar
5 Walter Benjamin, „Um söguhugtakið“, bls 28 – 29.
Sveinsson ritstýrði, Reykjav íkur Akademía n, Reykjavík, 2005, bls. 49.
6 Walter Benjamin fjalla r um Mnemosyne í greini nni „Sögumaðuri nn.“ Bergljót Soffía og María Kristjáns
2 Skáldsagan sem heiti r á frummáli nu À la reche rche
dætur þýddu. Fagurfræði og miðlun. Úrval grein a og
du temps perdu kom út í sjö hlutu m á árunu m 1913-
bókakafla. Bókmenntaf ræðistofnu n Háskóla Íslands,
1927. Fyrsti hluti henna r Marcel Proust, Í leit að glöt
Háskólaútg áfan, Reykjav ík, bls. 264.
uðum tíma. Leiðin til Swann I og II. Pétur Gunnarsson þýddi. Bjartur, Reykjav ík, 1997 og 1998.
7 Alain Fleisher: „Christian Boltanski.“ Contacts. 3.
3 Walter Benjamin: „Um söguhugtakið.“ Guðsteinn
visions, 2004.
La Photog raphie Conceptuelle, Arte France KS Bjarnason þýddi, Hugur. Tímarit um heimspeki, 17. árg., 2005, bls. 29..
7
Galdur goðsagnagerðarinnar Tuomas Toivonen Mæna 2013 Greinar 8
GALDUR GOÐSAGNAGERÐARINNAR Tuomas Toivonen í þýðingu Guðmundar Odds Magnússonar Á vordögum hélt Elias Lönnrot út í skóg. Hann skildi skóna eftir í kaupstaðnum, smurði fætur sína með tjöru, hélt af stað berfættur í austurátt til Kirjálahéraðs til að safna munnmælasögum og söngvum. Hann vildi helst finna lítil þorp þar sem tíminn stæði í stað. Þar sem gamlar sögur, sagnir og venjur væru ennþá í lifandi minni. Þar sem eldra fólk sæti í dimmum herbergjum með lágri lofthæð, litlum hurðum, þykkum bjálkaveggjum við daufar ljóstýrur, augliti til auglitis, haldandi í hendur hvors annars. Með trega í rödd, þyljandi með endurteknum fimmundarskala ævintýrasagnir um sigra og ógæfur, eins og úr munni fornu hetjanna: Väinämöinen, Lemminkäinen, Kullervo, Ilmarinen. Þegar Lönnrot heyrði söngvana voru þeir ennþá þjálir í sveigjanlegum útfærslum sem tilheyrðu hlustandanum ekki síður en sögumanninum, í samhljómi bundnum við lifandi arf. Úr hinu yfirg ripsm ikla efni sem Lönnrot skrá setti í torsóttum ferðum sínum valdi hann úr og setti saman söguljóð og gaf út fyrstu gerðina af Kalevala árið 1835. Þar til höfðu þessum munnmælum aldrei verið gerð skil á ritaðan og yfirg ripsm ikinn hátt, söngvarnir ekki skráðir eða arfurinn settur fram á samstæðan hátt. Þetta var tær frumbygging; nýgoðsögu gerð á heimsvísu. Nefnilega, það sem fyllti hann andag ift úr hverfulum söngvum og munnmælunum ásamt viljanum til að bjarga þeim frá mögulegri glatkistu varð að sjálfstæðu, síg ildu verki. Staðbundin munnmæli borin af minni hugans, kynslóð eftir kynslóð, urðu að sameiginlegri þjóðareign – einmitt þeirri vigt sem hina finnsku tungu vantaði þá til að lifa af og verða grundvöllur sjálfstæðisbaráttu Finna. Höfundurinn, stofnandi Hins finnska bókmenntafélags ásamt því að vera læknir í finnsku töfralækningasamtökunum, gat ekki verið réttari maður á réttari stað og tíma.
Sú snilld að hagnýta Kalevala til að bera hugmyndina um þjóð, setti á svið goðsagna kennda ummyndun: Hin stórbrotna fortíð fékk á sig fasta formgerða mynd sem varð nógu mikil andhverfa við samt íð hans til þess að verða að tæki til að greina, umskapa og birta nýjan morgunroða, sem á þeim tíma var nýstárleg og draumkennd hugmynd um menningu og þjóðararf. Nú átti hið lifandi hyldýpi guða og hetja ekki lengur heima í skóginum. Þess í stað varð veröld goðsagnanna vagga og grundvöllur nýrrar framtíða rmótunar þar sem ímyndunara flið spann og skapaði nýja samfélagshugsun. Hún varð að ómálaðu lérefti fyrir menningarlegt, félagslegt og pólitískt tilhugalíf. Hún varð grund völlur skáldsagnagerðar, tónlistar og myndmáls. Hið óvenjuf rjóa og menningarlega samfélag á síðari hluta nítjándu aldar varð hinn eiginlegi höfu ndur að þjóðlegri og rómantískri aðgerðar áætlun. Í Finnlandi var hún blásin upp og drifin áfram af goðsagnakenndum draumsýnum frá Kirjálahéraði. Um leið skrásetning á sveitalífi, helgun á þjóðlegum staðbund num landslagseinkennum. Myndl istamenn, rithöfundar, tón skáld og arkitektar sáu verk sín sem einingar sem mynduðu sameiginlega heild; byggða á þjóðar arfi, setta fram sem grunn fyrir auðkenni, sér kenni þjóðar og rétt til sjálfstæðis. Endursköpu sér sögu og arfleið til að undirbúa og ímynda sér framt íðina. Á tuttugustu öld þegar pólitísku fullveldi var náð og víður sjóndeildarhringur af mögulegri framt íð var þrengdur með viðspyrnu raunsæis hugsunar urðu verk listamanna persónulegri. Í takti og samh ljómi við alþjóðlegar hreyfingar, með virðingu fyrir einstaklingum og sérstökum hópum, færðist brennidepillinn frá þjóðlegum undirtónum yfir á þá einstakl inga og fyrirbæri sem hösluðu sér völl. Verk stakra listamanna
R.W. Ekman 1873 Väinämöinen.
10
Mรฆna 2013 Greinar
Galdur goรฐsagnagerรฐarinnar Tuomas Toivonen
skírskotuðu útfyrir landamæri ríkja og þjóðernis. Listamenn sköpuðu veraldir sem höfðu kraft goðsagnanna á bakvið sig en tengdust nú saman við hnattræna samræðu síns tíma og höfðu áhrif á framtíðina í stærri heildum, þetta var tilraun til að sjóða saman alheimselixír.
Á tuttugustu öld þegar pólitísku fullveldi var náð og víður sjóndeildarhringur af mögulegri framtíð var þrengdur með viðspyrnu raunsæishugsunar urðu verk listamanna persónulegri.
Til að mynda listamaðurinn Touko Laaksonen, betur þekktur sem Tom of Finland, sem án hularhjúps symbólisma eða óhlutbundinnar hugsunar, skapar alg yðishof af karllægum, blætislegum ofurk yntáknum sem ríkja í öllum hans myndheimi. Þrátt fyrir að byrja feril sinn með notk un á finnskum þjóðernislegum mótífum svo sem klæðnaði skógarhöggsmanna og einkennisbúningum finnska hersins, náði samk ynhneigður erótískur myndheimur hans ekki fullum þroska fyrr en vöðvamiklar karlpersónur með snyrtilegt yfirskegg klæddust svörtu leðri. Sú umbreyting varð að íkoni, varanlegri alþjóðlegri ímynd og auðkennum homma og þrám þeirra. Ef til vill var það afleiðing þess að búa og starfa í Ameríku að hin líflega myndræna lýsing Laaksonens á töfrandi og dulrænu himnasælu hommanna var sett fram undir dulnefninu Tom of Finland. Hann kenndi sig við föðurland sitt sem fékk nýja mörkun á heimsvísu þrátt fyrir að verk hans væru hvorki vel þekkt né þeim vel tekið á þeim slóðum. Á svipaðan hátt urðu Múmínálfar Tove Jansson til á jaðrinum sem pólitísk háðmyndasaga um andborgaralegan ættbálk sem fékk litla eftirtekt fyrr en hún fór að birtast í breskum blöðum, löngu áður en þeir urðu að fyrirbæri á heimsvísu (sem elskaðar barnabókmenntir, japanskar teiknimyndir ásamt fjölbreyttu leikfangaúrvali). Múmíná lfarnir eru nút ímagoðsagnaverur, samansettar af fjölbreyttum hlutverkum og sviðsmyndum, skoðunum og sögum sem fengu lit sinn af lífi á finnskum og sænskum eyjaklösum, bræddum saman við frjálslynt andrúmsloft, anark isma og hugvíkkandi stef. Búandi í kommúnum við Múmíndal (híbýli, vitar ásamt leikhúsi umkringt skógi) hafa hinir bóhemísku Múmínálfar fengið í arf persónuleika og útlit frá litríkum vinahópi og frændgarði Toves sem hafði síðar sín áhrif á að umbreyta lífstíl og hluta af hinum skrautlegu menningarafkimum landsins.
TOM OF FINLAND (Finnish, 1920 - 1991) Nordic God (From Men of the Forest series), 1969 Graphite on paper, 11.50” x 8.00” ToFF Permanent Collection #69.11 ©1969 Tom of Finland Foundation.
Ólíkt hinum þjóðernislegu rómantíkerum nítjánda aldar héldu Tove Jansson og Touko Laaksonen sig á jaðrinum. Samþykktu ekki samfélagið, menninguna og þjóðina sem umlék þau. Þau voru þverþjóðlegir heims borgarar. Náttúra þeirra var að grafa undan hinu viðtekna, vera öðruv ísi og styðja við valkosti í lífsstíl, setja fram, þó ekki væri nema augna blikssýn, af nýju samfélagi inn í skel þess gamla. Ögra kyrrstöðunni bæði inntakslega og formlega en nota popp-kúltúrinn af öllu afli. Í fótsporum Lönnrots, anda hans og alkemísku umbreytingaferli, endurskilgreinir og umbreytir listræn sýn hans umhverfinu, hugsunarhættinum og samhengi hlutanna. Samt sem áður, jafnvel þó verk þeirra fjalli um þjóðleg auðkenni, var brennipunkturinn að skapa frumlegar goðsögur sem höfðu það að markmiði að umbreyta samfélaginu í átt að sjálfsfrelsun einstaklingsins og persónulegu fullveldi.
11
Galdurágoðsagnagerðarinnar Nafna grein Greinarhöfundur Tuomas Toivonen Mæna 2013 Greinar 12
Styrkur og aðferðir hönnunar og arkitektúrs við að ímynda sér og myndgera hina dulu sveipuðu framtíð morgundagsins og þar með samfélagsins verður augljós við tilurð skandinavíska velferðarkerfisins sem þróaðist samh liða finnskri hönnun og náði hámarki á sjötta og sjöunda árat ugnum. Þegar menn ímynda sér framtíðina á tímum mikilla umbreytinga, bólu, verður hver einasti hlutur, bygging, borg, þjónusta eða framleiðsla að framtíðarsýn, bjóðandi upp á tækfæri til kerfislægra breytinga. Hönnuðurinn verður að seiðmanni sem kallar á það óþekkta. Það ófædda sem er samt á næsta leiti. Eins og Enzo Mari setti það fram: Öll hönnun er hugarsmíð úr öðrum heimi, betri heimi ímynduðum af hönnuðinum – fallegri, skynsamlegri og réttlátari. Á bjartsýnistímum verða þessi plön að nýrri goðsagnagerð, frásögu með getu til að vekja, kalla fram í hugann og framkvæma okkar sameiginlegu ímynduðu framtíð. Velferðarkerfið gæti haldið áfram sam kvæmt hefð alkemískrar hugsunar, að setja andann í efnið: Eins og við ímyndum okkur það munum við byggja það. Eins og við mótum það mun það hafa áhrif á okkur. Ef við treystum á það mun það virka.
Ólíkt hinum þjóðernislegu rómantíkerum nítjánda aldar héldu Tove Jansson og Touko Laaksonen sig á jaðrinum. Nú á tímum erum við ekki viss um að fyrirrennarar okkar hafi ímynd að sér þetta réttlátlega – ekki viss um að þeir hafi byggt þennan heim sem við búum við á réttan hátt. Ekki viss um að hann hafi verið mótaður almennilega og hafi góð áhrif á okkur. Við efumst um að þeirra vinna hafi nokkurn tíma virkað vel. Væntingar hafa rýrnað og samtímagoðsagnagerð hefur þjáðst á sama hátt og útþynning draumsýnarinnar – útópíunnar. Hvorki hetjur fornaldar né stjörnur samt íðarinnar ná að örva ímyndunarafl okkar í alvöru. Það er einungis sú framtíðarsýn sem stafar frá hugsuninni um ómöguleika allra framtíðarsýna sem heldur okkur á mottunni, áhyggjuf ullum og uppteknum. Í stað þess að sjá fyrir okkur betri framtíð, dreymir okkur um leiðir til þess að leysa vandamál sem við höfum skapað okkur sjálf. Það er nefnilega einmitt sú hugmynd að úrlausnum og sú trú sem við höfum á getu okkar til að til að leysa vandamál, ímynduð eða raunveruleg, sem þarf að staldra við. Sú aðferðafræði er kölluð „problem solving“. Hún er mögulega ein af goðsögum nútímans. Lausnir á vandamálum eru töfrandi vegna þess að þær bjóða upp á tækifæri til að leiðrétta og jafna eitthvað sem var ekki í jafnvægi, einfalda hlutina, lagfæra ófullkomleika, setja plástur á sárin. Allar tillögur að úrlausnum skora á okkur að íhuga, ímynda okkur og jafnvel fá trú á svæðinu þar sem lausninni verður plantað, þar sem hún verður sigurvegari.Það er þess vegna sem hugmyndir að lausnum á vandamálum vekja ugg og fá hendur okkar til að skjálfa. Tuomas Toivonen er finnskur arkitekt og tónlistarmaður. Hann rappaði m.a. þessa grein á sviðinu í Gamla bíó á Hönnunarmarsi vorið 2012. Hún var upphaflega gefin út í litlu hefti sem heitir Solution 239-246 - Finland The Welfare Game árið 2011 af útgáfufyrirtækinu Sternberg Press í Berlín. Tuomas stendur nú fyrir opnun fyrstu almenningssaununnar í Helsinki um langt árabil þar sem markmiðið er að endurskapa stað fyrir samveru á grundvelli baðmenningar í borginni. Flestir finnar eru kommnir með saununa heim til sín og hún ekki lengur miðstöð félagslegra samskipta eins og hún var áður fyrr.
MÚMÍNÁ Oy Moomin Characters Ltd Salmisaarenranta 7 M, FI-00180 HELSINKI FINLAND Direct phone + 358 9 231 132 00, Mobile + 358 404 822 503 Fax + 358 9 231 132 10 LFARNIR EFTIR TOVE JANSSON.
Galdur goðsögagnagerðarinnar 2 Guðmundur Oddur Magnússon Mæna 2013 Greinar 14
GALDUR GOÐSAGNAGERÐARINNAR 2 Guðmundur Oddur Magnússon
Finnski arkitektinn Tuomas Toivonen sem skrifaði og rappaði textann Mythcraft (Galdur goð sagnagerðarinnar) og birtist þýddur í þessu hefti skoraði á mig að skrifa íslenska hliðstæðu. Þessi fyrirbæri eins og Kalevala 19. aldar og Múmín álfarnir hlytu að eiga sér íslenskar birtinga myndir. Kannski ekki Tom of Finland en eitthvað hliðstætt eins og Björk sem markar Ísland uppá nýtt í samfélagi glóbalismans. Ég get ómögulega gert það á nákvæmlega sama hátt og hann en þetta eru hugleiðingar í þeim dúr.
í árþúsundir var varðveittur í munnmælum. Munn leg geymd í formi kveðskapar eins og í Völuspá. Mann fram að manni, kynslóð eftir kynslóð. Ekki bara hér á norðurslóðum heldur allstaðar. Kveðskapur og sagnir voru lífsnauðsyn til að varðveita hugmyndaheiminn og viðhalda þekkingunni. Hann var lifandi og breyttist eftir tíma og staðháttum en kjarninn hvarf ekki. Þegar rit listin verður staðreynd verður frásagan ekki lifandi lengur í sama skilningi og það fjarar undan lifandi kveðskaparlist og sagnagerð.
Lönnrot Íslendinga er á einhvern hátt heimils kennarinn, bókavörðurinn og biskupsritarinn Jón Árnason. Þjóðsögusöfnun tengdist þjóð ernisvakningunni á 19. öld sem var síður en svo bundin Finnlandi. Þetta voru pólitískar hug myndir lýðveldissinna út um alla Evrópu sem vildu brjótast undan valdi einvelda, konunga og keisara. Til þess að hreyfingar hug mynda virki, nýtist goðsagna gerðin og mynd málið á áhrifa ríkan hátt. Þær tala til tilfinninga, vísa í upphafið, örva drauma, virkja ímyndunarafl og vekja upp framtíða sýnir um eitthvað stór kostlegt. Þær fara handan spegilisins, spegils raunsæisins sem hefur kaldar tilfinningar, enga drauma og ekkert ímyndunarafl. Við notum goðsögur og táknmyndasögur til að kenna og dýpka skilningin á því hver við erum og hvar við búum. Vélvæðingu ritlistar fleygir fram með iðnbyltingunni. Grundvöllur þessara hugmynda breiddist hratt út um alla álfuna og var mjög virkur fram að lokum seinni heim styrjaldar á 20. öld sem skilaði Evrópu í rúst. Í sögu hug mynda er þetta kallað rómantíska tímabilið. Jón Árnason var einn af mörgum sem fengu áhuga á að safna saman þjóðsögum sem voru lifandi í þeirri merkingu að þær gengu mann fram af manni en höfðu ekki verið færðar í letur. Okkur hættir til að gleyma því að menningararfurinn
Frægasta safnið frá þessum tíma er safn hinna þýsku Grimms bræðra frá árunum 1812 – 1815 sem Disneyland nærist á enn þann dag í dag. Kalevela Lönnrots kemur út 1835 og allavega hluti af þjóðsögum Jóns Árnasonar koma fyrst fram á prenti í tveimur heftum undir heitinu Íslenskar þjóðsögur og ævintýri í Leipzig árin 1862 og 1864. Í huga margra er eitt af því sem gerir þjóð að þjóð sameiginlegar goðsögur. Kalevela er goðsögukvæði með fornum hetjum sem gerði Finna að Finnum í sjálfstæðisbaráttu þeirra á nítjándu öld. En íslenskar þjóðsögur sem Jón Árnason safnaði saman eru ekki goðsögur í þeim skilningi, þrátt fyrir að vera lifandi munnæli á þeim tíma. Þær eru, ef til vill, leifar af fornum goðsögum eins og sögurnar af „íslensku“ jóla sveinunum en þær eru fyrst fremst sögur af álfum, tröllum og öðrum náttúruvættum sem tilheyrðu þeim tíma þegar náttúran var lifandi í hugum fólks. Vatnið, loftið, jörðin og eldurinn eru lifandi fyrirbæri í huga þeirra sem vita að guð er ekki bara einn. Kraftar guðanna eru margbrotnir. Fjölgyðistrú eins og hjá Grikkjum, Rómverjum, frumbyggjum Ameríku og hinum forna sið Íslendinga tengdi guðina náttúru vættum. Það hvarflaði ekki að fólki að storka þeim og beita nátt úruna valdi. Ásatrú er náskyld NorðurAmerískum shamanisma og hægt að
Úr Ragnarrökum í Snorra Eddu eftir Snorra Sturluson. Verkið til hægri er eftir LouisSnorra Moe 1859 1954. Edda Sturlusonar.
15
16
Mæna 2013 Greinar
Galdur goðsögagnagerðarinnar 2 Guðmundur Oddur Magnússon
færa fyrir því rök að sá shamanismi hafi jafnvel borist yfir Atlantsála frá Sömum. Allavega er samaband þar á milli.
Það var hvorki Snorri né Árni sem stofnaði Hið íslenska bókmenntafélag enda allt of snemma á ferðinni. Merkilegt nokk var það fyrst og fremst Daninn Rasmus Christian Rask. Lönnrot Íslendinga er í einhverjum skilningi líklega Snorri Sturluson (1179 – 1241) sem safnaði saman hinum raunverulegu goð sögum og kvæðum og færði í ritmál. Rit mál hafði borist hingað með kristninni, líklega frá Keltum. Það hlýtur að berast til annara norður landa á svipuðum tíma. Einver ástæða er fyrir því að sögurnar og kvæðin geymast hér og ná að festast á skinnblöð. Það þýðir einfaldlega að munnmæli voru hér lifandi. Hugsanlega voru þeir fleiri sem söfnuðu og færðu lifandi munnmæli í ritmál í formi hand rita sem voru kannski bara til í einu eintaki. Ef til var Árni Magnússon (1663 – 1730) einhvers konar Lönnrot í þeirri merkingu að bjarga hand ritunum frá ægivaldi siðbóta kirkjunnar, út rýmingu á dönsum, djöfulgangi og heiðnum siðum ásamt heimsku og einangrun Íslendinga sem gerðu sér litla grein fyrir mikilvægi þeirra fyrr en á 19. öld við leit okkar að upprunanum í róman tískum stíl. Það var hvorki Snorri né Árni sem stofnaði Hið íslenska bókmenntafélag, enda allt of snemma á ferðinni. Merkilegt nokk var það fyrst og fremst Daninn Rasmus Christian Rask. Þá er fjöldaframleiðsla prentlistar Gutenbergs komin á skrið og hægt að dreifa hugmyndum af miklu meira afli. Rask skrifaði snemma á 19. öld: „Það er sannleikur, sem enginn mun um efast, að Íslenzkir eigi ekki stríðsmakt eður höndlun, heldur skáldum og sagna meisturum að þakka þá frægð, sem þeir hafa öðlazt hjá öðrum þjóðum í Norðurálfunni, og að miklu leyti þá upplýsingu, sem enn í dag viðgengst á millum alþýðu manna hér á landi, ásamt þeirri æru, að hafa einir varð veitt nærri því óumbreytta og óspillta þá gömlu og ágætu aðaltúngu á Norðurlöndum.“ Teikning eftir Tryggva Magnússon úr bókinni Jólin KomaMagnússonar eftir Jónas úr Kötlum Frumdrög Tryggva fráskjaldamerki árinu 1932. Íslands árið 1944. að
Íslendingar vissu auðvitað hvar þeir bjuggu en hug takið þjóð var ekki ennþá orðið til. Íslendingar voru líka við það að glata tungunni
og er Rask að hvetja til stofnunnar Hins Íslenska bók menntafélags, eins og Lönnrot var að gera í Finn landi litlu síðar, til þess að hvetja til þess að íslenskri tungu yrði bjargað. Evrópubúar virðast hafa týnt norrænum goða heimum með kristninni og ekki lengur vitað um að heimur goðanna héldist við á Íslandi fyrr en farið er að gefa þær út á prenti á 17. öld. Heildar útgáfa kvæð anna, ásamt þýðingu á latnesku og dönsku kemur ekki út fyrr en á árunum 1787 – 1828 í þremur bindum á vegum Árnanefndar í Kaupmannahöfn og vakti auðvitað gríðarlega athygli og varð olía á eld rómantískra hugsana um hina fornu nánast glötuðu veröld. En þessar útgáfur náðu því ekki þá að vera kallaðar íslenskar eða kenndar við íslenska þjóð. Þær voru kallaðar; Old Norse, Scandinavian Nordic, norrön, nord, septentrional, teutonic, altnordisch, altgermanisch, urdeutsch en lýsingarorðið íslenskur var ekki til því að þjóðin var ekki búin að marka sig. Það gerist ekki fyrr en þessar hug myndir ná til Íslands í gegnum íslenska menntamenn og skáld í Danmörku. Hugmyndir manna eins og Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar sem síðar verður forseti Hins íslenska bók mennta félags og þá byrjar ballið um íslensku þjóðrembuna og kynslóðanna sem fengu okkur til að trúa því að við værum sérstök þjóð. 17
Í þessu um róti og vakningu á 19. öld var heldur ekki búið að marka Ísland með myndmáli. Rótin að mörkun inni liggur annarsvegar í almennu mynd máli lýðveldissinna eins og mynd máli fánans og hugmyndinni um fjallkonuna. Bræður og systur fánans og fjallkonunnar birtast víða í tákn myndum lýðveldissinnanna. Kross fán inn markar okkur bás með hinum Norður löndunum. Það er ekkert sérstaklega íslenskt við hann. Uppruna legi krossfáninn er sá danski. Litir íslenska fánans eru þeir sömu og í þeim franska og þeim banda ríska. Hin svokallaða þjóðlega list sprettur upp úr upplýsingunni. Í kjölfar hennar kom stjórnarskrá Bandaríkjanna, byltingin mikla í Frakk landi 1830 og 1848. Þar er mynd birtingin Marianne og Columbia sem frelsisstyttan er byggð á er bandaríska útgáfan. Fjall konan er íslenska myndbirtingin. Myndmál merkis bera skjaldarins í skjaldarmerkinu er hins vegar sótt í æva fornar goðsögur sem koma langt að til Íslands. Það voru fyrst og fremst þjóðhátíðir í þessum rómatíska 19. aldar anda sem kölluðu á „þjóð legt“ myndmál. Þetta eru þjóðhátíðirnar 1874 sem átti að minnast þúsund ára sögu Íslands og svo Alþingis hátíðin 1930, þúsund ár frá stofnun Alþingis ásamt fullveldinu 1918 og svo hápunkturinn sjálf lýðveldis stofnunin 1944. Nokkrar konungskomur koma einnig við sögu.
Galdur goðsögagnagerðarinnar 2 Guðmundur Oddur Magnússon Mæna 2013 Greinar 18
Á þessum tímapunktum flöggum við mynd máli sem meira en minna var íslensk þýðing á myndmáli þessarra evrópsku hreyfinga rómantísku bylgjunnar. Íslendingar áttu fáa frambærilega teiknara á þessum tíma. Þeir sem kunnu helst að teikna voru tréskurðar meistarar, gull smiðir, kennarar, náttúru fræðingar og skrautskrifarar. Það er gullsmiður sem teiknar merki Hins íslenska bókmenntafélags, sem var haka kross með sól á bak við sig og skamm stöfun með rúna letri. Það var skrautskrifari og kennari sem teiknaði merki fyrsta stóra athafna félagsins á Íslandi, Eimskipa félagsins, aftur haka kross eða Þórskross eins og menn kölluðu hann hér. Það var skraut skrifarinn, skáldið og náttúru fræðingurinn Benedikt Gröndal sem fyrstur birtir lykil ímyndir „íslenska“ þjóðernismyndmálsins. Hann myndbirtir fjall konuna, fossinn, jöklana, eld fjallið og goshverina í þjóðhátíðarveggspjaldinu 1874. Það má svo kalla Tryggva Magnússon (1900 – 1960) fyrsta eiginlega teiknara þjóðar innar sem hafði fulla atvinnu af því að teikna. Hann teiknaði meira eða minna allt sem varðaði Alþingis hátíðina 1930. Tryggvi þýddi hið rómantíska mynd mál 19. aldar yfir á „íslensku“ með vísun í goðfræði og myndmál víkinga. Hans fyrirmyndir voru að miklu leyti norskar og sænskar en Skandinavar voru iðnir við að teikna og mála heim víkinga og norrænar goða fræði á 19. öld þegar við vorum ekki byrjuð á því. Tryggvi var réttur maður á réttum tíma, með rétta hæfi leika og þekkingu til að takast á við þetta. Hann er ættaður af Ströndum þar sem mynd mál galdratákna hafði lifað af. Hann skrifar upp og mynd skreytir Friðþjófssögu 15 ára gamall og styðst við teikningar sænska Agust Malmström. Tryggvi ferðast svo um Þýskaland, Norðurlönd og Bandaríkin, teiknar upp forna hluti og tákn á söfnum og aðlagar svo teikningarnar að Íslandi. Það var þetta sem hans kynslóð gerði: Mynd málið; settu fjallkonuna á allt frá skósvertu að peningaseðlum. Einn Austurríkismaður kom við sögu „íslenska“ myndmálsins en það var Ludwig Hesshaimer sem lagði grunnin að frímerkjaseríu Alþingishátíðarinnar. Allt þetta hvarf við stríðslok. Rómantíkin sem var fagurfræði stríðsaflanna, ekki bara í Þýska landi heldur allstaðar, beið af hroð og raunsæi strúktúralismans tók við í uppbygg ingu eftir stríðsárana og þjóðlegt myndmál hvarf í skuggann fyrir alþjóðlegu myndmáli módern ismans. En það mynd mál varð á 10 – 15 árum að merkingarlausri tísku og popp listin með sínum íkonum. Ekkert hefur breytt ímynd Íslendinga útávið meira en popptónlist eða samtímadægurtónlist. Sykurmolarnir brutu
ísinn, hin barnalega yfirlýsing „Heimsyfiráð eða dauði“ setti ýmislegt af stað. Sumir vilja meina að útrásarvíkingar Bólunnar eigi ættir sínar að rekja þangað. Goðsögugerðin í kringum Björk byrjar þar. Súrrealismi eða veröldin handan spegilsins, raunsæis þessa heims, kom við sögu. Heimur álfa sem búa í steinum er endurvakinn. Sagnir um íslenska vegagerð þar sem vegir verða að beygja sig fyrir húsum álfaborga fara á flug. Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar verða að álfatáknmyndum. Skapaðu íkonið, helgimyndina og segðu svo helgisöguna. Kyn slóðina köllum við krúttkynslóðina. Hljóm sveitin Múm er ekkert langt frá finnsku Múmín álfunum. Nútímagoðsagnagerð er hafin fyrir alvöru. Víkingaþorpið í Hafnarfirði er sett fram sem sviðsmynd. Þar er einnig miðstöð álfamenningar á Íslandi.
Það má svo kalla Tryggva Magnússon fyrsta eiginlega teiknara þjóðarinnar ... Upp úr aldamótunum 2000 reynir sam félag ísl enskra hönnuða að púsla sér saman. Þetta er í kjölfar sýningarinnar MÓT á Kjarvalsstöðum. Árið 2003 er haldin sýning á íslenskri hönnun í Berlín. Þemað var Álfar og Huldufólk. Annar hvor hönnuður í íslenskum samtíma hefur gert verk í þessum anda sem tilraun til þess að endurskapa íslensk auðkenni án þess að vera með beina þjóðrembu. Goðsögugerð býr til verðmæti. Þar liggja galdr arnir – munnmæli og orðspor (e.word of mouth) eru upphaf ritaðrar goðsögu sem hægt er að dreifa hratt í nútímanum. Í nútímanum skrásetjum við munn mælasögur sem geta orðið mátt ugar goðsögur. Þannig verða lista menn til. Það verða til frásögur um eitthvað stórkost legt. Sett í rétt sam hengi með raunveru legri innistæðu, getu og óvenju legra hæfileika, fyllir það huga okkar og við fyllumst aðdáun sem jaðrar oft við dýrkun samanber poppstjörnur eins og Björk eða Ragnar Kjartansson. Við sjáum kraftinn með því að ímynda okkur fram leiðslu á áprentuðum bolum. Það kostar kannski ekki nema nokkra hundraðkalla – í mesta lagi eitt til tvöþúsund krónur að framleiða áprentaðan bol. Ef sami bolur með sama efni og sama magni af prent lit er gerður að merkjavöru t.d. 66° norður er verðið komið upp í fimmtánþúsund. Ef sama magn af bómullarlérefti og lit er strekkt á ramma og undir skrifar Eggert Péturssson er verðið ein komma fimm milljón – eina sem skilur á milli í raun er goðsögugerðin.
Plötuumslag af plötunni The Peel Sessions með hljómsveitinni Starálfur úr Sigurrós.Múm frá árinu 2002.
19
20
Mæna 2013 Greinar
Leikið og þér munið finna Þorvaldur Þorsteinsson
LEIKIÐ OG ÞÉR MUNIÐ FINNA ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Teikningar Viktoriia Buzukina
Fyrir mörgum árum flutti ég gjörning í Hollandi sem var í formi fyrirlestrar í fyrirlestrarsal og kallaður „Geta tungumálaörðugleikar verið skapandi afl?“ Í textanum sem ég flutti velti ég fyrir mér hvað gerist þegar fólk situr í fyrirlestrasal og hlustar á erindi flutt á tungumáli sem það skilur ekki orð í. Hvernig skynfærin byrja að taka við sér á nýjum forsendum þegar hinn viðtekni skilningur er ekki fyrir hendi, lítil sem engin vitsmunaleg merking að styðjast við. Hvernig við förum fremur að skynja en skilja, jafnvel af meiri nákvæmni en þegar hið rökrétta en þó umfram allt kunnuglega, stelur senunni. Fyrirlesturinn flutti ég á íslensku og var þess vandlega gætt að enginn íslenskumælandi gestur væri í salnum. Fyrstu 12 – 15 mínúturnar ríkti mött þögn, líkt og ég talaði inn í svarthol, en upp úr því tók að losna um axlir og einhverjir hölluðu sér fram til að hlusta betur. Eftir rúmlega 20 mínútna tölu féll lokasetningin, sem var u.þ.b. svona: „Lengra verður þetta ekki en ég er tilbúinn að svara spurningum ef einhverjar eru.“ Tveir fyrir lestrargestanna réttu samstundis upp hönd.
21 123
Eitt mikilvægasta verkfæri sem ég hef kynnst í skapandi vinnu, ekki síst í auglýsingabrans anum, er fólgið í leitinni að leyndardómum hins augljósa; forvitninni um ókannaðar hliðar hins kunnuglega. Þar skiptir öllu máli að láta ekki kunnugleikann villa sér sýn. Láta ekki vanann sljóvga vitundina. Líkt og gerist þegar við teljum okkur þekkja eitthvað svo vel að það þurfi ekki að gefa því gaum. Það getur hins vegar verið hægara sagt en gert að halda athyglinni og ekki síður áhuganum vakandi í leitinni að leyndardómum hins augljósa. Fyrir því eru sjálfsagt margar gildar ástæður; m.a. rótgróin vanahugsun, leti, ótti, ónæmi, fljótfærni, stress og ólæsi. Mikilvægasta orsökin og sú sem liggur að baki m.a. ótta okkar og tregðu til að taka eftir því sem raunverulega er í boði við nefið á okkur, held ég að sé þessi:
Í grunnskóla okkar snerist námið aðallega um valdar spurningar og lærð svör; rétt svör – sem í menntaskóla eru leyst af hólmi með ratleik sem kallaður er heimildaritgerð (þar sem við megum vitna í allt nema okkur sjálf) sem í háskóla bólgnar út í BA og mastersritgerðir, sem því aðeins eru marktækar að í þeim sé vitnað í aðrar mastersritgerðir eða greinar þar sem viðurkenndur fræðiaðili hefur sagt það sem við erum að reyna að segja sjálf.
Við höfum flest, ef ekki öll, gengið í gegnum samskonar æf ingabúðir á mik ilvægustu mótunarárum ævinnar. Nefnilega þjálfunarbúðir skólakerfisins, þar sem við fengum því meiri hvatningu til dáða eftir því sem við staðfestum betur þekkingu okkar á því sem þegar var vitað og skráð, helst í þeirri röð sem það var vitað og skráð. Þar kom okkar innra líf, okkar sjálfsprottni hugmyndaheimur, sjaldan til tals. Og aldrei á prófi.
Við lærum þannig markvisst frá sex ára aldri að til þess að „verða að einhverju“ sem mark er á takandi, til þess að fá að halda áfram á næsta stig – það sem þetta allt saman snýst um – verðum við að horfa fram hjá eigin sýn, hafna eigin skyni og skilningi og læra viðurkenndan og vandlega skráðan skilning á heiminum – helst utan að. Og passa að blanda hvorki heimunum né sjálfum okkur inn í það mál.
Leikið og þér munið finna Þorvaldur Þorsteinsson Mæna 2013 Greinar 22
Ástæðan fyrir því að ég geri þetta að umræðuefni á þessum vettvangi er að störf mín sem textaog hugmyndasmiður hjá auglýsinga- og PR fyrirtækjum hafa, jafnvel meira en myndlist og bókmenntaskrif, reynst ómetanlegt móteitur gegn sljóvgandi viðhorfum skólakerfisins. Þar fékk ég dýrmæta reynslu af vinnubrögðum og viðhorfum sem reyndust mér óendanlega dýrmæt í nánast allri annarri skapandi vinnu. Og í öllu þessu makalausa lífi sem viðköllum hversdagsleika. Það var í auglýsingabransanum sem ég kynntist sjálfum mér sem sagnamanni, ólíkindatóli, hugs- uði, vitleysingi, hrotta, trúboða, snillingi, veimil títu og kjána – svo fátt eitt sé talið. Það gerðist ekki síst vegna „brainstorm“ fundanna, erfiðu kúnnanna, samræðnanna við kaffivélina, alltá-síðustu-stundu reddinganna, strönduðu langtímaverkefnanna eða óprenthæfu spuna samtalanna sem spruttu eins og upp úr engu á milli okkar samstarfsfólksins. Ég hef sjaldan upplifað mig frjálsari í listsköpun en þegar ég tók þannig þátt í að skapa eitthvað með félögum mínum á auglýsingastofunni, hvort sem það endaði með að snúast um endurnýjaða ímynd ofvaxins skipafélags eða herferð vegna ofsykraðrar mjólkurafurðar. Og ég er ennþá að njóta þess sem frelsi samstarfsins leyfði mér; að vera í senn allt og ekkert. Að þurfa
ekki að vita og mega giska, vitandi að þar getur lausnin legið. Að fá að fara inn í nýjar lendur hugar og heimsmyndar án korts eða fyrirfram gefinna niðurstaðna. Og fá borgað fyrir það. Það verður ekki flottara. Þekkingareinokun akademíunnar þrengir stöðugt meira að hverri nýrri kynslóð. Hún birtist t.d. í gráðuvæðingu þar sem listn ám verður sífellt litaðara af kröfum um tilvitnanir og rök stuðning í anda viðskiptafræði, sagnfræði og verkfræði á kostnað leiksins, undrunarinnar og sagnamennskunnar. Hún birtist í Grasrótarsýningu Nýlistasafnsins þar sem BA gráða eða annað háskólanám er forsenda þess að sækja um þátttöku ... í grasrótarsýningu! Hún birtist í þeirri áráttu menntavaldins að reyna með einum eða öðrum hætti að sölsa undir sig þek k ingarsvið mannlegrar tilveru eins og hún leggur sig. Þar með taldar allar okkar innri lendur og ómælanleika. Þar sem því er hiklaust haldið að
okkur að fara ekki inn á nýjar eða ókannaðar lendur nema hafa sem nákvæmast útfært landakort meðferðis. Það er m.ö.o. ekki gert ráð fyrir raunverulegu landnámi í akademísku námi heldur endurteknu efni, helst með vísan í annað endurtekið efni. Og það hefur ekki hver sem er leyfi til að útbúa kortin af því ókannaða; það verður því aðeins viðurkennt að það sé dregið upp, yfirfarið og undirritað af akademíunni sjálfri.
23
Við verðum að vera vakandi fyrir þessu. Þetta skiptir okkur öll máli. Grafískir hönnuðir, hugmyndasmiðir, textamenn, almanna tenglar ... hvað sem við heitum; við erum í einstakri aðstöðu til að stíga út úr hring ekjunni, regluverkinu, horfa, taka eftir því sem leynist í kunnugleikanum, upplifa, uppgötva, bulla, skapa, skemmta, sýna, árétta, spyrja, afhjúpa, snúa útúr, muna, miðla, gefa. Það eru ekki aðrir í jafn góðri aðstöðu – hvað þá á launum – við að horfa, hlusta, þefa, snerta og bíta í. Til þess að komast að því af eigin raun að það er ekki rétt sem okkur var kennt; að saga hafi upphaf, miðju og endi. Og alltaf í þessari
röð. Að það er ekki rétt að sögur verði þannig til að maður búi fyrst til söguna og skrifi hana svo. Að það er eitthvað bogið við „fyrst þetta, svo þetta“ goðsögnina. Fyrst að undirbúa, svo að gera. Fyrst að hugsa, svo að tala. Venjuleg aðalfundar-störf. Fyrst að fylla út umsókn með nákvæmri rekstrar áætlun, svo að fá fjárveitingu, síðan að fylla út áfangaskýrslur, þá greinargerð, síðan skila af sér gögnum til árangursmats eigi að verða framhald á árangursstjórnunarsamningnum.
Við erum alltaf á niðurleið um leið og við opnum munninn. Við getum ekkert nema lækkað. Það eru villurnar sem eru taldar í stafsetningarprófinu – ekki öll réttu orðin. Það eru mismælin sem við fáum athygli út á – ekki allar setningarnar sem eru „réttar“. Við höfum lært að það sé mikilvægara að segja eitthvað „rétt“ en að hafa eitthvað að segja.
Mæna 2013 Greinar
Leikið og þér munið finna Þorvaldur Þorsteinsson
Línulegur veruleiki er ekki til nema í gömlum kennslubókum í sagnfræði, heimildaritgerðum og nýjum styrkumsóknaeyðublöðum: „Hvernig mun þessi nýsköpunarhugmynd líta út eftir fimm ár?“ (500 slög með bilum).
24
Móðurmál hvers manns er magnað verkfæri svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sem tjáningartæki og skapandi afl er tungumálið í senn staðfesting á einstökum heimi og sameiginlegum grundvelli hverrar manneskju. Það er allt í senn; sjálfsagt, gjöfult og óendanlega margbrotið sem verkfæri í samskiptum manna, mótun og viðhaldi sam félags. Það er skapandi verkfæri í stöðugri þróun og við höfum það öll á valdi okkar. Hvaðan kemur sú hugmynd að tjáning fólks á móðurmáli sínu sé háð þekkingu þess á málfræði? Eða sést á textanum að sá sem þetta skrifar hefur aldrei náð þessu með frumlagið og andlagið? Hvernig gerðist það að rannsóknarþættir tungumálsins, sem sjálfsagt er að menn sinni í þartil gerðum stof nu num, urðu að sk yldunámsefni barna og unglinga, á kostnað þjálfunar í skapandi notkun þessa dásamlega verkfæris? Hvernig gat það gerst að málfræði, setningarfræði, hljóðfræði og beygingarfræði
öðlaðist slíkt vægi í móðurmálskennslu að ætla mætti að íslenskt mál væri ekki almenningseign heldurmælitæki til þess ætlað fyrst og fremst að greina að hæfa og óhæfa?
af því sem kemur upp í hugann við að skrifa þessa grein er hvort líkja megi muninum á sagnamennsku og sagnfræði, tjáningu og heimildaritgerð við muninn á húmor og brandara.
Er það vitlaust að seg ja að einver sé „af erlendu baki dottinn“ í stað „erlendu bergi brotinn“? Mér finnst þetta fyrra skýrara, myndrænna og skemmtilegra. Einhver sagðist vera „útskrúfaður“, kannski af íslenskuelítunni, í stað„útskúfaður“. Ég er ekki í vafa um að fyrra orðið á ekki síður rétt á sér en það viðurkennda. Sjálfur nota ég orðasambandið „að sjá ekki högg á vatni“ sem „að sjá ekki dögg á vatni“. Mér finnst síðari útgáfan nothæfari fyrir mig.
Munurinn á brandara og húmor er m.a. sá að brandarinn gerir ekki ráð fyrir öðrum breytum í lífi sínu. Hann stendur og fellur með sjálfum sér og krefst þess eins að þeir sem hann brúka tali nokkurn veginn sama tungumál og búi ekki við ólíkari aðstæður en svo að inntak brandarans fari ekki forgörðum, t.d. vegna trúarbragða eða samfélagshátta.
Þessi skrif um auglýsingavinnuna hafa verið á margan hátt góð fyrir mig. Hjálpað mér að sjá ýmislegt í öðru ljósi og rifjað upp margt sem mér finnst gott að halda til haga. Ég veit ekki hvort það er einhver glóra í því en eitt
Húmorinn hins vegar er miklu óljósari stærð og á sér engin föst form. Hann er eins konar birtingarmynd mannshugans sem hluta af heild. Hann vinnur með tengingar og gildi þess samhengis sem hann skapast í á hverju augnabliki. Hann byggist á gagnkvæmum skilningi þeirra sem hans njóta saman, innsæi, yf irsýn, minni, tilvísunum og
óskiljanlega hraðvirkum tengingum óteljandi upplýsinga og eðlisþátta okkar. Það er nokkurn veginn þannig sem hún virkar, þessi dásamlega g jöf; tjáningin. Hún verður til í augnablikinu, frjóvguð af því samhengi sem hún kviknar í, skapandi og gjöful. Svo framarlega sem við fáum eða gefum okkur leyfi til að upplifa og endurspegla það augnablik óttalaust. Undurbúningslaust. Líkt og þegar við eigum spjall við fólk sem við treystum. Vin sem virðir okkur fyrir það sem við erum þannig að okkur líður eins og við séum í lagi svolitla stund. Þá segjum við iðulega hluti sem við höfum aldrei hugsað áður, hvað þá orðað. Eða eins og ég sagði við bróður minn um daginn: „Ég verð alltaf aðeins gáfaðri en ég er þegar ég tala við þig.“ Vinur minn varð vitni að því þegar afastrákur inn hans, þriggja ára, birtist í betri stofunni
í fjölskylduboðinu og frumsýndi þetta algjöra undur sem hann hafði skyndilega náð tökum á; sjálfan kollhnísinn. Hann uppskar mikið lófatak og hvatningu og steypti sér samstundis annan kollhnís. Þegar hann hafði steypt sér ca. fimmtán sinnum var verulega tekið að þynnast í stuðningsliðinu og virðuleg kona hvíslaði að afanum; „Óskaplega sem hann þarf mikla athygli sá litli.“ „Ég held að það sé ekki allskostar rétt,“ leiðrétti vinur minn konuna mjúklega. „Mér sýnist þetta vera meira þörf fyrir að gefa af sér en nokkuð annað. Hann kom hingað inn til að gefa okkur það besta sem hann átti á því augnabliki og hann er tilbúinn að gefa okkur það aftur og aftur svo lengi sem við erum tilbúin að þiggja.“
Lítil stúlka gengur með móður sinni inn í risavaxna kirkju með helgimyndum úr steindu gleri í hverjum glugga. Úti fyrir er glampandi sól og stúlkan horfir með aðdáun á litadýrðina í glerinu þar sem postular og píslarvottar eiga í sínum samskiptum við engla og almætti. Allt í einu ljómar hún upp og segir við móður sína: „Nú veit ég hvað er að vera heilagur maður. Það er þegar maður leyfir ljósinu að skína í gegnum sig!“ Við tölum gjarnan í niðrandi tón um þá sem eru duglegir „að láta ljós sitt skína“. Hvernig væri að taka upp nýjan talsmáta og tala um listamenn og aðra sem finna hjá sér óskýranlega þörf til að gefa af sér í einu eða öðru formi, sem manneskjur sem „láta ljósið skína“?
25
Tíu tegundir af fólki Bryndís Björgvinsdóttir Mæna 2013 Greinar
TÍU TEGUNDIR AF FÓLKI Bryndís Björgvinsdóttir
26
Af hverju hlæjum við að bröndurum? Brandarar eru yfirleitt stuttar frásagnir og okkur kann að þykja þeir jafnframt vera einfaldir og ómerkilegir. Galdurinn á bak við þá er engu að síður flókinn. Og langt því frá að vera einfaldur eða ómerkilegur. Í fyrsta lagi: Til þess að skilja brandara þurfum við yfirleitt að búa yfir ákveðnum upplýsingum sem brandarinn byggir á en koma ekki fram í brandaranum sjálfum. Brandarar vísa þannig séð út fyrir sig – út í samfélagið og dægurmenninguna sem við lifum og hrærumst í. Og höfum reynslu af. Til að skilja ofangreindan brandara þarf hlustandi til að mynda að vita hver Bill Clinton er og gott betur: Hann þarf einnig að þekkja til kynlífshneykslisins sem skók fjölmiðlaheiminn undir lok tíunda áratugarins þegar upp komst um framhjáhald hans og nánum kynnum af tuttugu og tveggja ára lærlingi í Hvíta húsinu. Brandarar eru að segja má yfirmáta samfélagslegt fyrirbæri. Þeir vísa til atburða og/eða þekkingar sem hlustandinn þarf að vita af til þess að hann hafi möguleika á að „fatta djókinn“. Þessar tilvísanir út og suður má sjá sem
eina útskýringuna á því af hverju við hlæjum ekki öll af sama brandaranum: Við búum ekki öll yfir sömu upplýsingum, þekkingu og reynslu og stundum skortir okkur eitthvað af þessu til að brandari geti komið heim og saman í huga okkar. Og vakið hlátur. Þetta útskýrir einnig að hluta til af hverju brandarar úreldast með tíð og tíma en flestir kannast við að hafa komist í gömul brandarablöð eða grínþætti sem í minningunni voru afskaplega fyndnir en valda nú tómum vonbrigðum. Efnið sjálft hefur ekki breyst en samhengi hlutanna er nú annað – það og við höfum breyst: Samfélagið, væntingar okkar og áhyggjur. Þetta útskýrir einnig að nokkru af hverju mismunandi samfélagshópar hlæja að mismunandi bröndurum; börn að öðrum bröndurum en fullorðnir og þar fram eftir götunum. Sem dæmi um þetta langar mig til að tefla fram brandara sem ég sjálf skil ekki fyllilega en hef þó trausta sönnun á að þyki fyndinn innan ákveðins hóps: Það eru bara til 10 tegundir af fólki. Það sem kann binary og það sem kann það ekki.1
1 http://eyfi.blogspot.com/2002/12/eru-bara-til-10-tegundir-af-flki.html. Hinar háleitu hugsanir. Sótt: 11. nóvember 2012.
27
Þrjár brandarakenningar: Til eru að minnsta kosti þrjár brandarakenningar sem hver um sig kannar hvötina sem býr að baki brandara og húmors. Sú elsta og kannski jafnframt sú augljósasta kallast yfirlætiskenningin (e. Superiority Theory). Hana má rekja allt aftur til daga Plató (400 f. kr.) og samkvæmt henni hlæjum við á kostnað náungans eða annarra hópa en þeirra sem við teljum „okkur“ sjálf tilheyra. Okkur finnst þessir „hinir“ vera verri pappír en „við“. Stundum eru þeir til að mynda miklu heimskari en við, samanber Hafnfirðingaog ljóskubrandarar. Í yfirlætisfullum bröndurum beitum við ekki aðeins náungann yfirlæti heldur upphefjum sjálf okkur um leið. Það gefur því auga leið að yfirlætisfullu gríni er gjarnan beitt í stríðni, hatursáróðri og einelti þar sem einstaklingur eða hópur er tekinn fyrir og settur skör lægra en aðrir – undir formerkjum húmors og gríns að sjálfsögðu. Næsta brandarakenning lítur til virkni brandara eða gríns í tilfinningalífi fólks og kallast lausnarkenningin (e. Relief Theory). Hún er komin frá Freud enda með af burðum freud ísk: Við hlæjum til að losa um spennu sem verður til vegna bælingar í tilfinningalífi okkar. Við hlæjum þá að því sem vekur
2 Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins. 2010 og 2011. Ríkissjónvarpið.
með okkur óþægilegar tilfinningar á borð við ótta, óöryggi eða reiði. Brandarar, húmor og hlátur losa um þessa spennu og í kjölfarið er okkur létt. Sem dæmi um brandara sem flokka má undir lausnakenninguna eru allir brandarar um erfið málefni eða einhverskonar tabú í samfélaginu; brandarar um dauðann, fósturlát, sjúkdóma, kynlíf, óréttlæti og mis skiptingu. Í þessu samhengi má einmitt nefna grínþætti á borð við Spaugstofuna þar sem gantast er einna helst með innlendar fréttir vikunnar, þá spillingu og valdníðslu sem síðast átti sér stað og reitti fólk til reiði eða olli því vonbrigðum eða öðrum óþægindum. Með því að taka erfið mál og spennu punktana í samfélaginu fyrir með þessum húmoríska hætti gefur Spaugstofan áhorfendum sínum tækifæri á að fá lausn undan álaginu. Og tala um þau, hlæja að þeim og líða betur eftir á. Það sama má segja um virkni Áramótaskaupsins sem einnig fær fólk til að hlæja að erfiðum samfélagsvandamálum og uppákomum ársins sem verið er að kveðja.2
Mæna 2013 Greinar
Tíu tegundir af fólki Bryndís Björgvinsdóttir
Hvað þarf marga svertingja til að skúra fótboltavöll? Svar: Engan, þetta er kvenmannsverk.5
28
Þriðja brandarakenningin skoðar byggingu brandara og kallast misræmiskenningin (e. Incongruity Theory). Hún er jafnframt flóknust kenninganna þriggja og gengur út á að við hlæjum þegar okkur er komið á óvart – sem gerist yfirleitt undir blálok brandarans eða hverskonar gríns.3 Rúsínan í pylsuendanum. Hinsvegar er hugmyndin einnig sú að ákveðna uppbyggingu sé að finna í húmor eða bröndurum þar sem í upphafi eru byggðar upp væntingar: Í upphafi er ákveðin mynd dregin upp sem gefur fólki tækifæri á að ímynda sér framhaldið. Fólk heldur þá gjarnan að það sé nokkurn veginn með á nótunum og viti hvert stefnir. Galdurinn felst þá í því að snúa upp á þessar væntingar og draga skyndilega upp allt aðra mynd en fólk hafði gert ráð fyrir. Hún er þó ekki úr lausu lofti gripin. Hún kemur, þrátt fyrir að vera óvænt, líka heim og saman við það sem á undan fór. Hún kallast á við fyrri myndina og þá má segja að misræmið sé viðeigandi (e. Appropriate Incongruity). Og við þessum óvæntu og oft sniðugu endalokum bregst fólk við með hlátri. Því finnst skondið að leikið hafi verið á hugmyndir þeirra og að óvæntu endalokin skuli einnig passa við reynsluheim þeirra og þær vísbendingar sem gefnar voru í upphafi.4
Einn „góður“ með öllu Þegar manneskja hlær að brandara sem bæði endurspeglar rasisma og kvenfyrirlitningu þarf ástæðan samt sem áður ekki að vera sú að manneskjunni finnist fyrirlitning að þessu tagi ánægjuleg eða til fyrirmyndar. Hins vegar má svo vera ef brandaranum er aðeins beitt sem yfirlæti, þar sem hópar eru smættaðir niður í einfaldar og ósanngjarnar staðalmyndir. Sé brandarinn hér að ofan hinsvegar skoðaður út frá lausnakenningunni má segja að hann geti veitt einhverjum útrás fyrir bældar tilfinningar á borð við reiði eða ótta vegna þess misréttis sem ríkir í heiminum, og viðkomandi lætur meðvitað eða ómeðvitað fara í taugarnar á sér. Í þriðja lagi má segja að hér sé gengið þvert á þær væntingar sem fyrri hluti brandarans byggði upp: Við vorum látin halda að hér væri klassískur rasistabrandari á ferðinni. Seinni hluti brandarans leiddi þó annað í ljós. Leikið var á hlustandann þegar brandarinn afhjúpar sig sem karlrembubrandara. Og þrátt fyrir þennan viðsnúning gengur hann vel upp þar sem hvorutveggja konur og innflytjendur sinna gjarnan þrifum og/eða láglaunastörfum í okkar samfélagi. Það er staðalmynd sem við könnumst flest við úr dægurmenningunni eða okkar eigin reynsluheimi. Og þannig sjáum við að fólk getur hlegið að sama gríninu eða brandaranum á mjög ólíkum forsendum. Því er í raun erfitt að vita fyrir víst að hverju hver og einn er nákvæmlega að hlæja þó svo að brandarinn eða grínið liggi ljóst fyrir svart á hvítu.
Við vorum látin halda að hér væri klassískur rasistabrandari á ferðinni. 4 Um brandarakenningarnar, sjá meðal annars: Oring, Eliott: „Appropriate Incongruity.“ Jokes and Their Relations. Transaction Publishers gáfu út. New Brunswick, 2010. Bls. 1-15. Og: Oring, Eliott: „Introduction to the Transaction Edition.“ Jokes and Their Relations. Transaction Publishers gáfu 3 Oring, Eliott: „Introduction to the Transaction Edition.“ Jokes and Their
út. New Brunswick, 2010. Bls. ix-xviii. Og: Oring, Eliott: „Jokes and the Discourse on Disaster.“
Relations. Transaction Publishers gáfu út. New Brunswick, 2010.
Jokes and Their Relations. Transaction Publishers gáfu út. New Brunswick, 2010. Bls. 29-40.
29
Húmor og auglýsingar Brandarakenningarnar þrjár má að miklu leyti yfirfæra á allan húmor. Við þekkjum líklegast öll til húmorista sem beita ofangreindum aðferðum til að laða fram hlátur: yfirlæti, lausn eða misræmi. Og hafa ber í huga að þessum aðferðum má beita sitt í hvoru lagi eða jafnvel öllum í einu, eins og brandarinn um skúringarnar hér að ofan vitnar um. Í greininni „Haldið’að það sé munur?“ eftir Örn Úlfar Sævarsson sem birtist í Fítonblaðinu 2011 heldur Örn því fram að fyndnar auglýsingar virki betur en aðrar. Í greininni vitnar hann máli sínu til stuðnings í lokaritgerð í sálfræði við Háskóla Íslands sem fjallar um húmor í auglýsingum. Þar stendur skrifað að: „ ... fyndnar auglýsingar skili betri árangi, bæði hvað varðar eftirtekt og skilaboð um vörumerki og vöruna sjálfa.“6 Við höfum nú þegar séð að húmor er flókið fyrirbæri og krefst einmitt
eftirtektar og hlutdeildar af hlustendum sínum. Að þeir leggi til ályktanir og upplýsingar úr eigin reynslubanka til að eiga möguleika á að skilja grínið. Bröndurum og húmor má að þessu leytinu til líka við gátur eða heilaþrautir, þar sem þeir vísa „út fyrir efnið“ og gera kröfu til fólks um þátttöku. Það er síðan verðlaunað fyrir þátttökuna með hlátri. Auðvelt er því að ímynda sér að húmor virki betur á fólk en til að mynda bein skilaboð („Borðið SS-pulsur!“) sem krefjast nánast einskis af hlustendum eða áhorfendum. Auk þess að virkja hlustendur hafa fyndnar auglýsingar burði til að grufla í sálarlífi fólks: Láta það finna til yfirburðar gagnvart öðrum, veita því sálfræðilega lausn undan einhverskonar spennu eða koma því skemmtilega á óvart undir blálokinn með því að snúa á væntingar þess.
5 Heimildamaður er 22 ára gömul kona. Safnað á heimili hennar 4. apríl 2005.
6 Örn Úlfar Sævarsson: „Haldið’að það sé munur?“ Fítonblaðið
Brandarinn er nú varðveittur í gagnagrunni yfir þjóðfræðaefni sem safnað hefur
2011, Fíton auglýsingastofa gaf út. Reykjavík, 2011. Bls. 5-9. Bls. 5.
verið á Íslandi frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Verðandi sögumenn, hönnun er sagnalist Hlín Agnarsdóttir Mæna 2013 Greinar
VERÐANDI SÖGUMENN
HÖNNUN ER SAGNALIST Hlín Agnarsdóttir
30
Í framhaldi af þessu má fullyrða að líf okkar samanstandi ekki aðeins af reynslu okkar sjálfra, heldur sé það samsett úr reynslu annarra, sem hafa lifað árþúsundum saman á jörðinni, sem og þeirra sem teljast okkar samtímamenn. Það má eflaust líkja hönnuðinum við grunngerð sögumannsins eins og þýski bókm ennta fræðingurinn Walter Benjamin lýsir henni í greininni ,,Sögumaðurinn” um rússneska rit höfund i nn Nikolaj Leskov (1831 – 1895). Benjamin heldur því fram að fæddir sögumenn hafi áhuga á því sem er hagnýtt, á notag ildi hlutanna, sem þeir síðan miðla til hlustenda sinna og lesenda leynt eða ljóst. Góðir sögu menn kunnu ráð, sem Benjamin telur þó á undanhaldi þegar hann skrifar greinina sem birtist fyrst 1936. Í ráðum sögumannsins var fólgin ákveðin viska og þekking sem að mati Benjamins var að deyja út með þeim breytingum sem urðu í heiminum eftir lok fyrri heims-
styrjaldar og í þeirri tæknibyltingu sem fylgdi í kjölfarið. Sú viska byggðist á því að geta miðlað ekki aðeins af reynslu síns eigin lífs heldur ekki síst af reynslu annarra. Í framhaldi af þessu má fullyrða að líf okkar saman standi ekki aðeins af reynslu okkar sjálfra, heldur sé það samsett úr reynslu annarra, sem hafa lifað árþúsundum saman á jörðinni sem og þeirra sem teljast okkar samtímamenn. Í tengslum við sagna arf Leskovs verður Benjamin einnig tíðrætt um náin tengsl frásagnar og handverks. Hann kallar frásögnina handverksform miðlunar og vísar til þess að hún hafi þrifist um aldalangt skeið í skjóli handiðnar, hjá bændum, farmönnum og síðar
í borgum. Benjamin vitnar í eitt bréfa Leskovs þar sem hann heldur því fram að fyrir honum séu ritstörf ekki listg rein heldur handverk. Síðar í greininni talar hann um samhæfingu sálar, auga og handar sögumannsins og í því sambandi vitnar hann í franska skáldið Paul Valéry sem kallaði þessa samhæfingu ,,listræna eftirtekt” í umfjöllun um allt annan listamann en Leskov. Og þessi listræna eftirtekt getur að mati Valérys ,,öðlast allt að því dulræna dýpt” m.a. vegna þess að hlutirnir sem hún beinist að glata nöfnum sínum þar sem ,,skuggi og birta skapa afar sérstök mynstur, spyrja alfarið eigin spurninga sem falla ekki undir nokkur vísindi og spretta ekki af nokkurri framkvæmdasemi, heldur eiga
31
tilvist sína og gildi einvörðungu undir vissum samh ljómum sálar, auga og handar þess sem hefur þau innra með sér og er fæddur til að laða þau fram“. Í þessari framsetningu Valérys þrífst sjálf list frásagnarinnar og tengsl hennar við sjálft handverkið. Benjamin spyr hvort ekki megi ganga lengra og spyrja hvort tengslin sem sögumaðurinn hefur við efnivið sinn og líf mannsins, séu ekki einnig handverkstengsl, þ.e. hvort hlutverk hans felist ekki einmitt í því að vinna úr hráefni reynslu nnar – eigin reynslu og annarra – á traustan, nytsaman og einstæðan hátt? Þessi atriði sem Benjamin telur einkenna grunngerð sögumannsins og hér hafa verið nefnd; hæfileikinn til að vinna og miðla úr eigin reynslu og annarra, að kunna ráð handa mörgum ásamt þeirri samhæfingu sem felst í listrænni eftirtekt, ættu að einkenna starf og stöðu hins upplýsta og menntaða hönnuðar á okkar dögum á sama hátt og góðs sögumanns. En til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að átta sig á hver staða hönnuðarins og hönnunar er í samfélaginu á okkar tímum. Áður en hægt er að gera því einhver skil virðist manni nauðsy nlegt og nærtækast að reyna að skilg reina hugtakið hönnuður og hönnun. Hugtakið hönnun inniheldur miklu meira en halda mætti við fyrstu sýn eða þegar það er notað í ræðu og riti. Því miður virðist sem íslenska orðið hönnun og merking þess hafi
Verðandi sögumenn, hönnun er sagnalist Hlín Agnarsdóttir Mæna 2013 Greinar 32
verið smættuð og þýðing þess takmarkist og einskorðist eingöngu við hugmyndina um nytjah lut sem búinn er til handa fólki hvort heldur til notkunar á heimilum og vinnustöðum eða almennt úti í samfélaginu s.s. húsgögn, heimilistæki, fatnaður af öllu tagi og við öll tækifæri, vinnutæki, vélar, innréttingar, o.s.frv. Hönnun og hönnuðir hafa því aðallega þjónað því samfélagi sem til er á hverjum tíma og því markaðskerfi sem stjórnað hefur samfélögum með dyggri aðstoð pólitískra afla. Hönnun hefst á einni eða fleiri hugmyndum, eins og öll önnur sköpun, jafnvel útópíu, staðleysu, einhverju sem er ekki til, hefur ekki fundið sér stað en ber í sér möguleika til að verða að einhverju raunverulegu og áþreifanlegu. Það má líkja fyrsta stigi hönnunar við hugmynd að sögu sem síðan vex stig af stigi þar til hún á endanum verður til og stendur eftir sem raunverulegt verk sem upphaflega var aðeins frækorn og höfunduri nn (hönnuðuri nn) gat ekki séð í sinni heild fyrirf ram. Og þessi saga, hún er ferðalag höfundarins (hönnuðarins) um þann hugmyndaheim sem hann hefur valið sér að fjalla um eða staðsetja sig í. Hönnun er hugmyndav inna og í þeirri vinnu eru margar vörður á leið i nni sem eflaust þarf að staldra við endrum og eins, þótt ekki sé til annars en að safna kröftum fyrir næsta áfanga. Stundum þarf líka að kanna eða
33
rannsaka betur hvort leiðin sem valin hefur verið sé endilega sú rétta fyrir tiltekna hugmynd. Og stundum þarf að snúa við og breyta um stefnu. Til þess að ganga úr skugga um hvort rétt sé að halda áfram eða breyta um stefnu, þarf hönnuðuri nn að vera ansi vel að sér og vel heima innan margra listg reina og ekki síst innan fræðasamhengis þeirra. En hann þarf fyrst og fremst eins og aðrir höfundar og sögumenn að kunna að hugsa til að geta tekið næstu ákvörðun eða til að gefa góð ráð. Og til þess að geta hugsað og gefið ráð, þarf maður að hafa þekkingu. Sú þekking byggir á því að höfu ndurinn hafi á valdi sínu tungumál til að hugsa á. Það tungu mál er tvennskonar – tungumál orða og mynda. Á okkar dögum er nauðs ynlegt að setja hugsun og starf hönnuða í vítt fræðilegt samhengi. Hönnuðurinn er höfu ndur eins og aðrir listamenn, hann er fyrst og fremst manneskja sem hugsar, skapar og setur fram líkan að verki sem síðar á eftir að umbreyta í raunverulegt form eða hrinda í framk væmd. Þess vegna þarf að spyrja hvaða áhrif hönnun og hönnuðuri nn sem sögumaður getur haft á þróun samfélags, skipulag menntunar og vinnu, jafnvel merkingu og skilning ákveðinna fyrirbæra í almennri þjóðfélagsu mræðu og stjórnmálum. Smám saman verðum við að sögumönnum í hönnun, full af reynslu og visku sem við miðlum út í samfélagið í átt að skapandi umbreytingu.
Mæna 2013 Greinar
Andrés önd í ljósi marxískra fræða Atli Antonsson
Atli Antonsson
34
ANDRÉS ÖND Í LJÓSI MARX ÍSKRA FRÆÐA Þetta kristallar valdaójafnvægið í samfélagi Andabæjar þar sem alþýðan þarf að vinna tvöfalda vakt. Saga Andrésar er saga stéttabaráttu Eins og kunnugt er sagði Karl Marx að öll saga mannkyns væri saga stéttabaráttu, og með dýpri lestri fattar hver maður að allar teiknimyndasögur um Andrés Önd eru saga stéttabaráttu. Með marxískum gleraugum getur athugull lesandi eldsnöggt skyggnst í gegnum ytra form Andrésarsagnanna. Þá getur hann séð hvernig höfundarkollektífið á bakvið sögurnar notar þær til krítískrar endurtúlkunar á samfélaginu og heimsbókmenntunum frá sjónarhóli sögulegrar efnishyggju. Við skulum taka dæmi: Í Syrpu númer 184 frá 2009 er stutt saga um Bjarnarbófanna, sem heitir „Heimsbókmenntir”. Bjarnarbófi
nr. 167 – 167 kemur sigri hrósandi til bræðra sinna með eintak af Illíonskviðu Hómers og segist hafa fundið leiðina til að brjótast inn í geymi Jóakims. Þeir þurfi einungis að beita Trjójuhestsbragðinu. Bræðurnir bjóðast til að smíða einn hest, en það er óþarfi segir nr. 167: „Það er hægt að fá þá tilbúna hjá Andíkea!” Skömmu síðar kemur hann til baka með risastóran tréasna í eftirdragi. Bræðurnir gapa af undrun og sagan er búin því allir átta sig á því að svarið við því hvernig megi tæma geymi Jóakims er ekki að finna í heimsbókmenntunum. Nr. 167 stendur þarna eins og asni. Vöruhönnuðir stórfyrirtækisins Andíkea, sem er eins og öll fyrirtæki í Andabæ í eigu Jóakims Aðalandar, eru einu skrefi á undan; þar hafa hönnuðirnir þegar séð fyrir þær byltingarhugmyndir sem öreigarnir muni fá og
hannað samsvarandi vöru, sem Bjarnarbófarnir eyða hellings peningum í að kaupa. Síðan sitja þeir eftir með sárt ennið, niðurlægðir og ennþá fátækari á meðan fyrirtæki Jóakims heldur áfram að græða.
Allir þræðir í hendi Jóakims Í sömu Syrpu er saga af Andrési í hlutverki Núll-núll andar, sem er Andabæjarútgáfan af njósnaspæjara hennar Hátignar James Bond. Andrés beitir kænsku allt kvöldið og alla nóttina til að sjá við njósnurum og gagnnjósnurum sem sýsla með leynileg gögn er varða öryggi ríkisins. En það eina sem hann óskar sér eftir óeigingjarnt starf er „smáhvíld … ”. En það fær hann
123 35
MARX ÖND
Andrés önd í ljósi marxískra fræða Atli Antonsson Mæna 2013 Greinar
ekki því eldsnemma bankar Jóakim. Túmp! Túmp! Túmp! „Frændræksni og letingi! Opnaðu annars brýt ég upp dyrnar!” Þetta kristallar valdaójafnvægið í samfélagi Andabæjar þar sem alþýðan þarf að vinna tvöfalda vakt ef svo má segja: þrælar á daginn við að pússa gullpeninga Jóakims og þarf svo að hætta fjöðrum og goggi til að vernda borgina gegn glæpamönnum sem ásælast auðæfi hins ríka 1%. Launin eru fátt meira en svefnleysi og niðurlæging. Arðránið er algjört. Spurningin í lokin er einungis: Hver er Stórstjórinn sem kippir í alla spottana hjá Þjónustunni? Höfundarnir sjá ekki ástæðu til að teikna hann, en það er einhver sem stendur Andrési nærri og hefur hagsmuna að gæta. Samkvæmt Marx e r sambandi framleiðsluhátta efnahagslífsins og hinnar hugmyndafræðilegu yfirbyggingar háttað þannig að hin svokallaða menning og trúarbrögðin koma eftirá til að réttlæta ójafna skipan undirbyggingarinnar. Trúarbrögðin eru opíum fólksins, sem veita huggun í táradal lífsins, en byrgja þeim á sama tíma sýn á mikilvægi baráttunnar fyrir betri kjörum. Sagan „Þrælar sólarinnar” Í Syrpu númer 133 frá 2005 af hjúpar þetta hlutverk
trúarbragðanna og krítíserar klerkastéttina sem auðgast á óréttlátu þjóðfélagsskipulagi á sama tíma og hún dáleiðir verkamennina til að byggja hof til dýrðar sólarguðinum. Í sögunni má þó jafnframt finna von, en hún býr í skapandi niðurrifi listarinnar. Andrés, sem í þetta sinn er ljósmyndari, og keppinautur hans Krummi hafa verið dáleiddir af prestunum til að höggva út fallega list á súlur sólarhofsins. Samkeppnisandinn drífur þá áfram til tilrauna mennsku í listinni. Krummi sakar Andrés um að vera „abstraktsinna” og Andrés kallar hann á móti „súrrealista”. Í orðaskiptum þeirra áður en endanlaga sýður uppúr má greina marxíska listrý ni, sem mætti skilja sem boðskap sögunnar. Andrés: „Ha! Þeir eru of kurteisir til að segja þér hvað styttan þín er hallærisleg!” Krummi: „Smáborgari! Þú móðgar Aton með þessu fúski þínu!” Þegar þeir ráðast fullir af heift á súlur hvors annars, abstraktsúlu Andrésar og súrrealíska súlu Krumma, hrynur allt hofið ofaná þá. Um leið vakna þrælarnir úr dásvefninum og
gera uppreisn gegn kúgun klerkastéttarinnar. Í þessu kristallast orð Walters Benjamin sem skrifaði mjög spámannlega skömmu fyrir sviplegan dauða sinn að marxisminn myndi ekki ná fótfestu í framtíðinni nema hann tæki guðfræðina í sína þjónustu. Andrés er alltaf í hlutverki hins kúgaða og arðrænda. Flestar sögurnar fjalla um tilraunir Andrésar til að bæta efnahag sinn og þær falla flestar í tvo flokka. Annars vegar sögur sem hefjast á því að Andrés byrjar í nýrri vinnu eða stofnar nýtt fyrirtæki. Þær endar allar á því að hann er rekinn eða klúðrar einhverju svo illa að hann þarf að flýja úr Andabæ. Ástæðuna fyrir því að góður ásetningur Andrésar fer út um þúfur má alltaf rekja til sálrænna erfiðleika. Hann reiðist út af einhverju, stundum tryllist hann vegna bellibragða samkeppnisaðilans og stundum vegna ómögulegra skipana yf ir m annsins. Af hverju er Andrés með svona lélegt skap? Það liggur í augum uppi að ótryggar vinnuaðstæður launamanna í Andabæ gera Andrés afar taugatrekktan, og hinn stálharði samkeppnisandi sem skiptir mönnum í sigurvegara og tapara gerir hann
36
Birt með leyfi Eddu Forlags.
Firring vinnunnar er svo mikil að hann springur alltaf á limminu og þarf að mæta fóstursonum sínum niðurlægður og tilkynna þeim í enn eitt skiptið að hann hafi misst vinnuna. 37
viðkvæman fyrir hvers kyns gagnrýni eða ögrun. Firring vinnunnar er svo mikil að hann springur alltaf á limminu og þarf að mæta fóstursonum sínum niðurlægður og tilkynna þeim í enn eitt skiptið að hann hafi misst vinnuna. Hins vegar eru það sögur þar sem Jóakim ræður Andrés, og stundum Ripp, Rapp og Rupp líka, til að fara með sér í ævintýraferð. Á bakvið ferðirnar býr alltaf gróðavon Jóakims, sem leggur til kapítalið, en ræður Andrés sem vinnuafl. Yfirleitt fær Andrés 10 aura á tímann og er hundóánægður með kaupið, en fer með vegna þess að hann er atvinnulaus og tilbúinn að upplifa ný ævintýri. Stundum gengur allt upp að lokum og Jóakim græðir hellings pening, en Andrés fær ekkert nema tíu aura á tímann og skammir ef allt fer illa. Hver einasta af þessum sögum er eins og dæmisaga um arðrán fjármagnseigandans á umframverðmætunum sem verða til við
vinnu verkamannsins. En Andrés hefur enga möguleika á því að bæta kjör sín því Jóakim hikar aldrei við að reka hann, og heima bíða svangir goggar Ripps, Rapps og Rupps. Á hverjum bitnar hin óréttláta skipan mest? Svarið er auðvitað á börnunum. Ripp, Rapp og Rupp alast upp hjá einstæðum föður sem getur ekki borgað reikningana. Það er aðeins lögmál teiknimyndaseríunnar sem ræður því að við sjáum aldrei hvernig líf þeirra þróast. Tími teiknimyndasögunnar stendur í stað, eða spólar í raun alltaf í sama farinu. Atburðir einnar sögu hafa ekki afleiðingar í þeirri næstu, sem endurtekur aftur sömu grunnstefin: Ripp, Rapp og Rupp eru alltaf jafngamlir og Andrés endar alltaf á að vera rekinn úr vinnunni. Það er eins og fjölskyldan sé föst í þrástagandi endurtekningu á trámatískum aðstæðum sínum.
Ef maður lítur í kringum sig í heimi Anda bæjar má finna aðra fjölskyldu sem stendur í hliðstæðu sambandi við Jóakim frænda. Það eru Bjarnarbófarnir, sem hafa lífsviðurværi sitt af því að reyna ræna Jóakim og hafa stundum með sér aldraðan föður sinn. Í báðum tilvikum er um að ræða þrjá bræður og einn föður sem stendur höllum fæti í samfélaginu. Er þá nokkuð of langt gengið að skilja Bjarnarbófana sem speglun á Andarfjölskyldunni og fyrirboða um framtíð Ripps, Rapps og Rupps ef betri árangur næst ekki í kjarabaráttu verkamanna í Andabæ. Bjarnarbófarnir eru framtíðarsýn litlu frændanna, sem alast upp við erfiðar aðstæður og sjá aldrei nein tækifæri í hörðu atvinnulífi Andabæjar. Þeir eru týnda kynslóðin.
Frásögn með upplýsingagrafík Michael Tran Mæna 2013 Greinar 38
Upplýsingahönnun er tiltölulega ný frásagnarleið byggð á grafískri frásögn og framsetningu tölfræðilegra gagna þar sem tákn og myndlýsingar eru notaðar til að miðla megindlegum upplýsingum. Þessi aðferð var þróuð áátjándu og nítjándu öld þegar fram fór regluleg og kerfisbundin söfnun félagslegra-, pólitískra- og hagfræði legra gagna á vegum ríkja sem sáu gildi gagna- og upplýsingasöfnunar til að auðvelda skipulag. Orðið gögn má einmitt rekja, á íslensku, til markmiðsins og orðið tölfræði á ensku (e. statistics) má rekja til ríkisins (e. state). Til að miðla þeim stóru og flóknu gagna- og talnasöfnum sem urðu til á þessum tíma var óhjákvæmilegt að umbreyta upplýsingunum; taka þær saman og setja fram á myndmáli til að þeir sem var ætlað að taka ákvarðanir byggðar á þeim gætu mögulega skilið hvað þær þýddu. Á þessum tíma voru öll algengustu form myndskýringa á tölfræði fundin upp (línurit, súlurit, kökurit, punkta- eða fylgnirit … ).
Næsta stökkbreyting á upplýsingahönnun varð ekki fyrr en á seinni hluta tuttugustu aldar og fylgdi þá örri þróun í tölvu tækni og upplýsingaöldinni. Aldrei fyrr í mannkynssögunni hefur eins miklu magni upplýsinga verið safnað og verið aðgengilegar eins mörgum til túlkunar og meðhöndlunar. Í dag starfar fjöldi grafískra hönnuða við að miðla og myndlýsa gagnasöfnum, tölfræði, aðferðum, tækni og þjónustu og öðrum flóknum upplýsingum með upplýsingagrafík. Upplýsingagrafík er í dag nauðsynleg leið til að segja sögu. Oft er þetta skilvirkasta leiðin til að lýsa, skoða og taka saman afar flóknar (og þurrar) upplýsingar og miðla þeim. Vel hönnuð og skýr mynd getur dregið fram í dagsljósið mynstur, tíðni og leitni sem erfitt væri að greina í texta, lista eða töflu. Ennfremur má segja, að eins og allar góðar sögur, vekji góð upplýsingagrafík tilfinningu og hefur mátt til að fá áhorfanda eða lesanda til að kynna sér efnið nánar.
FRÁSÖGN MEÐ UPPLÝSINGAGRAFÍK Michael Tran í þýðingu Dóru Ísleifsdóttur og Sighvats Halldórssonar
39 Herferð Napóleons til Rússlands (1869) Þetta kort sýnir örlagaríka herferð Napóleons Grand Armée til Moskvu og hefur grafið sex breytur: Stefnur (austur og vestur), stærð hersins, landfræðileg einkenni, dagsetningar og hitastig. Herferðin hófst við Niemen fljótið (vinstra megin). Þar er herinn sýndur sem ljóslituð lína (samsvaraði 422.000 hermönnum). Línan verður þynnri eftir því austar sem hún fer (til hægri) sem sýnir hversu margir hermenn höfðu fallið í valinn. Þegar herinn kemst loksins til Moskvu eru aðeins 100.000 hermenn eftir. Brottför Napóleons frá Moskvu er sýnd sem svört lína. Herinn varð fyrir skelfilegum afföllum af völdum sjúkdóma, brotthlaup og kulda. Þegar svarta línan nær aftur til upphafsins við Niemen fljótið eru eingöngu 10.000 hermenn eftir. Charles Minard, Carte Figurative des pertes successives en hommes de l’armée française dans la campagne de Russie 1812-1813. Paris, Bibliothèque de l’École Nationale des Ponts et Chaussées, 1869. Edwart Tufte, The Visual Display of Quantitative Information, önnur útgáfa, Graphics Press, USA, 2001, bls. 41.
Interest #4 Refugees and immigrants (2010) Peter Ørntoft tók niðurstöður úr könnun þar sem Danir voru spurðir um siðferði þess að bera trúarleg tákn á almennum vinnumarkaði og gerði niðurstöðurnar myndrænar. Með því að sameina fólk, ljósmyndir og aðgerðir gerir það honum kleift að búa til auka lag af upplýsingum sem auðveldar áhorfandanum að tengja og skilja gögnin betur.
Frásögn með upplýsingagrafík Michael Tran
http://peterorntoft.com Battle of the Bonds (2012) Andrew Park tekur fyrir upplýsingar úr 50 ára sögu James Bond kvikmyndanna og gerir þær myndrænar. Með því að nota þekkt tákn úr kvikmyndunum til þess að sýna gögnin, gerir það upplýsingarnar meira aðlaðandi fyrir áhorfandann og hann meðtekur innihaldið mjög fljótt. http://www.illustrationkid.com The Coffee Facts (2011) Þessi athyglisverða hönnun eftir Medness vekur áhuga lesenda á að lesa margar athyglisverðar staðreyndir um kaffi, sem lesandinn hefði ekki litið á ef þær væru sýndar í texta og töflum.
Mæna 2013 Greinar
http://be.net/ahmericarnation
40
41
THE NEW YORK TIMES (2009)
Árið 2009 gerði listamaðurinn og kennarinn Jer Thorp
sem dregur skýrt fram flókin tengsl fólksins og stofnana
frá Vancouver, Kanada myndrænt yfirlit yfir ársheimtur
nna sem um ræðir jafnframt því að sýna hvaða aðila er
frétta og greina úr fréttaveitu NY Times. Ytri hringurinn
helst fjallað um það árið (sjá myndatexta nálægt miðri
sýnir fólk og stofnanir sem fjallað er um greinum New
mynd. *Grafíkinni hefur verið breytt m.v. frummyndina:
York Times. Lína sýnir tengingar milli fólks og stofnana
http://blog.blprnt.com
komi þau fyrir í sömu grein. Niðurstaðan er sláandi mynd
Mæna 2013 Myndasögur
Saga myndasögunnar á Íslandi Stefán Einarsson
Stefán Einarsson
42
ð segja sögur með myndum er A eldra en skrifað mál og hefur fylgt manninum í einhverju formi frá því að hann fór að reyna að tjá sig.
SAGA
MYNDASÖGUNNAR
Á ÍSLANDI Íslenskt myndasöguá hugafólk veit líklegast meira um sögu mynda sögunnar í Bandaríkjunum, Frakklandi eða Japan en á Íslandi. Það er því ekki úr vegi að gera þeirri sögu einhver skil. Í grein um slíka sögu væri best að byrja á fyrstu myndasögunni á Íslandi. Eins og oft er reyndin með myndasögur þá er það alls ekki eins einfalt og sýnist í fyrstu. Hversu langt er farið aftur í tímann fer eftir því hvernig hugtakið myndasaga er skilgreint. Sumir fræðimenn vilja meina að myndasögur séu ekki til án prenttækninnar en aðrir eru ekki svo strangir. Ég ætla þó ekki að reyna að skilgreina myndasögur í þessari grein frekar en að það sé saga sögð með myndum með eða án stuðnings texta.
Finnur Malmkvist Bandormur.
Að segja sögur með myndu m er eldra en skrifað mál og hefur fylgt manninu m í einhverju formi frá því að maðuri nn fór að reyna að tjá sig. Íslenskir landsmenn skreyttu bæi sína með myndu m, mynstrum og útskornum styttum. Við Kristni töku gafst Íslendingu m tækifæri til að fara til Evrópu að læra sk rift og teik n ing u. K irkjur urðu vett vangur lista m anna til að sýna færni sína, því voru mynd skreytingar þeirra með kristilegu ívafi. Myndasögur þessa tíma er því oft að finna á altaristöf lum og máluðum k irkjugluggu m. Myndskreyti ngar og myndasögur eru nátengd fyrirbæri. Þegar saga er sögð með myndskreytingu verður til myndasaga. Þekktasta varðveitta myndasaga þessa tíma er Valþjófsstaðarhurðin frá því um árið 1200. Hurðin var hluti af kirkju frá Valþjófsstöðum. Myndas agan er útskorin í hefð bundnu m rómönsku m stíl eins og algengt var í Evrópu. Sama gildir um frás ögnina. Myndas agan segir frá riddara sem bjargar ljóni frá dreka og þakklæti ljónsins og tryggð til dauðadags riddarans. Sagan er sögð í tveimu r myndu m, þar sem önnu r myndin skiptist í tvennt. Höfundur myndasögunnar er óþekktur og hurðina má virða fyrir sér á Þjóðm injasafni Íslands. Það sem varðveist hefur af list á Íslandi ber merki þess að meðal Íslendinga hafi verið miklir lista menn. Við Siðaskiptin varð minna um skraut og listaverk í kirkjum, og urðu listamenn að leita sér að öðrum vettvangi. Dæmi um myndskreytingar eftir Siðaskiptin eru svokallaða r spássíuteikni ng ar og upphafss tafa myndskreyt ingar í söguhandritu m. Dæmi um myndalýsingar sem upphafsstafa myndskreytingar er að finna í lögbók frá 15. öld þar sem maður stelur sauð og ber hann á baki sér inni í upp hafsstafnum. Síðar er honum refsað og hann hengdur utaná stafinn. Í öðru handriti eru tvær persónur og er samtal þeirra skrifað við myndina.
43
Saga myndasögunnar á Íslandi Stefán Einarsson Mæna 2013 Myndasögur 44
Hasarblöðin seldust jafnan upp þegar þau komu í bókabúðir, gengu síðan kaupum og sölum milli krakkanna fyrir mun hærra verð en sett var á þau í verslunum.
Nútíma íslenskar myndasögur fóru ekki að birtast fyrr en á millistríðsárunum á síðustu öld. Fyrsta íslenska myndasagan hefur verið eignuð listmálaranum Muggi (Guðmundi Thorsteinssyni) sem bar nafnið (d.Tre yndige Smaapiger), eða „Ungfrúrnar þrjár“ á íslensku, sem birtist í Morgunblaðinu árið 1921. Hér er um að ræða fjórar myndir með textalýsingu á dönsku fyrir neðan hverja mynd. Þegar myndirnar eru settar saman myndast örsaga, um þrjár ungfrúr sem fá sér göngutúr en rekast á ægilegan kött og hlaupa skríkjandi í burtu. Skopmyndir fóru að líta dagsins ljós, þar sem skopast var að þjóðþekktum einstaklingum og hefur hugmyndin líklegast komið frá erlendum dagblöðum. Þekktasta tímaritið með skopmyndum var Spegillinn sem kom fyrst út árið 1926 og var gefinn út til ársins 1970 og teiknaði Tryggvi Magnússon skopmyndir í Spegilinn. Fyrsta myndasagan sem Tryggvi teiknaði fyrir Spegillinn birtist í júlí 1930 og voru þrjár myndir sem báru titilinn „Mis munur að ferðast á sjó og landi“. Í september sama ár birtist svo heilsíðumyndasaga eftir Tryggva sem bar nafnið „Kattafarganið“. Það var samt undante kning frekar en regla að Tryggvi teiknaði myndasögu fyrir Spegilinn á þessum tíma. Fyrstu íslensku talblöðruna er líklegast hægt að eigna Tryggva en hún birtist í myndasögu hans í febrúarblaði Spegilsins árið 1932. Á þessum tíma fóru íslensk blöð og tímarit að birta erlendar myndasögur og voru tímaritin Fálkinn og Æskan fyrst til að hafa slíkt efni sem fastan lið í blaðinu. Fálkinn var gefinn út á árunum 1928 – 1966. Það var ekki fyrr en í kringum árið 1940 sem myndas ögur urðu almennt fastur liður í íslenskum blöðum og tímar itum. Í flestum tilvikum voru þær birtar á frummálinu og þýðing á íslensku undir myndunum. Stundum var erlendi textinn strokaður út úr myndunum sjálfum.
Fyrstu erlendu myndas ögublöðin komu til Íslands með hersetu bandaríska hersins á Íslandi. Fljótlega var farið að kalla þau „hasarblöð“ og voru krakkar sérlega áhugasamir um þau, einkum strákar, um og undir fermingu. Hasar blöðin nutu sívaxandi vinsælda og má segja að þau hafi flætt yfir höfuðborgars væðið að styrjöldi nni lokinni. Blöðin komu í sekkjum beint frá Banda ríkjunum. Hasarblöðin seldust jafnan upp þegar þau komu í bókabúðir; gengu síðan kaupu m og sölum milli krakkanna fyrir mun hærra verð en sett var á þau í verslunu m. Ásóknin í blöðin var slík að mörgu fólki of bauð og krafðist þess að þau yrðu bönnuð. Krafist var ráðstafana af hálfu barnaverndar y fir valda og jafn f ramt var skorað á þá sem réðu gjaldeyrismálunu m að hætta að veita leyfi fyrir innflutningnum. Þegar gjaldeyrisörðugleikar tóku að hrjá Íslend inga á árunum fyrir 1950 gátu margir reykvískir foreldrar andað léttar því hasarblöðin voru fljótlega sett á bannlista, erlendur gjaldeyrir þótti of dýrmætur til þess að verja honum í andlegt fóður af því taginu. Innflutningsbannið var síðan í gildi fram eftir sjötta áratugnum. Árið 1959 birtist f yrsta íslenska fram haldsmyndasagan „Kári og hefndin“, eftir Halldór Pétursson listmálara, í Lesbók barnanna í Morgunblaðinu. Undir myndu num var sagan skrifuð og án textans var erfitt að ná samhengi í sögun ni. Ári seinna birtist í Vikunni myndasagan „Bubbi litli“ eftir Harald Einarsson og er það fyrsta framhaldsmyndasagan sem birtist í tímariti. Undir myndum Haralds birtist líka texti en þó ekki eins mikill og í sögunni „Kári og hefndin“. Myndasaga Haralds Guðbergssonar „Ævintýri Ása-Þórs“ birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1964 – 1965 og var texti undir myndunum. Árið eftir birtist í Fálkanum framhaldsmyndasaga eftir Harald, „Sæmundur fróði“ sem braut þessa hefð og lét myndirnar segja söguna og notaði talblöðrur. Sama ár hóf myndasaga Haralds
byggð á Gylfaginningu, göngu sína í Lesbókinni og síðar „Þrymskviða“. Fyrsta myndasögubókin sem var gefin út á Íslandi var þýðing á bandarísku mynda sögunni um Prins Valíant og hét „Prins Valíant á dögum Arthúrs konungs“ og var gefin út af Ásaþór sem gaf út fleiri bækur til ársins 1972. Árið 1971 gaf Fjölvi út belgísku myndasöguna um Tinna. Í kjölfarið hófst útgáfa á f leiri evrópskum myndasögum og má seg ja að runnið hafi upp skeið gullára í útgáfu erlendra myndasagna í íslenskri þýðingu, sem stóð til ársins 1990. Þegar útgáfa erlendra myndasögubóka stóð sem hæst var gefin út fyrsti íslenska myndasögu bæklingurinn „Sigga Vigga og Tilveran“ eftir Gísla J. Ástþórsson, blaðamann. Gísli byrjaði að teikna skopmyndir af Þorskastríðinu við Englend inga í Þjóðv iljann upp úr árinu 1958 og átti reglu lega teikningar í Fálkanum. Seinna teiknaði hann svo „Siggu Viggu“ og „Þankastrik“ sem birtast í Þjóðviljanum og svo seinna í Morgunblaðinu. Bæklingurinn var í vasabókarbroti og Gísli endurteiknaði hluta af þeim myndasögum um Siggu Viggu sem höfðu áður birst í Þjóðv iljanum og Morgunblaðinu og bætti við nokkrum nýjum sögum. Fimm bæklingar komu út í kjölfarið til ársins 1982. Fyrsta íslenska myndasögubókin í lit, stóru broti og með heilstæðri sögu kom út árið 1979 og hét „Pétur og vélmennið: Vísindaráðstefnan“, eftir Kjartan Arnórsson, þá aðeins 14 ára. Mynda sögubókin var ætluð börnum og Kjartan fylgdi bókinni eftir tveimur árum seinna með bókinni „Pétur og vélmennið: Frosinn fjársjóður“. Myndasögubækurnar „Baldursdraumur“ og „Þrymskviða“ eftir Harald Guðbergsson komu út árið 1980 og voru einhverja hluta vegna flokkaðar sem litabækur. Ári seinna kom út bók eftir Emil H. Valgeirsson sem bar nafnið „Flauga-spaug: Ýmsar tilraunir til eldflaugaskota“.
45
Sæmundur Fróði Haraldur Guðbergsson.
Tre Yndige Smaapiger Guðmundur Thorsteinsson (Muggur).
Árið 1985 gaf Björn Ólafsson út bókina „Ævintýri burstsölumanns: Splunkuný, ekta, alvöru teiknimyndasaga“ og árið 1990 eignuðust Íslendingar sína fyrstu ofurhetju, Kaftein Ísland, í bók Kjartans Arnórssonar, „Kafteinn Ísland: Hvernig Fúsi Árnason verður hetja dagsins!“ Kafteinn Ísland hafði þó áður birst í mynda sögusyrpu Kjartans sem bar nafnið „Svínharður Smásál“ sem birtist í Þjóðv iljanum á árunum 1982 til 1985. Kafteinn Ísland birtist síðan aftur í bók Kjartans „Forsetaslagurinn æsilegi“ sem var gefin út árið 1996. Í upphafi níunda áratugarins hóf Sigluf jarðar prentsmiðja útg áfu erlendra myndasögublaða í íslenskri þýðingu, má þar nefna Tarzan, Super man, Batman, Gög og Gokke, Köngulóarmannin og Tomma og Jenna. Maðurinn á bakvið Siglu fjarðarprentsmiðju var Sigurjón Sæmundsson, fyrrum bæjarstjóri Siglufjarðar, og gaf hann út um 10 tölublöð á ári og hvert tölublað í 1000 - 1500 eintökum. Flest blöðin voru seld í sjoppum og á bensínstöðvum en það var minna um blöðin í bókabúðum. Það var ekki áhugi Sigurjóns á myndasögunni sem fékk hann til að gefa út myndasögublöð heldur var hann að reyna að fylla upp í dauðan tíma hjá prentsmiðjunni. Sigurjón hafði gefið út Tarzan bækurnar eftir Edgar Rice Burroughs á íslensku og frétti þá að til voru myndasögublöð um Tarzan og hafði samband við Atlandic í Svíþjóð, sem átti útgáfuréttinn á Norðurlöndunum, og fékk útgáfuréttinn á Íslandi. Í kjölfarið gaf hann einnig út aðra titla. Árið 1982 reyndu þeir Ómar Stefánsson og Óskar Thorarensen fyrir sér með útgáfu blaðsins „Bandormur“. Blaðið verður að teljast fyrsta íslenska blaðið sem helgaði sig myndasögum eftir Íslendinga. Blaðið var gefið út í mjög litlu upplagi, óreglulega og sást sjaldan í bókabúðum og verður því eiginlega að teljast „underground“ eða jaðarblað. Nokkur tölublöð komu út á næstu tíu árum. Gisp! (Guðdómleg innri spenna og pína) hópur inn var stofnaður haustið 1990 og tilefni að því gaf hópurinn út fyrsta eintakið af myndasögu blaðinu Gisp! Hópurinn var undir sterkum áhrifum frá Frakklandi og undirh eimum bandar ísku myndasagnanna. Í Frakklandi er talað um myndasögur sem níundu listina og eru haldnar reglulega myndasögus ýningar. Á svipuðum nótum hélt Gisp! hópurinn myndasögus ýningar. Framt akið tókst vel og vakti athygli á íslenskum myndas ögum þó
Finnur Malmkvist Bandormur.
Halldór Baldursson Gisp!
viðbrögð almennings hafi verið misjöfn. Myndasögur, sem flokkast sem jaðarlist, á almenningu r oft erfitt með að skilja og meðtaka, sérstaklega í ljósi þess að myndasögur eru mestmegnis afþreyingabókmenntir. Gisp! hópuri nn sýndi hinsvegar almenningi að myndasögur eru mun meira en bara afþreyingarbókmenntir. Myndasögublöðin hafa komið annað slagið út þó flest í upphafi og í seinni tíð í tengslum við sýningar. Til Gisp! hópsins teljast m.a. Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson, Jóhann Torfason og Þorri Hringsson. Myndasögur voru lengi vel seldar í bókabúðum og á bensín stöðvum. Einhvern tímann í lok níunda áratuga rins byrjuðu fyrstu verslanir að sérhæfa sig í sölu á myndasögum og var t.d. ein lítil búð í kjallara á Laugaveginum, því miður virðis nafnið vera gleymt. Bókabúðin Eymundsson gerði kjallarann í búð sinni við Hlemm að deild fyrir myndasögur, vísindaskáldsögur og spil, þá sérstaklega hlutverkaspil. Gísli Einarsson var upphafsmaður og innkaupastjóri fyrir þessa deild hjá Eymundsson. Nokkrum árum síðar eða árið 1993 opnaði Gísli búð sína Goðsögn við Rauðarárstíg, sem telst fyrsta sérverslun með myndasögur, vísindaskáldsögur og hlutverkaspil. Árið 1996 breytti búðin um nafn og flutti á Hverfisgötu, þar sem hún er enn í dag.
Dæmi um sjálfsútgáfu er bók Kristjáns Jóns Guðnasonar (f. 1943) Óhugnanlega pláneta sem hann gaf út árið 1992. Fimmtán árum síðar, árið 2007, gaf hann svo út aðra bók sína Edensgarðurinn. Árið 1993 birtist heilsíðumyndasögusyrpan „Laxdæla“ eftir Búa Kristjánsson byggð á „Laxdælu“ og var síðan gefin út í tveimur bindum. Árin 1996 - 97 birtist myndasagan „Úlfur og Örn“ sem Búi gerði í samstarfi við Jón Karl Helgason og byggðist á Egilssögu. Búi fór á þessum tíma út til Frakklands með þessar myndasögur og reyndi að fá þær gefnar út en varð ekki ágengt. Útgáfa myndasögubóka, erlendra og íslenskra, var ekki mikil á þessum árum og ákvað Búi að stofna eigið fyrirtæki, Nordic Comics, sem sérhæfði sig í að gefa út myndasögur og er það fyrsta fyrirtækið til að reynir slíkt á Íslandi. Búi setti sér það takmark að gefa út 20 myndasögubækur á ári. Ásamt því að gefa út þýddar myndasögubækur, mest franskar og belgískar myndasögur, gaf fyrirtækið út myndasögublaðið Zeta með erlendum myndas ögum í íslenskri þýðingu. Fyrsta blaðið kom út árið 2000 og var það gefið út árlega. Samtals vorugefin út 10 tölublöð. Blaðið kom víða við í efnis
Saga myndasögunnar á Íslandi Stefán Einarsson Mæna 2013 Myndasögur 48
vali þó meginefnið væri þýddar myndasögur frá Evrópu, aðallega Frakklandi og Belgíu. Einstaka sinnum sást svo íslensk myndasaga. Þrátt fyrir góð fyrirheit þá lifði fyrirtækið ekki lengi og í byrjun árs 2002 var draumurinn úti. Hasarblaðið Blek var fyrst gefið út árið 1996 og stóð að blaðinu hópur sem að var safnað saman af Hinu húsinu undir stjórn Björns Vilhjálmssonar og var upphaflega styrktur af Íþrótta- og tómstundarráði. Öllum var frjálst að senda myndasögur í blaðið og sýndi blaðið því mjög vel þá flóru sem þreifst í íslenskri myndasögugerð á hverjum tíma og áttu jafnan ungir sem gamlir myndasögur í blaðinu. Þar stigu nýir teiknarar sín fyrstu skref og má t.d. nefna Hugleik Dagsson. Reyndari og þekktari teiknarar hafa einnig átt myndasögur í blaðinu og má þar nefna Kjartan Arnórsson, Sigurð Inga Jensson og Bjarna Hinriksson. Til að byrja með kom blaðið út nokkrum sinnum á ári en síðan fór að draga úr útgáfunni. Árið 2006 blés Jan Pozok (Jean Antoine Posocco) nýju lífi í blaðið og kallaði það NeoBlek. Síðustu ár hefur blaðið komið út nokkrum sinnum á ári og er stór hluti af blaðinu franskar myndasögur í íslenskri þýðingu en íslenskar myndasögur er þar að finna. Eftir ævintýri Nordic Comics voru nær engar erlendar myndasögur gefnar út á fyrsta áratugi 21. aldar, en aldrei hafa verið gefnar út fleiri íslenskar
myndasögubækur. Sigurður Ingi Jensson gaf út „Heimur Sjonna“ árið 2002 sem var safn myndasagna sem höfðu birst eftir hann í DV á árunum 1999 til 2002. Ingólfur Örn Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir gáfu út bækur byggða á Njálu: „Blóðregn“ (2003), „Brennan“ (2004), „Vetrarvíg“ (2005) og „Hetjan“ (2007). Bjarni Hinriksson gaf út fyrstu bók sína Stafrænar fjaðrir árið 2003 og fylgdi því eftir með bókinni Krassandi samvera, sem var samin ásamt Dönu Jónsson, árið 2005. Jan Pozok og Sigrún Edda Björnsdóttir unnu saman að myndasögubók um íslensku jólasveinana, Rakkarapakk, sem kom út árið 2005. Jan var einn á ferð með bókina Úrg Ala Buks Unum árið 2006, en sagan hafði áður birst sem framhaldssaga í myndasögu blaðinu Blek. Árið 2007 gáfu Jan Pozok og Sveinn Sveinsson bókina Skuggi Rökva út. Síðustu ár má segja að Hugleikur Dagsson hafa haldið uppi útgáfu íslenskra mynda sögubóka en fyrsta myndasögubók hans kom út árið 2005, Forðist okkur og fylgdi hann henni eftir með bókunum Bjargið okkur (2005), Fermið okkur (2006), Fylgið okkur (2006), Ókei bæ (2007), Kaupið okkur (2007) og Jarðið okkur (2008). Einnig gaf hann út fimm bækur í fimm bóka röð um eineygða köttinn Kisa og kom sú fyrsta út, Eineygði kötturinn Kisi og hnakkarnir, árið 2006. Garðarshólmi kom fyrst út í Símaskránni
2008 og 2009 en var endurútgefin í bók árið 2010. Síðustu ár hefur Hugleikur staðið fyrir mynda sögusamkeppni þar sem bestu sögurnar ásamt sögum þekktari myndasöguteiknara hefa verið gefnar út í blaðinu Ókeipiss, en blaðið hefur verið gefið á degi Ókeypis myndasagna sem verslunin Nexus hefur haldið í maí síðan árið 2001. Hafa þar verið gefnar myndasögur frá Bandaríkjunum en fyrirmyndin af deginum er þaðan. Sem betur fer er saga myndasagna á Íslandi ekki svo efnislítil eða stutt að þessi grein geti gert öllum myndasögum eða myndasöguhöfundum skil. Ég vona samt að hún gefi ágætis yfirlit yfir sögu myndasögunnar á Íslandi.
Hugleikur Dagsson Hasarblaรฐiรฐ Blek.
Bjarni Hinriksson Hasarblaรฐiรฐ Blek.
Staður? Reykjavík Aldur? 1959 ára Menntun? Þriggja ára búseta á Manhattan Hvað veitir þér innblástur? Andy Warhol, Gosi og Grimm-bræður Book Fair ´03 Helgason
Uppáhalds myndasöguhöfundur? Don Martin, Matt Groening og Hugleikur Dagsson Hvað borðar þú í morgunmat? Teiknað brauð með
Mæna 2013 Myndasögur
skönnuðum osti
50
HALLGRÍMUR HELGASON
51
Mæna 2013 Myndasögur
Fjarstýring Kjartan Arnórsson
zz
52
zz
Staður? U.S.A Aldur? 47 ára Menntun? Northeastern University Hvað veitir þér innblástur? Mannlegur breyskleiki Uppáhalds myndasöguhöfundur? Alan Moore Hvað borðar þú í morgunmat? Cheerios
KJARTAN ARNÓRSSON
53
Staður? Reykjavík Aldur? 25 ára Menntun? Illustration frá Parsons N.Y.C. Hvað veitir þér innblástur? Alltaf þyrst Júlía Hermannsdóttir
Internetið, samskipti, hreinskilni og klárir vinir Uppáhalds myndasöguhöfundur? Daniel Clowes Hvað borðar þú í morgunmat? Ristað brauð með smjöri, eggi spældu báðum megin,
Mæna 2013 Myndasögur
osti og beikoni
54
JÚLÍA HERMANNS DÓTTIR
55
56
Mæna 2013 Myndasögur
Go home bike Andrea Björk Andrésdóttir
Staður? Reykjavík Aldur? 23 ára Menntun? Sagnfræðingur Hvað veitir þér innblástur? Mínar eigin hrakfarir Uppáhalds myndasöguhöfundur? Don Rosa og Charles Burns Hvað borðar þú í morgunmat? Morgunmatur er fyrir fólk sem vaknar á morgnanna
ANDREA BJÖRK ANDRÉSDÓTTIR
57
Guðdómleg innri spenna og pína! Jóhann Torfason og Halldór Baldursson Mæna 2013 Myndasögur 58
GUÐDÓMLE INNRI SPENN &PÍNA
„ ENGIN BYLTING Í DAG, BARA MANNERÍSKT ÁST
Viðtal og texti Bára Kristgeirsdóttir, Hörður Sveinsson og Hreinn Ó. Ingólfsson
LEG RI NNA A!
AG, T ÁSTAND.“
Jóhann Torfason og Halldór Baldursson þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um íslenska myndasögur enda tveir af stofnendum Gisp! Við mæltum okkur mót við þá og spjölluðum um listina, floppið og hina guðdómlegu innri spennu og pínu. Hvernig var myndasögumenningin þegar þið voruð litlir? Halldór: Þegar ég var í Ísaksskóla þá kom „Tinni og eldflaugastöðin“ út. Allir krakkar lásu þetta og bækurnar seldust svakalega. Þegar Svalur og Valur og Sveppaborgin kom út þá hætti fólk allt í einu að kaupa þær. Var það ekki út af þessu mikla úrvali? Halldór: Á einu ári varð algjört hrun. Þessi blöð voru á toppnum í fimm til sex ár, það getur vel verið að þessi blöð (Tinni, Svalur og Valur) hafi haft áhrif á okkur og orðið til þess að við sköpuðum myndasögur. Þetta efni tilheyrir okkar kynslóð. Þá var náttúrulega engin Rás 2 eða Stöð 2. Popptónlist var bara tuttugu mínútur yfir fjögur á laugardögum og Lög unga fólksins klukkan átta á mánudögum. Það var nýtt undir nálinni; maður var alltaf að taka upp. Þetta var eins og að vera alinn upp í Austur-Þýskalandi. Jóhann: Já, þetta var mjög öf lugt – þessar bækur höfðu mikil áhrif þegar þær komu út. Voruð þið þá að stíla inn á eldri kynslóðina með útgáfu Gisp!? Jóhann: Það er sama hvað maður er gamall þegar maður uppgötvar myndasögur, það skiptir engu máli hvort maður er átta ára eða áttræður, aldur skiptir engu þegar um myndasögur er að ræða. Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar fólk heldur að myndasögur séu fyrir einhvern ákveðinn aldurshóp. Þó að megi seg ja að Tinnabækurnar séu fyrir yngra fólk fer samt í taugarnar á mér þegar er talað um þessar bókmenntir eins og þær séu bara fyrir krakka. Myndasögur hafa mér alltaf þótt vera fyrir viti borið fólk á öllum aldri. Halldór: Já, við vorum meira að segja frá andrúmslofti frekar en að ná til einhvers ákveðins aldurshóps. Hverjir voru ykkar helstu áhrifavaldar? Halldór: Við skoðuðum Robert Crumb og eitthvað svoleiðis mikið, líka Charles Burns. Jóhann: Já, svona meira „underground“ efni. Halldór: Og svo auðvitað Art Spiegelman. Eruð þið myndasögunördar? Í kór: Nei! Jóhann: Í raun og veru ekki, ég ólst upp við Tinna. Halldór: Ég man eftir því að mamma las fyrir mig hasarsögur eins og Spiderman vegna þess að ég kunni ekki ensku en fannst þær mjög spennandi. Maður var ekki nörd fyrir fimmaura. Unglingsárin voru meira Dostoyevsky, Kaf ka og svoleiðis.
Þannig þið fóruð úr hámenningunni í lágmenninguna? Jóhann: Kannski það því við vildum einmitt ekki vera hluti af myndlistinni sem var í gangi á þessum tíma. Þessi leið út átti vel við fyrir okkur þá vegna gerjunarinnar sem var að eiga sér stað erlendis. Það var ekkert að gerast hérna heima. Lágmenningin kom eins og kölluð fyrir okkur. Myndasögur voru óþekktar á Íslandi. Þær voru bara fyrir krakka svona fram að tíu ára aldri. Eða bara sori – lágmenningarsori sem myndlistarmenn á Íslandi vildu ekki koma nálægt. Halldór: Þetta var mikil stemning. Ég get vitnað í ágæta mynd um Jean-Michel Basquiat frá 1996. Hún varð til upp úr einhverri amerískri bylgju þegar áhuginn á honum var fyrst að vakna á sínum tíma um 1986–7. Þá voru galleríistarnir fyrst að uppgötva hann. Einn þeirra sagði að hann væri „svo þreyttur á myndlist sem væri hvít á litinn og bara fyrir hvítt fólk í hvítum galleríum þar sem hvítt fólk drekkur hvítvín“. Þetta var eiginlega það sama og við vorum að kljást við hér. Hvernig á þannig myndlist eiginlega að höfða til ungs fólks sem langar til að gera eitthvað spennandi? Voruð þið andspyrnan við snobbið? Halldór: Já, en nákvæmlega þessi umræða hefur verið í gangi lengi. Hápunktur frelsisins í myndlist er sjöundi áratugurinn. En það er alltaf bylting. Jóhann: En alltaf reglur. Halldór: Já, og alltaf verið að brjóta þessar reglur. Jóhann: Kannski hefur mesta byltingin verið markaðsleg; ekki jafn mikil flugeldasýning í myndlistarbyltingunni og þar. Halldór: Þetta er alltaf eins. Við lifum ekki á tímum frjálslyndis eða umbyltinga. Það eru ekkert mjög spennandi hlutir að gerast. Og mun taka alveg 70 ár að snúa þessu olíuskipi við. Það var endurreisnin og mannauðreisnin. Núna erum við á mannerísku tímabili. Kannski gerist eitthvað eftir tuttugu ár. Jóhann: Ég er ekki alveg að sammála þessu. Það er meiri spenna í myndlistaheiminum en svo og mikið að gerast þó það séu ekki endilega byltingar. Kannski erum við að sjá að Gisp! sé að bera ávöxt. Mér finnst ég finna pínu Gisp!-myndlist í því sem er að gerast hjá yngstu kynslóðinni.
59
Guðdómleg innri spenna og pína! Jóhann Torfason og Halldór Baldursson Mæna 2013 Myndasögur 60
Hvernig var orðið á götunni um Gisp!? Jóhann: Við fengum hávirðulegan myndlistarkrítíker, hann Braga. Ég held að hann hafi byrjað gagnrýnina svona „út er komið myndasögublaðið Gisp! á Íslandi og satt að segja því miður“. Svo tókst honum að rakka þetta meira og minna niður. Við sáum strax í gegnum þetta. Það var algerlega út í hött að einhver afdankaður myndlistarmaður, þungavigtar myndlistarmaður, væri að skipta sér af því hvað við vorum að gera. Halldór: Mér fannst þetta frekar leiðinlegt. Jóhann: Já, auðvitað var þetta leiðinlegt. Halldór: Ég man eftir hrollinum sem lagði upp bakið á mér við að lesa svona um sig í blöðunum [hlær] en við fengum fína umfjöllun í sjónvarpi og á fleiri stöðum þegar blaðið kom út. Í hvaða sjónvarpsþætti komuð þið fram? Jóhann: Litróf hét þáttur sem fjallaði um menningu þá. Þar kom ég fram með … með hverjum kom ég aftur fram? Já, ég kom fram með Braga, gott ef ekki. Og þetta þótti svo sniðugt eitthvað að það þurfti að beyta nýjasta flippinu sem sjónvarpið hafði upp á að bjóða á þessum tíma. Þá þurfti að „animera“ ofan í viðtalið. Ég held að hausinn á mér hafi sprungið í miðju viðtali. Halldór: Við fengum alveg umfjöllun en vandamálið var að það hafði enginn áhuga á þess blaði.
Hvernig unnuð þið myndasögurnar á Gisp! tímanum? Halldór: Þetta var auðvitað fyrir tíma tölvunnar. Á tíma reprómastersins. Hann er svona risa ljósmyndavél sem tekur myndir af verkunum og setur þau í rétta stærð. Jóhann: Við þurftum að skila öllu í ákveðinni stærð til prentsmiðjunnar og þeir voru mjög miklir vinir okkar hjá Svansprenti. Halldór: Ég sakna gömlu tækninnar, þegar við notuðum rauðfólíu og skárum litinn inn. Jóhann: Nei, þú saknar þess ekki. Halldór: Það var einhvernvegin best þegar teikningarnar voru sem einfaldastar. Jóhann: Við rembdumst aðeins of mikið í upphafi. Kápan í rosa lit og allir stælarnir. Við nutum þess að vera artí fartí. Halldór: Það voru líka nokkrir útlendingar með teikningar í blaðinu okkar. Einn franskur, Jacques de Loustal sem er alveg á toppnum í Frakklandi í dag. Honum fannst við ekkert flottir. Ég man að þetta var frekar leiðinlegur náungi. Jóhann: Þessir útlensku voru flestir frekar leiðinlegir – eiginlega drepleiðinlegir. Halldór: Bjarni Hinriksson var alltaf með bestu samböndin. Hann var líka lang duglegastur af okkur. Hann hélt alveg utan um útgáfuna. Jóhann: Þegar e-mailið kom gerðum við raðsögur, ég teiknaði einn ramma og sendi á Halldór og hann teiknaði næsta og sendi áfram á næsta teiknara. Halldór: Það snérist eiginlega allt um að koma næsta manni í klípu.
„ Gisp! var nú rekið með meiri hagnaði en allir íslensku bankarnir samanlagt.“ Hversvegna gekk þetta ekki? Var kannski ekki rétti tíminn fyrir Gisp!? Halldór: Nei, það var ekki ástæðan. Þetta var bara of sjálf hverft blað. Jóhann: Ég held líka að hluti af því sé að tímarnir eru breyttir. Nú eru meiri möguleikarnir fyrir „költtímarit“. Á þessum tíma vorum við bara einir að brölta. Halldór: Gisp! var nú verið rekið með meiri hagnaði en allir íslensku bankarnir samanlagt. Jóhann: Eftir þetta áfall [að enginn keypti blaðið] áttum við neyðarfund; við vorum staðráðnir í því að halda áfram þrátt fyrir þessi vonbrigði. Þá var spurningin hvað við gætum gert til þess að selja blaðið á sama stað og önnur tímarit. Þá kom svindlforsíðan til sögunnar. Forsíðu sem gerði það að verkum ef henni væri stillt út í glugga ásamt hinum kjaftablöðunum að blaðið mynd seljast betur. Við vorum sammála um það að við hefðum öll viljað lesa greinina sem var á svindlsíðu Gisp! en hún var um síðasta Íslenska hundinn. Jóhann: Það er kannski bara áskorun í framtíðinni að gefa svindlforsíðublaðið út með efninu sem var lofað. En já, við reyndum ýmislegt. Við tókum okkur mjög alvarlega. Við efndum t.d. til leiks og Þorvaldur Þorsteinsson skrifaði texta sem var birtur í blaðinu um keppni í myndlýsingu fyrir forsíðusöguna: ungur drengur í Kópavogi vann keppnina. Hann heitir Erpur Eyvindarson.
Mynd 1.
Hver var aðal markhópurinn ykkar? Halldór: Bókasöfnin! Jóhann: Þegar við byrjuðum að gefa blaðið út þá var algert tómarúm í þessum geira. Það þekktist ekki að bókabúð væri með myndasögur í hillum á stórum vegg eins og í dag. Þú gast kannski fundið þrjár myndasögur í Máli & menningu. Nexus var ekki til og Gisp! var líka ekki nógu nördalegt fyrir Nexus. Gisp! var listvænt blað. Hvernig var Gisp! frábrugðið öðrum myndasögublöðum? Jóhann: Þetta var listvænt blað sem bauð upp á Hetjuþjónusta Gisp! Hún var skemmtileg; þú gast keypt þér hlutverk í teiknimyndasögunum. Hver rammi kostaði aðeins þúsundkall. Það keypti engin þessa þjónustu sem mér hefur alltaf þótt skrítið. En blaðið var líka frábrugðið á þann hátt að við teiknuðum allar auglýsingarnar. Mynd 2.
Mynd 3.
61
Mynd 4.
Mynd 1. Forsíða myndasögutímaritsins Gisp! frá árinu 1995, 7. tbl. Mynd 2. Myndasaga úr Gisp! eftir Bjarna Hinriksson Mynd 3. Auglýsing teiknuð af Jóhanni L. Torfasyni, úr tímariti Gisp! árið 1992 Mynd 4. Grein eftir Bjarna Hinriksson byrt í 2. tbl. Gisp! í kjölfar fyrstu útgáfu blaðsins árið 1990 Mynd 5. Svindlforsíðan byrtist aftan Mynd 5.
á Gisp! 1. tbl. 1991
Guðdómleg innri spenna og pína! Jóhann Torfason og Halldór Baldursson
Hvernig finnst ykkur myndasöguhöfundar í dag? Halldór: Mér finnst Hugleikur frábær, hann er fyndinn, það er eitthvað við þessa spýtukalla sem hann teiknar. Jóhann: Hann varð sterkur í þessu, því hann hefur svo sterkan frásagnarstíl. Hann nær algerlega að „mastera“ húmorinn. Halldór: Ég mundi líka segja að Lóa Hjálmtýsdóttir sé alveg í þessari Gisp!-kategoríu, spurning um að leyfa henni að vera með, ég veit að hana hefur dreymt um að vera með í blaðinu.
„ Þegar e-mailið kom, gerðum við raðsögur, ég teiknaði einn ramma og sendi á Halldór, hann teiknaði næsta og sendi áfram … “ Er hægt að skilgreina myndasögu? Jóhann: Í rauninni ekki. Myndasaga er samspil nokkurra þátta: myndefnis, texta og ramma. Gisp! hefur samt aldrei fylgt neinum reglum. Halldór: Gisp! tímaritið er expressískt blað.
Mæna 2013 Myndasögur
Hvað voruð þið að gera á milli útgáfu blaðanna; oft liðu nokkur ár á milli? Halldór: Er þetta ekki tíminn þegar við vorum að eignast börn? Jóhann: Ætli það ekki, Það má segja að Bjarni hafi aldrei stoppað. Hann gaf út nokkrar sér-útgáfur af myndasögum á meðan við vorum að eignast börn. Frá fyrstu tíð töluðum við alltaf um Gisp! sem útgáfufélag; ekki bara útgáfa fyrir Gisp!, heldur líka fyrir annað efni. Úr því varð samt aldrei. Það er leiðinlegt. Við gáfum fyrsta blaðið út með Smekkleysu. Halldór: Annars sá Bjarni um þetta, ef það er einhver sem var í aðstöðu til að svíkja okkur þá var það Bjarni, við vissum þannig séð ekkert hversu mörg blöð voru að seljast, hann situr örugglega núna á einhverjum slatta af peningum sem við vitum ekkert um. Bjarni var sá fyrsti, ef ekki sá eini sem lærði myndasögugerð, hann lærði í Angoulême í Frakklandi. Mér finnst samt ennþá ótrúlegt að ekki hafi fleiri lært þetta á Íslandi.
62
„ MAMMA LAS FYRIR MIG HASARSÖGUR EINS OG SPIDERMAN.“
63
64
Mæna 2013 Myndasögur
Guðdómleg innri spenna og pína! Jóhann Torfason og Halldór Baldursson
Jóhann: Myndasaga er svipað fyrirbæri og myndljóð og getur verið nánast hvað sem er. Myndasaga þarf ekki einu sinni að vera texti. Að fara að skilgreina myndasögur er heldur flókið. Það eru til margar tegundir af myndasögum, allt frá óhlutbundnum myndasögum, þar sem form breytast og þess háttar. Halldór: Það sem skiptir mestu máli í myndasagnagerð er það að geta sagt sögu, hún þarf að hafa upphaf, miðju og endi. Nærmynd, fjarmynd og svo skiptir miklu hvernig klippt er á milli ramma. Jóhann: Mér finnst þessi umræða verða í varnartilgangi og vera frekar einhliða. Ef við tökum sem dæmi málverk eftir Erró myndum við aldrei spyrja okkur hvort það sé myndasaga frekar en málverk. Við myndum frekar spyrja hvort það sé myndasaga í vekunum hans. Þetta er sprottið út frá minnimáttarkennd og ég neita að taka þátt.
„ Ég mundi segja að þetta væri listhverft blað. Maður leitar alltaf í nærumhverfið að innblæstri til að byrja með.“
„ EF MAÐUR ER Í LISTUM ÞÁ Á MAÐUR AÐ FJALLA UM LIST.“
Þið töluðuð um Gisp! sem listvænt blað, getið þið skilgreint það? Jóhann: Það fór í taugarnar á okkur að við vorum alltaf að tala um listir í sögunum okkar vegna þess að við vorum bara að stúdera list allan daginn. Haldór: Það er hluti af því sem gerði þetta að sjálfhverfu blaði – ef maður er í listum þá á maður að fjalla um list. Jóhann: Ég mundi segja að þetta væri listhverft blað. Maður leitar alltaf í nærumhverfið að innblæstri til að byrja með. Við höfðum ekkert internet, við vissum bara ekki neitt. Eruð þið myndlistarmenn eða myndasöguhöfundar? Jóhann: Myndlistarmaður, alveg hikstalaust. En mér finnst myndasögugerð vera myndlist. Halldór: Ég er skopteiknari.
65
Staður? Hafnarfjörður Aldur? 24 ára Menntun? Teiknibraut Myndlistaskóla Reykjavíkur
Löggimann og fantabófarnir Orri Snær Karlsson
Hvað veitir þér innblástur? Leiðindi og stress Uppáhalds myndasöguhöfundur? Peter Bagge og Alan Moore Hvað borðar þú í morgunmat? Oftast Weetos en stundum gerist maður villtur og breytir til. Líf mitt er
Mæna 2013 Myndasögur
ævintýri
66
ORRI SNÆR KARLSSON
67
68
Mæna 2013 Myndasögur
Þær koma þegar þær koma, oftast óvænt Sunna Ben
Staður? Reykjavík Aldur? 23 ára Menntun? BA í myndlist frá Gerrit Rietveld Academy, Amsterdam Hvað veitir þér innblástur? Wednesday Addams og 2pac Uppáhalds myndasöguhöfundur? Jhonen Vasquez Hvað borðar þú í morgunmat? Ekkert
SUNNA BEN
69
Hugleikur Dagsson og Lóa Hjálmtýsdóttir Hugleikur og Lóa Mæna 2013 Myndasögur 70
HUGLEIKUR DAGSSON & LÓA HJÁLMTÝS DÓTTIR Viðtal og texti
Ljósmyndir
Hörður Sveinsson,
Hörður Sveinsson
Bára Kristgeirsdóttir Hreinn Ólafur Ingólfsson
„Ég held að fyrstu kynni af myndasögum séu rosa sterk, þetta er ennþá alveg ljóslifandi fyrir okkur.“ Hugleikur Dagsson
Hver er kveikjan að myndasöguáhuga ykkar? Hugleikur: Frá því að ég man eftir mér hef ég lesið myndasögur. Lóa: Ég líka. Hugleikur: Ég man meira að segja hvaða myndasöguopna hafði fyrstu almennilegu áhrifin á mig, það var í sænsku Daredevil blaði, sem ég las þegar ég bjó í Svíþjóð. Ég held að það hafi verið Frank Miller sem teiknaði, það var gaur sem labbaði eins og zombía og það kom reykur út úr munninum á honum (Hugleikur gerir zombí hljóð). Ég held að hann hafi verið venjulegur unglingur á skólabekk svo fer hann í eitthvað ástand. Óhugnalegasta sem ég hef séð. Blaðið lá á náttborðinu mínu og þegar ég var yngri stalst ég til að kíkja í það en lokaði svo alltaf strax, seinna komst ég að því að þessi opna hafði sömu áhrif á Ævar félaga okkar. Lóa: Vá hvað ég er fegin að hafa ekki séð þetta. Ég hef samt sömu reynslu af Heavy Metal blöðum sem pabbi minn átti. Hugleikur: Já var það þá allt klámið? Lóa: Já, og svo voru einhverjr menn sem voru að drepast úti á einhverjum ís, endalaus snjókoma og allir að deyja. Hugleikur: Ég held að fyrstu kynni af myndasögum séu rosa sterk, þetta er ennþá alveg ljóslifandi fyrir okkur. Lóa: Ég var mjög myrkfælið barn og ég átti helling af Svals og Vals og Viggó bókum sem ég las alltaf þangað til ég sofnaði. Ég sofnaði með myndasögur ofan á mér öll æskuárin. En það var ein saga um Sval og Val, Móri, ég tók hana útúr bókahillunni. Af því alltaf á kvöldin þegar ég fór að sofa valdi ég sögu af handahófi en ég lenti svo oft á Móra og fékk þá sjokk og varð enn meira myrkfælin. Svo ég tók hana út úr bókahillunni svo hún væri ekki í blindvalinu mínu. Hugleikur: Móri var ein af þeim betri. Lóa: Já, en enn í dag get ég ekki horft í baksýnisspegillinn í bílnum mínum þegar ég er ein á kvöldin. Það var sena í bókinni þar sem Svalur situr í bílnum sínum þegar Móri birtist allt í einu í baksýnisspeglinum og er þá kominn inn í bílinn. Ég fríkaði út. Hugleikur: En hann var góður draugur. Lóa: Mér var alveg sama um það. Hvernig kynntust þið? Lóa: Mömmur okkar voru alltaf saman í partýum. Mamma Hugleiks stofnaði leikfélag
sem heitir Hugleikur. Mamma mín gekk svo líka í það. Hugleikur: Svo voru sumarbústaðarfyllerí hjá leikfélaginu og þá vorum við uppi á lofti að leika okkur eða fela okkur í fósturstellingum. Lóa: Ég man einu sinni eftir því þegar þú og Gulli voruð að teikna og Jón Dan var alltaf að hrósa ykkur. Ég var alltaf bara að teikna prinsessur og fattaði svo að það væri ógeðslega glatað, það hrósar manni enginn fyrir að teikna bara prinsessur. Svo voruð þið alltaf að teikna naut sem spúðu reyk út um nefið og ég hermdi eftir því í mörg ár. Svo voruð þið bara að teikna allskonar skemmtilegt, gera ofurhetjulýsingar og teikna litla fyndna kalla. Það var svo erfitt að gera þessar prinsessur því ég fékk alltaf þvílíka áráttu, gerði alltaf síðara og síðara hár og gat ekki hætt þangað til þær voru komnar með hár alveg lengst niður á gólf. Hugleikur: Já, ég man eftir því að hafa séð svona hjá stelpum sérstaklega. Stelpur sem reyna að toppa síðustu prinsessu teikningu. Kjólarnir orðnir rosalegir. Ég gerði samt svipað þegar ég var yngri. Ég var kannski að teikna skrímsli sem var með bólur og kýli og gekk alltaf lengra og lengra. Gerði þau alltaf stökkbreyttari og stökkbreyttari. Skrímslin voru komin með ótalmarga munna. Ég fann um daginn gamla teikningu af risastóru skrímsli sem var algjört overkill, með staurfót sem var líka sverð og svo óx önnur skepna úr öðrum fætinum var með þrjátíu munna öðrum megin á andlitinu og fullt af hauskúpum út um allt. Ég var alveg „Já, þetta er the baddest motherfucker in the galaxy.“ Skrímslið hefur ekki getað komist fram úr rúminu það var svo hlaðið af rugli. Lóa: Ég man eftir plakatinu inni í herberginu þínu sem var af Aliens. Hugleikur: Já það var plakat af hurð og það var Alien skrýmsli að koma út úr henni. Lóa: Mér fannst mjög erfitt að koma inn í herbergið þitt útaf þessu plakati. Eigið þið einhverja íslenska áhrifavalda? Hugleikur: Ég veit það ekki. Kannski ekki áhrifavalda maður tók bara því sem maður fékk og Sigmund var örugglega eina myndasögu tengda efnið á þeim tíma. Ég setti bók á óska listann minn sem heitir Þá hló þingheimur. Ég
fékk hana ekki en seinna þegar ég blaðaði í henni fattaði ég að ég hefði ekkert notið hennar því ég fattaði ekki þá og fatta ekki grínið nú, þótt þetta séu alveg skemmtilegar teikningar. Lóa: Ég átti Sigmund bókina Skopmyndir af söguöld sem ég notaði sem litabók, litaði allar myndirnar af því þær voru svarthvítar. Hugleikur: Svo þegar Gisp! kom þá las ég það alveg í klessu þótt ég hefði ekki mikinn áhuga á svona artý myndasögum. Mér fannst bara vera ótrúlega mikil huggun í því að það voru einhverjir aðrir fullorðnir eða já, tæknilega fullorðnir menn, sem voru að gera þetta líka. Mér fannst Þorri Hringson bestur. Hann var að gera Teddý Transformer. Hann gerði svona það skiljanlegasta af Gisp! hópnum. Þetta voru hefðbundnar myndasögur og svo var aðalhetjan bangsi sem var vélmenni og það var aldrei útskýrt neitt nánar, sem var töff.
„ Já, og svo voru einhverjir menn sem voru að drepast á einhverjum ís, endalaus snjókoma og allir að deyja“ Lóa Hjálmtýsdóttir
Lóa: Þegar ég var sextán og þú átján þá vorum við ekkert búin að leika saman lengi. Við hittumst eiginlega bara alltaf í tengslum við þetta leikfélag en svo hittumst við á myndasögunámskeiði hjá Þorra Hringssyni í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þá fórum við að teikna saman og hanga aftur saman. Svo urðum við aftur vinir svona þremur árum seinna þegar ég flutti í húsið við hliðina á Hugleiki og þá urðum við aftur bestu vinir. Hugleikur: Ég sagði við Lóu: „Hey, komdu og skoðaðu myndasögurnar mínar, ég á Preacher og Hellblazer, það er alveg nýjasta nýtt og það má sko blóta í þeim!“ Lóa: Ég var búin að vera á geðveikum villigötum og var að lesa Sandman. Hugleikur: Finnst þér það vera villigötur? Lóa: Já þetta eru eiginlega alveg ógeðslega hallærislegar myndasögur. Hugleikur: Já þetta eldist ekkert alltof vel en ég held að Sandman sé komin á rétt strik núna. Ég las Sandman bara af því
71
Hugleikur Dagsson og Lóa Hjálmtýsdóttir Hugleikur og Lóa Mæna 2013 Myndasögur 72
„ Hey, komdu og skoðaðu myndasögurnar mínar ... “ Hugleikur Dagson
það var kúl að lesa það, bara vegna þess að það var alternative og goth. Ég skildi ekkert í því sem var að gerast. Það var svo mikið af bókmenntalegum vísunum í Lord Byron og ég veit ekki hvað. Þær voru rosa flottar en síðan einhvernveginn um leið og Preacher kom og fleiri töffaramyndasögur þá fór Sandman beint út um gluggann þegar ég fattaði hvað það var asnalegt. Preacher voru svona blanda af klósetthúmor, horror og kristilegri sápuóperu. Lóa: Svo þegar ég var í kringum tvítugt, svo ég haldi áfram með sögu myndasögulesturs minns línulega, þá flutti ég til Svíþjóðar þar sem var bókasafn, bara með myndasögum. Þar var alveg fáranlega mikið af myndasögum og ég las allar. Ég las Goðheimamyndasögurnar á sænsku til að reyna að læra tungumálið sem gekk mjög vel því ég kunni þær allar utan að. Þar fór ég líka að finna myndasögur eftir konur sem ég leitaði sérstaklega eftir. Ég kynntist allskonar höfundum en hætti svo að lesa þær í smástund eftir að ég las myndasögu eftir Johnny Ryan þar sem hann gerir mikið grín að sjálfsævisögulegum myndasögum. Hugleikur: Haha já, Johnny Ryan gerði grín að sjálfsævisögulegum myndasögum í hinni frábæru og röngustu myndasögu sem skrifuð hefur verið og heitir Comic Book Holocaust. Í henni gerir hann grín að öllum myndasögum sem hafa verið gerðar og á einni síðunni gerir hann grín að sjálfsævisögulegum mynda sögum sem er mjög stór deild í þessum bransa og þar er textinn eitthvað á þessa leið: O, ég er myndasöguhöfundur, o ég þarf að klára að skrifa myndasögu, það er svo erfitt, best að ég rúnki mér og skrifi svo um það. Vá, hvað ég er hugrakkur að þora að skrifa um að ég rúnki mér, frábært. Endir. Svo kom lokaramminn sem á stóð: Ef þið viljið vita hvernig sjálfsævisögulegar myndasögur kvenna
eru breytið þá rúnki í „á túr“. Og það var alveg satt. Allar dagbókarmyndasögur karla eru: O, ég rúnkaði mér í gær, en kvenna eru allar: O, ég er á túr. Lóa: já flestar eru þannig, til dæmis Alice Crumb, konan hans Robert Crumb, hún er alltaf „Oh ég er með svo stórt nef, maðurinn minn er svo hrifinn af öðrum konum, ég er gyðingur búhú.“ En svo þegar ég varð eldri og komin á næsta skref þá fattaði ég að þetta væri alveg í lagi, þetta væri bara fínt. Ég horfði líka á þetta eins og ég væri karlmaður. Ég fyrirleit sögur alveg eins og ég væri strákur þegar ég átti í rauninni miklu meira sameiginlegt með þessum kvenhöfundum. Nú er ég búin að taka þetta í sátt og í rauninni komin út í að gera sjálfsævilegar sögur sjálf. Mínar sögur eru samt miklu minna um líkamleg hangups og miklu meira bara sjálfsævisögulegar.
Hugleikur: Ég er að byrja, ég er að láta gera teiknimynd um sjálfan mig. Lóa: Já, maður þarf eiginlega bara að gera þetta. Þótt að Johnny Ryan segi að þetta sé hallærislegt. Hugleikur: Já honum finnst allt hallæris legt. Hann gerir grín að eistnakrabbameini í American Splendor þar sem einhver vera hoppar
útúr buxnaklaufinni á Harvey Pekar og segir „Halló, ég er krabbameinið þitt“ (prumpuhljóð). Ég er samt kominn í einhverja meinloku núna og les bara ofurhetjubækur, Marvel og svona. Daniel Clowe bækurnar mínar safna bara ryki uppi í hillunum mínum. Lóa: Ég hef farið í algjörlega öfuga átt. Les eiginlega ekkert af ofurhetjubókum. Hugleikur: Ég er að ljúka þessu tímabili, ég held að þetta komi í bylgjum. Lóa: Ég horfi bara á myndirnar. Hverjir eru uppáhalds erlendu myndasöguhöfundarnar ykkar? Hugleikur: Ég myndi segja að Johnny Ryan sé uppáhalds grín–teiknimyndasöguhöfundurinn minn. Annars Grant Morrison þegar hann vinnur með Frank Quitely sem er uppáhalds teiknarinn minn. Þeir eru báðir partur af bresku innrásinni. Lóa: Ég veit ekki alveg hverjir eru mínir uppá halds. Ég kaupi alltaf nýjustu bækurnar eftir Daniel Clowes og Charles Burns. Manni líður samt oft svo illa af þessum myndasögum. Ég er búin að vera að lesa mikið Múmínálfana sem eru fallegir. Svo er finnsk stelpa sem er yndisleg, Amanda Vähämäki hún er yngri en ég sem ég þurfti að sætta mig við og er búin að því. Hún er ógeðslega klár að teikna, það er alveg óþolandi. Hún nær að gera eitthvað svona skandinavískt. Svo er Renee French frábær. Hugleikur: Ég sendi einu sinni Renee French myndasögu eftir mig á Myspace. Hún sagði að hún væri geðveik. Lóa: Ég sendi Dave Cooper aðdáendabréf fyrir löngu síðan. Hugleikur: Svaraði hann? Lóa: Ég fékk ógeðslega skemmtilegt svar og ég á eftir að geyma það alltaf. Ég hef bara sent honum og Jóhönnu Sigurðardóttur aðdáendabréf. Ég og mamma og systir mín sendum það eftir að allir voru brjálaðir og hötuðu hana svakalega mikið eftir kreppuna.
73
Hugleikur Dagsson og Lóa Hjálmtýsdóttir Hugleikur og Lóa Mæna 2013 Myndasögur 74
„ Ég hef bara sent honum og Jóhönnu Sigurðardóttir aðdáendabréf.“ Lóa Hjálmtýsdóttir
Hvernig hefst ykkar myndasöguferill? Hugleikur: Ég byrjaði að teikna slatta af spýtukarlabröndurum í LHÍ. Viðbrögðin voru mjög skemmtileg. Ég var með þær á borðinu mínu í skólanum og fólk gerði sér sérstaklega ferð til mín að skoða þetta. Ein jólin hugsaði ég svo þegar mig vantaði peninga að ég gæti bara heftað þetta saman og selt sjálfur. Datt ekki í hug að fara með þetta til útgefanda því einhverju áður hafði ég ásamt Sjón ætlað að gera epíska sci-fi myndasögu. Þegar ég byrjaði að tala um hjá hverjum við ættum að gefa út sagði Sjón „Það á enginn eftir að gefa þetta út við gefum þetta bara út sjálfir. Útgefendur eru ekkert að fara að gefa þetta út. Þeir vita ekkert hvað myndasögur eru á Íslandi.“ Þannig að ég gerði þetta bara sjálfur. Sögurnar fengu athygli frekar fljótt, bækurnar fóru í sölu í Máli og Menningu og svo slysaðist eintak í hendurnar á Hallgrími Helgasyni sem plöggaði bókinni í Ísland í bítið. Svo gerði ég
þetta hver einustu jól, heftaði inn og seldi. Einhvernveginn seldist yfirleitt allt strax. Það var rosa gaman um jólin að hlaupa á milli búða, ná í fleiri ljósrit, hefta og líma. Mjög skemmtileg stemning alltaf. Ég fékk alltaf vasapening sem fór um leið í bjór. Einu sinni vorum við Friðrik Sólnes, sem hjálpaði mér oft með heftin, í röðinni á Sirkus. Við vorum búnir með peninginn en seldum bækur í röðinni svo við ættum pening fyrir bjór þegar við kæmum inn á staðinn. Sem betur fer var fólkið fullt og til í að kaupa. Seinna hafði forlagið samband við mig og þá var þessu safnað í alvöru verksmiðjuprentaða bók. Svo hef ég gefið út að minnska kosti einu sinni eða tvisvar á ári. Lóa: Ég held að fyrsta sem hafi komið út eftir mig hafi verið á Múm coveri og svo gerði ég myndasögu í skólablað M.H. Það kom í kjölfarið á námskeiðinu sem ég tók í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þá hafði ég bara verið að lesa myndasögur en ekki teiknað neitt þannig. Svo hef ég gert eitthvað fyrir
Stúdentablaðið. Ég vinn rosalega sjaldan nema einhver biðji mig um það, mér finnst svo næs að hanga bara og gera ekki neitt. Ég verð alltaf voða glöð þegar ég er beðin um að gera sögur, eins og fyrir ykkar blað, þá er ég bara jess! Nú verð ég að gera myndasögu. Hugleikur: Deadline er helsti og raunverulega eini drif krafturinn. Ég væri ekkert að gera þessar sögur nema af því að væri búinn að lofa Forlaginu og skrifa undir samning. Lóa: Ég gerði einmitt bókina, Alhæfingar um þjóðir, af því þú lést mig lofa því. Kannski er þetta bara einhver svona skilyrðing úr skólakerfinu. Hugleikur: Já, það er ekki gaman að gera myndasögur finnst mér, en það er gaman að vera búinn að því. Er þetta ekki svipað og að vera óléttur? Lóa: Haha, nei ég held ekki, eða jú kannski. Þú ert svo næmur. Svo er það eins og með söguna sem ég er að gera núna. Ég gerði fyrsta rammann og svo þann síðasta. Svo var ég komin með risastóra miðju og hugsaði „Hvað ertu að gera! Það er ekkert pláss.“ En ég
75
Lóa Hjálmtýsdóttir
Mæna 2013 Myndasögur
Hugleikur Dagsson og Lóa Hjálmtýsdóttir Hugleikur og Lóa
„Ég reyni að fá einhvern annan til setja mér deadline, svo sit ég og panikka og geri allt á síðustu stundu, það er basicly hvernig ég vinn.“
76
gat ekkert hangið bara yfir næstum tómu blaði með tveimur römmum. Hugleikur: Það fynda er að það virkar fyrir mig þegar ég er að semja myndasögur. Ef það er eitthvað meira en eins ramma saga þá skrifa ég handritið niður á blað og veit hvernig allt á að líta út. Þá finnst mér ég vera búinn en nei ég þarf actually að teikna söguna líka og er bara æ nei. Það tekur alltaf miklu meiri tíma en mig minnir. Ég sagði actually við útgefandann minn „Heyrðu ég skila bara eftir viku.“ Þá hugsaði ég með mér „Sjö dagar það er ýkt mikið. Ég vakna bara alltaf snemma.“ Eins og maður yrði ekkert þreyttur. Svo á meðan maður er að gera heila sögu, sérstaklega ef ég er að reyna að vera sniðugur og klár þá hugsa ég bara allan tímann að hún sé alveg ógeðslega glötuð. En ef ég er búinn að skrifa undir samning þá er þetta bara eitthvað sem ég verð að gera. Mynduð þið segja að þið væruð myndlistarmenn eða teiknimyndasöguhöfundar? Hugleikur: Já við öllu ofantöldnu. Lóa: Þegar ég fór í LHÍ þá hætti ég að vera með fordóma fyrir myndlist, svo lokaðist ég aftur nokkrum árum seinna og fannst eins og ég skildi myndlist ekki alveg. Af því ég fór bara út í teiknimyndasöguteiknara-dót. En svo hugsa ég oft: En ég er með BA í þessu, fokk. Hugleikur: Við erum í rauninni með BA í skapandi greinum en mér finnst ég ekkert vera að fara að sýna í Kling og Bang
eða eitthvað. Lóa: Nei, mig langar það samt. Hugleikur: Já, það er góður salur. Lóa: Mér finnst myndlistarmenn oft vera svo alvarlegir og gáfaðir en svo fer maður á sýningu hjá Rassa Prump og hugsar: Já, ókei þetta þarf ekkert að vera svo alvarlegt. Ég hef haldið nokkrar myndlistarsýningar en ég veit ekki alveg hvað í ósköpunum þær voru. Hvernig mynduð þið lýsa vinnuferlið ykkar? Lóa: Ég reyni að fá einhvern annan til að setja mér deadline, svo sit ég í panikki og gera allt á síðustu stundu, það er basicly hvernig ég vinn. Hugleikur: Ég geri það líka þegar ég er að gera línulega frásögn, sögu sem er meiri en einn rammi. Þá fer ég í Word og skrifa texta fyrir hvern ramma. Mjög hrátt sem bara ég skil. Þannig veit ég hvernig ég eigi að brjóta upp hverja síðu. Lóa: Ef ég fæ hugmyndir teikna ég pínkulitlar myndsasögur, eins og fyrir Grapevine-sögurnar þá byrja ég á því að teikna ca. tveggja sm sögur sem aðeins ég skil. Hugleikur: Ég skanna sögurnar inn og ef það eru litir þá lita ég þær í Photoshop. Lóa: Ég lita alltaf bara í höndunum, en ég laga í tölvunni ef það fer eitthvað dramatískt úrskeiðis. Svo rétti ég þær við því ég teikna alltaf skakkt.Það er alveg óþolandi, ég þarf eiginlega alltaf að snúa myndunum smá. Og þarf þá að opna þær í Photoshop og snúa þeim þar.
Á íslenska myndasagan bjarta framtíð? Lóa: Já, ég held það. Hugleikur: Ókeipiss var uppvakning. Það kom inn fullt af myndasögum, ógeðslega mikið. Frá krökkum og frá fullorðnum sem vissu að þeir gætu þetta og hugsuðu „Núna, núna geri ég þetta.“ Það var svo mikið af upprennandi fólki að ég gæti alveg spáð að þegar kemur að Ókeipiss númer fimm þá verði það rosalega prófessional og flott blað. Síðast hafði ég regluna að það mætti bara senda inn eina síðu. Ég sendi á teiknara emaillista hjá þeim sem voru með í Phobophobia sýningunni. Þá fékk ég svona þrjátíu einnar blaðsíðu myndasögur sem voru flestar rosalega flottar og ólíkar. Lóa: Það er allavega mikill áhugi. Maður er alltaf að frétta af einhverjum sem eru að gera mjög fínt. Haldiði að þið eigið eftir að gera myndasögur alla ykkar ævi? Lóa: Ég stefni að því og vona það mjög innilega. Hugleikur: Ég ætla allavega alltaf að vera að segja einhverjar sögur. Og ég mun örugglega gera lengi brandara. Jú, ég ætla alltaf að gera myndasögur, en ég er samt að reyna að snúa mér að því að teikna minna sjálfur. Skrifa meira og láta aðra teikna fyrir mig. Það er ógeðslega gaman að sjá einhvern annan hugsa sögu sem ég skrifaði.
Staður? Hafnarfjörður Aldur? Ekki svo hár Menntun? Langt komin með Teiknibraut Myndlistaskólans í Reykjavík Illgresisháttur Lilja Hlín Pétursdóttir
Hvað veitir þér innblástur? Veit ekki. Mótþróaþroskaröskunin mín Uppáhalds myndasöguhöfundur? Craig Thompson, Charles Burns og Alison Bechdel Hvað borðar þú
Mæna 2013 Myndasögur
í morgunmat?
78
Banana eða AB-mjólk með banana eða morgunkorn með banana og kanil
LILJA HLÍN PÉTURSDÓTTIR
79
Staður? Guangzhou, Kína Aldur? 27 ára ungur Menntun? Ekkert sem heimtar virðingu Hvað veitir þér innblástur?
The Piles Ari Hlynur Guðmundsson
Mannleg hegðun og fallegar myndskreytingar Uppáhalds myndasöguhöfundur? Brian Pilkington, Shaun Tan, Robert Crumb o.fl. Hvað borðar þú í morgunmat?
Mæna 2013 Myndasögur
Kaffi
80
ARI HLYNUR GUÐMUNDSSON
81
82
Mæna 2013 Myndasögur
Túr Solveig Pálsdóttir
Staður? 101 Reykjavík Aldur? 27 ára Menntun? BA í Myndlist og MA í Listkennslu frá LHÍ Hvað veitir þér innblástur? Óendanlegir möguleikar mannkynsins og hversu auðveldlega 99% fólks tekst að gefa skít í það. Það er hitt 1% sem fyllir mig innblæstri Uppáhalds myndasöguhöfundur? Jean Van Hamme, Grzegorz Rosinski og Robert Crumb Hvað borðar þú í morgunmat? Mat, heimskuleg spurning sem á ekki við
SOLVEIG PÁLSDÓTTIR
83
Staður? Ál- og Álfabærinn Hafnarfjörður Aldur? 24 ára Menntun? Bæði með BA í grafískri hönnun frá LHÍ Hvað veitir ykkur innblástur?
Vampíra Sirrý og Smári
Fötur af áfengi, sígarettur, tónlist og bíltúrar Uppáhalds myndasöguhöfundur? Warren Ellis Hvað borðið þið í morgunmat? Nýpressaðan grænmetis-
Mæna 2013 Myndasögur
wog ávaxtasafa
84
SIRRÝ OG SMÁRI
85
VERK
STÚDÍA Mæna 2013 Verkstúdíur
TAKK!
Við í nemendahópnum fengum það verkefni í byrjun vinnunnar við Mænu 2012 að fara á auglýsingastofur í starfskynningu og rannsóknarstörf. Við fórum á átta stofur; tvö saman á hverja þeirra, enda verkefnin ærin. Öll vorum við frekar spennt fyrir því að fá að gramsa í gegnum harða diska og skissuvinnur stofanna til að átta okkur á því hvernig auglýsinga- og mörkunarvinna færi fram og hvaða frásagnir væri að finna þar af verkefnum af öllu tagi. www.vah.is
86
Okkur var sem sagt ætlað að safna og skrá frásagnir af verk efnum stofanna, hvort sem væri um að ræða auglýsinga herferðir, mörkun, endurmörkun, umbúðahönnun … Við hófum leitina öll af opnum hug. Við fundum mikið af frábæru efni og hefðum auðveldlega getað fyllt heila bók af frásögnum af verkefnum stofanna en í þetta sinn birtum við eitt sýnidæmi frá hverri stofu sem við fengum inni hjá að sinni. Móttökurnar voru frábærar á öllum stofunum og nemendur báru allir góðar sögur í hús. Okkur var uppálagt að segja sögu útfrá efninu sem við söfnuðum Þannig að gætum við sýnt umheiminum hvernig vinna grafískra hönnuða og auglýsingafólks fer fram með það fyrir augum að gefa greinargóða mynd af starfinu. www.hvitahusid.is Við þökkum öllum þeim sem tóku á móti okkur kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma í að leyfa okkur að grafa í gegnum harða diska, pappírsbunka og heila. Afraksturinn er á síðunum hér á eftir en er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum – eða þannig – vonandi er þetta bara góð byrjun á samstarfi námsbrautarinnar og skólans um að varðveita þau sérkennilegu menningarverðmæti sem felast í verkum stofanna og allra grafískra hönnuða. Úr þeim má lesa athyglisverða hluti um hvern tíma, víðtekinn hugsunarhátt og myndrænuna sjálfa. Takk fyrir okkur!
www.brandenburg.is
www.fiton.is
www.islenska.is
www.vert.is
www.pipar.is
www.ennemm.is
www.jl.is
87
Appelsín Fíton Mæna 2013 Verkstúdíur 88
EKTA ÍSLENSK SKEMMTUN
1930 – 1940
1940 – 1945
1945 – 1955
1955 – 1985
1993 – 2000
2000 – 2012
APPELSÍN BRAGÐIÐ AF ÍSLANDI „ Þegar þú ert með svona gamalt og rótgróið vörumerki í höndunum og talar um að breyta því sagði fólk ‚nei, ekki gera það, Maður breytir ekki Appelsíni‘“
89
Þórhildur Ögn Jónsdóttir, grafískur hönnuður
Greinarhöfundar Michael Tran og Sönke Holz Þýðing Gunnlaug Guðmundsdóttir og Ragnhildur Karlsdóttir Stofa og ár Fíton, 2011 Höfundur Finnur Malmquist, Haukur Hauksson
Hinn táknræni þjóðardrykkur Egils Appelsín hefur sterka ímynd á gosdrykkjamarkaðinum, en miðað við ímyndina var salan ekki sem skyldi. Neytendakannanir sýndu að þótt Appelsín stæði betur en Coca-Cola í átta af níu prófunarflokkum seldist helmingi minna af því en af helsta keppinaut þess. Hér verður greint frá því hvernig auglýsingastofunni Fíton tókst að hleypa nýju lífi í vörumerkið Appelsín með því vísa í fortíðina og tengja Appelsín við minningar og bragðið.
og Þórhildur Ögn Jónsdóttir Viðskiptavinur Ölgerðin Egill Skallagrímsson Markhópur Ungt fólk á aldrinum 18-35 ára Markmið Að sameina og bæta ímynd vörumerkisins og auka sölu utan stórhátíðatímabilanna
Egils Appelsín er einn elsti og vinsælasti gosdrykkur á Íslandi. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur framleitt drykkinn frá árinu 1955 og hefur uppskriftin haldist óbreytt þrátt fyrir að vörumerkinu hafi nokkrum sinnum verið breytt. Endurhönnun vörumerkisins hófst í maí 2011 og fól í sér rannsóknir á vörumerkinu, staðsetningu þess á markaði, endurhönnun vörumerkisins og kynningarherferðir. Áætlað er að verkefninu ljúki árið 2013 en nú þegar má sjá árangur sem lofar góðu um framhaldið.
Fjórar útgáfur af umbúðunum sem notaðar voru áður en vörumerkið var endurhannað.
Dæmi um vörumerki sem úrtakshópurinn upp með teikningu.
„ Það sem kom mest á óvart var að enginn gat raunverulega teiknað vörumerkið, þannig að það var kannski ekki jafn heilagt og við héldum í fyrstu“
Mæna 2013 Verkstúdíur
Appelsín Fíton
reyndi að rifja
Þórhildur Ögn Jónsdóttir, grafískur hönnuður
90
Vandamálið
Lausnin
Árið 2011 sýndi óháð markaðsrannsókn að sala á Appelsíni var í miklu ósamræmi við sterka ímynd þess. Í rannsókninni var fólk beðið um að gefa upplifun sinni á Appelsíni og Coca-Cola einkunn á grundvelli níu prófunarf lokka. Flokkarnir voru: íslenskt, bragðgott, jóladrykkur, gott með mat, sumardrykkur, gleði, gott við þorsta, skemmtilegt, hinn eini sanni gosdrykkur. Þótt niðurstaða könnunarinnar væri sú að Appelsín kæmi betur út en Coca-Cola í átta af níu flokkum (Coca-Cola kom betur út í flokknum „hinn eini sanni gosdrykkur“) endurspegluðust þessar niðurstöður á engan hátt í sölutölum. Coca-Cola hefur tvöfalda markaðshlutdeild á við Appelsín. Neysla á Appelsíni er árstíðabundin og er mest um jól og sumar. Yfirburðastaða Coca-Cola skýrist af því að neysla þess fer fram jafnt og þétt árið um kring. Annað vandamál sem Fíton skilgreindi síðar var að markaðsáætlun fyrir Appelsín var ómarkviss og ósamræmd. Þetta mátti greinilega sjá á umbúðunum þar sem vörumerkið innihélt þrjú mismunandi form (eitt egglaga og tvö ferhyrnd), fjórar mismunandi leturtegundir, misbreiðar línur og tilvísun í „límonaði“ þótt það ætti ekki lengur við. Í samræmi við þessar niðurstöður miðuðu helstu tillögur Fítons um hönnunarlausnir að því að sameina og bæta ímynd vörumerkisins og auka sölu utan stórhátíðatímabilanna.
Appelsín var þegar sterkt vörumerki sem neytendur þekktu vel. Styrkleikar þess umfram samkeppnisaðilana eru að það er íslenskur drykkur, bragð þess, litur, hefðin fyrir því og sagan sem því fylgir. Verkefni Fítons var því að þróa leiðarvísi að vörumerkinu sem nýtti betur þá styrkleika sem þegar voru fyrir hendi. Finna þurfti upp „mantra“, sem á markaðsmáli er stutt þriggja til fimm orða setning sem fangar kjarna vörumerkisins. Mantra er lykilatriði þar sem hún hefur áhrif á áframhaldandi þróun hvað varðar hönnun og auglýsingar, svo að hægt sé að gefa neytendum samræmda mynd af vörumerkinu. Fíton skilgreindi grundvallargildi og -einkenni vörumerkisins Appelsíns með því að búa til „moodboard“ með myndefni sem tengdist því. Settar voru upp ljósmyndir úr lífi venjulegs fólks, svo sem úr gönguferðum, tjaldferðalögum, grillveislum, úr náttúrunni, sveitinni, af fjölskyldu og vinum að matast. Með því að nýta moodboard kom mantra herferðarinnar í ljós – ekta íslensk upplifun. Skipt um slagorð Slagorði vörumerkisins var jafnframt breytt úr „þetta eina sanna“ í „hið eina sanna“. Nýja slagorðið endurspeglar nýju mantra, en það færir fólk aftur í tímann, minnir á arfleifð þess og þann tíma þegar lífið var einfalt og skemmtilegt. Markhópur skilgreindur Annað verkefni Fítons var að skilgreina markhóp drykkjarins. Var hann skilgreindur sem fólk á aldrinum 18 – 35 ára þar sem sá aldurshópur neytir gosdrykkja í meira magni en aðrir. Innan aldurshópsins var markhópurinn nánar skilgreindur sem neytendur sem hafa áhugamál og lífsstíl sem svipar til vörumerkisins, það er fólk sem er móttækilegt fyrir íslenskri menningu og meðvitað um sögu Appelsíns, sem nýtur þess að borða íslenskan mat, nýtur lífsins og finnst gaman að upplifa eitthvað nýtt.
Einfaldað.
Andlitslyfting.
Alger umbreyting.
Vörumerkið Þegar rannsóknarstiginu lauk var Fíton ljóst að endurhanna þurfti vörumerkið Appelsín. Þegar unnið er með vinsælt og vel þekkt vörumerki geta þó minnstu hönnunarbreytingar vakið háværa gagnrýni. Fíton varð því að komast að því að hve miklu leyti mætti breyta vöru merki nu án þess að eyðileggja það. Einfalt próf var lagt fyrir úrtakshóp og voru þátttakendur beðnir um að teikna vörumerkið Appelsín. Niðurstöðurnar myndu sýna hvaða þættir skiptu úrtakshópinn mestu máli og hefðu þeir því áhrif á endurhönnun vörumerkisins. Það kom mjög á óvart að flestir þátttakendur voru langt frá því að muna hvernig vörumerkið leit út og studdi sú niðurstaða enn frekar við þá skoðun að neytendur hefðu ósamræmda ímynd af því. Margir þátttakendur notuðu réttilega bláan og Appelsínugulan lit í teikningum sínum og sér staklega áhugavert var að sjá að sumir teiknuðu efnisþætti úr eldri útgáfu vörumerkisi ns, svo sem kreista Appelsínu sem ekki hafði verið notuð frá ári nu 1993. Staðreyndin var sú að árið 1993 varð að fjarlægja myndina af Appelsínunni vegna nýrra laga sem lögðu bann við því að vörur sem innihéldu undir 2% af ávöxtu m sýndu myndir af þeim á umbúðum. Þessi lög eru ekki lengur í gildi.
91
Appelsín Fíton Mæna 2013 Verkstúdíur 92
Appelsín á Esjutindi Hvað gæti verið betri leið til að minna markhópinn sinn á að Appelsín henti við öll tækifæri en að koma þeim á óvart á tindi Esjunnar! Myndirnar eru á: http://vimeo.com/48514970
„ Í heildina tekið fer mesta vinnan í að greina og staðsetja vörumerkið. Sú vinna stjórnar því hvað gerist á hönnunarstiginu.“ Finnur Malmquist, teiknistofustjóri
Í ljósi þessara niðurstaðna virtist meira svigrúm til að breyta vörumerkinu en Fíton hafði gert ráð fyrir. Tillögur að nýju vörumerki sem kynntar voru viðskiptavininum voru þess vegna allt frá því að vera smávægilegar breytingar að því að vera alger endurhönnun sem líktist upprunalega vörumerkinu ekki að neinu leyti og var því algerlega ótengt. Áhugavert er, sérstaklega með tilliti til hugsanlegra áhrifa af niðurstöðum úrtakskönnunarinnar, að á meðal úrbótatillagnanna voru útgáfur sem innihéldu Appelsínuna. Þær vöktu mikla hrifningu viðskiptavinarins sem óskaði eftir að frekari hönnunarvinna byggðist á þessum efnisþætti. Upp frá þessu voru minniháttar breytingar gerðar sem sóttu innblástur í fortíðina og endurspegluðu áherslu vörumerkisins á tengingu þess við íslenska arfleifð. Lokahönnunin var nútímaleg og stílhrein en innihélt efnisþætti úr fortíðinni. Við hönnuðum nýtt letur fyrir Appelsín sem er innblásið af gömlu leturgerðinni.
EKTA ÍSLENSKT GRILL
EKTA ÍSLENSKT SUMAR
Herferðin Hönnun kynningarherferðarinnar f yrir Appelsín varð að vera skemmtileg, gagnvirk, endurspegla nýtt inntak vörumerkisins og auka sölu utan hefðbundins tíma. Á umliðnum árum hafði Appelsín aðeins verið auglýst kringum jól, páska og sumar svo að tækifæri var fyrir hendi til að auka sölu þess með því einu að virkja vörumerkið á öðrum árstímum. Sumarið 2012 hófst kynningarherferð með auglýsingum, gagnvirkri vefsíðu, samfélagsmiðlum og virku kynningarstarfi. Ákvörðunin um hvaða tæki skyldi nota var byggð á tölum yfir miðlanotkun markhópsins sem líklegast var að nýtti internet og snjallsíma fremur en sjónvarp.
„ Appelsín er vara sem þú hreyfir ekki við [hvað varðar útlit eða tilfinningu] svo einhverju nemi, jafnvel þótt neytendur muni ekki nákvæmlega hvernig það var áður. [ … ] Þegar þú ert með rót gróna vöru verður þú að hanna eitthvað sígilt sem endist lengur en fimm ár. Þú getur ekki notað efnisþætti sem eru í tísku. Haltu þig við það sem hefur virkað gegnum árin. Ekki taka áhættu.“ Haukur Hauksson, viðskiptastjóri
Fíton tók þeirri áskorun að finna alvöru íslenskt myndefni til að nota í auglýsingar. Hættan var að túlka mætti myndir teknar af faglærðum ljósmyndara sem „óekta“ eða „uppstillta íslenska reynslu“. Lausnin var að halda mánaðarlega verðlaunasamkeppni þar sem þátttakendur sendu inn eigin myndir sem þeim finndist vera „ekta íslensk upplifun“ og settar voru á Instagram og tengdar við aðra vefmiðla. Árangurinn var samansafn mynda af góðum stundum í lífi venjulegs fólks. Nokkrar myndanna voru jafnframt notaðar í prentuðum auglýsingum til að festa vörumerkið enn frekar í sessi sem sanna íslenska upplifun. Á sama tíma réði Ölgerðin Egill Skallagrímsson öflugt sölufólk til starfa. Það ferðaðist um landið með risastóra Appelsínflösku og gaf Appelsín á vinsælum stöðum innan- sem utanbæjar, svo sem á tindi Esjunnar, við Seljalandsfoss, á Austurvelli og á Húsavík. Tilgangurinn var að minna neytendur á, svo ekki yrði um villst, að drykkurinn hentaði við öll tækifæri, hvar sem er og hvenær sem er.
Niðurstaða Vinnan við endurhönnun vörumerkisins Appelsíns hefur þegar borið ávöxt. Er það fyrst og fremst því að þakka að fylgt var hefðbundnum skrefum markaðsfræðinnar þar sem mikil áhersla var lögð á greiningu og staðsetningu vörumerkisins. Í ferlinu kom einnig fram að markhópurinn tengdist ennþá eldra myndefni tengdu vörumerkinu og tilfinningum gagnvart því. Þess vegna borgaði sig að nýta styrkleika vörumerkisins sem fyrir voru fremur en að gera á því róttækar breytingar. Þetta ásamt nýstárlegum aðferðum við að ná til og eiga samskipti við markhópinn varð til þess að auglýsingaherferðin byggði upp og styrkti jákvæða upplifun af vörumerkinu á áhrifaríkan hátt.
93
94
Mæna 2013 Verkstúdíur
Veðurstofa Íslands VAH
Greinarhöfundar Gísli Arnarson og Jón Cleon Stofa og ár Vinnustofa Atla Hilmarssonar, 2008 Höfundar Atli Hilmarsson, Birna Geirfinnsdóttir og Hörður Lárusson Viðskiptavinur Veðurstofa Íslands Markhópur Almenningur Markmið Skapa nýtt merki og sterka ásýnd eftir sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga
VEÐUR STOFA ÍSLANDS Við sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatna mælinga árið 2008 var fljótlega ráðist í að skapa stofnuninni nýtt auðkenni og ásýnd. Vinnustofa Atla Hilmarssonar bauðst að taka þátt ásamt annari stofu en VAH hafði unnið áður fyrir Vatnamælingar. Hönnun á nýju merki átti að hafa verksvið stofnunarinnar að leiðarljósi en þau eru loft, vatn, snjór, jöklar, jörð og haf. En jafnframt skapa grafískan prófíl út frá þeim.
95
96
Mæna 2013 Verkstúdíur
Veðurstofa Íslands VAH
97
Vinnuferlið var fremur hefðbundið, í upphafi kynntu hönnuðirnir sér stofnunina og fyrir hvað hún stæði í samfélaginu. Eftir það hófst hugmynda- og skissuvinna. Tillögurnar voru hengdar á vegg og deilt um hver rétta leiðin væri og hvers vegna. Allt gekk mjög vel og mikil ánægja var með merkin sem komu út úr vinnunni.
Mæna 2013 Verkstúdíur
Veðurstofa Íslands VAH
Eftir skissu- og hugmyndaferlið voru níu hug myndir eftir, sem voru unnar lengra fyrir kynningu fyrir Veðurstofuna. Kynningin fór vel fram, svo vel að VAH vann útboðið. Eftir það hófst áframhaldandi vinna við að þróa merkið og ásýnd þess.
98
Þegar við fengum að vita enska heitið á Veðurstofunni „The Icelandic Meteorological Office“ fengum við smá áfall. Því það nafn er töluvert lengra en hið íslenska og það hefði verið mjög erfitt að koma því smekklega fyrir með merkinu. Sem betur fer var enska heitið stytt í „Icelandic Met Office“ þannig að merkið og nafnið fékk að njóta sín mun betur.
Að sögn þeirra sem að verkinu stóðu hjá VAH, þeim Atla, Herði og Birnu gekk verkefnið og vinnan mjög vel. Þau eru ánægð með það merki sem var valið úr tillögunum og telja að vel hafi verið unnið úr merkinu. Einnig þótti þeim gaman að vinna grafískar lausnir tengdar starfseminni og komu margar skemmtilegar hugmyndir fram, sem mætti nýta betur. Að sögn var verkefnið í heild krefjandi en jafnframt ánægulegt að fá að vinna með öllu því fólki sem stóð að breytingunum hjá stofnununum. Þeim þótti sérlega ánægjulegt í lok verkefnisins þegar það kom að því kynna merkið fyrir starfsmönnum nýju stofnunarinnar, að prenta nýja merkið á marsipanköku til hátíðarbrigða.
99
100
Mæna 2013 Verkstúdíur
KEX Jónsson & Le´macks
KEX HOSTEL SAGAN UM KREMIÐ Í KEXINU
L N Ð NU
Greinarhöfundar Arnar Fells og Kría Ben Stofa og ár Jónsson og Le’macks, 2011 Höfundar Albert Muñoz og Sigurður Oddsson Viðskiptavinur Kex Hostel Markhópur Erlendir ferðamenn sem gista í Reykjavík Markmið Að gera gistingu á hostelinu að upplifun með því að blanda saman sál og sögu staðarins
101
Í maí 2011 opnaði Kex hostel við Skúlagötu, þar sem kexverksmiðjan Frón var áður til húsa. Það hafði komið í hlut auglýsingastofu nnar Jónsson & Le’macks að sjá um hönnunar vinnuna í samv innu við inna n húshönnuði na Hálfdán Petersen og Söru Jónsdóttur. Í stað þess að endurnýja allt í húsn æðinu fékk gamla andrúmsloft kexverksmiðjunnar að njóta sín meðal gamalla innanstokksmuna með sál og sögu. Auglýsingastofan vann út frá skýrri retro-hugsjón hostelsins og tengdi hönnun sína við sögu húsnæðisins og staðarins. Þessi blanda skapaði andrúmsloft sem vakið hefur athygli gesta hostelsins.
KEX Jónsson & Le´macks Mæna 2013 Verkstúdíur 102
Hér að ofan má sjá þær átta lokaútfærslur af merki hostelsins sem eru í notkun.
103
Þegar kom að því að hanna merki hostelsins var ákveðið að það skildi hafa tengingu við sögu Reykjav íkur. Albert Muñoz, (e. Associate Creative Director) hjá J&L, hafði fengið óvenjulega hugmynd varðandi merkið, en stofan var ekki viss um að forsvarsmenn hostelsins tækju vel í hana. Stofan byrjaði að ljósmynda leturt ýpur á skiltum og byggingum víðsvegar um borgina og safna leturt ýpum úr gömlum dagblöðum og ljós myndu m. Fjölmargar samsetningar voru prufaðar og að sögn var erfitt að velja og hafna. Loks var boðað til kynningarfundar
á merkinu. Eftir sýningu á hinum ýmsu leturtýpum virtist kynningin á enda og þögn sló á hópi nn. „Hvar er svo merkið?“ spurði einn forsvarsmanna hostelsins. „Merkið er ekki til búið. Við geru m það núna, öll í sameiningu og notum þær tíu leturt ýpu r sem við höfu m valið. Hvert og eitt okkar gerir svo merkið eftir sínu höfði. Þannig munu m við fá átta mismuna ndi útgáfur og við munum nota þær allar,“ sagði Albert á ensku með katalónskum hreim.
Takið eftir skemmtilegum KEX Jónsson & Le´macks
nafngiftum og lógóum fyrir hvern og einn lið
Mæna 2013 Verkstúdíur
í rekstri hostelsins.
104
Hugmyndi n lagðist mjög vel í hópi nn og allir hófust handa við að klippa og líma, hver eftir sínu höfði. Eftir drykk langa stund lágu átta útgáfur af merkinu á borði nu. Þessa r útgáfur má nú sjá á heimasíðu hostelsins, í hvert skipti sem heimasíðunni er hlaðið inn breytist merkið.
Sigurður Oddsson, (e. Art Director) hjá J&L, hannaði einnig merki fyrir hvern lið í starfsemi hostelsins. Þau hafa gamalt yfirbragð og nafngiftirnar eru frumlegar. Þessar teikningar setja skemmtilegan heildarsvip á alla hönnunarvinnu sem tengist hostelinu. „Kexið er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið að. Allir aðilar voru mjög sammála um hvaða stefnu ætti að taka með verkefnið og allt gekk upp,“ segir Sigurður um samstarfið.
Frumlegar nafngiftir á ákveðnum þáttum í rekstri hostelsins hafa vakið mikla athygli. Íþróttasalurinn í húsinu er til að mynda kallaður Gym and Tonic og eldhúsið Sæmundur í sparif ötunum. En hvaðan kemur þetta óvenjulega nafn? Sagan segir að kexverksmiðjan Esjan hafi eitt sinn framleitt vanillukex sem var gjarn an nefnt Sæmundur í höfuðið á forstjóranum. Eftir sameiningu Esju og Frón árið 1970 hóf
fyrirtækið að framleiða nýtt kremkex. Þá var sagt að gamla kexið væri komið í sparigalla, og því byrjaði fólk að kalla kremkexið Sæmund í sparifötunum en matarkexið einfaldan Sæmund. Þessi saga sýnir hvernig hostelið tengir reksturinn við sögu húsnæðisins.
105
Þar af K Þar af Salt 106 Mæna 2013 Verkstúdíur Nizza Brandenburg
Kan indeholde spor af nødder.
contain nut traces.
Ingredienser: Mjölkchoklad (socker, kakaosmör, kakaomassa, mjölkpulver, pulver av delvis skummad mjölk, emulgeringsmedel (sojalecitin), vanilj. Min. 33% kakao.).
Ingredienser: Mælkechokolade (sukker, kakaosmør, kakaomasse, mælkepulver, skummetsmælkspulver, emulgator (sojalecithin), vanilla. Kakaotørstof mindst 33%.).
dients: Milk chocolate (sugar, cocoa r, cocoa liquor, whole milk powder, ed milk powder, emulsifier (soy in), vanilla. Cocoa dry matter min. ).
Sirius mjölkchoklad
Sirius mælkechokolade
s milk chocolate
Obs! Kan innehålla spår av nötter.
SÚKKULAÐI Í RÚMLEGA 50 ÁR ...
Getur innihaldið hnetur í snefilmagni. Innihald: Rjómasúkkulaði (sykur, kakósmjör, nýmjólkurduft, undanrennuduft, kakómassi, ýruefni (sojalesitín), vanilla. Kakóþurrefni að lágmarki 33%.). Síríus rjómasúkkulaði
May contain Ingredients: butter, cocoa skimmed milk lecithin), vanilla 33%.). Sirius milk c
107
Þar af mettaðar K Carbohydrate Þar af sykur / Of which sugar Salt
kkal/kcal 9,3 g 37 g g 50 g 49,6 g
Greinarhöfundar
Markhópur
Bára Ösp Kristgeirsdóttir
Ungt fólk á aldrinum
og Viktoriia Buzukina.
15 – 25 ára.
Stofa og ár
Markmið
Brandenburg, 2012
Að glæða Nizza umbúðirnar
Höfundur
nýju lífi og ná til markhópsins.
Hrafn Gunnarsson Viðskiptavinur Nói Síríus
Mæna 2013 Verkstúdíur
Nizza Brandenburge
Ástæðan fyrir að ákveðið var að leggja í endurmörkun Nizza súkkulaðisins var vegna þess að Nizza var búið að týna uppruna sínum og var hvorki að ná til yngra fólks né eldra. Nói Síríus vildi höfða til yngra fólksins, gera vöruna meira „young“, þá var nýbúið að gera útlitsbreytingu á Síríuslínunni en hún á að höfða meira til eldra fólks – umbúðirnar mattar og þannig fínerí. Brandenburg lögðu í mikla hugmyndavinnu. Hvað var til ráða? Ákveðið var að gera umbúðirnar líflegri, nota sterkari liti og meiri leik. Markhópurinn fyrir súkkulaðið er ungt fólk á aldrinum 15 – 25 ára, helsta samkeppnisvaran á markaðnum er erlent súkkulaði eins og Twix og Snickers. Nizza súkkulaðið var farið að seljast verr, en Nói Síríus vildi ekki hætta með súkkulaðið heldur glæða það lífi á ný.
108
Mynd 1.
NIZZA DREGUR NAFN SITT AF ÍTÖLSKU ÞORPI.
Nizza súkkulaði er búið að vera á markaðnum í rúma fimm áratugi en þó í mismunandi búningi í gegnum tíðina. Á þessum árum tíðkaðist að nefna súkkulaði í höfuðið á framandi stöðum samanber Malta og Florida – Nizza dregur nafn sitt af ítölsku þorpi. Fyrstu umbúðirnar voru í sama formi og Pipp súkkulaðið, örþunnur svissneskur álpappír vafinn í stífari pappír, umbúðirnar voru þannig þar til ársins 1988, þá var þeim breytt í plastumbúðir. Fyrst voru einungis fjórar tegundir, hreint, hnetu, rúsínu, og hnetu og rúsínu. Árið 2005 breyttist form súkkulaðsins og útlit. Stærðin fór úr 40 grömmum í 55 grömm og í það útlit sem fór af markaðnum s.l. sumar. Ákveðið var að hætta með hnetusúkkulaðið og bæta við lakkrís og Nóa kroppi. Frá árunum 2006 til 2010 bættust við tegundirnar súkkulaðiperlur, franskt núggat og karamellukurl. Árið 2009 var hætt að framleiða Nizza með rúsínum. Nú árið 2012 voru umbúðirnar aftur teknar til skoðunar og ákveðið var að minnka umfang súkkulaðsins úr 55 grömmum niður í 46 grömm.
Mynd 2.
FYRSTU TILLÖGUR ÞÓTTU OF KLOSSAÐAR. Útlit á Nizza átti að vera andstaða við Síríus markið. Síðustu umbúðir utan um Nizza voru mattar og litirnir frekar daufir. Það sem Nóa Síríus þótti ekki virka vel við fyrri umbúðir voru ljósmyndirnar þar sem innihaldið var sýnt. Þess vegna var ákveðið var að sleppa einum lit, nú eru bara fimm litir. Fyrsta hugmynd um nýju umbúðirnar var sú að Nizza merkið ætti alltaf að birtast á sama fleti með brúna súkkulaðið undir og hver einkennislitur væri til hliðar. Margar tillögurnar voru með frekar klossuðu letri en Nói Síríus var ekki hrifinn af því. Samkvæmt könnunum voru f leiri konur sem keyptu Nizza og þess vegna vildi Nói Síríus að letrið væri mýkra. Þá var farið í borðapælingar með mýkra letri sem svo þróaðist yfir í núverandi umbúðir. 109 123
Mynd 1. Fyrstu umbúðir utan um Nizza súkkulaðið. Mynd 2. Umbúðir Nizza sem koma á markaðinn 2005 til 2012. Myndir t.h. Fyrstu skissur af Nizza merkinu.
Mæna 2013 Verkstúdíur
Nizza Brandenburge
SVEIGJAN Í N-INU KEMUR HREINLEGA BEINT ÚR NÓA SÍRÍUS MERKINU. Hugmyndin á bakvið núverandi hönnun var sirkhússtemning með einhverju furðulegu ívafi eins og Willy Wonka. Útlit, sem er vírað en skemmtilegt. Hvort þetta átti að vera barnalegt var ekkert alveg ljóst í byrjun en teymið hjá Nóa Síríus greip hugmyndina strax á lofti. Fyrsta hugmynd var að prenta á álfólíu en vandinn var að hvíti liturinn yrði ek k i nóg u sterkur sem var ek k i nógu gott því lógóið átti að vera hvítt. Margar þær tillögur sem Brandenburg setti fram voru einfaldlega of flóknar fyrir prentvélarnar hér heima. Það tók fjóra mánuði að fullkomna núverandi útlit í prent-ferlinu eftir að búið var að hanna umbúðirnar. Ákveðið var að teikna nammið utaná um búðirnar í stað þess að hafa ljósmynd með
110
PERLU
lakkrískurli eða því bragði sem súkkulaðið inniheldur – með því yrði meiri leikur. Á fyrri umbúðum stóð „Nizza með karamellu kurli“ eða „lakkrískurli“, ákveðið var að sleppa þessu kurl-rugli og skíra súkkulaðið einfaldlega Karamellu Nizza eða Lakkrís Nizza. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að breyta umbúðunum úr mattri áferð yfir í glans var að súkkulaðið sem þeir voru að keppa við á markaðinum, eins og Twix, var í glansumbúðum. Einnig vor u umbúðir Síríus línunnar með mattri áferð sem á að höfða til eldri kynslóðarinnar. Ákveðið var að breyta Nizza merkinu. Merkið var hannað út frá Nóa Síríus merkinu, sveigjan í n-inu kemur beint úr Nóa Síríus merkinu. Gerðar voru tillögur að merkinu án stjörnunnar sem fékk ekki góðar undirtektir.
Nizza súkkulaðið átti að vera fyrir yngra fólk frekar en þetta “high quality” með mattri áferð, gyllingum og einhverju fínerí. Þú átt að geta gripið Nizza hvar sem er: í sjoppunni á horninu eða á bensínstöðinni. Það sem olli Brandenburg mikilli umhugsun var aðallega að Nizza merkið var einungis 40% eða 50% af umbúðunum en umbúðir samkeppnisaðila höfðu merkið í forgrunni, þ.e. 100% umbúðanna. Brandenburg fannst við hæfi að stækka Nizza merkið til muna og gefa því meira vægi og breyttu áherslunni með því að setja merkið með hástöfum fremur en lágstöfum.
111
112
Mæna 2013 Verkstúdíur
Flugfélag Íslands Íslenska
FLUGFÉLAG ÍSLANDS TAKTU FLUGIÐ Greinarhöfundar Margrét Guðmundsdóttir og Sveinn S. Benediktsson Stofa og ár Íslenska auglýsingastofan, 2011/2012 Höfundar Guðbjörg Tómasdóttir, Ragnar Jónsson (hugmynd), Haukur Pálsson (e. Illustration), Kjartan Hallur Grétarsson (e. Copy), Ólafur Gísli Hilmarsson (tengill) og Einar Örn Sigurdórsson (e. Art director) Viðskiptavinur Flugfélag Íslands Markhópur 113
Fólk á aldrinum 25-44 ára Markmið Gera ímynd Flugfélag Íslands léttari og unglegri ásamt því að halda í nostalgíska tilfinningu
Skemmtum okkur innanlands Flugfélag Íslands er elsta f lugfélag landsins og hefur svo sannarlega staðið við sitt og haldið sínum trausta viðskiptahópi lengi og bætist alltaf reglulega í hópinn af ungu ferðafólki. Því vildu Flugfélag Íslands hressa uppá ímynd fyrirtækisins, poppa upp á andrúmsloftið án þess að missa þennan nostalgíska fíling. Helstu miðlar sem Flugfélagið notar eru sjónvarp og útvarp og var því sniðugt að semja eitt stykki lag fyrir það, sem nýtur sín í báðum miðlum og styrkir það enn frekar. Í umferð eru nokkur stef fyrir hvern áfangastað og er þannig vakin athygli á þægilegum ferðamáta innanlands, og er undirtónninn í hverju stefi léttur og leikandi með skemmtilegum skila boðum til landsmanna. Fyrsta skrefið var að styrkja merki Flugfélagsins. Gera sterkt kerfi sem heldur utan um myndræna ímynd, nota gula og bláa litinn áfram en á aðeins annan hátt. Nota oftar ljósan bakgrunn, myndskreyta meira, gera ímyndina léttari og unglegri en á sama tíma nostalgíska.
Hugmyndin er sú að auglýsingin eldist vel svo hægt sé að nota hana langt fram í tímann og forðast að nota einhverjar áberandi tískubylgjur sem verða fljótt úreltar. Í prentmiðlum var ákveðið að horfa aftur í gömlu daganna að nota teikningar og hafa þær í retro stíl. Mjúkar línur og einfaldir litir á kremuðum bakgrunn sem undirstrikar gömlu dagana. Ákveðnir áfangastaðir voru teknir fyrir og helstu einkenni þeirra sett í flugvélaglugga. Leikurinn var undirskriftin í veggspjöldunum fyrir herferðina, og kom mjög skemmtilega út hvernig sýndur var munurinn á því að ferðast innanlands með flugi eða bíl.
Flugfélag Íslands Íslenska Mæna 2013 Verkstúdíur 114
Fyrsta skissa af prentauglýsingum. Ein af nokkrum útgáfum þar sem helstu áfangastaðir eru teknir fyrir.
akureyri alltaf ódýrari á netinu
flugfelag.is
115
Nú er
n e t t iL b o ð g pa n ta ðu í da un rg o m á ek ki iS á FL ug Fe La g.
Lokaútgáfa af prentauglýsingum.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að borða nesti í Lystigarðinum á fallegum sumardegi eða renna sér niður Hlíðarfjall í púðursnjó á fallegum vetrardegi. Á Akureyri er hver dagur öðrum fegurri og framburður innfæddra er einstaklega fagur. Prófaðu að panta bauk af kóki á akureysku og hlauptu svo í hláturskasti upp kirkjutröppurnar.
Flugfélag Íslands Íslenska Mæna 2013 Verkstúdíur
„ ...TAKTU FLUGIÐ EF c am d7 g7 c ÞÚ VILT FERÐAST MEÐ STÍL ...“
116
Stefið Hugmyndin að sjónvarpsa uglýsingunni var að sýna hversu miklu þægilegra og ódýrara það er að taka bara flugið ef þú þarft að ferðast innanlands. Fylgt er eftir skemmtilegri sögu af tveimur pörum þar sem stelpurnar taka flugið og strákarnir ferðast með bíl. Þá er sýnt og sett fram hversu skemmtilegt og fljótlegra það er að taka flugið. Undir auglýsingunni hljómar lagið „Tökum flugið“. Eftirminnilegu auglýsingarnar í gamla daga voru með stefi sem var spilað undir með auglýsingunni og virkaði hún hvort sem hún var spiluð í útvarpinu eða í sjónvarpinu. Það gleymir t.a.m. enginn gömlu góðu Ljómaauglýsingunum þar sem sungið var hversu góður ljómandi góður Ljóminn væri. Hérna var verið að horfa til fortíðar og var kjörið að búa til lag sem fylgir auglýsingunni. Lagið tengir við atburði þess að ferðast um landið og er einlægni og einfaldleiki hafður að leiðarljósi.
c am d7 g7 c 123 117
Taktu flugið ef þér leiðist að hanga í bíl. Taktu flugið ef þú vilt ferðast með stíl.
„ ... MEÐ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS.“
c c7 f f7 c d7 g7 g Tökum flugið skemmtum okkur innanlands með Flugfélagi Íslands, f g e-ð c c7 Við fljúgum til Akureyrar og alla leið til Ísafjarðar, f gcc7 Reykjavíkur og Egilsstaða. f g c am f g7 Einnig til Færeyja, Nuuk og Kulusukk. Farð’ á flugfelag.is c am d7 g7 c Taktu flugið ef þú nennir ekki að borða á bensínstöð, Taktu flugið ef þú vilt slappa af og lesa blöð, c c7 f f7 c d7 g7 g
http://www2.islenska.is/verk/flugfelag-islands/ http://vimeo.com/38927212
Tökum flugið, skemmtum okkur innanlands með Flugfélagi Íslands.
Advanía Hvíta húsið Mæna 2013 Verkstúdíur
ADVANIA LOGO MOTION
118 Greinarhöfundar Narfi Þorsteinsson og Sighvatur Halldórsson Stofa og ár Hvíta húsið, 2011 Höfundar Gunnar Þór Arnarson Helgi Hrafn Kormáksson Viðskiptavinur Advania Markhópur Fyrirtæki í leit að heildar hugbúnaðarlausnum Markmið Að skapa líflegt og skemmtilegt vörumerki fyrir þjónusustaðila með óáþreifanlega vöru
Þegar ákveðið var að sameina fimm hugbúnaðarfyrirtæki frá fjórum mismunandi löndum í eitt var nokkuð ljóst að um mikla áskorun var að ræða. Það þurfti að finna nafn á þetta nýja fyrirtæki sem virkaði í öllum löndunum og skapa sterka mörkun. Fyrirtækið á að skapa forskot fyrir kúnna sína með hugbúnaðarlausnum sínum. Það kom í hlut sænska nafnsköpunarfyrirtækisins Skriptor að gefa þessu nýja fyrirtæki nafn. Skriptor kom með þrjár tillögur, Advania, Arocea og Enectum. Advania var valið af stjórn fyrirtækisins, og umdeilt var það.
... eingöngu brandari sem gekk aðeins of langt ... Stefán Hagalín, upplýsingafulltrúi Advania, notar sam félagsmiðla mikið. Hefur gjarnan skotið fast á þessum miðlum og fengið föst skot til baka. Fljótlega eftir að Advania leit dagsins ljós sá einhver sér leik á borði og skaut á Advania skjámynd af Google Translate þar sem mátti sjá þýðingu á orðinu Advania. Miðað við þessa þýðingu þýðir orðið advania „til einskis“. Þar sem fyrirtækið er mikið tengt samfélagsmiðlum þá fór þessi skjámynd á rosalega siglingu um veraldarvefinn. Eins og oft vill gerast þá voru þeir sem sáu þetta fljótir á sér og deildu þessu jafn harðan án þess að athuga sjálfir hvort einhver sannindi væru í þessu. En eins og raun ber vitni þá var þetta eingöngu brandari sem gekk aðeins of langt og sýnir kannski einna best hversu öflugur miðill internetið er orðið í dag.
119
Advania Hvíta húsið
M.C. Escher’s “Relativity” © 2012 The M.C. Escher Company – The Netherlands. All rights reserved. www.mcescher.com
Mæna 2013 Verkstúdíur 120
Relativity, M.C. Escher, 1953. Hugmyndafræði merkisins byggir að hluta til á sjónblekkingum M. C. Escher.
Apis florea nest, Sean Hoyland. Híbýli hunangsflugunnar eru sterk og kerfisbundin líkt og uppbygging Advania merkisins.
Grunnformið í kerfinu er þríhyrningur en svo byggist það upp frá honum, ferningar, sexhyrningar og önnur abstrakt form.
Nokkrar stofur tóku þátt í samkeppninni um að leggja Advania einkenni til en Hvíta húsið bar sigur úr bítum. Merkið er teiknað upp í þríhyrnt hnitakerfi sem er þróað út frá híbýlum hunangsflugunnar, sjónblekkingum M.C. Escher og stærðfræði formúlum. Með þessu móti er hægt að vinna út frá hnitakerfinu og skapa enn stærri sjónrænan heim. Gunnar, hönnuður Advania merkisins, rifjar upp að ferlið frá fyrsta fundi og að fullkláruðu einkenni hafi verið í mesta lagi fjórar vikur og að því hafi ekki verið í boði að þróa þennan sjónræna heim til enda. Eftir þennan fjögurra vikna kafla fór frekari þróun af stað í kringum Advania heiminn. Á tveimur vikum voru hönnuðir Hvíta hússins búnir að fullvinna fjögur einkenni. Eftir þessar tvær vikur var eitt af þessum fjórum einkennum tekið alla leið og byrjað að vinna út frá því.
Gunnar rifjar upp að ferlið frá fyrsta fundi að fullkláruðu einkenni hafi verið í mesta lagi fjórar vikur ... Logo motion snýst um á það að merkið sé dýn amískt og bjóði upp á fjölbreytta notkun. Grunnurinn að merki Advania býður upp á þetta og stuðlar þannig að mjög sterku kerfi sem auðveldlega er hægt að bæta inn í nýjum hlutum eða litum ef þess þarf. Það er ekki alltaf hægt að nota öll merki við allar aðstæður. Veggpláss getur verið takmarkað og þá fær merkið ekki að njóta sín eins vel. Uppbygging Advania merkis ins gerir það að verkum að hægt er að taka hluta úr því til að laga að fletinum sem það er sett á. Litaspjaldið sem Advania notar er meðal annars sótt í löndin þar sem fyrirtækið starfar en sóttir voru litir úr norska og sænska fánanum, nánar tiltekið úr innsta krossinum, sem sagt blár og gulur. Grænn kemur líka fyrir en hann er sóttur í umhverfisstefnu Datacenter sem er fyrirtæki innan Advania og að síðustu má sjá gömlu litina frá Skýrr.
121
Teikning af Kjarval þar sem hnitakerfið er notað til að skapa formin. Næsta síða: Sambærileg teikning af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur í nýjum húsakynnum Advania
Mæna 2013 Verkstúdíur
Advania Hvíta húsið
við Guðrúnartún.
122
Einnig hafa verið teiknuð tákn sem hafa verið notuð í margvíslegum tilgangi.
Staðsetning merkisins á nafnspjöldum miðast við eitt form frá vinstri hlið og einn kassa að ofan og neðan.
Hér er hægt að sjá hvernig merkið er aðlagað að fleti þar sem stærri útgáfan af því virkar ekki nógu vel. Litirnir jafnframt aðlagaðir að færri flötum.
123
Hjá Advania starfar maður að nafni Kolbeinn og var mikið í framlínunni af hálfu Advania í samskiptum við Hvíta húsið. Kolbeinn er víst einn af þessum frábæru kúnnum sem kemur með frambærilegar og vel ígrundaðar hugmyndir en ekki bara „Mér finnst þetta ljótur litur.“.
„ Ég vil fá kraftinn úr þessu!“ Það lá strax fyrir að hönnunin ætti að endurs pegla kraftmikil, stærðfræðileg og listræn einkenni. Gunnar, sá sem teiknaði merki Advania, segir að það hafi verið mikill innblástur að vinna með Kolbeini. „Kolbeinn kom með fullt af myndum máli sínu til stuðnings, til dæmis myndir af einkennilegum húsum frá Kína. „Ég vil fá kraftinn úr þessu!“ sagði Kolbeinn þegar hann vitnaði í myndirnar sínar.“ Gunnar og Kolbeinn voru mjög samstíga í hugmyndafræðinni að merkinu. „Great minds think alike“ kemur upp í hugann en þegar maður skoðar hvaðan innblásturinn að merkinu kemur og hvernig Gunnar lýsir samvinnunni og hvernig ákveðið var að nálgast hugmyndafræðina er ljóst að þetta hefur verið góð og skemmtileg samvinna.
ÓB PIPAR\TBWA Mæna 2013 Verkstúdíur
ÓTTAR BENDER OG ÓLYMPÍUHERFERÐIN Greinarhöfundar Hreinn Ólafur Ingólfsson
124
og Signý Sigurðardóttir Stofa og ár PIPAR\TBWA, 2010 – 2012 Höfundur Guðmundur Pálsson Viðskiptavinur ÓB – Ódýrt bensín Markhópur 17 – 50 ára bifreiðaeigendur á Íslandi Markmið Selja meira bensín og skrá fleirri dælulykla
RÖSKUN Fólki var sama hvar það þurfti að kaupa bensín.
Árið 2008 nálguðust forsvarsmenn ÓB – Ódýrt Bensín, auglýsingastofuna PIPAR\TBWA til þess að endurskapa ímynd fyrirtækisins. Ímynd bensínsölufyrirtækja var að ná nýjum lægðum og kannanir sýndu að fólki var nokkurn veginn sama hvar það verslaði eldsneyti. Það sem við tók hjá PIPAR var endurmörkun á allri ímynd ÓB. PIPAR býr yfir öflugu tóli til endurmörkunar sem kallast röskun (e. Disruption) og var sú aðferðarfræði talin vera besta nálgunaraðferðin fyrir ímynd ÓB á þeim tíma.
ÓDÝRARA
GULUR
BENSÍN
ÓDÝRARA
ÞÆGINDI
MANNLAUS
ÞÆGINDI
ÞÆGINDI
VALKOSTUR
GULUR
SJÁLFSAFGREIÐSLA
VILDARPUNKTAR/
HVERFIN SEM HAFA ÓB
VILDARPUNKTAR/
BJÓÐA ÓDÝRARA
SJÁLFSAFGREIÐSLA
2 4 /7
AUKAKRÓNUR
VILDARPUNKTAR
AUKAKRÓNUR
ELDSNEYTI
LYKILL/FRELSI LÆGRA VERÐ
125
EFST Í HUGA
EINKENNI
ÁVINNINGUR
YFIRRÁÐASVÆÐI
VERÐMÆTI
HLUTVERK
MIKILVÆGAST
ÁSTÆÐA
LOFORÐ
ÍMYND
NEYTANDI
MARKMIÐ
ÓDÝRARA
HRAÐI
LÆGRA VERÐ
AFÞREYING
LYKILL/FRELSI
KOMAST LENGRA
LYKILL
VILDARPUNKTAR
SPARNAÐUR
VILDARPUNKTAR
LÆGRA VERÐ
STAÐSETNINGAR
GULUR OG SVARTUR
VILDARPUNKTAR
ÞÆGINDI
HRAÐI OG ÞÆGINDI
VILDARPUNKTAR/
VILDARPUNKTAR
AUKAKRÓNUR
TBWA er alþjóðlegt fyrirtæki sem byggir um fram allt á höfundavar i nni hug mynda f ræði og vinnuferli sem á þriðja hundrað fyrirtækja um allan heim starfa eftir. Röskun er eitt af þessum vinnuferlum. Röskun er ferli sem raskar við ró gamalla gilda og krefst endurnýjunar, endurhugsunar. Röskun er niðurrif sem bygg ir á endurbyggingu, grandskoðu n og endur mati á allri starfsemi fyrirtækis, vöru nnar eða stofnuni nnar eftir því sem við á. Niðurstaðan úr röskunarferlinu fyrir Ódýrt bensí n var sú að ÓB þyrfti að nálgast viðskiptavini sína á persónulegri hátt. En hvern ig getur stafræn sjálfsa fgreiðslu stöð virkað persónuleg?
ÓB PIPAR\TBWA Mæna 2013 Verkstúdíur 126
LITIR OG FORM ÓB stendu r fyrir ódýrt bensín. Einkennislitirn ir eru gulur og svartur. Gulur hefur lengi vel verið tengdur við sparnað og hagstætt verðlag, hér á landi. Gulur getur einnig táknað hraða og hröð þjónusta er eitthvað sem ÓB hefur í hávegum haft. Græni liturinn á stóran þátt í litrófi ÓB. Grænn hefur sterka tengingu við vistvænar og náttú rulegar merkingar. Bensín er vissulega náttú rulegt þótt svo að það sé ekkert sérlega vistvænt. Grænn tengist einnig ják væðni, samþykki og ára ngri. Í tilv iki ÓB virkar græni lituri nn hins vegar einna helst sem sterk tenging við Olís en ÓB er dótturf yrirtæki þess. Rauður vísar til elds, hita og ástr íðu. Rauði liturinn leikur ekki stórt hlutverk í tilv iki ÓB og gefur einna helst áherslu og myndar greinagóða andstæðu í kennimerki fyrir tækisi ns og gerir það meira ábera ndi. Letr ið er módern ískt, leikg latt og léttlynt þrátt fyrir þyngd. Í kennimerki nu stígur „Ó-ið“ framf yrir „B-ið“ og gefur þannig aukna hreyfingu. Broddurinn á „Ó-inu“ minnir einna helst á kökusneið – litla kökusneið skorna úr heildinni. Þessa kökusneið má túlka sem skírskotun í skífur it. Samk væmt þeirri túlkun táknar broddurinn hluta einhverrar upphæðar eins og t.d. útgjalda. Á þann hátt hefur „dýru m“ lit eins og rauðum verið snúið í andhverfu sína og táknar hér sparnað. Formin eru ávöl og mjúk en á sama tíma mjög reglubundin. Þetta má túlka sem ving jarnlegt og einfalt viðmót sem á sama tíma stendur fyrir áreiðanleika og hagnýtni – sem er nák væmlega það sem ÓB og þeirra þjónusta stendu r fyrir.
ÓB GULUR: cyan:
6
magenta: yellow:
3
96
key:
4
ÓB GRÆNN: cyan:
90
magenta:
38
yellow:
100
key:
37
ÓB RAUÐUR: cyan:
7
magenta:
99
yellow:
60
key:
34
ÓB SVARTUR: cyan:
25
magenta:
25
yellow:
25
key:
100
127
PERSÓNULEG NÁLGUN ÓB fær persónulega rödd sem talar beint til neyta ndans, Óttar Bender verður til. Óttar er nördalegur og vinalegur náungi með lúðalegt yfirbragð. Hann er vinnuþjarkur, starfsmaður mánaðari ns allt árið og furðulega metnaðarf ullur í starfi sínu. Óttar Bender talar beint til viðskipta vinari nns. Hann talar hnitm iðað og hispurslaust. Hann er að selja ódýrt bensín og hann gerir það af miklum móð, þó svo að sá metnaður birtist ekki endilega í fallegustu umbúðu num. Samskiptin eru áfram á persónulegum nótum á þann hátt að viðskiptavinurinn fær afslátt á afmælisdegi sínum, sé hanna handhafi dælulykils. Hann fær
auka afslátt við opnun nýrra stöðva (búsetubund inn afslátt) og auglýsingum er beint til ákveðinns hóps. Afsláttars kífan er helsta vopn Óttars Bender. En hann kastar reglulega pílum í skot skífuna og ákveður þannig með slembivali afslátt dagsins. Afmælisa fsláttur, tyllidagaa fsláttur og tilv iljunarkennd tilboð afsláttarskífunnar eru fáein dæmi um uppátæki Bendersins. Nokku rra króna afsláttur á lítraverði, auki nn fjöldi vildar punkta hjá Icelanda ir og afsláttur á matsölu stöðum samstarfsaðila eru helstu gulrætur auglýsingaherferðar Óttars Bender.
w
ÓB gaf afslátt samkvæmt markamismun sigurleikjanna.
Mæna 2013 Verkstúdíur
ÓB PIPAR\TBWA
ÓLYMPÍUHERFERÐIN
128
Fyrir sumarið 2012 var ÓB að leita að nýjum leiðum til að nálgast viðskiptavini sína á sem skemmtilegastan hátt. Framsækinn hópur hjá Pipar\TBWA fékk því það krefjandi verkefni að finna nýjar leiðir til að dreifa fleiri dælulyklum, auka ánægju viðskiptavina og auka þar með viðskiptin. Þessi hópur fékk þá hugmynd að búa til afsláttarleik í kringum leiki handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í London. Það er vitað að hálf þjóðin fylgist með gengi handboltalandsliðisins á stórmótum og því var þetta hinn fullkomni vettvangur fyrir herferð af þessu tagi. Kannanir sýndu að yfir 50% landsmanna horfðu á útsendingar sjónvarpsins frá leikjum landsliðsins á Ólympíuleikunum.
Fyrir afsláttarleikinn var útbúið einfalt smáforrit (e. App) sem viðskiptavinir gátu halað niður af fésbókarsíðu ÓB gegn því að „like-a“ síðuna. QR-kóða var dreift í auglýsingum og „likeunum“ fjölgaði ört. Smáforritið virkaði þannig að viðskiptavinir gátu veðjað á markamuninn og séð veðtölur annarra. Virkni leiksins var sú að ef landsliðið vann leikinn þá gaf ÓB markamismuninn í formi afsláttar á hvern keyptan lítra. Næði viðskiptavinurinn að giska á þrjá rétta leiki fékk hann síðan „gull-lykil“ að verðlaunum, sem gaf 20 krónu afslátt í tíu skipti. Fyrir tvo leiki rétta fengist „silfur-lykill“ sem gaf þá 15 krónu afslátt og fyrir einn réttan
Fólk tók bensín í röðum með bros á vör. leik fékkst „brons-lykill“ með 10 kr. afslátt í tíu skipti. Að sjálfsögðu var þó aðeins hægt að nýta sér afsláttinn ef maður átti nú þegar dælulykil ÓB. Viðtökurnar voru frábærar og dælulyklarnir flugu út. Fólk tók bensín með bros
á vör að nýju eða jafnvel í fyrsta skipti og það í miklum mæli. Viðmót fólks í garð ÓB breyttist til muna og skyndilega varð tilfinningin sú að ÓB var í sama liði og við hin. Stærsti bónusinn var hins vegar öll ókeypis umfjöllunin sem ÓB fékk frá öllum mögulegum miðlum í tengslum við þetta tilboð. Eftir Ólympíuleikana hélt Óttar Bender herferðinni áfram enda hefur hún sömuleiðs skilað frábærum árangri. Næsta skref er einfaldlega leitin af næsta Bender. Sú leit fer nær einungis fram á Fésbókarsíðu ÓB – Ódýrt bensín og það verður forvitnilegt að sjá hver verður næsta andlit fyrirtækisins og næstu skref þess á auglýsingamarkaðinum.
129
130 123
Mæna 2013 2013 Myndasögur Verkstúdíur
Advanía Pepsi-deildin Vert Hvítahísið
123 131
Árið 2012 nálguðust leyfishafar Pepsi-deildarinnar Vert markaðsstofu til þess að endurmeta auglýsingar og markaðssetningu deildarinnar þar sem almennur áhugi á deildinni hafði dalað á undaförnum árum.
Greinarhöfundar Gísli Arnarson Roman Schultze og Sighvatur Halldórsson Stofa og ár Vert markaðsstofa, 2011 Höfundur Daníel Stefánsson Viðskiptavinur Ölgerðin Egill Skallagrímsson Markhópur Pepsi-deildin Vert
Fótboltaiðkendur og
ÁSTANDIÐ ÞÁ
áhugafólk á Íslandi Markmið Að fá fleira fólk á leiki
En hvað var það sem olli minnkandi áhuga á deildinni? Vissulega er íslenska deildin styttri en erlendu deildarkeppninrnar og hún fer fram yfir sumarið – sem er sami tími og Íslendingar nota til að ferðast og verja tíma með fjölskyldunni. Aðdáendurnir eru fáir og tímabilið er stutt í samanburði við erlendu deildirnar. Margir efnilegustu leikmennirnir hverfa ungir af landi brott og því er erfitt að auglýsa deildina út frá persónudýrkun eins og gengur og gerist í stóru deildunum í Evrópu. Flestir fótboltaáhugamenn á Íslandi fylgjast einnig með ensku, spænsku eða þýsku deildunum. Pepsi-deildin, sem er áhugamannadeild, er ekki samkeppnishæf við þessar stóru atvinnumannadeildir. Vert var því ljóst að Pepsi-deildin þyrfti dygga hjálp og var því ákveðið að nálgast viðfangsefnið „Pepsi-deildin“ frá öðrum sjónarhóli en hefur verið gert.
Mæna 2013 Verkstúdíur
og auka áhuga á deildinni
132
IÐI
NGUM
AÐGÖ
AÐGÖNGUMIÐI
AÐGÖ
NGUM
IÐI
Ástríða fyrir a íslenskum fótbolt
Ástríða fyrir íslenskum fótbolta
ÖLLUR KR - V I N 2 0 1 2 D -DEIL
PEPSI ÚRSLI
TAÞJÓ
NUST
S A PEP
DAR I-DEIL
INNA
Á íslen stríða fy skum ri fótbor lta
R
KAPLAKRIKAVÖLLUR 2 PEPSI-DEILDIN 201 ÚRSLITAÞJÓNUSTA
PEPSI-DEILDARINN
fótbolta enskum fyrir ísl Ástríða
AR
LAU P E P S GARDALS V I-DE I L D I NÖLLUR 201 ÚRSL 2 ITAÞ J ÓNU
Ástríða fyrir íslenskum fótbolta
Ástríða
Aðgöngumiðar að leikjum í Pepsi-deildinni hafa verið sniðnir að hverju félagi fyrir sig. Hér eru dæmi um miða fyrir KR, FH og Fram.
fyrir ís lenskum
STA
fótbolta
PEPS
I-DE
ILDA
RINN
AR
ÍSLANDSMEISTARAR KVENNA 2012
VERT
133
ÁSTANDIÐ NÚ OG ÚTKOMAN Vert sá að íslenski fótboltinn gekk aðallega út á ástríðu fyrir fótbolta. Fólk kemur saman til að horfa á fótbolta og hitta annað fólk. Hér er meginatriðið ekki að sjá hetjuna sína spila á risavöxnum velli eða vera einn af þúsundum manna sem heldur á risa fána. Heldur kemur fólk saman af ást á boltanum. Það kemur til að hvetja sína menn, til að halda uppi heiðri síns félags og verja spennuþrunginni stund með fjölskyldu og vinum. Á Íslandi eru yfir 22.000 manns sem spila fótbolta að staðaldri samkvæmt tölum frá KSÍ að ómeðtöldum verulegum fjölda frístundasparkara. Það þýðir að u.þ.b. 10% allrar íslensku þjóðinnar spilar fótbolta. Það fer gífurleg vinna í að halda uppi þeim 80 fótboltafélögum sem eru starfandi hérlendis og nánast öll sú vinna er gerð í fullkomlega ósjálfselskri sjálf boðavinnu. Það hefur myndast sterk hefð fyrir því að fólk standi með sínu félagi í gegnum súrt og sætt, í blíðu og í stríðu og í rigningu sem sól.
PERSÓNULEG NÁLGUN
Mæna 2013 Verkstúdíur
Pepsi-deildin Vert
Herferðin byggir á persónulegri og hverfisbundinni nálgun. Öll fót boltafélögin í efstu deild voru heimsótt og viðtöl tekin við stjórnarformenn, þjálfara, leikmenn, krakka, starfsfólk, stuðningsmenn og sjálf boðaliða. Vert kynnti sér einnig sögu félaganna og til að fá fram upplifun einstaklinga af liðsandanum og fanga andrúmsloftið sem er svo áþreifanlegt á vellinum.
134
... viðtöl tekin við stjórnarformenn, þjálfara, leikmenn, krakka, starfsfólk, stuðningsmenn og sjálfboðaliða. HERFERÐIN Herferðin er hugsuð til lengri tíma. Áhugamenn um fótbolta hafa aðeins fengið að njóta fyrsta stigsins af þessari viðamiklu herferð. Fyrsta stigið var að sýna grasrótina, uppruna klúbbanna og fólkið á bakvið þá. Persónuleg viðtöl við aðstandendur klúbbanna, myndir og myndskeið af áhorfendum og umfram allt stemningin á leikjunum, var það sem Vert vildi fanga. Þetta var gert með því að standa fyrir allskonar uppátækjum í samstarfi við Silent viðburði. Staðið var fyrir fjölbreyttum viðburðum í kringum lykilleiki í Pepsideildinni auk þess var gerð metnaðarfull sjónvarpsauglýsing í samstarfi við Purk sem ætlað var að fanga stemninguna í kringum leikina. Sett var upp gífurlega virk Facebook-síða þar sem hægt var að fylgjast með uppátækjum, umræðum og umfjöllun um leikina.
Hluti af samstarfsverkefni Vert við Silent viðburði var að setja upp þetta spjald á leikjum. Markmiðið var að sparka bolta í gegnum útskorin göt á spjaldinu gegn því
ÚTKOMAN Áhugi á deildinni jókst til muna og stemningin á vellinum varð meiri. Vitundin um Pepsi-vörumerkið jókst og sömuleiðis um Pepsi-deildina. Viðhorfið gagnvart deildinni batnaði áþreifanlega og má því með sanni segja að herferðin hafi heppnast vel. Það var erfitt að halda uppi áhuga fólks á Pepsi-deildinni síðast liðið sumar sökum þess að stærri viðburðir út í heimi, svo sem Ólympíuleikarnir í London og Evrópumeistaramótið í fótbolta, áttu sér stað á svipuðum tíma. Vert tók áhættu með því að fara óhefðbundna leið en allt heppnaðist vel og nýr grunnur hefur verið lagður að sterkari, nánari og skemmtilegri Pepsi-deild.
VERT MARKAÐSSTOFA OG KSÍ UNNU TIL VERÐLAUNA FYRIR HERFERÐINA „ÁSTRÍÐA FYRIR ÍSLENSKRI KNATTSPYRNU“. HERFERÐIN SIGRAÐI Í FLOKKNUM „Sponsorship Activation Award (UEFA-Kiss Awards) 2012“
að fá vinning.
135
4•3
•3
Boli EnnEmm Mæna 2013 Verkstúdíur 136
BANNAÐ AÐ BOLI AUGLÝSA Greinarhöfundar Jón Einar Hjartarson og Hörður Sveinsson Stofa og ár EnnEmm, 2011 Hönnuður Róbert Einarsson Viðskiptavinur Ölgerð Egils Skallagrímssonar Markhópur Karlmenn á adrinum 25 – 60 ára
Árið 2011 útskrifaðist Róbert Einarsson úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður. Lokaverkefni hans var að hanna útlit á bjór sem hlaut nafnið Boli og var „rebranding“ eða endur mörkun á bjórnum Premium fyrir Ölgerðina. Róbert starfar sem hönnuður hjá auglýsinga stofunni EnnEmm en hann byrjaði að vinna þar með skólanum. Jón Einar Hjartarson og Hörður Sveinsson settust niður með Róberti nýlega og og ræddu við hann um lokaverkefnið sitt.
Markmið Lokaverkefni í Listaháskólanum
Það sem að Róbert langaði að gera í loka verkefni nu var að hanna útlit á vöru frá grunni og fylgja henni eftir þar til hún væri komin í sölu í verslunum. Hann vildi að hönnunin vísaði í íslenska menningu og arfleið – væri svolítið þjóðleg. Það skipti hann samt ekki máli í byrjun hver varan væri, hvort að þetta væri bjór eða súkkulaðistykki en það skipti hann máli að varan væri í háum gæðaflokki. Hann ræddi við yfirmenn sína á EnnEmm um þessa hugmynd og þeir fundu nokkur spenn andi verkefni sem kæmi til greina að þróa áfram fyrir viðsk iptav ini stofunnar. Af þessum verk-
e fnum fannst honum að vöruhönnunarverkefni fyrir bjór fyrir Ölgerðina væri mest spenna ndi svo hann ákvað bara að slá til. Ölgerðin var líka til í að aðstoða hann í þessu ferli, gefa honum aðgang að rannsóknum, eins fékk hann að skoða verksmiðjuna og tala við bjórsérfræðinga. Hann byrjaði á að reyna finna gott og stolt nafn á vöruna og skoðaði Íslendingasögurnar og Norræna goðaf ræði en komst fljótt að því að það er búið að nota mikið af nöfnum í sögunni sem gátu gengið. Á endanum skrifaði hann samt niður svona þrjátíu nöfn og valdi svo sjö af þeim nöfnum til að senda á tuttugu mann eskjur sem að hann treysti og vissi að myndu gefa honum óvægið álit. Hann bað fólk um að gefa sér einkunn á skalanum 1 – 10. Þrjú nöfn stóðu uppúr: Boli, Galdur og Myrká. Hann skrifaði auglýsingatexta fyrir hvert nafn og lagði könnun fyrir hóp af fólki þar sem hann las textann upp og spurði svo hversu jákvæður eða neikvæður hver og einn væri fyrir hverju nafni. Í þeirri könnun skoraði Boli hæst, sérstak lega hjá karlmönnum en markhópurinn
137
BOLI ER GRIÐUNGURINN Í SKJALDARMERKI ÍSLANDS.
Boli EnnEmm Mæna 2013 Verkstúdíur 138
En þá verða allar áfengisauglýsingar, líka á Facebook, bannaðar.
Smáatriði sem gefa dýpt Óhefðbundið naut Litur sem sker sig úr
Skjaldarmerki Þjóðleg tenging
Hringlaga form brotið upp
Stutt nafn
Eiga að gefa tilfinningu fyrir að bjórinn sé verðlaunaður
hafði verið greindur sem allir karlmenn á aldrinum 25 – 60 ára. Þannig að hann stökk á það nafn þrátt fyrir að hafa verið mjög hrifinn af Galdri. Á bakvið nafnið er saga því Boli er griðungurinn í skjaldarmerki Íslands. Hann er verndari Vesturlands en sagan segir að Haraldur Danakonungur hafi sent galdrakarl til Íslands í hvalslíki til að athuga hvort að landið væri byggilegt. En hann var rekinn burt af landvættunum þar á meðal Bola. Um leið og nafnið var komið hófst Róbert handa við að skapa hugmyndir um útlit á vöruna. Hann byrjaði á að teikna og skoða liti. Formið á miðanum var frekar hefðbundið því hann vildi gefa þá tilfinningu að varan hefði verið á markað í lengri tíma. Annað sem réði forminu á miðanum var rannsókn sem gerð var í Svíþjóð, en þar voru þeir með sama bjórinn í tveimur flöskum, önnur flaskan var með sporöskjulaga miða en hin með þríhyrnings formi. Fólk sagði undantekningalaust að bjórinn í flöskunni með sporöskjulaga miðanum væri betri. Róbert gerði ýmsar rannsóknir varðandi liti en fannst rauður henta vöruheitinu best. Liturinn er bæði heitur og ágengur sem passar Bola-nafninu. Rauði liturinn er áberandi og á það sérstaklega vel við í þessu samhengi því það er ekki mikið af rauðum bjórum í vínbúðum.
Frekar hefðbundið form
Eftir að útlitið var komið hélt Róbert fund með Ölgerðinni og var almenn ánægja með þær hugmyndir sem settar voru fram. Svo heyrðist ekki frá þeim í þrjá mánuði. Þegar Róbert heyrði frá Ölgerðinni aftur voru það frábærar fréttir en þeir vildu að hann ynni hugmyndina að Bola fyrir bjórtegund sem hafði verið á markaði undir nafninu Premium en ekki selst vel. Bjórinn kom samt afar vel út úr bragðprófunum sem sýnir hversu miklu máli skiptir að sé karakter í nafninu og hönnuninni og eins að menn reyni að gera áhugaverða hluti í markaðssetningunni sem er náttúrulega erfitt því að það má lítið gera. Boli hefur til að mynda verið markaðsettur með virkilega skemmtilegum og óvenjulegum kynningarherferðum. Í sumar voru falin nokkur gjafabréf í flöskuformi á Klambratúni, sagt af þeim á Facebook og Instagram, og þeir sem fundu flösku fengu Bolaöskju með nokkrum bjórum og Bolavarningi gefins. Einnig voru sett upp plaköt í miðbænum með QR-kóða þar sem fólk gat náð í leiðbeiningar um hvar væri að finna ókeypis Bola: í litlum garði þar sem Bolamenn grilluðu. Fullt af fólki fann grillveisluna og það myndaðist góð stemning. Eins hafa verið leikir á Facebooksíðu Bola þar sem fólk getur skrifað á Bola-vegginn að það sé með partý, svo eru dregin út nöfn og Bolamenn mæta til þeirra heppnu með fullt af Bola. Þetta hefur
139
Mæna 2013 Verkstúdíur
Boli EnnEmm
Þessar auglýsingar hafa verið á gráu svæði í ljósi þess hversu takmarkað er hægt að kynna bjór eða áfengi á Íslandi en það er bara í takt við eðli Bola því að staðfæring hans er „engin málamiðlun“.
140
verið virkilega skemmtilegt og tekist vel. Fyrir verslunarmannahelgina var farið á bóndabæ í Landeyjunum og kýrnar á bænum málaðar með Bola merkinu. Þannig að allir sem voru á leiðinni á Bakka í flug til Vestmannaeyja sáu kúahjörð málaða í Bolalitum með Bolamerkinu. Á kýrnar fór að sjálfsögðu hættulaus málning sem er notuð á leiksskólum og má þess vegna drekka í lítratali. Þessar auglýsingar hafa verið á gráu svæði í ljósi þess hversu takmarkað er hægt að kynna bjór eða áfengi á Íslandi en það er bara í takt við eðli Bola því að staðfæring hans er „engin málamiðlun“. Boli á að vera á mörkunum og ganga eins langt og hann getur. Nú er ekki bannað að vera með Facebooksíðu fyrir bjór en það verður hugsanlega stoppað um
áramótin ef nýtt frumvarp um áfengisauglýsingar er samþykkt. En þá verða allar áfengisauglýsingar, líka á Facebook, bannaðar. Hugsanlega verða einnig samþykkt lög sem kveða á um að ekki megi auglýsa léttöl ef það er keimlíkt bjórnum í útliti. Áfengislaus bjór verður því að líta allt öðruvísi út en bjór sömu tegundar þó að nafnið sé það sama. Það má ekki gleyma að á Íslendingum dynur engu af síður mikið af áfengisauglýsingum t.d í útsendingum frá fótboltaleikjum erlendis og í bíómyndum og á netinu. Það er frekar furðulegt að með þessari löggjöf er fyrst og fremst verið að stöðva auglýsingar á íslenskri framleiðslu. Bannið á eftir að ganga nærri litlu brugghúsunum þar sem þau hafa þá engar leiðir til að kynna sig og sína framleiðslu. Líklega mun bannið veikja stöðu íslenskra vörumerkja í flokki áfengra drykkja og þar af leiðandi fækka störfum á Íslandi.
141
BOLA TAKK!