54 |
fimmtudagur 31. Maí 2012
Þetta varð ein mesta hryllingsför í árþúsunda langri sögu hvalveiðanna en að sjálfsögðu voru allir grunlausir um það. uðu öllu á einn eða fáa hesta. Enginn gat vitað hvaða skip yrðu fyrir ógæfu. Þau líktust mjög hvert öðru þar sem þau lágu tilbúin til brottfarar. Skip hinna fordæmdu voru eins og hin. Hvalveiðiskipið Essex skar sig hvergi úr – dæmigerður hvalfangari með ofurvenjulegri áhöfn. Það var þriggja mastra, 238 tonn að stærð skipað 22 mönnum. Essex var útbúið fyrir tveggja og hálfs árs úthald. Flestir í áhöfninni voru hvítir Bandaríkjamenn en þarna voru líka sex blökkumenn, Englendingur og Portúgali. Skipstjórinn, George Pollard, var þrítugur og hafði áður verið stýrimaður á skipinu. Owen Chase var 1. stýrimaður, aðeins 23 ára gamall. Hann hafði áður stýrt einum af hvalveiðibátum Essex sem voru notaðir til að róa á eftir hvölunum og skutla þá. Þessir ungu menn höfðu þegar sannað dugnað sinn og áræðni við hvalveiðar. Það var engin tilviljun að þeim var nú treyst fyrir skipinu. Essex lagði út frá Nantucket 12. ágúst árið 1819. Þetta varð ein mesta hryllingsför í árþúsunda langri sögu hvalveiðanna en að sjálfsögðu voru allir grunlausir um það. Fyrstu fimmtán mánuðir veiðiferðarinnar voru í raun ósköp venjulegir. Skipið fór um miðbik Altantshafs, alla leið til Azoreyja en fátt sást til búrhvela. Pollard skipstjóri ákvað þá að þeir skyldu reyna fyrir sér í Kyrrahafi. Þeir sigldu skipinu fyrir Horn en lentu í svo slæmu veðri að það tók heilar fimm vikur að brjótast fyrir þennan hættulega höfða og inn á Kyrrahaf. Þangað komust þeir ekki fyrr en í janúar árið 1820 en nú gátu veiðarnar loks hafist fyrir alvöru. Veiðar á fjarlægum miðum Mennirnir á Essex stunduðu veiðar sínar undan ströndum Chile og Perú um leið og þeir fikruðu sig norður á bóginn að miðbaugi jarðar. Þegar þangað var komið stefndu þeir skipi sínu vestur út á óravíddir Kyrrahafsins í átt að hinum nýju úthafsmiðum. Á leiðinni komu þeir við á Galapagos-eyjaklasanum rétt sunnan miðbaugs djúpt undan ströndum Norður-Perú. Þar gerðu þeir við leka á skipi sínu og tóku vatn og vistir. Veiðiferðin hafði þegar þarna kom sögu staðið yfir í 14 mánuði. Þeir voru búnir að fanga þó nokkra hvali en betur mátti ef duga skyldi. Veiðarnar höfðu gengið þokkalega. Vissulega hafði gengið á ýmsu. Þeir höfðu barist við óveður og lagt líf og limi í hættu við að elta hvalina. Þrátt fyrir þetta hafði ekkert óvenjulegt gerst sem gat vakið grun hjátrúarfullrar áhafnarinnar um að hroðaleg örlög biðu þeirra allra. Hvalirnir voru eltir uppi á litlum bátum sem settir voru út frá skipinu. Menn réru á eftir dýrunum og skutluðu þau. Þá upphófst oft mikil helreið þar sem hvalirnir syntu áfram trylltir af hræðslu og sársauka þar til þeir örmögnuðust. Þá var lagst upp að þeim og skorið á slag-
Málverk af hvalveiðiskipinu Essex þar sem það heldur í sinn hinsta hvalveiðileiðangur. æðina við blástursopið svo þeim blæddi út. Hræin voru dregin að skipinu. Þar voru þeir flensaðir og spikinu flett utan af skrokkunum. Það var tekið um borð, hakkað niður og brætt í stórum potti sem stóð á þilfarinu. Hausinn var síðan skorinn af búrhvalnum og opnaður. Í honum var mikið af mjög verðmætu lýsi sem hægt var að ausa upp úr honum. Þegar búið var að ná lýsinu úr hausnum og spikið komið um borð var bæði haus og skrokk fleygt í hafið. Menn voru bara á höttunum eftir lýsinu, olíu þessara tíma. Það var ekki fyrr en áratugum síðar að menn fundu jarðolíu og tóku að nýta hana. Þá fór að fjara undan hvalveiðunum en það er önnur saga sem verður ekki rakin hér. Örlagaríkur dagur Að morgni 20. nóvember 1820 sáu þeir til búrhvalahóps. Þremur bátum var strax slakað á hafið og eltingaleikurinn hófst. Mennirnir réru eins og þeir gátu á litlum bátskeljunum í áttina að dýrunum. Pollard skipstjóri stjórnaði einum, annar báturinn var undir stjórn Owen Chase fyrsta stýrimanns og Matthew Joy annar stýrimaður var fyrir þriðja bátnum. Chase lét bát sinn fara inn á mitt svæðið þar sem hvalirnir voru og þar beið hann eftir að einn þeirra kæmi úr kafi. Um leið og það gerðist þá kastaði hann skutl-
Lífsvon þeirra fólst í því að ná landi einhvers staðar þar sem vingjarnlegt fólk væri að finna ef þeir sigldu þá ekki fram á önnur hvalveiðiskip áður. inum og hæfði. Hvalurinn velti sér um í sjónum og sló sporðinum í bátinn og braut á hann gat. Þetta var algengt. Owen Chase skipaði mönnum sínum að troða tuskum í gatið og ausa á meðan þeir réru aftur til skipsins og tóku bátinn um borð til að gera við hann. Á meðan settu hinir félagar þeirra í hvali. Þetta var allt með eðlilegum hætti. Chase stóð niðursokkinn yfir bátnum á þilfari Essex þegar honum varð litið yfir hafflötinn. Þar sá hann skyndilega stóran búrhval framan við skipið. Þetta
var um 25 metra langur tarfur, með allra stærstu hvölum sem þeir höfðu séð. Áttatíu tonna ferlíki. Haus hvalsins þakinn örum eftir viðureignir við smokkfiska í hafdjúpunum sneri að skipinu. Þeir tóku eftir því að dýrið hegðaði sér einkennilega. Það var ekki á flótta þó að styggð væri komin að öðrum hvölum í kring heldur lá þetta búrhveli næstum kyrrt eins og það væri að skoða skipið. Hvalurinn blés nokkrum sinnum en kafaði síðan skyndilega. Nokkrum mínútum síðar kom hann upp aftur nær skipinu en áður. Ekkert benti til þess að nein ógn stafaði af honum en skyndilega sló hann sporðinum upp og niður á hafflötinn. Stór sporðblaðkan ýtti þessum stóra skrokk sem í raun var lítið nema hausinn skyndilega áfram í átt að skipinu og hann synti stöðugt hraðar. Mennirnir náðu aðeins að hrópa nokkur viðvörunarorð áður en hvalurinn synti beint framan á Essex rétt aftan við stefnið bakborðsmegin. Skipið kastaðist til og nötraði eins og það hefði tekið niðri. Menn féllu og búnaður hentist úr skorðum á þilfarinu. Þeir trúðu ekki sínum eigin augum. Hvalurinn var að ráðast á skip þeirra! Taflið hafði skyndilega snúist við. Þeir voru bráðin, ekki hvalurinn. Þetta hafði aldrei gerst áður. Hvalveiðiskip höfðu siglt á hvali og sokkið eftir slíkan árekst-