Bókarýni
Árni Sigurðsson
Hetjudáðir og hrakfarir Vargöld á vígaslóð – Frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni Höfundur: Magnús Þór Hafsteinsson Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar Reykjavík, 2017 224 bls.
Winston Churchill er sagður hafa staðhæft við Hermann Jónasson forsætisráðherra á fundi þeirra í daglangri Íslandsheimsókn sinni 16. ágúst 1941 að hefðu Þjóðverjar orðið á undan að hernema Ísland hefðu Bretar neyðst til að endurheimta það. Slíkt var hernaðarlegt mikilvægi landsins. Það átti ekki síst við frá 1940 til 1942 meðan baráttan var hvað tvísýnust, eins og höfundur bókar innar Vargöld á vígaslóð áréttar. Hún er fjórða bók Magnúsar Þórs Hafsteins sonar þar sem hernaðarlegt mikilvægi Íslands er snúningsás frásagnarinnar. Hún er safn fimm frásagnarþátta sem hver um sig er sjálf stæð hliðarsaga úr seinni heimsstyrjöldinni. Þær eiga allar það þó sameiginlegt að tengj ast Íslandi með einhverjum hætti, gerast hér eða á hafinu umhverfis landið.
76 ÞJÓÐMÁL Vetrarhefti 2017
Hönnun kápu dregur dám af fyrri þremur bókum höfundar þannig að þótt hver þeirra sé sjálfstæð frásögn mynda þær samstæða heild um mikilvægt hlutverk Íslands í því stóra samhengi sem styrjöldin var. Fyrri bækurnar eru Dauðinn í Dumbshafi, Návígi á norðurslóðum og Tarfurinn frá Skalpaflóa. Í inngangi bókarinnar fjallar höfundur um hvernig hugmyndin að ritun bókarinnar kviknaði vegna áhuga hans á að skoða tengsl Íslands við ýmsa örlagaþrungna atburði stríðsins. Þau atvik sem fjallað er um í bókinni eru lítt þekkt hérlendis og fram að þessu hefur ekki verið fjallað jafn ítarlega um þau og gert er í þessari bók. Magnús Þór fylgir bókinni úr hlaði með því að minnast Örnólfs Thorlacius, sem féll frá snemma árs 2017, og þakkar honum stuðning og samfylgd við bókaskrifin.
Winston Churchill og Hermann Jónasson ganga hér um götur Reykjavíkur í heimsókn Churchill hingað til lands 16. ágúst 1941.
Orrustuskipið Prince of Wales liggur við festar í Hvalfirði þar sem það bíður meðan forsætisráðherrann bregður sér til Reykjavíkur og nágrennis. Í baksýn er Akrafjall. Í nóvember þetta sama ár, aðeins um fjórum mánuðum eftir að þessi mynd var tekin, sökktu japanskar flugvélar skipinu í SuðurKínahafi. Af áhöfninni fórust 327 menn.
I: Þýskur kafbátur tekinn herfangi af Bretum undan Suðurlandi
breytt lítils háttar svo hægt væri að nota þau í margs konar hernaðarlegum tilgangi. Meðal þeirra var farþegaskipið Rawalpindi, sem upphaflega flutti farþega og póst milli Bret lands og Bombay á Indlandi. Átta aflóga fall byssur voru settar niður á þilförin og skipinu siglt á gæslusvæði milli Íslands og Færeyja. Þar lenti það í átökum við tvö fullkomin þýsk orrustuskip, Scharnhorst og systurskipið Gnesenau. Við það ofurefli varð ekki ráðið og Rawalpindi var snarlega sökkt.
Fyrsta frásögnin, sem jafnframt er sú lengsta í bókinni, (67 bls.) er æsispennandi ólíkinda saga um hvernig Bretum tókst síðla sumars 1941 að klófesta glænýjan þýskan kafbát (U-570) undan Suðurlandi, handtaka áhöfn ina og færa bátinn til Hvalfjarðar. Áhöfnin, kornungir sjóliðar, var reynslulítil, sem Bretar álitu að hefði jafnvel átt stóran þátt í að þeir gáfust of auðveldlega upp. Með því að komast yfir kafbátinn fengu Bretar ómetan legar upplýsingar um framúrskarandi tækniog verkfræðikunnáttu Þjóðverja, sem þeir deildu svo með Bandaríkjamönnum. Þrátt fyrir að hafa verið teknir höndum í stríðsbyrjun máttu þýsku sjóliðarnir prísa sig sæla því þrír af hverjum fjórum kafbáta sjómönnum Þjóðverja í seinni heims styrjöldinni skiluðu sér ekki aftur heim. Af um 40 þúsund hvíla 30 þúsund í votri gröf.
II: Fyrsta sjóorrusta seinni heims styrjaldar háð undan Hornafirði Önnur frásögnin er um fyrstu sjóorrustu seinni heimsstyrjaldarinnar, sem háð var undan Hornafirði réttum sjö vikum eftir upphaf hennar. Bretar reyndu að vakta siglingaleiðir því að lífæð þeirra var birgða flutningar á hafi. Fjölda ólíklegustu skipa var
III: Mesti mannskaði í breskri siglingasögu Þriðja frásögnin segir frá örlögum breska liðsflutningaskipsins Lancastria. Aðeins rétt rúmum mánuði eftir að hafa flutt breska hernámsliðið til Íslands 10. maí 1940 var því sökkt af Þjóðverjum við strendur Frakklands þann 17. júní. Þar varð mesti mannskaði í sögu breskrar siglingarsögu bæði á stríðs- og friðartímum. Enginn veit fyrir víst hve margir fórust með skipinu en sumir telja að það hafi verið u.þ.b. 5.000 manns. Fréttir af þessum mikla mannskaða fóru leynt, reynt var að þagga málið niður þar sem óttast var að það myndi draga úr baráttuþreki Breta. Bretar töldu tilganginn helga meðalið, eða eins og Churchill sjálfur orðaði það: „Á stríðstímum er sannleikurinn svo dýrmætur að lygin verður að gæta hans.“ ÞJÓÐMÁL Vetrarhefti 2017
77
Viðgerða- og birgðaskipið Hecla á lægi sínu á Brynjudalsvogi við Þyrilsnes. Sjálfur Þyrillinn í bakgrunni. Hecla var mjög vandað skip og glænýtt. Örlög þess urðu hörmuleg og greinir frá þeim í bókinni.
IV: Örlög bresku „Heklu“
V: Hernámið í hugum ungra drengja
Fjórða frásögnin er af breska viðgerðar- og birgðaskipinu Hecla, sem sigldi glænýtt til Íslands í júlí 1941 og lagðist við festar undan Þyrilsnesi í Hvalfirði, til móts við bæinn Fossá. Hvalfjörður var bækistöð fyrir herskip sem gættu hafsvæðanna umhverfis Ísland og mikilvæg höfn fyrir flutningaskip sem söfnuðust þar saman í stórar skipalestir og sigldu með vopn og vistir norður til Murm ansk. Þessir miklu birgðaflutningar til Rússa voru forsenda þess að halda Stalín góðum og keyptu Bandamönnum jafnframt tíma til að undirbúa innrás í Evrópu. Þessum flota umsvifum fylgdi mikil starfsemi sem byggðist á þjónustu við skipin og áhafnir þeirra. Þar gegndi Hecla lykilhlutverki við skipaviðgerðir og viðhald auk þess sem í því voru samkomu salur, kapella og bakarí. Winston Churchill kom um borð í skipið til að heilsa upp á skipverja í lok Íslandsheimsóknar sinnar og segir höfundur frá þeirri heimsókn og misjöfnum viðbrögðum skipverja. Rúmu ári síðar, haustið 1942, var bresku „Heklu“ svo sökkt af þýskum kafbáti vestur af Gíbraltar, þar sem þriðjungur áhafnarinnar fórst.
Fimmta frásögnin, sem slær botninn í bókina, er viðtalsþáttur við nokkra valinkunna Íslendinga um hvernig hernámið hafði áhrif á daglegt líf og hvaða umróti og breytingum það olli. Nú er orðið svo langt um liðið frá seinni heimsstyrjöld að þeim fækkar óðum sem muna þá tíma og geta deilt eigin reynslu. Því er dýrmætt að bæta í þann minningasjóð meðan hægt er. Þær frásagnir sem höfundur hefur skrásett og birtir í bókar lok eru því fágæt og velkomin viðbót enda kemur þar margt forvitnilegt fram. Meðal annars tjáir Ólafur Ólafsson, fyrr verandi landlæknir, þá skoðun sína að margt jákvætt hafi fylgt hernáminu, ekki síst nýj ungar í tækni og vísindum. Eitt það minnis stæðasta sem hann rifjar upp var atvik þegar leitað var ásjár hjá herlæknum á Álafossi þar sem var stórt hersjúkrahús. Þeir gáfu íslenskri stúlku sem talin var með heilahimnubólgu hið nýja undralyf pensillín, sem virkar gegn bakteríusýkingum, og hafði hún lækningu af. Fullyrðir Ólafur að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem lyfið var notað á Íslandi, en það varð ekki algengt til lækninga hér fyrr en eftir stríð.
78 ÞJÓÐMÁL Vetrarhefti 2017
Churchill kemur um borð í Heclu í Hvalfirði. Sjá má nafn skipsins í þilfarinu framan við fætur hans.
Niðurstaða Vargöld á vígaslóð er lipurlega skrifuð og læsileg bók. Magnús Þór hefur gott lag á að byggja upp stíganda í frásögninni og fangar athygli lesandans strax frá fyrstu málsgrein. Hver frásögn hefst á feitletruðum formála þar sem tónninn er gefinn og samhengið útskýrt. Meginmálið er brotið upp í hæfilega langa kafla með millifyrirsögnum sem gerir textann árennilegri fyrir lesandann. Frásögnin er hröð og höfundur kemst á mikið flug í lýsingum sínum þannig að atburðir sem hann greinir frá standa lesandanum ljóslifandi fyrir sjónum. Ritrýnir saknaði þess þó að enginn eftirmáli er að bókinni þar sem höfundur drægi saman niðurstöður, ályktanir eða eigin hugleiðingar. Höfundur fær hrós fyrir alúð og metnað við frágang. Hann skrifar fyrir almenna lesendur og fer þá leið að trufla ekki flæðið í textanum með fjölda neðanmálsgreina eins og títt er um fræðibækur heldur lætur hann nægja að hafa nokkuð ítarlega og sundurliðaða heimildaskrá í lok hvers frásagnarþáttar. Aftast í bókinni er ítarleg atriðisorða- og nafnaskrá sem hann brýtur upp í nokkrar sundurliðaðar skrár til frekari glöggvunar. Þar er skrá yfir staði og stofnanir, persónur, skipanöfn og skipalestir, „ýmislegt“ og loks yfirlit ljósmynda.
Nokkrar teiknaðar skýringarmyndir sýna leiðir skipa sem fjallað er um. Bókin er ríku lega skreytt ljósmyndum sem studdar eru með ítarlegum myndatextum. Myndirnar styðja vel við textann og auka skilning lesandans á frásögninni. Eini ókosturinn er að þær eru sumar smáar og letur á mynda texta sömuleiðis, þannig að nauðsynlegt getur verið að bregða fyrir sig stækkunargleri til að greina þær almennilega fyrir aðra en fráneygða. Efnisyfirlitið fremst í bókinni er á einni blað síðu. Það er mjög ítarlegt og greinargott en betur hefði farið að gefa því tvær blaðsíður eða einfalda það til að geta haft letrið stærra. Prófarkalestri er örlítið áfátt en ritrýnir varð þó ekki var við fleiri prentvillur en telja má á fingrum annarrar handar; atriði sem ætti að vera auðvelt að lagfæra. Þó er meinleg innsláttarvilla á bls. 212 þar sem HMS Hood er sagt 470 þúsund rúmlestir þegar hið rétta er 47 þúsund rúmlestir. Það færi vel á að lagfæra það við næstu endurprentun. Í heildina er bókin Vargöld á vígaslóð hröð og stórfróðleg frásögn sem heldur lesandanum hugföngnum allt frá fyrstu frásögn og til loka. Þar er hvergi dauður punktur. Hún fær 4 stjörnur af 5 mögulegum. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins, Íslandsdeildar Alþjóðlega Churchill félagsins. ÞJÓÐMÁL Vetrarhefti 2017
79