Höfðingjar hafsins - innsíður.

Page 1

Hรถfรฐingjar hafsins


Höfðingjar hafsins Myndabók – hvalaskoðun við Ísland Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Texti: Magnús Þór Hafsteinsson Höfðingjar hafsins © Friðþjófur Helgason 2008 Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Texti: Magnús Þór Hafsteinsson Umbrot: Uppheimar Prentun: Allur réttur áskilinn Útgefandi: Tindur 2008 ISBN: XXXXXXXXXXXXX

Logo Tinds


HÖFÐINGJAR HAFSINS Hvalir hafa á sér blæ dulúðar. Flestum er það ógleymanleg reynsla að mæta þessum merkilegu dýrum í návígi á hafi úti. Þeir eru eitthvað svo nálægir okkur mönnum en samt svo fjarlægir. Afkvæmi þeirra nærast á móðurmjólk, rétt eins og börnin okkar. Allir hvalir þurfa að anda að sér súrefni til að lifa, alveg eins og við. Bæði hvalir og menn tilheyra ætt spendýra. Við erum skyld. Samt lifum við ofan hafs á jörðu, en hvalir ferðast um undirdjúpin og í yfirborði sjávar. Þeir geta það sem okkur er ókleift – að synda um höfin og niður í myrk djúpin, inn í heima sem enn eru ótrúlega lítt þekktir. Af og til koma þeir upp á yfirborðið. Smáhveli synda hratt og stökkva milli öldu­ toppa á meðan stærri hvalir sýna blástursop og hrygg. Við sjáum gufustróka þegar þeir anda frá sér og að, svo þeir megi hlaða líkama sína af súrefni. Síðan lyftist kannski stór sporður úr hafi. Þeir hverfa á ný niður í heima sem okkur eru lokaðir. Þegar horft er á hvali er auðvelt að skynja hvers vegna þeir hafa verið mönnum hugstæðir frá örófi alda. Þeir hafa alltaf vakið með okkur forvitni, undrun og jafnvel djúpstæðan ótta. Hvalir hafa lifað í heims­ höfunum í tugi milljóna ára. Mannkyn er miklu yngra en geymir þó munnmæli tengd hvölum sem rekja má aftur í forneskju. Menn veiddu hvali sér til matar eða neyttu afurða af þeim ef svo vildi til að þeir strönduðu eða þá ræki einhvers staðar á land. Meðal þjóða og ættbálka sem búið hafa í nánum tengslum við hafið má finna ýmsar

helgisagnir, þjóðsögur og siði sem tengjast hvölum. Oft urðu hvalir án efa uppspretta sagna af ógurlegum sæskrímslum og ófreskjum sem hvergi eirðu ólánssömum sæfarendum sem voru svo óheppnir að rekast á þessar skepnur. Sæfarendur nútímans vita að hvalir eru meðal friðsælustu dýra jarðar. Hvalaskoðun þar sem fólk heldur til hafs til að skoða þessi stórfeng­ legu dýr í þeirra náttúrulega umhverfi er orðin að mjög vinsælli grein ferðamennskunnar. Fólk þyrstir í að fá að sjá þessa fjarlægu ættingja mannsins þar sem þeir lifa í hafdjúpunum skammt undan ströndum sem búa yfir töfralandslagi. Frá því að fyrstu hvalaskoðunarferðir voru farnar frá vesturströnd Bandaríkjanna um miðjan sjötta áratug síðustu aldar þá hefur þessi grein ferðamennsku stöðugt notið meir­i vinsælda víða um heim. Hvalaskoðun á Íslandi hófst árið 1995. Síðan hefur vöxturinn í þessari grein ferðaþjónustu verið ævintýra­ legur. Í tugþúsundatali halda ferðalangar til hafs á ári hverju til að eiga stefnumót við hvali. Í þessum ferðum upplifir fólk bæði haf og land sem undurfagurt og stórbrotið vistkerfi þar sem ægir saman ótal lífsformum dýrategunda sem lifa á jörðu, í lofti og í sjó. Hérna er maðurinn bara einn þátttakandi af mörgum. Þessi bók leitast við að fanga þessa miklu sinfóníu náttúrunnar þar sem hvalirnir leika aðalhlutverk en aldrei einleik. Við erum öll hluti af einni stórri heild sem er náttúran og lífið sjálft.


Reykjavík

HvalaBORGIN

Hvaða höfuðborgir í heimi, aðrar en Reykjavík, geta boðið íbúum sínum og gestum upp á hvalaskoðun við strendur borgarlandsins? Reykjavíkurborg stendur við hina miklu matarkistu, Faxaflóa. Hér hafa hvalir unað í aldanna rás og gefið mönnum tilefni til sagna og örnefnaskýringa. Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa. Hann þykir af mörgum einn fegursti fjörður landsins og dregur nafn sitt af hvölum. Gömul þjóðsaga segir að fjörðurinn heiti eftir illhveli sem átti að hafa grandað mönnum og bátum. Þar á meðal voru tveir synir prestsins að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Prestur brást við með því að beita göldrum til að leiða hinn illa hval inn allan fjörðinn, upp eftir Botnsá innst í firðinum og upp í stöðuvatn sem síðan heitir Hvalvatn. Fjall­ ið fyrir ofan vatnið ber svo heitið Hvalfell. Þetta eru örfá dæmi um fjölda örnefna á Íslandi sem eiga rætur að rekja til hvalagengdar við landið. Þau sýna að sambúð íbúa landsins við höfðingja hafsins hef­ ur ávallt verið náin og tengd sterkum böndum. Það er stutt sigling úr Reykjavíkurhöfn út á milli sunda og eyja við borgina þar sem algengt er að rekast á sjávarspendýr; hvali og seli. Þessir mararbúar láta ekki skarkala þéttbýlis manna trufla sig. Úti í flóanum má oft finna bæði stórhveli og minni hvali. Hvalaskoðunar­

<< FRÁ REYKJAVÍK

skipin hafa bækistöðvar sínar í gömlu höfninni í um­hverfi sem minn­ ir sterklega á nýtingu manna á auðlindum hafsins. Þarna eru skip sem notuð eru til flestra útgerðahátta á Íslandi. Auk hvalaskoðunar­ skipa má meðal annars sjá fiskiskip, hvalveiðiskip, rannsóknaskip, flutningaskip, farþegaskip og varðskip. Hvalveiðiskipin hafa vart stundað veiðar um margra ára skeið. Þau minna nú einkum á þá staðreynd að hvalir hafa verið nýttir til matar á Íslandi í aldanna rás. Það er tímanna tákn að á meðan hvalfangarar liggja óhreyfðir við festar ár eftir ár, þá er mikið líf og fjör í tengslum við hvalaskoðunina. Það þarf ekki að koma á óvart, því aðstæður eru hinar bestu – höfnin iðar. Þar er margt að skoða sem telst til upp­lifana meðal gesta. Við hana er hægt að njóta útsýnis, veitinga, heimsækja söfn og skoða iðandi athafnalíf. Reykjavíkurborg sýnir svo á sér eina af sínum fegurstu hliðum þegar horft er á hana af hafi. Sigling um sundin blá milli eyjanna undan ströndum borgarinnar og út á Faxaflóa er upplifun í sjálfu sér, þar sem horfa má til borgar, hafs og fagurrar fjallasýnar í suðri, austri og norðri. Sjávarspendýr, fiskar og fuglar una svo við sitt í þessu umhverfi, sem er einstæð blanda af náttúru norðurslóða og ys og þys nútíma borgarlífs.












ÓLAFSvík

HvalaPARADÍSIN

Ólafsvík er sannur íslenskur sjávarútvegsbær, sem byggst hefur upp yst á norðanverðu Snæfellsnesi. Þessi staðsetning gerir Ólafsvík að einni af vestlægustu höfnum Íslands. Héðan er stutt á nokkur af gjöful­ustu fiskimiðum við landið, enda stendur bærinn á mörk­um tveggja gullkistna, sem eru Faxaflói og Breiðafjörður. Snæfellsnes skil­ur að flóa og fjörð. Það er engin tilviljun að ystu vogar og víkur þessa mikla ness hafi allt frá því land byggðist þjónað hlutverki sem bækistöðvar fyrir útræði. Undan ströndum í vesturátt er sjálft Norður-Atlantshafið í öllu sínu veldi. Grænland hvílir handan sjón­ deilarhringsins. Hvalir leggja oft leið sína vestur með Íslandi yfir sumartímann í leit að æti á hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands. Á þessu svæði er oft mikla fæðu að finna þar sem kaldir hafstraumar Norður-Íshafs mæta hlýjum sjó Golfstraumsins sem kemur sunnan úr höfum.

<< FRÁ ÓLAFSvík

Stórhvelin við Ísland hafa sótt í þetta umhverfi frá örófi alda. Far­ leiðir margra þeirra, milli fæðingarslóða í suðurhöfum og ætis­svæða í norðurhöfum, liggja einmitt á milli Íslands og Grænlands. Fjöldi hvala­tegunda lifir að sjálfsögðu í þessu ríkulega umhverfi. Ef heppn­ in er með má jafnvel rekast á steypireyðar – stærstu dýr jarðar. Þær eiga það til að leita í það gnægtaborð sem hér má finna. Aðrir skíðis­ hvalir, eins og hnúfubakar og hrefnur, eru algeng sjón. Hið sama má segja um minni tannhvali eins og höfrunga og hnísur. Yfir öllu trónir hinn dularfulli og goðsagnakenndi Snæfellsjökull sem dýrasti steinninn í því náttúrudjásni sem njóta má þegar siglt er undir Jökli þar sem nú er þjóðgarður. Ströndin er ægifögur. Sýnin til lands er stórkostleg þar sem landslagið ber þess glögg merki hvers konar öfl eru að verki við að skapa síbreytilega ásjónu Íslands – jarðeldar, ís, haf og vindar.








Hnúfubakur í æti Hnúfubakar eru algengir við Ísland. Hvalveiðar gengu mjög nærri tegundinni á fyrri hluta 20. aldar. Hún var alfriðuð á sjöunda ára­tugn­ um. Síðan hefur hnúfubökum fjölgað verulega. Hnúfubakar eru fræg­ ir fyrir söng sinn sem þeir kveða neðansjávar. Söngur hnúfubakanna hefur verið gefinn út á hljómplötum og heillað fólk um allan heim. Hnúfubakar eru skíðishvalir. Þeir gleypa ógrynni af sjó í kjaft sinn sem þakinn er að utanverðu með svokölluðum skíðum, sem eru eins og hárfínar greiður. Sjórinn síast út um skíðin þegar kjaftinum er lokað en fæðan, sem einkum er lítil krabbadýr og smáfiskur á borð við loðnu, verður eftir og endar í maga hvalsins. Meðfylgjandi mynd­ ir sýna einmitt hnúfubak í miðri máltíð. Hnúfubakar láta fátt trufla sig við fæðuöflun. Þeir eru gæfir og miklar friðsemdarskepnur. Á sundi skjóta þeir upp hryggnum og sporður þeirra rýfur iðulega haf­ flötinn með tignarlegum hætti þegar þeir kafa. Bægsli hnúfubaka eru gríðarstór og þeir slá þeim oft upp í loft. Þeir eiga það líka til að stökkv­a upp úr sjónum þannig að stór hluti skrokksins kemur úr kafi. Að hitta hnúfubak á góðum degi er ógleymanleg lífsreynsla. Varast ber þó að koma of nálægt þeim því þeir eru með eindæmum andfúlir.


EYJAFJÖRÐUR

HvalaFJÖRÐURINN

Þessi langi og djúpi fjörður fyrir miðju Norðurlandi er griðastaður fyrir hvali. Hér njóta þeir lífsins í fjallaskjóli fjarðarins. Akureyri – sjálfur höfuðstaður Norðurlands – er við botn Eyjafjarðar og ligg­ur vel við samgöngum; þar er góður flugvöllur og hringvegurinn um Ísland liggur um bæinn. Byggðirnar beggja vegna fjarðar bjóða upp á fjölbreytta ferðaþjón­ ustu með ótal möguleikum. Fjalla­sýn er mikil og fögur við Eyjafjörð, þar sem nefna má Súlur, Byggða­fjall, Vaðlaheiði, Höfðahverfis­ fjöll, Látrastrandarfjöll, Hlíðarfjall og sjálfan Kaldbak. Í bland við blómlegar sveitir út með firðinum eru sjávarþorp með klingjandi nöfn­­­um eins og Hauganes, Árskógs­sandur, Dalvík, Hrísey og Greni­ vík. Þessir þéttbýliskjarnar skapa með höfnum sínum ákjósanlegar bækistöðvar fyrir ferðalanga sem vilja halda út á hafflötinn til að

<< FRÁ HAUGANESI VIÐ EYJAFJÖRÐ

skoða hvali og önnur undur norð­lenskrar náttúru, og kannski renna fyrir fisk í leiðinni. Eyjafjörður hefur löngum þótt gjöfull til fiskveiða enda býr hann yfir ríkulegu lífríki. Sjómenn bíða víða með báta sína, reiðubúnir til að færa fólk nær undraheimi fjarðarins. Mynni Eyja­fjarðar er til hánorðurs. Yfir sumarmánuðina má oft sjá hvali bylta sér í yfirborði sjávar við geisla miðnætursólar sem líður yfir fjarðarmynnið. Hrísey, önnur stærsta eyja Íslands, er fyrir miðjum firði. Lega hennar gerir það að verkum að styttra er til lands en ella þegar siglt er um miðbik fjarðar. Hvalirnir una glaðir við sitt í þessu umhverfi og láta ekki skipaumferð koma sér úr jafnvægi. Aðstæður til hvalaskoðunar og sjóstangveiði eru oft hinar ákjósan­legustu inni á lygnum firðinum. Hrefnur, hnúfubakar og minni hvala­tegundir eru algeng sjón, oft skammt frá landi.













HÚSAVÍK

HvalaMIÐSTÖÐIN

Húsavík er við Skjálfandaflóa sem býr fyrir mjög auðugu lífríki. Bærinn stendur á vestanverðu Tjörnesi við austanverðan flóann. Staðurinn býr yfir góðri hafnaraðstöðu og hefur frá alda öðli þjónað mikilvægu hlutverki sem útgerðar- og verslunarstaður þar sem víð­tæk þjónusta og starfsemi tengd landbúnaði á ríkan sess. Húsavík ber þess glögg merki að vera þéttbýlisstaður sem byggst hef­ur upp fyrir tilstilli tveggja helstu grunnatvinnuvega á Íslandi, sem eru landbúnaður og sjávarút­ vegur. Ferðaþjónusta og náttúruskoðun er síðan ný atvinnugrein með síauknum umsvifum. Hér hefur Húsavík sérstöðu. Náttúra Íshafsins er mjög nálæg, enda erum við um hásumar stödd í ríki miðnætursólar­ innar. Norðurheimsskautsbaugur ligg­ur yfir þveran Sjálfanda, skammt norður af Húsavík. Eyjan Flatey á Skjálf­andaflóa er þekkt fyrir ríkt fuglalíf þar sem ýmsir sjófuglar eiga varpstöðvar. Þeir sækja fæðu fyrir sig og sína unga í forðabúr Skjálfanda­flóa. Strax við upphaf hvalaskoðunarferða við Ísland markaði Húsavík sér forystuhlutverk í þróun á þessum nýja valkosti við náttúruskoðun.

<< FRÁ HÚSAVÍK

Bærinn hefur haldið þessum sess allar götur síðan. Floti gamalla og fallegra eikarbáta, sem lokið hafa hlutverki sínu við fiskveiðar, hefur verið endurnýjaður og gerður upp þannig að mikill sómi er að. Þessir bátar eru nú notaðir við hvalaskoðunina. Húsavíkurbær og höfnin eru hvorutveggja rómuð fyrir fegurð. Gömul verslunarhús við höfn­ina hafa verið gerð upp og bjóða nú ýmsar veitingar. Hvalasafnið er sömu­ leiðis í gömlum húsakynnum Kaupfélags Þingeyinga sem var fyrsta kaupfélag á Íslandi. Safnið er einstakt í sinni röð, vinsælt og víðfrægt fyrir sínar fræðandi og skemmtilegu sýningar. Þar er hvölum, sögu þeirra, líffræði og tengslum við mannskepnuna gerð góð skil. Heim­ sókn í það er ógleymanleg, ekki síst ef henni fylgir hvalaskoðunarferð út á Skjálfandaflóa þar sem mikill fjöldi hvala af ýmsum tegundum hafa aðsetur. Þeir eru ófeimnir að sýna sig fyrir forvitnum mannanna augum. Hvalirnir sjálfir eru besta skýringin á því hvers vegna það er engin tilviljun að Húsavík er miðstöð hvala­skoðunar við Ísland.





Selir

Þegar farið er með ströndum landsins eða siglt um grunnsævi er algengt að sjá til sela. Þeir liggja oft á skerjum eða í fjöruborði, eða stinga hausnum upp úr sjó. Þeir eru forvitnir að eðlisfari og fýsir iðulega að fylgjast með því sem fyrir augu þeirra ber. Hér við land eru aðeins tvær selategundir sem lifa sínu lífi og kæpa hér við strend­ ur – landselur og útselur. Aðrar tegundir slæðast hingað norðan úr höfum. Þar er um að ræða vöðuseli, blöðruseli, kampseli, hringanóra og rostunga. Selir hafa löngum verið nýttir með veiðum á Íslandi þó svo sé vart nú. Aðalfæða þeirra er ýmsar fisktegundir. Helsti óvinur selanna eru háhyrningar.





























VESTMANNAEYJAR

HvalaEYJARNAR

Eyjaklasinn við tilkomumikla suðurströnd Ísland er tvímælalaust ein af fegurstu náttúruperlum Íslands. Vestmannaeyjar hafa um ald­ir staðið af sér óblíð náttúruöfl sem hafa mótað eyjarnar og lífríkið umhverfis þær á einstakan hátt. Eyjarnar eru eins konar vin, þar sem þær liggj­a mitt undan hafnlausri strönd Íslands, og þær eiga sér merka sögu. Höfnin í Heimaey er með betri höfnum landsins. Frá hendi nátt­úru og manna er hún einnig tvímælalaust ein sú fegursta með innsigl­ingu sem á ekki hliðstæðu á Íslandi. Útgerð fiskiskipa hefur löngum verið öflug frá Eyjum. Skýringin felst í því að skammt frá Vestmanna­eyjum er að finna margar af gjöfulustu fiskislóðum í Norður Atlants­hafi. Síli, loðna, síld og ótal tegundir botnfiska eiga sínar heimaslóðir við Eyjarn­ ar. Þessi auðlegð hafsins laðar til sín fugla, hvali og fólk. Vestmanna­eyjaklasinn samanstendur, jarðsögu­lega séð, af tiltölulega ungum eldfjallaeyjum. Útlit þeirra ber þess skýrt vitni. Víða eru há björg og klettar í sjó fram, búsetustaðir þús­unda sjófugla sem sveim­a yfir haffletinum umhverfis eyjarnar sem flestar eru grasi grónar ofan til. Sker og dulúðugir drangar eru víða í sjó og kallast á við undur­ fagurt landslag eyjanna. Þær eru fjöl­margar og er Heimaey þeirra stærst. Síðan má nefna Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey, Álsey, Brand og Hellisey. Syðsta eyjan er Surtsey en hún myndaðist í eldgosi árið 1967.

<< FRÁ VESTMANNAEYJUM

Eldgos í Heimaey sem hófst í janúar árið 1973 minnti enn og aftur á að Vestmannaeyjar búa við hrikaleg náttúruöfl. Það gos skildi eftir sig nýtt land sem áhugavert er að skoða utan af sjó. Hvalir eru algeng sjón við Vestmannaeyjar. Þeir hafa þó ekki verið nýttir þaðan með veiðum, enda hefur gnægð aðfanga verið að fá með húsdýrahaldi á eyjunum, ásamt nytjum á fugli og fiski. Háhyrn­ingar una hag sínum sérlega vel við Vestmannaeyjar þar sem þeir fara oftast um í hópum í leit að æti. Þessir öflugu tannhvalir hafa löngum verið þekktir fyrir mikið veiðieðli. Víða fara af þeim sögur fyrir grimm­d. Þeim hefur verið líkt við ljón á landi og vissulega búa þeir bæði yfir tign, dulúð og krafti. Frægt varð þegar háhyrningurinn Keikó var fluttur með flugvél frá Bandaríkjunum til Vestmannaeyja árið 1998. Hvalurinn hafði lifað undir manna höndum frá því að hann hafði verið veiddur sem kálf­ur við Ísland, tæpum tuttugu árum fyrr, og seldur til sjávardýrasafns í Ameríku. Lífið í hafinu við Vestmannaeyjar hélt þó áfram að slá sinn takt í sköpunarverkinu. Sagan af Keikó hefur örugglega átt sinn þátt í því að hvala- og náttúruskoðun af sjó við Vestmannaeyjar er upplifun sem sífellt fleiri ferðalangar vilja ekki missa af – enda býður hún upp á minningar sem endast fyrir lífs­tíð.











Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.