Sjóarinn af Skipaskaga
NÝSKÖPUN Í VÉLTÆKNI
Þingkona með húmor
26. maí 2016 7. TÖLUBLAÐ 5. ÁRGANGUR
Viðtal við dr. Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda: „Forsetinn á að styðja við öll góð verk. Hann á að vera málsvari menningar, náttúru, atvinnulífs, viðskiptalífs, menntasviðs, heilbrigðismála. Hann á að vera málsvari
þeirra sem minna mega sín. Hann á frekar að láta hina í friði, því þeir sjá um sig sjálfir. Þannig að forsetinn á einfaldlega að vera forseti allra Íslendinga,“ segir dr. Guðni Th.
Jóhannesson sem sækist eftir því að verða næsti forseti lýðveldisins. Sjá bls. 10 og 11.
ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN
MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
2
26. maí 2016
LEIÐARI
Blað í sókn
Þ
essi útgáfa af Vesturlandi er sú fjórða síðan blaðið kom út í nýrri mynd undir ritstjórn undirritaðs. Óhætt er að segja að þetta nýja Vesturland hafi fengið frábærar móttökur og fyrir það ber að þakka. Auglýsingasala í blaðið gengur mjög vel, reyndar svo vel að nú er blaðið fimmtungi stærra en það hefur verið til þessa. Þetta tölublað er 20 síður en fyrri blöð hafa verið 16 síður. Vesturland er komið á mjög gott skrið. Eins og lesendum ætti að vera kunnugt þá er blaðinu dreift ókeypis í sjö þúsund eintökum á öll heimili og í fyrirtæki á gervöllu svæðinu frá syðri mörkum hins gamla Kjalarneshrepps í suðri að nyrðri mörkum Dalabyggðar í norðri. Blaðinu Vesturlandi er sömuleiðis dreift í bunkum til ýmissa verslana og veitingastaða á útbreiðslusvæði þess að óskum þeirra sem reka þessi fyrirtæki. Viðskiptavinir þeirra geta þá gripið með sér ókeypis blöð og þannig fengið fréttir og annað efni sem þau geyma. Óski forsvarsmenn slíkra fyrirtækja eftir að fá send blöð er bara að hafa samband við útgáfuna Pressan ehf. Auk alls þessa er vert að benda á að auðveldlega er hægt að hlaða blaðinu niður í tölvur og á farsíma beint af netinu strax um leið og það kemur út annan og fjórða fimmtudag í hverjum mánuði. Nýjasta blað og eldri blöð eru öll aðgengileg á vefsíðunni fotspor.is. Líka má nálgast þau á Facebook-síðu blaðsins sem heitir einfaldlega Vesturland. Rúmlega 700 manns hafa þegar líkað við þá síðu frá því hún var opnuð fyrir sjö vikum síðan og fjölgar jafnt og þétt. Þarna verða ný blöð lögð út, ásamt ýmsu efni úr þeim. Með öllu þessu er reynt að tryggja eftir föngum að blaðið fari sem víðast, að það nái til fólks. Það er ekki selt fyrir metfé, hvorki í áskrift né lausasölu, heldur er það ókeypis og mun alltaf verða það – alveg eins og Facebook. Ábyrgir stjórnendur fyrirtækja, ríkisstofnana og sveitarfélaga sem á hverjum tíma velta fyrir sér hvernig fá megi sem mest út úr hverri krónu sem varið er til auglýsinga ættu að taka eftir Vesturlandi því það er alveg á hreinu að það fólk sem fær blaðið í hendur gerir það. Við sjáum það og finnum á viðtökum síðustu vikna. Lesendur sem hafa þetta tölublað í höndum sjá að það er nokkur áhersla á sjávarútvegsmál og sjómennsku í þessu blaði. Það er vegna þess að sjómannadagurinn verður samkvæmt hefð haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní. Á Vesturlandi hefur löngum verið blómlegur og kraftmikill sjávarútvegur og vonandi verður svo áfram um langan aldur. Frá landshlutanum hafa komið fjölmargir dugandi sjómenn í aldanna rás. Margar dáðir hafa verið unnar en líka færðar ótal fórnir. Vesturland óskar sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Við eigum öll þessu góða fólki mikið að þakka. Eigið góða helgi! Magnús Þór Hafsteinsson
Birgir Snæland fremstur á myndinni ásamt Sigurjóni Birgissyni og Grzegorz Palinski starfsmönnum Jötunstáls við eina af sæbjúgnavélunum sem sendar voru í byrjun vikunnar til Kanada.
Jötunstál á Akranesi framleiðir og selur sæbjúgnavélar til risafyrirtækis í Kanada A
KRANES: Vélsmiðjan Jötunstál er ungt og lítið fyrirtæki á Akranesi en til þess leitar þó stærsti sjávarútvegsrisi Kanada þegar sú samsteypa þarf á vélum að halda. Hér er um að ræða vélbúnað til vinnslu á sæbjúgum. Á mánudag í þessari viku fóru vélarnar af stað frá Akranesi til kaupandans í Kanada. „Við höfum hannað þennan vélbúnað frá grunni. Til þessa höfum við framleitt og selt 14 vélar. Þær hafa farið til fiskvinnslufyrirtækja hér heima á Íslandi, til Kamsjatka í Rússlandi, í Noregi og Kanada. Sjávarútvegsfyrirtækið Ocean Choice International í Kanada er með 1.600 manns í vinnu sem segir allt um umsvif þess í veiðum og vinnslu. Fyrirtækið er mjög þekkt á alþjóða vettvangi og meðal annars 7. TBL. 5. ÁRGANGUR 2016 með yfir 90 prósent af öllum kvótum í Útgefandi: Pressan ehf. Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Björn Ingi Hrafnsson, uppsjávarfiski við Kanada. Það er mikil netfang: bjorningi@pressan.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, sími: 824-2466, viðurkenning að svona stórt fyrirtæki netfang: amundi@fotspor.is. Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. skuli leita til pínulítils fyrirtækis á Ritstjóri: Magnús Þór Hafsteinsson. Sími: 864 5585 Netfang: magnushafsteins@simnet.is Akranesi á Íslandi til að kaupa af því Efni blaðsins er skrifað af ritstjóra nema annað komi fram. sérhæfðan vélbúnað til vinnslu á sjávarUmbrot: Prentsnið. Hönnun: Davíð Þór Guðlaugsson Prentun: Landsprent. Dreifing: Íslandspóstur. fangi sem í þessu tilfelli eru sæbjúgun. FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 7.000 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI OG Í Þetta er mesta viðurkenning sem við FYRIRTÆKI Á KJALARNESI, Í KJÓS, AKRANESI, HVALFJARÐARSVEIT, getum fengið, miklu mikilvægari en BORGARBYGGÐ, SNÆFELLSNESI OG Í DÖLUM. BLAÐIÐ LIGGUR öll nýsköpunarverðlaun,“ segir Birgir EINNIG FRAMMI Á HELSTU ÞÉTTBÝLISSTÖÐUM Á SVÆÐINU AUK ÞESS SEM LESA MÁ ÞAÐ Á NETINU (FOTSPOR.IS). Snæland framkvæmdastjóri Jötunstáls. Birgir segir að allar vinnslur á Íslandi sem vinna sæbjúgu séu í dag með vélar til þess frá Jötunstáli. „Þar af eru tvær nýjar hér á Vesturlandi hjá Aurora Seafood í Borgarnesi.“ Hann telur að sæbjúgu séu ein vannýttasta sjávarauðlindin við Ísland í dag. Góðir markaðir eru fyrir þessa vöru í Austurlöndum Herbergi laus á heimavist næsta skólaár fjær. „Það er mikil eftirspurn eftir ísFjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi lenskum sæbjúgum á mörkuðum. Það Stúdentsbrautir – Iðnnám – Brautabrú - Afreksíþróttasvið er ekki síst fyrirtækinu Hafnarnesi
Fjölbrautaskóli Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi Vesturlands Akranesi
Herbergi laus á heimavist næsta skólaár
Stúdentsbrautir Iðnnám Herbergi laus á heimavist– næsta skólaár Brautabrú – Afreksíþróttasvið
Stúdentsbrautir – Iðnnám – Brautabrú - Afreksíþróttasvið
Jötunstál heldur til í sjávarútvegsumhverfi á Breiðinni á Akranesi. Fremst til vinstri á myndinni sést plógur sem notaður er til að að veiða sæbjúgu.
Í síðasta tölublaði Vesturlands mátti lesa um sæbjúgnaveiðar áhafnar Kletts MB í Faxaflóa í aprílmánuði. Vinnsla á sæbjúgum er stunduð í Borgarnesi.
VER í Þorlákshöfn að þakka. Þeir hafa hugsað um þessar veiðar í gegnum árin og passað vel upp á gæði og þannig styrkt orðsporið.“ Birgir Snæland hefur skoðað markaðsmálin og sæ-
búgnaveiðar- og vinnslu á heimsvísu vandlega ásamt Jóni Reyni Sigurvinssyni föður sínum sem er skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. „Pabbi hefur gaman af því að greina gögn, er mjög áhugasamur og hefur hjálpað mér mikið við að kortleggja möguleikana um víða veröld, greina markaðina og gera skýrslur.“ Framkvæmdastjóri og stofnandi Jötunstáls bætir því við í lokin að það gangi þokkalega hjá fyrirtækinu og verkefnastaðan sé góð. „Það er nóg að gera. Fyrir einum tveimur árum síðan vorum við önnum kafnir við að smíða búnað fyrir makrílbáta sem veiddu hér við Ísland. Makríllinn datt svo upp fyrir þegar flotinn var allur settur í kvóta en annað kom í staðinn. Það eru sæbjúgun. Þetta er mjög skemmtileg nýsköpunarvinna að búa til vélar fyrir þessa vinnslu,“ segir Birgir Snæland, bjartsýnn og ákveðinn.
Ráðgefa engan upphafsloðnukvóta á næstu vertíð
L
ANDIÐ: Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að enginn upphafskvóti verði gefinn út fyrir loðnuvertíðina næsta Sími 433-2500 skrifstofa@fva.is www.fva.is vetur. Þessi tíðindi eru í samræmi við mælingarniðurstöður HafrannSími 433-2500 skrifstofa@fva.is www.fva.is sóknarstofnunar á ungloðnu síðaSími 433-2500 - skrifstofa@fva.is - www.fva.is stiliðið haust. Þá fannst afar lítið af
ókynþroska ungloðnu sem gæti bent til þess að nýliðunarbrestur hafi komið upp í loðnustofninum. Þó vona menn að um vanmat sé að ræða þar sem ekki tókst að fara yfir allt rannsóknasvæðið. Síðasta loðnuvertíð var ein sú lélegasta í manna minnum talið í aflamagni. Hrognataka og –
frysting hjá HB Granda á Akranesi hefur oft verið kærkomin búbót hjá Vestlendingum á undanförnum árum. Endanlegur kvóti á vertíðinni 2016/2017 verður ákveðinn eftir mælingar á veiðistofni loðnu næsta haust og vetur en þangað til ríkir fullkomin óvissa um loðnuvertíðina.
VINSÆLUSTU ATVINNUBÍLAR EVRÓPU Gríðarsterk sendibílalína Ford
Standard heitir á morgnana FÁANLEGUR SJÁLFSKIPTUR
FORD TRANSIT CUSTOM
3.491.000
KR. ÁN VSK FÁANLEGUR Í TVEIMUR LENGDUM
FORD TRANSIT VAN
4.431.000
KR. ÁN VSK FÁANLEGUR FJÓRHJÓLADRIFINN AWD
FRÁ
2.379.000
KR. ÁN VSK
FRÁ
FRÁ
FORD TRANSIT CONNECT
FORD TRANSIT SENDIBÍLAR Í áratugi hafa fyrirtæki sett traust sitt á styrk, virkni og áreiðanleika Ford atvinnubíla. Þeir hafa fengið fjölda verðlauna enda harðgerðir, sparneytnir og þekktir fyrir lága bilanatíðni. Á síðasta ári var Ford stærsta merkið í flokki atvinnubíla í Evrópu.
Kíktu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig.
Bluetooth GSM símkerfi, olíumiðstöð með tímastillingu (standard heitir á morgnana), spólvörn og brekkubremsa er hluti af ríkulegum staðalbúnaði allra Ford Transit.
Komdu og prófaðu Ford Transit
Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota.
EIGUM TRANSIT SENDIBÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000
Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050
ford.is
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16.
Ford Transit Connect, EcoBoost bensín 100 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,6 l/100 km. CO2 losun 129 g/km. Verð með bensínvél frá 2.950.000 kr. m/vsk. Ford Transit Connect, 1,6TDCi dísil 75 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,4 l/100 km. CO2 losun 115 g/km. Verð með dísilvél frá 3.210.000 kr. m/vsk. Ford Transit Custom, 2,2TDCi dísil 100 hö., 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,9 l/100 km. CO2 losun 183 g/km. Verð frá 4.330.000 kr. m/vsk. Ford Transit Van, 2,2TDCi dísil 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 7,3 l/100 km. CO2 losun 194 g/km. Verð frá 5.495.000 kr. m/vsk. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
Ford_Transit_sendibílalína_5x38_20160205_END.indd 1
23.2.2016 14:37:46
4
26. maí 2016
Strandveiðar ganga vel við Vesturland
S
trandveiðum í maímánuði á svæði A, sem nær frá Eyjaog Miklaholtshreppi norður í Súðavíkurhrepp á Vestfjörðum lauk á fimmtudag. Þá voru bátar á þessu svæði búnir að veiða leyfilegan heildarafla í mánuðinum og aðeins betur því þeir fóru 34 tonn framyfir. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu þá veiddu alls 205 bátar 886 tonn á þessu svæði A og landanir voru 1.310 talsins. Af aflanum voru 867 tonn þorskur. Í næsta mánuði er potturinn 1.032 tonn á þessu svæði. Á svæði D sem Faxaflói heyrir undir voru veiðar síðan stöðvaðar í byrjun þessarar viku. Þar var hámarksaflinn 520 tonn. Um liðna helgi hafði Fiskistofa fært 455 tonn af því til bókar. Um helgina var alls búið að veiða 1.895 tonn á strandveiðum á landsvísu. Eftir voru 550 tonn af hámarksafla mánaðarins. Lögum samkvæmt þá mega strandveiðibátar róa frá og
Strandveiðiflotinn á Arnarstapa nú í maímánuði. Þaðan róa nú tugir báta um strandveiðitímann.
með mánudegi til og með fimmtudegi í hverri viku uns leyfilegu hámarki er náð. Fari afli í hverjum mánuði yfir hámark dregst það sem umfram er frá há-
marki næsta mánaðar. Náist hámarkið ekki þá er það það sem eftir liggur fært yfir á næsta tímabil. Strandveiðar við Vesturland þykja
hafa gengið vel það sem af er sumri. Gæftir hafa verið þokkalegar og þorskurinn almennt vænn, ekki síst við Snæfellsnes.
Nýtt og glæsilegt skip frá Álasundi til Stykkishólms
S
TYKKISHÓLMUR: Útgerðarog fiskvinnslufyrirtækið Þórsnes í Stykkishólmi hefur gert samning um kaup á mjög öflugu línuog netaveiðiskipi frá Álasundi í Noregi.
Skipið heitir Veidar 1 og var smíðað fyrir 20 árum (1996) hjá Solstrand Verft í Noregi en sú skipasmíðastöð er þekkt fyrir vandaða vinnu, ekki síst þegar kemur að bátum af þessari gerð.
Veidar 1 er 43,32 metrar á lengd og breidd skipsins er 10,50 metrar. Það mælist alls 879 brúttótonn. Veidar 1 mun leysa af hólmi Þórsnes SH sem er orðið 52 ára gamalt. Þetta mun þó
ekki gerast fyrr en næsta vor að því er Stykkishólmspósturinn greinir frá. Útgerð Veidar 1 eru nú að láta smíða nýtt skip sem á að koma í stað þess sem leysa mun Þórsnes SH af hólmi.
SMÁFRÉTTIR
Laxinn kominn í Borgarfjörðinn BORGARBYGGÐ: Egill Jóhann Kristinsson bóndi í Örnólfsdal við Þverá í Borgarfirði sá í síðustu viku hvar fimm fallegir og nýrunnir laxar voru mættir á brotinu í Klettsfljóti, sem er ofarlega í ánni. Að sögn Egils voru fjórir þeirra um tíu punda en einn stærri og sennilega um sextán pund. Örnólfsdalur er efsti bær í byggð við Þverá. Fróðir menn gera ráð fyrir því að laxarnir séu á hraðsundi upp hana og hyggi för sinni til efra svæðisins sem kallast Kjarrá. Þykir vita á gott að sjá til laxa svo ofarlega jafn snemma sumars. Laxveiðitímabilið á að hefjast 4. júní. Þá hefjast veiðar í Norðurá í Borgarfirði. Daginn hefjast menn handa við veiðar við Blöndu. Opnað verður fyrir veiðar í Þverá og Kjarrá 10. júní. Morgunblaðið greindi frá.
Aukning í nautgripakjöti LANDIÐ: Búnaðarmálaskrifstofa MAST hefur sent frá sér yfirlit sem sýnir að framleiðsla á nautgripakjöti náði rétt rúmlega 4.000 tonnum síðastliðnu tólf mánuði, það var frá maí 2015 til apríl 2016. Þetta er 16,8% aukning frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Heimasíða Landsambands kúabænda greinir frá því að salan á sama tímabili hafi verið 3.970 tonn. Þar var aukning um 15,1% frá fyrra ári. Ungnautakjötsframleiðslan var 2.336 tonn, sem er aukning um 14,3%. Kýrkjöt var 1.606 tonn, en þar var aukning um 19% frá fyrra ári. Ungkálfar gáfu svo 47 tonn en það var aukning um 57% frá árinu áður. Alikálfar voru 17 tonn, sem er rúmlega tvöföldun frá síðasta ári. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2016 var innflutningur nautgripakjöts rúmlega 68 tonn. Það var 38% samdráttur frá síðasta ári en þá var nam innflutningurinn rúmum 111 tonnum á fyrsta ársfjórðungi.
Hrefnuveiðar hafnar við Vesturland Veidar 1 við slipptöku í Noregi. Eins og sjá má er hér um að ræða stórt og öflugt skip.
Séð aftan frá á stjórnborðshlið Veidar 1. Myndir af Facebook-síðu Veidar 1 en þar geta áhugasmir séð fleiri myndir af skipinu.
Kolmunnaafli íslenskra skipa tvöfaldast
L
ANDIÐ: Á fjórum fyrstu mánuðum þessa árs veiddu íslensk skip alls 103.533 tonn af kolmunna. Á sama tíma í fyrra var kolmunnaaflinn 55.486 tonn. Hann nær tvöfaldaðist því milli ára. Mest af kolmunnanum veiddist að venju í lögsögu Færeyja eða 96.958 tonn. Einungis 5.202 tonn veiddust í lögsögu Íslands. Aflahæsta skipið í kolmunna á fjórum fyrstu mánuðum ársins er Síldarvinnsluskipið Börkur NK 122 með 12.494 tonn. Næst kemur Venus NS 150 sem er í eigu HB Granda með 12.396 tonn. „Þegar horft er til aflabragða í kolmunna á ofangreindu tímabili síðastliðin ár þá kemst hann nærri metaflaárunum árin 2006 til 2009 þegar afli íslensku skipanna fór vel yfir 100 þúsund tonn. Til að mynda var hann 112 þúsund tonn árið 2009 og 130 þúsund tonn árið 2008,“ skrifar Fiskistofa í samantekt sinni á afla fyrstu fjóra mánuði ársins í norsk-íslenskri síld, makríl, úthafskarfa á Reykjaneshrygg og kolmunna.
VESTURLAND: Hrefnuveiðibáturinn Hrafnreyður KÓ landaði sínu þriðja dýri og Rokkarinn KE landaði tveimur hrefnum í síðustu viku en fyrsta hrefna sumarsins veiddist 25. apríl. Rokkarinn KE (sem áður hét Hafsteinn SK) veiddi þarna sínar fyrstu hrefnur. Þetta þykir ágæt byrjun á vertíð sumarsins og mun betri en í fyrra. Þá setti verkfall dýralækna setti strik í reikninginn. Báðir bátarnir munu stunda hrefnuveiðar í sumar. Gott framboð ætti því að verða af hrefnukjöti en það hefur iðulega selst upp á síðustu árum. Nú á nýtt og ferskt hrefnukjöt að vera komið í allar verslanir.
Sýning um þorskastríðin
Venus NS gerði það gott á kolmunnanum í vor.
Það heyrir til enn jákvæðari tíðinda að fjölmörg skip sem hafa verið á kolmunnaveiðum í vor hafa fengið umtalsvert af makríl sem meðafla í flot-
vörpuna. Meðal annars landaði Venus NS-150 alls 424 tonn af makríl úr einni veiðiferð undir lok aprílmánaðar þar sem skipið kom jafnframt með rúm tvö
þúsund tonn af kolmunna. Makrílafli íslenskra skipa í síðasta mánuði var rúm 1.100 tonn. Síldarafli úr norsk-íslenska stofninum var 2 tonn.
REYKJAVÍK: Sýningin ÞORSKASTRÍÐIN, FOR COD’S SAKE í Sjóminjasafninu, Grandagarði, fjallar um pólitískar deilur Íslendinga og Breta um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958–1976. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. Sýningin er afrakstur vinnu meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Safnið er opið kl. 10–17.
Þrjú merki sem gott er að leggja á minnið Tímalaus hönnun sem hentar vel sem gjafavara. Réttu græjurnar fyrir pizzabaksturinn
Fjölbreyttar lausnir til hagræðingar fyrir heimilið.
Hágæða hársnyrtivörur fyrir konur og karla.
Retro Bin Þessi með kúlulaga loki og fótstigi. Til í ýmsum retro litum. Verð frá kr: 5.490,-
Braun rakvél Sport 197-1 Kr. 12.900,-
Pizzasteinn, hnífur og platti. Saman í setti. Verð kr: 5.990,-
Pressukönnur í úrvali
Koparinn er sígildur enda er koparlitaða pressukannan vinsæl.
Braun hárskeri hc3050 Kr. 7.990,-
Straubretti Brettin eru öll með skrautlegu áklæði og með mismunandi palli fyrir straujárn. vatnsheld
Verð frá kr: 5.990,Verð kr: 12.990,-
Brauðkassi og skurðarbretti Rúmgóður brauðkassi með skurðarbretti.
Litir og munstur
Braun rakvél 380 Kr. 26.900,-
Braun rakvél 320-4 Kr. 19.900,-
Ruslaföturnar frá Brabantia eru heimilisprýði á meðan þær gegna hlutverki sínu.
Verð kr: 6.990,-
Braun hárblásari hd550 Kr. 7.990,-
Salt- og piparkvörn í sama stauknum
Braun sléttujárn SatinHair-st510 Kr. 7.990,-
Stafrænar eldhúsvogir Ómissandi gæðagripir og sannkölluð eldhúsprýði. Til í nokkrum litum.
vatnsheld
Verð kr: 3.990,Verð kr: 5.490,-
Saltið og piparinn saman í einum stauk. Það fer bara eftir því í hvora áttina þú snýrð. Hin fullkomna salt og piparkvörn. Til í ýmsum litum.
BRAUN Háreyðingartæki Silk-épil5 Legs&Body Kr. 16.900,-
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
BoRgARBRAUT 61, BoRgARNEsI sÍMI: 422 2211
DALBRAUT 1, AKRANEsI · sÍMI 433 0300
6
26. maí 2016
Kristján Sæmundsson jarðfræðingur (t. v.) og Þórólfur Hafstað sérfræðingur ÍSOR eru meðal reyndustu jarðhitaleitarmanna Íslands. Þeir eiga mestan heiður af því að heitt vatn fannst loks í Kjósinni eftir þriggja áratuga leit. „Holan hér var boruð niður á 800 metra og upp úr henni kom alveg hellingur af vatni,“ sagði Þórólfur þegar hann lýsti borunum í landi Möðruvalla þegar heita vatnið fannst fyrst 2008.
Sjóðandi heitt vatn steymir nú úr iðrum jarðar í Kjósinni og bíður þess að verða veitt til íbúa og sumarhúsaeigenda sveitarfélagsins. Kjósin breytist þannig úr svokölluðu köldu svæði í heitt svæði sem hefur í för með sér mikla breytingu fyrir búsetugæðin í sveitarfélaginu.
Fyrsta skóflustunga tekin að nýrri hitaveitu í Kjósinni
K
JÓS: Hátíðleg og söguleg stund rann upp í landi Möðruvalla í Kjós nú á sunnudaginn 22. maí þegar fjöldi sveitunga og annarra velunnara Kjós-
arinnar komu saman til að taka fyrstu skóflustungu að nýju hitaveitunni sem nú verður lögð um mest alla sveitina og Vesturland hefur greint frá. Samhliða hitaveitunni verður lagður ljós-
Pétur Guðjónsson í Bæ stjórnarformaður Kjósarveitna gekk augljóslega stoltum skrefum af vettvangi eftir að hafa tekið fyrstu skóflustunguna að hitaveitunni.
Guðmundur Davíðsson frá Miðdal stjórnarmaður Kjósarveitna og oddviti Kjósarhrepps flytur ávarp sitt. Hjá honum stendur Sigríður Klara Árnadóttir framkvæmdarstjóri Kjósarveitna.
leiðari. Framkvæmdirnar hljóða upp á um einn milljarð króna og þeim á að vera lokið innan tveggja ára. Þegar hefur verið hafist handa við að leggja út lagnir.
Þrír þingmenn voru viðstaddir atburðinn. Það voru þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson og Haraldur Benediktsson. Öll hafa ásamt fleirum lagt málefnum Kjósarhrepps gott lið á undangengnum misserum.
Stjórn Kjósarveitna en það fyrirtæki var stofnað um lagningu hitaveitunnar og ljósleiðarans. Pétur Guðjónsson í Bæ stjórnarformaður flytur ávarp. Við hlið hans eru Sigríður Klara Árnadóttir framkvæmdastjóri Kjósarveitna, Sigurður Ásgeirsson frá Hrosshóli, Karl Magnús Kristjánsson frá Eystri Fossá og Guðmundur Davíðsson frá Miðdal, allir stjórnarmenn. Fimmta stjórnarmanninn vantar á myndina en það er Sigurður Sigurgeirsson formaður Félags sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn.
Gufan frá heita vatninu lék um gesti. Veittir voru ókeypis nautakjötshamborgarar úr hráefni frá Hálsi í Kjós úr veitingavagninum Tuddanum sem er í eigu Þórarins Jónssonar bónda á Hálsi. Alls var hesthúsað 180 hamborgurum sem segir allt um góða mætingu.
– Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir
HUSQVARNA FS 400 LV
Sögunardýpt 16,5 sm
HUSQVARNA K 760
Sögunardýpt 12,5 sm
HUSQVARNA K 3600 MK II
Sögunardýpt 27 sm
HUSQVARNA K 2500
Sögunardýpt 14,5 sm
HUSQVARNA DM 230 Bordýpt 15 sm
HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar
ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
BÍLSKÚRA- OG IÐNAÐARHURÐIR Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum.
Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi.
Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 5673440, Fax: 5879192
8
26. maí 2016
Akranesbær leggur rúman hálfan milljarð í fjárfestingar og framkvæmdir
A
KRANES: Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að verja alls 513 milljónum króna til ýmissa fjárfestinga á yfirstandandi ári. Fyrri áætlun sem samþykkt var í desember hafði verið tekin til endurskoðunar í ljósi þess að upp komu aðkallandi verkefni á borð við fjölgun skólastofa við Grundaskóla og endurnýjun grasvalla við bæði Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Auknu fjármagni var þannig bætt við fyrri áætlun. Nú er áætlað að nota 513 milljónir króna sem skiptast í 443 milljónir í fjárfestingar og 70 milljónir í framkvæmdir.
Heitir pottar og sementsmannvirki
Mestum fjármunum, eða 95 milljónum verður varið í endurbætur við Jaðars-
bakkalaug. Þar verður svæði heitra potta endurnýjað auk þess sem yfirborð verður lagfært og girðing endurbætt. Þessi verk verða boðin út í júní en framkvæmdir hefjast í sumarlok. Einnig verður boðin út framkvæmd við heita laug í grjótgarðinum við Langasand. Við slit á svokölluðum Bræðrapartssjóði í ársbyrjun 2014 var 10 milljónum ánafnað til Akraneskaupstaðar til að byggja upp heita laug sem skyldi bera nafnið Guðlaug. Það voru ættingjar fyrrum ábúenda að Bræðraparti sem afhentu kaupstaðnum þessa fjárhæð en einnig voru settar 10 milljónir í Breiðina og sam bærilegt fjármagn til gerðar sýningar á Byggðasafninu. 72,5 milljónir króna fara svo í Sementsreitinn svokallaða. Unnið er
Ýmsar framkvæmdir eru framundan á Akranesi og í lok ársins stendur til að hefja niðurrif á hluta af þeim byggingum sem tilheyrðu Sementsverksmiðjunni.
að skipulagi hans. Þeirri vinnu á að ljúka í árslok. Lagt hefur verið til að mannvirki á borð við svonefnda Efnisgeymslu og Kvarnarhús verði rifin. Niðurrif hefst í lok árs og verður framhaldið á árinu 2017.
Fé lagt í lúnar götur
Alkunna er að gatnakerfi eldri hluta Akranesbæjar er víða mjög illa farið
og í niðurníðslu. Á vef Akranesbæjar kemur fram að endurnýja þurfi um 20 kílómetra af götum bæjarins. „Kostnaður við hvern kílómeter af fræsingu og malbikun hleypur á tugum milljóna króna. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fara í endurbætur og samhliða þarf að vinna með Orkuveitunni að áætlun um endurnýjun lagna þannig að röskun verði sem minnst fyrir íbúa. Á dögunum hófust framkvæmdir við neðsta hluta Vesturgötu. Þar er bæði búið að malbika neðsta hluta götunnar og fræsa hana upp frá Merkigerði að Stillholti. Fræsingin var gerð með tilliti til þess að gatan gæti staðið ein og sér í einhvern tíma eftir þá aðgerð. Skýringin á því er að finna þarf ástæður þess að önnur akreinin þarna er bæði sigin og skemmd. Nú er verið að rannsaka jarðveginn þarna. Ekki verður farið í að malbika fyrr en að niðurstöður úr þeirri athugun liggur fyrir. Á sama tíma er verið að ræða við
Orkuveituna um endurnýjun lagna á þessum götukafla. Á skipulags- og umhverfisviði er verið er að endurskoða allt gatna- og stígakerfi Akraness í heild sinni og stefnt er að því að fimm ára áætlun um frekari viðhaldsaðgerðir á gatnakerfi kaupstaðarins liggi fyrir á árinu. Horft verður samhliða á ástand gatnakerfisins, umferðaröryggi, aðgengi fyrir fatlaða og stígakerfið. Í stígakerfinu verði meðal annars horft til tenginga milli bæjarhluta og opinna svæða. Ýmis smærri verkefni er að finna í framkvæmdaáætlun, svo sem gerð útskots fyrir strætisvagna, malbikun á bílastæði í Jörundarholti, framkvæmdir á skólalóðum, í kirkjugarðinum og kaup á bíl fyrir Höfða sem sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra,“ segir í frétt á vef bæjarins (akranes.is). Þar má einnig finna ítarlegan lista yfir fjárfestingar og framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins árið 2016.
Teikning sem sýnir nýja heita potta sem settir verða niður við Jaðarsbakkalaug.
Sköpunarkrafturinn býr innra með okkur. Við leitumst við að móta umhverfi okkar eftir eigin smekk og þörfum til að öðlast samhljóm og jafnvægi í daglegu lífi. Silestone býður þér upp á fjölbreytta nálgun við þessa tjáningu þegar þú vilt móta nýtt eldhús eða baðherbergi á persónulegan hátt. Silestone er fáanlegt í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendum með Silestone.
Steinsmiðjan Rein - Viðarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 566 7878 - www.rein.is
www.silestone.com
Síðustu vikur hefur verið unnið að viðgerðum og málningu á mannvirkjum sem tilheyrðu Sementsverksmiðjunni á Akranesi en eiga að standa áfram. Í fyrrasumar voru svo sementstankarnir málaðir.
VÍKURVAGNAR EHF MIKIÐ ÚRVAL AF KERRUM FYRIR IÐNAÐARMENN OG VERKTAKA
VÍKURVAGNAR EHF.
STYRKUR, ÞJÓNUSTA og ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
10
26. maí 2016
Guðni Th. Jóhannesson á heimili sínu á Seltjarnarnesi.
Forsetinn er málsvari Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi LANDIÐ: Hinn 25. júní næstkomandi ganga landsmenn að kjörborði og kjósa sér nýjan forseta. Dr. Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur mælst með langmest fylgi forsetaefna í könnunum að undanförnu, en kosningabaráttan er þegar orðin lífleg. Guðni er landskunnur fyrir sagnfræðirit sín og skemmtilegar stjórnmálaskýringar, þar sem gjarnan er stutt í sögulegar skírskotanir. Björn Jón Bragason ritstjóri Reykjavíks vikublaðs tók Guðna tali á heimili hans á Seltjarnarnesi og birti í blaði sínu um liðna helgi. Reykjavík vikublað er gefið út af Pressunni sem er sama útgáfufélag og stendur að blaðinu Vesturlandi. Björn gaf góðfúslega leyfi fyrir því að viðtalið birtist einnig hér í þessu blaði enda Guðni að sjálfsögðu ekki síður frambjóðandi á vesturhluta Íslands en í Reykjavík. Björn Jón spurði Guðna Th. Jóhannesson fyrst af öllu um upprunann: „Ég er fæddur í Reykjavík. Fyrstu mánuðum ævi minnar varði ég á Ægisgötunni, þar sem foreldrar mínir, Margrét Thorlacius og Jóhannes Sæmundsson, bjuggu. En þau keyptu fokhelt einbýlishús á Arnarnesi 1969, þegar ég var um það bil eins árs og við fluttum þangað. Margir urðu hugsi yfir því að þessi ungu kennarahjón ætluðu að kaupa sér einbýlishús á Arnarnesi, en þau gátu lagt fyrir, voru í tvöfaldri og jafnvel þrefaldri vinnu og gerðu allt í húsinu sem þau gátu, eins og svo títt er hér á landi. Þau reistu okkur þetta indæla heimili, þar sem við ólumst upp þrír bræðurnir, ég, Patrekur og Jóhannes. Þarna átti ég ósköp ljúf æskuár.“
Í íþróttum alla daga
- Hver voru helstu áhugamál þín sem barn og unglingur? „Faðir minn heitinn, Jóhannes Sæmundsson, var lengi íþróttakennari við Menntaskólann í Reykjavík, íþróttaþjálfari og íþróttafræðslufulltrúi hjá Íþróttasambandi Íslands. Hann var
mjög virkur í þessum málum þegar við strákarnir vorum að alast upp og við fórum með honum á æfingar og leiki. Ég man eftir frjálsíþróttaæfingum á Melavellinum og körfuboltaæfingum þegar Einar Bollason var landsliðsþjálfari, en handboltinn var fyrirferðarmestur. Pabbi var aðstoðarmaður Jóhanns Inga Gunnarssonar þegar hann var landsliðsþjálfari og líka þegar Jóhann Ingi þjálfaði KR, þannig að við vorum að sniglast þar, ég og Patrekur bróðir minn. Pabbi lést 1983 og þá var Jóhannes, yngsti bróðir okkar, bara fjögurra ára, svo hann náði nú bara rétt í skottið á þessu. En ég man til dæmis eftir því að horfa á Ólympíuleikana með pabba og man hvað hann lifði sig inn í hlaupin og stökkin. Þar sem við ólumst upp í Blikanesinu í Garðabæ voru frjálsíþróttahetjur í kringum okkur. Beint á móti bjó Finnbjörn Þorvaldsson og þar til hliðar voru Clausen-bræður, Örn og Haukur. Ég minnist þess að þeir tóku okkur krakkana á smá frjálsíþróttaæfingu. Maður leit með lotningu á þessar
hetjur. Annars vorum við mest í fótbolta. Við spiluðum fótbolta daginn út og inn. Á Arnarnesinu var stórt tún og við færðum mörkin til og frá eftir því sem við eyddum grasinu. Ég náði nú aldrei langt í fótbolta, en einn af strákunum þarna að minnsta kosti náði að spila í efstu deild og pluma sig vel, Ingólfur R. Ingólfsson.“
Handbolti í Bretlandi
- Hélstu áfram í íþróttunum? „Ekki get ég nú sagt það. Ég æfði handbolta og blak með Stjörnunni en náði aldrei að slá í gegn. Ég hætti þannig lagað 16, 17 ára. Þá var Patrekur bróðir orðinn betri en ég, þrátt fyrir að vera fjórum árum yngri! Ég ákvað að láta gott heita, en hélt áfram að dútla við þessar greinar. Ég náði að verða Norðurlandameistari stúdenta í blaki með Íþróttafélagi stúdenta og svo á námsárunum í Bretlandi vildi svo til að það var handboltalið í University of Warwick í Coventry, Warwick Jaguars, og við náðum að verða Miðlanda-bikarmeistarar. Í handbolta eru þrír útileikmenn, sem voru ég og tveir Norðmenn, sem kunnum handbolta. Við settum tvo Breta í hornin og gáfum á þá þegar við vorum í skapi til þess. Svo höfðum við Grikkja á línunni. Hann kunni ekkert í handbolta en var alvanur grísk-rómverskri glímu og lét mikið fyrir sér fara á línunni. Lærdómurinn af þessu er að ef þú skarar ekki fram úr í einhverri íþrótt, finndu þá bara einhverja sem eru verri en þú!“
Trúmálin
- Í kosningunum fyrir tuttugu árum var talsvert rætt um trú forseta. Það er kannski tímanna tákn að þau eru
ekki eins fyrirferðarmikil núna, en það hefur vakið athygli að þú varst alinn upp í kaþólskum sið. „Já, það vildi þannig til að ömmur mínar, Sigurveig Guðmundsdóttir og Margrét Thorlacius, kynntust í Kvennaskólanum í Reykjavík og urðu góðar vinkonur. Þær voru báðar mjög leitandi í anda, hrifust um stund af spíritisma og vildu finna svör við lífsgátunni. Það fór svo að þær fundu styrk í kaþólskri trú og snerust báðar til þeirrar trúar. Seinna höguðu örlögin því að elsti sonur Sigurveigar og yngsta dóttir Margrétar, og alnafna, felldu hugi saman. Þá lá í augum uppi að við strákarnir voru allir skírðir til kaþólskrar trúar. Sem barn sótti ég messu á hverjum sunnudegi með ömmu Margréti í Landakotskirkju og ég var líka fermdur í kaþólskri kirkju. Pabbi lést úr krabbameini stuttu síðar þegar ég var á fimmtánda ári. Þá missti ég um leið barnatrúna, trúna á hinn góða guð sem vakir yfir okkur og passar að ekkert slæmt gerist. Um skeið varð ég afhuga þeirri hugmynd að almættið væri til, eins og maður er oft á unglingsárum, og var frekar reiður út í þennan guð sem gerði okkur þetta, ef hann væri til. Seinna óx ég upp úr því og fann og finn enn styrk í trú á almættið. Aftur á móti fannst mér kaþólska kirkjan á Íslandi bregðast svo slælega við ásökunum um glæpi sem áttu sér örugglega stað innan hennar að ég vildi ekki leggja lag mitt við þetta trúfélag og sagði mig úr kaþólsku kirkjunni og er sem stendur utan trúfélaga, en er þar í góðri sátt við guð og menn. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem finna styrk í sinni trú, hvort sem það er kristin trú, búddismi, íslam eða hvað-
eina, svo lengi sem menn fara ekki út á þær brautir öfga og hörmunga sem við þekkjum svo vel og svo lengi sem menn líta ekki á það sem leiðarljós lífs síns að troða sínum skoðunum upp á aðra.“
Kristjáni Eldjárn heilsað með skátakveðju
- Nú hefur þú rannsakað forseta embættið meira en aðrir fræðimenn. Það hlýtur að vera eitthvað við embættið sem heillar þig og hefur orðið þess valdandi að þú lést til leiðast að gefa kost á þér? „Ég hef lengi verið hrifinn af sögu þessa embættis, sem hefur þróast í áranna rás og breyst að mörgu leyti, en kjarninn er alltaf sá sami: Forseti Íslands er eini embættismaðurinn sem þjóðin kýs í beinum kosningum. Hans staða í stjórnkerfinu er mikilvæg og hans staða í samfélaginu er mikilvæg. Hann er málsvari Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi, andlit Íslands í augum umheimsins. Um leið gegnir hann grundvallarskyldum í stjórnkerfinu, sérstaklega á örlagastundum þegar mynda þarf ríkisstjórnir. Og nú síðast, þurfi forseti að taka fram fyrir hendur á meirihluta Alþingis og synja lögum staðfestingar. Sagan hefur sýnt að sú skylda sem var skrifuð inn í stjórnarskrána er brýn og skiptir máli.“ - Hver voru fyrstu kynni þín af fyrri forsetum? „Fyrstu kynni mín af forsetaembættinu voru þau að barn að aldri vorum við fjölskyldan að keyra úr Garðahreppi, sem þá var, inn í Reykjavík. Við stoppuðum á ljósum og pabbi eða mamma sagði þegar bifreið rann upp að hlið okkar: „Þarna er forsetinn.“ Ég leit örsnöggt til hliðar og alveg
11
26. maí 2016
ósjálfrátt bar ég höndina upp að höfði í skátakveðju og í bifreiðinni við hliðina á okkur var Kristján Eldjárn forseti. Hann horfði á mig, hikaði um stund, og svo löturhægt bar hann líka höndina upp og heilsaði að skátasið og brosti blíðlega.“
Ný bók um forsetaembættið
- En þú verður væntanlega að leggja fræðistörfin að mestu leyti til hliðar verðir þú kosinn forseti? „Nái ég kjöri verð ég að leggja nokkur verk á hillinu sem ég hefði svo sannarlega viljað ljúka við. En eina bók er ég með í smíðum sem ég ætla að ljúka við fyrir kosningar, hvað svo sem kemur upp úr kjörkössunum. Það er bók um forsetaembættið, frá stofnun fram til okkar daga. Ég hef verið talsvert lengi að vinna að þessari bók, safna heimildum og sjá fyrir mér hvernig efnisskipun yrði. Ég var langt kominn þegar hasarinn hófst sem leiddi mig inn á þessar brautir, en ég á eftir lokakaflana, enda bætast dag hvern nýir kaflar við og erfiðara með hverjum deginum að finna lausar stundir. En þessi bók skal koma út með einum öðru hætti fyrir kosningar. Með hjálp góðra manna skal það takast.“
Heilbrigt sjálfstraust þjóðar
- Forseti hlýtur að endurspegla að einhverju marki sjálfsmynd þjóðar. Mörgum hefur fundist sem viðhorf Íslendinga til sjálfs sín séu of öfgakennd. Fyrir hrun gekk sjálfsupphafningin úr hófi fram, en eftir hrun töluðu sumir sem þjóðin ætti að skammast sín og væri jafnvel á einhvern hátt lakari en aðrar þjóðir. Ætli okkur sé ekki fært að öðlast yfirvegaðri sjálfsmynd? „Ég held að þetta sé rétt hjá þér. Fyrstu árin eftir hrun gengu menn jafnvel of langt í vömmunum og skömmunum. Ég get jafnvel tekið eitthvað af því til mín þó svo að ég líti svo á að í háskólasamfélagi eigi menn alltaf að vera gagnrýnir frekar en að taka þátt í einhverjum „já-kór“. Að sumu leyti var þjóðarsálin þannig innstillt að í stað þess að segja hvað við værum frábærir og öðrum fremri þá urðum við öllum öðrum aumari og vitlausari og það er bara að fara úr einum öfgunum í aðrar. Ég vil gera greinarmun á heilbrigðu sjálfstrausti eða hroka og drambi. Aðrir verða að dæma um það hvort ég fari yfir þá línu, en mér var alltaf kennt í æsku að maður ætti ekki að monta sig, ekki
Guðni vill verða breiður málsvari og forseti allra Íslendinga nái hann kjöri.
hampa sjálfum sér. Gera hlutina eins og vel og maður getur og í því fælust launin. Þjóð með sjálfstraust þarf ekki að monta sig. Þjóð með sjálfstraust er hógvær í brjósti sér. Þannig mun okkur vel farnast.“
Fjölskylduvænt velferðarsamfélag
- Það verður óhjákvæmlega breyting á Bessastöðum náir þú kjöri. Þú ert fimm barna faðir og fjögur börn ykkar Elizu ung að árum. Þið hafið væntalega velt þessu mikið fyrir ykkur? „Nái ég kjöri þá sýnum við umheiminum að hér á Íslandi sé fjölskylduvænt velferðarsamfélag þar sem út frá því er gengið sem vísu að allir geti sinnt sínu starfi en um leið gegnt sjálfsögðum skyldum gagnvart fjölskyldu og börnum og að þetta eigi að geta haldist í hendur. Við getum horft í kringum okkur og séð Friðrik Dana-
prins hjóla með börn sín í leikskólann og hinn unga og hrausta Justin Trudeau taka við stjórnartaumum í Kanada. Og Kanada stendur hjarta mínu nærri því Eliza konan mín er þaðan. Ég óttast ekki að þetta verði vandamál og ítreka að við hjónin höfum hugsað vel um það hvaða áhrif hugsanleg seta á Bessastöðum muni hafa á börnin. Ég er samt ekki að hugsa um það frá degi til dags núna, því mér er ljóst að langt er fram til úrslitastundar og verk að vinna.“
„You just watch me“
- Hvernig tók Eliza ákvörðun þinni? „Hún tók henni mjög vel. Við ræddum fram og aftur um kosti þess og galla að bjóða sig fram. Sviðsljósið sem beinist að okkur, breytingar á okkar fjölskyldulífi og atvinnulífi, fari svo að ég nái kjöri. Hún er einstaklega jarðbundin, en um leið kappsöm í jákvæðum skilningi. Þegar við kynntumst
úti í Bretlandi á námsárunum urðum við yfir okkur ástfangin og ég sagði við hana: Gætir þú flutt til Íslands, þessarar litlu eyju, þar sem þú talar ekki tungumálið og þekkir ekki fólkið? Hún svaraði bara: „You just watch me.“ Og hún talar núna reiprennandi íslensku, á vini út um allt og hefur stofnað sitt eigið fyrirtæki og er fær í flestan sjó. Til að sanna hvaða töggur væru í henni þá lagðist hún ein í heimsreisu áður en við fluttum hingað, á meðan ég fór heim að búa í haginn fyrir okkur.“
Mikilvægi tungumálsins
- Nú er samt talsvert um það að útlendingar sem hingað flytjast nái litlum sem engum tökum á íslenskunni. „Já, ég hef kynnst því. Bæði í gegnum Elizu og í gegnum íþróttastarf þar sem maður kynnist mörgum útlendingum, að það er stór munur á þeim sem takast á við þessa áskorun að læra íslensku og
þeim sem annað hvort vilja það ekki eða tekst það ekki. Það er einföld staðreynd að þeir standa betur að vígi sem kunna tungumálið. Hinir búa alltaf við það að vera undir ósýnilegu glerþaki og ná ekki að taka þátt í samfélaginu. Ná ekki að grípa störf sem gefast. Aðlögun að samfélaginu næst ekki nema með í það minnsta grunnþekkingu á íslensku. En við þurfum líka að hjálpa þeim sem koma hingað til þess að aðlagast. Það er ekki bara þeirra hagur. Það er okkar hagur líka. Hér gætum við til dæmis horft til Kanada og hve vel þeim hefur gengið að fá fólk til sín og gera það nánast um leið að Kanadamönnum.“ - Kanadamenn hafa líka reynt að laða til sín fólk erlendis frá. Þessi mál hafa ekki verið svo mikið rædd hér á landi. „Já, það er að ýmsu að huga í þessum efnum. Mér finnst að við eigum að taka við fólki sem flýr stríðshrjáð svæði og líka taka við fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hér er að leita að vinnu og getur lagt margt til samfélagsins. Því miður eru sögur af því að vel menntað fólk sem við hreinlega þurfum á að halda eigi í miklum erfiðleikum með að fá nauðsynleg leyfi til setjast hér að. Þetta er eitthvað sem stjórnvöld mættu íhuga.“
Forseti allra Íslendinga
Björn Jón Bragason ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs á tali við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda.
- Er eitthvert eitt málefni sem stendur hjarta þínu nærri og þú hefðir hugsað þér að vinna að náir þú kjöri sem forseti? „Ég á mér í sannleika sagt ekkert einstakt áhugamál eða einstaka hugsjón sem ég ætla að keppa að frekar en annarri. Auðvitað er það svo að áhugi minn á sögu og menningu landsins mun örugglega setja mark sitt á mín verk í embætti, nái ég kjöri. En mín sýn á forseta felst ekki í því að hann eigi að hampa einum málstað frekar en öðrum. Hann á að styðja við öll góð verk. Hann á að vera málsvari menningar, náttúru, atvinnulífs, viðskiptalífs, menntasviðs, heilbrigðismála. Hann á að vera málsvari þeirra sem minna mega sín. Hann á frekar að láta hina í friði, því þeir sjá um sig sjálfir. Þannig að forsetinn á einfaldlega að vera forseti allra Íslendinga. Styðja öll góð málefni og miðla málum þegar á þarf að halda, en vera grjótharður ef svo ber undir.“ Björn Jón Bragason ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs. Ljósmyndir tók Sigtryggur Ari.
12
26. maí 2016
Troðfullt út á götu þegar Davíð Oddsson opnaði kosningamiðstöð sína
Leikskólakennarar óskast Skipulags– og byggingarfulltrúi Borgarbyggð óskar eftir leikskólakennurum í eftirfarandi
L
leikskóla frá hausti auglýsir 2016 Borgarbyggð laust til umsóknar starf
skipulags– og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar.
Hnoðraból, Reykholtsdal - www.hnodrabol.borgarbyggd.is/ Allar nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir í síma Meðal verkefna er yfirferð oghægt frágangur gagna vegnaá 433 7180/862 0064. Einnig er að senda fyrirspurn umsókna um byggingarleyfi, yfirferð og gerð skipulagsnetfangið sjofn@borgarbyggd.is
uppdrátta og önnur verkefni sem viðkomandi er falið af Klettaborg, Borgarnesi sviðsstjóra umhverfisog- www.klettaborg.borgarbyggd.is/ skipulagssviðs eða sem falla undir Allar nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir í síma verksvið skipulagsog byggingarfulltrúa. 433 7160/860 8588. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið steinunn@borgarbyggd.is Menntunar og hæfniskröfur eru háskólamenntun sem
uppfyllir skilyrði 7. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þ.e. arkitekt, Ugluklett, Borgarnesi - www.ugluklettur.borgarbyggd.is/ byggingarfræðingur, landslagsarkitekt, tæknifræðingur, Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Gísladóttir í síma verkfræðingur eðaerskipulagsfræðingur svo og löggildingu 899 2198. Einnig hægt að senda fyrirspurn á netfangið sem hönnuður í samræmi við 25. gr. mannvirkjalaga nr. kristing@borgarbyggd.is 160/2010. Óskað er eftir leikskólakennurum sem eru tilbúnir að taka
þátt í virku og skapandi skólastarfi, geta sýnt frumkvæði,þ.m.t. Þekking og reynsla af skipulags-og byggingarmálum, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum. Leikskólar skipulagsgerð og lagaumhverfi er æskileg svo og frumBorgarbyggðar starfa eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í kvæði, skipulagshæfni og góðir samskiptahæfileikar. Mér/The Leader in Me.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Nánari upplýsingar um fjölbreytt starf leikskólanna er að sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. finna á heimasíðum þeirra. Veturinn 2016-2017 verður unnið Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. að þróunarverkefni um nýsköpunarmennt í samstarfi við Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2016.
Davíð Oddsson flytur ræðu sína við opnun kosningamiðstöðvar sinnar við Grensásveg í Reykjavík. Ræðuna má sjá í heild á youtube-myndbandaveitunni (Ræða við opnun kosningamiðstöðvar).
Maður með mikla reynslu SKESSUHORN 2016
grunnskóla í Borgarbyggð.
ANDIÐ: Fólk stóð eins og síld í tunnu og flæddi út um dyr þegar Davíð Oddsson opnaði kosningamiðstöð sína við Grensásveg í Reykjavík 13. maí. Þar steig frambjóðandinn á stokk og hélt ræðu þar sem hann reifaði meðal annars hluta af framtíðarsýn sinni á embætti forseta Íslands. Áheyrendum varð strax ljóst að Davíð Oddsson hefur engu gleymt þegar kemur að ræðutækni og málsnilld. „Menn fara í framboð af þessu tagi vegna þess að þeir vilja bjóða fram krafta sína. Menn telja að þeir geti komið að liði við tilteknar aðstæður og kannski sé einhver sú reynsla, þekking sem menn búa yfir eftir langa tíð sem megi duga og nota í embætti eins og þessu. Það er nákvæmlega þess vegna sem að ég býð mig fram. En ég geri mér líka grein fyrir því að það er ekki mitt að meta eiginleika af þessu tagi, hversu gagnlegir þeir eru eða hversu nauðsynlegir þeir kunna að vera á þessum tíma. Það er annarra. Það er dómur sem maður sættir sig mjög vel við,“ sagði Davíð.
Aðilar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt Kennarasambands Íslandsí síma og Upplýsingar um kjarasamningi starfið veitir Guðrún S. Hilmisdóttir Launanefnd sveitarfélaga. 433 7100. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsókn-
um á netfangið gudrunh@borgarbyggd.is. Með umsókn Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k. þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Davíð Oddsson skírskotaði til þess að hann býr yfir mikilli reynslu. „Það sem vakir fyrir mér ef það gerðist ef ég yrði kallaður til þessa verks er að standa þá vakt af myndarskap og sanngirni, afslappaður vegna þess að ég væri nokkuð viss um það að væri ekki margt sem myndi setja mig úr skorðum. Ég myndi vera tilbúinn að takast á við flestar þær aðstæður sem upp kynnu að koma. Ekki vegna þess að ég sé betri maður en aðrir heldur vegna þess að ég hefði meiri reynslu og þekkingu á aðstæðum, hvaða aðstæðum sem væru í raunveruleika hvers dags.“ Í ræðu sinni talaði Davíð einnig um að hann telji að nú sé tímabært að hugað sé betur að líðan fólksins sem byggir þetta land. „Ég held að nú sé kominn tími til þess að forseti þessa lands, hver sem hann verður, horfi fremur inn á við, verði meira heima hjá sér og spari reyndar heilmikið fé með því, verði til staðar og hugi að innviðum landsins. Þar á ég ekki bara við innviði í hefðbundnum skilningi orðsins, svo sem skólum og sjúkrahúsum og þess háttar, heldur fremur þessa andlegu innviði. Það þarf að fást við þennan undarlega óróa, þessa skrítnu tilfinningu sem hefur verið að grípa um sig í landinu allt, alltof lengi. Og úrræðin sem menn grípa til stafa frá þessum tilfinningum. Það þarf að fást við það og það þarf að
Kosningamiðstöð Davíðs Oddssonar var gersamlega troðfull af fólki við opnunina.
sinna því. Ég tel þess vegna að maður eigi dálítið núna, í forsetakosningum eins og þessum að horfa heim. Ekki bara vera heima, heldur að horfa heim og sinna þessum þáttum og leggja sitt af mörkum til þess.“
Vill lyfta þögguðum málum inn í umræðuna
Davíð nefndi einnig að forseti Íslands gæti beitt sér með ýmsum öðrum hætti en verið hefur á undanförnum árum. „Menn segja hvaða völd hefur forseti og menn deila um það hvaða völd forseti hafi. Stjórnarskráin okkar er dálítið óljós í þeim efnum. Hún gerir dálitla kröfu til forseta um það að hann gæti sín vegna þess að heimildirnar virðast rúmar og hann verður því að stilla sig að túlka þær ekki um of. Hann hefur samt sem áður í tilfelli eins og þessu sem ég
er að nefna, innviðina, þá getur hann haft sterka stöðu. Hann getur þannig til dæmis stöðvað það að umræðubann sé í landinu um tiltekna þætti. Hann getur stöðvað þöggun. Hann getur verið í fararbroddi þess að knýja á um umræðu, umræðu sem síðan leiðir til athafna. Jákvæðra athafna í þágu lands og þjóðar. Ég held að þetta sé eitt af því sem ég myndi vilja huga mjög að. Ég held að það sé kominn tími til að menn horfi heim, snúi heim og láti vera kannski að vera of mikið að stjórna heiminum með kannski svolítið takmörkuðum árangri.“ Lokaorðin í ræðu Davíðs Oddssonar voru svo þessi: „Verði mér falið verkið sem þetta snýst um, heiti ég ykkur og reyndar allri hinni íslensku þjóð að ég mun sinna því af afdráttarlausum trúnaði. “
Tvær góðar bækur í sumarfríið
N
ú þegar sumarfríin nálgast er um að gera að næla sér í spennandi lesningu. Út er kominn sáfræðitryllirinn Hælið, eftir sænska glæpasagnahöfundinn Johan Theorin, en bókin hefur verið í efstu sætum metsölulista Eymundsson. Einnig er óhætt að mæla með Aðeins einni nótt eftir sænska metsöluhöfundinn Simonu Ahrnstedt. „Mjög vel skrifuð, blæbrigðarík og flott saga, krydduð krassandi erótík og ástarþrá,“ skrifaði gagnrýnandi Literaturmagazinet. Annar gagnrýnandi skrifaði: „Mæli frekar með þessari en 50 gráum skuggum.“ Ugla gefur bækurnar út. (Fréttatilkynning)
ÓSKUM SJÓMÖNNUM TIL HAMINGJU MEÐ SJÓMANNADAGINN
8
kró
Við styðjum heilshuga
ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar.
Við styðjum heilshugar Við styðjum heilshuga ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, endahvalveiðar stuðla sjálftil styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálfbærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar. bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar.
Verkalýðsfélag Akranes
Ha
Verkalýðsfélag Akranes
Snæfellsbær
gleðilegt ár.
Útvegsmannafélag Hornafjarðar
Verkalýðsfélag Akraness
Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður
Stálskip ehf
Útvegsmannafélag Hornafjarðar
Útvegsmannafélag Hafnarfjarðar
Útvegsmannafélag Reykjavíkur
viðskiptablaðið / axel jón / 02022009
Ögurvík býður sjómönnum, starfsmönnum sínum, sem og öllum landsmönnum,
HVALUR HF.
Hva Útvegsm Reykj
Félag hrefnuveiðim
14
26. maí 2016
Hættu hrognkelsavertíð í mokveiði A
KRANES: Sjö bátar hafa stundað grásleppuveiðar frá Akranesi í vor. Um miðbik þessarar viku höfðu allir lokið veiðum, notað þá daga sem stjórnvöld úthluta þeim til ráðstöfunar. „Veiðin er búin að vera mjög góð hérna í kringum Akranes. Það er miklu meira af hrognkelsum hér en verið hefur undanfarin ár. Það er búin að vera góð veiði alla vertíðina og nú síðustu daga algert mok,“ segir Kristófer Jónsson annar útgerðarmanna á Rán AK 69. Þeir á Ráninni hafa ríflega þrefaldað afla sínn í ár samanborið við í fyrra þó netafjöldinn hafi verið sá sami. „Í fyrra fengum við alls 8,5 tonn en núna um 30 tonn. Við erum mest búnir að vera hér við mynni Hvalfjarðar að norðanverðu, suður af jörðunum Heynesi og Gerði,“ segir Kristófer sem hefur stundað grásleppuveiðar hvert vor síðan hann var 19 ára gamall. „Þetta var 12. vertíðin mín og alltaf frá Akranesi. Þetta er nauðsynlegt, ef maður kemst ekki á grásleppu þá kemur ekkert sumar. Í næsta mánuði förum við svo á strandveiðarnar.“ Kristófer er þó unglamb samanborið við reyndasta grásleppukarlinn á Akranesi. Það er Jóhannes Eyleifsson (Hanni á Lögbergi). „Þetta er sextugasta vertíðin mín á grásleppu héðan frá Skaganum,“ sagði hann og notaðist við hækju meðan hann var að landa. „Ég fékk eitthvað tak í bakið en það þýðir ekkert annað en að róa, maður bryður bara verkjatöflur,“ sagði hann og hífði aflann upp úr bát sínum Leifa AK 2. „Ég er búinn að fá rúm 20 tonn á vertíðinni en verðið
Jóhannes Eyleifsson, eða Hanni á Lögbergi eins og margir þekkja hann, við löndun úr bát sínum Leifa AK með hækjuna við hönd. „Ég er kominn með öll liðamót úr stáli og hef trú á að þetta sé síðasta vertíðin en ég veit það ekki.“
Þremenningarnir sem fóru saman í síðasta róður vertíðarinnar á Rán AK. Frá vinstri bræðurnir Sigurgeir og Ómar Sigurðssynir og Kristófer Jónsson. Sigurgeir og Kristófer gera trilluna út í sameiningu.
hefur lækkað mikið frá því í fyrra. Það var 200 krónur kílóið en er nú 150 krónur. Þetta hefur kostað mig milljón í töpuðum peningum en ég
landa til vinnslu hjá HB Granda. En aflabrögðin hafa verið betri en í fyrra. Það gerir veðrið. Það hefur viðrað betur til róðra.“
Skagamaðurinn Karl Jóhannessson kom á bryggjuna og fékk rauðmaga í soðið og var himinlifandi með vorboðann. „Hollusta í hverjum bita,“ sagði Kalli.
Félagarnir Jóhannes Eyleifsson og Hlöðver Sigurðsson eru báðir 72 ára og róa saman á Leifa AK. „Það er ekki hægt lengur að vera einn á þessu. Ég var alltaf einn áður en nú erum við tveir,“ sagði Jóhannes. „Hér er um borð eru tveir sem ætla að kjósa Davíð til forseta!“gall skyndilega í þeim þegar þeir sigldu frá bryggju. – Má hafa það eftir ykkur? hrópaði ritstjóri Vesturlands. Svarið kom strax: „Já, já.“ Og svo sigldu þeir félagar brosandi kankvíslega inn í sumarið.
SUMARTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
34 mm bjálki / Einföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta
www.volundarhus.is
kr. 199.900,- m/fylgihlutum
VH/16- 01
50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda. 34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9 m² - án gólfs
GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 70 mm bjálki / Tvöföld nótun
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti.
Vel valið fyrir húsið þitt volundarhus.is · Sími 864-2400
Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is
Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is
kr. 269.900,- án fylgihluta kr. 309.900,- m/fylgihlutum
28 mm bjálki / Einföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 269.900,- án fylgihluta kr. 299.900,- m/fylgihlutum
Hágæða vinnuföt í miklu úrvali
Dunderdon
Öryggisvörur
Vinnuskór • Heyrnahlífar • Öndunargrímur Vinnuvettlingar • Eyrnatappar • Gleraugu Hjálmar • Fallvarnarbúnaður
Tæki og múrfestingar
Lasermælar • Höggborvélar • Skurðar-/Slípivélar Demantsbor-/skurðarvélar • Batterísvélar Skot-/Gasbyssur • Brunaþéttiefni Skrúfvélar • Múrfestingar • Byggingafrauð
HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S: 414-3700 • hagi@hagi.is
16
26. maí 2016
Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona Norðvesturkjördæmis:
„Mikilvægt að muna eftir húmornum“ V
ESTURLAND: Verkalýðs-, stjórnmála-, bílstjóra- og sjómannskonan, móðirin og amman Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur setið sem þingmaður Norðvesturkjördæmis á Alþingi fyrir Vinstri græna síðan 2009. Það eru ein sjö ár í hringiðu stjórnmálanna. „Ég kann mjög vel við þetta starf. Líklega er ég eins konar ástríðustjórnmálamaður inn við beinið. Ég kem að vestan og er fædd þar á Stað og uppalin á Suðureyri í Súgandafirði. Reyndar var ég alltaf með annan fótinn hjá afa og ömmu sem bjuggu búi sínu á Stað í Súgandafirði,“ segir hún. Lilja Rafney býr enn vestur á Suðureyri ásamt eiginmanni sínum Hilmari Oddi Gunnarssyni. „Og kettinum,“ bætir hún við. Börnin þeirra fjögur sem nú eru á aldursbilinu 24 til 38 ár búa öll fyrir sunnan og barnabörnin eru orðin þrjú. „Þar af er eitt glænýtt,“ segir Lilja Rafney með stolti í röddinni. Þegar tóm gefst til frá þingstörfum í Reykjavík þá getur hún skotist til barna sinna og barnabarna. Annars fer hún yfirleitt heim á Suðureyri þegar frí falla á helgar en það getur nú verið allur gangur á því í lífi stjórmálafólks.
Fór ung í félagsmálin
Lilja Rafney segist ung hafa fengið áhuga á félagsmálum. Það voru sveitarstjórnarmálin, verkalýðsmálin og svo landsmálapólitíkin. „Ég fór þó ekki að hella mér út í þetta fyrr en um þrítugt þegar það tók að hægjast um hjá okkur í barnauppeldinu. Þá fór ég í hreppsnefnd Suðureyrarhrepps sem þá var og hét. Ég var oddviti ung kona í fjögur ár. Síðan varð ég formaður í Verkalýðs- og sjómannafélaginu á Suðureyri í ein 16 ár og sinnti fleiri trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna. Meðal annars var ég varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða. Ég var á kafi í verkalýðsmálum fyrir vestan og tók þar meðal annars þátt í stóru fimm vikna verkfalli sem var 1997. Það var erfitt en við tókum slaginn þarna við að reyna að knýja fram hærri laun til fiskverkafólks.“ Stjórnmálastarfið vatt svo upp á sig með tímanum „Ég var í sveitarstjórnarmálunum og svo varaþingmaður Alþýðubandalagsins í tvö kjörtímabil. Svo fór ég í framboð fyrir Vinstri græn þegar flokkurinn bauð fram í fyrsta skipti. Þá voru Vestfirðir eigið kjördæmi. Ég leiddi listann en við náðum ekki inn manni. Í næstu kosningum þar á eftir 2003 var búið að sameina Vesturland, Vestfirði og Norðvesturland í Norðvesturkjördæmið sem nú er. Þá náði Jón Bjarnason kjöri sem þingmaður Vinstri grænna. Ég var þá í þriðja sæti. Í kosningunum 2009 varð fylgissveiflan til okkar svo mikil eftir hrunið að við fengum þrjá þingmenn í kjördæminu. Það voru Jón Bjarnason, ég og Ásmundur Einar Daðason. Í kosningum 2013 vorum við þrjú í
framboði fyrir sitthvora flokkana. Ég hélt áfram fyrir Vinstri græn og leiddi listann, Jón Bjarnason var í framboði fyrir Regnbogann og Ásmundur Einar var orðinn Framsóknarmaður.“
Gjá milli þings og þjóðar
Þingsetan hefur reynst Lilju Rafneyju góður skóli. „Bakgrunnur minn sem landsbyggðarkona að vestan hefur nýst mér mjög vel hér inni á þingi. Ég hef lært heilmikið á þessum tíma, starfið kallar á að eiga samskipti um ótal mál við fólk á ólíkum sviðum samfélagsins,“ segir hún. Lilja Rafney hefur lýst því yfir að hún gefi kost á sér til áframhaldandi þingsetu og reiknar með þingkosningum í haust. „Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að ríkisstjórnin ætli að svíkja þjóðina um kosningar á haustdögum. Stjórnarandstaðan öll er sammála um að það eigi að kjósa. Þingmenn þurfa að fá endurnýjuð umboð. Stjórnin sem nú situr hefur ekki lengur umboð þjóðarinnar. Það varð rof á milli þings og þjóðar þegar í ljós kom nú í vor að forsætisráðherrann fyrrverandi sagði ekki satt og allt annað kom upp úr kafinu þegar á reyndi. Hann hafði verið með fjölskyldufjármuni í aflandsfélagi sem hann hafði áður þvertekið fyrir. Þarna varð trúnaðarbrestur. Það þarf að vinna upp traust að nýju og það gerum við með því að endurnýja umboð þingsins í kosningum,“ segir Lilja Rafney ákveðinni röddu. Hún segist búast við að Vinstri græn beiti forvali meðal flokksmanna til að ákveða röðun á framboðslista í Norðvesturkjördæmi. „Kjördæmisþing mun funda á næstunni til að taka ákvörðun um þetta en ég á von á það forvalið verði niðurstaðan.“ Aðspurð hvort hún búist við því að fleiri sækist eftir forystusætinu á listanum segist hún alveg eins búast við því. „Já, dreymir ekki marga um að verða þingmenn? Það er eðlilegt að margir sjái sæng sína útbreidda í þeim efnum og vilji komast á þing því þetta er áhugavert starf.“ Við síðustu þingkosningar hefur þingmönnum kjördæmisins fækkað um einn í hvert sinn vegna þess að íbúum þess hefur fækkað hlutfallslega en fjölgað um leið á suðvesturhorninu. Nú verður þeim hins vegar ekki fækkað og verða áfram átta talsins.
Gott gengi í skoðanakönnunum
Vinstri græn virðast njóta meðbyrs þessa dagana. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að flokkurinn hafi skyndilega tvöfaldað fylgi sitt nú á vordögum. Það mælist nú í kringum 20% sem þýðir að fimmti hver kjósandi segist myndu veita flokknum atkvæði sitt ef kosið yrði nú. „Það er rétt að við erum á blússandi siglingu í skoðanakönnunum. Þetta fylgi er þó að sjálfsögðu ekki fast í hendi fyrr en búið er að kjósa,“ segir Lilja Rafney. Hún telur að
Baráttukonan Lilja Rafney ásamt íbúum Suðureyrar í kröfugöngunni 1. maí síðastliðinn. Hún hefur farið í þessa göngu um áratuga skeið og segist ekki geta hætt.
Lilja Rafney með yngstu ömmustelpuna hana Sóldísi Líf.
skattaskjól og spilling hafi opnað augu fólks fyrir því að Vinstri græn hafi alltaf verið sjálfum sér samkvæm og komið hreint og beint fram. „Það var auðvitað áfall fyrir þjóðina að horfa upp á það þegar þessi aflandsfélög komu í ljós að það eru hreinlega tvær þjóðir í þessu landi. Stór hluti þjóðarinnar er bara skilinn eftir á meðan aðrir eru á fyrsta farrými. Þetta er ekki ásættanlegt. Við Vinstri græn höfum lagt fram þingmál um að fram fari opinbera rannsókn á fjármunum í skattaskjólum og munum gera allt sem við getum til að draga öll þessi mál fram í dagsljósið með sama hætti og gert var með rannsóknanefnd Alþingis eftir hrun.“ Fleiri þættir hafi að sögn Lilju einnig haft sín áhrif á fylgisþróunina. „Við höfum ekki verið að stökkva til með málflutningi sem við teljum að sé til vinsælda fallinn á hverjum tíma heldur haldið okkur á jörðinni. Við höfum staðið vörð um okkar góðu stefnu og talað fyrir henni. Það hefur verið heildarsvipur á þingflokknum okkar á kjörtímabilinu og hann unnið mjög vel saman. Þó ég segi sjálf frá þá hefur þingflokkurinn verið hörkuduglegur og fylginn sér þessi þrjú ár sem liðin eru af kjörtímabilinu. Við höfum látið okkur öll mál varða, talað fyrir umhverfismálum, kjörum almennings og áfram mætti telja. Þessi vinna er að skila sér núna.“
Vill umbætur á strandveiðikerfinu
Nú þegar sjómannadagurinn nálgast er ekki úr vegi að víkja aðeins að sjávarútvegsmálunum. Í spalli okkar kemur fram að Lilja Rafney er að hluta til sjómannskona. Hilmar Oddur eiginmaður hennar stundar strandveiðar fyrir vestan á sumrin. „Síðustu 35 árin hefur hann rekið vörubíl sem verktaki, bæði í vegavinnu og snjómokstri. Fyrir tveimur árum fór hann svo út í strandveiðarnar. Nú þegar við tölum saman er hann að róa karlinn, staddur einhvers staðar úti á Ballarhafi vestur af Barð-
Hilmar Oddur Gunnarsson eiginmaður Lilju Rafneyjar á trillunni sem hann stundar strandveiðar á um sumartímann.
anum á þriggja tonna horni. Manni stendur ekki alveg á sama,“ segir Lilja Rafney alvarleg í bragði. Hún vill endurskoða strandveiðikerfið. „Það er ekki gallalaust. Þessar ólympísku veiðar þar sem allir keppast við að veiða úr sameiginlegum potti aflaheimilda skapar áhættusækni og slysahættu. Ég tel mjög mikilvægt að þessu verði breytt þannig að í staðinn fái menn úthlutað föstum dagafjölda innan mánaðarins sem þeir nýttu þá til róðra þegar þeim hentaði. Þetta mætti útfæra með ýmsum hætti. Til dæmis mætti tala um tíu til tólf daga í hverjum mánuði á hvern bát en ekki róið um helgar.“ Lilja Rafney segist búin að fylgjast með sjávarútvegsmálunum alveg frá því hún man eftir sér. „Ég er enda alin upp í litlu sjávarþorpi við að krían kom á vorin og þá lifnaði allt við og karlarnir fóru af vertíðabátunum og hófu að róa á sínum trillum. Ég veit vel hversu mikils virði það er fyrir þessi minni sjávarpláss að geta verið með sitt þar sem íbúarnir eru sínir eigin herrar. Það er eitt af því sem hefur verið sjarminn við þessa staði en auðvitað er fiskveiðikerfið búið að fara ótal kollhnísa með þessar byggðir.“
Ríkið leigi út veiðiheimildir
Þrátt fyrir að Lilja Rafney vilji breyta strandveiðikerfinu þá segist hún stolt af því að það hafi verið hennar flokkur Vinstri græn sem átti frumkvæði að því að koma kerfinu á fót. „Það gerðist strax og Steingrímur J. Sigfússon varð sjávarútvegsráðherra 2009 að hann fór að undirbúa frumvarp að lögum um strandveiðar sem tók síðan gildi þegar Jón Bjarnason varð sjávarútvegsráðherra. Þó að breyta megi þessu kerfi
Geldur varhug við nýjum búvörusamningum VESTURLAND: Lilja Rafney Magnúsdóttir á sæti sem varaformaður í atvinnuveganefnd Alþingis. Þessa dagana hefur nefndin nýja búvörusamninga til meðferðar. Lilja Rafney segist gjalda varhug við ýmsu í þessum samningum. „Þeir koma mjög illa niður á sauðfjárbændum á jaðarsvæðum sem byggja stóran hluta af tekjum sínum á beingreiðslum og hafa
nýlega keypt til sín rétt og hafa heldur ekki möguleika á að stunda aðra vinnu með bústörfum. Beingreiðslurnar koma til með að skerðast það mikið á gildistíma samningsins sem er til næstu tíu ára. Forsvarsmenn bænda á þessum svæðum eru mjög óttaslegnir um að búin rísi ekki undir rekstri miðað við það hvernig greiðslurnar skerðast. Ég tel að það sé ekki hægt að samþykkja þessa
samninga óbreytta og á þá sérstaklega við sauðfjárræktina,“ segir Lilja Rafney. Hún bendir einnig á svína- og alifuglaræktina. „Ég nefni líka fjölskyldureknu svínabúin í landinu. Miðað við þann innflutning sem blasir við í kjölfar nýs tollasamnings við Evrópusambandið þá er mjög mikil hætta á því að þessi bú standi ekki undir því að mæta þessari samkeppni á sama tíma
og þau þurfa að fara í fyrirsjáanlegar og dýrar breytingar sem þarf að gera á búunum til að uppfylla skilyrði í nýjum og hertum reglugerðum um velferð dýra. Hér má nefna bú bæði í Borgarfirði, á Kjalarnesi og í Eyjafirði. Hið sama er að segja um alifuglageirann svo sem kjúklingabúin, þau standa frammi fyrir alvarlegum vanda ef ekki næst fram breyting á tollasamningnum og lengri
til bóta þá er enginn vafi á að strandveiðarnar hafa breytt miklu sérstaklega fyrir minni sjávarplássin. Þær hafa bæði glætt þau lífi og gert mönnum kleift að skapa sér einhverjar tekjur og hafa möguleika til að stunda útgerð. Strandveiðihlutinn hefur verið jákvætt skref sem hefur dregið úr gagnrýni á fiskveiðistjórnunarkerfið. Miklu meira þarf þó að koma til. Ég er hlynnt því að stokka upp kvótakerfið. Mér finnst það alveg meingallað og ekki hægt að komast yfir að lýsa öllum þeim ókostum í stuttu blaðaviðtali. Ég sæi til dæmis fyrir mér að ríkið væri með öflugan leigupott sem væri hægt að bjóða í og greiða eðlilegt afgjald af þeim heimildum til hins opinbera. Það væri miklu sanngjarnara heldur að útgerðir séu að versla með veiðiheimildir sín á milli og oftar en ekki á uppsprengdu verði.“ Áherslur í sjávarútvegsmálum verða sjálfsagt meðal þess sem landsbyggðarþingkonan Lilja Rafney Magnúsdóttir mun setja á oddinn fái hún áframhaldandi umboð eigin flokksfélaga til að standa í fylkingarbrjósti í Norðvesturkjödæmi í komandi kosningum. „Ég vil líka halda áfram að berjast fyrir innviðauppbyggingu á landsbyggðinni svo ungt fólk sjá hag sinn í því að njóta þeirra fjölmörgu kosta sem fylgja því að búa til sjávar og sveita því tækifærin eru víða og vissulega eru góðir hlutir að gerast víða sem vekja manni bjartsýni. Mér finnst alltaf gaman í kosningabaráttu eftir að maður hefur hent sér út í djúpu laugina og baráttan er hafin. En í þessum störfum er mikilvægt að muna eftir húmornum, - því að það er gaman að lifa og fólk er skemmtilegt. Maður er manns gaman. Það má ekki gleymast þó verið sé að þvarga um ýmis mál,“ segir hún og er rokin á næsta fund.
aðlögun og aukinn stuðningur vegna aðbúnaðarreglna. Ég er hrædd um að menn séu að fara allt of geyst í þessum efnum.“ Lilja Rafney segir að búvörusamningarnir verði örugglega ekki afgreiddir af Alþingi nú í vor. „Ég sé fram á að að þeir hljóti meðferð áfram og hljóti svo afgreiðslu með breytingum þegar þing á að koma saman í ágúst og starfa fram í september. Þá verður þingi væntanlega slitið og kosningabarátta hefst.“
LYKTAREYÐANDI NIÐURBROTSEFNI Í FERÐASALERNI BIO-PAK - Tropical og Fresh Scent Inniheldur öfluga náttúrulega ensímblöndu sem vinnur á úrgangi og pappír á 24 klst og skiptir þá engu hvaða gerð pappírs er. Hentar mjög vel þar sem þarf að tæma ferðasalernið á hverjum degi. BIO-PAK veitir hratt niðurbrot og góða lyktareyðingu. BIO-PAK Tropical Vörunúmer: BIOTROPBG BIO-PAK Fresh Scent Vörunúmer: BIOPPBG
PORTA-PAK - Lavender og Fresh Scent Inniheldur einstaka efnablöndu sem vinnur á úrgangi og pappír á 3-4 dögum og hefur einstaklega mikla og góða virkni í lyktareyðingu. Hentar vel þar sem ekki þarf að tæma ferðasalernið á hverjum degi. PORTA-PAK Lavender Vörunúmer: PPRV10LAV PORTA-PAK Fresh Scent Vörunúmer: PPRV10
BIO-ACTIVE - Tropical og Fresh Inniheldur næringarefni fyrir bakteríur ásamt ensímum til að fjarlæga ólykt. Brýtur hratt og vel niður úrgang og klósettpappír. Smyr ventla og heldur skynjarafbúnað hreinum. Hentar fyrir húsbíla, rútur, báta, skip, safntanka og rotþrær. BIO-ACTIVE er vistvænt efni. BIO-ACTIVE 4,9L Vörunúmer: BAHT168 BIO-ACTIVE 1,8L Vörunúmer: BAHT40
Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is
18
26. maí 2016
Ólafur Hallgrímsson skipstjóri frá Akranesi:
„Kann því mjög vel að sigla í Noregi en búa hér heima á Íslandi“
A
KRANES: Skagamaðurinn Ólafur Hallgrímsson skipstjóri gat í hitteðfyrra haldið upp á sjómennskuferil sem spannar 40 ár. „Mín sjómennska byrjaði þannig að ég fékk að fara með pabba Hallgrími Ólafssyni á sjó. Hann var alltaf vélstjóri á bátunum heima á Akranesi. Hann var með Garðari Finnssyni skipstjóra á Höfrungi II og Höfrungi III AK. Árið 1974 fór ég svo á handfæraveiðar sem háseti á Höfrungi II eftir ufsa út af Reykjanesi. Þarna var ég 16 ára gamall. Um haustið réði ég mig svo á skuttogarann Krossvík AK hjá Guðmundi vini mínum Sveinssyni skipstjóra, blessuð sé minning hans. Þarna var ég í tvö ár en síðan kom smá millibilsástand þegar mér bauðst að verða vetrarmaður á sveitabæ austur í Landeyjum. Það kom til út af því að ég hafði alltaf áhuga á hestum og hestamennsku. Þegar ég kom þaðan um vorið réði ég mig á Rauðsey AK á loðnu. Næstu árin á eftir var ég svo á hinum ýmsu loðnu- og vertíðarbátum frá Akranesi.“ Ólafur, eða Óli Hallgríms eins og margir þekkja hann, hefur séð margt á löngum sjómennskuferli. Hann var 22 ára þegar hann dreif sig í Stýrimannaskólann. „Ég var þar 1979-1982 og lauk þaðan farmannaprófi. Fyrsta sumarfrí mitt frá skólanum var ég stýrimaður hjá höfðingjanum Ármanni Stefánssyni á Rán AK. Tvö síðustu sumrin í skólanum sigldi ég á Freyfaxa sem var flutningaskip í eigu Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Samhliða náminu í Stýrimannaskólanum síðasta veturinn tók ég svo útgerðartækni í Tækniskólanum og var þar svo veturinn á eftir.“
Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Ég hafði farið áður sitt hvorn salfiskflutingatúrinn suður til Portúgal með skipunum Vesturland og Suðurland sem voru í eigu útgerðarfélagsins Nesskipa. Þeir könnuðust því við mig. Þarna vantaði nánast fyrir tilviljun stýrimann á Akranes sem var að leggja upp í hnattferð fyrst íslenskra flutningaskipa. Ég fékk bara nokkra tíma til að ráðfæra mig við þáverandi eiginkonu mína og svo var haldið af stað,“ rifjar Óli upp og rekur svo ferðina: „Við fórum með járnblendi til Japan. Þaðan fórum við til Dalian í Kína og lestuðum svokallað magnesít sem við fórum með yfir Kyrrahafið í gegnum Panamaskurðinn og til Baltimore í Bandaríkjunum. Síðan lestuðum við kol í Norfolk og fórum með þau til Grundartanga í Hvalfirði. Þannig lokuðum við hringnum í sömu höfn og ferðin hófst frá. Þetta tók okkur fjóra mánuði upp á dag. Þessi ferð var lærdómsrík fyrir ungan stýrimann en ég komst lítið í land. Ætli það hafi ekki verið 20 tímar í heildina á fjórum viðkomustöðum. Annars voru þetta bara siglingar. Við vorum tveir þarna um borð frá Akranesi. Hinn var Gísli Aðalsteinsson sem var háseti. Við erum jafnaldrar og gamlir skólabræður úr barna- og gagnfræðaskólunum heima á Akranesi.“ Þegar Óli er spurður hvort mönnum hafi ekkert leiðst um borð á svona löngum siglingum neitar hann því. „Nei, það var mesta furða. Við vorum á sex tíma vöktum þannig að það voru tólf tímar í brúnni á hverjum sólarhing. Þess á milli var lesið, spilað svolítið og sofið.“
Stýrimaður í fyrstu hnattsiglingunni
Sigling Akraness vakti verðskuldaða athygli hér á landi á sínum tíma. Enn í dag hangir stór ljósmynd af skipinu á Byggðasafninu á Görðum til að minna á þessa tímamótasiglingu. Fyrir þá sem tóku þátt tók þó veruleikinn strax við. „Ég fór bara á Skipaskagann og aftur í togaramennskuna sem stýrimaður. Ég vann þar um borð í einhvern tíma en fór svo á loðnu. Síðar fór ég svo út í smábátaútgerð frá Akranesi samhiða því að gegna stýrimannsstöðu á Akraborginni. Ég var alltaf viðloðandi Akraborgina þar til hún hætti að ganga.
Á þessum árum voru næg atvinnutækifæri fyrir unga Íslendinga sem höfðu menntað sig í sjómennsku. „Þegar ég var að ljúka Stýrimannaskólanum var búið að selja Freyfaxa en ég hafði haft augastað á plássi þar að námi loknu. Ég réði mig þá á togarann Skipaskaga AK. Árið 1985 var hann sendur í vélaskipti sem óvíst var hvað tæki langan tíma. Þá hafði ég sambandi við Nesskip sem gerði út flutningaskipið Akranes. Þetta skip var mest í flutningum fyrir
Ílentist í Norður Noregi
Ólafur Hallgrímsson á heimili hans og Bryndísar í Reykjavík. Óli á fjögur börn, Hallgrím leikara (Halla Melló) í Hafnarfirði, Jón Val sem býr í Vestur-Noregi og Gunnar Hafstein matreiðslumann og Guðný Birnu tómstunda- og félagsmálafræðing, sem bæði eru búsett á Akranesi.
Bryndís Bragadóttir píanókennari er kona Óla og hún hefur siglt með honum með norsku ströndinni á skipi hans Dantic sem sést í bakgrunni.
Það hentaði oft vel að vera þar og róa á trillunni með því fríin voru svo góð á Akraborginni. Þá gat maður nýtt þau til að sinna smábátaútgerðinni.“ Eftir að Akraborgin hætti að ganga með tilkomu Hvalfjarðarganga var Óli í afleysingum hingað og þangað og á ýmsum skipum. Svo urðu vatnaskil á ferlinum. „Ég var beðinn um að koma til Noregs að taka þátt í miklu ævintýri þar. Það gekk út á að bjarga íslensku skipi sem siglt hafði glænýtt á sker við Noreg og sokkið. Þetta var Guðrún Gísladóttir KE sem frægt varð. Hún strandaði og sökk í júní 2002. Ég sló til og fór til Norður Noregs þar sem skipið lá á hafsbotni.“ Til stóð að ná Guðrúnu Gísladóttur KE upp því menn töldu að mikil verðmæti fælust í vélbúnaði skipsins. Mörgum sveið það skiljanlega mjög í augum að sjá eftir svo nýju og glæsilegu skipi sem aukinheldur var með fullfermi af frystum síldarflökum þegar það sökk eins og straujárn í norska skerjagarðinum. „Við héldum til að byrja með að það væri hægt að ná skipinu upp en peningana þraut til björgunarframkvæmdanna. Skipsflakið liggur þarna enn og ég hef verið meira og minna í Noregi síðan þetta var. Ég ílentist á þessum slóðum því mér líkaði vel í Noregi. Ég réði mig á fiskibát í Lófót í Norður Noregi. Svo varð ég skipstjóri á sjúkrabát í Nordland-fylki
Óli og Bryndís á góðum degi á Akrafjalli.
sem endasentist með sjúklinga, presta og aðra farþega milli eyjanna í skerjagarðinum og sjúkrahússins í Sandnessjöen. Þarna byrjaði ég að kynnast norska skerjagarðinum og var við þetta í tæp tvö ár.“
Siglir nú með norsku ströndinni
Á þessu vafstri hafði Óli kynnst norskum útgerðarmanni sem gerði út lítil flutningaskip. Hann leitaði eftir vinnu hjá þessum manni. „Hann réði mig strax sem stýrimann. Nokkrum mánuðum seinna var ég orðinn skipstjóri þar og var hjá honum í ein fjögur ár. Þetta var á flutningaskipi sem sigldi með lausa farma svo sem möl, sand og þess háttar milli hafna á norsku ströndinni. Þetta var mikið á örlitlar hafnir þar sem skilyrðin voru oft frumstæð. Svo fór ég að vinna fyrir útgerð sem var með stærri skip sem sigldu niður á hafnir í Evrópu. Sú útgerð fór á hausinn og ég hafði þá samband við
útgerðina sem ég er hjá núna. Ég hringdi í útgerðamanninn. Þegar ég var búinn að segja honum hvaða reynslu ég hafði þá mátti hann ekkert vera að því að tala lengur við mig því hann ætlaði að panta handa mér flugmiða og fá mig til sín. Ég flaug út daginn eftir. Síðan hef ég verið hjá honum sem skipstjóri á flutningaskipi sem heitir Dantic. Við siglum mest með ströndinni í vestanverðum Noregi, einkum í kringum Stavangur og Björgvin. Þetta eru lausaflutningar með möl, sand, fóður og stundum brotajárn. Við erum bara fjórir um borð á hverjum tíma. Það eru tvær áhafnir á skipinu. Menn sigla í mánuð og eiga svo mánuð í frí. Þá flýg ég heim til Íslands þar sem ég er í sambúð í Reykjavík með henni Bryndísi minni. Svo býr öldruð móðir mín á Akranesi og ég reyni að sinna henni vel. Mér líkar vel við það að starfa sem sjómaður erlendis en búa á Íslandi. Það er gott að vera svona mánuð úti og svo heima á Íslandi í mánuð.“
Ætlar að sigla með Hafsteini á Eldingunni til Íslands í sumar A KRANES: Óli Hallgríms ætlar að sigla með hinum goðsagnakennda siglingakappa Hafsteini Jóhannssyni frá Noregi til Íslands og aftur til baka nú í júní og júlí. Hafsteinn er borinn og barnfæddur Skagamaður eins og Óli en hefur búið í Noregi um áratuga skeið. Árið 1991 þegar Hafsteinn var 57 ára gamall vann hann það afrekað sigla einsamall umhverfis jörðina á seglskútunni Eldingu á 241 degi, alls 25.099 sjómílur án hlés á siglingunni. Hafsteinn (Haffi) býr nú ásamt Þorgeiri bróður sínum í Hörðalandi í Vestur- Noregi. Þegar Óli á leið um á skipi sínu líta þeir bræður oft um borð til hans í heimsókn eða Óli kíkir við hjá þeim.
„Ég nefndi það einhvern tímann við Haffa þegar við hittumst að ég væri búinn að vera yfir 40 ár á sjó en aldrei siglt á skútu. Hann sagði strax að það yrði að bæta úr þessu og ég kæmi bara með honum í siglingu á Eldingunni nú í sumar. Upphaflega var ætlunin að sigla til Hjaltlandseyja og Skotlands. Þá rifjaðist upp fyrir mér að það er alltaf á fjögurra ára fresti haldið nokkurs konar sveitungamót vestur í Jökulfjörðum á Vestfjörðum en pabbi var ættaður þaðan úr Grunnavíkurhreppi. Þarna er mótið haldið á Flæðareyri í Leirufirði í Jökulfjörðum. Þetta verður einmitt nú í sumar,“ segir Óli. Í framhaldi af þessu spurði ég Haffa hvort hann væri ekki til í að sigla til Íslands
eina ferðina enn, ég færi með og við færum saman á sveitungamót í Jökulfjörðum. Haffa brá ekki neitt við þetta, svaraði bara að ég skyldi ráða hvert við sigldum, hann ætlaði bara að koma með. Það varð svo úr að við förum í þessa siglingu frá Husnes í Hörðalandi til Jökulfjarða á Eldingunni nú í júní og júlí. Bryndís Bragadóttir sambýliskona mín verður með okkur. Við verðum bara þrjú ætlum að reyna að ná á þetta mót. Takist það ekki í tíma þá siglum við þó allavega til Íslands og fáum okkur þannig siglingu þangað og aftur til Noregs. Við áætlum að leggja af stað aðfaranótt 21. júní og mótið hefst 1. júlí.“ Óli segir það enga hindrun fyrir
Haffa að fara í ferð á Eldingunni með tveimur manneskjum sem hafi ekki siglt skútu fyrr. Maðurinn sigldi jú einsamall á þessu sama fleyji umhverfis hnöttinn á sínum tíma. „Haffi varð áttæður 15. desember og er ótrúlega hraustur og hress. Hann er alla daga vinnandi í bátunum sínum, rafsjóðandi og eitthvað að bjástra með blik í augum eins og unglingur. Vissulega er það rétt að ég hef aldrei siglt skútu áður þó ég sé bráðum búinn að vera hálfa öld á sjó, en við Haffi eigum það þó sameiginlegt að hafa siglt umhverfis jörðina. Hann er búinn að fara ótrúlegustu ferðir á Eldingunni. Umhverfis hnöttinn, til Íslands, til Bandaríkjanna og í Eystrasalt bara til að nefna dæmi.
Á sínum tíma kom út ævisaga Hafsteins Jóhannessonar siglingakappa frá Akranesi og hér er kápumynd hennar.
Þetta verður ævintýri,“ segir Óli með tilhlökkun í röddinni.
HÚSAKLÆÐNING EHF. HEFUR Í ÁRATUGI SÉRHÆFT SIG Í VIÐHALDI FASTEIGNA OG FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐUM.
ENDING • GÆÐI • ÁBYRGÐ • REYNSLA Húsaklæðning hf. | Sími: 555 1947 | Netfang: info@husco.is | Vefhönnun: www.tonaflod.is
CMT sagarblöð og fræsitennur Blaðinu er dreift í 7.000 eintökum á öll heimili á Kjalarnesi, í Kjós og á Vesturlandi.
26. maí 2016 7. TÖLUBLAÐ 5. ÁRGANGUR
Svavar Gestsson með síðustu tvo árganga Breiðfirðings sem hann hefur ritstýrt í höndum sínum.
Breiðfirðingur kominn út með tölu yfir fjölda Breiðafjarðareyja
B
REIÐAFJÖRÐUR: Ný útgáfa af ársritinu Breiðfirðingur hefur litið dagsins ljós. Í bókinni er að finna mikið af ýmsum fróðleik frá byggðunum við Breiðafjörð. Þar er meðal annars grein eftir Bergsvein Birgisson rithöfund og fræðimann um deilur í Þorskfirðingasögu og ritgerð um altaristöfluna í Bjarnarhafnarkirkju, minnst er Einars Kristjánssonar og Skúla Alexanderssonar sem báðir féllu frá á síðasta ári og áhugaverðar greinar sem snúa að náttúru Breiðafjarðar. Í þeim er skrifað um fugla, mink og vernd náttúru og minja. Í viðtali við Þorvald Björnsson sem starfar á Náttúrufræðistofnun kemur svo fram að nú sé hann búinn að telja eyjar og sker í Breiðafirði. Þar eru 3.009 hólmar, sker og eyjar sem standa upp úr á flóði. Auk þess eru flæðiskerin 1.275 talsins. Þessi talning er afrek út af fyrir sig því löngum hefur verið fullyrt að þrennt væri óteljandi á Íslandi. Það væru Breiðafjarðareyjar, Vatnsdalshólar og vötnin á Tvídægru. Svavar Gestsson fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra er ritstjóri Breiðfirðings en hann ólst upp á Fellsströnd í Dalasýslu. „Ég var bara kallaður til að vera með þetta rit. Ég sé alveg um það, áskrifendur, efni og það allt. Útgáfa Breiðfirðings var með blóma um áratuga skeið en féll niður í fimm ár. Nú eru svo komin út tvö bindi undir minni stjórn, það var í fyrra og svo nú. Okkur hefur tekist að láta báðar bækurnar standa undir sér bæði með sölu og svo hafa velunnarar auglýst í þeim,“ segir Svavar Gestsson. Breiðfirðingur fæst í bókabúðum eða með því að hafa samband við Breiðfirðingafélagið sem gefur bækurnar út (bf@bf.is).
Mótaðu þína framtíð á Bifröst Kynntu þér spennandi, framsækið námsframboð og kennsluhætti Háskólans á Bifröst í einstöku námsumhverfi. Við bjóðum upp á hentugar íbúðir á hagstæðri leigu, leikskóla og góðar samgöngur við nálægan grunnskóla. Verslun, kaffihús og veitingastaður á staðnum ásamt líkamsrækt og persónulegri nánd við samnemendur og starfsmenn skólans.
Viðskiptasvið
Félagsvísindasvið
Lögfræðisvið
Viðskiptafræði - BS • með áherslu á markaðssamskipti • með áherslu á ferðaþjónustu • með áherslu á þjónustufræði
Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði - BA Miðlun og almannatengsl - BA Byltingafræði - BA
Viðskiptalögfræði - BS Viðskiptalögfræði með vinnu - BS Lögfræði - ML
Háskólagátt
Undirbúningur fyrir háskólanám
Allt grunnnám á Bifröst er einnig kennt í fjarnámi. Nánari upplýsingar á bifrost.is
- hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir
ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ? Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-, mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu.
Formbólstrun Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.is