Vesturland 9. tölublað 7. árgangur 2018

Page 1

9. tölublað 7. árgangur

— 16. águst 2018 —

Metsöluhöfundurinn Eva Björg frá Akranesi:

Þrjú börn og bók fyrir þrítugt! E

va Björg Ægisdóttir hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir skáldsögu sína „Marrið í

Íslenskir heyskaparhættir

stiganum.“ Handritið fékk í vor glæpasagnaverðlaunin „Svartfuglinn.“ Sögusvið bókarinnar er á Akranesi og í Hval-

HÁTÍÐ Í ÓLAFSDAL

fjarðarsveit. Sjá viðtal við Evu Björgu á miðopnu og kafla úr bókinni á síðu 8.

Hjá Ísrör færðu einangruð hitaveiturör frá LOGSTOR

Nýtt hjá ÍSRÖR

– Stálrör – Stálfittings og samsetningar

Bjóðum nú kaldavatnslagnir PE-100 og PE-80 ásamt tilheyrandi fittings

– Pexrör – Pexfittings og samsetningar – PexElextra sveiganlegri plaströr – Pexfittings og samsetningar

Rýnt í landnám

Bjóðum einnig snjóbræðslurör PP og PE

Og svo allt annað sem þarf til hitaveitulagna Hringhella 12, 221 Hafnarfjörður · Sími 565 1489 · isror@isror.is · www.isror.is

– Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir

HUSQVARNA FS 400 LV

Sögunardýpt 16,5 sm

HUSQVARNA K 760

Sögunardýpt 12,5 sm

HUSQVARNA K 3600 MK II

Sögunardýpt 27 sm

HUSQVARNA K 2500

Sögunardýpt 14,5 sm

HUSQVARNA DM 230 Bordýpt 15 sm

HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar

ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is


2

16. águst 2018

Ný bók um sögu heyskaparhátta á Íslandi ÓLAFSDALUR:

B

jarni Guðmundsson prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hefur sent frá sér nýja bók um sögu aðferða og tækni í landbúnaði á Íslandi. Áður hefur Bjarni vakið verðskuldaða athygli fyrir bækur sínar um vélasöguna, og þá einkum dráttarvélar á borð við Ferguson og Farmall. Haustið 2015 kom síðan út bókin „Íslenskir sláttuhættir.“ Nýjasta bók Bjarna heitir „Íslenskir heyskaparhættir.“

Vinnubröð við öf lun og verkun heyja

Þannig lýsir Bjarni Guðmundsson nýju bókinni: „Þessi bók heitir „Íslenskir heyskaparhættir“ og fjallar í grófum dráttum um það hvernig vinnubrögð við heyannir hafa breyst á Íslandi frá upphafi og fram til okkar daga. Áherslan er þó mest á 20. öldina þegar menn fóru að nota vélar að einhverju marki. Bókin er hugsuð sem rit til að minna á hvað hefur breyst og hverjar framfarir hafa orðið.“ Aðspurður segir Bjarni að nýja bókin sé á vissan hátt tengd fyrri bók hans. „Já, þetta rit er hugsað sem eins konar systurbók „Íslenskra sláttuhátta.“ Því verki lauk þegar búið var að slá, það er losa grasið frá rót. Í nýju bókinni tekur svo við öll meðferð og geymsla heysins á eftir. Þessar tvær bækur eru þannig eins konar par í þessum efnum.“

Víða leitað heimilda

Menn koma vart að tómum kofunum hjá Bjarna þegar saga heyskapar á Íslandi er annars vegar. Fjölmargir áhugaverðir fletir eru á heyskaparfræðunum enda er nýja bókin vegleg og alls um 350 síður. „Heyskapur hefur verið eitt helsta verk sem unnið var á hverjum bæ á Íslandi. Það er varla hægt að koma öllu um þau verk fyrir í einni bók þó hún sé höfð sæmilega stór. En í þessari nýju bók er þó talið það helsta, og ekki síst það sem er sérstakt fyrir Ísland en lauslegur samanburður gerður við aðrar þjóðir. Menn löguðu verkhætti og vélar að íslenskum aðstæðum,“ segir hann. Við ritun nýju bókarinnar nýtti Bjarni eigin þekkingu og reynslu, auk þess sem hann aflaði sér heimilda. „Ég hef bjástrað við þetta í hálfa öld, bæði við kennslu og rannsóknir. Síðan fékk ég mikinn fróðleik frá gömlu fólki, bæði körlum og konum. Ég leitaði líka í þjóðháttasafn Þjóðminjasafnsins. Síðan eru gríðarlega miklar heimildir til á Hvanneyri frá þeim tíma er menn voru að reyna nýjungar og gera tilraunir með vélar og annað. Svo var um fátt meira skrifað í búnaðarblöðum, ritum og þess vegna dagblöðum, heldur en um heyskapinn.“

Með ráð undir rifi hverju

Vart þarf að koma á óvart að margir í sveitum landsins höfðu úr mikilli reynslu og þekkingu að moða þegar

Fánasmiðjan

Fánar, fánastangir og aukahlutir Nú er rétti tíminn til að koma fánamálunum í gott stand.

Bjarni Guðmundsson prófessor með nýju bókina sína „Íslenskir heyskaparhættir.“ Þess má geta til gamans að forsíðu bókarinnar prýðir gömul ljósmynd frá heyskap á bænum Hvítanesi í Skilmannahreppi hinum forna, nú Hvalfjarðarsveit.

öflun heyja og meðferð þess var annars vegar. Á því valt lífsafkoma bænda og búaliðs. Bjarni nefnir sem dæmi að eftir svona vorviðrasumur eins og nú í ár hafi menn oft komið með ýmis ráð í vanda bænda í heyskap. „Einhverjir höfðu látið sér detta í hug lausnir sem nota mætti. Þetta var frjó umræða og margt kom fram sem hefði dugað í miklu meira efni en rúmast í einni bók.“ Ein hugmyndin var votheysverkunin þar sem nýslegið gras var sett í loftþéttar geymslur, turna eða gryfjur. Þar gerjaðist sykurinn í grasinu og varð að mjólkursýru. Úr varð súrhey. Þegar Vesturland hitti Bjarna um liðna helgi var hann staddur á Ólafsdalshátíð (sjá bls. 4 í þessu blaði) þar sem hann flutti erindi um frumkvöðlastarf Torfa Bjarnasonar í votheysverkum. „Í Ólafsdal var fyrst verkað vothey hér á landi að því marki að menn skráðu niður og lýstu aðferðinni þannig að aðrir gátu farið eftir því. Súrheysverkun hafði lítilsháttar farið fram á öðrum stöðum og menn vakið athygli á aðferðinni og einhverjir búnir að prófa þetta. Torfi Bjarnason í Ólafsdal tók þetta hins vegar af fullri alvöru. Hann byggði súrheysgeymslu sem enn stend-

ur. Síðan birti hann grein um þetta árið 1888. Eftir lýsingu hans þar hefur verið mjög auðvelt að endurtaka leikinn. Nemendur lærðu þetta síðan hjá Torfa í Ólafsdal og báru þá þekkingu með sér heim í sveitir,“ segir Bjarni.

Vothey gaf smjörinu lit

Saga votheysverkunar er birtingarmynd þess hvernig bændur á síðustu öld lögðu sig fram um að nýta sér búvísindin til fóðuröflunar og í framhaldi af því til framleiðslu matvæla. „Fyrst í stað voru menn þó hálf hræddir við þessa nýju aðferð. Þeir vildu ekki leggja mikið hey undir í svona tilraunir en notuðu frekar hey sem þeir töldu sig geta tapað ef verkunin misfærist. Háin, það er hey úr seinni slætti, var iðulega sett í súrheysverkun. Hún var slegin í september þegar farið var að hausta og þurrkar búnir. Þá þótti tilvalið að prófa þetta.“ Bjarni bætir því við að fleira hafi hangið á spýtunni í votheysverkuninni en að láta krók koma á móti bragði í óþurrkatíð. „Það var mörgum bústýrum metnaðarmál að vera með rauðleitt eða gulleitt smjör. Þetta var kallað „sumarliturinn“ og þótti betra en hvítt smjör.

s:5772020

Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi

Framtak-Blossi er orðinn umboðsaðili fyrir Volvo Penta rafstöðvar og skrúfuvélar á Íslandi

Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum.

Sala á Volvo Penta varahlutum og viðgerðarþjónusta

Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is

Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is

Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík www.blossi.is - blossi@blossi.is

|

blossi@blossi.is

Þessi mynd sýnir sögulega holu í sögu landbúnaðar á Íslandi. Þetta er votheysgryfjan sem Torfi Halldórsson í Ólafsdal lét gera og notaði þegar hann verkaði súrhey og lýsti síðan fyrstur manna í riti á Íslandi þannig að aðrir búhöldar gátu leikið aðferðina eftir.

Slíkt smjör fékkst úr mjólk kúa sem höfðu verið fóðraðar á votheyi.“

Tæknisinnaðir bændur

Nú þegar Bjarni hefur á umliðnum árum skilað af sér hverju öndvegisverkinu á fætur öðru um tækni og verkmenningu í íslenskum landbúnaði er ekki úr vegi að spyrja hann hvort íslenskir bændur hafi gegnum tíðina verið íhaldssamir í slíkum efnum eða fljótir að tileinka sér nýjungar. Svarið kemur á reiðum höndum: „Mér finnst að íslenskir bændur hafi ávallt verið framarlega í að tileinka sér nýjungar í aðferðum og tækni. Votheysverkunin sem prófuð var í Ólafsdal 1885 til 1888 var á svipuðum tíma og þessi aðferð var að breiðast út á Bretlandseyjum og í Noregi. Margar vélanna sem hingað komu til dæmis á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar voru komnar til Íslands á undan því sem gerðist í Noregi og Svíþjóð á þeim árum. Menn voru frekar nýjungagjarnir. Kannski átti þar stóran þátt að vinnuaflið streymdi frá sveitunum til bæjanna. Til að mæta þessu varð að finna ráð og þau fólust í vélvæðingunni,“ segir Bjarni Guðmundsson.


KRANALEIGAN ÁB LYFTING:

Stærsti krani landsins og sex félagar hans K

ranaleigan ÁB Lyfting er klárlega fyrsti kostur þegar þörf er á kranaþjónustu við stærri verkefni enda hefur fyrirtækið meðal annars yfir að ráða stærsta krana landsins. „ÁB Lyfting hefur verið starfandi síðan árið 1999 en ég hef starfað í þessu fagi í tæplega 40 ár,“ segir framkvæmdastjórinn Ástþór Björnsson. „Við erum með sjö glussakrana sem taka frá 35 tonnum upp í 300 tonn en þessi 300 tonna er stærsti krani landsins. Hann vegur einn og sér án nokkurrar hleðslu heil 72 tonn. Þessir kranar eru allir meira og minna stöðugt í útleigu. Við þurfum sjálf að sjá alfarið um alla vinnu á krönunum, þetta eru það sérhæfð verkefni. Stór hluti af verkefnunum er annars vegar hífingar og lyftingar við byggingarvinnu og hins vegar skipavinna, þ.e. uppskipun. En einnig eru þetta margs konar önnur verkefni þar sem lyfta þarf mjög þungum hlutum,“ segir Ástþór. Meðal þekktra verkefna hjá ÁB Lyftingu eru hífingar á öllum vindmyllum sem reistar hafa verið á landinu. Enn fremur sér fyrirtækið um að lyfta upp gömlum sögufrægum húsum fyrir Minjavernd. „Við hífðum líka rafala og túrbínur í Hellisheiðarvirkjun. Auk þess höfum við skipað upp gröfum fyrir Eimskip í Helguvík og Húsavík, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Ástþór.

Þýska stálið blífur

Allir sjö glussakranarnir í eigu Kranaleigunnar ÁB Lyfting koma frá einum og sama framleiðandanum, Grove í Þýskalandi. Þjóðverjar eru annálaðir fyrir framleiðslu á framúrskarandi þungavinnuvélum og ÁB Lyfting vill bara notast við það besta á markaðnum. Myndir af Grove-krönunum prýða þessa grein. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða þurfa á fyrsta flokks kranaþjónustu að halda geta hringt í síma 8962301 fyrir frekari upplýsingar. Einnig má senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið ablyfting@simnet.is.


4

16. águst 2018

LEIÐARI

Móðursýki í fiskveiðistjórnun

E

itt af undarlegri málum sem komið hafa frá hendi íslenskrar stjórnsýslu í sumar er frumvarp sem „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið“ (þetta mikilfenglega ráðuneytisnafn eitt og sér sýnir uppskrúfaðan veruleika kerfis sem tekur sig orðið alltof hátíðlega og er úr tengslum við raunveruleikann). Sjávarútvegurinn heyrir undir þetta ráðuneyti. Innan veggja þess eru embættismenn að hnoða saman lagafrumvarpi sem boðar furðulega nýsköpun. Það er myndavélaeftirlit með öllum fiskihöfnum, þeim sem hafa vigtunarleyfi á sjávarafla og síðan öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni. Samkvæmt þessu virðist eiga að setja upp myndavélar með lögum til að vakta þetta allt. Ef marka má fréttir af málinu ætla stjórnvöld síðan að gera út flota af flygildum (drónum) til að njósna um fólk úr lofti. Síðan munu opinberir starfsmenn væntanlega verða settir í að horfa á allt myndefnið sem taka mun tugþúsundir klukkustunda til að gá nú að því hvort einhvers staðar hafi nú verið „landað framhjá“ eða veiddum fiski hent aftur í hafið. Tækjabúnaðurinn og mannaflinn sem þarf í þetta verður sjálfsagt af áður óþekktri stærðargráðu. Þetta bætist við þá skriffinsku og eftirlit sem þátttakendur í sjávarútveginum þurf að sæta þegar í dag. Þetta frumvarp ber keim af því að vera hugarfóstur embættismanna sem hafa litla atvinnureynslu úr sjávarútvegi – hafa aldrei migið í saltan sjó eins og sagt er á hreinni íslensku. Það er aukinheldur birtingarmynd furðulegrar veruleikafirringar og móðursýki sem hreiðrað hefur um sig í stjórnkerfinu þegar fiskveiðistjórnun er annars vegar. Menn láta eins kvótakerfið standi og falli með því að allt sé í gadda slegið undir þeirri hugmyndafræði að hver og einn sem starfi í greininni sé grunaður stórglæpamaður þar til sannara reynist. Vonandi fer þessi vitleysa í pappírstætarann þar sem hún á heima áður en hana rekur á fjörur Alþingis.

Magnús Þór Hafsteinsson.

Hátíðin hófst á því að hátíðagestir fóru í sögugöngu inn eftir dalnum til að skoða minjar um víkingaaldarskálann sem fannst núverið í dalnum (sjá nánar viðtal við Birnu Lárusdóttur fornleifafræðing á síðu 6 í þessu blaði).

Dýrðardagur á Ólafsdalshátíð ÓLAFSDALUR:

M

ikið var um dýrðir í Ólafsdal við Gilsfjörð í Dalasýslu síðastliðinn laugardag en þá var haldin Ólafsdalshátíð í ellefta sinn. Fjöldi gesta á öllum aldri dvaldi daglangt og naut veitinga, fróðleiks og skemmtana í eindæma veðurblíðu. Meðfylgjandi myndir gefa hugmynd um það sem fram fór.

Trúðurinn Wally frá Sirkus Ísland var meðal fjölbreyttra skemmtiatriða

Gestir gátu felst kaup á lífrænu grænmeti af ýmsu tagi sem ræktað er í Ólafsdal.

Dregið í happadrætti dagsins þar sem fjöldi vinninga var í boði.

Ólafsdalur þar sem rekinn var búnaðarskóli 1880 til 1907. Hann var stofnaður og rekinn af hjónunum Torfa Bjarnasyni og Guðlaugu Zakaríasdóttur sem styttan er af.

ALLT FYRIR FUNDARHERBERGIÐ Þráðlaust sýningartjald

Þráðlaus búnaður

Boðið var upp á gómsætan ís frá Erpsstöðum og það kom sér vel á þessum sólríka laugardegi.

Hágæða öruggur fjarfundabúnaður

Ólafsdalur.

9. tölublað, 7. árgangur Útgefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54 , 103 Rvk. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang, amundi@fotspor.is. Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Magnús Þór Hafsteinsson. Sími: 864 5585 Netfang: magnushafsteins@simnet.is. Efni blaðsins er skrifað af ritstjóra nema annað komi fram. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is.

DALVEGI 16B / S. 510 0500

Fríblaðinu er dreift í 7.000 eintökum á öll heimili og í fyrirtæki á Kjalarnesi, í Kjós, Akranesi, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Snæfellsnesi og í Dölum. Blaðið liggur einnig frammi á helstu þéttbýlisstöðum á svæðinu.


Hestaferđir

Við bjóðum upp á stuttar hestaferðir alla daga sem henta knöpum á öllum aldri og með mismunandi reynslu. Kaffi og kökur fylgja í lok hverrar ferðar. www.polarhestar.is Vinsamlegast bókið með fyrirvara: 89 6 1879 Pólar Hestar – Grýtubakki II – 601 Akureyri Upplagt að líta við á Grenivík í leiðinni: www.grenivik.is

Öll almenn

garðvinna

Hellulagnir, Þökulagnir, Jarðvegsskipti, Beðahreinsun, Trjáfellingar, Trjáklippingar og margt fleira.

Austurkór 63, Kópavogi Sími: 859 7090

facebook.com/gardakop gardakop@gmail.com


6

16. águst 2018

Afhjúpa leyndardóma landnámsskálans í Ólafsdal ÓLAFSDALUR:

Í

síðasta tölublaði Vesturlands fyrir sumarfrí, sem kom út 21. júní sl., var greint frá því að fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands hefðu fundið skála frá 9. eða 10. öld í Ólafsdal við Gilsfjörð í Dalasýslu. Í sumar var skálinn rannsakaður með uppgrefti í fjórar viku undir stjórn Howell M. Roberts og Birnu Lárusdóttur fornleifafræðinga.

Birna lýsir því sem gert hefur verið:

„Í sumar tókum við fyrst og fremst ofan af minjunum. Við fjarlægðum mikið af torfhruni, jarðvegi sem hafði hrunið og fokið yfir rústina í tímans rás. Þetta er stórt svæði eða alls um 200 fermetrar sem við höfum nú hreinsað með þessum hætti. Þannig má segja að við séum búin að afhjúpa og draga fram megindrættina. Við erum byrjuð að reyna að skilja hvers konar mannvirki það er sem við höfum fundið. Þetta er dálítið flókið. Við sjáum ekki bara einn skála, heldur fleiri byggingarstig. Tvö ef ekki fleiri.“ Fornleifafræðingarnir hafa gert uppdrátt af rústinni og birt á fésbókarsíðu verkefnisins sem ber heitið „Fornleifarannsóknir í Ólafsdal.“

Áfram grafið næstu tvö sumur

Fornleifastofnun Íslands hefur fengið fjármagn frá Minjavernd og Fornleifasjóði til að stunda rannsóknir á þessum

rústum í Ólafsdal næstu tvö sumur 2019 og 2020. „Næsta sumar munum við snúa aftur og hefjast handa við mjög spennandi hluti. Þá munum við rannsaka það sem við sjáum rétt glitta í núna, svo sem mögulegar stoðaholur, það sem gæti verið eldstæði, far eftir sá eða kerald sem geymdi væntanlega matvæli, sjálf gólflögin og áfram mætti telja. Þannig byrjum við þá að grafa í lög innan skálans sem við getum tekið sýni úr og greint og þau munu eflaust færa okkur mikið af upplýsingum. Vonandi finnum við einhverja gripi líka. Í sumar fundum við aðeins hvernig örlaði á að þessi gólflög skálans veittu okkur upplýsingar. Meðal annars fundum við einn hníf.“

Gætu fundið fleiri rústir

Ekkert bendir til annars en að þarna sé fundinn bær frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. „Flest bendir til að þetta hafi verið hús fyrir heils árs búsetu en ekki sel frá höfuðbóli sem stóð utar í Ólafsdal. En þetta á allt eftir að koma betur í ljós,“ segir Birna. Vísindamenn Fornleifastofnunar vinna nú að því að átta sig betur á því hvaða leyndardómar gætu falist á þessu forna bæjarstæði. „Það eru þarna rústir af fleiri húsum. Það stendur til að stækka uppgraftarsvæðið en við erum ekki al-

Skálarústin í Ólafsdal eins og hún horfir við í dag. Búið er að breiða jarðvegsdúk yfir hana og skálinn bíður núi þess að hafist verið handa við næsta stig rannsóknanna sumarið 2019.

veg búin að ákveða enn hvert við förum út frá því sem við höfum fundið nú þegar. Þarna er m.a. rúst sem gæti verið af jarðhýsi sem væri þá líkt öðrum sem hafa fundist í gömlum víkingaaldarbæjum hér á landi. Í þeim finnast oft merki um að hafi verið fengist við vefnað,“ segir Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur.

Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur.

Mjög mikill áhugi er á hinum forna skála sem nú er fundinn í Ólafsdal. Síðastliðinn laugardag leiddi Birna hundrað manna hóp gesta á Ólafsdalshátíð að skálarústinni þar sem hún gerði grein fyrir uppgreftinum og því sem þar hefur fundist. Hér stendur hún í miðri rústinni og lýsir aðstæðum fyrir fólki.

Fyrsti uppdráttur af skálanum sem ljóst er að hefur verið endurbyggður. Veggir sem hér eru blálitaðir sýna það sem líklega er elsta byggingarstigið. Bleiku veggirnir virðast vera yngri, eða eru endurbyggðir og breyttir. Rauðlituð eru ýmis fyrirbæri: sáfar, eldstæði og fleira sem enn er óljóst hvernig ber að túlka. Grænu veggirnir sýna líklega einhverskonar anddyri.

Varahlutaverslun og þjónusta ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN TANGARHÖFÐA 4 www.osal.is 110 REYKJAVÍK osal@osal.is SÍMI 515 7200 FAX 515 720

Fyrsti uppdráttur af skálanum sem ljóst er að hefur verið endurbyggður. Veggir sem hér eru blálitaðir sýna það sem líklega er elsta byggingarstigið. Bleiku veggirnir virðast vera yngri, eða eru endurbyggðir og breyttir. Rauðlituð eru ýmis fyrirbæri: sáfar, eldstæði og fleira sem enn er óljóst hvernig ber að túlka. Grænu veggirnir sýna líklega einhverskonar anddyri.


Vinnuvélar og tæki 7

KYNNINGARBLAÐ

Helgarblað 17. nóvember 2017

Sogskál á gleri.

Hvalasýningin á Granda: Smákranar önnuðust flutninga á öllum hvala­ líkönum fyrir sýninguna.

Unnið við Perluna.

Litlir kranar leysa stór verkefni Smákranar

Þ

að eru til fleiri kranar en stórir byggingarkranar, og litlir, sérhæfðir kran­ ar eru nauðsynlegir til ýmissa vandasamra verka. Til dæmis þarf oft að hífa upp í mikla hæð þunga hluti innanhúss í byggingum, stórar glerrúður og stálbita, en smákranar koma þar við sögu þar sem önnur tæki komast ekki að og handaflið ekki nóg. Þessa þörf uppgötvuðu hjónin Erlingur Snær Erlingsson og Hildur Björg Ingibertsdóttir eftir að þau fóru að kynna sér möguleika smákrana skömmu eftir alda­ mótin síðustu. Þau stofnuðu fyrirtækið Smákrana árið 2004 og hefur fyrirtækið vaxið og dafnað síðan. „Faðir minn var í þess­ um hífingarbransa og var með stóra bílkrana. Ég hafði því alltaf mikinn áhuga á þessum hlutum. árið 2004

sá ég í erlendu fagtímariti auglýsingu um Unic 295 smákranann, svokallaðan köngulóarkrana.“ Erlingur fór síðan með eiginkonu sinni og föður til Bretlands til að skoða þessa kranategund og þau fluttu heim einn Unic 295 smákrana. Hann lyftir þremur tonnum í 1,4 metra radíus en er ekki nema 60 sentimetrar á breidd. „Upphaflega var ætlunin að höndla með þessa krana og þjónusta kaupendur þeirra en áhuginn var lítill og fáir virtust sjá fyrir sér mögulega notkun þeirra. Þannig að við áttum kranann áfram og ég fór að vinna á honum með­ fram öðrum störfum.“ krönum í eigu fyrirtæk­ isins hefur síðan fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin og nú á fyrirtækið samtals átta krana. Þar af eru fjórir smákranar af Unic gerð, tveir

flutningskranar af gerðinni JmG, en þeir geta keyrt með hlassið, og svo tveir 45t Liebherr bílkranar sem henta mjög vel með litlu krönunum. „Við sérhæfum okkur í flutningatæknilegum lausn­ um. Þar sem erfitt er að koma við öðrum tækjum þar komum við til sögunnar. Tök­ um sem dæmi það verkefni að setja upp 300–500 kílóa rúðu innandyra. Í áhættu­ greiningu blikka öll ljós yfir slíku dæmi ef menn ætla að gera þetta með handafli, bæði vegna hættunnar á meiðslum og því að eyði­ leggja hlutinn.“ auk krananna býr fyrir­ tækið einnig yfir ýmsum gagnlegum búnaði við flutninga og hífingu hluta innandyra: „Eitt dæmi eru glersogskálarnar sem sjúga sig fastar á glerið með loft­ tæmi. Við eigum fimm slíkar

og meðal annars stærstu glersogskál til glerísetningar á Íslandi. með henni getum við híft gler sem er allt að eitt og hálft tonn að þyngd.“ Verkefni Smákrana eru mjög fjölbreytt en fyrirtækið er mest á fyrirtækjamarkaði. Þó kemur oft fyrir að Erlingur og hans starfsmenn sinni einstaklingum vegna glerí­ setninga. „Við hífum mikið af gleri fyrir smiði sem þjónusta tryggingafélögin og þannig erum við mikið á vettvangi hjá einstaklingum. Þetta eru gler frá 70 og upp í 300 kíló,“ segir Erlingur og bætir við að Smá­ kranar hafi annast hífingar á flestum stærstu rúðum sem hafa verið settar í á Íslandi frá árinu 2008. nauðsyn smákrananna er augljós við þessi verk, eða eins og Erling­ ur segir: „Hvernig ætlar þú að setja upp gler sem er 760 kíló að þyngd og 7,2 metrar að

hæð?“ og vísar þar til nýlegs verkefnis fyrir nýja verslun H&m í Smáralind. meðal annarra nýlegra verkefna er stórt verk fyrir ÍaV marti í Búrfellsvirkjun, þar sem unnið hefur verið við uppsteypu á stöðvar­ húsi sem er 300 metra inni í fjallinu. Þá hafa Smákranar sett upp rúmlega 60 tonn af gleri í nýja hótelbyggingu Bláa lónsins. Einnig hefur fyrirtækið unnið innandyra við breytingar í Perlunni og hjá marel hf. og sett upp allt nýtt gler á framhliðum H&m og Zöru í Smáralind og H&m og next í kringlunni. Nánari upplýsingar veitir Erlingur Snær í síma 6994241 eða í gegnum netfangið ese@smakranar.is. www.smakranar.is facebook.com/smakranar


8

16. águst 2018

Metsöluhöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir:

Ætlaði að eignast þrjú börn og skrifa eina skáldsögu fyrir þrítugt og tókst það Eins og fram kemur í viðtalinu þá byrjaði Eva Björg ung að lesa bækur. Hér er hún 6 eða 7 ára gömul að lesa bók fyrir litlu systur sína Eydísi Sunnu.

U

ngur rithöfundur frá Akranesi hefur vakið athygli í sumar. Þetta er Eva Björg Ægisdóttir. Í lok apríl var tilkynnt að hún hefði hlotið verðlaunin „Svartfuglinn“ fyrir glæpaskáldsögu sína „Marrið í stiganum.“ Þessi verðlaun voru nú veitt fyrsta sinni. Til þeirra var stofnað af glæpasagnahöfundunum Yrsu Sigurðardóttur og Ragnari Jónssyni í samvinnu við bókaforlagið Veröld. Verðlaunin felast í því að Veröld gefur bók verðlaunahöfundarins út auk þess sem viðkomandi hlýtur hálfa milljón krona verðlaunafé og kemst á samning hjá alþjóðlegum umboðsmanni bóka sem staðsettur er í Lundúnum í Bretlandi. Óhætt er að segja að þessi frumraun Evu Bjargar hafi slegið rækilega í gegn í sumar. Í þrjá mánuði hefur hún verið á metsölulista Félags bókaútgefenda. Í maímánuði var „Marrið undir stiganum“ mest selda bók landsins. Í júní varð hún í níunda sæti og í síðasta mánuði klifraði bókin aftur upp í það sjötta. Þetta er glæslegur árangur hjá rithöfundi sem er að senda frá sér sína fyrstu bók. „Marrið í stiganum“ er um margt forvitnileg saga. Ekki einungis er hún

frumraun rithöfundar með sterkar rætur á Vesturlandi og Akranesi, heldur er sögusviðið Akranesbær um 1990 og síðan aftur í nútímanum tæpum þremur áratugum síðar. Vesturland tók hús á Evu Björgu Ægisdóttur í liðinni viku.

Alþjóðasamskiptafræðingur, f lugfreyja og rithöfundur

Þar sem Eva Björg er ný í heimi íslenskra bókmennta er ekki úr vegi að fá hana fyrst til að gera stuttlega grein fyrir því hver hún er. „Ég fæddist á Akranesi, ólst þar upp og bjó í bænum til um 25 ára aldurs. Móðir mín heitir Björk Kristinsdóttir og faðir minn Ægir Jóhannsson. Mamma er í dag kennari í Heiðarskóla í Hvalfjarðarveit. Pabbi var lengi sjómaður en starfar nú hjá Trésmiðjunni Akri á Akranesi.“ Þó að Eva Björg búi nú í Reykjavík með manni sínum og þremur börnum þá eru tengslin sterk við Akranes. „Öll mín systkini, foreldrar, afar og ömmur búa á Akranesi. Á Skaganum fór ég bæði í Brekkubæjarskóla og Grundarskóla á grunnskólaárunum. Svo skráðist ég í Fjölbrautaskóla Vesturlands og lauk stúdentsprófi þaðan. Síðan nam ég félagsfræði við Háskóla Íslands og tók bókmennta-

fræði til auka. Eftir það flutti ég til Noregs þar sem ég fór í háskólanám. Að því loknu hélt ég aftur heim til Íslands.“ Aðspurð segist Eva Björg að hún lagt stund á nám í alþjóðasamskipti við Tækniháskólann í Þrándheimi. „Þetta er nám sem snýr að starfsemi fyrirtækja sem starfa á alþjóðavettvangi en sjónum er líka beint að stjórnmálum og alþjóðlegum stofnunum. Þarna var ég í tvö ár og lauk meistaranámi.“ Síðan bætir hún við: „Nú er ég í heima í fæðingarorlofi. Síðast fram að því starfaði ég við tölfræði og ýmiss konar gagnaúrvinnslu hjá fyrirtæki sem heitir Maskína.“ Eva Björg býr nú í vesturhluta Reykjavíkur ásamt manni sínum og þremur börnum. „Sá elsti er níu ára, barnið í miðjunni er þriggja ára og sú yngsta er fjöggurra mánaða,“ segir Eva. „Ég ætlaði mér að eignast þrjú börn fyrir þrítugt og skrifa eina bók. Hvort tveggja rétt slapp. Ég varð þrítug í sumar. En það er nóg að gera.“

Sat langdvölum í bernsku á Bókasafni Akraness

Forvitni vekur að Eva Björg segist hafa stundað nám í bókmenntafræði með félagsfræðinni í Háskóla Íslands.

Við verðlaunaaf hendinguna í vor. Eva Björg ásamt Elizu Reid forsetafrú og glæpasagnahöfundunum Ragnari Jónssyni og Yrsu Sigurðardóttur. Þau Ragnar og Yrsa stofnuðu til verðlaunanna „Svartfuglinn“ í samvinnu við bókaforlagið Veröld.

Hefur hún alltaf haft áhuga á bókmenntum? Svarið er hiklaust já. „Ég las mjög mikið sem barn. Ég var orðin fluglæs þegar ég hóf skóla-

námið sex ára gömul. Þar fékk ég ekki í hendur nein stafrófskver þegar ég byrjaði í skólanum heldur leyfðu kennararnir mér að fá bækur með


9

16. águst 2018 alvöru texta. Ég man mjög vel hvaða bók ég fékk fyrst að taka með mér heim úr skólanum. Titill hennar var „Bras og þras á Bunulæk,“ og er eftir Iðunni Steinsdóttur,“ segir Eva Björg og hlær við endurminninguna. Hún bætir svo við: „Ég veit ekki af hverju ég man svo vel eftir þessari bók en ég var alltaf að lesa. Ég bjó nánast á Bókasafni Akraness sem þá var í gamla bókasafnshúsinu við Heiðargerði. Við áttum heima í nágrenninu svo það var stutt að fara þangað fyrir mig. Á bókasafninu dvaldi ég löngum stundum. Það kom jafnvel fyrir að konurnar sem unnu á bókasafninu skutluðu mér heim eftir lokun á kvöldin. Ég valdi oft að lesa bækur í stað þess að leika mér við vinkonur mínar.“

Hvatning í Grundaskóla

Eva Björg segist hafa reynt að lesa allar barna- og unglingabækur sem hún komst yfir á æskuárunum. „Síðan ætlaði ég einhvern tímann að vera voðalega fín og byrja að lesa bókmenntir á borð við skáldsögur eftir Ernest Hemingway og eitthvað svoleiðis en fann fljótt að það var kannski of þungt fyrir átta eða níu ára gamla stúlku,“ hlær hún. Snemma tók svo krókurinn að beygjast til þess sem verða vildi. Eva Björg varð fyrir áhrifum af öllum bóklestrinum og brátt hóf hún sjálf að reyna að semja. „Ég byrjaði snemma að skrifa einhverja texta. Það voru ekki beint sögur, heldur meira svona textar í dagbókaformi eða ég reyndi að herma eftir því sem ég hafði verið að lesa. Áhuginn á því að skrifa vaknaði þannig snemma. Kannski þarf það einmitt að vera þannig. Það skiptir miklu máli að lesa sem barn. Fjórtán eða fimmtán ára gömul var ég farin að skrifa smásögur. Þá vann ég smásagnakeppni í Grundarskóla sem virkaði hvetjandi á mig. Ég fann til vissu fyrir því að þetta að skrifa væri eitthvað sem ég gæti gert.“ Eva Björg segist lesa mikið allt fram til þessa dags. Hún sé ávallt með einhverja bók í takinu. „Það eru alls konar bækur, og ekkert endilega spennusögur þó ég hafi nú skrifað eina slíka sjálf.“

Hugsað og skrifað með f luginu

Markmið Evu Bjargar um að skrifa bók varð skýrara eftir að hún kom heim til Íslands frá náminu í Noregi. „Það var 2013. Þá var ég í fæðingarorlofi en fékk svo starf sem flugfreyja hjá WOW Air. Þarna vorum við reyndar komin með tvö börn svo það gat verið erfitt að finna tíma til að skrifa. Það bjargaði þessu að flugfreyjustarfið var þannig að við unnum í lotum og fengum svo nokkurra daga frí á milli. Þetta hentaði mér vel. Þá gat ég verið heima á daginn þegar ég var ekki í flugi og setið við skriftir.“ Þú gast þá líka hugsað út söguþráðinn í bókinni á meðan þú varst að fljúga? Eva Björg hlær þegar hún fær þessa spurningu: „Já, einmitt. Hún er nú flugmaður, ein aðalpersónan í bókinni,“ svarar hún.

Mikil vinna og sjálfsagi

Þegar Eva Björg lýsir vinnuferli sínu við að skrifa skáldsögu af þessu tagi kemur á daginn að mikil hugmyndavinna liggur þar að baki. „Áður en ég byrjaði á fyrstu síðu þessarar bókar þá skrifaði ég heilmikið, bara til að finna út hvernig ég ætlaði að skrifa bókina. Þessi bók varð ekki til þannig að ég hefði einhverja fastmótaða hugmynd fyrirfram um það hvernig hún ætti að vera og það hefði síðan staðist í einu og öllu. Að skrifa heila skáldsögu var nokkuð sem ég hafði aldrei gert fyrr. Því fór þannig fjarri að ég væri bara með þrjú hundruð og eitthvað blaðsíður í kollinum. En frá því að ég byrjaði svo að semja

sjálfa bókina þá var þetta ferli sem tók eitthvað í kringum níu mánuði þar til fyrsta uppkastið var tilbúið.“ Hinn nýbakaði rithöfundur segir að henni finnist best að skrifa á morgnana. „Það er erfitt að skrifa á kvöldin, kannski af því að við erum með þrjú börn og ég er einfaldlega orðin þreytt þá.“ Það krefst sjálfsaga að skrifa heila bók. „En ég ætlaði mér að gera þetta. Þegar ég var að skrifa „Marrið undir stiganum“ þá var ég með markmið um hvað ég skyldi reyna að skrifa mörg orð á dag. Það gekk alls ekki alltaf eftir en það er samt mikilvægt að hafa eitthvað svona til að miða að þegar maður er að vinna svona verk. Það er gott að hafa smá pressu á sér.

Sá tækifæri og greip það

En af hverju kaus Eva Björg Ægisdóttir að skrifa glæpasögu? „Ég ætlaði ekkert að skrifa nákvæmlega svona bók,“ svarar hún. „Ég hugðist skrifa spennubók en hún átti ekkert að snúast um lögreglurannsókn. Einhvern veginn varð bókin hins vegar svona. Bókin er búin að breytast mjög mikið frá fyrsta uppkastinu. Fólk í fjölskyldunni minni las handritið yfir. Það voru maðurinn minn, mamma og pabbi, afi og amma. Þau komu með ýmsar athugasemdir þegar handritið var í vinnslu. Ég ákvað svo í fyrrahaust að senda það í glæpasagnakeppnina „Svartfuglinn.“ Um það leyti var ég að ljúka við frágang á fyrsta uppkasti bókarinnar. Keppnin var auglýst þarna og fresturinn til að skila inn handritum var 1. janúar.“ Þarna sá Eva Björg tækifæri sem hún vildi reynda að grípa. „Ég sá að meðal þess sem tilheyrði því að bera sigur úr býtum yrði að fá umboðsmann í Lundúnum fyrir mögulega útgáfu á erlendum vettvangi. Fyrir byrjanda er slíkt mjög dýrmætt. Margir höfundar þurfa að bíða árum saman eftir því að erlendir umboðsmenn taki þá upp á sína arma.“

Eva Björg Ægisdóttir þegar hún tók við glæpasagnaverðlaununum „Svartfuglinn“ fyrir bók sína „Marrið í stiganum“ nú í apríl síðastliðinn. Megin sögusvið bókarinnar er Akranes.

Engar ákveðnar fyrirmyndir

Athygli vekur að sögusvið bókarinnar „Marrið í stiganum“ er á Akranesi. Bókin lýsir vofveiflegum atburðum sem gerast í bænum. Fjölmargar persónur búsettar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit koma við sögu. Allt umhverfið sem höfundur lýsir er mjög kunnuglegt þeim sem þekkja til á Skaganum. Þar sem Eva Björg ólst upp á Akranesi er ekki úr vegi að spyrja hana hvort einhverjar fyrirmyndir séu að þeim persónum sem hún skapar í þessari frumraun sinni á skáldsagnasviðinu? „Ég hugsaði einmitt þegar ég var að lesa yfir handritið að nú ættu eflaust margir eftir að reyna að finna hliðstæður eða fyrirmyndir að persónum bókarinnar í núlifandi fólki. Ef það er þá er það eitthvað mjög ómeðvitað af minni hálfu. Ég var ekki með neitt sérstakt fólk í huga þegar ég skrifaði bókina. Kannski reyna einhverjir líka að tengja aðalpersónuna eitthvað við mig en það er alls ekki þannig. Ég sæki engar fyrirmyndir í neitt ákveðið fólk.“ En ætlar hún að gera ritstörfin að lifibrauði í framtíðinni? „Það væri óskandi. Slíkt er þó mjög erfitt ef maður skrifar eingöngu fyrir íslenskan markað. Hann er einfaldlega of lítill. Umboðsmaðurinn í Lundúnum er nú að kynna bókina fyrir erlendum útgefendum. Það er verið að þýða brot úr bókinni sem sýnishorn á ensku. En þetta er langt ferli. Nú í október er stór alþjóðleg kaupstefna fyrir bækur þar sem útgefendur, umboðsmenn og höfundar hittast. Þá gerist oft ýmislegt. Það er bara að vona það besta en þetta er harður heimur þarna úti,“ segir Eva Björg Ægisdóttir.

BÓKHALD

• Bókhald • Afstemmingar • Ársreikningar

• Launavinnsla • Árshlutauppgjör • Virðisaukaskattsskil

3 SKREF

ÞARABAKKA 3 S. 578 6800

BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR


Helgarblað 27. júlí 2018

10

KYNNINGARBLAÐ

Borgarfjörður 16. águst 2018

KAFLI ÚR BÓKINNI „MARRIÐ Í STIGANUM” EFTIR EVU BJÖRGU ÆGISDÓTTUR

K

akan var falleg en bragðlaus. finningasemi varðandi var frá sturtunni. hvít í framan,“ sagði hún og sótti jakk„En það er orðið svo flott Magnea smjattaði á smjör- hjá ykkur,“ sagði Brynja. fótboltann. Þetta er „Þetta er alveg hræðilegt. Aumingja ann hennar í fataskápinn. „Viltu að ég kenndu kreminu og fann „Svo eru þessi kvikindi alnú bara leikur,“ sagði börnin hennar.“ Sigrún setti hönd undir skutli þér heim?“ ógleðina magnast upp í sér. Hún lagði veg meinlaus, þarf bara að „Nei, það er algjör óþarfi,“ svaraði Sigrún hneyksluð og kinn. „Ég bara á svo erfitt með að skilja gaffalinn niður og ýtti disknum örlítið láta eitra fyrir þeim.“ „Það hristi höfuðið. að einhver geti gert svona lagað. Ætli Magnea og brosti snöggt. Hún flýtti frá sér. Sódavatnið náði ekki að skola er nú tilgangslaust.“ Sigrún „Alls ekki segja það það hafi verið eiginmaðurinn? Er það sér að kveðja og forðaðist að líta í augu kláraði teið í einum sopa. burtu smjörbragðið. Karenar þegar hún lokaði útidyrunum. við Gumma. Í alvöru, ekki svo oft svoleiðis?“ „Þær koma þar sem „Hvernig gengur í náminu, Karen?“ Henni leið betur um leið og kalt og ég hef gert það og mun „Ja, hefði það þá verið á þessum spurði Sigrún og hellti mjólk út í teið er raki og fara ekki nema rakt loftið tók á móti henni. Hún fann aldrei gera það aftur.“ stað?“ Karen yppti öxlum. og hrærði. Þær sátu fjórar æskuvinkon- rakinn fari.“ „Við hefðum Þær hlógu aftur. „Ég skil ekki þessa staðsetningu, hvernig ógleðin minnkaði með hverju ur við hvítlakkað borð í eldhúsinu hjá átt að byggja, eins og þið „Heyrðuð þið hvað var hún eiginlega að gera þarna við skrefinu sem hún tók frá húsinu. Hún Karen. Innan úr stofunni mátti heyra gerðuð, Magnea.“ Karen andaði nokkrum sinnum djúpt og annars af líkfundinum vitann?“ fótboltaleik í gangi og öðru hverju andvarpaði. „Þið hljótið að hérna út við vitann?“ „Kannski var hún drukkin og hefur strauk svo magann. Það var orðinn fylgdu ýmist fagnaðarhróp eða formæl- vera laus við allar pöddur Karen horfði á þær til ráfað þarna út eftir. Jafnvel verið bara hálfgerður ávani, þrátt fyrir að maginn ingar frá eiginmanni hennar. og vesen.“Magnea kinkaði skiptis. Svipurinn lýsti svo óheppin að rekast á einhvern.“ væri ennþá sléttur. Það var eitthvað svo „Æ, ekki minnast á það,“ sagði hún kolli annars hugar. róandi að vita af lífinu sem var að mótast bæði hneykslun og eftir- Brynja geispaði. væntingu. „Það er víst og ranghvolfdi augunum. Hún hafði „Er allt í lagi, Magnea, þú ert eitt„En hvern? Myndi maður ekki vita inni í henni. Hún var ekki lengur ein. En skráð sig í fjarnám í viðskiptafræði við hvað svo þögul?“ Karen horfði rannsak- komið nafn á konuna og hún var héðan. það ef það byggi einhver hérna í bænum nú þegar hún strauk um magann fannst Eða bjó hérna þegar hún var lítil.“ Háskólann á Bifröst um haustið. „Ég andi á hana. sem væri fær um að gera svona lagað?“ henni allt í einu eins og hún gripi í tómt. aðaðkann aðklára hljóma sem aðeins hölluðu ferskastaspurði hráefni notað og tengsl verið „Já. Ég hefen það fínt,“ hafa sagði hún oghjá Róberti „Nei, í og alvöru?“ Stelpurnar ætti eiginlega vera að skýrslu í fullmikil Skyndilega var hún þess fullviss að allt Karen. bjartsýni að opna í heimabyggð útkoman ættingjum við gamlar stjörnurfram til aðföng bætti húnhans við þegar sér forvitnar að heyra sótt meira. kvöld. Ég var búin að gleyma því veitingastað hvað brosti. „Í alvöru,“ „Er það?svo Myndi maður endilega myndi fara úrskeiðis. Að barnið yrði að utanað alfaraleiðar 20 verður en dásamleg. og fyrrverandi þjálfara liðsins. Þetta virtust ekki sannfærðar. „Hver var þetta er eiginlega? Þettaaldrei er svoannað það er leiðinlegt vera í námi, eða alltafumvinkonurnar vita það?“ Sigrún leit efins á þær. „Við gjalda fyrir það sem hún hafði gert. kílómetrum frámanni. litlumÉgþéttbýlisstað, Þáhún spilla ekki vitum fyrir gómsætir sem enginn Man. Utd. „Það er vístsafn einhver hræðileg pestaðdáandi að óhugnanlegt. Ég heyrði að hefði eitthvað hangandi yfir tala nú nú að hérna á Akranesi býr alveg „Það er framhjá alltaf eitt- sérverið myrt, getur það verið? Það er en eitt-í boði ekki Hvammstanga. um þegar maður erEn í svo til fullri stórfurðulegt fólk.“ þetta gerði ganga,“ sagði Brynja. eftirréttir eru skyrkaka, ætti að láta fara. Sigrún um hæl. hvað svo ótrúlegt.“ vinnuRóbert og með Jón börn líka.“ „Já, furðulegt, vissulega. En Jack árið 2002 og hvað í dagað ganga,“ svaraði skúffukaka og hjónabandssæla. Á efstu hæðinni er síðan Fagnaðaróp heyrðust innan útsýni úr stofu, fannog hvernig hún byrjaði að „Vá, hvað ég skil þig,“ sagði morðingjar ... égtilstórefa það,“ sagði er veitingastaður hans,Brynja. Geitafell á Rauðvín, hvítvín og bjór eru stórkostlegt yfir flóa,Magnea strandir sem breyttust skaga. fljótlega í blót og háværar svitna. Hún tók annan drykkjar sopa af vatninu, „MérVatnsnesi, finnst þú baraafar dugleg að hafa ætlað Karengosdrykkir, ákveðin. vinsæll. Um 6–10.000 og auk þess safar, yfirlýsingar um að„Það þetta er hefði ekki verið uppskoða í sig nokkrum súkkulaðirúsþér þetta.“ Magnea hallaði sér fram og dró andmanns snæða á staðnum árlega, kaffi og te. tilvalið í einni stakk ferð að en leið engu betur. ann djúpt. rangstaða. Stelpurnar litu ínum, selalátrin „Ég er núerlendir ekki búinferðamenn, að gefast upp,“ flestir en nein fjandans Selasetrið á Hvammstanga, svoer er víst. HúnTökustaður heitir ... eða hétBurial Rites „Ertu viss um að allt sé í lagi, glottandi á aðra. sagðistaðurinn Karen örlítið snúðug.frá „Ég15.sæki er opinn maí og út hvervið Svalbarð og Illugastaði„Já, sem „Jesús, hann vekur börnin með þess- Elísabet. Var í Brekkubæjarskóla sem Magnea?“ Karen horfði áhyggjufull á bara um frest á þessu verkefni. Það er Skammt undan eru Illugastaðir sem september. næsti bær við okkur, koma í mat til allavega ágætt að kennararnir eru mjög um látum.“ Karen horfði áhyggjufull í barn. Hún bjó í Hvalfjarðarsveit und- hana. eru sögusvið hinnar frægu skáldsögu Róbert og eiginkona hans keyptu okkar að Geitafelli, skoða svo Hvítserk, Magnea leit upp. Andardrátturinn sveigjanlegir þarna. Sérstaklega þegar áttina að barnaherbergjunum. „Hann ir það síðasta, með manni og tveimur eftir Hannah Kent, Náðarstund, eða jörðina árið 2002 og byggðu þar Borgarvirki og Kolugljúfur á leiðinni var hraður og hún fann að hana var farið maður er heima með veikan krakka, fær allavega að sinna þeim ef það ger- börnum. Tveimur strákum.“ Rites. byggir á einu afskaplega fallegt íbúðarhús Róbert. ist.“ Vinkonurheim,“ hennar segir vissu allar að það „Elísabet ...“ Sigrún Burial smjattaði í nafn-Sagan að svima. Hún fann svitalyktina af sjálfri eins og núna í kvöld.“ Hún blikkaði með í stíl frægasta sakamáli Íslandssögunnar sveitabæjarins. Elísabetu. sér undir ilmvatninu. öðrugamla auganu íslenska og þær hlógu. „Þetta var var lygi. Karen sá um börnin og heimilið inu. „Ég man ekki eftir neinni Dýrindis sjávarréttir ogsagði Friðrik vinsælt sjálfur er í húsnæði á meðan Guðmundur, maðurinn henn- Var hún á okkar aldri?“um þau Natan, Agnesi „Nei,“ húnen loks. „Nei, mér líð- meðal erlendra ferðamanna bara Veitingastaðurinn einmitt það sem ég þurfti,“ hélt hún á Vatnsnesi þau síðarnefndu erunógu jarðsett í þyrpast þangað á sumrin og hefur sem upphaflega hlaða. annað en sjálfan sig. Það lifðu á„Já, jafngömul okkur. vel.“ Hún vonaði sem að þær Égtvö fletti upp ur ekki áfram. „Þessi vika er búin var að vera algert ar, sá um lítiðBændur og í þeim anda kirkjugarðinum Tjörn. fengið frábæra dóma á Trip á landareigninni í sumarbústaðarferðuntækju ekki eftir því að hún riðaðistaðurinn aðeins mynd er af henni og kannaðist við andlitið að met. ViðSúrheysturninn fundum silfurskottur inni á höfðu þær séðsjávarútvegi einfaldur matseðill Geitafells en annars lítið eftir Ákveðið hefur þegar veriðhún að stóð geraupp. Hún kastaðiAdvisor. var hinsá vegar endurbyggður um og og útilegunum sem vinahópurinn kveðju Það er hins vegar full ástæða þó ég muni henni. Hún baðherbergi mánudaginn.“ Vinkon- eins þetta er sjávarréttastaður og svo eruung þegar hún kvikmynd eftir skáldsögunni og hefjast til aðaðhvetja íslenska ferðalanga til að kastalaturn; fyrstu urnarskoskur tóku andköf. „Ég meinaáþað, við hæðinni hafði farið í gegnum tíðina. Iðulega sat var víst á vinkonur sínar og gekk rösklega flutti burtu.“ erumer nýbúin að geraum upp sveitina baðherbergið í hendi og slappaði af á Karen leit á klukkuna þegar Karen eða kom í humátt á eftir í stofþrír: Sjávarréttasúpa tökurlætin þarna fyrir útidyrunum. norðan í sumar eiga gæðastund á Geitafelli í sumar. minjasafn í kringhann og með bjóraðalréttirnir Leiknum var Stórleikkonan og þáþá kemur Viðen hefðmeðan börninmeð hlupusalati um öskrandi eða unni þögnuðu henni. og heimabökuðu brauði, skyndilega. næsta sumar. Jennifer semþessi þarfjandi hafaí ljós. búið, á annarri um betur sjálf en að ætla safn að gera lokið og slökkt hafði verið á sjónvarpgrenjandi meðpönnusteiktur Karen á eftir sér. silungur og „Þú hlýturAgnesar. að vera orðin eitthvað humar. Lawrence verður í hlutverki Nánari upplýsingar á vefsíðunni hæðbyggt er stórmerkilegt tengt seinna heyrðist að skrúfað upp þetta gamla hús.“ getað skilið þessaafbragðsgóðir til- inu. Stuttuenda elskan mín. Þú ert alveg skjannaþykja Sem fyrr segirlasin er Geitafell afar geitafell.is enska knattspyrnuliðinu Man. Utd.„Ég hef aldreiRéttirnir

Þ

TUNGUSILUNGUR ER FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI ÞAR SEM FJÓRIR ÆTTLIÐIR STARFA SAMAN

Regnbogapaté og fleira lostæti T

ungusilungur er með minnstu fiskeldisfyrirtækjum landsins og um leið merkilegt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða sælkeravörur á borð við birkireyktan regnbogasilung, reykta og grafna bleikju, ferska bleikju, ferskan silung og fleira lostæti. Stór hluti ferskvörunnar fer í útflutning og á Fiskmarkaðinn en aðrar afurðir Tungusilungs fást í verslunum Samkaupa, Mosfellsbakaríi, Fjarðarkaupum, Melabúðinni og í Kolaportinu. „Faðir minn, Magnús Guðmundsson, stofnaði Tungusilung árið 2002 og síðan hefur fyrirtækið stækkað hægt og rólega,“ segir Freyja Magnúsdóttir, en í þessu fjölskyldufyrirtæki er nú fjórði ættliðurinn kominn til starfa. „Við systurnar fimm komum snemma inn í reksturinn, síðan bættust synir mínir í hópinn og núna eru barnabarnabörn pabba farin að starfa hér í skólafríum á sumrin.“ Starfsemin skiptist í fiskeldi á landi við strendur Tálknafjarðar og fiskvinnslu í þorpinu. Þrír afkomendur Magnúsar starfa við vinnsluna og til viðbótar eru tveir sem vinna við fiskeldið. Í heildina eru níu starfsmenn í fyrirtækinu sem allir tengjast fjölskyldunni að einhverju leyti. Afurðirnar frá Tungusilungi eru margrómaðar kræsingar og til viðbótar við það sem upp var talið

eru þau með á boðstólum svokallað regnbogapaté, þ.e. paté úr reyktum regnbogasilungi. Freyja segist telja að ekki séu aðrir aðilar með sambærilega vöru á markaði. Tungusilungur er til húsa við Strandgötu 39 á Tálknafirði og hægt er að kaupa vörurnar á staðnum eða panta. Fyrirspurnir má senda í gegnum Facebook-síðu Tungusilungs eða með tölvupósti á tungusilungur@ simnet.is. Einnig er hægt að hringja í síma 456-2664 og 863-0977. Skemmtilegast er þó að gera sér ferð um héraðið, kaupa á staðnum, spjalla við starfsfólkið og skoða starfsemina í leiðinni.


veldu öryggi veldu Volvo Penta hjá brimborg Áreiðanleiki, afl, ending og öryggi með Volvo Penta. Volvo Penta býður upp á breiða línu bátavéla sem henta margvíslegum gerðum og stærðum báta. Hældrifsvélar, gírvélar, IPS vélbúnaður, rafstöðvar og ljósavélar. • • • • • • •

Tökum eldri Volvo Penta vélbúnað upp í kaup á nýjum búnaði Eigum uppgerðan vélbúnað til sölu á lager Hjá okkur starfar framúrskarandi og faglegt teymi Tökum að okkur þjónustu og niðursetningu á Volvo Penta vélbúnaði Neyðarþjónusta í boði Gott úrval varahluta á lager Þjónustuaðilar um land allt

HAFÐU SAMBAND Í DAG volvopenta@brimborg.is

Volvo Penta á Íslandi VOLVO PENTA_Veldu_öryggi_Sjómannad148x210mm_20170523.indd 1

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6

Sími 515 7070 volvopenta.is 24/05/2017 10:24

Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is


12

16. águst 2018 Eiturlyfin flæða yfir landið og verð á hinum stórhættulegu sterku verkjalyfjum hefur lækkað mjög. Er það vegna aukins framboðs?

Inga Sæland:

Ömurleg forgangsröðun ríkisstjórnar

Á

meðan ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lækkar bankaskattinn um 63 prósent og neðra skattþrepið um eitt prósent, sem jú gæti gefið láglaunamanninum andvirði hálfrar pizzu á mánuði, þá heldur ógnin áfram vegna morfínlyfjanna sem eru að drepa unga fólkið okkar tugum saman.

Inga Sæland:

Aðgerðaleysi stjórnvalda

Verðkönnun SÁÁ: 52% keypt lyfseðilsskyld lyf

A

llt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Niðurstöður frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali sem birt er á vef SÁÁ (saa.is). Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í júnílok 2018. Alls svaraði 91 einstaklingur verðkönnun í lok maí og júní 2018. Í ljós kom að 65% aðspurðra höfðu keypt ólögleg vímuefni/lyf, eða 59 einstaklingar. Meðalaldur þeirra var rúm 32 ár en meðalaldur hinna sem ekki höfðu keypt slík efni var 48 ár. Um helmingur hafði keypt örvandi vímuefni, eða 43 einstaklingar, þar af höfðu flestir keypt amfetamín (29) og/ eða kókaín (25). Svipaður fjöldi, eða 38 manns, keyptu kannabisefni, lang-

flestir gras (34). Rúmlega helmingur aðspurðra, eða 47 einstaklingar höfðu keypt lyfseðilskyld lyf, 24 keyptu sterk verkjalyf í flokki ópíóíða og 23 einstaklingar keyptu benzódíazepín-lyf, eða róandi lyf, flestir Xanax (18). Fjórir einstaklingar keyptu ofskynjunarlyfið LSD og önnur lyf ganga kaupum og sölum, eins og Lyrica og Gabapentin. Rúm 13% aðspurðra höfðu notað kannabisefni í rafsígarettur. Athygli vekur að verðið á sterkum verkjalyfjum hefur lækkað undanfarna mánuði, t.d. kostaði 80 mg tafla af OxyContin 8.000 kr. í janúar en kostar 6.500 kr. í júní. Í maí og júní höfðu 20% aðspurðra sprautað vímuefnum í æð, eða 18 manns. Þessir einstaklingar höfðu allir fengið nálar og sprautur í apótekum (100%) en 4 einstaklingar fengu oftast nálar og sprautur hjá frú Ragnheiði (22%). Aðrir möguleikar voru Konukot, frá vinum og annars staðar. Flestir nefndu fleiri en einn stað. (Frétt af vef SÁÁ).

Það hlýtur að vera mikið að hjá ríkisstjórn sem finnst eðlilegt að skerða tekjur ríkissjóðs árlega um 21 milljarð króna ( 21.000.000.000 kr.) en gerir ekkert þegar kemur að því að veita fjármagni í öflugar forvarnir og linnulausa baráttu gegn þeirri dauðans alvöru sem hér er á ferð. Ekkert sýnilegt og marktækt átak frá þeirra hendi, heldur sumarfrí og sól. Það er hræðilegt þegar ung manneskja deyr vegna ofskömmtunar lyfja. En á sama tíma og sú þróun á sér stað hérlendis þá vex framboð á fíknilyfjum á svörtum markaði. Á ávanabindandi róandi lyfjum á borð við Xanax og sterkum morfínlyfjum á borð við OxyContin og kódín. Þrátt fyrir vaxandi vanda þá skortir viðbótarfjármagn til þeirra sem helst hafa unnið með þá einstaklinga sem glíma við fíknina. SÁÁ. Það er óafsakanlegt að mæta ekki aukinni þörf á meðferðarúrræðum með auknu fjármagni úr ríkissjóði. Það er ekki nóg að setja á fót stýrihóp til að vinna á vandanum.

24 lyfjatengd andlát til skoðunar

Lyfjateymi Embættis landlæknis fær til skoðunar matsgerðir eftir lyfjaleit í

látnum einstaklingum. Í júnímánuði greindi Fréttablaðið frá því að þær væru nítján talsins. Nú eru þær orðnar 24. Sterkur grunur leikur á að þessi andlát megi rekja til lyfjaeitrunar þótt ekki sé víst að þau verði flokkuð sem slík í dánarmeinaskrá. En það er víst að árið 2017 voru lyfjatengd andlát 30 talsins í dánarmeinaskrá. Það má fastlega gera ráð fyrir því að fjölgun dauðsfalla af þeim völdum verði fjölgun um tugir prósenta á milli áranna 2017 og 2018. Staðreyndirnar tala sínu máli, unga fólkið okkar deyr vegna ofneyslu fíknilyfja sem eiga ekki að ganga hér kaupum og sölum á svörtum markaði. Staðreyndin er sú að það skortir

stórlega á aðgerðir NÚ STRAX til að bregðast við þessari vá. Ég trúi því að það séu afar fáir skattgreiðendur sem frekar vilja lækka bankaskattinn um 63% og lægra skattaþrepið um 1% en þeir sem vilja leggja aukinn kostnað í að koma í veg fyrir neyslu barnanna okkar á þessum dauðans alvöru fíknilyfjum sem hér flæða óhindrað. Fyrir börnin okkar eigum við að gera allt. Í þessu tilviki öflugar forvarnir og fullkomið meðferðarúrræði fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.

www.volundarhus.is

GLÆSILEGT ÚRVAL

AF GESTAHÚSUM á frábærum verðum Sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Sérvalin hægvaxta fura, bjálkinn er 44 - 95 mm með tvöfaldri nót.

VH/18- 02

Sjá nánar á heimasíðunni okkar volundarhus.is http://www.volundarhus.is/Husin-okkar/gestahus/

Vel valið fyrir húsið þitt volundarhus.is · Sími 864-2400


Lóð og hús Húseining hefur fengið leyfi til að kynna lausar lóðir í hinum ýmsu bæjarfélögum sem henta vela okkar húsum. Þetta er nýr kostur á íslenskum markaði og hafa viðskiptavinir Húseiningu fagnað þessari nýjung. Þær lóðir sem viðskiptavinum bíðst ma sjá í tenglum á vef okkar. Viðskiptavinurinn getur valið þá lóð sem hentar honum ásamt því að velja þá hústegund sem hentar. Ákveðnar takmarkanir þarf að hafa í huga þegar slíkur heildarpakki er valin, þ.e. lóð hús þegar kemur að því að velja hús á lóðina þar sem deiliskipulag tiltekur hvaða hvaðir fylgja húsagerðinni, þegar kemur að stærð og hæð hússins.

Kíkið á vef okkar: www.huseining.is og sjáið lóðaframboðið!

Láttu drauminn um nýtt heimili verða að veruleika með vönduðu og hagstæðu húsi frá Húseiningu. Húseining framleiðir smáhýsi, sumarhús og einbýlishús í nýrri verksmiðju að Hraunholti 1. Vogum. Húseining bíður upp á gott úrval af húsagerðum, þar sem allir eiga að geta fundið heimili sem hentar. Kynnið ykkur framleiðsluvörur okkar á vef fyrirtækisins: www.huseining.is

SMART - einbýli

KLASSIK - einbýli Twin

SÓL - sumarhús

KÓSÝ - smáhýsi

Wall

Húseining ehf. Hraunholti 1, 190 Vogum. Símar 770-5144 og 787-5144. www.huseining.is kjartan@huseining.is soffia@huseining.is

GRETTISLAUG Á TILBOÐI Við hjá NormX höfum framleitt heita potta fyrir íslenskar aðstæður í yfir 30 ár. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart. Nú er rétti tíminn til að huga að heitum potti fyrir sumarið. Þess vegna bjóðum við nú á sértilboði þessa vinsælu Grettislaug gerð með vönduðu loki.

Grettislau g á aðeins k með loki r.

272.000 Snorralaug

Gvendarlaug

Grettislaug

Unnarlaug

Geirslaug

Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is


14

16. águst 2018

Skemmitferðaskipið Le Boreal í Akraneshöfn sl. fimmtudagskvöld. Af laskipið Magnús SH sem lá einnig í höfninni og er nær á myndinni virkaði lítill í samanburði, að ekki sé nú talað um trillurnar.

Skemmtiferðaskip í Akraneshöfn AKRANES:

S

íðastliðinn fimmtudag 9. ágúst kom skemmtiferðaskipið Le Boreal og lagðist við bryggju á

Akranesi. Þetta skip er 10.944 brúttótonn, 142 metrar að lengd og 18 metra breitt. Í því eru sex þilför fyrir gesti. Le

Boreal getur tekið mest 264 farþega. Það heyrir til tíðinda að slík skip sæki Akranes heim. Í fyrra varð Le

Boreal einmitt fyrsta skemmtiferðaskipið sem kom til Akraness og nú í sumar hefur þessi viðburður verið

endurtekinn. Væntingar eru um að fjölga megi heimsóknum slíkra skipa til Akraness í framtíðinni.

Sigurður Páll Jónsson:

UMHVERFIS OG NÁTTÚRUVERND UPPBYGGING OG SAMFÉLAGSVERND

A

Gúmmísteypa Þ. Lárussonar ehf.,

ð vera í sátt við guð og menn er okkur hverju og einu oft mislagðar hendur, en öll erum við partur af náttúrunni og getur drjúgur tími ævinnar farið í að gera sér grein fyrir því. Ein er sú tegund sáttar sem við, er látum okkur málin varða, erum ekki á einu máli um en það er hvernig staðið er að samfélagsuppbyggingu og þjónustu í dag.

Lélegir innviðir úti á landi

Gylfaflöt 3 · 112 Reykjavík· Sími 567 4467 gummisteypa@gummisteypa.is www.gummisteypa.is

Í mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er til næstu 50 ára spáð að íbúafjöldi verði 452 þúsund samkvæmt miðspá. Háspá gerir ráð fyrir 531 þúsund en lágspá 367 þúsund. 1 janúar 2017 var íbúafjöldi á landinu 338 þúsund. Birt eru þrjú afbrigði af spám, það er háspá, miðspá og lágspá sem byggðar eru á mismunandi Gylfaflöt · 112 Reykjavík forsendum um 3hagvöxt, frjósemishlutfall Sími og 567búferlaflutninga. 4468 · Fax 567 4766 sem rætist úr40508 þessari Kt.Hvernig 571293-2189 · Vsknr. mannfjöldaspá inn í framtíðina þá Bankanr.í 0116-26-1700 er það staðreynd dag að misjafnt Netfang: dekk@gummisteypa.is er hvar á landinu þú býrð, hvernig þjónustu þú færð og þau fyrirtæki www.gummisteypa.is sem rekin eru vítt og breytt um landið. Samgöngu-, raforku-, heilbrigðismál og öll önnur þjónusta, svokallaðir innviðir, eru ekki á pari víða út á landi miðað við það sem þyrfti að vera nú á tímum.

Ólík búsetuskilyrði

Samgöngumál og afhendingaröryggi raforku er víða ábótavant svo ekki sé dýpra í árina tekið og oft er það vegna umhverfis og náttúruverndar sjónarmiða. Ég vil taka það fram að sjálfur er ég náttúruunnandi og ber mikla virðingu fyrir umhverfismálum. Í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi, hefur verið til margra ára deilt um veglagningu um Gufudalssveit á Barðaströnd, (Teigskógsmálið) og núna eru áform um Hvalárvirkjun við Ófeigsfjörð á Ströndum að sigla í þrætur.

Víða á Vesturlandi eru vegir í slæmu ásigkomulagi. Í Dalasýslu eru um 70% malarvegir, svipaða sögu er hægt að segja í Húnavatnssýslum. Á Snæfellsnesi er raforkuflutningur ekki tryggur. Sömu sögu er að segja á Vestfjörðum, þó hefur verið sett varaaflstöð á Bolungarvík sem er díseldrifin og varla getur það verið vistvænn kostur þegar bæði vindur og vatnsföll búa yfir hreinni orku. Búsetuskilyrði hljóta í grunninn að byggjast á þeirri aðstöðu sem býðst á hverjum stað með góðum samgöngum raforkuafhendingar öryggi og auðvitað allri þjónustu sem nauðsynleg er.

REIKNINGUR

Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.



9. tölublað tölublað 8. 7. árgangur árgangur 7.

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ?

síðan 1996

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Viðgerðir •á REYNSLA öllum gerðum af bíla-,

mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu.

Kristín Ingólfsdóttir

Auglýsingar: Sími Sími 578 578 1190 1190 og og auglysingar@fotspor.is auglysingar@fotspor.is Ritstjórn: Ritstjórn: Sími Sími 864 864 5585 5585 og og magnushafsteins@simnet.is magnushafsteins@simnet.is Auglýsingar:

Formbólstrun Margrét Ásta Guðjónsdóttir

VERTU NÆR Íbúfen tæklar NÁTTÚRUNNI FRÁBÆRT ÚRVAL AF VÖNDUÐUM RÚMUM

Þjóðminjasafn sýnir leitina að klaustrunum

Varað við K neyslu á

laustur á kaþólskum tíma voru merkilegar menningar- og þjónustustofnanir. Í þeim gat fólk leitað sér mennta eða fundið líkn vegna elli, sjúkdóma og fátæktar. Klaustrin réðu til sín starfsmenn sem sinntu ýmsum verkum sem vígt fólk á borð við munka og nunnur gerðu ekki. Þetta fólk bjó í grennd við klaustrin. Það eru því allar líkur á verulegt mannlíf og umsvif hafi fylgt rekstri klaustranna. HVALFJÖRÐUR: Fjögur klaustur voru á Vesturlandi. atvælastofnun varar við Klausturhald á Íslandi hófst meðúrstofnun tínslu á kræklingi Hvalklausturs í Bæ í Borgarfirði 1030. Það firði í sumar árið vegna eiturvar um tólf ára skeið og í Flatey á Breiðafirði þörunga í firðinum greiningar DSP (1172 til 1184). Flateyjarklaustur flutti síðyfir viðmiðunarmörkþörungaeiturs an til Helgafells. Klaustur var á Helgafelli um í kræklingi. 1184 til 1543, Matvælastofnunar eða alls í 359 ár. Sennilega Fulltrúar söfnstóð klaustrið Helgafellskirkja uðu kræklingiþar11sem júní sl. við Fossáerí í dag en þetta hefur þó ekkivar fengist kannHvalfirði. Tilgangurinn að kanna að nánar því aðstæður kirkjugarðinum hvort almenningi sé í óhætt að tína þar leyfa ekki uppgröft. Fjórða klaustrið krækling í Hvalfirði. Niðurstöður var svo skamma Hítardal. mælinga leiddu hríð í ljósí að DSP þörungaklaustur stofnuð eiturSamtals er ennvoru yfirþrettán viðmiðunarmörkum á fjórtán stöðum á kaþólsku í kræklingi þó magnið hafitímaskeiði lækkað hérlendis.fráKlaustrin ásamt biskupsnokkuð síðustu urðu mælingum. stólunum að umsvifamestu kirkjulegu DSP greindist yfir mörkum í sýnstofnunum í landinu til siðaskipta. um sem tekin voru fram í byrjun apríl og var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð íÞámaí. Vöktun á eiturþörungum sýnmeð lögum. Klausturhald féll í gleymsku ir að Dynophysis þörungurinn sem og minjar úr klaustrum veldur DSP eitrun er týndust. einnig yfir viðNú stendur og yfir miðunarmörkum því másýning búast viðí Þjóðminjasafni Íslands í Reykjavík. Hún DSP eitur verði viðvarandi í kræklingi á rannsókn íbyggir Hvalfirði í sumar.Steinunnar Kristjánsdóttur sem leitað aðí kræklingi hvers kynsgetvísDSPþar þörungaeitur bendingum um klausturhald í landinu ur valdið kviðverkjum, niðurgangi, frá 1030–1554. Þar er klaustranna Vestógleði og uppköstum. Einkenni ákoma urlandi að sjálfsögðu getið. fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á

Sverrir Einarsson

Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.

kræklingi úr Hvalfirði

verkinn

M

staðnum. Slík hús voru auðkennd með slíkum vígslusteinum.

FYRIR OKKUR

ti Öll sæ og bak t leg stillan

ti Öll sæ g le n a ll sti

Brunstad hvíldarstóll

RICCARDO rafstillanlegur tungusófi H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 7 1 1 0 9 1

nokkrum dögum. Neytendur hafa ekki ástæðu til að varast krækling (bláskel) sem ræktaður er hérlendis og er á markaði í verslunum og veitingahúsum. Innlend framleiðsla á kræklingi er undir eftirliti Matvælastofnunar. Reglulega eru tekin sýni af skelkjöti og sjó til að fylgjast með magni eitraðra þörunga í sjó og hvort skelkjötið innihaldi þörungaeitur. Niðurstöður vöktunar á eiturþörVígslusteinn með krossmarki sem ungum í sjóBæjarkirkju og þörungaeitri í skel á fannst við í Borgarfirði öðrum landssvæðum má nálgast árið 2008. Hann er talinn hafa tilheyrtá kaþólskri Matvælastofnunar kirkju eða klaustri þar á heimasíðu (mast.is).

K DÖNS GÆÐI

ISABELLA hægindasófi. Sjá nánar á lur.is

leg Stillan m rú

Svefnsófar í miklu úrvali og mörgum litum. Nokkrar stærðir í boði.

Íbúfen®

SITTING VISION hvíldarstólar

legur Stillan púði ð u f ö h

ti Öll sæ g le n a still

ERMES hægindasófi. Sjá nánar á lur.is

JACOB stóll frá Calia Italia

GRACE hægindastóll

ORACOL tungusófi

–RÚM Bólgueyðandi og verkjastillandi • SÓFAR • HVÍLDARSTÓLAR • HEILSUKODDAR • LJÓS • HÚSGÖGN • GJAFAVÖRUR • BORÐ • SÆNGUR 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk Íbúfen 400 mg, filmuhúðuð tafla inniheldur 400 mg af íbúprófeni. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Lyfið er notað við vægum til meðalmiklum verkjum eins og höfuðverk, einnig mígreni höfuðverk, tannpínu, tíðaverkjum, hita og ýmsum gigtarsjúkdómum s.s. liðbólgusjúkdómum (t.d. iktsýki þ.m.t. barnaiktsýki), 108 REYKJAVÍK hrörnun í liðum (t.d. slitgigt), vefjagigt, öðrum liða- ogSUÐURLANDSBRAUT vöðvasjúkdómum og meiðslum24, á mjúkvefjum. Takið töflurnar með glasi Opið alla virka daga 10 -18. 1-16 af vatni með eða eftir mat. Til að auðvelda inntöku eða til að stilla skammta má skipta töflunum í Lau.1 tvo jafna hluta. Ekki skal gefa börnum yngri en 12 ára Íbúfen 400 mg filmuhúðaðar töflur. Hámarksdagskammtur á ekki að fara yfir 3 töflur (1200 mg). Fullorðnir skulu ekki taka Íbúfen í meira en 7 daga án samráðs við lækni. Unglingar skulu ekki taka Íbúfen í meira en 3 daga án samráðs við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN

Viltu auglýsa í blaðinu Vesturland? Sérvalið fyrir fyrir íslenskar íslenskar aðstæður. aðstæður. Sérvalið Kynntu þér þér úrvalið úrvalið áá gulimidinn.is gulimidinn.is Kynntu

Auglýsingasíminn er 578 1190


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.