Safnasafnid sýningarskrá 2014

Page 1

Safnasafnið/The Icelandic Folk and Outsider Art Museum
 Stofnað 17. febrúar 1995/founded 17 February 1995
 Stjórn/board of directors, Níels Hafstein, Magnhildur Sigurðardóttir, Harpa Björnsdóttir, Unnar Örn J. Auðarson, Margrét M. Norðdahl

Skemmtitækjasýning í anddyri Safnasafnið á fjölda leikfanga og tækja, frumstæð eða frumleg, segulnæm, ljósfræðileg, formræn og breytileg. Innan um eru hljóðgjafar, sjónhverf­ ingar, þrívíddarprent, fætur með innbyggðu gervigreindar­minni og aðrir hannaðir hlutir sem skerpa sýn manna og vekja undrun og hrifningu www.grand_illusions.com Entertaining show in the reception Safnasafnið owns a considerable number of amusing toys, based on, among other things, technology, physics, music and visual art. There are cunningly designed objects, 3D print, artificial muscle and visual illusions that spark one´s imagination and bring a smile to every face www.grand_illusions.com

Lista- og fræðimannsíbúð 67 m2 íbúð með sérinngangi á annarri hæð frá bílastæði, búin gömlum ­húsgögnum og gripum. Íbúðin skiptist í forstofu, bað með þvottavél, lítið eldhús, samliggjandi borð- og skrifstofu, og svefnherbergi. Eitt hjónarúm, tvö önnur rúm fyrir fullorðna og tvö fyrir börn. Íbúðin er leigð allt árið www.safnasafnid.is Attic apartment for rent
 The apartment is 67 m2 and has a separate entrance, it has features from its original timber construction and is furnished with items from rural life with additional contemporary design. Bathroom with washing machine, kitchen, a conjoined dining room and office, two beds and a double bed for adults and two beds for children www.folkart.is


Samstarf Menningarlegt umhverfi er um þessar mundir mjög til umræðu víða um heim, landfræðilegri sérstöðu er stillt upp til mótvægis við þá alþjóðlegu ­tilhneigingu að steypa allt í einsleitt mót. Litið er á íbúa jaðarsvæða og ­útkjálka sem kjarkmikið vörslufólk menningarlegrar sérstöðu, sem hefur vaktað hefðir og lífsstíl, aðlagast hrjúfu landslagi, sáð í grýttan jarðveg og auðgað sálina í takt við náttúruöflin. Um leið er horft af athygli til tjáningar þeirra manna sem af ýmsum ástæðum hafa verið taldir utanveltu við megin­ strauma, en eru í reynd beintengdir sköpunarverkinu, sannir, óspilltir og frjálsir. Safnasafnið hefur frá upphafi unnið í þessum anda, safnað saman verkum allra helstu núlifandi alþýðulistamanna landsins og tekist það sem ólíklegt þótti, að færa alþýðulistina inn að miðjunni og lokka nútímalistina til samstarfs Collaboration The cultural environment is today widely discussed around the world. The inhabitants of outposts and fringe areas are seen as courageous keepers of unique cultural values. They have been guardians of traditions and lifestyle and as they have adapted to harsh nature and environment they have ­enriched their spirit in harmony with the forces of nature. At the same time people have started to pay attention to the creative expression of artists who hitherto have been seen as outsiders of the cultural mainstream, but who are really directly linked to creation; sincere, unspoiled and free. Safnasafnið has, from the start, acted in this spirit, collecting works from all major contemporary folk artists of this country. The museum has succeeded in bringing folk art to the centre and allure modern artists to a fruitful collaboration

www.safnasafnid.is Vefkynnning, www.safnasafnid.is/online presentation, www.folkart.is Ingvar Ellert Óskarsson [1944-1992], Reykjavík
 Vaxlitur, túss, vatnslitir/crayons, felt­-tip pen, watercolours Ljósmyndir/photos, Inga Dóra Guðmundsdóttir Höfundarréttur/© Guðmundur Vignir Óskarsson Sýningarstjóri/curator Níels Hafstein Á gamlársdag 2007 afhenti Guðmundur Vignir Óskarsson í Reykjavík Safnasafninu 639 listaverk frá 8. og 9. áratugnum eftir bróður sinn Ingvar Ellert. Þau eru í A3-A5 stærðum, unnin með vaxlitum, vatns­ litum og tússi. Safnasafnið hýsir verkin samkvæmt varðveislusamningi en fær þau til eignar 2017 On New Years Eve 2007 Guðmundur Vignir Óskarsson donated to the ­museum 639 works of art by his brother, Ingvar Ellert. These are pictures of sizes A5 to A3, made with crayons, felt­-tip pen and watercolours in the 1980s and 90s. By signed agree­ment the museum preserves these art works for 10 ­y­ears after which time they become a part of the museum´s collection


Leikskólinn Álfaborg/the kindergarten Álfaborg, Svalbarðseyri Tré, blandað efni/trees, mixed media Eign barnanna/owners, the children

Valsárskóli, Svalbarðseyri/the local elementary school Hvers konar tré er ég/What kind of tree am I Margvísleg efni/mixed media Eign nemenda/owners, the pupils Brennuvargar/pyromaniacs Minjagripir í anddyri til sölu/souvenirs for sale in the reception


Brúðusafn/permanent collection of dolls from all over the world

Egill Ólafur Guðmundsson [1908-1997], Hvammstanga Húsalíkön/models of houses
 Eigandi, Verslunarminjasafnið, Bardúsu, Hvammstanga/ owner, The Trade Museum, Bardúsa, Hvammstangi Bátar, smáhús, heybandslest, reiðmenn, hestar, verkamenn, veiðimenn, ljósmynd/boats, small house, workers, horses, hunters Eigandi/owner, Safnasafnið
 Sýningarstjóri/curator NH
 Safnasafnið lánar Verslunarminjasafninu listaverk á sýningu 2015, eftir ­listafólk í Húnaþingi vestra Safnasafnið will organize an exhibition in The Trade Museum 2015 with selected art works from it’s collection made by local artists in Hvammstangi area

Brúðuhús úr viði frá 1970/gefandi 2014 fjölskyldan á Einhóli Dolls house, 1970/donated 2014 by the family at Einhóll, Svalbarðsströnd

Brúðuhús úr pappa frá 1974/dolls house, 1974 Gefandi 2013/donated 2013 by Una Margrét Jónsdóttir, Reykjavík

Í safninu eru um 1300 brúður/in the collection there are ca. 1300 dolls


Gjafir 2013/examples of donations in 2013

Pétur Jóhannesson, Akureyri Málverk/painting

Sölvi Helgason [1820-1895], Skagafirði Undanfarin þrjú ár hefur Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður unnið í samstarfi við Safnasafnið að yfirgripsmikilli rannsókn á listferli og lífs­ ferli hins þekkta alþýðulistamanns Sölva Helgasonar. Aldrei áður hefur hér á landi verið gerð ítarleg rannsókn á sjálfsprottnum [autodidact] listamanni og er því hér um frumkvöðlaverk að ræða í rannsóknum í ­íslenskri listasögu. Komið hafa fram áhugaverð gögn og ókunn lista­ verk, bæði hér á landi og í Danmörku. Sölvi er tvímælalaust einn af áhugaverðustu alþýðulistamönnum sem þjóðin hefur alið, heillandi ­utangarðsmaður, bæði í lífshlaupi sínu og listsköpun. Gæði mynda hans og listrænt vægi þeirra er óumdeilanlegt, og aðdáunarverð hin sjálf­ sprottna og þrautseiga sköpunarþrá þessa eirðarlausa förumanns. ­ Stefnt er að ítarlegri, myndskreyttri bók um myndlistarmanninn Sölva ­Helgason, sem mun varpa ljósi á sérstakan myndheim hans og gefa ­almenningi hugmynd um þann mikla fjársjóð sem verk Sölva eru í ­alþýðumenningu Íslands og sjónlistaarfi For the last three years artist Harpa Björnsdóttir, in co-operation with Safnasafnið, has worked on an extensive research about the renowned autodidact Sölvi Helgason, or Solon Islandus as he liked to call himself. Sölvi Helgason is one of the most fascinating folk artists in Iceland, a true outsider, both in his lifestyle and his artwork. His life was one of hardship, but also of adventure. He was a vagabond, self-taught scholar and artist, but also an eccentric who broke the law of his time. The quality and artistic merit of his artworks is undeniable and one can not but admire how he managed to keep up his artistic activity in spite of his poverty and being homeless. The aim of the research is to publish a richly illustrated book about the artist, that will shed light on his ­isionary world and give the general public some idea of the ­value of his work and and their importance in Iceland´s history of outsider art as well as the nation´s visual heritage

Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Reykjavík Úr árbók föður míns, 1997/From my father´s year-book, 1997 Ull, plexigler/wool, plexiglass

Svava Björnsdóttir, Reykjavík 30 skálar, beðmi, litaduft/30 bowls, cellulose, pigment


Ragnar Bjarnason [1909-1977] frá Öndverðarnesi Varðveislusamningur/long term loan Málaðar steyptar höggmyndir/painted concrete sculptures

Safnvörðurinn /The Curator Málað járn, ljósker/painted iron, lantern Eigandi Geðlist/owner, The Geðlist Group

Yngvi Örn Guðmundsson, Hafnarfirði Hrunið/Iceland´s financial collapse Hauskúpur fugla og annað efni/mixed media Eign höfundar, owner, the artist Sýningarstjóri/curator NH


listalíf Reykjavíkur, en þar réði abstraktið lofum og lögum eins og listsköpunin hefði náð hámarki á þeim punkti. Síðar urðu íslenskir list­nemar í Hollandi ­fyrir frjóum áhrifum af verkum Pieters, og endurómur þeirra, örlítill vottur, stingur stöku sinnum upp kollinum á ólíklegustu s­ ýningum sem ósjálfráð vísun í hugmyndaheim brautryðjandans Verk Pieters Holstein eru í hávegum höfð hjá óteljandi einkasöfnurum um allan heim, þau eru í eigu helztu safna Hollands, og varðveitt meðal annars í MoMA í New York, Nýlistasafninu og Safni Péturs Arasonar og Rögnu ­Róbertsdóttur í Reykjavík

Pieter Holstein, Amsterdam 38 handlitaðar grafíkmyndir/handcoloured prints Gjafir listamannsins 2012 og 2014/the artist´s donation 2012-2014 Sýningarstjóri/curator NH Hollenski myndlistarmaðurinn Pieter Holstein hefur gefið Safnasafninu 38 dýrmæt grafíkverk eftir sig, 24 komu 2012, 14 í byrjun ársins 2014 og 3 verk eru ­væntanleg í haust; flest 50x65 cm að stærð Pieter fæddist í Enschede í Hollandi 1934, stundaði listnám við Cooper Union Art School í New York frá 1954 til 1957, þar sem miklar kröfur voru gerðar til nemenda um skil á verkum, síðan framhaldsnám í grafík hjá Stanley Hayter í París. Hann kenndi í fyrstu við Academy of Fine Arts í ‘s-Hertogenbosch og Academy of Art and Industry í Enschede, og frá 1985 var hann prófessor í frjálsri grafík við The State Academy of Fine Arts í Amsterdam. Pieter var um tíma með vinnustofu í New York og síðar í Amsterdam þar sem hann býr ásamt konu sinni, Marianne de Graaf. Þau eiga líka íbúð í Quintillan í Frakklandi og dvelja þar löngum. Fyrstu skref Pieters á myndlistarsviðinu voru málverk sem tóku nokkurt mið af eldri meisturum en þróuðust fljótlega yfir í persónulegan stíl. Snemma á sjöunda áratugnum steig hann svo fram með heillandi ­myndmál, byggt á reynslu og draumsýnum mannsins. Hann nálgaðist ­viðfangsefni sín frá ýmsum sjónar­hornum, tók mið af vaxandi ofgnótt ­neyslusamfélagsins, umbreytti landslaginu eða manngerði það, sviðsetti þekkt ævintýri á nýstárlegan máta, breytti stærðarhlutföllum manna, dýra og ­fyrirbæra, notaði tilvitnanir í heimspeki og eigin texta til að leggja áherslu á innihald verkanna eða snúa út úr þeirri meiningu sem skoðandinn tileinkar sér og telur rétta við fyrstu kynni Það er bjart yfir verkum Pieters Holsteins, línurnar fallega dregnar og ­formhugsunin afdráttarlaus og markviss svo heildarmyndin grípur athyglina án ­tafar inn í þá veröld sem var, en er enn fersk í nútímanum. Yfirbragð verkanna er hverfult, dulmagnað, og vekur upp áleitnar spurningar um stöðu mannsins í náttúrunni, um vistkerfi sem fer sífellt hrakandi, um falskar ímyndir sem raska jafnvægi hlutanna, um skammvinna sælu og væntingar. Verkin eru ­frumleg og krefjandi, skærir litir eru notaðir sparlega og undirstrika inntakið hvort sem það liggur ljóst fyrir eða þarfnast skýringar. ­Stundum er eitthvað óhugnanlegt á sveimi í verkinu, tvíræðni sem glittir í, eða dulbúin hótun, svo menn verða að geta sér til um hvort hún er raunveruleg, stílbragð, ­sjónhverfing til að afvega­leiða eða varfærnisleg stríðni. Í ö ­ ðrum verkum eru persónuleg minni, til­vísanir í stríð og hörmungar. Hvort sem grafíkverkin eru í litlu eða stóru upplagi eru öll blöðin einstök því litasamsetningin er breytileg. En hvað sem líður inntaki verka Pieters eru þau ávallt spennandi fyrir ­ímyndunaraflið og ögrun við rökrétta hugsun. Galdur þeirra felst í barnslegri einlægni listamannsins og hugkvæmni sem virðist ekki eiga sér nein takmörk Fyrir og eftir 1970 hrifust ungir íslenskir myndlistarmenn af hugmyndafræði Pieters Holstein og grafíkverkum hans, kímni þeirra og óvæntu samhengi hlutanna, sem var eins og hressandi andblær í samanburði við þunglamalegt

Over the past three years Safnasafnið has received a generous gift from the Dutch artist Pieter Holstein, consisting of 38 prints in total Peter Holstein was born in Enschede, Netherlands in 1934, and studied at Cooper Union Art School in New York from 1954 to 1957. After graduation he studied printmaking with Stanley Hayter in Paris. Holstein has taught ­extens­ively; first at The Academy of Fine Arts in ‘s-Hertogenbosch and at The ­Academy of Art and Industry in Enschede. From 1985 he has been a ­professor in graphic arts at The State Academy of Fine Arts in Amsterdam. Holstein started his carrier in New York, and later moved to Amsterdam, where he now lives and has a studio with his wife, Marianne de Graaf. The ­couple also reside in Quintillan, France for extended periods of time At the beginning of his carrier Pieter Holstein was influenced by the works of old masters, but soon developed his own unique pictorial style. In the early nineteen seventies a personal visual language emerged, centering on ­phenomenological visions of the human experience. He approached his ­subject matter from various innovative angles, involving issues such as ­consumer surplus, transformed man-made landscapes, dramatized folklore and fairytales. In his work Pieter Holstein often plays with the scale of the ­human body and animals and objects have personal references to philosophy and language. First impressions of his work are often distorted but when the viewer approaches them more closely contents shift meaning. A certain light shines from Pieter Holstein‘s imaginative work. The overall appearance of his work reveals the past yet has relevance to the present. Skillfully drawn lines within a thoughtful framework grab the viewers attention at a glance. The ­mystical ­undertone in his works raises serious questions – concerning the ­status of man and his relationship with nature, the deteriorating ecosystem, the balance of man‘s natural surrounding which is sometimes sacrificed for short-term e­ xpectations. Some of the works are drawn from personal memory with references to war and other disasters Pieter Holstein‘s graphic works are made in various sizes and quantities but all have unique colour combinations. They are both original and challenging; the vibrant colours are used sparingly, as to reveal and clarify meaning. A tendency for distraction, ambiguous meaning, and soft threats, reveal a veiled illusion so the viewer has to speculate on whether the reference is real or rhetorical. ­Challenging rationality and logic, the magic of his works lies in the ­combination of sincerity and exciting imagination of the artist. Pieter ­Holstein‘s ­inventiveness does not seem to have any limits Since the early 1970‘s Pieter Holstein has inspired Icelandic artists with his ideo­logy, humour, and vivid graphic works. Early on, his works were refresh­ing and reinvigorating for the art scene in Reykjavik at a time when abstract was king. Later, Icelandic art students in the Netherlands became influenc­ed by ­Pieter Holstein‘s art and one can still see traces, often in the unlike­liest of places, of his pioneering spirit and innovative ideology Pieter Holstein‘s works can be found in the collections of all major Dutch Art institutions, as well as in for example MoMA in New York, The Living Art ­Museum, Reykjavík, Safn-Contemporary Art Collection, and countless private collections around the world


Leó Anton Árnason var lista- og framkvæmdamaður; skáld, málari, mynd­ höggvari, byggingarmeistari og fjölbreyttur persónuleiki, þjóðsagnapersóna í ­lifanda lífi. Hann tók sér snemma listamannsnafnið Ljón Norðursins og undir því nafni hélt hann fjöldann allan af sýningum; þær helstu voru um borð í MS Gull­ fossi, í herstöðinni á Miðnesheiði, Mokka-kaffi og ekki síst á Hótel Borg þar sem hann var fastagestur. Sat hann þar löngum stundum við hringborð og sötraði kaffi, reykti og talaði hásum rómi við fólkið sem safnaðist í kringum hann. Leó vakti athygli hvar sem hann fór, hávaxinn og suðrænn í útliti, með sítt hár og skegg, hnarreistur og óaðfinnanlega klæddur í klæðskerasaumuðum fötum Leó var byggingarmeistari að mennt og byggði ríflega 300 íbúðir um allt land. Einnig verslaði hann með dömufatnað og skrautmuni á Laugaveginum á kreppuárunum, rak prjóna­- og saumastofu og setti á fót saltfiskverkun og frysti­ hús á Selfossi. Þekktasta bygging hans er Þórishellir á Selfossi sem hann reisti fyrir fjölskyldu sína, fullkláruð var hún með 23 hornum og haggast ekki í jarð­ skjálftum að sögn Leós. Sköpunarkraftur Ljóns Norðursins var óstöðvandi og e­ ftir hann liggur mikið safn málverka, teikninga og ljóða. Flest verk sín gaf hann ­vinum og aðdáendum, enda nánast ómögulegt að fá að kaupa þau, bæði vegna verðlagsins og gjafmildi listamannsins

Leó Anton Árnason [1912-1995], Ljón Norðursins, Selfossi Teikningar, málverk, krítar- og vatnslitamyndir, ljósmyndir, ljóð Drawings, painting, crayons, watercolours, photos, poems Eigendur/owners, fjölskylda Leós, Friðrik Brekkan, Rafn Ragnarsson og fjölskylda, Ragnheiður Ragnarsdóttir Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði/the exhibition is supported by ­ The Visual Arts Fund Sýningarstjóri/curator Unnar Örn J. Auðarson

Leó Anton Árnason was an established entrepreneur and a self-tought artist. He was a skilled carpenter and sculptor, painter and poet, with a great ­personality that made him a legend in his lifetime. After developing his artistic talents late in life he took the pseudonym Lion of the North and under that name he exhibited his paintings, among other places on board MS Gullfoss, at the NATO base on Miðnesheiði, Café Mokka, and often at Hotel Borg, where he spent long hours drinking coffee, smoking and talking to people who gathered around him. He drew attention wherever he went with his eyecatching looks, a tall and dark dandy with long hair and beard, and always impeccably dressed in tailor­made clothing. As an artist the Lion of the North was very creative and as a carpenter he built around 300 apartments throughout the country. The most famous was the one he built for himself and his family in his hometown ­Selfoss, called Thoris cave, it had 23 corners to show for his craft and claimed by the Lion to be able to withstand the strongest earthquakes. Most of his paintings, drawings and poems he gave to friends, relatives and ­admirers, as it was close to impossible to buy the works due to the artist‘s ­generosity


Guðmundur Sveinbjörn Másson, Seltjarnarnesi Andlitsmyndir, blýantur, kol, litkrít, vatnslitir Portraits, pencil, charcoal, chalk, watercolour [höfundur gaf safninu 140 verk eftir sig 2012 / the artist donated 140 artworks in 2012] Sýningarstjóri/curator NH

Arndís Kristín Sigurbjörnsdóttir, Hafnarfirði Útsaumuð og hekluð verk/embroidery, crochet, mixed media Eign höfundar/owner, the artist Sýningarstjóri/curator Harpa Björnsdóttir


Flugvélar/Airplanes Sýningarstjórar/curators NH, HB

Harpa Björnsdóttir, Reykjavík Skúlptúr, pappír, vatnslitir/sculpture, paper, ­watercolour Eign höfundar/owner, the artist

John Gould, London, Englandi Flugvélar á himni/airplanes in the sky Viður, pappír/wood and paper Safneign/owner, the Museum

Einar Baldursson, Sólheimum Leirflugvélar, teikningar af flugvélum Airplanes, pencil drawings and glazed clay Eign höfundar/owner, the artist Unnar Örn J. Auðarson, Reykjavík Ferdinand von Zeppelin greifi heimsækir Reykjavík 1930/Count Ferdinand von Zeppelin in Reykjavík 1930 Póstkort/postcard

Ragnheiður Ragnarsdóttir, Reykjavík Töfrateppið/The flying carpet Ljósmynd/photo Eign höfundar/owner, the artist

Sigríður Ágústsdóttir, Akureyri Flugvél með meiru/Airplane and more Leir/clay Eign höfundar/owner, the artist


Konur í ýmsum myndum/Women in art Sýningarstjóri/curator NH

Helgi Valdimarsson, Garði, Reykjanesi Eva, Líf og Nótt/Eve, Life and Night Málaðar steyptar styttur/painted concrete sculptures Eign höfundar/owner, the artist

Níels Hafstein, Þinghúsinu, Svalbarðseyri Langtímalán/Long term loan Teikningar á við, túss Drawings on wood, filt-tip pen Einkaeign/private collection

Sigrún Guðmundsdóttir, Reykjavík Án titils/Without title Hraðskissur úr gifsi/fast sketches, plaster Eign höfundar/owner, the artist

Ragnhildur Stefánsdóttir, Reykjavík Kona – himinn og jörð, gifs, silikon, ­málning Woman – sky and earth, plaster, silicon, paint Eign höfundar/owner, the artist


Fjölmennt Ásgeir Ísak Kristjánsson, Reykjavík Litblýantsteikningar/coloured pencil drawings Eign höfundar/owner, the artist Kolbeinn Magnússon, Reykjavík Blýantsteikningar/ pencil drawings Eign höfundar/owner, the artist

Fjölmennt Ragnar Már Ottósson, Reykjavík Vatnslitamyndir/watercolours Eign höfundar/owner, the artist Snorri Ásgeirsson, Reykjavík Litblýantsteikningar/coloured pencil drawings Safneign/owner, the Museum

Fjölmennt í Reykjavík Sigurður Reynir Ármannsson, Reykjavík Akrýlmálverk/acrylic painting Eign höfundar/owner, the artist

Fjölmennt Ingi Hrafn Stefánsson, Reykjavík Litkrítar- og blýantsteikningar Crayons and pencil drawings Eign höfundar/owner, the artist Sýningarstjóri/curator NH


Árið 2012 hlaut Safnasafnið Eyrarrósina. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningar­ legrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjavík og Flugfélag Íslands standa saman að verðlaununum. Í umfjöllun dómnefnar segir: Safnasafnið vinnur merkilegt frumkvöðlastarf í þágu íslenskrar alþýðulistar og hefur fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og sérstöðu. Sýningar þess byggja á nýstárlegri hugsun þar sem alþýðulist og nútímalist mynda fagurfræðilegt samspil. Í sölum Safnasafnsins sýna hlið við hlið frumlegir og ögrandi nútímalistamenn, sjálflærðir alþýðulistamenn, einfarar og börn. Samspil heimilis, garðs, safns og sýningarsala er einstakt og sífellt er bryddað upp á nýjungum. Safnasafnið vinnur ötullega með íbúum sveitarfélagsins og hefur frá upphafi haft frumkvæði að samstarfi við ­leikskóla- og grunnskólabörn In 2012 Safnasafnið was awarded The Eyrarrós Award. The Eyrarrós Award is founded to focus on and encourage cultural diversity, innovation and development in the field of culture and art, and it´s purpose is to fund and promote projects in the sparsely populated regions outside of Reykjavík. The fund is jointly administered by the Reykjavík Arts Festival, Icelandair and The Icelandic Regional Development Institute. The fund´s verdict ­claimed that Safnasafnið is one of the most unusual and outstanding art museums in Iceland, presenting its collection of folk and outsider art ­together with progressive modern art without discrimination. It also praised the museum´s collaboration with the local community, and for exhibiting every year a new combination of artworks that emphasize the beauty that lies within all forms of creative work and expression Sýningarskrá/catalogue
 Hönnun, umsýsla/design, management, NH Textar/text, HB, NH, UÖJA Ljósmyndir/photos, HB, NH, Magnhildur Sigurðardóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, UÖJA Þýðingar, yfirlestur/translation, proofreading, Elsa Eiríksdóttir, HB, NH, MS, UÖJA © allur réttur varðandi listaverk, texta, ljósmyndir og hönnun er varinn sam­ kvæmt höfundarlögum/all rights reserved the artists and
 the authors of text, photos and design
 Prentvinnsla/printed by Ásprent, Akureyri
 Pappír/paper, UPM Premium Silk, 130g & 250g
 Letur/type, ITC New Baskerville Std
 Upplag, 3000/edition, 3000 copies Forsíðumynd/photo on front page, print by Pieter Holstein Þakkir fá Mennta- og menningarmálaráðuneytið, sveitarstjórn Svalbarðs­ strandarhrepps, menningarsjóðir, Myndlistarsjóður, bakhjarlar, gefendur list­ gripa, velunnarar, ­aðstoðarfólk, listamenn, fjölmiðlar, skólar, gestir og listvinir Thanks to Ministry of Education and Culture, institutions, The Local Council, funds, sponsors, donors, assistants, artists, media, schools, visitors and art lovers

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Svalbarðsstrandarhreppur

HÚNAÞING VESTRA

ICELAND REVIEW icelandreview.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.