Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Page 1

Áfangastaðaáætlun Suðurlands 2018-2021 Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð sem hefur ferðaþjónustu sem útgngspunkt

t k e

m a S

t n a


Áfangastaðaáætlun Suðurlands Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð sem hefur ferðaþjónustu sem útgangspunkt. Markmið hennar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem styrkir efnahag samfélaga, bætir lífsgæði íbúa og dregur úr mögulegum neikvæðum áhrifum frá ferðaþjónustu. Mikilvægt er að hún að sé samþætt við aðrar staðbundnar áætlanir sem og aðrar áætlanir hins opinbera. Ákvarðanir og ábyrgð á þeim aðgerðum sem þarf að ráðast í til að framfylgja þessari áfangastaðaáætlun eftir liggur hjá mismunandi aðilum; ríki, sveitarfélögum, ferðaþjónustufyrirtækjum, hagsmunasamtökum og öðrum hagaðilum eftir eðli og umfangi aðgerða og verkefna. Gerð áfangastaðaáætlunar felur í sér að horft sé á ferðaþjónustu út frá víðu sjónarhorni og að tekið sé tillit til margra ólíkra hagaðila sem eiga hagsmuna að gæta við þróun svæðisins. Áætlanagerðin tekur tillit til gesta, íbúa, fyrirtækja og umhverfis, reynir að skapa jafnvægi á milli og mæta þörfum þessara fjögurra þátta. Áfangastaðaáætlun gerir íbúum og ferðaþjónustunni kleift að sammælast um hvernig ferðaþjónustu þau vilja hafa, hvaða áhrif hún hafi á efnahag og samfélag þeirra og hvaða skref skuli taka í átt að því marki.

2

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Áfangastaður er afmarkaður á ákveðinn hátt með raunverulegum mörkum eða skynjun í huga ferðamannsins. Afmörkun getur verið á markaðslegum forsendum, pólitískum eða landfræðilegum. Áfangastaður getur verið til dæmis land, svæði, borg eða gististaður. Áfangastaður samanstendur af ákveðnu aðdráttarafli, innviðum, aðstöðu, viðburðum, samgöngum, gisti og veitingaþjónustu. Með gerð þessarar Áfangastaðaáætlunar er verið að færa sveitarfélögum, ríkisvaldinu, stoðkerfinu og ferðaþjónustunni verkfæri til að auðvelda þróun samkeppnishæfrar og ábyrgrar ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi þar sem tekið er tillit til íbúa, umhverfis, ferðamanna og fyrirtækja. Áfangastaðaáætlun þessi var unnin frá apríl 2017 – maí 2018 í samstarfi við helstu hagaðila á Suðurlandi. Með henni er komin heildstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna á Suðurlandi sem tekur tillit til náttúru, menningarminja og samfélags. Í markaðsgreiningu Suðurlands sem unnin var árið 2016 var dregin fram þrískipting Suðurlands; Vestursvæði, Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar og Ríki Vatnajökuls. Vestursvæðið samanstendur af sveitarfélögunum innan Árnessýslu, Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Katla


jarðvangur & Vestmannaeyjar eru Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Vestmannaeyjar. Ríki Vatnajökuls er yfirheiti yfir það sem Sveitarfélagið Hornafjörður hefur notað í markaðslegum tilgangi. Unnin var ein áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland í heild sinni og þrjár aðgerðaráætlanir, ein fyrir hvert svæði. Áfangastaðurinn Suðurland býður upp á mikla fjölbreytni í náttúru, afþreyingu, gistingu og þjónustu. Svæðin þrjú eru ólík en eiga jafnframt margt sameiginlegt. Náttúran er fjölbreytt og tilkomumikil á öllum svæðum og margir stórir seglar. Samspil íss, elds og jökla ásamt svörtum ströndum má segja að einkenni Suðurland. Jarðvarmi og vatnsafl er einkennandi á vestursvæði,

eldgos og jarðhræringar eru algengar á miðsvæði og jöklasýnin á austursvæði er tilkomumikil. Í þessari skýrslu er talað um áningarstað sem stað sem áð er á eða stoppað á leið á áfangastað. Áfangastaður er hér skilgreint sem lokaáfangi á ferðalagi eða næturstaður vegna áframhaldandi ferðalags.

Þrískipting Suðurlands

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

3


Við undirbúning og vinnu við áfangastaðaáætlunina

matvælaframleiðenda, ferðaþjónustuaðila í gistingu,

var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Vinnuhóp-

veitingum og afþreyingu, sveitarfélaga, þjóðgarðs og/

ar voru skipaðir á öllum þremur svæðunum þar sem aug-

eða jarðvangs. Í hverjum hóp voru 14-16 manns og voru

lýst var eftir þátttakendum meðal annars í staðbundnum

þátttakendur í vinnuhópunum samsettir af fulltrúum ólíkra

fjölmiðlum og á heimasíðunni south.is. Einnig var leitað

hagsmunaaðila á svæðinu sem hittust á alls 12 fundum

til tengiliða inni á hverju svæði eftir tilnefningum. Vinnu-

til að leggja grunn að áfangastaðaáætlun Suðurlands.

hóparnir voru skipaðir fulltrúum; íbúa, landeigenda,

3 x 4 = 12

Vinnuhópar

4

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Vinnufundir í hverjum vinnuhóp

Fjöldi funda með vinnuhópum


“Mér var sannur heiður að taka þátt í þessari vinnu. Við erum öll á sama báti; hið opinbera, íbúar og atvinnulíf. Áfangastaðaáætlun Suðurlands tryggir að hvert tog í árarnar sé markvisst og að allir séu að róa í sömu átt.” Þátttakandi í vinnuhóp

Haldnir voru fimm opnir íbúafundir á öllum svæðum þar sem um 100 manns tóku þátt. Einnig voru haldnir fundir með sveitarstjórnum ásamt því að drög að Áfangastaðaáætlun Suðurlands voru send á öll sveitarfélög til umsagnar og athugasemda. Þannig má með sanni segja að þessi áætlun sé unnin af fólkinu á Suðurlandi fyrir Suðurland.

„Mér þótti mjög gaman að fá að taka þátt í vinnunni við áfangastaðaáætlunina því þarna var upplýsingum og reynslu íbúa og heimafyrirtækja safnað saman. Þó þarfir og væntingar séu mismunandi eftir landshlutum, eiga staðirnir margt sameiginlegt, bæði hvað varðar það sem vel er gert og það sem betur mætti fara. Með áfangastaðaáætluninni tel ég að hægt verði að vinna markvisst að úrlausnum sem munu bjóða upp á betri þjónustu við íbúa og ferðamenn sem jafnframt eflir samfélagið allt og eykur ánægju íbúa.“ Þátttakandi í vinnuhóp

5 x 20

Fjöldi funda með íbúum

*

*Um 20 þátttakendur á íbúafundum

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

5


Ferli vinnufunda Haldnir voru fjórir vinnufundir með hverjum vinnuhópi þar sem sama vinnuferli var notað á öllum svæðum. Það var gert til að auðvelda alla samræmingu. Skipulagið stuðlaði að skilvirkum fundum þar

Matvæla- Sveitarframstjórnarleiðandi aðili

sem raddir allra aðila í vinnuhópunum fengu að heyrast og endurspeglast það í niðurstöðum Áfangastaðaáætlunar Suðurlands.

1. fundur

Veitinga maður

Afþreying

september 2017

íbúi

Gisting

Markmið: Staða svæðisins og heildarsýn Verkefnið kynnt, tilgangur þess og útkoma. Einkenni svæðisins skoðuð, helstu áskoranir dregnar fram og unnið úr þeim.

Landeigandi

Leiðir:

Samsetnig vinnuhópa

„Vinnan við gerð áfangastaðaáætlunar Suðurlands tengdi á áhrifaríkan hátt saman fjölbreyttan hóp hagaðila ferðaþjónustunnar, sem var nauðsynlegt til að meta stöðuna og móta sameiginlega sýn til framtíðar í þessari mikilvægu atvinnugrein sem snertir alla landsmenn.“ Þátttakandi í vinnuhóp

6

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Hvað er verið að gera vel? Hvað þurfum við að bæta?

Draga fram stöðuna eins og hún er á viðkomandi svæði, unnið með umræðuramma sem tekinn var saman fyrir fyrsta fund Opinberir aðilar Innviðir Samfélagið Náttúran Ímynd og gæði Samtal og samvinna Afurð fundar: Skýr sýn á það hvað svæðið stendur fyrir, hvað vel er gert og hvað hægt er að gera betur.


Umræðurammi fyrir fyrsta fund var dreginn fram eftir víðtækt sam-

sett fram. Framtíðarsýn svæðanna þriggja voru í megindráttum

tal við hagsmunaaðila á svæðunum. Ákveðin þemu teiknuðu sig

eins og endurspeglast því í framtíðarsýn og meginmarkmiðum

upp strax í upphafi vinnunnar sem unnið var með í framhaldinu;

fyrir Suðurland í heild sinni.

ferðaþjónusta, samfélag og náttúra. Á næstu fundum voru

Út frá meginmarkmiðum voru dregin fram starfsmarkmið og síðan

mynduð meginmarkmið út frá þessum þemum og framtíðarsýn

aðgerðir út frá þeim, sjá nánar í heildarskýrslu á www.south.is.

2. fundur október 2017

Markmið: Framtíðarsýn svæðis. Hvert viljum við fara/ hver er framtíðarsýnin fyrir Suðurland? Horfum fram á við – látum okkur dreyma Leiðir: Hver er framtíðarsýnin fyrir svæðið? Unnið var með þau þemu er komu fram á fyrsta vinnu­fundi: Samfélag: Vegakerfið, Áningarstaðir, Íbúar, Grunnþjónusta Ferðaþjónusta: Stefnumótun, Gæði, Regluverk, Uppbygging, Samvinna Upplýsingagjöf, Fræðsla Náttúra: Verndun, Aðgengi Afurð fundar: Framtíðarsýn fyrir svæðið sem verður hluti af framtíðarsýn Suðurlands í heild sinni.

3. fundur nóvember 2017

Markmið: Hvernig náum við framtíðarsýninni Hvaða leiðir viljum við fara / grunnur að aðgerðaráætlunum fyrir Suðurland. Leiðir: Hvaða leiðir viljum við fara til að viðhalda/bæta það sem þarf á Suðurlandi: Samfélag: Vegakerfið, Áningarstaðir, Íbúar, Grunnþjónusta Ferðaþjónusta: Stefnumótun, Gæði, Regluverk, Uppbygging, Samvinna Upplýsingagjöf, Fræðsla Náttúra: Verndun, Aðgengi Afurð fundar: Gróf aðgerðaráætlun fyrir svæðið til að ná þeirri framtíðarsýn sem hefur verið sett fram. Aðgerðaráætlun verður tímasett, ábyrgðaraðilar og framkvæmdaraðilar skilgreindir, mælikvarði settur fram.

4. fundur febrúar 2017

Markmið: Forgangsröðun Samantekt og drög að endanlegri útkoma áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Suðurland ásamt aðgerðaráætlunum svæða til 3ja ára. Unnið er að forgangsröðun markmiða og aðgerða. Leiðir: Farið yfir framtíðarsýnina og aðgerðaráætlunina, erum við sátt eða viljum við breyta einhverju? Forgangsröðun meginmarkmiða og starfsmarkmiða. Hvert er hlutverk íbúa, fyrirtækja, sveitarfélaga, stofnana og annara sem koma að aðgerðaráætluninni? Hver ber ábyrgð á framkvæmd hvers verkþátts? Afurð fundar: Forgangsröðun markmiða.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

7


Framtíðarsýn og markmið Framtíðarsýn er unnin á sameiginlegum grunni með helstu hagaðilum greinarinnar. Sýnin endurspeglar þær væntingar sem gerðar eru til áfangastaðarins og hvernig ferðaþjónustan kemur að samfélaginu sem og hagkerfinu. Framtíðarsýnin er hvetjandi og gefur von fyrir þá hagaðila sem starfa og/eða búa á svæðinu til að forgangsraða og byggja upp þar sem þarf til að ná settu marki með sterkri sameiginlegri skuldbindingu hagaðila. Framtíðarsýn svæðanna þriggja voru í megindráttum eins og endurspeglast því í framtíðarsýn og meginmarkmiðum fyrir Suðurland í heild sinni.

8

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Framtíðarsýn Suðurlands í ferðaþjónustu: Ferðaþjónusta á Suðurlandi er sjálfbær þar sem lögð er áhersla á heildræna þróun í sátt við náttúru og samfélag. Ferðaþjónustan er öflug atvinnugrein og samvinna ríkir á milli mismunandi hagsmunaaðila þar sem hugað er að gæðum, upplýsingagjöf og fræðslu. Verndun náttúru og menningarsögulegra minja er í forgrunni þegar kemur að ferðaþjónustu þar sem hugað er að skýru og tryggu aðgengi að helstu náttúruperlum. Regluverk í ferðaþjónustu er skýrt og leiðir til jákvæðrar upplifunar heimamanna og gesta. Vegakerfið og samgöngur, á sjó, landi og í lofti, eru öruggar og hugsaðar heildrænt þar sem áningarstaðir eru vel úthugsaðir, merktir með viðeigandi þjónustu og upplýsingagjöf. Möguleikar til menntunar í ferðaþjónustu eru staðbundnir og fjölbreyttir. Grunnþjónusta er góð á svæðinu og íbúar eru jákvæðir í garð ferðamanna og ferðaþjónustunnar.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

9


Meginmarkmið Meginmarkmið eru yfirgripsmikil, sett fram í stutt-

Samfélag

um setningum og endurspegla framtíðarsýnina. Hér eru þau sett fram sem staðhæfing í nútíð, þegar staðhæfingin er orðin að veruleika þá hefur viðkomandi markmiði verið náð.

Grunnþjónusta er öflug. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að uppfæra grunnþjónustu í takt við íbúa og ferðamenn. Auka þarf aðgengi að læknum, hjúkrunarfólki, lyfjaverslun og löggæslu. Tryggja aðgengi að þriggja fasa rafmagni, vatni og fjarskiptum líkt og símasambandi og háhraða nettengingu.

Samgöngukerfið er öruggt. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að bæta almenningssamgöngur, vegakerfið, þjónustu og viðhald þannig að samfélagið og ferðaþjónustan vinni sem best saman.

Íbúar finna fyrir jákvæðum áhrifum af ferðaþjónustu. Til að ná þessu markmiði þurfa íbúar að vera stoltir af sínu svæði og tala um það á jákvæðan hátt. Ferðaþjónustan skapar störf, virði og tækifæri fyrir þá íbúa sem eru á staðnum og styrkir þannig samfélagið. Með sterku samfélagi er líklegra að fleira fólk flytjist inn á svæðið sem styrkir það enn frekar.

10

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Áningarstaðir eru hugsaðir heildrænt. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að huga að merkingum, fræðslu, innviðum, öryggi og útliti. Byggja þarf upp áningarstaði með reglulegu millibili þar sem ferðamenn geti meðal annars séð á merkingum hvað er langt í næsta áningarstað og þá hvaða þjónustustig hann býður upp á.

Ferðaþjónusta Uppbygging byggir á heildarsýn og jafnvægi í samfélaginu. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að miða uppbyggingu svæða/sveitarfélaga bæði að íbúum og ferðamönnum í sátt við umhverfi og samfélag þar sem áætlanir eru gerðar til lengri tíma.

Skilningur stjórnvalda á ferðaþjónustu er góður. Til að ná þessu markmiði þurfa stjórnvöld að huga að því að taka ákvarðanir í góðri samvinnu við landsbyggðina/ svæðin. Forsendur eru ekki endilega þær sömu á milli landsvæða og jafnvel innan sama landsvæðis.

Stefna í takt við ferðaþjónustu, samfélag og náttúru. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að vinna skipulagsmál í takt við samfélag, náttúru og ferðaþjónustu og samræma stefnumótun í uppbyggingu innviða. Mikilvægt er að sveitarfélög nýti það tækifæri sem Áfangastaðaáætlun Suðurlands getur verið fyrir sveitarfélögin með því að líta til hennar þegar kemur að stefnumörkun einstakra svæða. Með því væri byggt ofan á þá vinnu sem nú þegar hefur verið unnið að. Stjórnvöld þurfa að setja fram skýra stefnu í gjaldtöku – kallað er eftir komugjöldum. Vinna þarf svo sanngjarna skiptingu á tekjum milli svæða/sveitarfélaga sem endurspeglar þörf og nýtingu svæðis og innviða þess.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

11


Regluverk er skýrt. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að samræma reglur á milli svæða og á landsvísu. Setja reglur og leiðbeiningar fram á skýran hátt, bæði myndrænt og á helstu tungumálum.

Samtal og samvinna innan svæðisins eru virk. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að auka samtal og samvinnu á milli ólíkra atvinnugreina.

Upplýsingagjöf og fræðsla í ferðaþjónustu er góð. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að samræma öfluga upplýsingagjöf til ferðamanna sem og innan svæðis, til dæmis til fólks í framlínu og heimamanna sem dæmi. Huga þarf að því að merkingar og skilti séu vel hönnuð, upplýsandi og vel staðsett. Efla þarf menntun og fræðslu í ferðaþjónustu, bæði í formi styttri námskeiða og heildstæðs náms.

Gæði á svæðinu eru góð. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að kynna Vakann og gera fyrirtækjum betur grein fyrir hver ávinningur þess er fyrir þau að innleiða hjá sér gæðakerfi. Auka þarf við gæði og gæðavitund á svæðinu.

Eftirlit með reglum/lögum er virkt. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að efla allt eftirlit sem er fyrir og huga að því að eftirlitsaðilar hafi það vægi sem þeim ber til að geta tekið á málum þar sem þarf.

12

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Náttúra og menningarminjar Náttúruvernd er í forgrunni í ferðaþjónustu. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að efla náttúruvernd með heilstæðri stefnumótun. Gera þarf umhverfis- og loftlagsstefnu þar sem hugað er að eflingu landvörslu, stýringu á svæðum, fræðslu, upplýsingagjöf og forvörnum í umgengni við náttúruna og þeim hættum sem eru til staðar. Lögvernda þarf starfsheitið leiðsögumaður og skylda verði að nýta vottaða leiðsögumenn á Íslandi.

Eftirlit með náttúruvernd er gott. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að efla eftirlit á ferðamannastöðum og við náttúruperlur þannig að það sé virkt. Mikilvægt er að öflug, sýnileg landvarsla sé á helstu stöðum, sem og löggæsla þar sem við á.

Aðgengi er skilgreint fyrir hvert svæði. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að skilgreina hvernig aðgengi á við fyrir hvert svæði. Hvað á að vera í almannaleið og hverju á að vera erfiðara að komast að? Aðgangsstýra með göngustígum, merkingum, árstíðarbundnum takmörkunum og staðsetningu innviða við svæðin.

Ferðaþjónustan styður við menningu og minjavernd. Til að ná þessu markmiði þarf meðal annars að efla og viðhalda menningu og verndun menningarsögulegra minja. Vinna þarf meira með matarmenningu svæðisins. Auka þarf fjölbreytni og styrkja samvinnu á milli ólíkra atvinnugreina á svæðunum, landbúnaðar, sjávarútvegs og ferðaþjónustu svo dæmi séu tekin.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

13


Rannsóknir og hagtölur

Aðgerðir Efla rannsóknir og tölulegar upplýsingar um ferðaþjónustu á Suðurlandi. Samræma gögn þvert á stofnanir Ferðamálastofa, Hagstofa og sýslumenn noti sömu skilgreiningar þegar kemur að söfnun og úrvinnslu gagna fyrir ferðaþjónustuna. Framkvæma reglulegar samanburðarrannsóknir í öllum landshlutum. Safna gögnum og hagtölum um ferðaþjónustu á Suðurlandi og notast við þrískiptingu svæðisins. Samstarf við háskólana um að efla rannsóknir. Efla þolmarkarannsóknir á Suðurlandi og notast við þrískiptingu svæðisins.

Helstu málaflokkar Ef helstu málaflokkar eru dregnir saman þá voru það helst umræður um náttúruvernd, krafa um bættar samgöngur, sjálfbærni í ferðaþjónustu, gæði og gæðamál, samtal og samvinna, gjaldtaka og stýring ferðamanna, öryggi og aðgengi, upplýsingagjöf og fræðsla, merkingar, ábyrg hegðun ferðamanna og síðast en ekki síst áhrif ferðaþjónustu á samfélög. Einnig var rætt um skort á áreiðanlegum hagtölum og rannsóknum í ferðaþjónustu. Hér á eftir verður farið betur í hvern lið og helstu aðgerðir úr aðgerðaráætlunum dregnar fram til hliðar á blaðsíðunni. Aðgerðaráætlanirnar í heild sinni má finna í heildarskýrslunni inni á south.is.

Rannsóknir og hagtölur Mikilvægt er að efla rannsóknir í ferðaþjónustu og byggja stefnumótun og ákvarðanatöku á traustum upplýsingum. Efla þarf þolmarkarannsóknir bæði í tengslum við náttúru og samfélag. Auka þarf rannsóknir á ferðahegðun svo og markaðsrannsóknir. Auka þarf fjármagn til markvissra endurtekinna rannsókna. Hagtölur eru mjög mikilvægar fyrir greinina til þess að gefa rétta mynd af stöðu hennar og framtíðarhorfum. Bæta þarf þann grunn sem þegar er til staðar með helstu hagtölum greinarinnar, samræma þarf þann grunn þannig að auðveldara sé að keyra saman tölur frá mismunandi aðilum líkt og Ferðamálastofu, Ríkisskattstjóra, sýslumönnum og Heilbrigðiseftirliti svo að dæmi séu nefnd.

Sjá aðgerðaráætlanir í heild sinni í heildar skýrslunni á vef www.south.is

14

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Samgöngur

Aðgerðir Breikka vegi með tilliti til umferðarþunga og mismunandi tegundar umferðar þ.e. bíla, gangandi og hjólandi vegfarenda. Þarfagreina þjónustustig árstíðabundið miðað við notkun og halda vegum greiðfærum allt árið um kring. Sjúkraþyrla verði staðsett á Suðurlandi.

Samgöngur Tryggja þarf góðar og öruggar samgöngur á landi, sjó og í lofti, bæði innan landshlutans sem og inn á hann. Skilgreina þarf Herjólf sem hluta af Þjóðvegi 1 og tengja þannig Vestmannaeyjar enn betur við meginlandið. Vinna þarf reglulega í viðhaldi vega, flugvalla og hafna þannig að sem minnst röskun verði á samgöngum. Einnig þarf að huga að endurnýjun þar sem þörf krefur líkt og að tvöfalda Þjóðveg 1 frá Reykjavík á Selfoss og gera nýja brú yfir Ölfusá. Breikka veginn í 2+1 frá Selfossi að Hellu og setja á áætlun að breikka Þjóðveg 1 í 2+1 að Höfn. Útrýma þarf einbreiðum brúm.

Samgöngur á sjó til Vestmannaeyja teljist til þjóðvegar árið 2019, tryggja samgöngur til Vestmannaeyja í gegnum Landeyjahöfn allt árið og fjölga ferðum. Útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 í áföngum fyrir árið 2028 Byggja upp og viðhalda innanlandsflugvöllum.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

15


Áhrif ferðaþjónustu á samfélög

Aðgerðir Bæta aðgengi hjólandi og gangandi, taka mið af þörfum ferðaþjónustu og íbúa t.d. tengja saman sveitarfélög. Efla vitund íbúa um jákvæð áhrif ferðaþjónustu t.d. með greinaskrifum í netmiðlum og héraðsblöðum.

Áhrif ferðaþjónustu á samfélög Vinna þarf í að bæta ímynd ferðaþjónustunnar. Vinna þarf að skipulagi til lengri tíma með tilliti til mögulegrar fjölgunar íbúa á svæðinu vegna aukinna atvinnutækifæra. Samfélögin þurfa að taka vel á móti þeim sem flytjast á svæðið og leiðbeina þeim sem mögulega koma úr ólíkum menningarheimi þannig að staðbundin menning haldi sér eins og hægt er. Íbúar finna fyrir jákvæðum áhrifum af ferðaþjónustu þegar þjónusta eykst á svæðinu.

Fagmenntaðir og fjölskyldufólk sjái hag í því að flytja og vinna á svæðinu til framtíðar. Nýbúar upplifi sig velkomna og sem hluta af samfélaginu. - Hvetja nýbúa til þess að setjast að í samfélaginu til framtíðar.

Samtal og samvinna Samtal og samvinna hefur jákvæð áhrif á samfélagið og er mikilvægt þegar kemur að því að ferðaþjónustan byggist upp í sátt og samlyndi í samfélaginu. Skapa þarf tækifæri með skipulögðum og reglubundnum hætti þar sem ferðaþjónustan, stjórnvöld, íbúar og aðrar atvinnugreinar hafa tækifæri til að ræða og vinna betur saman. Auka þarf skilning stjórnvalda á ferðaþjónustunni og þörfum hennar.

16

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Samtal og samvinna

Aðgerðir Efla samtal stjórnvalda við hagsmunaaðila á Suðurlandi. Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu komi að vinnu við reglugerðir. Efla samvinnu þvert á sveitarfélög og á jaðarsvæðum. Auka samvinnu og samtal hagsmunaaðila innan svæðis og ferðaþjónustufyrirtækja utan svæðis sem nýta svæðið í sinni starfsemi. Nýta þau regnhlífasamtök fyrir ferðaþjónustu sem eru til staðar á Suðurlandi þar sem öll núverandi samtök verða undir einum hatti t.d. Markaðsstofu Suðurlands.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

17


Stýring og dreifing ferðamann

Aðgerðir Skilgreina aðgengi á mismunandi ferðamannastöðum. Ákveða hvar við viljum hafa ferðamenn og hvar ekki. Ákveða hvernig aðgangsstýring á að vera á hverjum stað. Staðsetja áningarstaði með reglulegu millibili, með tilliti til útsýnis, myndatöku og norðurljósa. Byggja upp sterka innviði sem vernda náttúruna s.s. bílastæði, göngustíga, salerni.

Stýring og dreifing ferðamanna Setja þarf fram virka stýringu á helstu ferðamannastöðum, hvort sem það er með skipulagi á staðnum t.d. á göngustígum eða með að færa bílastæði fjær náttúruperlunni/áfangastaðnum eða með aðgangsstýringum, til dæmis með dreifingu gesta yfir daginn eða lokanir/takmarkanir vegna ágangs.

Notast við virk stjórntæki á ferðamanna­ stöðum, sem dæmi: lokanir/stýringu, árstíðarbundnar takmarkanir vegna álags, aðgangsstýringu innan ákveðins tímaramma, auka við land­vörslu eða auka við upplýsingagjöf og merk­ingar. Samvinna við heimamenn og landeigendur við staðsetningu áningarstaða.

18

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Gjaldtaka Setja heildræna stefnu gagnvart gjaldtöku. Setja á komugjöld eða aðra sambærilega miðlæga gjaldtöku sem myndi skiptast á sanngjarnan hátt á milli sveitarfélaga eftir álagi og þörf um uppbyggingu innviða.


Gjaldtaka

Aðgerðir Setja á komugjöld eða aðra sambærilega miðlæga gjaldtöku sem myndi skiptast á sanngjarnan hátt á milli sveitarfélaga eftir álagi og þörf um uppbyggingu innviða. Setja fram regluverk varðandi komugjöld sem kemur samfélagi og náttúru til góða. Regluverk varðandi gistináttaskatt sé stöðugt og nýtist til uppbyggingar á svæðinu. Regluverk varðandi virðisaukaskatt sé stöðugt. Skýra regluverk um skatta og gjöld af bílum og eldsneyti þannig að þeir fjármunir renni til samgöngumála.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

19


Sjálfbær þróun

Aðgerðir Aðalskipulag sveitarfélaga taki mið af náttúru- og minjavernd, umhverfisvænum kostum og setji sér stefnu um þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu.

Sjálfbær þróun Mikilvægt er að ferðaþjónustan skapi efnahagsleg verðmæti og þróist á sama tíma í sátt við samfélag og náttúru. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að auka gæði ferðaþjónustunnar og efla rannsóknir er varðar þolmörk náttúru, samfélaga og ferðamanna. Auka má fræðslu um

Aukin áhersla á sjálfbæra ferðaþjónustu. Auka fræðslu um hvað felst í sjálfbærni og hvernig hægt sé að nota það hugtak innan ferðaþjónustunnar.

sjálfbæra þróun og tækifæri ferðaþjónstufyrirtækja til þróunar í átt að meiri sjálfbærni.

Gæði og gæðamál Mikil áhersla er á gæðamál í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Vakinn er samræmt gæðakerfi ferðaþjónustunnar á Íslandi og er markmiðið með honum að efla gæði, öryggi, aðbúnað starfsfólks og umhverfisvitund í ferðaþjónustu með handleiðslu og stuðningi, auk þess að byggja upp samfélagslega ábyrgð meðal ferðaþjónustufyrirtækja. Kynna þarf reglulega og halda á lofti Vakanum, sem og því að fyrirtæki í ferðaþjónustu hugi vel að samfélagslegri ábyrgð.

20

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Gæði og gæðamál

Aðgerðir Vinna markvisst að því að kynna Vakann og hvað hann getur gert fyrir fyrirtækin s.s. varðandi öryggi, gæði, upplýsingagjöf, fagmennsku, umhverfisvitund, starfsmannahald, vinnuumhverfi o.fl. Vinna að því að hagsmunaaðilar séu samstíga og vinni markvisst að sameiginleg­um markmiðum varðandi gæði og vandaða ferðaþjónustu. Aðilar leggi áherslu á gæði fremur en magn í ferðaþjónustu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu séu meðvituð um staðarvitund „sense of place“ á svæðinu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu séu meðvituð um ábyrga ferðaþjónustu og samfélagslega ábyrgð.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

21


Upplýsingagjöf, merkingar og fræðsla

Aðgerðir Búa til heildstæða stefnu varðandi menntun og fræðslu. Kynna betur og hvetja til menntunar í ferðaþjónustu í samstarfi við fyrirtæki, sveitarfélög, viðkomandi skóla/stofnanir og stoðkerfi ferðaþjónustunnar. Leggja áherslu á starfsmenntun í heimabyggð. t.d. í veitingum, þjónustu og leiðsögn. Efla íslenskukennslu til starfsfólks í ferðaþjónustu. Efla upplýsingagjöf á áningar- og ferðamannastöðum. Efla upplýsingamiðstöðvar. Samræma og tengja betur saman upplýsingamiðstöðvar. Fræða starfsfólk upplýsingamiðstöðva um sitt nærumhverfi og Suðurland í heild sinni.

22

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Upplýsingagjöf, merkingar og fræðsla Fræðsla og upplýsingagjöf í ferðaþjónustu er grunnur að gæðum og jákvæðri upplifun ferða­ manna, þar koma öflugar upplýsingamiðstöðvar sterkar inn. Samræma þarf merkingar og leiðbeiningar á skiltum þannig að íslenska sé ávallt fyrst, næsta tungumál sé enska og mögulega hægt að bæta við fleiri tungumálum. Þörf er á að auka við fræðslu og efla menntun í ferðaþjónustunni.

Ábyrg ferðahegðun Rætt var um nauðsyn þess að auka ábyrga hegðun ferðamanna og leiðir sem myndu hvetja til þess. Halda alls staðar á lofti verkefninu „Icelandic Pledge“ og þannig fræða og hvetja ferðamenn, innlenda sem erlenda, um ábyrga ferðahegðun.


Ábyrg ferðahegðun

Aðgerðir Efla upplýsingagjöf til ferðamanna um ábyrga hegðun gagnvart umhverfinu. Halda á lofti „The Icelandic Pledge“ um ábyrga hegðun ferðamanna. Auka fræðslu og upplýsingagjöf til gesta og heimamanna um mikilvægi óspilltrar náttúru og umgengni í náttúru Íslands.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

23


Náttúruvernd, öryggi og aðgengi

Aðgerðir Byggja upp vel merkta og vel hannaða göngustíga. Byggja upp göngustíga við minjastaði í samstarfi við Minjastofnun. Móta stefnu um aðgengi. Mismunandi aðgengi að ólíkum náttúruperlum og mismunandi áfangastöðum. Draga fram staði sem þola fleiri gesti og eru öruggir. Koma betur á framfæri öllu sem lýtur að öryggi ferðamanna bæði í umferðinni og í náttúru Íslands.

Náttúruvernd Skilgreina aðgengi hvers svæðis/ferðamannastaðar með tilliti til náttúru og minjaverndar þannig að aðgengi að náttúrunni sé aldrei á kostnað hennar heldur sé hugað að sjálfbærni og upplifun.

Öryggi og aðgengi Huga þarf vel að öryggismálum á ferðamannastöðum og reyna þannig eftir fremsta megni að koma í veg fyrir slys á fólki. Gera þarf öryggisúttektir á helstu ferðamannastöðum til að sjá hvort og hvernig sé hægt að bæta öryggi þar sem við á. Einnig þarf að endurskoða vegakerfið með tilliti til aukins umferðarþunga og hegðun ökumanna á vegum úti. Þá þarf að efla fræðslu til ferðamanna sem ferðast á eigin vegum um landið á bílaleigubílum og húsbílum.

Sjá aðgeraðaráætlanir í heild sinni í heildar skýrslunni á vef www.south.is

24

Áfangastaðaáætlun Suðurlands



Vestursvæði Vestursvæði telur þau átta sveitarfélög sem eru innan Árnessýslu

náttúruvernd, hreint vatn og endurnýjanlega orku meðal ferða-

ásamt Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Á vestursvæði er löng hefð

manna og ferðaþjónustuaðila. Varðandi aðgengi að náttúrunni

fyrir ferðaþjónustu bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Er-

kemur fram ánægja með uppbyggingu göngustíga, það er stutt

lendir ferðamenn hafa löngum sóst í að fara Gullna hringinn og

á milli náttúruperla og aðgengi að þeim er almennt gott.

innlendir ferðamenn hafa í gegnum árin notið þess að dvelja á

Mikil uppbygging hefur verið í ferðaþjónustu á Suðurlandi síð-

svæðinu en í uppsveitum Árnessýslu er stærsta sumarhúsabyggð

ustu ár. Ferðaþjónustan er fjölbreytt en mestur vöxtur hefur verið

á Íslandi. Áratuga reynsla í móttöku gesta og gestrisni heima-

í gistingu og veitingum en einnig hefur afþreyingarmöguleikum

manna er dýrmæt fyrir ferðaþjónustuna sem atvinnugrein.

fjölgað. Fjármagn hefur verið sett í metnaðarfulla uppbyggingu

Svæðið nýtur góðs af nálægð við höfuðborgina og alþjóðaflug-

og mörg spennandi fyrirtæki orðið til. Frumkvöðlar og kraftmikl-

völlinn í Keflavík. Eftir að Suðurstrandarvegur opnaði hafa mynd-

ir ferðaþjónustuaðilar eru á svæðinu, tækifæri hafa skapast og

ast tækifæri fyrir sterkari tengsl við Reykjanesið. Á vestursvæði er

möguleikum á vinnumarkaði hefur fjölgað. Ánægja er með gott

stórbrotin náttúra og á svæðinu eru nokkrir af stærstu seglum ís-

samstarf og samvinnu bæði sveitarfélaga og fyrirtækja en gott

lenskrar ferðaþjónustu en þar ber helst að nefna Gullfoss, Geysi

aðgengi er að stoðþjónustu. Mikil ánægja er með gæði þeirra

og Þingvelli auk fjölda annarra staða sem ferðamenn leitast eftir

fyrirtækja sem eru á svæðinu og gæðavitund fer vaxandi. Rík

að heimsækja.

hefð er fyrir ferðaþjónustu og mörg rótgróin fyrirtæki starfandi.

Svæðið einkennist af fallegri, hreinni og fjölbreyttri náttúru.

Matvælaframleiðsla er sjálfbær að miklu leiti og er víða seldur

Einstakar náttúruperlur eru á svæðinu allt frá hálendinu og niður

matur beint frá býli.

á strönd. Víðsýni er mikið og útsýni til allra átta. Aukin vitund um

26

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Orka - Energy Stærð: 15.130 km2 Sveitarfélög: Ásahreppur, Bláskógarbyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerði, Rangárþing ytra, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg og Ölfus. Íbúafjöldi í árslok 2017: 19.231 Íslenskt ríkisfang: 90% Erlent ríkisfang: 10% Stærsti byggðarkjarninn: Selfoss Aðrir byggðarkjarnar: Þorlákshöfn, Hveragerði, Borg, Laugarvatn, Reykholt, Flúðir, Árnes, Hella, Eyrarbakki, „Fáum hrós ferðamanna sem gista fyrir góða staðsetningu“ Þátttakandi í vinnuhóp á Vestursvæði

Stokkseyri, Laugarás, Brautarholt, Þykkvibær Helstu atvinnuvegir: Ferðaþjónusta, landbúnaður og iðnaður.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

27


Áherslur Styrkja grunnþjónustu og innviði. Þörf er almennt fyrir betri samgöngum, innan svæðisins sem og inn á landshlutann, til þess að grundvöllur sé fyrir betri dreifingu ferðamanna. Ferðaþjónustan byggist upp í sátt við íbúa. Heildræn uppbygging áningarstaða er mikilvæg. Auka þarf samstarf hagsmunaaðila og huga að samskipta- og siðareglum í greininni. Efla þarf upplýsingagjöf og fræðslu bæði til starfsmanna í ferðaþjónustu og ferðamanna.

28

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Helstu áskoranir Þörf er á að styrkja grunnþjónustu og innviði al-

dreifingu ferðamanna. Talað er um „fleiri leiðir“

mennt í takt við þann fjölda sem sækir svæðið

inn í landið og í því sambandi er t.d. þörf á að

heim. Auka þarf sérstaklega fjárframlög til lög-

auka þjónustu við Suðurstrandaveg og skoða

gæslu, sjúkraflutninga og heilsugæslu á svæð-

uppbyggingu á alþjóðaflugvelli á svæðinu.

inu.

Aukið fjármagn vantar frá ríkinu í uppbyggingu

Vegakerfið er komið að þolmörkum víða og

innviða. Öll uppbygging þarf að byggjast á

nauðsynlegt að bregðast við því með aðgerð-

stefnumótun og fagþekkingu og er áætlun

um og auknu fjármagni. Þörf er almennt fyrir

þessi skref í þá átt. Mikilvægt er að byggja upp

betri samgöngum, innan svæðisins sem og inn á

afþreyingu í samræmi við þá gistingu sem býðst

landshlutann, til þess að grundvöllur sé fyrir betri

á svæðinu.


Þau sögðu þetta

Heildræn uppbygging áningarstaða er mik-

Lög og reglur þurfa að vera skýrar og eft-

ilvæg. Náttúran er ein aðal ástæða þess að

irfylgni þarf að vera öflug. Auka þarf tekjur

ferðamenn koma til Íslands. Nauðsynlegt er

sveitarfélaga og stuðla að því að þær séu í

að vernda náttúruna og efla þarf vitund um

samræmi við ferðamannafjölda á svæðinu.

náttúruvernd bæði meðal almennings, fyrir-

Gæði þarf að efla og viðhalda. Það þarf að

tækja og ferðamanna.

huga að gæðum þjónustunnar, gæðastjórn-

Mikilvægt er að ferðaþjónustan byggist upp í

un innan fyrirtækja, ímynd og opnunartíma

sátt við íbúa. Bregðast þarf við skorti á íbúðar-

fyrirtækja og stofnana.

húsnæði og leggja áherslu á að leysa þau

Auka þarf samstarf hagsmunaaðila og huga

mál. Í því sambandi þarf að huga að reglu-

að samskipta- og siðareglum í greininni.

verki varðandi leigu á íbúðum og herbergjum

Virkara samstarf þarf að vera á milli ferða-

í íbúðarhverfum.

þjónustuaðila á svæðinu en einnig er þörf á

Betri skilning yfirvalda vantar á þörfum ferða-

auknu samstarfi við ríki og sveitarfélög. Efla

þjónustunnar. Móta þarf stefnu varðandi

þarf upplýsingagjöf og fræðslu bæði til starfs-

aðgangsstýringu og gjaldtöku. Mikilvægt

manna í ferðaþjónustu og ferðamanna. Sam-

er að fá ferðamenn til að dvelja lengur á

ræma skilti almennt og betri leiðbeiningar.

Suðurlandi og sýna ferðamönnum möguleik-

Halda í sérstöðuna og vera óhrædd að nota

ann á að snúa skipulaginu við og dvelja á

tungumálið okkar. Það þarf að gæta vel að

Suðurlandi og fara í dagsferðir þaðan m.a. til

umræðunni í samfélaginu og efla jákvæða

Reykjavíkur.

umræðu um ferðaþjónustu og hvaða áhrif

Endurskoða þarf regluverk í ferðaþjónustu.

hún hefur.

„Náttúran á því svæði sem okkar gestir eru að sækja er stórbrotin og nauðsynlegt að gera henni hátt undir höfði. Við eigum mjög marga staði sem vert er að skoða og mikil sóknartækifæri í að draga fram staði sem eru ekki eins mikið í kastljósinu og fjölförnustu staðirnir til að vekja áhuga á lengri dvöl á svæðinu.“ Þátttakandi í vinnuhóp á Vestursvæði

„Ferðaþjónustan skapar tækifæri“ Þátttakandi í vinnuhóp á Vestursvæði

„Skilningur stjórnvalda - meira fjármagn í innviði, í vegakerfið, löggæslu og heilbrigðismál.“ Þátttakandi í vinnuhóp á Vestursvæði

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

29


Þau sögðu þetta

„Auka menntun og fræðslu í faginu sem standi öllum til boða, til að hækka þjónustustig og bæta gæði. Tryggja að það sé hvati til að mennta sig og þróa sig í starfi innan ferðaþjónustunnar.“ Þátttakandi í vinnuhóp á Vestursvæði

Hvernig ferðaþjónustu viljum við? Á vestursvæði er markmiðið að fá ferðamenn

miklum mæli og felast tækifæri í því að tengja

til þess að dvelja lengur og ferðast um svæð-

ferðaþjónustu enn frekar við þá atvinnugrein

ið. Mikil áhersla er á gæði og góða þjónustu

og þá sérstaklega þegar hugað er að matar-

og er fjölbreytni mikil hvað varðar gistingu

upplifun. Hestamennska er einnig stunduð af

og afþreyingu en einnig eru möguleikar fyr-

miklum krafti á vestursvæði og er ferðaþjón-

ir matarupplifun fjölbreyttir. Auðvelt er að

usta tengd hestamennsku mjög einkennandi

njóta afþreyingar að kvöldi til á svæðinu en

fyrir svæðið.

veitinga- og kaffihús eru fjölmörg og hafa

Mikil orka er á vestursvæði og nóg af jarðhita

„Meiri fræðslu á stöðunum þ.e. upplýsa ferðamanninn um hvern stað, af hverju mikilvægur, hvað þarf að passa uppá og þess háttar. Upplýstur ferðamaður er „betri ferðamaður“.“ Þátttakandi í vinnuhóp á Vestursvæði

gott orðspor.

og heitu vatni. Ferðamenn sem eru tilbúnir að

Mikilvægt er að laða að ferðamenn sem

gefa sér tíma og njóta geta upplifað náttúru,

bera virðingu fyrir umhverfi og náttúru, sækja

orku, menningu og mannlíf með því að heim-

í sögu, menningu og mannlíf á svæðinu og

sækja sundlaugar og náttúrulaugar á svæð-

vilja gefa sér tíma til þess að slaka á og njóta.

inu.

Bæði þarf að huga að erlendum sem og inn-

Fagmennska og gæði í ferðaþjónustu á

lendum ferðamönnum sem sótt hafa svæðið

vestursvæði hafa verið sterk en mikil áhersla

heim um langan tíma. Mikilvægt er að bjóða

er á og vilji til að viðhalda þessum gæðum

„Ferðaþjónustan eykur lífsgæði en við verðum að læra að deila landinu með öðrum í sátt og samlyndi. Umræðan um ferðaþjónustu verði jákvæðari en nú er.“ Þátttakandi í vinnuhóp á Vestursvæði

upp á fjölbreytni og á sama tíma eru fjölmörg

og auka fagmennsku í greininni með auk-

tækifæri í að bjóða upp á sérhæfða ferða-

inni menntun starfsfólks. Þetta kallar á aukna

þjónusta á svæðinu eins og ljósmyndun,

samvinnu við skólasamfélagið og símenntun-

fuglaskoðun eða hellaskoðun sem dæmi.

armiðstöðvar á svæðinu.

30

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Á vestursvæði er stundaður landbúnaður í


Áfangastaðaáætlun Suðurlands

31


Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar

32

Katla jarðvangur (Katla UNESCO Global Geopark) einkenn-

fram er mikilvægur fyrir svæðið en þar er helst að nefna gerð

ist af sérstæðu náttúrufari, eldvirkni í bland við jöklaumhverfi,

göngustíga og stýring.

fossa, fjölbreyttar bergmyndanir og jarðminjar með mikilvægi

Gæði ferðaþjónustu hefur aukist mikið undanfarin ár. Vöru-

á heimsvísu. Þrjú sveitarfélög mynda jarðvanginn, Rangár-

þróun, metnaðarfullir gististaðir, betri, fleiri og fjölbreyttari

þing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Vilja þau líta á

veitingastaðir sem bjóða upp á mat úr héraði (e.local food).

svæðið sem eina heild þannig að gestir fái að upplifa menn-

Samvinna er töluverð á svæðinu og aukinn slagkraftur er í

ingu, sögu, jarðfræði og samfélagið á svæðinu í heild sinni.

jarðvangnum. Mikil ánægja ríkir með tilkomu Kötlu jarðvangs

Vestmannaeyjar samanstanda af 15 eyjum auk 30 dranga

og stuðning ríkisins við jarðvanginn.

og skerja en stærst er Heimaey og er hún sú eina sem er í

Almennt er fólk stolt af náttúrufegurð á svæðinu, fallegri og

byggð. Vestmannaeyjar liggja um 10 km suður undan Land-

einstakri náttúru. Ánægja er með aukna landvörslu, verndun

eyjasandi og einkennast einnig af eldvirkni, stórbrotinni sögu

náttúru og aukna vitund íbúa á náttúruvernd.

um eldgos í byggð og fjölskrúðugu fuglalífi.

Mikil afþreying er í boði fyrir íbúa svo sem fjölbreyttir viðburðir,

Uppbygging ferðamannastaða hefur aukist töluvert, úrval er

sundlaugar, íþróttaaðstaða, golfvellir og öflug söfn en mikill

af gistingu og veitingastöðum og fjölbreytt afþreying er í boði

auður er í menningu og sögu á svæðinu. Ferðaþjónustan hef-

fyrir ferðamenn og heimamenn. Mikil jákvæðni ríkir gagnvart

ur skapað fjölbreyttara samfélag, íbúum hefur fjölgað, næg

sprotafyrirtækjum sem hafa sprottið fram. Ferðaþjónustan

atvinna er í boði og fleiri möguleikar eru fyrir ungt fólk.

er skemmtileg atvinnugrein og í raun lykilstoð í byggðarþró-

Ánægja er með að siglt sé í Landeyjahöfn þó svo auðvitað

un svæðisins og því mikilvægt að stutt sé við uppbyggingu

þurfi að bæta samgöngur til Vestmannaeyja og leysa úr þeim

hennar. Vatnajökulsþjóðgarður og sú starfsemi sem þar fer

vandamálum sem tengjast Landeyjahöfn og Herjólfi.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


„Afþreyingafyrirtæki þjóna ferðamönnum og heimamönnum“ Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyja

Kraftur - Power Stærð: 6.280 km2 Sveitarfélög: Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Vestmannaeyjar. Íbúafjöldi í árslok 2017: 7.275 Íslenskt ríkisfang: 86% Erlent ríkisfang: 14% Stærsti byggðarkjarninn: Vestmannaeyjar Aðrir byggðarkjarnar: Hvolsvöllur, Vík, Kirkjubæjarklaustur Helstu atvinnuvegir: Landbúnaður, ferðaþjónusta og sjávarútvegur.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

33


Áherslur Tryggja þarf betri samgöngur um Landeyjahöfn til Vestmannaeyja. Uppbygging þjónustumiðstöðvar v/Herjólfs við þjóðveg. Símasamband, þráðlaust net og þriggja fasa rafmagn er grunnþjónusta. Uppbygging á áningar og áfangastöðum er mikilvæg í ferðaþjónustu, þörf er fyrir aukið fjármagn í uppbyggingu. Góðar merkingar og landvarsla er grundvallaratriði. Þörf er á að auka samvinnu og samstarf í greininni. Þörf er á meiri jákvæðni gagnvart greininni. Þörf er á að hjálpa nýbúum að aðlagast.

34

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Helstu áskoranir Þörf er á auknum og bættum samgöngum.

þjóðvegi þar sem þörf er á í samstarfi við

Vegakerfið á Suðurlandi þarf að endurskoða

heimamenn. Uppbygging áningarstaða er

og bæta í heild sinni. Huga þarf að þjóðvegi

mikilvægur liður í að bæta umferðaröryggi,

1, bæði þegar kemur að umbótum og útfær-

auka aðgengi að salernisaðstöðu og annarri

slum á breytingum þar sem þörf er á. Tryggja

þjónustu. Uppbygging þjónustumiðstöðvar

þarf betri samgöngur um Landeyjahöfn til

vegna Herjólfs við þjóðveg er mikilvæg til

Vestmannaeyja.

þess að tengja betur saman Kötlu jarðvang

Gera þarf útskot og áningarstaði meðfram

og Vestmannaeyjar.


Grunnþjónustu þarf að bæta á svæðinu.

Þörf er á að auka samvinnu og samstarf í

Byggja þarf upp betri heilbrigðisþjónustu

greininni. Meira, virkara og sveigjanlegra

og heilsugæslu á svæðinu. Símasamband,

samstarf þarf við heimamenn hvort sem það

háhraða net og þriggja fasa rafmagn er

eru landeigendur, bændur eða almennir

grunnþjónusta sem er ein af undirstöðum

íbúar í dreifbýli og bæjum. Mikilvægt er að

ferðaþjónustunnar. Huga þarf að sorphirðu

svæða/deiliskipulag sé unnið í samstarfi við

á ferðamannastöðum. Uppbygging íbúðar-

ferðaþjónustuna.

húsnæðis er mikilvæg fyrir íbúa samfélagsins

Mikilvægt er að upplýsa ferðamennina t.d.

og þróun ferðaþjónustu.

varðandi umferð og siðareglur en ekki síður

Uppbygging á áningar og áfangastöðum er

að upplýsa og fræða íbúa samfélagsins um

mikilvæg í ferðaþjónustu, þörf er fyrir aukið

þessa stóru atvinnugrein og hvaða áhrif hún

„Efla þarf upplýsingagjöf og fræðslu

fjármagn í uppbyggingu. Byggja þarf upp

hefur. Gæta þarf að samfélagslegum og um-

bæði til starfsmanna í ferðaþjónustu

göngustíga til þess að auka aðgengi að nátt-

hverfislegum þolmörkum og getur upplýs-

úrunni og til þess að koma í veg fyrir ágang

ingagjöf og fræðsla haft þar mikið að segja.

og álag á náttúruperlur. Góðar merkingar og

Þörf er á meiri jákvæðni gagnvart greininni

og ferðamanna.“ Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyja

landvarsla er grundvallaratriði þegar kemur

og bregðast þarf við neikvæðri orðræðu

að verndun náttúrunnar. Stýra þarf ferða-

en varast þarf slæmt viðmót og umtal um

mönnum betur á viðkvæmum svæðum og

gestina okkar.

huga að þolmörkum náttúrunnar.

Þörf er á að hjálpa nýbúum að aðlagast en

Skýrari stefnumótun þarf í skipulagsáætlun-

eins og allir vita er mikið af erlendu starfsfólki

um sveitarfélaga og stýringu ferðamanna.

í þessari atvinnugrein og upplýsingagjöf og

Þörf er á meiri stuðningi frá ríkinu, mikilvægt

fræðsla eru stórir þættir í að hjálpa þeim að

er að þjónusta sé í samræmi við aukinn fjölda

aðlagast. Einnig er þörf á að laða íslenskt

ferðamanna. Samræmi vantar í skilti/merk-

starfsfólk að greininni og gera nám tengt

ingar og gjaldtöku. Yfirfara þarf lög og reglu-

þessari atvinnugrein aðlaðandi.

gerðir m.t.t. aukins fjölda ferðamanna.

Þau sögðu þetta

„Gæði ferðaþjónustu hefur verið að batna mikið síðustu ár.“ Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyja

„Náttúruvernd, afmarka stíga og passa þannig betur upp á að fólk haldi sig á stígum.“ Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyja „Skýrari stefnumótun í skipulagsáætlunum sveitarfélagsins.“ Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyja

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

35


Áherslur Fjölmörg tækifæri í sögu um eldgos og eldvirkni.

Hvernig ferðaþjónustu viljum við?

Efla menningartengda ferðaþjónustu. Mikill styrkur er í jarðvangnum þar sem tæki-

ustu með því að hafa upplýsingar um sögu

Virkja íbúa betur í móttöku ferðamanna,

færi felast í sterkari tengslum jarðvangsins

og menningu staðarins áberandi. Fjölga

„meet the locals“.

við ferðaþjónustu á svæðinu. Einnig eru fjöl-

fræðslugöngum/ferðum og sögutengdum

mörg tækifæri sem felast í sterkari tengingu

viðburðum. Virkja íbúa betur í móttöku ferða-

Efla söfn og gera fræðsluefni um sögu

Kötlu jarðvangs og Vestmannaeyja en þegar

manna, „meet the locals“. Leyfa gestum að

og menningu aðgengilegt.

ferðamenn eru komnir á miðsvæðið þarf að

taka þátt í menningarstörfum s.s. tónlistar-

leggja áherslu á að næsta skref sé að fara

viðburðum og leiksýningum og efla þannig

Laða að ferðamenn sem vilja njóta nátt-

til Vestmannaeyja og upplifa persónulegt

samvinnu heimamanna og gesta. Efla söfn

úru og menningar.

samfélag með magnaða sögu um eldgos og

og gera fræðsluefni um sögu og menningu

eldvirkni ásamt stórkostlegu útsýni yfir jöklana

aðgengilegt. Draga fram staði á svæðinu

Leggja þarf meiri áherslu á vetrar-

uppi á landi.

sem eiga merkilega sögu og útbúa ferðir um

ferðamennsku, afþreyingu og þjónustu

Byggja

tengda vetrinum.

ustu sem styrkir samfélagið og menningu á

þarf

upp

fjölbreytta

ferðaþjón-

svæðinu. Efla menningartengda ferðaþjón-

36

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

svæðið með leiðsögn frá heimamönnum.


Þau sögðu þetta

Laða að ferðamenn sem vilja njóta náttúru

að laða að ferðafólk í mismunandi tekjuhóp-

og menningar, fara hægar yfir og stoppa

um sem nýtir mismunandi gistingu og þjón-

í nokkra daga. Mikilvægt er að fá fólk sem

ustu, þar að auki fólk sem dvelur í byggð en

kann að meta friðinn og fámennið. Við þurf-

fer til fjalla.

um að einblína á sérstöðu svæðisins, fá-

Á miðsvæði er boðið upp á fjölbreytta

mennið og víðáttuna þó svo alltaf sé stutt

afþreyingu

í stærri ferðamannastaði og þjónustu. Við

hestaferðir, hjólaferðir, bátsferðir, fræðsluferð-

þurfum einnig að þjónusta ferðamenn sem

ir, klifur, fjallgöngur og sjóstangveiði. Leggja

fara hraðar yfir og stoppa eingöngu á að-

þarf meiri áherslu á vetrarferðamennsku,

gengilegum stöðum.

afþreyingu og þjónustu tengda vetrinum. Á

Mikilvægt er að byggja upp góða áningar-

miðsvæðinu færumst við nær ævintýrunum

staði meðfram þjóðvegum þannig að fólk

og þar gæti verið miðstöð ævintýraferða-

hafi tækifæri til að stoppa og njóta án þess

mennsku með áherslu á smærri hópa.

s.s.

skipulagðar

gönguferðir,

„Samvinna á milli opinberra aðila og ferðaþjónustufyrirtækja. Efla jaðarsvæði, auka fjölbreytni, samræmd ásýnd og upplifun.“ Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyja

„Norðurljósastopp nálægt öllum þéttbýlisstöðu og við þjóðveginn – slíkir staðir verða settir inn í GPS-kort.“ Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyja

að trufla aðra sem fara hraðar yfir. Það þarf

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

37


Ríki Vatnajökuls

38

Ríki Vatnajökuls nær frá Skeiðarársandi í vestri að Hvalnesskriðum í

fólk sem snýr aftur vegna tækifæra í ferðaþjónustu. Fjölgun starfa,

austri. Svæðið einkennist af fjölbreytileika í ferðaþjónustu þar sem

aukin þjónusta, góð verslun á Höfn, fjölbreyttir veitingastaðir og

notast er meðal annars við jökla, norðurljós og náttúruperlur. Æv-

úrval af afþreyingu tengdri útivist. Samfélagið er meira lifandi

intýraferðamennska í afþreyingu er sterk á svæðinu og hefur ver-

og þátttaka íbúa er góð. Áhugi og velvilji virðist vera gagnvart

ið unnið mikið í að merkja gönguleiðir og byggja göngubrýr við

ferðamönnum.

jökulinn. Svæðið einkennist af staðbundnum (e.local) fyrirtækj-

Hefð er fyrir samvinnu ferðaþjónustuaðila á svæðinu innan Rík-

um þar sem frumkvöðlastarf er öflugt og þróun í vöru og þjón-

is Vatnajökuls. Margir metnaðarfullir ferðaþjónustuaðilar eru

ustu er töluverð. Íbúar eru mjög stoltir af náttúrufegurð svæðisins,

á svæðinu og margir aðilar í Vakanum eða í umsóknarferli. Al-

fjölbreytni í náttúrunni er mikil og aðgengi mjög gott. Fram kemur

mennt er vilji til framfara og árangurs meðal aðila á svæðinu.

að aukin vitund er meðal almennings á umhverfismálum og nátt-

Stefna sveitarfélagsins í ferðamálum, endurskoðun á aðal-

úruvernd.

skipulagi og stuðningur við fyrirtæki sem eru að byrja í ferðaþjón-

Áhrif ferðaþjónustu á íbúa og samfélag er með margvíslegum

ustu er mikilvægur. Ánægja er með Vatnajökulsþjóðgarð og það

hætti og það sem fólk telur jákvæðast er fjölgun íbúa t.d. ungt

starf sem þar fer fram, bæði hvað varðar stýringu og verndun.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Hreinleiki - Purity Stærð: 6.280 km2 Sveitarfélög: Sveitarfélagið Hornafjörður Íbúafjöldi í árslok 2017: 2.306 Íslenskt ríkisfang: 83% Erlent ríkisfang: 17% Stærsti byggðarkjarninn: Höfn Helstu atvinnuvegir: Sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

39


Áherslur Skortur er á tölulegum gögnum og rannsóknum í ferðaþjónustu. Byggja þarf upp áfangastaði. Vanda byggingar og setja upp jöklasafn á svæðinu. Efla þarf grunnþjónustu í öllu sveitarfélaginu, í samræmi við raunverulegan íbúafjölda. Útrýma einbreiðum brúm. Jafna þarf út gistináttaskatt þannig að hluti hans renni til sveitarfélaganna. Þörf á atvinnustefnu fyrir afþreyingarfyrirtækin sem starfa innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

40

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Helstu áskoranir Vinna þarf í dreifingu ferðamanna. Skortur er

áfangastaði t.d. við Heinaberg og Hof-

á tölulegum gögnum og rannsóknum í ferða-

fell og bæta aðstöðu við Jökulsárlón. Fleiri

þjónustu. Þörf er á heildstæðari þróun ferða-

gönguleiðir utan Hafnar og setja upp sögu-

mannastaða og betri skilningi á atvinnugrein-

skilti á fleiri stöðum. Nauðsynlegt er að

inni hjá stjórnvöldum.

byggja vandaðar, varanlegar byggingar og

Setja þarf aukið fjármagn í uppbyggingu.

setja upp jöklasafn á svæðinu. Nýta betur

Fegra þarf aðkomu inn á Höfn og annarra

Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

lykilstaða inni í bænum. Byggja þarf upp

Efla þarf grunnþjónustu í öllu sveitarfélaginu,


Þau sögðu þetta

jafnt í dreifbýli sem á Höfn, í samræmi við

og ferðaþjónustu eru óstöðugar og skortur er

raunverulegan íbúafjölda, þ.e. miðað við

á að fjármunir skili sér til baka til greinarinnar.

íbúa, tímabundna starfsmenn á svæðinu

Efla

og ferðamenn. Vegakerfið er komið að

fræðslu. Auka þarf framboð af fjölbreyttara

þolmörkum, vegir eru of mjóir og þörf er á

námi fyrir ferðaþjónustuna og auka við fag-

veggirðingum á ákveðnum stöðum. Það

þekkingu í greininni. Sem dæmis með fram-

þarf að útrýma einbreiðum brúm sérstaklega

boði af fjölbreyttara námi fyrir öll stig ferða-

þegar horft er til öryggis á þjóðveginum. Þörf

þjónustunnar og auka þar með fagþekkingu

er á betri og fleiri áningarstöðum í samræmi

í greininni. Mikilvægt er að bregðast við nei-

við ferðamannafjölda á svæðinu sérstak-

kvæðri orðræðu í samfélaginu. Leggja meiri

lega áningarstaði með þjónustu þar sem

áherslu á fagmennsku í allri þjónustu og sam-

fólk kemst á salerni. Þar að auki vantar góða

ræma verð og gæði.

staði þar sem hægt er að skoða norðurljósin

Vernda þarf náttúruna og virða en gefa þarf

þar sem öryggi er ekki ógnað.

sem flestum tækifæri á að njóta hennar.

Mikilvægt er að skýrar reglur séu í ferða-

Stýra þarf ferðamönnum betur á ákveðnum

þjónustu t.d. hvað varðar húsbíla, tjaldstæði,

svæðum með það að markmiði að minnka

eignarlönd og afleggjara, það sem er leyfi-

ágang á íbúa og náttúru. Þörf er á auknu

legt og það sem er ekki leyfilegt. Virkara eft-

fjármagni til þjóðgarðsins og að fjölga land-

irlit þarf að vera með leyfum og starfsemi.

vörðum. Það vantar framtíðaráætlun fyrir

Jafna þarf út tekjur sveitarfélaga og ríkis, sem

þjóðgarðinn þar sem m.a. er þörf á stefnu

dæmi með því að gistináttaskattur rynni til

fyrir afþreyingarfyrirtækin sem starfa innan

sveitarfélaga. Tekjur til uppbyggingar innviða

Vatnajökulsþjóðgarðs.

þarf

upplýsingagjöf,

merkingar

og

„Takmarkaður skilningur stjórnvalda er á atvinnugreininni (ferðaþjónustunni) og þörfum hennar.“ Þátttakandi í vinnuhópi Ríki Vatnajökuls

„Of margar einbreiðar brýr - hættulegt og ógnun við öryggi.“ Þátttakandi í vinnuhópi Ríki Vatnajökuls

„Bæta þarf menntun og þjálfun hins “almenna” starfsmanns í ferðaþjónustu.“ Þátttakandi í vinnuhópi Ríki Vatnajökuls

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

41


Hvernig ferðaþjónustu viljum við? Byggja á upp sjálfbæra heilsárs ferðaþjónustu með áherslu á

tónlistarviðburði, leiksýningar og jafnvel listasmiðjur.

Skaftafell, Jökulsárlón og Höfn sem lykiláfangastaði. Efla þarf

Við leggjum áherslu á að ferðaþjónustufyrirtæki hugi að gæðum

samgöngur á austursvæði svo fjölga megi ferðamönnum sérstak-

og öryggi gesta sinna með því að nýta sér gæðavottanir eins og

lega yfir vetrartímann.

Vakann og vinna með ábyrga ferðaþjónustu. Þannig verður upp-

Aðdráttaraflið er sérstaða svæðisins sem er samspil elds, íss,

lifun gesta jákvæð og þeir líklegri til góðs umtals.

vatns og sanda. Jöklasafn þar sem tengd væri saman fræðsla

Við viljum halda áfram þeirri samvinnu og samtali ferðaþjónustu-

og upplifun væri mikil lyftistöng fyrir svæðið. Náttúran hefur upp

aðila sem á sér stað innan Ríkis Vatnajökuls. Við viljum stuðla að

á að bjóða mikinn fjölbreytileika til dæmis fuglaskoðun, náttúru

jákvæðni heimamanna í garð greinarinnar með því að fræða

og dýralíf. Góðar og vel merktar gönguleiðir auka við upplifun

og upplýsa heimamenn um áhrif ferðaþjónustunnar og huga að

og styðja við vistvæna og heilsueflandi ferðaþjónustu. Fjölmörg

félagslegum þolmörkum. Mikilvægt er að ferðaþjónustan auki

tækifæri felast í ævintýraferðamennsku á svæðinu og ekki síst

lífsgæði íbúa svæðisins.

í þróun yndisævintýraferða (e. slow adventure) sem þegar er

Halda þarf áfram að byggja upp öfluga atvinnugrein sem er ein

hafin. Mikill styrkur er í þekkingu heimamanna á svæðinu og

af grunnstoðum samfélagsins ásamt sjávarútvegi og landbúnaði.

ferðaþjónustu í þeirra eigu.

Mikil tækifæri eru fólgin í því að tengja betur saman þessar þrjár

Við viljum laða að ferðamenn sem bera virðingu fyrir náttúr-

atvinnugreinar sem máttarstólpa samfélagsins á austursvæði.

unni, auðga mannlíf á svæðinu og dvelja a.m.k. 2-3 daga. Laða

Ferðaþjónusta tengd matarmenningu er vaxandi og eru þar

þarf að ferðamenn sem eru fróðleiksfúsir, áhugasamir um land

tækifæri á svæðinu með kjöt beint frá býli og humar og fiskafurð-

og þjóð, virða lög og reglur og vilja upplifa siði og menningu. Í

ir í sjávarþorpinu Höfn.

tengslum við íslenska menningu er áhugavert að bjóða upp á

42

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Áfangastaðaáætlun Suðurlands

43


Staðan á ferðaþjónustunni á Suðurlandi Þegar skoðuð er ferðaþjónusta á Suðurlandi og staðan á einstaka tegundum ferðaþjónustu má ENDURNÝJUN

og náttúruupplifun sem eiga langa sögu. Tilraun var gerð til að máta einstaka tegundir ferðaþjónustu á Suðurlandi við líftímakúrfu Butler´s til þess að átta sig á þroskastigi svæðisins, hvaða þætti þarf að styrkja og hvað ber að varast svo að svæðið fari ekki á stig stöðnunar og þaðan af í hnignun. Athuga ber þó að hér er ekki stuðst við nein tölfræðileg gögn eða rannsóknir, heldur aðeins út

Þroskastig á líftímakúrfunni

sjá að það er helst gisting, ýmiskonar afþreying STÖÐNUN STYRKING

HNIGNUN

frá umræðu frá vinnu við áfangastaðaáætlun Suðurlands. Til þess að hægt sé að fá réttari niðurstöðu með því að notast við áreiðanleg gögn á bakvið slíka greiningu þarf að vinna betur í að

44

Náttúruupplifun Afþreying Gisting Matarupplifun Menning og saga Íþróttaviðburðir og -íbúar Ráðstefnur og viðskiptatengt

ÞRÓUN

ÞÁTTTAKA UPPGÖTVUN

Líftímakúrfa Butler´s

Tími

samræma og setja skýra stefnu í rannsóknum og

Suðurlandið á líftímakúrfu Butler´s - byggt á gögunum Áfangastaðaá-

hagtölum er lúta að ferðaþjónustunni.

ætlunar Suðurlands

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Áfangastaðaáætlun Suðurlands

45


Þau sögðu þetta

„Meiri „gæsla“ á náttúruverndarsvæðum t.d. landverðir.” Þátttakandi í vinnuhóp Ríki Vatnajökuls „Það verður að vera stefnumótun í ferðaþjónustu þar sem unnið er að jákvæðri uppbyggingu í takt við náttúru og íbúa.” Þátttakandi í vinnuhóp Ríki Vatnajökuls „Eftir 3 ár verði meiri vitund um náttúruvernd og mikilvægi óspilltrar náttúru. ”Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyjum „Mín draumsýn á upplifunarstýringu ferðamannsins eftir 3-5 ár er að „selja“ Ísland sem perlu – viðkvæman og brothættan stað. Með þeirri nálgun gætum við aukið ánægju ferðamanna, fengið „rétta” ferðamanninn og fengi hann til að virða náttúruna enn betur.” Þátttakandi í vinnuhóp Vestursvæðis

Náttúruupplifun Þroskastig - styrking Huga þarf vel að náttúruupplifuninni þar sem

lengra frá og skapi jafnvel eftirvæntingu eft-

með auknum ferðamannastraumi til landsins

ir því sem má sjá á svæðinu, betra skipulag,

hefur á sumum stöðum átroðningur aukist mik-

greinagóðum merkingum og stýringu. Þar sem náttúruupplifun er helsta aðdráttarafl þeirra ferðamanna sem sækja Ísland heim þarf að gæta þess vel að vinna ofangreinda þætti vel svo að náttúruupplifunin fari ekki á stig stöðnunar og þar af hnignunar.

ið. Auk þess sem fleira fólk er á stöðunum sem getur haft neikvæð áhrif á upplifun gesta. Því er mikilvægt að byggja upp áningarstaði og ferðamannastaði heildrænt með bílastæði þannig staðsett að þau skyggi ekki á sjálfa upplifunina á staðnum, frekar að þau séu

46

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Afþreying Þroskastig - þátttaka, byrjun á þróun Afþreyingarferðaþjónustan hefur þróast og

an hefur verið að nálgast meira stig þróunar á

fjölbreytni aukist mikið síðustu ár. Heimamenn

líftímakúrfunni þar sem utanaðkomandi aðilar

hafa verið duglegir að nýta auðlindirnar í

(aðrir en heimamenn) eru farnir að nýta sér

nágrenninu á sjálfbæran hátt, bjóða upp á

svæðin og byggja upp aðstöðu. Einnig hefur

nýja afþreyingu, sér í lagi í kringum jöklana á

aukist að aðflutt vinnuafl sjái um að leiðsegja

Hornafirði. Farið er að útbúa sérstaka aðstöðu

og vinna í kringum afþreyinguna. Helstu áskoranirnar gagnvart afþreyingunni er að halda góðu samtali og samvinnu við heimamenn.

í kringum þá afþreyingu og huga betur að gæðum og ferlum. Afþreyingarferðaþjónust-

Gisting Þroskastig - styrking Mikil fjölbreytni er í gistingu á Suðurlandi og

á hótelum og öðru gistirými í landshlutan-

löng hefð er fyrir að taka á móti ferðamönn-

um - Mikilvægt er að huga vel að gæðum,

um. Í tengingu við þá miklu fjölgun á komu

aðgreiningu og nýta sérstöðu viðkomandi

ferðamanna til landsins þá hefur skortur á gisti-

svæðis/staðar. Á sumum svæðum hefur verið

rými verið á hluta Suðurlands líkt og í öðrum

kallað eftir meiri fjölbreytileika í lúxusgistingu

landshlutum. Því hefur verið mikil uppbygging

(e. high end).

Þau sögðu þetta

„Margfeldisáhrif vegna veitingahúsa og afþreyingar eru gríðaleg í samfélögunum, auknar tekjur sveitafélaga, íbúa = aukin þjónusta.” Þátttakandi í vinnuhóp Ríki Vatnajökuls „Gott jafnvægi milli gistingar og afþreyingar. Víða byggt og byggt en engin afþreying.” Þátttakandi í vinnuhópi á Vestursvæði „Reglugerð um gististaði verði breytt og sveitafélögin ákveði sjálf á hvaða svæðum gisting, heimagisting og útleiga, sé takmörkuð.” Þátttakandi í vinnuhóp Ríki Vatnajökuls „Aðalskipulag sveitafélagsins á svæðinu hafi skýr markmið um uppbyggingu gististaða.” Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyjum

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

47


Þau sögðu þetta

Þroskastig - þátttaka

„Gera meira úr Sunnlensku matarkistunni.” Þátttakandi í vinnuhóp Vestursvæðis „Samvinna, þarf meiri og skilvirkari samvinnu milli allra aðila, ríki – sveitafélag – aðilar í ferðaþjónustu – matvælaframleiðendur – aðrar stofnanir.” Þátttakandi í vinnuhóp Ríki Vatnajökuls „Gæði í þjónustu, matvælum, móttöku gesta og móttöku nýs starfsfólks – námskeið, kennsla – starfsfólk þekki sitt nærumhverfi.” Þátttakandi í vinnuhóp Vestursvæðis „Meiri og betri samvinna milli bænda (matvælaframleiðanda) og ferðaþjónustunnar.” Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyjum

48

Matarupplifun

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Vakning hefur verið í að auka við matarupp-

færi eru í matarferðaþjónustunni/upplifun.

lifun ferðamanna, hvort sem er að nýta meira

Áskorun er að fá framleiðendur og ferða-

staðbundið hráefni í framreiðslu á mat eða í

þjónustuna til að vinna meira saman í vöru-

þróun matarminjagripa. Mikil óinnleyst tæki-

þróun, kynningu og fjárfestingu.

Menning og saga Þroskastig - þátttaka: Eins og náttúruupplifunin þá er menningararf-

þjónustu nær okkur, vekja áhuga og mæta

ur og saga okkar Íslendinga mikilvæg og er

þörfum nýrra kynslóða um miðlun. Það er

sterk hefð fyrir því að kynna hana á söfnum

einnig áskorun að fara í aukna fjárfestingu í

og sýningum.

þessari tegund ferðaþjónustu og nýta tækni-

Áskorun er að færa menningartengda ferða-

framfarir betur.


Íþróttaviðburðir og æfingabúðir Þroskastig - uppgötvun/þátttaka Íþróttaviðburðir og æfingabúðir eru helst nýtt

Síðustu ár hafa „jaðar“ keppnir aukist líkt og

af Íslendingum, bæði fullorðnum og börnum.

utanveghlaup, hjólreiðakeppnir og annað.

Það eru helst: hjólreiðakeppnir, hestamanna-

Hér liggja mikil tækifæri með því að opna

mót, hlaup, frjálsíþróttamót, golfmót, strand-

íþróttakeppnir og/eða æfingabúðir fyrir er-

blakskeppnir og knattspyrnumót sem dæmi.

lendum mörkuðum

Ráðstefnur og viðskiptatengsl Þroskastig - uppgötvun Aðstaða til stærra ráðstefnuhalds og annars-

stærri erlenda viðburði. -Tækifæri er að finna

konar viðskiptatengdrar ferðaþjónustu er lítil

„sillu“ á mörkuðum, auka framboð eða sér-

sem engin. Einstaka aðilar bjóða uppá ráð-

hæfa sig í tiltekinni stærð viðburða.

stefnusali á Suðurlandi en dugar ekki fyrir

Þau sögðu þetta

Helstu áskoranir

„Landverðir sérþjálfaðir í WFR (wilderness first responder)”Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyjum „Komugjöld sett á sem renna til svæðanna til að styrkja innviði – landvarsla verður hluti af innviðauppbyggingu.” Þátttakandi í vinnuhópi Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyjum „Allir hagsmunaaðilar með sameiginlega sýn og vinna saman, nýta styrkleika hvers og eins.” Þátttakandi í vinnuhóp Ríki Vatnajökuls „Gæðamál – menntun, námskeið í geiranum má kynna meira og meira val um námsleiðir.” Þátttakandi í vinnuhópi á Vestursvæði

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

49


Markaðsgreining og markhópar Í Markaðsgreiningu og markaðslegri stefnumótun fyrir áfangastaðinn

Með Áfangastaðaáætlun Suðurlands eru svo dregnir saman þættir

Suðurland frá árinu 2016 er dregin fram aðgreining svæðisins frá öðrum

sem hægt er að vinna betur að varðandi umhverfi ferðaþjónustunnar

landshlutum í ferðaþjónustu og er hún byggð á eftirfarandi þáttum:

og þar með talið markaðslegar áherslur. Þannig mynda Markaðsgrein-

a) Þroskuðum og reyndum fyrirtækjum

ingin og Áfangastaðaáætlunin saman vörður á þeirri vegferð sem

b) Fjölbreyttri náttúru og sterkum náttúruseglum

Suðurland vill verða sem áfangastaður.

c) Góðum samgöngum og nálægð við höfuðborgarsvæðið

Tækifæri felast í því að auka gæði og efla samtal og samvinnu innan

og Keflavíkurflugvöll

og á milli svæða til þess að efla enn frekar ferðaþjónustu á Suðurlandi. Suðurland er þannig landfræðilega staðsett, nálægt höfuðborginni

Aðgreining þessi var höfð að leiðarljósi í staðfærslu markaðssvæðisins

og Keflavíkurflugvelli að markhópar Íslands eru þeir sömu og markhóp-

Suðurlands:

ar Suðurlands. Þeir markhópar eru;

Lífsglaði heimsborgarinn (e. The Fun-loving Globetrotter)

“Suðurland býr yfir fjölbreyttri og stórfenglegri náttúru með mikið að-

dráttarafl sem auðvelt er að nálgast og upplifa. Fjölbreytileiki og gæði

þjónustu gerir gestum kleift að njóta þess besta sem Ísland hefur upp

á að bjóða.”

Sjálfstæði Landkönnuðurinn (e. The Independent Explorer) – Virk upplifun og ævintýramennska

Makindalegi menningarvitinn (e. The Cultural Comfort Seeker)

– Njóta og slappa af

Þar er komið gott leiðarljós fyrir markaðssetningu Suðurlands. Í Markaðs-

Nánari upplýsingar er að finna í markhópagreiningu Íslandsstofu. Þá er

greiningunni var einnig tekið á þeim þremur markhópum sem sækja

vel hægt að máta þá þrjá hópa yfir á svæðin þrjú; Vestursvæði, Kötlu

Suðurland heim. Þar sem um 75% allra ferðamanna sem heimsækja

jarðvang & Vestmannaeyjar og Ríki Vatnajökuls þar sem hver hópur er

Ísland koma inn á Suðurlandið mátast þessir markhópar vel við mark-

líklegur til að sækja mismunandi svæði innan Suðurlands.

hópagreiningu Íslandsstofu sem gefin var út á haustmánuðum 2017.

50

– Náttúra og menning

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Áfangastaðaáætlun Suðurlands

51


Möguleikar svæðisins

52

Vinna áfram með þrískiptingu svæðisins þannig að hvert svæði myndi

héraði (e.local food) ásamt því að matvælaframleiðendur fullvinni

heild þrátt fyrir mismunandi sveitarfélög og ólíka hagsmunaaðila. Með

sína vöru enn frekar.

samtali og samvinnu er hægt að efla samstarf sveitarfélaga í tengsl-

Mikil tækifæri felast í því að efla menningartengda ferðaþjónustu og

um við ferðamál. Mikil tækifæri felast í að mynda sterkari tengingu á

tengja hana við upplifun í náttúrunni. Við þurfum að segja sögur af

miðsvæði á milli Kötlu jarðvangs og Vestmannaeyja. Í því sambandi

fólkinu, landinu okkar, ævintýrasögur og þjóðsögur. Mikilvægt er að

má nefna að uppbygging þjónustumiðstöðvar fyrir Herjólf yrði færð

segja sögur sem tengjast jarðfræðinni, orkunni, íslenska hestinum,

upp að þjóðvegi 1. Á sama tíma gæti þar verið upplýsingasmiðstöð

jöklunum og eldgosunum og byggja þær á persónulegum frásögn-

fyrir miðsvæðið og þjónusta tengd Seljalandsfossi og Þórsmörk. Þannig

um. Einnig er mikilvægt í þessu samhengi að styðja við uppbyggingu

gætu sveitarfélögin sameinast um uppbyggingu sem kæmi ferða¬-

safna og efla samvinnu þeirra á milli.

þjónustu og samfélagi til góða.

Á Suðurlandi eru landfræðilegar aðstæður kjörnar til þess að byggja

Tækifæri felast í að efla gæði í ferðaþjónustu á Suðurlandi enn frekar

upp hjólaleiðir og tækifæri í að markaðssetja paradís hjólreiðafólks

og aðgreina svæðið með þeim hætti. Leggja þarf áherslu á gæði

á svæðinu. Skipuleggja þarf hjólreiðaleiðir fyrir íbúa og ferðamenn.

og gæðakerfi, með áherslu á Vakann, gæðakerfi ferðaþjónustunn¬-

Byggja upp hjólreiðastíga milli bæja og svæða, meðfram vegum og í

ar. Greinin verður aldrei sterkari en fyrirtækin og einstaklingarnir sem í

náttúrunni. Ferðamennska af þessu tagi eykur fjölbreytni, er fjölskyldu-

henni starfa og með hliðsjón af því er samvinna gríðarlega mikilvæg

væn, heilsueflandi og fólk fer hægar yfir og dvelur lengur á svæðinu.

því með samvinnu þessara aðila verður greinin sterkari. Suðurland er

Á Suðurlandi eru mikilvægir möguleikar í að þróa nýjar ferðamanna-

matarkista og fjölmörg tækifæri felast í að þróa enn frekar ferðaþjón-

leiðir. Hægt er að hanna og búa til smærri hringi sem tengjast. Síðan

ustu sem byggir á matarupplifun. Þessi tegund ferðaþjónustu styður

þarf að skilgreina þjónustu á þessum leiðum og í kjölfarið geta myndast

við sjálfbærni og eflir tengsl ólíkra atvinnugreina eins og ferðaþjón-

tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki til þess að byggja upp þjónustu

ustu, landbúnaðar og sjávarútvegs. Til þess að byggja upp ferðaþjón-

við þessar leiðir. Ásamt því að fjölga atvinnutækifærum styðja nýjar

ustu sem byggir á matarupplifun væri hægt að þróa kort fyrir mat úr

ferðamannaleiðir við dreifingu ferðamanna.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands


Byggja þarf upp ferðaþjónustu á sérkennum hvers svæðis. Hvert svæði innan Suðurlands þarf að skilgreina sig og byggja ferðaþjónustu á sér-kennum svæðisins. Til dæmis á vestursvæði er mikið magn af heitu vatni og kjörið að fá ferðamenn til að heimsækja hefðbundnar sundlaugar og náttúrulaugar. Á miðsvæðinu eru eldgos og jarðhræringar einkennandi og því kjörið að fá ferðamenn til þess að heimsækja söfn sem sýna sögu eldgosa á svæðinu og upplifa síðan náttúruna í tengslum við þessa sögu. Á austursvæði er jöklasýn einkennandi og því kjörið að bjóða ferðamönnum upplifun í tengslum við jöklana. Tækifæri felast í enn frekari samhæfingu og heildarásýnd í mark-aðsstarfi á Suðurlandi. Hagsmunaaðilar þurfa að sammælast um að Markaðsstofa Suðurlands sé í forsvari fyrir markaðsaðgerðir á svæðinu í heild sinni. Markaðsstofa Suðurlands sjái um heildarmarkaðssetningu fyrir svæðið með samræmdum markaðsaðgerðum. Hagsmunaaðilar geta líka notað markaðsaðgerðir sem settar hafa verið fram hjá Íslandsstofu enn frekar í markaðssetningu.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

53


Hugtakalykill Aðgengi

Grunnþjónusta

Hér er verið að tala um náttúrlegt aðgengi sem og hvað hægt sé

Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, sorphirða og önnur almannaþjónusta.

að gera til að bæta aðgengi. Það getur átt við stíga, bílastæði og tröppur sem dæmi.

Áfangastaðaáætlun

Hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar Allir þeir aðilar sem hafa hag að eða koma beint eða óbeint að ferðaþjónustunni.

Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð sem hefur ferðaþjónustu sem útgangspunkt. Markmið hennar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem styrkir efnahag samfélaga, bætir lífsgæði íbúa og dregur úr mögulegum neikvæðum áhrifum frá ferðaþjónustu.

Áfangastaður og áningarstaður Í þessari skýrslu er talað um áningarstað sem stað sem áð er á eða stoppað er stutt við á leið á áfangastað. Áfangastaður er hér skilgreint sem loka áfangi á ferðalagi eða næturstaður vegna áframhaldandi ferðalags. Á áfangastað er ákveðið aðdráttarafl, aðstaða og aðgengi að staðnum.

Innviðir Vegir, stígar, pallar, þjónusta, salerni, sorpílát og annað sem á við á hverjum stað.

Samgöngukerfi Vegakerfið, almenningssamgöngur, reiðleiðir, hjólaleiðir og gönguleiðir.

Sjálfbær þróun Þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum.

Gestur Einstaklingur á ferðalagi utan hversdagsumhverfis.

Uppbygging Mismunandi í hvaða samhengi verið er að tala um uppbyggingu,

Ferðamaður Gestur sem dvelur a.m.k. eina nótt á staðnum sem hann kemur á.

54

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

uppbygging vegakerfis, uppbygging ferðamannastaða, uppbygging þéttbýlisstaða sem dæmi, getur átt við stóra sem smáa hluti.


Hvað getur þú gert? Til þess að framtíðarsýn Áfangastaðaáætlunar Suðurlands verði að veruleika þurfa hagaðilar að leggja sitt að mörkum og vinna þær aðgerðir sem snúa að þeim. Saman geta hagaðilar ferðaþjónustunnar á Suðurlandi náð þeim markmiðum sem sett hafa verið fram og þar með framtíðarsýninni.

Sveitarfélög:

Ferðaþjónustufyrirtæki:

Geta nýtt sér Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Geta meðal annars hugað að gæðum,

þegar verið er að vinna að skipulagsmálum.

menntun og þjálfun starfsfólks og átt gott sam-

Verið með virkan ferðamálafulltrúa og verið

tal og samvinnu við önnur ferðaþjónustufyrir-

aðili að Markaðsstofu Suðurlands. Tekið þátt í

tæki. Tekið þátt í að greina aðgerðaráætlun.

að greina aðgerðaráætlun.

Stofnanir og stoðþjónusta:

Íbúar: Íbúar geta sem dæmi tekið þátt í að tala já-

Geta nýtt sér í áfangastaðaáætlanir lands-

kvætt um ferðaþjónustuna og ferðamenn. Stutt

hlutanna og gætt þess að eiga samráð við

þannig við atvinnugreinina og sýnt fram á stolt

svæðin áður en farið er í ákvörðunartöku sem

af sínu svæði/bæ.

mögulega hefur mismunandi áhrif á mismunandi landssvæði. Tekið þátt í að greina aðgerðaráætlun.

Sýndu ábyrgð, taktu þátt! Áfangastaðaáætlun Suðurlands

55


Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa frá árinu 2016 staðið sameiginlega að gerð áfangastaðaáætlana fyrir alla landshluta í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum. Áfangastaðaáætlun Suðurlands var unnin af Markaðsstofu Suðurlands fyrir Ferðamálastofu. Verkefnastjórar voru Anna V. Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir. Myndir: Páll Jökull Pétursson, SASS, Markaðsstofa Suðurlands

Samantekt vegna Áfangastaðaáætlunar DMP Suðurlands 2018-2021

56

Skýrsluna í heild sinni má finna inni á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands, www.south.is/is/dmp.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.