Hjólaleiðir
VERKFERLAR · GÁTLISTAR · GREININGAR · LEIÐBEININGAR · HUGTAKALYKILL
Verkefni unnið af Markaðsstofu Suðurlands og styrkt af Sóknaráætlun Suðurlands sem áhersluverkefni Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga og Ferðamálastofu | south.is | #southiceland
Handbók þessi inniheldur VERKFERLA, GÁTLISTA, TILLÖGUR AÐ GREININGUM, LEIÐBEININGAR og annað sem þarf að huga að við styttri hjólaleiða og svæða tengdum þeim.
Í handbókinni má finna HUGTAKALYKIL öll helstu hugtök sem vinna þarf með í gerð hjólaleiða.
Handbókin er hugsuð sem grunnur sem hægt er að byggja hvert verkefni á, frá undirbúningi að framkvæmd.
Inngangur
Eitt af þeim verkefnum sem sífellt þarf að vera að huga að í ferðaþjónustunni er að finna lausnir á hvernig við hægjum á ferðamanninum og hvernig við löðum hann að nýjum stöðum eða lengjum þann tíma sem ferðamaðurinn heimsækir tiltekna staði. Með öðrum orðum, hvernig stýrum við og dreifum ferðamönnum betur um landsvæðið þannig að það lágmarki álag á samfélag og náttúru. Ein leið er að útbúa vel hugsaðar hjólaleiðir, bæði styttri og lengri, þar sem er hugað að öllum helstu þáttum sem slík hjólaleið þarf að innihalda til að ferðamaðurinn njóti sín, náttúran fái að halda sínu formi án ágangs og að samfélagið verði fyrir sem minnstri truflun.
Niðurstöður bæði Áfangastaðaáætlunar Suðurlands og frumvinnu umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland kalla meðal annars á beinar aðgerðir er snúa að jafnari dreifingu gesta um svæðið. Verkefnið Umhverfisvænar og þematengdar samgöngur hjá SASS miðar að því að undirbúa og draga fram fleiri staði og spennandi ferðaleiðir til að upplifa Suðurland. Í landsskipulagsstefnu eru þrjár nýjar áherslur, landslag, loftslag og lýðheilsa og styðja þær allar við kortlagningu og uppbyggingu hjólaleiða.
Hér verður fjallað um hjólaleiðir.
Framkvæmdaaðferðir
Áður en lagt er af stað í verkefni er mikilvægt að skilgreina verkefnið og umfang þess vel, hvað fellst í verkefninu og hvað er ekki hluti af verkefninu.
Góður undirbúningstími áður en lagt er af stað í framkvæmdir er góð fjárfesting inn í verkefnið, því ef vandað er vel til verka og hugað að öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á verkefnið getur það lágmarkað ef ekki komið í veg fyrir að verkefnið beri tiltekinn árangur.
Liður í undirbúningi er að útbúa og taka saman alla þá þætti sem snúa að því að útbúa nýja eða uppfæra hjólaleið er gott að huga að því hvernig vinnulagi verður háttað og undirbúa verkefnið. Það er gert meðal annars með því að:
– Greina hverjir eru helstu hagaðilar leiðarinnar (t.d. landeigendur, umsjónaraðilar og ábyrgðaraðilar)
– Skilgreina ábyrgðaraðila leiðarinnar (upp á viðhald og umsjón)
– Skoða hvort þurfi að fara í einhverskonar framkvæmdir (t.d. merkingar, stikun eða vinna í undirlagi sem dæmi)
– Fjármögnun
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Gott er að hafa einnig til hliðsjónar reglur um Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða þegar verið er að vinna hjólaleiðina, sér í lagi ef sækja þarf um fjármagn í sjóðinn til framkvæmdar. Einnig má finna þar rit sem hægt er að nýta sér til viðmiðunar þegar hugað er að merkingum, val á stöðum, vinnu við aðgengi og mannvirkjagerð sem dæmi. Gæta þarf þess að fá skriflega staðfestingu frá öllum landeigendum er koma að verkefninu ásamt sveitarfélagi ef þess er krafist og mögulega ráðuneyti ef um þjóðlendu er um að ræða, því er mikilvægt að huga vel að hagaðilagreiningunni. Ef sótt er fyrir hönd sveitarfélags þá þarf staðfestingu frá sveitarfélaginu (skipulagsfulltrúa eða aðila sem fer með málaflokkinn) um að leyfi sé í samræmi við skipulag og eða samþykkt sveitarfélagsins.
Skipulag sveitarfélaga
Skipulagið liggur hjá sveitarfélögum. Í aðalskipulagi sveitarfélaga eru dregnir upp hjólreiðastígar og
tekið á stefnu um hjólreiðar og hjólreiðastíga og þá sérstaklega með tilliti til umhverfisvænna samgangna.
Greiningar
Til að geta skilgreint verkefni er nauðsynlegt að skoða og greina í hvaða umhverfi verkefnið er, hverjir eru ytri þættirnir og hverjir eru innri, hverjir eru helstu hagsmunaaðilar verkefnisins, hvert umfang þess er og hvaða áhættuþáttum þarf að huga að. Þegar til engri tíma er litið, þá getur það sparað tíma við undirbúning að greiningarvinna sé eins ýtarleg og mögulegt er og fylgigögn nákvæm. Huga þarf að þáttum sem gætu tafið eða torveldað framkvæmd og velta fyrir sér ýmsum sviðsmyndum, svo frekar sé hægt að bregðast við.
HAGAÐILAR: Greining á hagaðilum, innri sem ytri, aðkomu og áhrifa þeirra á verkefnið.
ÁHÆTTA/ÓVISSA: Greining á óvissu og áhættu í upphafi. Hvað getur komið uppá í ferlinu og hvaða leiða er hægt að leita til að koma í veg fyrir þær og/ eða skilgreina til hvaða viðbragða skal grípa til ef uppá kemur.
ÚTKOMA OG FLÆKJUSTIG : Farið yfir umfang verkefnisins, áætlaða útkomu og gerð grein fyrir flækjustigi þess.
AÐFÖNG OG FJÁRMÁL : Kostnaður metinn og aðföng útlistuð.
MEGINRÁS : Tímasetning á verkþáttum og aðgerðum.
HVERNIG Á AFURÐIN AÐ LÍTA ÚT?
– Heiti leiðar.
– Hversu löng er leiðin í km og / eða klst.?
– Er leiðin merkt eða ómerkt?
– Eru vörður á leiðinni?
– Hækkun á leiðinni?
– Upphafsstaður.
– Stutt leiðarlýsing.
– Þjónusta á leiðinni (salerni, sorplosun eða annað)
– Heimild og / eða nánari upplýsingar um leiðina? (T.d. bók, kort, heimasíða)
Hver er meginrás verkefnisins?
Gott er að brjóta niður verkefnið í verkþætti/aðgerðir til að hafa heildaryfirsýn yfir allt það sem þarf að huga að við undirbúning, framkvæmd og svo rekstur. Með því er auðveldara að áætla kostnað, tíma og hvaða aðföng þurfa að vera til staðar og hvenær.
Verkþáttur – undirbúningur
Aðgerð 1
Aðgerð 2
Ath kostnaður þarf ekki endilega að vera útlagðir fjármunir, í sumum tilfellum getur það einnig átt við um eigið framlag í formi vinnu eða öðrum aðföngum sem eru til staðar og getur það talist í eigið framlag á móti styrkjum.
Tímabil Kostnaður
Tímabil Kostnaður
Tímabil Kostnaður
Aðgerð 3 Tímabil Kostnaður
Verkþáttur – framkvæmd
Tímabil Kostnaður
Aðgerð 1 Tímabil Kostnaður
Aðgerð 2 Tímabil Kostnaður
Aðgerð 3 Tímabil Kostnaður
Aðgerð 3 Tímabil Kostnaður
Verkþáttur – kynning og framkvæmd
Tímabil Kostnaður
Aðgerð 1 Tímabil Kostnaður
Aðgerð 2 Tímabil Kostnaður
Aðgerð 3 Tímabil Kostnaður
Verkþáttur – lúkning og næstu skref
Aðgerð 1
Tímabil Kostnaður
Tímabil Kostnaður
Aðgerð 2 Tímabil Kostnaður
Að vinna hjólaleið
❏ Heiti leiðar
❏ Staðsetning
❏ Stutt leiðarlýsing
❏ Ábyrgðaraðili leiðar (viðhalds/rekstraraðili)
❏ Hversu löng er leiðin í km og / eða klst.
❏ Erfiðleikastig
❏ Er leiðin merkt eða ómerkt?
❏ Eru vörður á leiðinni?
❏ Áhugaverðir staðir á leiðinni
❏ Er leiðin stikuð eða með skilgreindum slóða/ hjólreiðastíg?
❏ Hækkun á leiðinni
❏ Er leiðin hringur (sami upphafsstaður og endir) eða leið A til B
❏ Upphafsstaður – GPS hnit
❏ Endastaður – GPS hnit
❏ Undirlag (malbikaður stígur eða fjallahjólastígur)
❏ Nýtist leiðin fyrir annan ferðamáta?
❏ Þjónusta á leiðinni (salerni, sorplosun eða annað)
❏ Er hjólaleiga á leiðinni eða í nálægð við hana?
❏ Er viðgerðar- og varahlutaþjónusta á leiðinni eða í nálægð við hana?
❏ Sértæk aðstaða fyrir hjólreiðafólk á áningar-/ næturstöðum?
❏ Er möguleiki á trúss þjónustu á svæðinu?
❏ Er gistiaðili með aðstöðu fyrir hjólafólk, geymslustaður og þrifaðstaða fyrir hjól, þurrkherbergi, annað?
❏ Þarf að huga að sérstökum öryggisþáttum (t.d. sjávarfall, vindur eða annað)
❏ Hvar er hægt að nálgast upplýsingar um rauntímastöðu og spár
❏ Er leiðin opin allt árið? Ef ekki hvar er hægt að nálgast upplýsingar um lokanir
❏ Heimild og / eða nánari upplýsingar um leiðina? (T.d. bók, kort, heimasíða)
| Markaðsstofa Suðurlands | Handbók | Hjólaleiðir
Aðföng og fjármál
Kostnaður, vinnuframlag, hvar og hverjir, helstu kostnaðarliðir – styrkjamöguleikar.
ÁÆTLAÐIR KOSTNAÐARLIÐIR VIÐ UNDIRBÚNINGS LEIÐAR
kr. kr. kr.
Alls áætlaður undirbúningskostnaður: kr.
ÁÆTLAÐIR KOSTNAÐARLIÐIR VIÐ FRAMKVÆMD LEIÐAR
kr. kr. kr.
Alls áætlaður framkvæmdarkostnaður: kr.
ÁÆTLAÐIR KOSTNAÐARLIÐIR VIÐ KYNNINGU LEIÐAR
kr. kr. kr.
Alls áætlaður kynningarkostnaður: kr.
Alls áætlaður kostnaður við undirbúning, framkvæmd og kynningu: kr.
Einnig er gott að skoða mögulegan rekstrar/viðhaldskostnað pr ár og þannig hugsa verkefnið lengra fram yfir framkvæmdina við gönguleiðina.
ÁÆTLAÐIR REKSTRAR/VIÐHALDSLIÐIR OG TÍÐNI VIÐHALDS
kr. kr. kr.
Alls áætlaður rekstrarkostnaður pr tímabil: kr.
Hver er helsti markhópur leiðarinnar?
Gott er að skoða leiðina og draga fram hvaða markhópur sé líklegastur til að nýta sér gönguleiðina.
Markhópurinn í forgrunni
– Skilja markhópinn – Íslendingar og markhópagreining Íslandsstofu
– Hverjir eru að heimsækja svæðið núna?
– Hverja viljum við sækja meira í?
– Hvernig eru gestir að haga sér núna?
– Hvað vantar inn í ferðalagið/upplifunina þeirra?
Markhópagreining Íslandsstofu
Gott er að máta markhópa Íslandsstofu við leiðina og þannig sjá hvaða markhópar henta eða leiðin höfðar til.
Lífsglaði heimsborgarinn
(e. The Fun-loving Globetrotter)
Sjálfstæði Landkönnuðurinn
(e. The Independent Explorer)
Makindalegi Menningarvitinn
(e. The Cultural Comfort Seeker)
Gott er að skoða matsblað á blaðsíðu 6 í Markhópagreiningu Íslandsstofu.
Að sjálfsögðu er svo markhópurinn heimamenn og Íslendingar á ferðalagi sem munu nýta sér leiðina.
Íslendingurinn
Ferðalög innanlands 2018
– 85% ferðuðust innanlands
– Um 6 ferðir að jafnaði yfir árið
– Tæpar 13 nætur á ferðalögum
– 51,8% heimsóttu Suðurlandið
– Fóru 4,7 ferðir inn á Suðurland
Dagsferðir 2018
– 61% fóru í dagsferðir
– Meðalfjöldi dagsferða var 3,5 ferðir
– 58% heimsóttu Suðurland
– Fóru 3,5 ferðir inn á Suðurlandið
Afþreying 2018
– Sundlaugar 50,2%
– Söfn og sýningar 25,8%
– Leikhús og tónleikar 18,6%
– Tónlistar- og bæjarhátíðir 13,7%
– Dekur og heilsurækt 10,6%
– Um helmingur Íslendinga stunda almenna útivist einu sinni í viku eða oftar
Innanlandskönnun Ferðamálastofu
Kynningarefni
– Skilti (Þörf fyrir fræðsluskilti og merkingar – sjá Handbók um merkingar).
– Tákn (Hvaða tákn skilgreina leiðina, göngutákn, merkingar, vöð og fl. – sjá Handbók um merkingar).
– Hvernig og hvar getur gesturinn nálgast upplýsingar um leiðina.
Gróft tilbúið dæmi:
– Hvar og hvernig verður leiðinni komið á framfæri.
– Einblöðungur yfir gönguleiðina – kort af leiðinni, GPS staðsetning, þjónusta á leiðinni og aðrar upplýsingar sem þurfa að koma fram.
Þetta er ógnarskemmtilegur hringur í Þjórsárdal. Við mælum með að byrja hann við skálann Hólaskóg og hjóla þaðan malarveginn upp að Háafossi, sem er svolítið erfitt klifur og kemur blóðinu vel á hreyfingu. Verðlaunin eftir puðið eru ekki slök: Náttúruperlan Háifoss. Þaðan liggur síðan stikaður stígur niður með Fossá, sem margir segja einu skemmtilegustu hjólaleið landsins. Leiðin liggur að fornminjunum að Stöng, þar sem er upplagt að anda að sér sögunni og menningunni, áður en hringnum er lokað með því að hjóla malarveginn að Hólaskóg aftur, með viðkomu í Gjánni. Nokkuð krefjandi leið á köflum. Sumir reiða hjólin niður bröttustu brekkuna, en aðrir láta sig gossa.
Einkenni leiðar T.d. myndir/tákn.
GPS hnit upphafsstaðs:
64° 34.518´N, 15° 50.362´W
GPS hnit endastöðvar:
64° 24.767´N, 15° 68.643´W
Eitthvað annað sem gott væri að kæmi fram eins og 112, SafeTravel og Icelandic Pledge.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni QR kóði fyrir nánari upplýsingar.
www.south.is/þessigönguleið
Hugtakalykill
Aðgengi
Hér er verið að tala um náttúrlegt aðgengi sem og hvað hægt sé að gera til að bæta aðgengi. Það getur átt við stíga, bílastæði og tröppur sem dæmi.
Áfangastaðaáætlun Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð sem hefur ferðaþjónustu sem útgangspunkt. Markmið hennar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem styrkir efnahag samfélaga, bætir lífsgæði íbúa og dregur úr mögulegum neikvæðum áhrifum frá ferðaþjónustu.
Áfangastaður og áningarstaður Í þessari skýrslu er talað um áningarstað sem stað sem áð er á eða stoppað er stutt við á leið á áfangastað. Áfangastaður er hér skilgreint sem loka áfangi á ferðalagi eða næturstaður vegna áframhaldandi ferðalags. Á áfangastað er ákveðið aðdráttarafl, aðstaða og aðgengi að staðnum.
Erfiðleikastig
Sjá Handbók um skilti og merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum.
Ferðamaður
Gestur sem dvelur a.m.k. eina nótt á staðnum sem hann kemur á.
Gestur
Einstaklingur á ferðalagi utan hversdagsumhverfis.
Grunnþjónusta
Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, sorphirða og önnur almannaþjónusta.
Hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar
Allir þeir aðilar sem hafa hag að eða koma beint eða óbeint af ferðaþjónustunni.
Innviðir
Vegir, stígar, pallar, þjónusta, salerni, sorpílát og annað sem á við á hverjum stað.
QR-kóði
Mynd af kóða sem skannaður er inn í símann og leiðir þig inn á ákveðna vefsíðu.
Samgöngukerfi
Vegakerfið, almenningssamgöngur, flugsamgöngur, ferjusiglingar, gönguleiðir, hjólaleiðir og reiðleiðir.
Sjálfbær þróun
Þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum.
Skilti og merkingar
Í Handbók um skilti og merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum er farið yfir helstu þætti sem þarf að hafa í huga við skiltagerð – mælt er með að kynna sér það.
Stígur
Er skilgreind leið þar sem heimilt er að ganga á. Með vel skilgreindum stígum er náttúran í kring varin fyrir átroðningi.
Uppbygging
Mismunandi í hvaða samhengi verið er að tala um uppbyggingu, uppbygging vegakerfis, uppbygging ferðamannastaða, uppbygging þéttbýlisstaða sem dæmi, getur átt við stóra sem smáa hluti.
Innanlandskönnun Ferðamálastofu 2019
HANDBÓK
Hjólaleiðir