Skýrsla um starfssemi umhverfissviðs 2011

Page 1

Starfsemi Umhverfissviรฐs 2011



Efnisyfirlit INNGANGUR................................................................................................. 3 HLUTVERK .................................................................................................... 3 SKIPULAGSMÁL 2011 ................................................................................... 3 BYGGINGAMÁL ............................................................................................ 6 STAÐARDAGSKRÁ 21 .................................................................................... 8 UMHVERFISMÁL OG NÁTTÚRUVERND ........................................................ 9 OPIN SVÆÐI OG GARÐYRKJA ..................................................................... 10 MEINDÝRAEYÐING ..................................................................................... 11 DÝRAEFTIRLIT ............................................................................................. 12 FRAMKVÆMDA‐ OG ÞJÓNUSTUSTÖÐ........................................................ 12 GATNAKERFI - NÝFRAMKVÆMDIR OG VIÐHALD ....................................... 15 STARFSEMI VEITNA .................................................................................... 15 VEÐURATHUGANIR .................................................................................... 17 EIGNASJÓÐUR, HELSTU VERKEFNI 2011 .................................................... 18 LANDUPPLÝSINGAKERFI ............................................................................. 19 BYGGINGASTJÓRINN .................................................................................. 20 GAGNASJÁ .................................................................................................. 21 LOKAORÐ ................................................................................................... 21



UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR

INNGANGUR Skýrsla um starfsemi umhverfissviðs kemur nú út fyrir árið 2011. Í henni er gert grein fyrir helstu verkefnum liðins árs í öllum rekstrareiningum innan Umhverfissviðs sem og þeim átaksverkefnum sem hafa verið í gangi árið 2011.

HLUTVERK Umhverfissvið hefur umsjón með allri starfsemi sem tengist tækni- og umhverfismálum bæjarins, s.s veitu‐ og fráveitukerfum, gatna‐ og umferðarmálum, almenningssamgöngum, umhverfismálum, garðyrkju og opnum svæðum, skipulagsmálum, byggingareftirliti, brunavörnum, fasteignum, meindýravörnum og eftirliti með dýrahaldi. Einnig hefur sviðið umsjón með öllum nýframkvæmdum á vegum bæjarins. Undir umhverfissvið fellur rekstur eftirtalinna deilda: Skipulags- og byggingadeild Umhverfisdeild Framkvæmda‐ og þjónustudeild. Eignasjóður Veitur Garðyrkja Starfsemi þjónustustöðvar, vélamiðstöðvar, garðyrkjudeildar, dýraeftirlits og veitustofnana er til húsa að Völuteig 15. Önnur starfsemi sviðsins er til húsa að Þverholti 2/Kjarna, 2. hæð. Á sviðinu störfuðu á árinu 18 starfsmenn, 7 manns á skrifstofu umhverfissviðs í Kjarna og 11 í Þjónustumiðstöð. Þrír starfsmenn voru í hlutastörfum. Verkefni eignasjóðs eru í stöðugri endurskoðun. Á liðnu ári var aðaláherslan lögð á rekstur og viðhald mannvirkja. Orkusparnaðarverkefni, sem byrjað var á árið 2010 til að stuðla á auknum orkusparnaði i byggingum bæjarins, hefur gengið vel og hefur náðst allt að 15% sparnaður í orkunotkun á einstökum stöðum. Þetta er verkefni sem fylgja þarf eftir og sífellt leita nýrra leiða til að halda kostnaði í lágmarki. Þá hafa verkefni í auknum mæli verið innhýst í hagræðingarskyni, s.s. eftirlit með nýbyggingum, og hefur það haft í för með sér aukin verkefni innan sviðsins.

SKIPULAGSMÁL 2011 Í upphafi ársins tóku gildi ný skipulagslög, sem m.a. höfðu þau áhrif að heiti skipulags- og byggingarnefndar breyttist í skipulagsnefnd. Verksvið nefndarinnar breyttist í samræmi við nafnbreytinguna, þannig að afgreiðsla byggingarmála heyrði ekki lengur undir hana heldur færðist alfarið yfir til byggingarfulltrúa. Nefndin fær þó enn til sín til umsagnar byggingarmál þar sem uppi eru einhver álitamál varðandi túlkun á skipulagsákvæðum og hún annast áfram grenndarkynningar á byggingarleyfisumsóknum. Ársskýrsla 2011 -

3


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR Hvað umfang varðar voru skipulagsmálin í svipuðu fari og næstu tvö ár á undan, og mörkuðust af því að byggingarframkvæmdir voru áfram í mikilli lægð. Vinnu að deiliskipulagi miðbæjarins lauk með gildistöku þess í upphafi ársins og eftir það var endurskoðun aðalskipulagsins langstærsta og mikilvægasta skipulagsverkefnið. Stefnt hafði verið að því að endurskoðuninni lyki á árinu 2011 en það mun dragast fram á árið 2012. Á árinu tóku eftirtaldar skipulagsáætlanir gildi (gildistökudagsetning í sviga): Aðal- og svæðisskipulagsbreytingar:  

Stofnanasvæði í landi Sólvalla, aðalskipulag (3.6.2011) Stofnanasvæði í landi Sólvalla, svæðisskipulag (8.4.2011)

Nýtt deiliskipulag / heildarendurskoðun deiliskipulags:      

Deiliskipulag miðbæjarins (18.1.2011) Deiliskipulag Lækjarness, Mosfellsdal (18.1.2011) Deiliskipulag Bókfells v. Helgadalsveg (9.2.2011) Deiliskipulag frístundalóðar v. Silungatjörn, l.nr. 125184 (7.3.2011) Deiliskipulag frístundalóðarinnar Lynghóls, l.nr. 125346 (10.3.2011) Deiliskipulag vegar að Helgafellstorfu (27.9.2011)

Mynd 1. Deiliskipulag miðbæjarins - skýringaruppdráttur

4

- Ársskýrsla 2011


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR Breytingar á deiliskipulagi:         

Reykjahvoll 39 - 41, breyting á deiliskipulagi (9.2.2011) Braut, Mosfellsdal, breyting á deiliskipulagi (25.2.2011) Völuteigur 6, breyting á deiliskipulagi (25.2.2011) Br. á deiliskipulagi við Reykjahvol, nr. 17, 19 og 25 (4.4.2011) Br. á deiliskipulagi Leirvogstungu, leikskólalóð o.fl. (12.5.2011) Br. á miðbæjarskipulagi, sorpskýli á lóð framhaldsskóla (20.5.2011) Br. á deiliskipulagi slökkvistöðvarlóðar (20.7.2011) Frístundalóð úr landi Lynghóls, br. á deiliskipulagi (17.11.2011) Stórikriki 57, br. á deiliskipulagi Krikahverfis (17.11.2011)

Á árinu 2011 fóru fram 11 grenndarkynningar, þar sem kynntar voru tillögur að óverulegum breytingum á deiliskipulagi og byggingarleyfisumsóknir í eldri hverfum. Á árinu var lokið við gerð ofanflóðahættumats fyrir bæjarlandið, en það var unnið af sérfræðingum Veðurstofunnar fyrir hættumatsnefnd, sem Mosfellsbær átti tvo fulltrúa í. Niðurstöður matsins voru þær að hætta geti verið á snjóflóðum og skriðuföllum undir Úlfarsfelli og Helgafelli, en hún sé tiltölulega lítil miðað við ofanflóðahættu á öðrum þéttbýlisstöðum hér á landi þar sem á annað borð er um einhverja hættu að ræða. Í matinu voru því eingöngu skilgreind Aog B-hættusvæði í Mosfellsbæ, tiltölulega lítil að umfangi, en engin C-svæði. Á A-svæðunum er hættan minnst, og eru tvö hús ætluð til atvinnustarfsemi á slíku svæði undir Úlfarsfelli en á Asvæði undir Helgafelli eru tvö íbúðarhús og eitt frístundahús. Á árinu var sett fram nýtt staðgreinikerfi fyrir bæjarlandið þar sem því er skipt upp í þrjú meginsvæði (Bærinn, Mosfellsdalur, upplandið) með eins stafs kennitölu, meginsvæðunum í undirsvæði með tveggja stafa kennitölu og svo áfram koll af kolli. Staðgreinikerfið verður til að byrja með notað við flokkun og vistun skipulagsgagna í því skyni að gera þau aðgengilegri, og kerfið ætti einnig að geta komið að gagni við flokkun og vistun hverskyns annarra gagna á Umhverfissviði, hjá einstökum starfsmönnum og í skjalasafni.

Mynd 2. Niðurstöður hættumats: A-svæði sunnan undir Helgafelli .

Mynd 3. A- og B-hættusvæði undir norðurhlíð Úlfarsfells.

Ársskýrsla 2011 -

5


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR

BYGGINGAMÁL Verksvið embættis byggingafulltrúa tengist skipulagsmálum, afgreiðslu byggingarleyfisumsókna ásamt afgreiðslu aðal‐ og séruppdrátta, lóðaskráningu í landsskrá fasteigna, byggingaeftirliti og úttektum. Einnig annast embættið gerð lóðarleigusamninga og fasteignaskráningu sem er grundvöllur fyrir álagningu fasteignagjalda. Náið samstarf er við fjármáladeild‐ og stjórnsýslusvið vegna ýmis konar samninga og innheimtu fasteignagjalda. Í desember 2010 tóku gildi ný lög um mannvirki í stað áður gildandi skipulags- og byggingarlaga. Með gildistökunni urðu áherslubreytingar á verksviði byggingafulltrúa þannig að afgreiðsluferli byggingarleyfisumsókna verður í ríkari mæli en áður alfarið á hendi byggingafulltrúa. Eins og áður hefur verið lögð mikil áhersla á uppfærslu fasteignaskráningar í grunn Fasteignaskrár, en það er verkefni sem stöðugt þarf að fylgja eftir svo grunnurinn sé sem réttastur. Á árinu var gerð umfangsmikil úttekt á ástandi og öryggismálum á nýbyggingasvæðum. Í framhaldi af úttektinni var umráðendum lóða og mannvirkja send krafa um úrbætur. Góður árangur náðist í átakinu, en nokkur málanna eru nú í gjaldþrotameðferð eða innheimtuferli dagsekta. Fyrirliggjandi ástandsskýrsla hefur verið kynnt formlega. Framvinda verður síðan kynnt bæjarráði og skipulagsnefnd ársfjórðungslega. Umfangsmestu byggingarframkvæmdir sem voru til umfjöllunar á árinu eru nýtt hjúkrunarheimili við Langatanga og nýr framhaldsskóli við Bjarkarholt / Háholt, en stærð þessara tveggja mannvirkja er 25.400 m³. Framkvæmdir eru hafnar við hjúkrunarheimilið og hönnunargögn fyrir framhaldsskólann eru að verða tilbúin til útboðs. Gerð lóðar‐ og mæliblaða er í auknum mæli unnin innan umhverfissviðs og stefnt er að aukinni úrvinnslu verkefna innan sviðsins í stað aðkeyptrar þjónustu. Einnig er áætluð áframhaldandi eftirfylgni með tiltektar- og öryggismálum ásamt útrýmingu gáma úr íbúðarhverfum. Á árunum 2007 og 2008 var málafjöldi hjá byggingafulltrúa í hámarki, og voru skráð ný mál í ONE-skjalakerfinu 307 talsins á fyrra árinu og 294 á því síðara. Á árunum þar á eftir hefur þróun í málafjölda, afgreiðslum byggingarleyfisumsókna á afgreiðslufundum byggingafulltrúa, fjölda og stærð samþykktra íbúða og annarra bygginga ásamt ýmsum byggingartengdum málum verið sem hér segir: Mál afgreidd á afgreiðslufundum

Ár

Ný erindi í ONE

Stærð bygginga í m³

2007

307

304.017

2008

294

145.875

2009

98

79

24.161

2010

102

56

8.989

2011

126

54

34.732

Tafla 1. Málafjöldi hjá byggingafulltrúa og stærð bygginga í m³ 2007 - 2011

6

- Ársskýrsla 2011


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR Yfirlit yfir afgreiðslur 2009:  Skráður fjöldi innkominna nýrra erinda í ONE var 98.  Samtals 79 afgreidd mál á afgreiðslufundum, breytingar og annað húsnæði.  6 einbýlishús, 4 parhús (íbúðir). Samtals 10 nýjar íbúðir.  Stærð samþykktra mannvirkja samtals: 24.161m³ Yfirlit yfir afgreiðslur 2010:  Skráður fjöldi innkominna nýrra erinda í ONE var 102.  Samtals 56 mál afgreidd á afgreiðslufundum, breytingar og annað húsnæði.  Þar af 1 einbýlishús. Samþykkt mannvirki samtals: 8.989m3 Yfirlit yfir afgreiðslur 2011:  Skráður fjöldi lokinna mála í ONE var 132.  Skráður fjöldi innkominna nýrra erinda í ONE var 126.  Samtals 54 mál afgreidd á afgreiðslufundum, breytingar og annað húsnæði.  1 einbýlishús, hjúkrunarheimili, framhaldsskóli. Samþykkt mannvirki samtals: 34.732 m2

350 300 250 Ný erind í ONE

200 150

Mál afgreidd á afgreiðslufundum

100 50 0 2007

2008

2009

2010

2011

Mynd 2: Fjöldi byggingarmála 2007 - 2011

Stærð bygginga í m³ 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 2007

2008

2009

2010

2011

Mynd 3: Rúmmál samþykktra mannvirkja 2007 - 2011

Í kjölfar efnahagshruns í október 2008 fækkaði nýjum byggingartengdum erindum umtalsvert. Lágmarki virðist hafa verið náð á árunum 2009 og 2010, en nokkur aukning hefur orðið á málafjölda og umfangi bygginga sem voru til umfjöllunar á árinu 2011. Ársskýrsla 2011 -

7


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR

STAÐARDAGSKRÁ 21 Á árinu 2011 komu margvísleg verkefni inn á borð umhverfissviðs, tengd umhverfismálum og Staðardagskrá 21, s.s.varðandi útivist, lýðheilsu, úrgangsmál og náttúruvernd. Frá árinu 2008 hefur Mosfellsbær lagt aukna áherslu á Staðardagskrá 21. Markmið bæjarins er að vera í fremstu röð sveitarfélaga hvað varðar sjálfbæra þróun og leitast við að vera framsækið, umhverfisvænt og nútímalegt bæjarfélag. Allar stefnur sem unnar hafa verið hjá Mosfellsbæ á undanförnum árum hafa tekið mið af stefnu bæjarfélagsins varðandi sjálfbæra þróun. Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 var endurskoðuð árið 2010, og í kjölfarið var unninn verkefnalisti fyrir Staðardagskrá 21 fyrir árið 2011, þar sem fram komu þau málefni sem Mosfellsbær lagði áherslu á. Margs konar samstarf er við skóla og stofnanir í bænum varðandi umhverfismál, og má þar m.a. nefna uppsetningu á útikennslusvæði í Litla-Skógi við Hlíðartún á árinu. Unnið var við grænt bókhald og stofnanir bæjarins voru hvattar til að skoða möguleika á að taka upp grænt bókhald í starfsemi sinni. Í september 2011 var haldinn opinn íbúafundur um lýðræðismál og lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar, þar sem umhverfisstjóra/staðardagskrárfulltrúa var m.a. falið að fylgjast með framkvæmd stefnunnar með árlegri greinargerð. Í september var tekið á móti sendinefnd tékkneskra bæjarstjórnarmanna, sem voru að kynna sér umhverfisvænar skrifstofur og umhverfismál hér á landi. Viðhaldið var virku samstarfi við samráðshóp staðardagskrárfulltrúa á landsvísu og fundað reglulega um málefni tengd sjálfbærri þróun í sveitarfélögum á Íslandi. Í október var haldið á Selfossi málþing á vegum Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um sjálfbærni, svo og umhverfisþing á vegum Umhverfisráðuneytisins með sérstakri áherslu á náttúruvernd, þar sem fulltrúi Mosfellsbæjar tók virkan þátt. Fulltrúar Mosfellsbæjar tóku einnig þátt í stórum samráðsfundi á vegum Sambands Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, og voru í framhaldinu skipaðir í vinnuhópa, s.s. varðandi heilbrigðiseftirlit, vistvænar samgöngur og aukna sorpflokkun. Þessi vinna skilaði sér m.a. í tillögum fulltrúa sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi vistvænar samgöngur og úrgangsmál, þar sem voru lögð drög að aukinni sorpflokkun, sem nú er fyrirhugað að taka upp á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu hefur farið fram mikil vinna við að undirbúa auka sorpflokkun íbúa í Mosfellsbæ. Stefnan felur í sér að öll heimili í Mosfellsbæ fá nýtt endurvinnsluílát afhent á árinu 2012, sem ætlað er til þess að flokka frá allan Mynd 4: Gróður á Langahrygg pappír og pappa. Ráðgjöf við ýmis samtök, áhugafélög og íbúa um umhverfismál er fyrirferðarmikill þáttur starfseminnar. Má þar nefna Hestamannafélagið Hörð, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Skátafélagið Mosverja og Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar. Af stærri verkefnum má nefna

8

- Ársskýrsla 2011


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR samstarfsverkefni Mosfellsbæjar, hestamannafélagsins og skógræktarfélagsins um uppgræðslu á Langahrygg. Einnig var unnið með fyrirtækjum að undirbúningi að umhverfisvænni starfsemi í Mosfellsbæ. Áfram var unnið með skátafélaginu að stikun gönguleiða í bæjarlandinu og ný og uppfærð útgáfa gönguleiðakorts var gefin út. Samráð og samvinna við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur einnig Mynd 5: Uppgræðslusvæði á Langahrygg verið að aukast, m.a. varðandi mengun frá fyrirtækjum, og skilar sér vonandi í í hreinna umhverfi. Í lok árs fór umhverfisstjóri í þriggja mánaða afleysingu sem heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, en það var jafnframt liður í hagræðingu og sparnaði hjá Mosfellsbæ. Loks má geta þess að þátttaka í fjölbreyttum verkefnum á borð við Evrópsku Samgönguvikuna, átakið „Hjólað í vinnuna“ og Vistvernd í verki, hefur öll verið á hendi umhverfisdeildar.

UMHVERFISMÁL OG NÁTTÚRUVERND Framkvæmd umhverfismála í Mosfellsbæ heyrir undir umhverfissvið og umhverfisstjóra. Umhverfisstjóri er jafnframt starfsmaður umhverfisnefndar, sem einnig starfar sem náttúruverndarnefnd, og sér hann um að undirbúa fundi nefndarinnar. Verkefni umhverfisnefndar á árinu voru fjölbreytt, en áherslan var á margvísleg náttúruverndarmál, ásamt úrgangsmálum, uppgræðslu og skipulagi, auk þess sem árlegar umhverfisviðurkenningar voru veittar. Málefni tengd utanvegaakstri voru áberandi á árinu 2011, m.a. vegna fjölda kvartana. Ráðist var í aðgerðir til að takmarka utanvegaakstur í útmörk Mosfellsbæjar. Hafist var handa við samráðsverkefni á vegum umhverfisnefndar vegna utanvegaaksturs í útmörkinni, sem felst í kortlagningu slóða í samráði við hagsmunaaðila. Verkefninu verður haldið áfram árið 2012. Þá er umhverfisstjóri starfsmaður ungmennaráðs Mosfellsbæjar og sér um undirbúning funda þess ásamt tómstundafulltrúa. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga var haldinn í Mosfellsbæ í október 2011, þar sem umfjöllunarefnið var friðlýsingar svæða, umsjón, vernd og nýting. Um 40 fulltrúar frá Umhverfisstofnun og hinum ýmsu náttúruverndarnefndum sóttu fundinn, og fóru í fundarlok í skoðunarferð um bæinn með viðkomu í friðlandinu við Varmárósa og við Varmá þar sem lagfæringar á bakkarofi stóðu yfir. Í tengslum við ársfundinn var unnið að endurnýjun á friðlýsingu Varmárósa og gerð umsjónarsamnings um svæðið. Umhverfisstefna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar var innleidd á árinu 2011 og með því setti skrifstofan sér skýr markmið um pappírsnotkun, úrgangsmál, orkumál og vistvænar samgöngur.

Ársskýrsla 2011 -

9


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR Samskipti við SORPU bs. vegna lyktarmengunar frá Álfsnesi voru mikilvægur hluti af starfsemi umhverfissviðs árið 2011. Talsvert barst af kvörtunum frá íbúum í Mosfellsbæ vegna ólyktar frá bögguðum úrgangi og frá lyktarsterkum úrgagni í seyruholu. Verkefni til að koma í veg fyrir lyktarmengun frá starfsemi urðunarstaðarins í Álfsnesi er í gangi og mun vonandi skila árangri í minni lyktarmengun frá starfseminni.

OPIN SVÆÐI OG GARÐYRKJA Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar sér um öll almenn garðyrkjustörf og umhirðu gróðurs í landi Mosfellsbæjar, auk viðhalds og umhirðu á stofnanalóðum bæjarins. Áhersla er á að halda opnum svæðum snyrtilegum og aðgengilegum fyrir almenning. Nýframkvæmdir á vegum garðyrkjudeildar taka helst til opinna svæða og frágangs göngustíga og áningastaða. Verktakar annast að stærstum hluta slátt á vegum bæjarins, en eftirlit með verkinu er í höndum garðyrkjustjóra. Af helstu verkefnum má nefna að unnið var markvist að uppbyggingu Ævintýragarðs og var þar einkum unnið að gerð göngustíga og áningastaða við þá. Einnig er verið að vinna eftir gróðursetningaráætlun, og má þar t.d. nefna að unnið var að gróðursetningu rósa meðfram svokölluðum Rósastíg og gróðursetningu berja og ætirunna meðfram svokölluðum Ætistíg, og munu þau verkefni halda áfram á þessu ári. Önnur verkefni í bæjarlandinu voru endurnýjun og viðhald áningarstaða, með niðursetningu nýrra bekkja og sorptunna. Einnig fór fram mikil grisjun og klipping á gróðri bæjarins samhliða gerð nýrra gróðurbeða. Strangar kröfur eru gerðar um eftirlit með leiksvæðum barna og því hefur eftirlit Mosfellsbæjar með skipulögðum leiksvæðum verið að

Mynd 7: Tjaldstæðið á Varmárhól.

10

- Ársskýrsla 2011

Mynd 6: Ævintýragarðurinn


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR aukast. Nú fara fram reglulegar yfirlitsskoðanir, ítarlegri rekstrarskoðanir ársfjórðungslega og umfangsmikil árleg innri aðalskoðun. Niðurstöður eru settar fram í sérstakri ástandsskýrslu og unnið er að því að nýta stjórnunarkerfi bæjarins til að tryggja betri stýringu og eftirfylgni. Á Varmárhól skammt frá Varmárskóla var komið upp tjaldstæði fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi og húsbíla. Sett voru upp leiðbeiningaskilti og merkingar, rafmagn og vatn tengt, komið upp vaski og uppþvottaaðstöðu, skjólvegg, bekkjum og bráðabirgða salernisaðstöðu. Auk þess fór fram umfangsmikil gróðursetning á svæðinu og lagfæring slóða inná það.

MEINDÝRAEYÐING Talsvert hefur verið veitt af ref og mink í útmörk Mosfellsbæjar á undanförnum árum. Síðustu ár hafa verið veiddir í sveitarfélaginu að jafnaði 35 – 50 refir og minkar. Á síðasta veiðitímabili veiddust 17 refir, sem er um helmingi færri dýr en tímabilið á undan, sem er vísbending um að ágætlega gangi að halda stofninum í lágmarki. Ríkið greiðir ekki lengur niður kostnað við refaveiðar, en Mosfellsbær hefur engu að síður talið mikilvægt að vinna áfram að grisjun á ref. Á tímabilinu veiddust 42 minkar, sem er svipað og verið hefur undanfarin ár. Almennt virðist fjöldi veiddra minka vera á niðurleið sem bendir til þess að aðgerðir til fækkunar á mink séu að skila árangri. Eyðingu vargfugla var haldið áfram á árinu og voru veiddir tæplega 200 sílamáfar, sem er svipað og árin á undan. Alltaf er nokkuð um mýs á haustin en rottur finnast nánast ekki. Nokkrar rottur fundust þó við Leirvogsá og í Helgadal í Myndir 8 og 9: Minkur og sílamávur vetur, en voru teknar af meindýraeyði. Líklega er þar um að ræða tilfallandi dæmi og bendir ekkert til þess að hér séu rottur að staðaldri. Lítið var um geitunga, og mun minna en undanfarin ár. Áfram var unnið að fækkun villtra kanína í bæjarlandinu með því að bregðast við kvörtunum frá íbúum, og virðast aðgerðir frá árunum 2009 2010 hafa gefist vel og að vel gangi að halda stofninum í lágmarki.

Veiðitímabil Meindýr

2005 - 06

2006 - 07

2007 - 08

2008 - 09

2009 - 10

2010 - 11

Refir

21

27

51

29

40

17

Minkar

65

63

49

44

35

42

Vargfugl

331

213

261

210

214

185

Tafla 2. Skrá yfir fjölda veiddra meindýra

Ársskýrsla 2011 -

11


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR

DÝRAEFTIRLIT Lögð hefur verið sérstök áhersla á dýraeftirlit síðustu árin. Starfandi er sérstakt hundaeftirlit sem sinnir eftirliti utan hefðbundins vinnutíma. Það fyrirkomulag hefur reynst ágætlega, þar sem töluvert er um handsömun hunda. Einnig hefur verið lögð áhersla á forvarnir og fá þeir hundaeigendur sem kvartað er út af heimsókn og fræðslu frá hundaeftirlitsmanni. Skráðum hundum fjölgar milli ára og eru nú 625. Um 15% færri hundar voru handsamaðir árið 2011 en árið á undan. Fjöldi kvartana er svipaður og árið 2010. 2007

2008

2009

2010

2011

Skráðir hundar

403

500

520

578

625

Kvartanir

55

127

86

58

59

Handsamaðir

32

41

32

33

28

Tafla 3. Yfirlit yfir skráða hunda, kvartanir og fjölda handsamaðra hunda 2007 - 2011 Talsverð aukning hefur orðið í fjölda hundsbita milli ára. Mjög brýnt er að stemma stigu við þessari neikvæðu þróun, m.a. með því að auka fræðslu og samvinnu við hundaeigendur til að hindra að slík atvik komi upp aftur og aftur. Þá hefur nokkuð verið um vanrækslu á köttum. Búfjáreftirlit hefur verið með hefðbundnu sniði undanfarin ár, en forðaeftirlitsmaður er starfandi í samvinnu sveitarfélaganna á svæði 1 (Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjós). Mosfellsbær hefur undanfarin ár sinnt bráðaviðhaldi á ofanbyggðargirðingu. Umgengni um girðinguna hefur verið mjög slæm og hún jafnvel klippt niður af vegfarendum. Umsjón girðingarinnar heyrir undir samtök sveitarfélaga á höfuðborgasvæðinu, en brýnt er að rekstrarfyrirkomulag girðingarinnar verði endurskoðað svo girðingin komi að þeim notum sem henni er ætlað. Handsömun hesta hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Mesti álags‐ og hættutíminn er upphaf skammdegis á haustin og hefur fjöldi handsamaðra hrossa verið þó nokkur. Á hverju ári er unnin skýrsla um ástand beitarhólfa, sem hafa verið í útleigu hjá Mosfellsbæ í gegnum Hestamannafélagið Hörð og hefur ástand þeirra að öllu jöfnu verið viðunandi.

FRAMKVÆMDA‐ OG ÞJÓNUSTUSTÖÐ Mosfellsbær rekur innan framkvæmdadeildar þjónustustöð, vélamiðstöð, veitur og trésmiðju að Völuteigi 15. Þar vinna 11 starfsmenn í 100% stöðum, þar af eru tveir sem vinna hjá veitum og einn trésmiður á vegum eignasjóðs er með aðsetur í þjónustustöð. Starfsmenn þjónustustöðvar sjá um ýmsa þjónustu við stofnanir bæjarins og bæjarbúa og má þar helst nefna:        

12

Viðhald og rekstur gatna, stíga og holræsa Snjóruðning og hálkueyðingu Rekstur vélamiðstöðvar Rekstur umferðarmannvirkja Aðstoð við slátt, klippingar og aðra hirðingu bæjarins Dýraeftirlit Aðstoð við Eignasjóð, garðyrkjudeild, vinnuskóla bæjarins og veitur Rekstur trésmiðju

- Ársskýrsla 2011


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR Allur rekstur stærri tækja og bíla bæjarins fellur undir starfsemi þjónustudeildar. Stór hluti hálkuvarna og snjómoksturs er unninn með eigin tækjum og sparast með því verulegir fjármunir í samanburði við aðkeypta verktakavinnu. Í þeim tilgangi að gera góða þjónustu betri hefur verið haldin skrá yfir þær ábendingar sem koma inn til þjónustustöðvar. Þar er skráð um hvað ábendingin snýst, hvenær hún barst og til hvaða úrræða var gripið. Flestar ábendingar snúast um snjómokstur, sorpmál, veitumál og hunda. Misjafnt er á milli ára hvaða málaflokkur er stærstur hverju sinni. Ábendingarnar eru líka af margvíslegum toga, þannig nota menn stundum tækifærið og kvarta yfir nágrannanum sem var að skjóta upp flugeldum eða þá að hjóli hafi verið stolið. Þessi atriði eru öll skráð niður þó að þau falli ekki beint undir verksvið þjónustustöðvarinnar. Í meðfylgjandi töflum og kökuriti má sjá hvernig ábendingar skiptust milli málaflokka árið 2011.

Skipting ábendinga % - 2011 umferðarmerki 1%

byggingar meindýr dýraeftirlit 2% 2% 9% gatnaviðhald annað 2% 7% sorphirðing 16% opin svæði rusl 8% holræsi rotþrær 4%

snjómokstur 40%

leikvellir 1% hitaveita 3%

vatnsveita 4%

Mynd 10: Hlutfallsleg skipting ábendinga fyrir 2011

Í heild fjölgaði ábendingum um 6% frá árinu 2010. Ábendingar varðandi snjómokstur urðu um þrefalt fleiri í ár, sem skýrist af því að desember var með eindæmum snjóþungur. Ábendingar varðandi veitur voru hinsvegar mun færri þetta árið, þar sem ekki komu til nein stórvægileg tjón á lögnum. Sjá töflur á næstu síðu.

Ársskýrsla 2011 -

13


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR Yfirlit yfir ábendingar árin 2010 og 2011: Flokkar

Fjöldi 2010

Fjöldi 2011

Hlutfall %

Meindýr

17

16

2

(136)

63

8

Gatnaviðhald

19

16

2

Sorphirðing

125

122

17

Opin svæði - rusl

51

57

8

Leikvellir

9

11

1

31

4

30

4

20

3

Dýraeftirlit

Holræsi/rotþrær Vatnsveita

151 veitur

Hitaveita Snjómokstur

92

295

40

Umferðamerki/biðskýli

10

7

1

15

3

Byggingar Annað

88

56

7

Heildarfjöldi ábendinga

698

737

100

Tafla 4: Flokkun ábendinga í þjónustustöð árin 2010 og 2011

Snjómokstursábendingar

2010

2011

Janúar

4

0

Febrúar

9

74

Mars

74

45

Apríl

0

1

Nóvember

3

11

Desember

2

164

Samtals

92

295

Tafla 5. Fjöldi ábendinga um snjómokstur árin 2010 og 2011

Mestu snjóa- og hálkumánuðirnir voru febrúar, mars og desember. Í febrúar og mars bárust 119 ábendingar á móti 83 árið áður eða 43% fleiri. Ábendingar í desember 2011 voru 164 á móti tveimur árið áður. Á árinu 2011 var mokað snjó og hálkuvarið fyrir um tólf milljónir króna. Vinna Þjónustustöðvar var um 6.5 milljónir, keypt var sandur og salt fyrir um 2 milljónir og verktakakostnaður var um 3.5 milljónir króna. Stærsti hluti kostnaðarins féll til í desember og var sérstök áhersla lögð á að halda stofnbrautum og tengivegum greiðfærum.

14

- Ársskýrsla 2011


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR

GATNAKERFI - NÝFRAMKVÆMDIR OG VIÐHALD Helstu verkefni á sviði gatnagerðar á vegum Mosfellsbæjar 2011 var yfirborðsfrágangur í Álafosskvos og ýmis minni verkefni, s.s uppsetning hraðahindrana og 30 km hliða í samræmi við áætlun þess efnis sem samþykkt var af skipulagsnefnd og bæjarráði. Gengið var frá göngustíg frá miðbæjartorgi í tengslum við betrumbætur á lóðinni við Háholt 14, en á þeirri lóð vantar ennþá nokkuð upp á að frágangur sé viðunandi. Gengið var frá umhverfi Vesturlandsvegar í tengslum við tvöföldun vegarins frá Þverholti að Þingvallagatnamótum. Hafnar voru framkvæmdir við stofnstíg meðfram Vesturlandsvegi, en þar er um að ræða hjóla- og göngustíg sem mun tengja Mosfellsbæ við Reykjavík. Þessi stígur nær frá Aðaltúni að Bauhaus í Reykjavík. Umsvif gatnagerðar er í sögulegu lágmarki í sveitarfélaginu nú eftir efnahagshrun en þó má geta þess að reynt hefur verið að viðhalda götum og skiltum eftir fremsta megni. Þá hafa nýir reiðvegir verið lagðir í samvinnu við reiðveganefnd og eldri vegir verið lagfærðir. Dæmi um nýjan reiðveg sem lagður var á árinu er reiðvegur upp frá Skarhólabraut að Hafravatni. Verkefni á vegum þjónustustöðvar eru mjög fjölbreytileg. Stærsti hluti vetrarþjónustu er snjómokstur og hálkueyðing, á aðventunni eru sett upp jólatré víðsvegar um bæinn sem þjónustustöð sér síðan um viðhald á meðan þau eru uppi. Þjónustustöð safnar í og sér um brennu á þrettándanum og hreinsar síðan upp flugeldakassa og safnar jólatrjám frá bæjarbúum. Ennfremur eru sorpkassar sem eru á víð og dreif um bæinn tæmdir vikulega eða oftar. Viðhald umferðarmerkja er alltaf að aukast með ört vaxandi bæ. Strætisvagnaskýlin eru í umsjá þjónustustöðvar og er reynt eftir fremsta megni að halda þeim hreinum en baráttan við veggjakrotara er stöðug. Á sumrin eru ráðnir inn sumarstarfsmenn sem þjóna m.a. garðyrkjudeild, viðhalda biðskýlum og mála gult við öll niðurföll bæjarins, því það hjálpar mjög mikið þegar komast þarf snögglega í þau í asahláku á vetrum.

STARFSEMI VEITNA Helstu framkvæmdir á vegum veitustofnana Mosfellsbæjar voru framhald framkvæmda við endurnýjun hita‐ og vatnsveitulagna meðfram Vesturlandsvegi í tengslum við tvöföldun hans. Dregið hefur verulega úr lagningum heimæða frá árunum 2006 / 07 þegar þær voru í hámarki. Helstu framkvæmdastaðir eru Krikahverfi og Leirvogstunga. Liðlega 18 heimæðar voru lagðar á síðasta ári m.v. 70 stk á ári þegar mest var. Rekstur veitukerfanna var með eðlilegum hætti og var ekki mikið um stórar bilanir þar sem loka þurfti fyrir heilu kerfin. Þó varð bilun í hitaveitustofnlögn í Arnarhöfða, sem kom í ljós um um nótt, og þurfti að loka fyrir Höfðahverfið af þeim sökum í um 5 klst. Unnið hefur verið að því að bæta kaldavatnsþrýsting í Krikahverfi, þar sem komið hefur í ljós að nokkur hús eru þannig staðsett í hverfinu að ekki hefur náðst lágmarksþrýstingur. Hefur það verið leyst með því að setja dælur á inntak þeirra húsa og hefur sú lausn reynst vel. Mótor í kaldavatnsdælustöð í Skarhólabraut brann yfir og þurfti að skipta honum út, en þrátt fyrir það urðu ekki rekstrartruflanir á kaldavatnskerfinu á meðan viðgerð fór fram. Eitthvað hefur verið um að veitumenn heimsæki notendur og þá sérstaklega vegna hitakerfa og er það árvisst að þegar fyrstu kuldakaflar koma á haustin þarf að hreinsa síur og jafnvel yfirfara hitaveitugrindur. Unnið er að nýrri rennslisgreiningu vatnsveitu í Mosfellsbæ um þessar mundir. Vegna verðhækkunar á vatni síðustu misserin í tengslum við vísitöluhækkanir og aukningar á vatnsnotkun Ársskýrsla 2011 -

15


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR er verið að skoða leiðir til þess að nýta Laxnesdý betur til þess að lækka kostnað. Nokkur árangur hefur orðið af þeim aðgerðum á árinu. Mjög líklegt er að nauðsynlegt reynist að byggja nýjan vatnstank til miðlunar á allra næstu árum. Sem dæmi má nefna að ný iðnaðarhús eru nú gjarnan útbúin með öflugum vatnsúðakerfum, sem eyða ein og sér jafnmiklu vatni og lítið til meðalstórt sveitarfélag þega þau fara í gang. Bæjarráð samþykkti á árinu 2011 að kanna frekari möguleika á borun og nýtingu á köldu vatni fyrir sveitarfélagið og mun skýrsla um það efni mun væntanlega líta dagsins ljós 2012. Holræsakerfi bæjarins er viðhaldið af þjónustustöð og er árlega þó nokkuð um útköll vegna stíflana í kerfinu. Einnig er nokkuð um útköll vegna vatnsleka og vatnsleysis bæði í hita- og kaldavatnsveitu. 11% af ábendingum sem bárust til þjónustustöðvar vörðuðu holræsi og veitur (sjá mynd 10) Kaldavatnsnotkun Mosfellsbæjar Heildar vatnsnotkun Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 var 1.100.057 m³, þar af var notkun á köldu vatni frá Laxnesdýjum 245.910 m³ (Graf 3 og tafla 5). Heildarvatnsnotkunin hefur aukist um 9% á milli áranna 2010 og 2011, en notkunin úr Laxnesdýjum hefur minnkað um 12%.

Aðkeypt vatn

Laxnesdý

Heildarvatnsnotkun

Laxnesdý, % af heildarnotkun

2008

943.470 m³

227.254 m³

1.170.724 m³

19%

2009

780.372 m³

254.918 m³

1.035.290 m³

24%

2010

727.162 m³

278.802 m³

1.005.964 m³

28%

2011

854.147 m³

245.910 m³

1.100.057 m³

22%

Tafla 6: Kaldavatnsnotkun í Mosfellsbæ 2008 - 2011

Vatnsnotkun í Mosfellsbæ 2008 - 2011 Laxnesdý

Heildarnotkun

1170724 1035290

1005964

1100057

227254

254918

278802

245910

2008

2009

2010

2011

Mynd 11: Skipting kaldavatnsnotkunar í Mosfellsbæ 2008 - 2011

16

- Ársskýrsla 2011


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR

VEÐURATHUGANIR Veðráttan skiptir miklu máli fyrir hina ýmsu starfsemi sviðsins. Því er fylgst með veðri á ýmsan hátt og má þar nefna netsíður Veðurstofunnar, vedur.is, og norsku netsíðuna yr.no. Einnig er veðurstöðin á þaki Þjónustustöðvarinnar mikilvæg og er upplýsingum úr henni, s.s. um hitastig, vindhraða og vindátt varpað jafnóðum á vef Mosfellsbæjar til upplýsingar fyrir bæjarbúa. Mælingar úr veðurstöðinni undanfarin ár sýna að veðurfarið í Mosfellsbæ er líkara því sem mælist á Korpustöðinni en á veðurstöð Veðurstofunnar í Reykjavík.

%

Vindhraði

5,2

>10m/s

8,4

7,5 < 10m/s

21,7

5 < 7,5 m/s

36,5

2,5 < 5 m/s

22,3

1 < 2,5 m/s

4,9

0,5 < 1 m/s

0,9

< 0,5 m/s

Mynd 12: Vindrós – Mosfellsbær 1. jan. 2011 til 31. des. 2011

Á vindrósinni hér að ofan má sjá að austan‐ og suðaustanáttir eru ríkjandi og þá líka þegar vindur er hvass. Á myndinni má einnig sjá að NV‐átt er nokkuð tíð, en þá stendur vindurinn af urðunarstað Sorpu í Álfsnesi inn Leirvoginn og veldur lyktarmengun þar. Mæld hámörk og lágmörk árið 2011 voru sem hér segir:   

Hlýjast mældist 19,9° þann 5. ágúst 2011 og kaldast ‐14,1° þann 20. mars 2011. Mesta vindhviðan mældist 41,5 m/s þann 28. ágúst 2011. Mest úrkoma mældist 5,74 mm þann 3. febrúar 2011. Úrkoma á árinu var 6% meiri en árið 2010.

Ársskýrsla 2011 -

17


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR

EIGNASJÓÐUR, HELSTU VERKEFNI 2011 Viðhald fasteigna Mosfellsbæjar er verkefni sem unnið er stöðugt að allt árið. Farið er jafnóðum í aðkallandi, minniháttar viðhald en stærri verkefni er reynt að skipuleggja á þann hátt að þau séu unnin þegar starfsemi stofnana er í lágmarki, t.d. yfir sumartímann. fasteignir sem Eignasjóður hefur undir sínum hatti og sinnir viðhaldi á eru eftirtaldar:        

Leikskólinn Hlaðhamrar Leikskólinn Hlíð Leikskólinn Hulduberg Leikskólinn Reykjakot Leikskóladeild Leirvogstunguskóla Leik‐ og grunnskólinn Krikaskóli Varmárskóli eldri og yngri deild Lágafellsskóli

       

Íþróttamiðstöðin að Varmá Vallarhús á Tungubökkum Brúarland Skátaheimili Þjónustustöð Brúarland Bólið Frístundasel

Fasteignirnar Hlégarður, Bókasafnið, Tónlistarskólinn og félagslegu íbúðirnar í bænum eru ekki á forræði Eignasjóðs, en starfsmenn eignasjóðs sjá þó um viðhald þeirra. Eignasjóður annast einnig viðhald Íþróttamiðstöðvarinnar Lágafells. Á árinu voru mjög takmarkaðir fjármunir til viðhalds. Reynt var að sinna öllu tilfallandi bráðaviðhaldi, en annað látið bíða. Helstu verkefni á árinu 2011 voru: Varmárskóli – yngri deild:  Gert við þakglugga yfir kringlu og matsal.  Endurnýjaðir efri gluggar í S-álmu, austanmegin og gluggar í stigagöngum vestanmegin.  Við útikennslusvæði voru gámar klæddir að utan og byggður pallur með þaki að hluta. Varmárskóli – eldri deild:  Lagfæringar vegna athugasemda í úttektarskýrslum brunavarna.  Háfur í eldhúsi stækkaður.  Undirbúningur vegna útboðs nýrrar utanhússklæðningar. Lækjarhlíð – sundlaug:  Viðgerðir á sandsíum og breytingar á stjórnbúnaði í kjallara.  Viðgerðir á flísalögn í sturtuklefum og salernum, einnig á lausum flísum og múr við sundlaugarbakka innilaugar.  Bekkir og undirstöður í baðstofuklefa endurnýjað. Lágafellskóli:  Málun og veggdúklögn á 6 kennslustofum.  Ryðfrí styrktarhorn (200 stk) sett á úthorn veggja, sem gjarnan vildi brotna uppúr. Leikskólinn Hlíð:  Viðgerð á glugga í tengibyggingu og afleiddum skemmdum vegna hans.  Málun veggja og dúklögn álagsveggja.

18

- Ársskýrsla 2011


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR

Mynd 13. Hjúkrunarheimili í smíðum að Langatanga 2a.

Mynd 14. Leikskóladeild Leirvogstunguskóla

Helstu eignfærðu verkefni eignasjóðs á árinu 2011 voru eftirtalin:     

Nýtt þak á gamla íþróttahúsið við Varmá Lokið var við battavöll við Varmáskóla og frágang kringum hann. Göngustígur norðaustan við battavöll og stígur bak við íþróttahúsið við Varmá tengdir saman (u.þ.b. 70m). Framkvæmdir við Hjúkrunarheimili við Langatanga 2A. Leikskóladeild Leirvogstunguskóla. Leikskólinn samanstendur af þremur færanlegum stofum ásamt tengibyggingum, sem fluttar voru frá Gerplustræti 14 að Laxatungu 70.

Talsverður aðdragandi og undirbúningur var vegna staðarvals leikskólans, þar sem lóðin sem ætluð er fyrir leikskóla til bráðabigða í deiliskipulagi, er ekki í eigu Mosfellsbæjar. Að lokum var þó ákveðið að staðsetja skólann inn á framtíðar skólalóð hverfsins. Sú tilhögun hefur verið að aukast hjá Mosfellsbæ að eftirlit með nýframkvæmdum á vegum bæjarins flust yfir á starfsmenn eignasjóðs og sjá þeir nú alfarið um eftirlit með framkvæmdum við nýja hjúkrunarheimilið. Er það gert í hagræðingarskyni.

LANDUPPLÝSINGAKERFI Umhverfissvið rekur landupplýsingakerfi á tölvutæku formi yfir sem inniheldur allar tiltækar landfræðilegar upplýsingar um bæjarlandið og mannvirki í sveitafélaginu. Þar er m.a. að finna loftmyndir, hæðarlínur, lóðarmörk, og upplýsingar um legu lagna, gatna, stíga og allra mannvirkja í sveitarfélaginu. Stöðugt er verið að uppfæra þau gögn sem þarna liggja inni og leitast við grunnurinn sé sem best úr garði gerður. Skoðunarkerfi landupplýsingakerfisins, Geomediu, var skipt út á árinu þar sem það var barn síns tíma og virkaði ekki lengur sem skyldi í nýjum tölvubúnaði. Skipt var yfir í Bentley Navigator, sem er skoðunarkerfi beintengt við MicroStation teiknikerfið og uppfærist beint við hverja vistaða breytingu í upplýsingakerfinu, sem þýðir að nýjustu upplýsingar eru alltaf tiltækar. Nokkrir byrjunarerfiðleikar hafa þó látið á sér kræla, eins og gjarnan vill verða við uppsetningu nýrra kerfa.

Ársskýrsla 2011 -

19


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR Landupplýsingakerfið veitir mikilvæga stoðþjónustu við öll skipulags‐ og byggingarmál, hönnun gatna og lagna, samningagerð og fleira. Öll kortagerð af sveitarfélaginu er sem dæmi unnin á einn eða annan hátt upp úr grunni landupplýsingakerfisins. Þannig er kerfið grunnur að þeim kortum og kortasjám sem Mosfellsbær hefur gefið út á síðustu árum. Íbúar geta nú nálgast loftmyndir af sveitarfélaginu á vef Mosfellsbæjar og tengst inn á vef Fasteignaskrár. Æskilegt væri að í nánustu framtíð verði fleiri upplýsingar úr kortasjánni aðgengilegar fyrir bæjarbúa, s.s teikningar af byggingum, veitur og lagnir ýmiskonar, þannig að íbúar geti skoðað og prentað út á auðveldan hátt gögn, sem tengjast eignum þeirra og nánasta umhverfi.

BYGGINGASTJÓRINN Eignasjóður rekur tölvugrunn, Byggingastjórann, sem heldur utan um allar fasteignir í eigu Mosfellsbæjar. Þar eru m.a. ljósmyndir, teikningar, verkbeiðnakerfi og viðhaldssaga allra mannvirkjanna. Tilgangur með notkun Byggingastjórans er m.a:      

Að tryggja yfirsýn yfir rekstur og umfang allra eigna bæjarins. Markviss upplýsingasöfnun um einstakar fasteignir. Að vera grunnur fyrir áætlanagerð og verkstýringu Að afmarkar eignir sem tilheyra Mosfellsbæ. Að stuðla að réttri opinberri skráningu. Að veita yfirsýn yfir nýtingu eigna.

Tilgangur verkbeiðnakerfis er að vera farvegur fyrir allar verkefnabeiðnir, en það tryggir örugga umsjón og góða yfirsýn. Jafnframt tryggir það yfirsýn yfir frávik frá áætlunum og auðveldara verður að leggja faglegt mat á allar viðhaldsbeiðnir. Engu að síður er fundað reglulega með forstöðumönnum og farið yfir notkun kerfisins og viðhaldsþörfina. Gerðar eru ástandsúttektir árlega, þar sem viðhald og viðhaldsbeiðnir eru flokkaðar í forgangsflokka. Það viðhald sem þykir brýnast, fer inn á viðhaldsáætlun í tengslum við fjárhagsáætlun hvers árs. Nú var í fyrsta sinn einvörðungu stuðst við ástandsúttektir sem unnar voru af starfsmönnum umhverfissviðs. Samningi um utanaðkomandi ástandsúttektir var sagt upp í upphafi árs 2010 í hagræðingarskyni. Á árinu 2011 var leikvöllum Mosfellsbæjar bætt við í kerfið.

Mynd 15: Loftmynd af Mosfellsbæ.

20

- Ársskýrsla 2011


UMHVERFISSVIÐ MOSFELLSBÆJAR

GAGNASJÁ Gagnasjáin er gagnabanki sem heldur utan um allar teikningar í tengslum við byggingar og önnur byggingarleyfisskyld mannvirki í Mosfellsbæ. Þar er m.a. að finna aðaluppdrætti, burðarþolsteikningar, deiliteikningar, lagnateikningar og rafmagnsteikningar. Gagnasjáin er beintengd inn í ONE-skjalastjórnunarkerfið þar sem einnig er hægt að nálgast allar teikningar úr gagnabankanum.

LOKAORÐ Verkefni Umhverfissviðs eru mjög mörg og fjölbreytt. Breytingar í umhverfinu kalla á sífellda endurskoðun á þjónustu sviðsins til að hún verði skilvirkari og ánægja viðskiptavinanna verði meiri með hverju árinu. Sinna þarf endurmenntun starfsmanna enn frekar til að viðhalda hæfni þeirra og tryggja betur gæði þjónustunnar. Þannig var á árinu lögð áhersla á bætta stjórnun, skipulag og þjónustu sem vonandi skilar sér til íbúa sveitarfélagsins. Gildi Mosfellsbæjar; virðing - jákvæðni - framsækni - umhyggja; eru höfð að leiðarljósi í starfsemi umhverfissviðs.

Mosfellsbæ, 23. febrúar 2012

Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Ársskýrsla 2011 -

21


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.