Fish Factory Stodvarfjordur - Icelandic

Page 1

Frystihúsið á Stöðvarfirði Sköpunarmiðstöð Áætlun um nýtingu Version 2.1 - 25.10.2010

Zdenek Patak & Rósa Valtingojer


Höfundar verkefnis & Ráðgjafar Höfundar Zdenek Patak Rósa Valtingojer Björgvin Valur Ríkharður Valtingojer Magnús Sigurðsson Lukasz Stencel Kjartan Hávarður Bergþórsson Þorbjört Rún Eysteinsdóttir Ragnhildur Jónsdóttir

690 9376 849 8630 869 0117 863 9080 863 4631 868 9083 861 9034 696 3949 660 8792

zdenek@mupimup.net rosa@mupimup.net sludrid@simnet.is rikhardur@centrum.is shm@simnet.is demosthenes@hive.is havardur75@gmail.com thay@fb.is

Ráðgjafar Viðskiptaáætlun Menning Listamannaíbúðir Vinnuaðstaða Hljóðver Keramikverkstæði Ljósmyndastúdíó Rafmagnsframleiðsla

Nýsköpunarmiðstöð Íslands Menningarráð Austurlands - Signý Ormarsdóttir SÍM, Menningarráð Austurlands Lára Vilbergsdóttir - Þorpið Kiddi í Hjálmun - Upptökustjóri hjá Stúdíó Sýrland, Karl Daði Lúðvíksson, Tónlistamaður og tæknimaður Inga Elín Salim Issa, Jiri Hronik Birkir Þór Guðmundsson, Fjármálastjóri hjá Orkuver ehf.


Tilgangur verkefnis Styrkja efnahag byggðarlagsins Fyrirtækin í húsinu tengjast og styrkja hvert annað.

Aukið framboð starfa Verkefnið mun geta af sér 10 störf að vetri til (lágmark) og 15 að sumarlagi auk afleiddra starfa.

Jákvæð ímynd Auk þess að vera þekktur fyrir Steinasafn Petru, verður Stöðvarfjörður þekktur sem Sköpunarmiðstöð.

Þörfum markaðarins fullnægt Fjölbreytileiki Frystihússins mun skapa eftirsókn og veltu á markaði.

Segull fyrir skapandi atvinnufólk Einstök blanda listamannaíbúða og upptökuvers í þeim dásamlega ramma sem náttúran skapar Frystihúsinu.

Vakning samfélagsins Skipulagðir verða menningar- og samfélagsviðburðir.

Sjálfbær þróun í verki Í Frystihúsinu verður að líkindum hægt að virkja vatn til rafmagnsframleiðslu. Umhverfið leggur til hráefni í framleiðslu – Heimagerðar vörur – Fiskmarkaður – Veitingastaður.


Kynning

Stöðvarfjörður er fiskur. Þaðan er stutt á miðin og alla tíð hafa Stöðfirðingar sótt sjó og unnið fisk. Þar sem nú eru bryggjur og uppfyllingar, drógu menn báta sína á land, því þar var ein fárra fjara á svæðinu sem leyfði slíkt. Úthafsaldan brotnar í flæðarmálinu og því þurfti öflug hafnarmannvirki til að hægt væri að gera út á stórum bátum frá Stöðvarfirði. Óhræddir og fullir bjartsýni réðust Stöðfirðingar í það verk og reistu sér höfn og myndarleg fiskvinnsluhús. Frystihúsið er nokkrar byggingar. Þarna hefur lengi staðið fiskverkun af einhverju tagi en skömmu fyrir miðja síðustu öld, var reist frystihús af Kaupfélagi Stöðfirðinga. Um tíma stóðu þarna frystihús, lifrarbræðsla og beinamjöl. Byggt hefur verið við það oftar ein einu sinni og núverandi útgáfa þess var vígð 1977 eftir sameiningu stærstu fiskvinnslufyrirtækja á Stöðvarfirði. Það má því segja að í húsið hafi verið safnað allri sögu og reynslu fiskverkunar í þorpinu.

Stöðvarfjörður á nú undir högg að sækja; þar er lítil atvinna og nýverið lokuðu Landsbankinn og Íslandspóstur sameiginlegu úti búi á staðnum. Í grunn- og leikskólum staðarins fer nemendum hratt fækkandi og haldi sú þróun áfram, mun skólaþjónusta örugglega verða skert. Núverandi eigandi frystihússins hefur viðrað hugmyndir um niðurrif þess og því teljum við mikilvægt að bregðast við og finna húsinu nýtt hlutverk. Frystihúsið er stórt kennileiti í þorpinu og má ekki undir neinum kringumstæðum hverfa því með því hverfur síðasta tækifærið til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað á Stöðvarfirði á undanförnum árum. Staðsetning þess er dýrmæt; það stendur við höfnina og tenging þess við sjóinn er ein af forsendum þess að við viljum varðveita það. Það er sögulega mikilvægt fyrir þorpið og þegar fram líða stundir, fyrir landið allt. Útsýni úr húsinu til hafs og fjalla handan fjarðar eru ómetanleg verðmæti. Því má draga þetta saman og fullyrða að í frystihúsinu felist gífurleg menningarsöguleg verðmæti, þar er upphaf og endir byggðar á Stöðvarfirði, þar er samankomin á einum stað saga og reynsla kynslóðanna sem byggt hafa þorpið.

Síðan hafa skipst á skin og skúrir; frysthúsið var í eigum heimamanna allt fram til 1990 en eftir það skipti það um hendur nokkuð oft og það var svo sumarið 2005 sem þáverandi eigandi þess, Samherji, ákvað að loka því.

Tækifærin eru að okkar mati óþrjótandi og staðsetningin, tengingin við hafið, söguna og samfélagið er það sem við hyggjumst leggja til grundvallar nýju hlutverki hússins.

Lítið hefur verið um fiskvinnslu á Stöðvarfirði síðan þá og líta Stöðfirðingar margir svo á að þarna hafi hjartað verið slitið úr samfélaginu.

Í frystihúsinu sló hjarta samfélagsins og þar viljum við heyra það slá á ný. Björgvin Valur Guðmundsson


Frystihúsið á Stöðvarfirði Sköpunarmiðstöð Lykilatriði þessa verkefnis eru Sköpun og Sjálfbærni. Sköpun er notuð sem afl til að styrkja menningu og efnahagslega þróun. Sjálfbærni sem leið til að skapa sjálfstæð atvinnutækifæri óháð utanaðkomandi atvinnurekendum. Sköpunarkraftur er mikill á Stöðvarfirði sem sést vel í listum, handverki, hönnun og tónlist. Það eru fimm starfandi listamenn á staðnum, Ríkharður Valtingojer, Sólrún Friðriksdóttir, Anna Hrefnudóttir, Zdenek Patak og Rósa Valtingojer. Gallerí Snærós hefur verið rekið á Stöðvarfirði síðan árið 1988 og er eitt elsta gallerí á landsbygðinni. Rósa og Zdenek eru hönnuðir og eru að vinna að stofnun hönnunarvinnslu á Stöðvarfirði sem mun framleiða þeirra hönnunarvörur. Margir íbúar á Stöðvarfirði eru að vinna ýmiskonar handverk sem hefur verið selt síðustu tvö sumur á handverksmarkaði bæjarins. Garðar Harðarsson er Tónlistamaður búsettur á staðnum með langan tónlistaferil að baki. Ungt par, tónlistamaður og myndlistakona eru að flytja til staðarins í byrjun næsta árs. Tilgangur þessa verkefnis er að ná saman hæfileikum fólks, hugmyndum þess og tækjabúnaði undir eitt þak. Við viljum auka sköpunarkraftinn í þorpinu enn frekar með því að koma á samstarfi á milli lista, handverks og hönnunar. Stöðugt flæði af innblæstri, þekkingu og tækni mun skapast með komu alþjóðlegra listamanna og handverksmanna til Stöðvarfjarðar.

Frystihúsið á Stöðvarfirði hefur grunnflöt að stærð 1600 m2 og efri hæðin er um 900 m2. Verkefnið gengur út á að skipta húsinu í þrjár deildir - Sköpun - Fiskur - Markaður.

Sköpun - Ýta undir sköpun í samfélaginu með því að fá fagmenn á sviði handverks og lista. - Búa til jarðveg fyrir sprotafyrirtæki með því að útvega vinnuaðstöðu og framleiðslumöguleika. - Lyfta upp samfélaginu í gegnum menningu.

Fiskur - Rætur staðarins, fiskveiðihefð. - Upphefja fiskveiðar sem einkenni staðarins.

Markaður - Afrakstur Sköpunarmiðstöðvar sést á markaði. - Fyrirtækin í húsinu styrkja hvert annað og skapa veltu á markaði. Þetta verkefni hefur mikla þýðingu fyrir Stöðvarfjörð sem tækifæri til að snúa við neikvæðri þróun síðustu ára. Þetta verkefni getur skapað um 15 ný störf auk afleiddra starfa. Zdenek Patak, Rósa Valtingojer


Aðalskipulag

Jarðhæð

Efri hæð

Markaður Menning Fiskveiðar

Sköpunarmiðstöð


PARKING

Art & Music Entrance

Kitchen

Service Entrance

Harbour

Tourist info centre Local Products Mupimup shop

W S

N

Boat Tours Fishing Sightseeing

Museum

Red Cross shop

Fish Market (Restaurant)

Culture Venue Room - A Scandinavian Graphic Coll.

Main Entrance

Culture Venue Main Hall

Coffee House

Service and Storage Rooms

Boats & Fishing Storage

Boats & Fishing Storage

Red Cross Storage

E

Jarรฐhรฆรฐ 1600 m2 Markaรฐur, Menning, Fiskveiรฐar

Fish Market Entrance

Boats Entrance Boats & Fishing Storage Boat Service


Anddyri

Aðal inngangur

150 m2

Aðalinngangur hússins - Við höfnina - Aðlaðandi útsýni yfir fjörðinn og fjöllin

Sterk markaðsleg tengsl - Kaffihús - Stöðfirskur markaður - Mupimup verslun - Upplýsingamiðstöð

Upplýsingamiðstöð - Mesta umgengni - Miðja anddyrisins - Leiðir fólk inní innri hluta Frystihússins (Vettvangur menningar - Byggðasafn - Rauðakrossverslun) - Mikilvægt hlutverk - Upplýsingar fyrir ferðamenn - Upplýsingar fyrir húsið - Afgreiðsluborð - Staðbundinn vörumarkaður - Mupimup verslun


Kaffihús 66 m2

Gæða kaffi í tengslum við listir - Kaffibaunirnar eru vinningsbaunir í ,,Cup of Excellence®” samkeppninni

(sjá http://www.cupofexcellence.org/)

- Kaffibaunirnar eru ristaðar á staðnum - Sýningar og viðburðir

Tækjabúnaður & Þekking - Tækjabúnaður er til staðar

- Atvinnu espresso kaffivél - Kaffibrennsluvél - Kvörn

- Fagmaður - Lukas Stencel kaffibarþjónn - Reynsluverkefni - Sumarið 2010 - Gallery Snærós

Staður fyrir menningu - Skipulagðir viðburðir - Sýningar - Menningarkvöld - Tónleikar, Kvikmyndasýningar, Bókmenntakvöld - Fræðlukvöld - Fyrirlestrar og námskeið - í tengslum við sköpunarmiðstöðina - Samfélagsviðburðir - Innanhúshönnun gerð af Mupimup


Kaffihús Reynsluverkefni í Gallerí Snærós - sumarið 2010.

Kaffidrykkir lagaðir úr nýristuðum “Cup of Excellence®” kaffibaunum frá El Salvador.

sun 18. júLí kL: 20 - 23

8mm kVikmyndasýning 8mm FiLm eVening

charLie chapLin 3 stooges der Weisse hai 1 - teiL 2 / the jaWs 1 it conquered the WorLd eVery man its prisoner, eVery Woman its sLaVe

captiVe Women

one man, many Women

Bruce Lee

un Besiegt Bis in den tod

Lau - sun 17. - 18. júLí kL: 12 - 17

Framandi kaFFidrykkir exotic coFFee drinks

aFFagato caFFé mocha coconut Zesta espresso spritZ iced coFFee americano Viennese coFFee Free donation


Stöðfirskur markaður 50 m2 - Markaður

305 m2 - Opnar vinnustofur 22 m2 - Opið eldhús Markaðsrými fyrir staðbundnar vörur - 26 heimamenn + 6 brottfluttir Stöðfirðingar tóku þátt í Salthúsmarkaðnum - Handverk / Matvæli og náttúruvörur - Mikið sótt rými af ferðamönnum og gestum - Tenging við upplýsingamiðstöðina

Opnar vinnustofur í sköpunarmiðstöðinni - Handverksvörur - Vinnu- og framleiðsluaðstaða (vinnustofur og námskeið)

Opið eldhús - Matvæli og náttúruvörur - Framleiðsluaðstaða

Eitt vörumerki - Staðbundið vörumerki

- Staðbundnar vörur - verðmætari en vörur sem eru fjöldaframleiddar fyrir túristaverslanir - Aukið gildi - Að kaupa vöru frá ákveðnum stað og ákveðnum framleiðanda

- Auka áhuga markaðarins

- Vandaðar handverksvörur eru ekki nóg - þurfa að vera samkeppnishæfar á markaði - Útlit og sérstaða (visual identity)

- Visual identity - Markaðssetning og pakningar - Styrkir vöru á markaði


Mupimup Hönnunarverslun 35 m2 Hönnunarverkefni á staðnum - Endurvinnsla í gegnum hönnun - Aðdráttarafl fyrir almenning

Sérstæð íslensk hönnun - Eco hönnun - Málefni samtímans - Kemur á óvart og vekur athygli - Hönnun sést í raunveruleikanum - Kaffihúsið

Heimastöð Mupimup hönnunar - Mupimup hönnunarvinnslan er hluti af Sköpunarmiðstöð


Mupimup sýning í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í tengslum við Ormsteiti - sumarið 2010


Vettvangur menningar 350 m2 (250 - 100)

Menning - Samfélagið - Námskeið Ýmsir notkunarmöguleikar - 2 Rými - auðvelda skipulagningu

- Stórar hátíðir - Litlar sýningar, Tónleikar

Vítt svið menningarlegra viðburða - Afrakstur frá sköpunarmiðstöð - Stöðugt flæði af áhugaverðum menningarviðburðum - Listamannaíbúðir - Hljóðver - Grafíksafn Norðurlanda - Sýningar - Aðrir menningarviðburðir skipulagðir í húsinu

Samfélagsviðburðir - Fundir, samkomur, dansleikir ...

Námskeið - Verkefni sem þurfa stórt rými - hópvinna - námskeið

Ávinningur fyrir aðra starfsemi hússins - Laðar að fólk sem vill njóta menningarinnar - Önnur starfsemi hússins mun njóta góðs af


Grafíksafn Norðurlanda 28 m2 Listgrafík frá öllum Norðurlöndum - Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum. - Slíkt safn er hvergi til - Merkt framtak ef slíkt safn yrði að veruleika í Fjarðabyggð. - Ekki flókið eða kostnaðarsamt

Framkvæmdin - Byggist þetta á góðum samböndum við grafíklistamenn á Norðurlöndum og þekkingu á grafíklist - Hvort tveggja er þegar til staðar. - Öll verk á safninu verða skráð nákvæmlega, upprunaland, nafn höfundar, ártal, og tækni, ferilsskrá listamannsins. - Verkin verða geymd í þar til gerðum skúffuskápum - verkin aðgenileg í gegnum tölvuskrá. - Árleg sumarsýning í safninu - hægt að senda valdar sýningar víðar út um land. - Nú þegar eru til u.þ.b. 100 myndir sem færu í þetta safn. - Innan 3ja ára verða komnar 500-600 myndir í safnið. - Árlegar sýningar á norrænni grafíklist í Gallerí Snærós


Gallerรญ Snรฆrรณs Eitt elsta gallerรญ รก landsbyggรฐinni, stofnaรฐ 1988

Gallerรญ Snรฆrรณs Stรถรฐvarfjรถrรฐur

;_Vg VgWgVji )' ,** Hiย kVg[_ย g jg ),* -.(&! -+& ,**+ hdagjc#[g^Y5h^bcZi#^h

Grafรญk, skartgripir, keramik, textรญll. El Salvador kaffi. Graphic arts, jewellery, ceramic, textile. El Salvador coffee. /PNUNARTร MI !LLA DAGA ร SUMAR FRยธ TIL /PENING HOURS /PEN DAILY FROM TO

FAE ;_Vg VgWgVji )' ,** Hiย kVg[_ย g jg ),* -.(&! -+( .%-% g^`]VgYjg5XZcigjb#^h

&JARฤ ARBRAUT 3Tร ฤ VARFJร Rฤ UR SOLRUN FRID SIMNET IS Catalogue-Swedish-Cover.indd 1-2

<gV[ย ` [g{ Hkย _ย ย <VaaZgย Hcยฒgย h H c^c\^c Zg hing`i V[ BZcc^c\Vgg{ ^ 6jhijgaVcYh

03. oktรณber โ 01. nรณvember 2009

+# YZhZbWZg ร %-# ร )# _Vcย Vg ร %.d\ ;_Vg VWn\\ #

11/25/08 9:33:49 AM


Grafíksetrið á Stöðvarfirði byggt árið 2007 Fagmannlegasta grafíkverkstæði á Íslandi, í einkaeign

GS-invitation card.indd 1

9/18/07 12:10:18 PM


Byggðarsafn 120 m2

Saga Stöðvarfjarðar - Sögulegir hlutir - Í eigu íbúa á Stöðvarfirði - 1989 - Hugmyndin kviknaði að safninu

Stöðvarfjörður - Stöðvarfjörður og fiskur - Saga þorpsins - Góð fiskimið og stutt út á miðin - Frystihúsið - Minnisvarði sem stendur fyrir fiskveiðar og uppgangstíma - Safnið er staðsett í miðju hússins - Hjarta hússins

Safn með áherslu á fisk - Áhersla safnsins - Sagan/ Fiskisafn - Meira aðdráttarafl fyrir ferðamenn - Tenging við staðbundinn rekstur


Rauðakrossverslun 64 m2 Verslun, 25 m2 Geymsla

Starfrækt á Stöðvarfirði síðan í apríl 2009 - Föt og fylgihlutir - Lopi frá Ístex - Vel metin þjónusta - Núverandi verslun í ófullnægjandi rými

Rauðakrossverslunin í Frystihúsinu - Fær úthlutað góðu rými og rúmgóðri geymslu - Möguleiki til að auka opnunartíma

Verslunin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir RK deildina á Stöðvarfirði - Aflar fjármuna sem nýttir eru fyrir ýmiskonar starfsemi - Ungliðastarf, Föt sem framlag, námskeið, ferðakostnaður


Veiðarfærageymsla & Þjónusta 600 m2

- Nýjasti hluti frystihússins er hugsaður til útleigu - Þar gætu smábátasjómenn haft aðstöðu fyrir sína útgerð svo sem veiðarfærageymslu og beitningu.


Sköpunarmiðstöð 900 m2

Sköpun - Afl til að byggja upp menningu og efnahag 1. Sameina sköpunarkraftinn - Útvega tækjabúnað fyrir skapandi starfsemi- Við leggjum verkefninu til okkar tækjabúnað - Safna saman skapandi fólki á Stöðvarfirði - Listir, handverk, hönnun og tónlist - Fá fagmenn til að koma, dvelja , vinna

2. Magna sköpunarkraftinn - Tækifæri fyrir skapandi einstaklinga til að þróa sínar hugmyndir, hæfileika og vörur - Samþætting við fagmenn - Útvega vinnustofur og aðstöðu til framleiðslu

3. Skapa stöðugt rennsli af innblæstri, þekkingu og tækni - Sköpunarmiðstöðin mun veita fræðslu - Námskeið og Semínar

4. Stuðningur við sprotafyrirtæki - Frystihúsið mun hjálpa til við að Byrja - Þróa - Selja


Recording Studio Photo Studio

Studio Studio Studio Apartment Apartment Apartment 4 5 6 Hall

Gateway

Dark Room Studio Apartment 1 Studio Apartment 2

Framing Wood & Plexiglass

Studio Apartment 3 Mupimup Studio & Manufacture

Efri hæð 900 m2 Sköpunarmiðstöð

Ceramic

Screen-print


Listamannaíbúðir 215 m2 Stúdíóíbúðir 305 m2 Vinnuaðstaða Skapandi staður fyrir íslenska og erlenda listamenn og handverksfólk - Frelsi fyrir skapandi hugsun - Friðsæld staðarins - Enbeitning og innblástur - Tækifæri fyrir fagmenn til að koma, dvelja og þróa sína list - Listgreinar - Sjónlistir, Handverk, Hönnun, Bókmenntir - 6 stúdíóíbúðir u.þ.b. 35 m2 hver íbúð - Möguleiki til að nota verkstæðin - Tré - Keramik - Silkiþrikk - Ljósmyndastúdíó - Innrömmun

Samfélagslegur ávinningur - Tækifæri fyrir listamenn og handverksfólk til að hittast, skiptast á hugmyndum, reynslu og mögulegt samstarf - Samvinna á milli lista, handverks og hönnunar

Markmið - Skapandi samfélag laðar að sér skapandi fólk - Fjárhagsleg innkoma fyrir Frystihúsið

Ráðgjafar - SÍM, Menningarráð Austurlands, Þorpið


Verkstæði 305 m2

Fagleg verkstæði fyrir Listir - Handverk - Hönnun Tré - Keramik - Silkiþrykk - Ljósmyndir - Innrömmun Samnýting verkstæða - Samnýting á milli hópa - Listamannaíbúðir - Heimamenn - Listir, Handverk og Hönnun - Framleiðslu aðstaða - Staðbundið Handverk og Hönnun - Fullnýting á vinnuaðstöðu

Samstarf - Þorpið, skapandi samfélag á Austurlandi

Fræðsla - Vinnuaðstaða - Skipulagning - Málstofa - Námskeið - Aukin þekking og innblástur


Verkstæði

Tré

Innrömmun

- Þörf fyrir stórt opið trésmíða-verkstæði - Staðbundið handverk og hönnun - Möguleiki fyrir gestalistamenn - Staðbundin framleiðsla

- Húsið mun standa fyrir ýmiskonar listasýningum - Nauðsynlegt að hafa innrömm unaraðstöðu í húsinu sjálfu

Notað fyrir:

Notað fyrir:

- Listamannaíbúðir - Mupimup - Staðbundnar vörur

- Sýningar gestalistamanna - Sýningar frá grafíksafni Norðurlanda - Skipulagðar sýningar í Húsinu - Gallerí Snærós

- Reglulegar sýningar

- Opið fyrir almenning

- Myndlist og fjöldskylduljósmyndir


Verkstæði

Keramik

Silkiþrykk

- Tækjabúnaður til staðar

- Tækjabúnaður til staðar

Notað fyrir:

- Víðtæk prentaðferð - Prentliturinn virkar á ýmiskonar efni

- Gestalistamenn - Staðbundin framleiðsla

- Handunnir íslenskir fuglar

- Opið vrkstæði til þróunar á nýjum vörum - Semínar og námskeið Ráðgjafi

Inga Elín

- textíl, keramik, tré, pappír, gler, málmur, plast....

- Miklir möguleikar Notað fyrir:

- Listamannaíbúðir - fjölnota prenttækni fyrir listamenn

- Keramik verkstæði - Mupimup - Hluti af framleiðslu

- Stöðfirðskur markaður - Pakkningar

- Til útleigu - fyrir utanaðkomandi


Verkstæði

Ljósmyndastúdíó Notað fyrir:

- Listamannaíbúðir, Ljósmyndarar - Handverk og hönnun

- Vöruljósmyndun

- Grafíksafn Norðurlanda

- Myndun verka

- Ljósmyndanámskeið

- Hópur vinnur undir leiðsögn fagmanns

- Útleiga

- fyrir utanaðkomandi

Ráðgjafar

Salim Issa - www.s2photo.cz Jiri Hronik - hronik.com


Hjóðver 90 m2

Tækjabúnaður til staðar - Tækjabúnaður til að taka upp demó og til tónleikahalds. - Gott hljóðfærasafn

Hljóðver - Tækifæri til að taka upp demó til einkanota frekar en útgáfu

Aðdráttarafl fyrir tónlistamenn - Margir tónlistamenn dagsins í dag leita eftir að komast á friðsæla staði til að einbeita sér að upptökum

Markmið - Þróast með tímanum yfir í það að verða faglegt, vel tækjum búið hljóðver svo laða megi að víðan hóp tónlistarmanna.

Ráðgjafar - Kiddi í Hjálmum, Upptökustjóri hjá Stúdíó Sýrland - Karl Daði Lúðvíksson, Tónlistamaður og Tæknimaður


Mupimup Hönnunarvinnsla 100 m2 Staðan núna - Í dag leigir Mupimup 3 lítil herbergi í bænum - Takmörkuð framleiðslugeta - Hönnuðirnir sjálfir sjá um framleiðsluna - Stefnt er að því að stækka framleiðsluna og ráða fólk til starfa - Margar hönnunarhugmyndir, mikið til af hráefni á staðnum - Mikil þörf fyrir stórt vinnslurými

Hönnunarstúdíó - Vinnuaðstaða til að þróa nýjar vörur - Staður fyrir samstarf við aðra listamenn og hönnuði

Hönnunarvinnsla - Svæði fyrir framleiðslu - skipt niður í deildir - Allar vörur eru handunnar - Mögulegt samstarf við handverksfólk á staðnum - Atvinnutækifæri


Rafmagnsframleiðsla með vatnsaflsvirkjun Stefnt er að því að starfsemi sú er verður í frystihúsinu sé byggð á sinni eigin rafmagnsframleiðslu. Í frystihúsið liggur vatnslögn úr innri-Einarsstaðará. Ofar í ánni er stífla sem er notuð til þessa að sjá frystihúsinu fyrir vatni (að hluta til). Hugmyndin er að nýta þessa stíflu og þá fallhæð er fæst frá henni til að framleiða rafmagn fyrir starfsemi hússins. Samkvæmt grófum útreikningum Birkis Þórs Guðmundssonar hjá Orkuveri er mögulegt að framleiða 24KW af raforku með þeim aðferðum sem við lýstum hér að ofan. Orkugeta á ársgrundvelli er um 210.000 KW. Verðmat á orku miðað við fulla nýtingu stöðvarinnar, miðað við raforku í dag, er um 2 milljónir krónur á ári. Stór hluti búnaðarins sem til þarf er til staðar svo sem stíflan, lagnirnar og margra ára reynsla á stíflunni með tilliti til stöðugs rennslis. Þar sparast mikið til og telur talsmaður Orkuvers, Birkir Þór, að sá búnaður sem bæta þyrfti við, þar með talið túrbínur, rafall, stýringar og rafmagnstöflur sé um 5 milljónir króna. Ef til vill væri sá möguleiki fyrir hendi að selja það rafmagn sem ekki nýtist til starfsemi frystihússins inn á landsnetið.


Markmið Starfsstöð

Ná undir eitt þak kunnáttu fólksins, verkfærum og hugmyndum sem íbúar Stöðvarfjarðar hafa.

Auka sköpunarkraftinn

Með því að leggja til vinnustofur, markað og kennslu atvinnufólks.

Aldurssamsetning bætt

Reynt verður að snúa við þróun undanfarinna ára með því að bjóða áhugaverð störf, en stærsta vandamál Stövarfjarðar er að ungt fólk hefur flutt burtu.

Ferðamenn

Tugir þúsunda ferðamanna koma við á Stöðvarfirði árlega og þeim verður beint í Frystihúsið til að skoða það áhugaverða starf sem þar fer fram.

Sparnaður og varðveisla anda hússins

Hönnun okkar gerir ráð fyrir sem minnstum breytingum á húsinu svo þannig megi varðveita andrúm þess – form og tilgangur hússins verður nýtt út í ystu æsar.

Endurvekja Stöðvarfjörð sem þekkt fiskiþorp

Ferðamönnum verður boðið að skoða fiskveiðhefðir frá Stöðvarfirði og taka þátt.

Fræðsla um sjálfbæra þróun

Frystihúsið verður starfandi dæmi um sjálfbæra þróun og um leið fræðslusetur – fyrirlestrar og námskeið.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.