Upp til skýjanna Bergur Ebbi ræðir framtíðina, tæknina og Mývatnssveit Í gini Grímsvatna Slegist í för með Jöklarannsóknafélagi Íslands
Íslensk sérútgáfa
—
jún í / jú l í 2020
Samfélag, menning og náttúra - síðan 1963
Fjöll og menn Að keppa í aflraunum krefst fórna
VOR OG SUMAR
Nýr Mercedes-Benz GLC. Rafmagnaður glæsileiki. GLC er nú enn glæsilegri og er aftur fáanlegur sem tengiltvinnbíll sem skilar 320 hestöflum. Á hreinu rafmagni fer GLC allt að 50 km en í lengri keyrslu tekur bensínvélin við. 4MATIC fjórhjóladrifið er alltaf í fullri virkni, hvort sem ekið er á rafmagni eða eldsneyti og MBUX margmiðlunarkerfið gerir aksturinn öruggari og þægilegri. Komdu og kynntu þér nýjan GLC. Við hlökkum til að sjá þig.
ASKJA · Krókhálsi 11-13 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur Mercedes-Benz á Íslandi á Facebook og Instagram.
GLC 300 e 4MATIC
Verรฐ 8.990.000 kr.
Iceland Review
EFNISYFIRLIT
Á forsíðunni 6
Í glans 8
Upp til skýjanna
Fjöll og menn
Bergur Ebbi ræðir framtíðina, tæknina og Mývatnssveit. 10-19
Um lífið fyrir og eftir aflraunir. 76-83
Krot og krass Íslenska höfðaletrið tekur á sig nýja mynd. 20-31
Ljóslifandi Af Eyrarbakka og eldtungum tímans. 32-43
Í gini Grímsvatna
Grásleppuveiðar á Glettingi með Steinunni Káradóttur. 84-93
Minning um ferðamann Myndir Christopher Lund bera vitni um breytta tíma. 94-106
Í friðlendum fálkans
Slegist í för með Jöklarannsóknafélagi Íslands. 44-57
Í áratugi hefur fuglafræðingurinn Ólafur Nielsen rannsakað hin órjúfanlegu bönd fálkans og rjúpunnar. 108-118
Ull og grænir skógar
Sumarhús
Ullarbyltingin er hafin. 58-66
Eftir Sunnu Dís Másdóttur 120-124
Rennt í bjargið Árlegur eggjaleiðangur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í Krýsuvíkurbjarg. 68-75
2
Aflakló
SLÖKUN VELLÍÐAN UPPLIFUN
JARÐBÖÐIN VIÐ MÝVATN jardbodin.is
Iceland Review
FRÁ RITSTJÓRANUM
Takk fyrir að opna þetta eintak af Iceland Review. Við á ritstjórninni upplifum það reglulega að komast á snoðir um nýjar hliðar mannlífsins hér á landi þó við teljum okkur frekar vel upplýst um sögu og menningu landsins. Það er því bæði skemmtileg áskorun og kærkomið tækifæri að fá að deila því sem við höfum uppgötvað með innlendum ferðamönnum í þessu fyrsta hefti af Iceland Review á íslensku. Ísland er stórt og þó það sé fámennt í alþjóðlegu samhengi þá er hér að finna flókinn þjóðarvef, ofinn úr meira en 360.000 einstökum lífsþráðum fólks sem mótast hefur af umhverfi sínu, tengslaneti og sögu. Á bókmenntahátið fyrir nokkrum árum sagði rithöfundurinn Jonas Hassen Khemiri að bókmenntir kæmu ekki frá löndum heldur stöðum. Hans bækur væru ekki saga Svíþjóðar en þær segðu sögu Stokkhólms. Á sama hátt má seg ja að það er stór munur á því að þekkja íslenska menningu og að hafa innsýn í lífið á Eyrarbakka. Í Iceland Review fjöllum við um króka og kima íslenskrar náttúru, samfélags og menningar. Tímaritið hóf göngu sína árið
1963 og síðan hafa bæði upplýsingamiðlun og ferðaþjónusta umturnast. Í dag gerum við ráð fyrir að lesendur okkar geti flett upp helstu staðreyndum um landið á netinu og legg jum þess í stað áherslu á að veita fólki dýpri innsýn í allar hliðar lífsins – seg ja sögurnar og sýna sjónarhornin sem ekki er hlaupið að því að gúgla. Í þessu hefti af Iceland Review kennir ýmissa grasa. Við ræddum við Berg Ebba um tæknina og framtíðina, slógumst í för með Ólafi Nielsen á fálkaslóðir, hittum fjöldann allan af fólki sem vinnur að því að endurreisa ullariðnaðinn á grundvelli nýsköpunar, töluðum við listamenn sem fengu nóg af því að vinna við tölvur og fóru að mála veggmyndir og fræddumst um tollinn sem aflraunir taka á líkama og sál. Við fórum upp á jökul og niður fuglabjarg, út á sjó og þræddum götur Eyrarbakka. Við slepptum meira að seg ja tökunum á raunveruleikanum og leyfðum skáldskapnum að taka völdin. Með því að varpa ljósi á þessa stöku þræði vonumst við til að minna fólk á að með rétta hugarfarinu geta ferðalög innanlands getur verið alveg jafn mikil ævintýri og að kanna fjarlæg lönd.
Gréta Sigríður Einarsdóttir Ritstjóri, Iceland Review
Upplýsingar um áskrift að enskri útgáfu Iceland Review má finna á icelandreview.com Skrifstofa MD Reykjavík, Laugavegur 3, 101 Reykjavík, 537-3900. Icelandreview@icelandreview.com. Iceland Review (ISSN: 0019-1094).
Ritstjóri
Útgáfustjóri
Ljósmyndir
Auglýsingar
Gréta Sigríður Einarsdóttir
Kjartan Þorbjörnsson
Golli
Reynir Elís Þorvaldsson
Christopher Lund
reynir@whatson.is
Áskriftir
Prent Kroonpress Ltd.
Kjartan Þorbjörnsson
Berglind Jóhannsdóttir
Hönnun
Ragnar Tómas Hallgrímsson
subscriptions@icelandreview.com
E&Co. – eogco.is
Golli Sunna Dís Másdóttir
4
C
S WA
N EC
DI
Jelena Ćirić
NO R
Golli
5041 0787 Kroonpress
www.icelandreview.com
O
BEL
Pennar
LA
Forsíðumynd
Vertu eins og heima hjá þér í bústaðnum Settu upp þráðlaust net fyrir alla fjölskylduna í bústaðnum með 4G-búnaði. Þá getur þú líka tengt 4K-myndlykil frá Símanum þráðlaust við netið og horft á allt þitt uppáhaldsefni úr Sjónvarpi Símans Premium. Þú getur meira með Símanum
siminn.is
SUMARNÓTT Í AÐALVÍK Á HORNSTRÖNDUM Á FORSÍÐUNNI
Forsíðumyndin er tekin í Aðalvík um örstutta sumarnótt, á því andartaki þegar sólin dýfði sér niður fyrir sjóndeildarhringinn. Í fjörunni var hlýtt og stillt og NorðurÍshafið teygði sig mót himni í fjarskanum.
Iceland Review
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL KJARNAÐU ÞIG Í KRAUMA Í Krauma náttúrulaugum kemstu í beina snertingu við kjarna íslenskrar náttúru þegar þú baðar þig upp úr hreinu og tæru vatni úr Deildartunguhveri sem er kælt með vatni undan öxlum Oks.
Njóttu þín í gufuböðum og útisturtum eða í hvíldarherberginu við snark úr arineldi og fullkomnaðu daginn með notalegri stund á veitingastaðnum okkar sem býður upp á dýrindis rétti úr fersku hráefni úr héraði.
Fimm heitar laugar og ein köld umvefja þig með hreinleika sínum sem er tryggður með miklu vatnsrennsli og engum sótthreinsandi efnum.
Láttu líða úr þér. Við erum til staðar allan ársins hring.
KJARNAÐU ÞIG Í KRAUMA @krauma_baths kraumageothermal
+354 555 6066 // krauma.is Deildartunguhver, 320 Reykholt 7
Iceland Review
OVER THE NORIR ATUUmC
l EWmS ll\ LOWESTFARES OMR THEAORTIIAnAAT/C
Exclusive
Introducing a new name in fashions from Iceland Nora fashions are a product of Slaturfelag Sudurlands, makers of well known skin and fur products such as vests, jackets, pillows and rugs. For inform ation contact main office Skulagata 20, Reykjavik. Telex: 2102, Cables: Slaturfelag.
T H E SA G A R O U T E B E T W EE N
EU R O PE A N D USA V IA ICELAN D
Fly the route L e ifr E iricsso n s a ile d : an Ice lan d e r by b irth ,
he discovered the A m e ric a n m a in la n d in 1 0 0 0 A .D . —
and the Ice lan d ers s till lik e to explo re — th ey are the firs t
w ith a new S A G A of S A V IN G S — the lowest
Daily Flights from New York to Iceland — Britain — Norway — Sweden — Holland — Denmark Finland — Luxemburg. Information, reservations from any Travel Agent or our offices and General A.gents in Aleppo — Amsterdam — Ankara — Athens — Beirut — Bergen — Brussels — Chicago [Copenhagen — Damascus. — Dhahran — Frankfurt/Main — Geneva — Glasgow — Gothenburg Hamburg — Helsinki — Jerusalem — Johannesburg — Lima — London — Luxemburg — New York Dslo — Paris — Reykjavik — Rome — Salisbury — San Francisco — Stavanger — Stockholm Feheran — Tel Aviv — Prague — Warsaw — Vienna — Zurich----------------------------
o f a ll a ir fa re s between Europe and U S A .
D a ily Flig h ts from N E W Y O R K to IC E L A N D —
B R IT A IN — H O L L A N D — N O R W A Y — S W E D E N — D E N M A R K — F IN L A N D — L U X E M B O U R G
h L
O
F
r i E
I D
o
f r
i E
ICELANDIC
I R Printed by S E T S ERG
i D
i R
AIRLINES
. Reykjavik . Iceland
36
Fifty million Terns cannot be wrong
argus advertising agency
u o s s b u
9 P jja D jn B is
:o io M d
© a u g l Vs i n g a s t o f a n
The best fish come from Iceland
Its not hard to sell top quality fish. No need for any magic marketing touch. Quality sells itself. And so it is w ith our fish. But there's one snag: how to maintain a constant flow of high quality fish through out the year? Not just one year, but every year. It takes skill, and sometimes daring, to bring in the fresh fish every day from the ocean depths. Our fishermen can't al ways w ait for ideal conditions. So, unless the weatherman says NO, they go out and get it. Its often a tough job. But we manage it — and our fish sells itself. We try to keep our regular customers supplied all the time w ith the world's best fish products. Our friends in the institutional trade appreciate our efforts. It's a mutual appreciation. Together we've set the standard for the best in fish. The SAMBA brand.
Every year millions of Arctic Terns come flocking over to visit us from the South Pole. So, perhaps, it’s your turn to come and see us this summer. That many terns cannot be wrong. THAT ZESTFUL ICELAND FISH
LANDSBANKI ISLANDS
Produced in 35 freezing plants round the coast of Iceland and sold exclusively by: SAM BAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA Federation of Iceland Co-operative Societies, Reykjavik, Iceland and distributed through own sales organisations in the following countries: U.S.A. - ICELAND PRODUCTS, Inc., Slate Hill Road, CAMP HILL, Penna. United Kingdom - SAMBAND, 16, Eastcheap, London, E C. 3. Germany — SAMBAND, Steindamm 91, Hamburg 1.
The National Bank o f Iceland
„FIMMTÍU MILLJÓNUM KRÍA GETUR VARLA SKJÁTLAST.“
8
Öll tímabil mannkynssögunnar verða afkáraleg eftir að þau renna sitt skeið. Útgáfusaga Iceland Review, elsta tímarits um Ísland gefið út á ensku, spannar meira en 50 ár – fyrsta blaðið kom út árið 1963. Líkt og tímaritið sjálft hafa auglýsingar sem prýtt hafa síður tímaritsins þróast og breyst með tímunum. Fyrir stuttu leit ritstjórnin yfir farinn veg og safnaði saman nokkrum eftirminnilegum auglýsingum.
Mynd: Ruedi Homberger
* 1940, †2020
HÁGÆÐA HÚS Á NORÐUR ÍSLANDI
Húsavík
NOLLUR AKUREYRI
Eskifjörður
Höfn
FNJÓSKÁ NOLLUR
HRAFNABJÖRG AKUREYRI LEIFSSTAÐIR AKUREYRI Vel staðsett og vönduð villa beint á móti Akureyri 3 herbergi, 3 baðherbergi, 6 rúm
Mjög vönduð villa í nágrenni við Akureyri 4 herbergi, 2 baðherbergi, 8 rúm
VALLHOLT GRENIVÍK
SÚLUR NOLLUR
KRÝSUVÍK NOLLUR
Rúmgott lúxus hús við sjóinn. 3 herbergi, 2 baðherbergi, 6 rúm
Fallegt súmarhús með glæsilegar innréttingar 1 herbergi, 1 baðherbergi, 4 rúm
Þægileg risíbúð á Nolli við Eyjafjörð 2 herbergi, 1 baðherbergi, 4 rúm
Risíbúð með stórfenglegt útsýni yfir Eyjafjörð 1 herbergi, 1 baðherbergi, 2 rúm (4)
REYKJAVÍK
Vík
Nánari upplýsingar og bókanir www.nollur.is
Iceland Review
UPP
Texti: Gréta Sigríður Einarsdóttir
10
TIL
Ljósmyndir: Golli
Iceland Review
S
K
Ă? J
A
N
N
A
11
Iceland Review
…Þegar ég var krakki og fór með fjölskyldunni í bíó á myndina Philadelphia með Tom Hanks. Ég man það af því við sátum alveg fremst og þurftum að reigja hálsinn til að sjá. Hollywood gat útskýrt flókin fyrirbæri í eitt skipti fyrir öll á þessum árum. Það er út úr myndinni í dag að ein fjölskylda geti bara farið í bíó á eina mynd og bara „já, nú skil ég til fullnustu gríðarlega flókið málefni sem hafði legið í reiðileysi í hugmyndaheimi mínum áður.“ Maður man eftir…
…lykillinn að þessum erlendu mörkuðum. Það er svo margt skrýtið og jákvætt að gerast í heiminum fyrir örtungumál. Það er komin miklu meiri þolinmæði fyrir því og þetta menningarlega samhengi sem hefur hingað til verið nauðsynlegt að brúa, nú getur fólk gert það sjálft. Sem dæmi, Valhalla Murders sem hét Brot hér á Íslandi og…
Í fyrstu líður mér eins og ég standi í auga storms. Allt í kring eru hugmyndir á fleygiferð og ég hef enga stjórn á samtalinu. Það voru liðnar 18 mínútur af viðtalinu við Berg Ebba þegar ég spurði fyrstu spurningarinnar. „Hérna, við hvað vinnurðu?“
12
… Þetta er ekki samsæri en þetta er blanda af skipulagi og einhverju sem liggur í loftinu. Núna myndi, ég veit ekki hver er frægasta stjarna Hollywood núna, Jennifer Lawrence, eða einhver enn ferskari. Þegar hún birtist á skjánum í útvíðum buxum…
Ljóðskáld, rithöfundur, uppistandari, fyrirlesari. Það kemur í ljós að Bergur Ebbi vinnur við að segja skemmtilega frá. Ég slaka á og sleppi þeim litlu tökum sem ég hafði á viðtalinu. Kasta mér út í storminn og treysti því að handan við ólgusjóinn muni hann leiða okkur í örugga höfn. „ …þessi fagurfræðilega birtingarmynd tækninnar. Um leið og maður opnar augun fyrir því, sem mér finnst fólk vera að gera meira og meira, þá fer maður að sjá þessar birtingarmyndir æ víðar.
Iceland Review
Framtíðin er núna Nútíminn er Bergi Ebba hugleikinn. Nýjasta bók hans, Skjáskot, kom út síðastliðið haust og er kynnt sem annað leiðsögurit hans um nútímann. Í kjölfar þess hélt hann vinsæla fyrirlestraröð í Borgarleikhúsinu byggða á Skjáskoti sem fengu snubbóttan endi vegna samkomubanns. Fyrirlesturinn er þó aftur á dagskrá á næsta leikári og komið hefur til tals að þróa sjónvarpsþætti byggða á sama efni. Þrátt fyrir afrekaskrána vill Bergur Ebbi ekki gangast við því að vera leiðsögumaður um nútímann. „Ég hef reynt að draga í land með að vera einhver framtíðarspekúlant. Það getur komið aftan að manni ef ekkert rætist sem maður segir. Þó mér finnist flott að hafa víða sýn og vera smá fjölfræðingur, þá reyni ég að halda fókus. Ekki þykjast vita allt. Mín þemu eru sjálfsmynd, samskipti fólks við tækni, greining á trendum og mynstrum og eftir atvikum að spá og spekúlera í framtíðinni.“ Bergur Ebbi er laginn við að taka hugmyndir sem maður telur sig þekkja og snúa þeim á haus. Hann heldur áfram: „Eins og hugmyndin um skýið. Þessi hugmynd um skýið og léttleikann og hvernig það fer síðan út í að vera jafnvel mengun og mistur, eitthvað sem byrgir okkur sýn. Þetta er líking sem er gegnumgangandi í því hvernig ég vil tala um nútímann.“ Skýið Framtíðin er bylting en byltingar eiga sér stanslaust stað. Hraðinn í samtímanum er ótrúlegur en ekkert á borð við hraða fortíðarinnar. Við getum ekki að fullu stigið inn í framtíðina því rætur okkar liggja alltaf í tímanum sem ól okkur. Bergur Ebbi segir: „Saga foreldra minna einkenndist af Úr-sveit-í-borg. Pabbi mun alltaf vera markaður af því að vera náunginn sem fór úr sveit í borg. Hann er ennþá að átta sig á kostum þess að vera í borginni og byggir ennþá á grunngildum úr sveitinni. Saga mín og minnar kynslóðar mun verða borg í ský.“ Tækni hefur áhrif á menningu og öfugt. Hugmyndin um skýið gefur til kynna léttleika og óáþreifanleika en byggir á flóknu samspili gagnavera og tölvubúnaðar. „Til þess að gera tæknina notendavænni er alltaf verið að plussklæða hana. Það er mikil myndræn og listræn sýn á bak við skapandi framsetningu á tækni. Mér finnst það í raun ekki minna merkilegt en tæknin sjálf, hvernig þetta er falið.“ Felur hafa neikvæðan tón en fyrir Bergi Ebba er feluleikurinn lykilatriði: „Við notum orð eins og að fela en þetta er spurning um fókus, það er verið að skerpa á því sem skiptir máli í tækninni.“ Með því að breyta skynjun okkar á tækni opnum við hugann fyrir möguleikunum. „Við erum af þeirri kynslóð sem tengir internetið við kapla og snúrur. Við erum meðvituð um strenginn sem liggur frá götunni og inn í húsið. Yngra fólk mun aldrei upplifa neina línulega hugmynd um miðlun upplýsinga á stafrænan hátt. Hún er 100% þráðlaus. En bara með því að nota orð eins og þráðlaus gefum við í skyn að það gæti verið þráður.“
Orð skipta máli Næsta umræðuefni er samfélagsmiðlar en fyrst tökum við okkur stutta stund í að ræða orðanotkun. Bergur Ebbi velur orð sín af kostgæfni. „Ég var skammaður af Silju Aðalsteins sem kom á fyrirlesturinn minn af því ég notaði orðið narratíf svo mikið. Hún sagði að íslenskan eigi hið góða og gilda orð frásögn. Það er samt sérhæfðara en það sem maður á við með narratíf. Ég veit ekki hvaða orð er hægt að nota yfir curation, útstilling eða uppstilling kannski?“ Við sættumst á að tala um listræna stjórnun. „Ég vil undirstrika að framsetning tilverunnar á samfélagsmiðlum dregur fram ótrúlega mikið af fallegum eiginleikum og sköpunarkraft. Mér finnst fallegt að kalla þetta listræna stjórnun á lífi sínu þó það hljómi kannski voða firrt og fjarlægt. Fyrst við á annað borð höfum möguleikann á því að framandgera líf okkar og upphefja það, þá er eins gott að við gerum það á fallegan hátt, og flott. Mér finnst það eiginlega vera skylda okkar.” Orðið hégómi finnst honum neikvætt, það gefur til kynna að sú sköpun sem felst í fegrun lífsins sé einskis virði. „Mér finnst þessi smekklega framsetning vera meira en bara hégómi. Það er of grunn lýsing að afskrifa framandgervingu og listræna framsetningu á lífinu sem hégóma.“ Ó borg, mín borg Við höldum áfram að ræða narratíf okkar kynslóðar. „Stóra saga okkar, sem þjóðar, hefur hingað til verið sveit í borg.“ Við erum hundrað árum á eftir stórþjóðum í Evrópu þegar kemur að borgarmyndun og upprisu borgaramenningar. Íslendingar fluttu inn samfélagsbyltingar og menningarstrauma en hraði samfélagsbreytinga gerði það að verkum að ekki allt hitti í mark. „Í upphafi íslenskrar kvikmyndagerðar, árið 1977, varð gerð bíómynd sem hét Morðsaga. Þar var farið beint út í gagnrýni á borgaramenningu. En þessi bíómynd, sem er reyndar frábær, hitti ekki í mark á sínum tíma. Gallinn var að það átti eftir að skilgreina íslenska borgaramenningu. Það átti eftir að gera upp sveit-í-borg tímabilið. Íslendingar höfnuðu henni af því hún var um menningu sem var ekki búið að vinna inn fyrir. Við erum fyrst núna að komast á eitthvað Thomas Mann-skeið að fjalla um þriðju kynslóðar borgarbúa, úrkynjun, kynóra og rugl.“ Bergur Ebbi heldur áfram og segir að nú sé komið að því að stíga næsta skref. „Sagan sem nú er hafin, sem við erum að byrja að skrifa, er borg í ský. Við verðum öll þegnar skýsins.“ Hann er kominn á flug. „Við vorum fólk jarðarinnar, okkar sjálfsmynd kom þaðan. Ekki veiðimenn og safnarar, það var strúktúr í þessu, þó við hefðum ekki borgaralegt skipulag. Svo fluttum við í borgina. Þar lutum við stærra ríkisvaldi og reglum borgarsamfélagsins. Samskiptin breytast og sjálfsmyndin byggist á starfinu. Borgin gengur út
13
Iceland Review
“SKÝIÐ ÖÐRUVÍSI
LÝTUR
ALLT
REGLUM,
ALLT ÖÐRU GILDISMATI, F A G U R F R Æ Ð I , HUGMYNDIR UM FRELSI OG TAKMARKANIR Á ÞVÍ ERU ALLT AÐRAR Í SKÝINU HELDUR EN SEM BORGARI.”
14
Iceland Review
15
Iceland Review
á starfið - sérhæfinguna.“ Samtalið á það til að taka óvæntar u-beygjur. „Ys og þys í Erilborg eftir Richard Scurry. Það er barnabók sem hefur verið endurútgefin svona 150 sinnum, þú getur labbað inn í bókabúð hvar sem er í heiminum og keypt hana. Það kannast allir við hana, ég held að pabbi hafi lesið hana þegar hann var ungur og samt eigum við mjög lítið sameiginlegt í menningarneyslu. Svo eru börnin mín að lesa þetta.“ Önnur u-beygja og við erum komin á beinu brautina aftur. „Í Erilborg hafa allir hlutverk, það er smiðurinn, bakarinn, lásasmiðurinn, saumakonan o.s.frv.” Alltaf þegar ég held að hann sé kominn langt út fyrir efnið lokar hann útúrdúrnum á snyrtilegan hátt og tengir hann aftur að rauða þræðinum. „Málið með skrefið yfir í skýið er að þar gilda allt aðrar reglur. Annar hver maður hefur lent í einhvers konar persónuleikaþjófnaði á netinu, oft í ótrúlega lítilli mynd og jafnvel án þess að vita af því. Ég fæ oft þessa spurningu af því ég er lögfræðingur. „Hvað á ég að gera, einhver loggaði sig inn á facebookið mitt frá Gautaborg og nú er búið að henda mér út því ég á að hafa brotið einhverjar reglur.“ Þú ættir að fara til lögreglunnar. Fólki dettur það ekki einu sinni í hug. Þú ferð til lögreglunnar þegar reiðhjólinu þínu er stolið og þegar það er brotið á annan hátt á þér sem borgara en þegar það er brotið á þér sem þegn skýsins þá telurðu þig vera einn á báti. Þú beitir frekar meðölum sem þú hefur þar. Skýið lýtur allt öðruvísi reglum, allt öðru gildismati, fagurfræði, hugmyndir um frelsi og takmarkanir á því eru allt aðrar í skýinu heldur en sem borgari. Það býður upp á jafn mörg tækifæri og áskoranir og það verða nýjar kynslóðir sem átta sig á þessu.“ Það er list að spá fyrir um framtíðina Við eigum eftir að upplifa breytingarnar á eigin skinni en listin er þegar farin að endurspegla ólguna. „Listin er löngu byrjuð að vinna í þessu án þess að vera meðvituð um það. Allskyns hlutir eiga eftir að fá listrænt gildi. Það er fullt af hlutum sem yngri kynslóðir gera, á samfélagsmiðlum, Youtube, Instagram og svo framvegis sem við flokkum ennþá sem afþreyingu, hégóma eða tímasóun. Það á bara eftir að bregða einum filter yfir það og þá á öll dýptin eftir að koma í ljós. Við sáum það sama gerast á 20. öld þegar dægurtónlist fór frá því að vera afþreying augnabliksins yfir í að hafa gríðarlega dýpt. Það breyttist ekkert í eðli tónlistar, það var bara einhver hula dregin af og við upplifðum hana öðruvísi. Í dag er djass hátt skrifaður. Því það er búið að skilgreina hann þannig. „„Djass er melódía sálarinnar greypt í gangvirki vélarinnar” sagði Le Corbusier fyrir löngu síðan. Hann taldi djass vera framúrstefnulegan og að arkitektúr, sem var hans fag, gæti lært mikið af djassi. Þegar hann mælti þessi orð voru fáir að hugsa djass sem neitt annað en afþreyingu. Það sama á eftir að gerast um alls kyns hluti sem við teljum afþreyingu í dag. Augu okkar eiga eftir að opnast
16
fyrir svo mörgu. Þegar djass kemur fyrst fram, brást fólk ókvæða við, hélt að þetta væru bara dópistar að rasa út.“ Bergur Ebbi minnir á að það er ekki tæknin sem breytir lífum okkur, heldur hvernig við notum hana. Hlaðvörp eru ekki ný tækni en jafnvel við tilkomu útvarpsins var tæknin ekki aðalatriðið, heldur fólkið sem talaði í útvarpið. „Stundum erum við blinduð af smáatriðum. Breytingarnar eru ekki jafn miklar og við höldum. Ég ber stundum saman innleiðingu snjallsímans og bílsins. Þá segir fólk oft, já, en þetta er að gerast miklu hraðar með snjallsímana. Það er bara alls ekki rétt. Snjallsímar eru í raun búnir að vera í þróun í næstum þrjátíu ár. Fyrstu farsímarnir detta inn á 9. áratugnum og ýmis kerfi, eins og textaskilaboð, eru búin að vera til frá því á miðjum 10. áratugunum. Það er fyrst núna, sem snjallsíminn er raunverulega tilbúinn og byrjaður að breyta því hvernig við skipuleggjum heiminn. Ef við berum þetta saman við bílinn þá sjáum við að það líður alls ekki langur tími frá því að bíllinn kemur inn þangað til við erum farin að skipuleggja allan heiminn út frá honum.“ Okkur líður eins og íslenskt samfélag breytist ógnarhratt en Bergur Ebbi vill meina að hraðinn hafi oft verið meiri. „Besta dæmið í því er byggingarlist. Þeir sem reisa fyrstu módernísku fúnkíshúsin ólust kannski upp í torfbæjum. Þeir hoppa yfir þróunarskeið sem tóku mörghundruð ár á meginlandi Evrópu. Fólk fór frá einhverju mjög frumstæðu yfir í eitthvað háþróað á einni kynslóð. Ég held að fyrstu módernistarnir hafi upplifað enn klikkaðri tíma en við gerum í dag. Það voru kynslóðir sem sáu bíla í fyrsta skipti, uppgötvuðu eiturlyf í fyrsta skipti. Við eigum ekki séns í ákveðnar kynslóðir á 20. öldinni þegar kemur að hraða í framförum.“
„ÉG HEF REYNT AÐ DRAGA Í LAND MEÐ AÐ VERA EINHVER F R A M T Í Ð A R S P E K Ú L A N T. ÞAÐ GETUR KOMIÐ AFTAN AÐ MANNI EF EKKERT RÆTIST SEM MAÐUR SEGIR.”
Á valdi stemningarinnar Talið berst að ferðalögum. Enginn kemst til útlanda í sumar en stemningin fyrir ferðalögum innanlands er rosaleg. En það er ekkert nýtt undir sólinni. „Það var míníkreppa upp úr ´90 og gert markaðsátak til að styrkja íslenska innviði. SÍS var farið á hausinn og það átti að virkja íslenska bændur í ferðaþjónustu. Þá varð til þetta slagorð - Ísland, sækjum það heim. Ég er alinn upp af foreldrum sem ólust upp í sveit og það var barið inn í vitund okkar að það væri göfugt að ferðast um landið og jafnvel að það væri pakklegt að langa að fara til Mallorca í sólina. Þú áttir bara að vera í einhverju norpi og virkilega upplifa Mývatnssveitina.“ Svo sveiflaðist pendúllinn í hina áttina. „Svo var komin rosalega mikil samstaða um að það væri göfugt að
Viðbættur sýndarveruleiki An Immersive Installation Framlag Listasafns Íslands á Listahátíð í Reykjavík
06.2020— 01.2021
Solastalgia Fríkirkjuvegur 7 515 9600 101 Reykjavík Opið 10-17 listasafn.is
Ertu á leiðinni til Húsavíkur? GeoSea er baðstaður á heimsmælikvarða sem vakið hefur eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Vatnið í sjóböðunum er hrein blanda af tæru bergvatni og jarðsjó sem inniheldur einstaka samsetningu endurnærandi steinefna fyrir húðina. Renndu við! Sjóböðin á Húsavík
Vitaslóð 1
geosea
geoseaiceland
geosea.is
Iceland Review
ferðast til útlanda. Þú gætir eiginlega ekki ferðast nóg. Allt í einu var ég orðinn eins og einhver gamall karl, smá bara ‘hvað með Mývatnssveitina?” Það var svaka stemning en á allra síðustu árum var farið að kroppa í þá stemningu með tali um kolefnisfótspor.“ Ég held að það hafi liðið svona tíu dagar frá því að orðið “flugskömm” heyrðist fyrst þar til það varð mjög ráðandi í umræðunni. Íslendingar eiga það til að vera mjög stemningsglaðir.“ Bergur Ebbi hikar áður en hann segir, „Lykilatriðið er stemning. Stemning felur í sér einhvern mátt sem getur velt þungu hlassi. Ég er hins vegar alltaf dálítið hræddur við stemningu því það er svo ruglað þegar eitthvað verður illa séð, hegðun sem var kannski bara í fínu lagi svona ári áður.“ Bergur Ebbi segir mér að fólk í framtíðargreiningarbransanum úti hafi skrýtnar hugmyndir um eyjar. Þeir haldi að þær séu lokuð kerfi sem auðvelt sé að leika sér með. „Vandamálið við allar framtíðarspár er að það eru svo margar breytur.“ Hann segir erfitt að greina tíðarandann í samtímanum. „Fólk sem vinnur í tísku segir alltaf „Nú er bara allt í tísku, það má allt.“ Þau skilja ekki hvað þessi alltumlykjandi skilyrðing á hvað má er ósýnileg þegar hún er í gangi. Það má bara alls ekki allt og þú fattar það ekki fyrr en þú horfir til baka eftir 10 ár. Þá áttarðu þig á að það mátti bara mjög lítið! Maður uppgötvar þetta þegar maður snýr heim eftir dvöl í útlöndum. Þá sér maður að frelsið er ekki meira en svo að hér hefur einhver laginn markaðsstjóri fyrir, segjum Adidas eða eitthvað, náð góðri fótfestu því allt í einu eru allir komnir í Adidas. Kannski er Ísland þessi míkrokosmos sem erlendu markaðsfútúristana dreymir um eftir allt saman.“
„VIÐ ERUM AF ÞEIRRI KYNSLÓÐ SEM TENGIR INTERNETIÐ VIÐ KAPLA OG SNÚRUR. VIÐ ERUM MEÐVITUÐ UM STRENGINN SEM LIGGUR FRÁ GÖTUNNI OG INN Í HÚSIÐ.”
Að taka afstöðu Hans ær og kýr eru möguleikarnir sem felast í tækninni en hann sér líka ókostina. Það er ekki bara fallegt að vera á samfélagsmiðlum. „Það er mikil óbilgirni i samskiptum. Fólk er mjög visst í sinni sök og er ekki tilbúið að taka neinum málamiðlunum.” Það er nauðsynlegt að hafa akkeri í hafsjónum sem eru samfélagsmiðlar. „Rétta skoðunin er bara rétt ákveðið lengi, þú þarft að hafa einhver dýpri grunngildi. Og þau ættu að vera svo djúp að þú komir þeim ekki í orð. Ef þú getur skrifað gildin þín niður á eitthvað plagg, þá eru þau ekki nógu góð. Ef þú ert sáttur við að gildin þín séu svona takmörkuð, þá ertu ekki að fara nógu djúpt og þú munt rekast á veggi.“ Hann heldur áfram: „Ég tek ofan fyrir fólki sem
hefur hrapallega rangt fyrir sér því ég held að á endanum séu þetta ekki spá heldur afstaða. Þetta er sýn. Meira að segja lið sem á að hafa verið einhverjir framtíðarspekúlantar, Steve Jobs og hans líkar. Auðvitað höfðu þau líka harkalega rangt fyrir sér. Þó bara ein af tíu hugmyndum sem fólk fékk gangi upp þá er fólk tilbúið að þurrka út núansana.“ Suma hluti er Bergur Ebbi þó tilbúinn að spá fyrir um. „Það verður hluti af uppeldi í framtíðinni að stjórna því hvaða upplýsingar þú tekur inn og temja sér aga. Að ætla taka inn allar fréttir og allt sem vinirnir segja á samfélagsmiðlum, það gengur ekki upp. Ekki bara vegna tímans sem fer í þetta, ef þú hlustar á allt þá sérðu ekki skóginn fyrir trjánum. Þá er skýið er orðið að gasi, farið að byrgja þér sýn.“ Samtalið hefur farið út um víða völl, frá Mývatnssveit og út í heim - frá gróðri jarðar og upp til skýjanna. Við fyrstu sýn er spjallið sundurlaust en þegar nánar er að gáð ber allt að sama brunni. Veröld ný og góð Þrátt fyrir að framtíðin beri breytingar í för með sér er mikilvægt að hafa í huga að skilin eru ekki jafn skörp og við höldum. Við erum með annan fótinn í skýinu en hinn er ennþá kyrfilega í borgarmenningunni. „Við njótum góðs af mörgu í borgaralegri menningu. Ég meina, við sitjum hér og drekkum kaffi í listasafni, það gerist ekki mikið borgaralegra en það. Þetta kerfi tók árhundruð að byggja með kostum og kynjum. Borgaraleg menning hefur marga galla, kúgun minnihlutahópa, hernaðarhyggja, herkvaðning, uppeldis- og skólakerfi sem byggist á kúgun og hlýðni, takmörkun á frelsi okkar til þess að við lærum að ganga í takt. En svo eru til dásamlegir hlutir eins og að sitja inni á listasafni og drekka kaffi.“ Samkvæmt Bergi Ebba er það á grundvelli hins gamla kerfis að við byggjum nýjan heim. „Sagan sýnir enda að byltingin étur alltaf börnin sín. Það má taka allar þessar pælingar líka yfir í borg-í-ský pælingarnar. Í rosalegustu hugmyndunum um hvað gerist þegar við verðum stafrænir þegnar er að þjóðríkið hverfur, kyn hættir að skipta máli og svo framvegis. En fullt af hlutum úr gamla kerfinu verða ennþá til. Við byggjum upp nýtt og betra samfélag ef við berum virðingu fyrir því gamla.“ .
19
Iceland Review
KROT 20
Ljรณsmyndir: Elsa Jรณnsdรณttir, Bjรถrn Loki Bjรถrnsson, Golli
O
Iceland Review
G
Texti Gréta Sigríður Einarsdóttir
KRASS 21
Iceland Review
Víðsvegar um byggðir landsins, hvort sem það er Patreksfjörður, Stöðvarfjörður, Siglufjörður eða Flateyri, má sjá svarthvítar veggmyndir. Á hörðum steini flækjast mjúkar línur saman, óljós meining bak við óskiljanlega flækjuhnútana. Ef þú spyrð bæjarbúa kurteislega gæti vel verið að einhver þeirra taki það að sér að útskýra
fyrir þér hvað táknin á veggnum þýða, forna letrið sem táknin eru byggð á og jafnvel hvernig orðin tengjast sögu fólksins í bænum. Þó málningin sé rétt nýþornuð eru veggverkin byggð á aldagamalli hefð og sögu. Listamennirnir á bak við verkin kalla sig Krot og Krass.
Tvíeykið samanstendur af Birni Loka Björnssyni og Elsu Jónsdóttur, fólki á þrítugsaldri sem hafði fengið nóg af því að sitja við tölvu og hanna grafík fyrir kröfuharða viðskiptavini. „Við vildum eyða minni tíma við tölvuskjáinn og meiri tíma í að vinna með höndunum,“ segir Elsa þegar hún er spurð hvernig hugmyndin varð til. Samstarfið hófst þegar þau voru bæði að læra grafíska hönnun í Listaháskólanum en á meðan á náminu stóð og þegar því var lokið leið þeim eins og hefðbundin verkefni hönnuða veittu þeim ekki næga lífsfyllingu. Loki segir mér: „Við ákváðum að hætta að vinna fyrir viðskiptavini og byrja að vinna fyrir okkur sjálf. Gera það sem við vildum gera.“ Það fyrsta á dagskrá hjá þeim var að vekja til lífsins og endurhugsa íslenska höfðaletrið.
segir að þegar maður leiti eftir því sé höfðaletrið víða að finna. „Ég fór að taka eftir því alls staðar, meira að seg ja á einhverjum lista heima hjá ömmu minni. Þetta er úti um allt.“ Elsa útskýrir uppruna letursins. „Höfðaletur er byggt á gömlu gotnesku letri. Það kom til Íslands í kringum 1600 en brenglaðist á leiðinni. Kannski mundu þau sem kynntu það hér fyrst ekki allt um það eða kannski kunnu þau það ekki nógu vel en hvað sem því líður þá var fljótlega farið að gera nýjar útgáfur af erlenda letrinu. Næstu þrjú hundruð ár gekk það manna á milli og hver og einn notaði letrið eftir eigin höfði. Letrið þróaðist sjálfstætt, eins og alþýðulist. Þessi ótrúlega frumlega leturgerð varð til alveg óvart.“
Sögulegur innblástur „Við sérhæfum okkur í leturgerð, það er það sem við vorum spennt fyrir að gera í náminu,“ útskýrir Loki. „Við héldum sýningu byggða á letri sem við hönnuðum og komumst að því að það var rosa gaman að vinna með það. Í fyrstu máluðum við málverk byggð á letrinu en seinna ákváðum við að stækka við okkur og gera veggmyndir byggðar á sömu hugmynd.“ Til að byrja með voru leturgerðirnar auðskiljanlegar og Elsa og Loki léku sér með tungumálið, ljóð og málshætti. Þau ferðuðust kringum landið og máluðu myndir – í fyrstu hringferðinni sinni skildu þau eftir sig 8 verk á mismunandi stöðum á landinu, innblásin af sögunni og fólkinu á stöðunum sem þau heimsóttu. Eftir því sem þau grúskuðu dýpra í letursögu landsins fóru þau að vinna letur byggt á gamla höfðaletrinu. Loki segir mér að í íslenskri grafíksögu séu nokkrar leturgerðir sem hafi þróast hér á landi, líkt og rúnir, galdrastafir og munkaletur. Það sem þau hafa verið að einbeita sér að er höfðaletrið, þessir flóknu stafir sem flestir teng ja við útskornar fjalir á Þjóðminjasafninu. Þau leituðu meðal annars fanga á söfnum landsins en Loki
22
Tímanna tákn Höfðaletrið þróaðist með íslenskri handverkssögu og var loks orðið svo stór hluti af henni að einhver fann hjá sér þörf til að skrásetja höfðaletrið í byrjun 20. aldarinnar, til að varðveita hefðina í heimi sem var óðum að breytast. Skrásetningin varðveitti vissulega þekkinguna en hafði einnig þau óvæntu og óumbeðnu áhrif að stöðva þróunina sem hafði átt sér stað síðustu aldirnar – frysti letrið í tíma. Elsa heldur áfram: „Höfðaletur var þrjár aldir í þróun en eftir að einhver tók saman helstu gerðir þessum 1900 og gaf það út á prenti, þá hélt fólk sig við útgefnu „reglurnar“. Engin þróun hefur því átt sér stað síðustu öldina.“ Loki heldur áfram: „þetta var skrifað í stein. Eftir að reglurnar voru settar fram, ef þú gerir eitthvað öðruvísi þá er það rangt. Áður en þær voru skrifaðar þá taldist það þróun.“ Rúmri öld síðar halda Elsa og Loki áfram þaðan sem frá var horfið. Þau eru órög við að taka þessa kjarnahefð Íslands og færa hana inn í nútímann. Elsa segir mér að þeim hugnist ekki að vinna eingöngu með hefðina. „Við erum að þróa okkar eigin útgáfu af höfðaletri út frá hönnun og tækni dagsins í dag.“ Loki svarar. „Við vinnum út frá þessum grunni en við erum að gera okkar eigið verk, eitthvað nýtt á gömlum grunni.“ Vissulega
Iceland Review
„Við ákváðum að hætta að vinna fyrir viðskiptavini og byrja að vinna fyrir okkur sjálf. Gera það sem við vildum gera.“
23
Iceland Review
Kænugarður, Úkraína
„Höfðaletrið þróaðist sjálfstætt, eins og alþýðulist.“
lítur letur dúettsins ekki út eins og höfðaletur. Það er nútímalegt en með skýrum vísunum til eldri tíma. Letrið er til í nokkrum útgáfum, í einni þeirra eru hök og skörð, vísun í þá daga þegar letrið var aðallega notað í útskurði. Önnur útgáfa er mjúk og þrívíð, nánast eins og stafirnir séu mótaðir úr borða sem lagður er til á þann hátt að hann myndi stafinn. Upprunalega átti höfðaletrið að líta út fyrir að vera gert úr mjúkum borða. Þrátt fyrir að letrið eigi sér langa sögu þýða stafir ekki mikið ef þeim er ekki raðað saman í orð og Loki og Elsa leika sér með tungumálið í veggmyndunum. Hægt er að sjá verk þeirra víðsvegar um landið og þau sækja sér innblástur í bæjarbraginn á hverjum stað. „Við vorum að vinna með setningar eins og „Babb í bátinn“,“ segir Elsa. „Á Siglufirði skrifuðum við Fiskisagan, síldarsagan er svo samofin staðnum. Allir á Siglufirði eru alltaf að seg ja þér söguna af síldarævintýrinu.“ Það er ekki eini staðurinn á landinu þar sem þau vísa í útgerðarsögu bæjarins því á Neskaupsstað er mynd sem á stendur Síld og sæla, súld og bræla. „Við vinnum með umhverfi okkar og sögu staðarins,“ útskýrir Elsa. „Þetta gekk upp og niður hjá þeim svo þetta er stúdía
24
í andstæðum.“ Andstæðurnar eru ekki bara í orðunum heldur eru þær sjónrænar líka, eins og Loki útskýrir. „Við vinnum með skörp skil, svart og hvítt, jákvætt og neikvætt.“ Stundum fléttast þeirra eigin saga inn í verkin. „Fyrsta verkið sem við gerðum í Borgarnesi er Svaðilför, því það er það sem dvölin okkar þar var. Við gistum í tjaldi við vegginn í hræðilegu veðri og um nóttina fauk málning yfir tjaldið okkar í storminum. Við enduðum á að þurfa að finna okkur aðra gistingu um miðja nótt!“ Aftur til framtíðar Elsa og Loki hafa líka farið með gamla letrið með sínar evrópsku undirstöður aftur til meginlandsins. Tvíeykið keypti gamlan bíl, pakkaði í hann mörgum fötum af málningu og keyrði um alla Evrópu á honum. „Við tókum Norrænu til Danmerkur og keyrðum gegnum Danmörku, Þýskaland, Pólland og Úkraínu,“ segir Loki. „Við ætluðum að vera tvo mánuði á ferðinni en þeir urðu að lokum sex. Við vorum tvo mánuði í Lviv og Kænugarði og tókum svo strikið gegnum Moldóvu, Rúmeníu og Slóveníu. Pælingin var að halda bara áfram eins lengi og við gætum. Við tókum
Iceland Review
Stundum þarf tvo til - því að sumt virkar betur saman Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
VERT
LEYN IVOPN ÞJÓÐARI NN AR
25
FIMMTÍU FIMMTÍU ÁR ÁR
FIMMTÍU FIMMTÍU PRÓSENT PRÓSENT Við fögnum hálfrar aldar afmæli félagsins og bjóðum 50% afslátt af öllum flugsætum í allt sumar – bókað á vefnum. Takk fyrir að velja Flugfélagið Ernir, elsta starfrækta flugfélagið á Íslandi. Verð og áætlun er að finna á ernir.is
Bókaðu Bókaðu flugið flugiðáá ernir.is ernir.is
Iceland Review
„Við skildum eftir dálítið póstkort frá Íslandi til Úkraínu.“
ekkert með okkur og áttum nánast engan pening, ekkert nema málningu sem við fengum fyrir slikk. Við bjuggum í bílnum og elduðum í bílnum svo kostnaðurinn var ekki mikill. Því lengra sem við fórum, því fleiri verkefni tókum við að okkur. Það síðasta var líka það stærsta, barnaskóli í Úkraínu þar sem við vörðum þremur vikum í að mála risaverk.“ Elsa skýtur inn í, „það fóru 200 lítrar af málningu í þetta!“ Í hverri borg kynntust þau fólki sem gat hjálpað þeim að komast í samband við tengiliði á næsta áfangastað. „Við kynntumst ótrúlega áhugaverðu fólki,“ segir Loki. Þau eiga ennþá bílinn sem flutti þau um meginlandið og hann hefur nýlega fengið andlitslyftingu eins og tvíeykinu einu er lagið. Tvö skref áfram, eitt skref aftur Þó þau ynnu erlendis héldu Elsa og Loki áfram að vinna með íslenskar hefðir. Í Kænugarði voru þau fengin til að mála risastóra veggi á brútalískum grunnskóla frá Sovét-tímanum. „Það fyrsta sem við hugsuðum þar sem við stóðum og horfðum í kring um okkur var að þetta væri eins og fjallasalur,“ segir Loki. „Skólinn er í
miðjunni á risastóru blokkahverfi með þúsundum íbúða. Þú sérð hvergi svona margar íbúðir í einu á Íslandi, ekki í Reykjavík. Þess í stað værirðu alltaf með fjöllin allt í kring. Svo við hugsuðum um fjöllin og ákváðum að mála okkar eigin fjöll, umkringd þessum blokkum.“ Á meðan á vinnunni stóð kynntust Elsa og Loki Úkraínufólki sem sögðu þeim frá lífinu í þessu flókna landi. Elsa segir að síðan landið hafi losnað undan oki Sovétríkjanna hafi verið á brattann að sækja. Loki útskýrir að barátta úkraínsku þjóðarinnar fyrir betra samfélagi og áföllin á þeirri vegferð séu uppspretta orðanna á myndinni. „Tvö skref áfram, eitt skref aftur. Það er það sem stendur þarna. Þetta er hægt ferli.“ Fjöllin eru ekki það eina íslenska á myndinni því form verksins er innblásið af hönnun frímerkja frá 1930. „Við skildum eftir dálítið póstkort frá Íslandi til Úkraínu,“ segir Loki. Okkar á milli Fyrir þá sem ekki þekkja til er erfitt að sjá merkingu í letrinu í verkum Elsu og Loka og sagan og innblásturinn á bak við verkið eru ekki augljós. Elsa útskýrir hvernig flókið samspil tákna og
27
Iceland Review
Árósar, Danmörk „Við tókum ekkert með okkur og áttum nánast engan pening, ekkert nema málningu sem við fengum fyrir slikk.“ vísana eru hluti af list þeirra. „Fyrstu verkin okkar, eins og Flatus Lifir, eru mjög aðgengileg. Þau eru fyndin og sniðug og þú kveikir strax á þeim.“ Loki bætir við, „Við færðum okkur frá þeirri hugmynd þegar við föttuðum að fólk hafði meira gaman af því að þurfa að velta verkunum fyrir sér áður en þau skildu. Það sama á við um höfðaletur…“ Elsa klárar setninguna, „…það átti ekki hver sem er að geta lesið það.“ Þau útskýra að handverksmennirnir sem skáru höfðaletur út í við voru ekki að reyna að gera það auðlæsilegt. „Oft var hugmyndin sú að bara sá sem skar gripinn út og sá sem eignaðist hann skildu hvað stæði þar. Það var eitthvað sem var bara milli þeirra tveggja. Stundum voru orðin skrifuð aftur
28
á bak og stöfum var jafnvel bætt inn til að gera það enn óskiljanlegra. Þetta var líka leikur fyrir fólk sem vildi vita hvað stæði og það er í ætt við það sem við erum að gera. Það er yfirleitt einhver saga á bak við verkin okkar. Þú getur komist að því hver hún er en það mun taka tíma.“ Verkin eru ekki einungis innblásin af menningu og samfélögum í litlum bæjum, þau eru líka orðin hluti af sögunni. „Fólkið sem var í kringum okkur þegar við gerðum myndirnar veit hvað þær tákna og hvers vegna við gerðum þær. Eins og á Flateyri, þessum litla bæ. Það er fólk þar sem veit hvað er á myndinni og aðrir sem eru búnir að gleyma því. Þeir geta spurt fólkið sem veit það. Það er
13.02.–19.07.2020
Sol LeWitt
Hafnarhús Tryggvagata 17 101 Reykjavík
Opið daglega 10.00–17.00 Fimmtudaga 10.00–22.00
listasafnreykjavikur.is #listasafnreykjavikur 411 6400
„Við vinnum með umhverfi okkar og sögu staðarins.“
samfélagslegi þáttur verkanna. Vinkona okkar býr nálægt verkinu í Kænugarði og ef einhver vill vita hvað verkið táknar getur hún sagt þeim það og þannig dreifist sagan. Það verður úr því leikur. Líkt og höfðaletur, það gengur manna á milli og verður eitthvað sjálfstætt.“ Næstu skref Verk Elsu og Loka eru í sífelldri þróun en hvíla á grunni sögulegrar leturgerðar. Samkvæmt Elsu er sagan á bak við verkin það sem gerir þau sérstök. „Við erum á þessari eyju og Íslendingar horfa mikið til annarra landa og vilja líkja eftir því sem gerist
þar. Það sem við erum að gera í staðinn er að horfa inn á við og vinna með efnivið úr okkar eigin sögu. En við erum ekki bara að endurtaka gamalt efni, við erum að búa til eitthvað nýtt. Það hefur gengið vel hjá okkur.“ Til að finna nýjan innblástur hefur tvíeykið sagt upp vinnustofunni sinni í miðbæ Reykjavíkur og sett sér það markmið að finna sér nýjan samastað á mánaðarfresti. Loki segir að það hafi „næstum því tekist.“ Þau eyddu nokkrum vikum í Reykjavík, Flateyri, Berlín, Siglufirði og Árósum. Þau vinna með sjálfstæðum listahátíðum í litlum bæjum á Íslandi sem og yfirvöldum og listaspírum í stærstu
Iceland Review
„Íslendingar horfa mikið til annarra landa og vilja líkja eftir því sem gerist þar. Það sem við erum að gera í staðinn er að horfa inn á við og vinna með efnivið úr okkar eigin sögu.“
borgum Evrópu. Þau hafa hlotið alþjóðlega athygli en enginn er spámaður í eigin föðurlandi – eða heimabæ, réttara sagt. Reykvíkingarnir hafa enn ekki fengið tækifæri til að gera veggmynd í höfuðborginni. „Við fáum allskyns símtöl og athygli að utan frá fólki sem vill vinna með okkur en við eigum ekki eitt einasta verk í Reykjavík. Enginn hjá borginni hefur enn sýnt okkur áhuga en okkur langar að vinna stórt verkefni hérna, það vantar bara fjármagn, leyfi og tækifæri til þess.“ Þau hafa þó í feykinóg af hornum að líta og verkin eru í stöðugri þróun. „Við erum að vinna meira í þrívídd og höfum verið að færa okkur meira
út í skúlptúra,“ segir Loki. Elsa bætir við, „Við höfum líka verið að vinna enn lengra með formin í letrinu, afbyggja leturgerðina og aftengja hana í raun alveg frá merkingu sinni.“ Loki heldur áfram: „Verkin okkar í Borgarnesi og Patró eru í þessum þrívíða stíl og í Frakklandi unnum við skúlptúr þar sem formin í letrinu fengu að njóta sín óháð merkingunni. Við erum með ýmislegt á prjónunum, skissur og hugmyndir. Við erum búin að mála mikið síðustu ár en nú viljum við sjá hvað annað við getum gert með þessa hugmynd. Við höfum skipt um miðil áður, þegar við fórum frá tölvunni yfir í málninguna, og hvað er næsta skref?“
31
Iceland Review
32
Iceland Review
L J Ó S L I FA N D I Texti: Ragnar Tómas Hallgrímsson
AF EYRARBAKKA OG ELDTUNGUM TÍMANS Ljósmyndir: Golli
50 kílómetra suðaustan Rauðavatns, langt fjarri skarkala borgarinnar, er bær sem er ekki aðeins bær heldur minning um bæ – minning sem bæjarbúar leitast við að varðveita, hver á sinn hátt, hver eftir sínu höfði. Sumir leita að samhengi, aðrir að söguþræði og sumir koma aðeins í leit að frið. Þeir finna hann kannski hér, einhverjir, við sjóinn, hjá fuglunum, í kyrrðinni.
33
Iceland Review
Byggðasafn Árnesinga Ef þú keyrir Eyrarbakkaveg til suðausturs yfir Ölfusárós og beygir til hægri inn Hafnarbrú verður þér á vegi Þjónustuhús Byggðasafns Árnesinga (á hægri hönd). Þar hefur Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir starfað sem safnvörður frá því í mars. Síðastliðnar vikur hefur Ragnhildur skrásett aðföng safnsins rafrænt og meðal þeirra hluta sem hún hefur bókfært er hvítur skrautdúkur sem hún rakst á fyrir tilviljun, saumaður af Steinunni Eiríksdóttur, sem ól afa Ragnhildar að hluta til upp. Úr aðfangabók hefur Ragnhildur eftir gefandanum, Sólborgu Guðmundsdóttur: „Hún saumaði dúkinn sem ung kona og hafði fengið að vinna við hann um helgar. Steinunn hlakkaði til alla vikuna.“ Ragnhildur uppnumin og leggur sérstaka áherslu á síðustu setningu færslunnar. „Það eru þessar litlu sögur sem eru svo spennandi,“ segir hún. „Við lifum ekki í tómi. Ekkert verður til úr engu.“ Þetta gætu verið einkunnarorð Bakkans. Húsið Húsið á Eyrarbakka, elsta timburhús Suðurlands, varð heldur ekki til úr engu. Það var flutt til landsins tilsniðið frá Danmörku árið 1765. Á þeim tíma voru hér einvörðungu torfbæir, Húsið fékk heitið vegna þess að það var eina eiginlega húsið í bænum. Hér bjuggu í fyrstu danskir kaupmenn sem höfðu það meðal annars fyrir sið að jarða hunda sína í garði Hússins. Bungan á grasinu, sýnileg út um suðurglugga Hússins, er víst einskonar garmagröf. „Já, horfið er hússins ,slekti.’ En hvert – engin veit þess sess. En í garðinum liggja grafnir göfugir hundar þess,“ orti Guðmundur Daníelsson, sem bjó um tíma í Húsinu. Guðmundur lánaði Halldóri Laxness Húsið árið 1945 en þar skrifaði Nóbelsskáldið þriðja hluta Íslandsklukkurnar, Eldur í Kaupinhafn. Líkt og Árni Magnússon í Stórbrunanum í Kaupmannahöfn árið 1728 eru mennirnir - ekki síst Eyrbekkingar - í sífellu að forða munum og minningum frá eldtungum tímans. „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags,“ sagði Árni Magnússon er hann gekk frá safni sínu í hinsta sinn. Stássstofa Hússins Í Stássstofu Hússins, til þess að létta á eigin þankaþyngslum, spyr ég Ragnhildi út í Höskuld Eyjólfsson, landabruggara úr Flóahreppi. Hann var víst svo stórtækur á meðan á áfengisbanninu stóð
34
að heimabrugg á Suðurlandi var gjarnan kallað Höskuldur honum til heiðurs. „Ég á tvo syni og annar þeirra er mun líklegri til landabruggs en hinn,“ segir Ragnhildur, alvörugefin. „Hann heitir Höskuldur“ – svo skellir hún hressilega upp úr. Bakkastofa Það er enginn Höskuldur bruggaður á Bakkastofu – þar er sagnahefðin helsti vímugjafinn. Í Stofunni búa hjónin Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir frumkvöðull í námsráðgjöf á Íslandi, ásamt einkum vöxtulegum Chihuahua-hundi að nafni Trölli. Sonur þeirra hjóna, blaðamaðurinn og æringinn Arnar Tómas Valgeirsson, býr á efri hæð gamla Pósthússins og nýtur þar „besta útsýnis bæjarins.“ Hjónin taka höfðinglega á móti okkur með laxabrauði og kaffi og svo tyllum við okkur inn í „Kapelluna.“ Á meðan við snæðum segir Ásta okkur frá formæðrum sínum sem hún skrifaði um í bókinni Það sem dvelur í þögninni. Þetta voru andans konur. Sylvía Thorgrímsen bjó í Húsinu og lærði á píanó fyrst Íslendinga – og dóttir Sylvíu, Ásta Júlía Guðmundsdóttir Thorgrímsen, var í góðu vinfengi við Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn: „Þegar Jón var úrvinda í sjálfstæðisbaráttunni, þá bað hann Ingibjörgu, konu sína, að hafa samband við Ástu svo að hún gæti sungið fyrir sig,“ segir nafna hennar. „Þetta varð til þess að Ásta söng í útför Jóns og Ingibjargar, fyrst kvenna á Íslandi opinberlega.“ Og svo er það þessi alltumlykjandi eldur. Langamma Ástu, Kristrún Jónsdóttir, var heitbundin Baldvini Einarssyni, einum af upphafsmönnum íslensku sjálfstæðishreyfingarinnar. Kristrún beið Baldvins í festum í sjö ár, allt þar til Baldvin gekk að eiga aðra konu í Kaupmannahöfn. „Hún var þó ekkert fórnarlamb,“ segir Ásta, sem leiðist slíkt meðaumkunartal. Árið 1833, þegar Baldvin var aðeins 31 árs gamall, kviknaði í rekkjuvoðum hans í Kaupmannahöfn og lést hann af sárum sínum stuttu síðar. Þegar ástandið leyfir hyggjast Ásta og Valgeir bjóða áhugasömum á Fuglatónleika, því framtíðin ber víst fyrirheit um funa – Eyrarbakki er ekki undanskilinn hækkandi hitastigi: „Við erum mjög upptekin af verndun og hreinni náttúru. Hér á þessu svæði er Fuglafriðlandið í Flóa. Það hefur sýnt sig að röskun í náttúrunni hefur áhrif á hegðun fugla. Valgeir á öll þessi lög (t.a.m. plötuna Fuglakantata, sem geymir lög hans við ljóð Jóhannesar úr Kötlum), sem eru bæði
Iceland Review
„Söfn eiga líka að vera staðir þar sem fólk kemur og er til. Það þarf ekki alltaf að drekka í sig allar þessar upplýsingar.“ –Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir
„Ég hef aldrei þurft að auglýsa neitt,“ segir Hafþór Ragnar Þórhallsson, sem selur fuglana sína beint úr vinnustofunni.
35
Iceland Review
36
Iceland Review
EYRARBAKKI VAR EINN MESTI BÆR LANDSINS Á MEÐAN Á E I N O K U N A R V E R S LU N I N N I STÓÐ
–
STÆRRI
OG
FJÖLMENNARI EN REYKJAVÍK.
37
NJÓTTU SUMARSINS
Fjölbreyttar ferðahandbækur fyrir útileguna, gönguna eða í bílinn – allt til að njóta ferðarinnar betur
Göngusérkortin með grænu röndinni koma þér örugglega á áfangastað
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16
Iceland Review
Í Bakkastofu sinna Ásta og Valgeir fjölbreyttu menningarstarfi.
mennsk og falleg. Þess á milli er ég með innlegg um hvenær þessir fuglar koma til landsins, hvar þeir dvelja og hvernig þeir haga sér. Við gerum þá að boðbera og sendiherra náttúruverndar. Þeir sem koma að hlusta samsama sig með þessum fuglum. Ef fuglarnir þrífast ekki – þá gerum við það ekki heldur,“ segir Ásta.
Á Búðarstíg Og hér hafa handlagnir menn enn viðdvöl. Myndlistarmaðurinn og Reykvíkingurinn Hafþór Ragnar Þórhallsson flutti til Eyrarbakka frá Hólmavík árið 2011. Þar býr hann enn í sterkrauðu húsi. Í vinnustofu sinni, hægra megin við bílskúrinn, tálgar hann og selur fugla, aðallega úr birki Samúelsþakið – og þá á mjög svo sanngjörnu verði. Við keyrum Búðarstíginn vestur, Kollegi minn festir kaup á jaðrakan Ísalands framhjá bláu tvílyftu einbýlishúsi með og hrossagauk, ekki nema 7.000 sérstæðu bogaþaki. Þar varði Guðjón óhamingju krónur. Hafþór vill helst ekki auglýsa Samúelsson – fyrsti húsameistari verður allt að vopni; iðju sína fyrir ferðamönnum, því þá ríkisins – tíu árum í æsku. Hann eldur úr iðrum þess, „hefði hann vart undan.“ Á veggnum fluttist á Bakkann fjögurra ára gamall ár úr fjöllum á vinnustofunni hangir mynd af með fjölskyldunni. Faðir Guðjóns, breiðum byggðum eyða. honum úr gömlu eintaki af Iceland Samúel Jónsson, trésmíðameistari, Review, þar sem hann segir að hann smíðaði húsið og enn þann dag (Bjarni Thorarensen vilji helst ekki auglýsa iðju sína til í dag er þakið kennt við hann um Baldvin Einarsson) ferðamanna – því þá „hefði hann vart (Samúelsþak). undan.“ Við breytumst víst lítið. Guðjón stundaði nám í Áður en við kveðjum berst Kaupmannahöfn og lauk fyrstur safnstjórinn Lýður í tal. Hann er, Íslendinga sérstöku háskólaprófi í arkitektúr. Áður að sögn Hafþórs, afar nákvæmur á ártöl og manna en hann útskrifaðist gerði hann þó hlé á námi sínu, í fróðastur um sögu Bakkans. Kollegi minn biður kjölfar Brunans mikla í Reykjavík, árið 1915. Eldurinn Hafþór um að stilla sér upp ásamt þremur fuglum við gerði miðborgina að rústum einum og gerði Guðjóni afgreiðsluborðið. hreint borð til að breyta ásýnd Reykjavíkur.
39
Iceland Review
*** „Já, við fuglarnir?“ „Já, þrír fuglar og einn furðufugl!“ segir kolleginn og afsakar svo ódýran brandara. „Nei, nei, þetta er alveg rétt hjá þér,“ svarar Hafþór og gengst glettinn við auknefninu.
brunavarnakerfi Hússins til þess að dekra svolítið við drottninguna. Tveir slökkviliðsmenn stóðu sérstaka vakt á meðan á heimsókninni stóð (töldu kannski Dönum ekki treystandi fyrir eldfærum).
***
„Sagan segir að hlutverk annars þeirra,“ segir Lýður, „hafi verið að bera drottningu út ef svo illa færi að það kviknaði í.“
Húsið (Aftur) Á miðju stofugólfi Hússins stendur Lýður Pálsson, safngripur orðinn að eigin sögn, hefur starfað við Byggðasafnið síðan 1993. Honum við hlið er listfræðingurinn og söngkonan Ásgerður Júníusdóttir (Ásgerður og eiginmaður hennar, rithöfundurinn Sjón, hafa sumarsetu á Bakkanum) en í sameiningu undirbúa þau fyrstu sýningu sumarsins. Lýður þylur upp nokkrar viðurkvæmilegar staðreyndir um bæinn og réttir mér svo bókina Húsið á Eyrarbakka, sem hann gaf út árið 2014. Ég lít þá á kollega minn og spyr hvað siðareglur blaðamanna segi um þvíumlíka aðréttu. „Þetta er upplýsingaöflun,“ svarar hann, og leggur blessun sína á gjöfina. Er ég tek við bókinni bætir Lýður því svo við, eins og honum einum er lagið, að allar staðreyndir í bókinni séu réttar – fyrir utan það að ein konan í bókinni er rangfeðruð. Rétt skal vera rétt. Berst svo talið að opinberri heimsókn Margrétar Danadrottningu til Eyrarbakka árið 1998. Lýður var viðstaddur heimsóknina ásamt þáverandi forseta- og forsætisráðherrahjónum. Segir hann að Margréti Danadrottningu hafi þótt svo gott að reykja að Árnesingar brugðu á það ráð að aftengja
40
***
*** Konubókastofa Út við horn, svolítið afsíðis, situr Rannveig Anna Jónsdóttir, stofnandi safnsins (Konubókastofa er á neðri hæð hússins, en almenningsbókasafnið uppi). Líkt og flestir Eyrbekkingar er Anna einkar viðmótsþýð en maður hefur það á tilfinningunni að undir yfirveguðu viðmóti brenni hugsjónarbál. Markmið Konubókastofu er að „halda til haga þeim ritverkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina.“ 99% af bókunum á Stofunni eru eftir íslenska kvenhöfunda. *** „1% eru bækur sem karlmenn hafa skrifað um íslenskar konur,“ segir Anna og bendir á eina hilluna. „Og þeir fá þá að vera þarna, á efstu hillu?“ spyr ég. „Já, þeir fá aðeins að vera með,“ svarar Anna og hlær. Anna var alin upp á heimili þar sem mikið var lesið og hún nam síðar bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hún minnist þess að í bókmenntafræðinni höfðu sumir kennarar orð á því hversu margar bækur eftir kvenhöfunda hefðu glatast. „Það var svo þegar
hefur starfað við Byggðasafn Árnesinga frá árinu 1993. Hann undirbýr nú fyrstu sýningu sumarsins í samstarfi við Ásgerði Júníusdóttur.
Fyrir líkama og sál www.itr.is
Iceland Review
01 Bandaríkjakonan Jessi Kingan rekur veitingastaðinn Hafið bláa ásamt eiginmanni sínum. Á hverjum degi hleypur hún rúma 11 km eftir ströndinni. 02 „Gott kaffihús,“ segir Anna, aðspurð hvað vanti á Eyrarbakka.
04 Í draumi voru eftirfarandi orð töluð til Halldórs Forna: „Morgun hefur vakið á blessun þína.“ Vísa orðin til andlegrar vakningar í huga Halldórs sem reynir að lifa mjög andlegu lífi.
01
02
03
42
03 „Það er oft á þessum litlu stöðum eins og hérna. Þu finnur fyrir því að þú ert velkomin og það er samheldni,’’ segir Bylgja sem flutti frá Selfossi til Eyrarbakka fyrir þremur árum síðan.
04
Iceland Review
ég heimsótti safn á Englandi með bókum eftir breskar konur að ég tók þessa ákvörðun.“ Eyrarbakki varð fyrir valinu vegna þess að hér bjó Anna, og býr enn, en einnig vegna þess að hér er „mikið um kvenskörunga.“ Einn merkasti gripur safnsins er bókin Stúlka eftir Júlíönu Jónsdóttur sem er fyrsta útgefna ljóðabókin eftir íslenska konu, gefin út hér á landi árið 1876. Bakkinn Fyrir utan verslunina Bakkann er lagður hvítur Land Cruiser með númeraplötunni X. Land Cruiser-inn keyrir á brott og eru vart tvær mínútur liðnar áður en annar hvítur Land Cruiser kemur í hans stað. Inni í búðinni þiggjum við afgreiðslu frá Bylgju sem hefur búið á Eyrarbakka síðastliðin þrjú ár. „Ég bjó áður á Selfossi en mig langaði í meiri kyrrð og ró – og meiri sjó.“ Bylgja bætir því við að það sé ívið meiri pissukeppni á Selfossi en á Eyrarbakka. *** „Hvað er pissukeppni!?“ spyr Edda Björk, vinkona Bylgju, sem situr úti í glugga og prjónar. Hún hefur þá aldrei heyrt hugtakið nefnt. „Þetta er svona metingur, oft á milli Selfyssinga,“ útskýrir Bylgja. „Hver er á hvítum Land Cruiser – og hver ekki?“ skýt ég svo inn. „Já,“ segir Bylgja fegin.
*** Neðar á Búðarstíg (eða ofar?) Myndhöggvarinn Halldór Forni Gunnlaugsson ekur ekki um á hvítum Land Cruiser. Hann „keyrir alltaf um á druslum,“ sem krefjast víst „endalauss tíma að laga.“ Bílgarmarnir lúra þarna, suðaustanmegin við húsið sem vægast sagt er sérkennileg smíði, heiðið musteri innan um aðra guðhrædda skála. Húsið byrjaði Halldór að reisa árið 2005 með aðstoð vörubíls með krana, hans hægri hönd í framkvæmdunum. Og svo varð hann peningalaus. „Ég er draumóramaður,“ segir Halldór. „Þetta eru 340 m 2 að minnsta kosti en eflaust hefðu 60 fermetrar dugað. Ég á tíu ár eftir – alveg leikandi.“ Spurður um turn hússins vísar Halldór í dvöl sína á Ítalíu: „Þar gilti sú regla að því hærri sem turninn var, því mektugari var fjölskyldan,“ svo hlær hann, auðmjúkur. Síðar lýsir hann turninum sem „heimspekilegu íhugunarherbergi með sjónarhorni til allra átta.“ Ásamt því að smíða, sinna garðyrkju og gera við bíla, lærði Halldór Forni (listamannanafnið vísar í ástríðu hans fyrir notuðum munum) að gera við höggmyndir í Frakklandi. Hann á nokkur listaverk í bænum. Þeirra á meðal er Sendiboðinn sem er
sýnilegur áður en beygt er inn aðalgötu þorpsins. „Það má nú ekki hrósa mér af því,“ segir hann. „Þar sem ferilinn er liðinn, kalla ég mig núna wannabe.“ Halldór býður okkur inn fyrir í kaffi og viðurkennir að hann sé „svolítill mixari.“ Hann kaupir nokkrar tegundir af kaffi í Costco og blandar þeim svo saman sjálfur. Þó svo að listsköpunin sé á hálfgerðri pásu opnast stundum andans dyr – í næsta herbergi er álitlegt málverk eftir Forna á sófanum. Er við kveðjum Forna virðum við húsið fyrir okkur í síðasta sinn, þar á meðal skarsúðina: „Konan skildi við mig 2007,“ segir Forni, „og ég hugsaði hvaða lit á ég að nota á þetta?“ *** „Rautt!“ segir hann svo og hlær. *** Hafið bláa Það er viðeigandi að enda þetta hér, við hafið. Þó tíminn líði, þrýtur ei hafið, af neinu sem er, eins og skáldið sagði. Særinn er stór hluti af aðdráttarafli Bakkans. Á nánast hverjum einasta degi hleypur Bandaríkjakonan Jessi Kingan eftir ströndinni. Heila ellefu kílómetra. Hún býr á Eyrarbakka og rekur veitingastaðinn Hafið bláa (sem er í ca. fimm kílómetra fjarlægð frá bænum) með eiginmanni sínum, Jóhanni Jónssyni. Hafið bláa opnaði fyrst árið 2003 en hjónin tóku við staðnum fyrir um fjórum árum síðan (þau reka einnig Rauða húsið og íbúðagistingu í bænum). Jessi og Jóhann kynntust við köfun á Tælandi, þar sem hin síðarnefnda bjó í tvö ár. Eftir að þau felldu hugi saman, ferðuðust þau til Mexíkó og þaðan til Hondúras. Á meðan á ferðalaginu stóð varði Jóhann öllum kröftum sínum í að mæra Ísland hástöfum: *** „Þetta er besta land í heimi!“ *** Hún tók hann á orðinu og keyptu þau sér íbúð í Kópavogi – áður en Jessi hafði komið til landsins. Þaðan lá leiðin á Bakkann, þar sem þau búa ásamt tveimur börnum, „stutt frá tengdó.“ Jessi talar íslenskuna reiprennandi og segir að það hafi nú eitthvað með Bakkasamfélagið að gera. „Það hjálpar að búa á Eyrarbakka, því hér talar enginn ensku!“ Aðspurð út í Bandaríkjaforseta hristir hún hausnum, en bætir því við að móðir hennar styðji manninn. Svo lítur hún vestur í átt að hafinu, sömu leið og Bjarni Herjólfsson fór, sem barði vesturheim fyrstur Evrópubúa augum.
43
Iceland Review
44
Iceland Review
Í
GINI Texti: Kjartan Þorbjörnsson
GRÍMSLjósmyndir: Golli
V A T N A 45
Iceland Review
Jöklar landsins - þessir dulúðlegu, snjóhvítu risar sem flatmaga ofan á hæstu fjallgörðum vekja aðdáun og jafnvel ótta þeirra sem á þá horfa. Ferðalög um jökla eru varasöm en fyrir áhugasama er til staðar félagsskapur sem hefur það aðalmarkmið, að ferðast um og rannsaka jökla. Rúmu ári eftir að ég lýsti yfir vilja til að slást í för með þeim hóp fékk ég loks tækifæri að klifra upp í ofurjeppa með vönu jöklafólki, þræða löturhægt yfir sprungusvæði, hoppa á milli ísjaka á Grímsvötnum og standa hálfnakinn á frosnum toppi Grímsfjalls.
46
„Vatnajökull hefur rýrnað hratt síðustu 25 árin,” segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Ef litið er á síðastliðin 130 ár hefur hann hopað víðast hvar allt tímabilið og hopunin er að aukast ef eitthvað er. Fleiri og fleiri jökullón myndast þar sem jökullinn hörfar inn í dali sem hann hefur grafið á mjög löngum tíma. Lónin valda aukinni bráðnun og jöklarnir hörfa hraðar.” Magnús Tumi veit sínu viti, hann er formaður Jöklarannsóknarfélags Íslands, félagsskapar sem hefur farið í árlegar rannsóknarferðir á Vatnajökul að vori í marga áratugi. Í fyrra þurfti í fyrsta sinn að gera miklar breytingar á ferðatilhögun hópsins. Leiðin um Tungnaárjökul sem notuð hefur verið frá upphafi vorferða var orðin ófær vegna breytinga á jöklinum. Þar er nú komin samfelld slétta með aurbleytu, ófær flestum farartækjum. Þess í stað þurfti hópurinn að keyra upp Skálafellsjökul, mun lengri leið frá Reykjavík og mun lengri leið eftir jöklinum áður en komið var á áfangastað. Grímsfjall rís upp úr hásléttu Vatnajökuls. Snarbrattar norðurhliðar fjallsins liggja niður í Grímsvötn sem eru þakin þykkri ísbreiðu. Mikill jarðhiti bræðir þó ísinn af vötnunum á nokkrum stöðum enda eru Grímsvötn virk eldstöð og síðastliðna áratugi hefur gosið oft og reglulega í vötnunum með tilheyrandi jökulbráðnun, öskufalli og jökulhlaupum niður í sjó. Á toppi Grímsfjalls, örstutt frá eldstöðvunum, hefur Jöklarannsóknarfélagið byggt þrjá skála og þangað er ferðinni heitið. Farartækin eru þrír ofurjeppar, snjóbíll og nokkrir vélsleðar. Allir fara þeir eftir sömu GPS-mörkuðu leiðinni enda skyggni lítið og ferðalög á jöklum sérlega varasöm við slíkar aðstæður. Markmið vorferðar eru alltaf skýr. Mælingar, rannsóknir, uppgötvanir og eftirlit með tækjabúnaði víðsvegar um jökulinn. Vinnudagurinn langur. „Þetta er engin skemmtiferð,” segir Magnús Tumi en ég sé bros á vörum nokkra félagsmanna þegar við berum farangur og vistir inn í stærsta skálann. Kaldur vindur og ekkert skyggni hefur hressandi áhrif á hópinn sem hingað er kominn. Vorferðin 2019 er tvískipt vegna mikillar ásóknar félagsmanna. Það er gert til að fleiri geti tekið þátt, því farartæki og stærð skála takmarka þann fjölda sem getur unnið á Grímsfjalli samtímis. Í Jöklarannsóknafélaginu eru skráðir milli 500-600 félagar. „Þetta er fólk á öllum aldri, bæði fagfólk í jarðvísindum og áhugafólk um jökla og jöklaferðir enda félagið opið öllum sem áhuga hafa,” segir Magnús Tumi. Aðeins lítill hluti félagsmanna er þátttakandi í vinnuferðum þó stór hópur sækist eftir þátttöku hverju sinni. Enginn fer með í slíka ferð
Iceland Review
Magnús Tumi og félagar fengu ljúfsárt tækifæri til að rannsaka berg við Grímsvötn sem ekki hefur sést áður. Það er nýkomið í ljós vegna bráðnunar jöklanna.
Fyrir myndirnar úr vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands hlaut Golli Blaðaljósmyndaraverðlaunin 2019 fyrir Myndaröð ársins. Hann hlaut einnig aðalverðlaunin fyrir Mynd ársins sem er að finna á blaðsíðu 50-51.
47
Iceland Review
“Vatnajökull hefur rýrnað hratt síðustu 25 árin.”
sem áhorfandi, allir hafa mörgum hlutverkum að gegna og strax við komuna á Grímsfjall er augljóst að langflestir í hópnum hafa verið þar áður og vita hvernig allt fer fram. Vísindamenn og sjálfboðaliðar vinna fumlaust saman. Sænski prófessorinn Erik Sturkell og sjálfboðaliðarnir Jón Kjartans og María Rún setja jarðsjá á sleða til að þykktarmæla jökulbreiðuna meðan finnski doktorneminn Eemu Ranta og skoski doktorsneminn Kate Gallagher undirbúa nokkurra daga veru í Kverkfjöllum ásamt tveimur íslenskum sjálfboðaliðum að safna gassýnum úr jarðhitakerfinu. Björgunarsveitarmaðurinn Hlynur Skagfjörð, jöklaleiðsögumaðurinn Elísabet Atladóttir og fleiri aðstoða dr. Hannah Reynolds við laser-mælingar á Bárðarbungu og Grímsvötnum og svona má lengi telja. Þó hópurinn dreifi sér um allan Vatnajökul að morgni, vel búinn í ull og hlífðarfötum, koma þó flestir aftur á Grímsfjall að kvöldi. Skálarnir þar eru sterkbyggðir og hlýlegir en án alls munaðar. Tuttugu og fjórir geta gist í stærsta skálanum ef legið er þétt, allir í sama rými sem líka þjónar sem matsalur þó ekki sé pláss fyrir allan þann fjölda við borðin í einu. Það er góður matur á borðum. Allir taka þátt í
48
matargerð og fylgja nákvæmu matar- og eldunarplani enda ómögulegt að nálgast hráefni ef eitthvað vantar. Nándin er mikil og þröngt á þingi en andrúmsloftið er gott og vinskapur manna á milli áberandi - tæpu ári fyrir allt tal um Covid-19 og tveggja metra reglu. Vanasta fólkið kemur sér fyrir í kojum innst í skálanum en nýgræðingar eins og ég sofa nær eldhúsinu. Ég kynni mig fyrir manninum sem á næstu nætur eftir að sofa við hliðina á mér. Hann segist heita hinu rammíslenska nafni Rögnvaldur Kári Víkingsson en talar þó með sterkum hreim. Eftir kvöldspjall yfir kaffibolla kemur í ljós að hann er fæddur og uppalinn Hollendingur sem langaði að breyta til – flutti til Íslands, gerðist Íslendingur og hefur síðan keyrt olíubíl um Austurland. Ævintýraþrá og ást hans á jöklum hafði dregið hann að félaginu og í vorferðir vill hann alltaf fara. Hvorki klósett né rennandi vatn er í skálanum og bræða þarf snjó til drykkjar og þrifa. Í öðrum nýrri og minni skála rétt hjá er þó nauðsynlegur kamar sem grænjaxl eins og ég reyndi að forðast eftir bestu getu. Þar gnauðar ískalt jökulloftið um afturenda þeirra sem þar sitja og magnar upp fnyk
Iceland Review
Aðeins þurfti að bora nokkra tugi metra niður í bergið til að fá upp sjóðandi heita vatnsgufu sem notuð er til að hita skálana og útbúa gufubað.
sem erfitt er að lýsa með orðum. Í sama skála er þó líka eitt aðalaðdráttarafl Grímsfjalls. Þótt skálarnir á Grímsfjalli séu í 1700 metra hæð á miðjum Vatnajökli eru þeir byggðir á virku eldfjallasvæði og því þurfti aðeins að bora nokkra tugi metra niður í bergið til að fá upp sjóðandi heita vatnsgufu sem notuð er til að hita skálana og útbúa gufubað og sturtu. Eftir langan vinnudag var óviðjafnanleg tilfinning að sitja með nýjum vinum í sjóðandi heitu gufubaði hlustandi á sögur um hamfaraveður á jöklinum og stíga svo hálfnakinn út í froststillur miðnætubirtunnar á miðjum Vatnajökli og láta kuldann þurrka sér. Maður finnur svo vel fyrir hversu smár maður er í samhengi hlutanna þegar maður horfir yfir ísbreiðurnar því um leið fyllist maður þakklæti fyrir að fá að upplifa slíka stund. En eins og fram hafði komið í orðum formannsins þá eru þetta auðvitað ekki skemmtiferðir heldur snúast þær um að vinna. Aftur brosa samferðamennirnir. Verkefni félagana eru fjölbreytt og mörg mannfrek. Hópnum er strax skipt upp í lið og fyrsta morguninn er hafist handa. Skyggnið hefur skánað og nú sé ég glitta í Grímsfjallið þegar ég munstra
mig í stóran hóp sem fer á snjóbíl og jeppum niður fjallið að Grímsvötnum. Verkefnið er að bora kjarna úr jöklinum með ísbor til að mæla hversu mikið úrkoma vetrarins hefur bætt á jökulinn. Ískjarnarnir segja sögu jökulsins. Hversu mikið snjóaði, hversu mikið bráðnaði aftur og hvernig aska síðustu eldgosa dreifðist um svæðið. Þessar boranir eru síðan framkvæmdar á ólíkum stöðum á jöklinum næstu daga. Á sama tíma dregur hópur fólks fullkomna jarðsjá eftir jöklinum til að mæla lagskiptingu jökulsins og legu vatnsborðs undir íshellu Grímsvatna, aðrir sinna jarðskjálftamælum og GPS mælum við jaðra jökulsins. Dagurinn líður hratt og veður skánar stöðugt. Annan vinnudaginn fer ég með hópnum sem Magnús Tumi stjórnar en í verkahring okkar þann dag að gera hita- og dýptarmælingar þar sem jarðhitinn hafði brætt vakir í Grímsvötn. Grímsfjallasvæðið er loks sjáanlegt í öllum sínum glæsileika og þvílíkt ævintýraland. Frá fjarlægu flatlendinu líta jöklarnir út eins og mjallhvítir sofandi þursar en í Grímsvötnum hafa síðustu eldgos skapað stórbrotið, síbreytilegt landslag. Kolsvört og bikgrá
49
Iceland Review
50
Iceland Review
„Snarbrattar
norðurhliðar
fjallsins
liggja niður í Grímsvötn sem eru þakin þykkri ísbreiðu. Mikill jarðhiti bræðir þó ísinn af vötnunum á nokkrum stöðum.
51
Iceland Review
Kjarni er boraður úr ísnum til að mæla hversu mikið úrkoma vetrarins hefur bætt á jökulinn.
52
Iceland Review
Ískjarnarnir segja sögu jökulsins. Hversu mikið snjóaði, hversu mikið bráðnaði aftur og hvernig aska síðustu eldgosa dreifðist um svæðið.
53
Iceland Review
Jökullinn, virtist
sem
í
alhvítur,
endalausum
þokunni
skartar
gráum
nú
öskutónum
og alls staðar má greina andlit og ófreskjur ef ímyndunaraflinu er
54
gefinn
laus
taumur.
Iceland Review
55
Það er ekki fyrir lofthrædda
að
ganga
sigketils
fram
í
á
brún
Bárðarbungu
jökulberg skerast eins og litlir fjallgarðar upp úr jöklinum og allt yfirborðið er eins og þakið þykkum gróðri gerðum úr ís. Jökullinn, sem í þokunni virtist alhvítur, skartar nú endalausum gráum öskutónum og alls staðar má greina andlit og ófreskjur ef ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur. Hópurinn gengur í einfaldri röð að grænleitum vökum á ísnum, færir sig varlega á milli ísjaka og stoppar reglulega og gerir mælingar. Ég þakka skaparanum í hljóði og um leið eigin forsjálni að hafa tekið með mér dróna. Maður fer að sofa með öll skilningarvitin svo barmafull að villtustu svefndraumar komast hvergi að. Dagarnir fljúga hjá og ég munstra mig í hóp sem stefnir á Bárðarbungu, stóru systur Grímsvatnaeldstöðvarinnar, að gera laser-mælingar. Bárðarbunga er staðsett rétt norðan við Grímsfjall í Vatnajökli, 2000 metra há eldstöð sem hefur verið að rumska upp á síðkastið. Það er ekki fyrir lofthrædda að ganga í öryggisbandi fram á brún sigketils í Bárðarbungu og horfa niður í bráðinn jökulinn í botninum en sjónarspilið er einstakt láti maður sig hafa það. Alls staðar eru rannsóknarefni á Vatnajökli. Úrkoma að ofan og jarðhiti að neðan gera allar aðstæður síbreytilegar. Magnús Tumi segir almennan áhuga á jöklum hafa aukist mikið síðastliðinn áratug, aldrei hafi verið meiri ásókn erlendra og innlendra fjölmiðla í viðtöl um jöklana. Hann segir rannsóknirnar nauðsynlegar og tilganginn margþættan. „Almennt séð er mikilvægt að þekkja heilsu jöklanna og fylgjast með hversu hratt þeir eru að rýrna.” Hann bendir á hnattræna hlýnun sem helstu orsök rýrnunar jöklanna sem síðan hafi áhrif á landris, afrennsli áa og margt annað. Margir aðilar reiði sig á upplýsingar sem safnist í þessum ferðum. Þannig styrki Landsvirkjun og Vegagerðin félagið til ferðarinnar því afkoma jökla hafi mikið að segja um rennsli til virkjana auk þess sem báðir aðilar þurfi að vita ástand eldstöðva og jarðhitasvæða undir jöklinum vegna mögulegrar flóðahættu. Hluti vöktunarbúnaðar vegna eldstöðvanna á Vatnajökulssvæðinu er staðsettur á Grímsfjalli. Það fylgdi því örlítil sorgartilfinning að hlaða farangrinum í bílana á heimferðardegi. Maður hefur lesið um skæruliðahópa í heitari löndum heimsins sem hafa flúið hafa til fjalla, komið sér fyrir í einangrun langt frá almennri siðmenningu og barist þaðan fyrir sínum málsstað. Á hægri en öruggri heimleið niður af jökli finnst mér ég vera orðinn partur af slíkum hóp. Hóp sem hefur ástríðu fyrir einhverju sem á í vök að verjast og gæti á endanum horfið. Mitt fyrsta verk þegar ég kemst í netsamband aftur er að skrá mig sem félaga í Jöklarannsóknarfélagi Íslands.
Iceland Review
58
Iceland Review
ULL
OG
Text: Gréta Sigríður Einarsdóttir
G
R
Æ
Ljósmyndir: Golli
N
I
R
Í árhundruð hefur ullin af sauðfé verið rúin, þvegin, kembd, spunnin og prjónuð eða ofin í klæði og hlífðarfatnað fyrir Íslendinga. Enn þann dag í dag á nánast hver einasti Íslendingur lopapeysu og ullarvettlinga en ullin er þó hvergi nærri því að vera fyrirferðarmikill iðnaður í dag. Eftir að hafa flogið hátt á 20. öldinni fóru ullarverksmiðjurnar, prjónastofurnar og vefnaðarverksmiðjurnar á hausinn hver á fætur annarri og í dag tengja flestir ullarvinnu við Árbæjarsafnið eða sérvitringslegt áhugamál.
S
K
Ó
G
A
R 59
Iceland Review
Það er ennþá talsvert meira af kindum á Íslandi en mannfólki en ullarframleiðsla hefur tekið miklum breytingum. Í stað þess að ullin sé fullunnin inni á heimilinu er hún seld hráunnin til stórra framleiðenda. Til þess að fá ullina keypta þarf talsvert magn af ull í sama lit, oftast hvítum. Ef ekki er nóg af ull til að uppfylla skilyrðin, þá er henni einfaldlega hent. Síðustu ár hafa þó nokkrir aðilar víðsvegar um landið leitað nýrra leiða til að framleiða ull og garn á nýjan hátt – ull frá smáum sauðfjárbúum er safnað af natni, hún er spunnin innanlands og jafnvel lituð með jurtum eftir aldagömlum uppskriftum. Ullin nýtist og nýjar vörur líta dagsins ljós. Ullarbyltingin er að hefjast og í handavinnu, afþreyingu, vöruþróun og iðnaði leynast mörg spennandi tækifæri sem krefjast þess að ullin sé tekin alvarlega.
60
Ull er upplifun Anna Dröfn Sigurjónsdóttir rekur Ensku Húsin við Langá ásamt manni sínum. Hún lýsir sauðfjárbúskap þeirra hjóna sem „rétt rúmlega hobbí-búskap.“ Býlið verður seint talið eitt af stærstu sauðfjárbúum landsins en þau framleiða nóg lambakjöt fyrir fjölskylduna og veitingastaðinn á gistiheimilinu allan ársins hring. Anna Dröfn hefur prjónað síðan hún var unglingur og þegar þau hófu búskap fannst henni sjálfsagt að nýta ullina. Þar sem búskapurinn er ekki stór í sniðum getur hún valið bestu ullina og búið til vöru sem ekki væri hagkvæm í stærri framleiðslu. „Ég nota eingöngu lambsull í þetta garn. Lambsullin er með meira þeli í svo hún er mýkst. Svo þegar framleiðslan er svona lítil þá er hver dokka einstök.“ Í stað þess að prjóna vörur úr ullinni, selur Anna ullina ásamt uppskrift svo kaupendurnir geti sjálfir notið þess að skapa sína eigin flík.
Iceland Review
„VIÐ ÞURFUM AÐ HUGSA ÚT FYRIR LOPAPEYSUKASSANN.”
Anna Dröfn er ein af stórum hópi handavinnu- og ullaráhugafólks, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Tilkoma samfélagsmiðla hefur gert hópnum auðveldara að deila og miðla upplýsingum, uppskriftum, góðum ráðum og myndum af afrakstrinum. Hún hefur lagt sitt af mörkum með hlaðvarpinu Þjóðlegir þræðir um ull og þjóðlegar hefðir sem hún stjórnar ásamt nágranna sínum, sagnfræðingnum Sigrúnu Elíasdóttur. Anna fer líka á ráðstefnur erlendis og deilir þekkingu sinni og afurðum með öðru handverksfólki. „Síðast fórum við til Danmerkur á handavinnuráðstefnu og höfðum með okkur bala af óspunninni ull. Fólk gat tekið þetta upp, fundið áferðina og togað ullarlögin í sundur sjálft.“ Áhuginn er mikill og sífellt fleiri nýta sér tæknina til að fylgjast með sem einfaldar sölu og markaðssetningu. Með því að framleiða hágæða ull og gefa prjónurum tækifæri á að upplifa fataframleiðslu sjálfur rýmkar Anna rammann sem prjónarar hafa. „Við þurfum að hugsa út fyrir lopapeysukassann. Við erum að búa til vöru sem er létt og nytsamleg og einföld í framleiðslu.“ Fyrir viðskiptavini hennar er ánægjan fólgin í því að skapa flíkina sjálfir. „Ég prjóna föt fyrir fólkið í kringum mig en fyrir viðskiptavini þá eyði ég meiri tíma í að þróa mynstur og selja þeim ullina sem þau þurfa.“ Það er himin og haf milli þess að kaupa fjöldaframleidda ull og ullina sem Anna selur. Hún sýnir okkur nokkrar dokkur af garni sem hún hefur spunnið og engin þeirra er nákvæmlega eins á litinn. „Þetta er eins og gott vín,“ segir Anna. „Enginn árgangur er eins. Ullin og litaerfðirnar eru einstakar fyrir hverja kind.“ Anna segir að ullarmarkaðurinn á Íslandi sé að verða fjölbreyttari. Mikil nýsköpunarvinna er í gangi og margir prófa sig áfram með vöru sem áður hefði þótt of flókin í framleiðslu. Gott dæmi um þetta er geitargarnið, lúxusvara þar sem mikil vinna liggur í hverri dokku af garni, eins og Anna þekkir af eigin raun. „Við kembdum geit í einum þætti af hlaðvarpinu okkar. Það þarf að fara gegnum vélina ellefu sinnum, það er svo mikil vinna aðskilja mjúku ullina frá þeirri harðgeru.“ Með því að vinna vöruna eftir getu heima hefur Anna
aukna stjórn á afurðinni og meira af virðinu verður eftir á bænum. „Þú færð ekki mikið fyrir ullina ef þú selur hana hráa. Því meira sem ég get gert við hana, því meira fæ ég fyrir hana,“ segir Anna. Hún er þó fljót að benda á að þú ferð ekki út í ullarbúskap til að verða ríkur. „Þetta er meiri ástríða en bissness.“ Nýsköpun er nauðsynleg Í fyrstu þurfti Anna að senda ullina til Frakklands eða Englands til að fá spunnið úr henni garn með tilheyrandi kostnaði. Fleiri smærri ullarframleiðendur stóðu frammi fyrir sama vanda þangað til Hulda Brynjólfsdóttir og maðurinn hennar Tyrfingur Sveinsson brugðust við þessum skorti með því að opna smáspunaverksmiðjuna Uppspuna árið 2018, austan við Selfoss. Þau vinna líka vörur úr eigin ull og selja á staðnum. Í spunaverksmiðjunni má sjá tólf vélar í ýmsum stærðum og gerðum sem hver hefur sitt hlutverk í ullarframleiðslunni. Ein þvær, önnur kembir og þriðja skilur að þel og tog. Þessar vélar geta ekki framleitt ull í jafnmiklu magni og stórir framleiðendur gera en fyrir bændur sem vilja selja ullina sína beint frá býli og stjórna afurðinni munar miklu að hafa aðgengi að svona vinnslu á landinu. „Ef þú áttir kindur og vildir nýta ullina þá voru þér flestar bjargir bannaðar,“ segir Hulda mér. „Stóru verksmiðjurnar spinna ekki fyrir þig ull nema þú komir með 250 kíló í sama lit.“ Hún segir vakningu í ullarnýtingu vera náttúrulegt framhald á samfélagsvakningu um nýtingu auðlinda. „Fólk vill lágmarka sóun og auka tenginguna við náttúruna. Ef þú átt kindur þá viltu nota allt sem til fellur. Eftir bankahrunið fór fólk að prjóna í meira mæli, fólk vildi gera eitthvað frá grunni. Trendið leið hjá en eftir sat stór hópur fólks með áhuga á prjónaskap.“ Aðgengi að spunamyllu eykur nýtingu á vannýttri auðlind en er líka tækifæri til nýsköpunar. „Við höfum spunnið geitargarn fyrir bændur sem geta fyrst nú nýtt ullina af geitunum sínum. Framleiðsla á geitargarni er nógu dýr þó flutningskostnaður bætist ekki ofan á.“ Fólk
61
Iceland Review
„ÞÚ FÆRÐ EKKI MIKIÐ FYRIR ULLINA EF ÞÚ SELUR HANA ÓUNNA. ÞVÍ MEIRA SEM ÉG GET GERT VIÐ HANA, ÞVÍ MEIRA FÆ ÉG FYRIR HANA.“
getur prófað sig áfram með nýjar hugmyndir án mikils tilkostnaðar. „Við höfum verið að prófa allskonar, til dæmis spunnið saman ull og plöntutrefjar. Þeir vinna trefjar úr mjólk og rósum og við spinnum það saman við ullina. Þá verður til mjúkt garn úr náttúrulegum efnum. Hér hefur líka verið spunnin ull af forystufé sem er mýkri en sú venjulega. Vélarnar geta gert svo margt og það er gaman að prófa sig áfram.“ Það er margt hægt að gera þegar áhuginn er fyrir hendi. Hvers vegna er þá ekki meiri fjölbreytileiki í ullarframleiðslu á Íslandi? Hulda segir mér að skortur á nýsköpun hafi orðið ullariðnaðinum að falli. „Þetta var stór iðnaður á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Fólk um allt land prjónaði peysur sem voru svo seldar út. Það minnkaði á áttunda áratugnum og hrundi á þeim níunda þegar peysurnar sem við vorum að selja voru ekki lengur í tísku. Við héldum áfram að framleiða sömu vöruna en markaðurinn þróaðist.“ Hulda segir, „og vítahringurinn hófst þegar bændur fengu ekki nóg greitt fyrir ullina. Þeir sáu ekki ástæðu til að leggja vinnu í að
62
rækta kindur með góða ull eða að vanda sig við að safna henni.“ Það þarf enn að rýja kindur á hverju ári en margir bændur henda ullinni. „ Það er til fullt af ull og fullt hægt að gera við hana en nýsköpunin og framþróunin er lykilatriði.“ Fyrir Huldu er málið einfalt. „Við þurfum að sýna hráefninu þá virðingu sem það á skilið. Íslenska sauðkindin er einstök, með sína lagskiptu ull og litadýrðina. Það er svo margt við íslensku sauðkindina sem er sérstakt og hefur verið ræktað úr öðrum tegundum, við ættum að gera eins mikið úr því og við getum, ekki sóa því.“ Á traustum grunni Að spinna ull í garn er bara fyrsta skrefið í ullarframleiðslu. Á öðrum bæ ekki langt frá Uppspuna er verið að rifja upp aðra gleymda iðn, jurtalitun. Í Lindarbæ skammt frá Selfossi er Hespuhúsið, þar sem Guðrún Bjarnadóttir ræður ríkjum. Guðrún er náttúrufræðingur með áherslu á
LJÓSMYNDUN Í SINNI TÆRUSTU MYND
Golli ljósmyndari Iceland Review notar Fujifilm myndavélar og langflestar myndir í þessu blaði eru teknar á XPro2 og XPro3
fujifilm.is | Skipholti 31 105 Reykjavik | Tel. +354 568 0450
My Bucket List Jรถkulsarlรณn Geysir ร ingvellir Langjรถkull
www.mountaineers.is ice@mountaineers.is +354 580 9900
Iceland Review
„FÓLK VILL LÁGMARKA SÓUN OG AUKA TENGINGUNA VIÐ NÁTTÚRUNA. EF ÞÚ ÁTT KINDUR ÞÁ VILTU NOTA ALLT SEM TIL FELLUR.”
grasafræði. „Það var amma mín sem kenndi mér að þekkja plöntur þegar ég var mjög ung,“ rifjar hún upp. „Þegar ég vann sem landvörður var ég beðin að leiðsegja fólki um svæðið. Ég þekkti fræðiheitin á öllum plöntunum en ég vissi að það yrði grútleiðinlegt. Ég vildi tala um eitthvað áhugavert, eins og þjóðsögur og fornar plöntunytjar, til að kveikja áhuga og hjálpa fólki að muna eftir plöntunum.“ Þetta varð kveikjan að mastersritgerð Guðrúnar, þar sem hún bar saman jurtanotkun á Íslandi við nágranna okkar í Noregi og á Bretlandseyjum. „Ég vildi komast að því hvort þekking okkar væri fengin frá eldri samfélögum eða hvort við hefðum gert uppgötvanir við að nema land á Íslandi,“ útskýrir hún. Guðrún hóf að gera tilraunir með plöntur sem hluta af rannsókn sinni. „Mér fannst þetta áhugavert og ég missti gersamlega stjórn á tilraunastarfseminni,“ segir Guðrún og hlær en allt í kringum hana mallar vökvi í mismunandi litum í sjö pottum af ýmsum stærðum og gerðum. Jurtalitun Guðrúnar byggir á gömlum grunni. „Ég nota sömu efnin, sömu jurtirnar og nokkurn veginn sömu aðferðirnar og fólk hefur notað í áranna rás,
eini munurinn er að ég fæ smá aðstoð frá rafmagni. Jurtalitun er ekkert annað en efnafræði. Þú þarft sýru til að festa litinn og basa til að breyta litum. Í gamla daga voru það súrar plöntur sem urðu að sterkum litum sem entust lengi. Basinn var þvag – úr hvaða dýri sem hægt var að nálgast. Ég sleppi þvaginu en nota ammóníak í staðinn. Það er auðvelt að nálgast það: ódýrt, og lyktar ekki eins illa og þvagið.“ Þegar ullin hefur verið lituð með þvagi losnarðu ekki við lyktina fyrr en liturinn dofnar. Íslensk jurtalitunarhefð teygir sig margar aldir aftur í tímann. „Í Noregi eru meira en 1300 jurtategundir og meira en 6000 á Bretlandseyjum,“ segir Guðrún. „Á Íslandi eru einungis um 500.“ Þessi plöntufæð gerði það að verkum að litklæði hófu að marka stétt og stöðu fólks, eftir aðgengi að innfluttum litum. „Við áttum erfitt með að nálgast rautt og blátt. Við fluttum inn plöntur frá Noregi og Bretlandseyjum til að gera þessa liti og þeir urðu tákn efri stétta.“ Blár varð einn uppáhaldslitur norrænna manna. „Í Íslendingasögunum klæðast höfðingjar bláu því það er litur auðs, valda og ferðalaga. Þeir keyptu líka föt frá Noregi í þessum lit. “ Í Noregi vex litunarklukka (Isatis tinctoria) sem vex ekki hérlendis en
65
Iceland Review
“ÞAÐ ER TIL FULLT AF ULL OG FULLT HÆGT AÐ GERA VIÐ HANA EN NÝSKÖPUNIN OG FRAMÞRÓUNIN ER LYKILATRIÐI.“
með henni er hægt að ná fram fallega bláum lit. Hespuhúsið er nýflutt úr Borgarfirðinum á Suðurlandið í stærra rými. Á nýja staðnum eru ýmis tækifæri, ekki síst í samvinnu milli fólks í ullarvinnslu á svæðinu. Ullarhringurinn er hugarfóstur nokkurra fyrirtækja sem vinna í umhverfisvænni og sjálfbærri framleiðslu á ull. Ferðamenn eru hvattir til að koma við í Uppspuna, Hespuhúsinu og fleiri stöðum. Guðrún er spennt fyrir möguleikunum sem felast í samstarfinu en hún nýtir líka tímann þessa dagana í að kynnast náttúrunni umhverfis hið nýja Hespuhús. „Ég þarf að þjálfa nýju nágrannana. Í Borgarfirðinum vissu allir hvað ég var að gera og hvað mig vantaði svo ég gat átt von á því að finna poka af laukhýði frá verslunum eða rabbarbarablöðum frá iðnum nágrönnum á hlaðinu hjá mér þegar ég kom heim,“ segir Guðrún. Ull er gull En það er fleira hægt að gera við ullina en að prjóna úr henni. Ofið klæði úr íslenskri ull er ekki nýtt af nálinni. Vaðmál var notað sem gjaldmiðill um alla Skandinavíu í að minnsta kosti fjórar aldir (íslenska krónan er ekki einu sinni einnar aldar gömul). „Íslendingar skiptu við önnur lönd og greiddu fyrir það með vaðmáli,“ segir Gunni Hilmarsson hönnuður. Efnið var ofið um allt land samkvæmt reglugerðum alþingis. Á áttunda áratugnum lauk aldagamalli sögu vaðmálsframleiðslu– í bili. Fyrir fimm árum ákváðu Kormákur og Skjöldur að endurvekja íslenska tweed-framleiðslu. Þeir urðu að byrja nánast frá grunni. Allar vélar sem höfðu verið í notkun fram að áttunda áratugnum höfðu verið seldar erlendis eða hent og staðbundin þekking var engin. Í vinnustofu herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar er nú verið að sauma jakkaföt. Það er fyrsti ávöxtur frumlegs nýsköpunarverkefnis – að búa til hágæða tweed úr íslenskri ull. „Ætlunarverkið var að búa til íslenskt tweed eins og það var gert fyrir 40 árum síðan,“ segir Gunni. Í þá tvo áratugi sem Gunni hefur unnið í íslenskum tískuiðnaði hefur hann reynt að vekja athygli á íslenskri hönnun og „leika með íslenska sérstöðu“ eins og hann orðar það. „Og það er nákvæmlega það sem íslenskt tweed gerir.“ Jarðarlitirnir í efnisströngunum eru hlýir og jafnir, ofið í klassískt síldarbeinamynstur eða stílhreint einlitt
66
efni. „Við vinnum með allskyns mynstur úr íslensku sauðalitunum fjórum: svart, grátt, mórautt og hvítt.“ Efnið er órafjarri hörðum lopa sem klæjar undan, þetta efni er svo mjúkt að það er erfitt að trúa því að það sé úr ull. Ein efnisprufan minnir hreinlega á kasmír, hún er gerð úr ull af forystufé. Það er þó ekki einungis dýrin sem gera þeim kleift að vinna þetta mjúka efni. „Það sem gerir þessa vöru svo góða er samspil hráefnisins og tækninnar sem notuð er til að vinna þetta,“ útskýrir Gunni. „Listin liggur í tækninni og vinnsluaðferðinni.“ Fyrstu vörurnar úr nýja efninu eru þegar komnar í hillur verslunarinnar – sixpensarar úr lungamjúkri ull af forystufé. Ullin í fyrstu sixpensarana var einmitt spunnin í Uppspuna á Suðurlandinu. Þær kosta skildinginn en tweedið er handofið á vefstólum í Skotlandi. Tweedið sem er notað í jakkafötin er spunnið og ofið í Austurríki. Þeir félagar halda þó áfram að prófa sig áfram við framleiðsluferlið. „Við erum að þróa tweed í samvinnu við Harris Tweed í Skotlandi, þar sem við vinnum ullina á sama hátt og þeir gera. Við sendum hrávöruna til Skotlands þar sem þeir hreinsa og vinna hana, spinna garnið og vefa það.“ Meirihlutinn af tweedinu fer í jakkaföt sem seld verða í versluninni en Kormákur og Skjöldur munu einnig bjóða upp á sérsaumuð jakkaföt úr efninu. Gunni sér tækifæri víða. „Ég held að þetta bjóði upp á ákveðin tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Fólk vill frekar kaupa eitthvað alveg sérstakt af litlu fyrirtæki en eitthvað ódýrt og fjöldaframleitt.“ Það getur verið akkur í smæðinni þegar heimurinn snýr bakinu við hraðsoðnum flíkum og einbeitir sér að sjálfbærni. En tweed er hentugt fyrir margt meira en klæðnað. Fyrirtækið vinnur nú með Epal að bólstrun sígilds sófa og stóla með efninu sem sýna átti á Hönnunarmars. Þó sauðfjárbúskapur sé undirstaða landbúnaðar á Íslandi er ullarframleiðsla í sögulegu lágmarki. Ef tweedið fer á flug væri það að nýta auðfáanlega og vannýtta auðlind hér á landi. Þó framleiðslan sé erlendis núna þá gæti vöxtur í tweedsölu gert þeim kleift að færa framleiðsluna alfarið hingað til lands. „Það myndi kosta hundruð milljóna að byrja að gera þetta allt sjálf,“ segir Gunni, „ en það er verið að fjárfesta í allskyns verksmiðjum tengdum fiskvinnslu, af hverju er ekki hægt að gera það sama fyrir ullariðnaðinn?“
Wizar
Iceland Review
...fyrir lífsins ljúfu stundir
Hægindastóllinn sem slegið hefur í gegn og Íslendingar elska! 360° snúningur I innbyggður fótaskemill hallanlegt bak I stillanlegur höfuðpúði Fáanlegir Wizar litir Verð frá
199.900 kr.
VOGUE FYRIR HEIMILIÐ I SÍÐUMÚLI 30 - REYKJAVÍK I HOFSBÓT 4 - AKUREYRI I 533 3500 I VOGUE. IS
67
Iceland Review
RENNT Texti: Kjartan Þorbjörnsson
Í Ljósmyndir: Golli
B J A R G I Ð
68
Iceland Review
70
Iceland Review
Jeppinn keyrir löturhægt af stað í áttina að bjargbrúninni þar sem Símon stendur. Hann spyrnir sér í þverhnýpta bjargbrúnina og hverfur sjónum.
Á mildu vorkvöldi, þegar varla bærist hár á höfði, hvorki er kalt né heitt og mjúk birtan dreifist í gegnum háskýin, er töfrum líkast að ferðast um Reykjanesskagann. Vegurinn út á Krísuvíkurbjarg, stærsta fuglabjarg Suðvesturlands, er þó enginn draumur, stórgrýttur slóði úr alfaraleið. Eftir honum þarf ég þó að klöngrast því ég hef mælt mér mót við meðlimi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar sem áratugum saman hafa lagt leið sína á bjargið á þessum tíma árs. Þegar ég kemst loks út á bjargið eru þar fyrir tveir stórir björgunarjeppar og mikið umstang í kring. Langar línur eru fastar við annan jeppann sem stendur sextíu metra frá bjargbrúninni og á hinn enda línanna er verið að festa björgunarsveitamann í rauðum galla með hvítan hjálm og appelsínugulan vestispoka um sig miðjan. Sá heitir Símon Halldórsson og er ekki að síga niður þetta 50 metra háa bjarg í fyrsta sinn. „Ég fór fyrst 15 ára gamall svo það eru komin 30 ár síðan ég seig hér niður fyrst,” segir hann og gefur um leið bílstjóra jeppans á hinum enda línunnar merki í talstöð um að nú vilji hann niður. Jeppinn keyrir löturhægt af stað í átt að bjargbrúninni þar sem Símon stendur. Hann spyrnir sér í þverhnýpta bjargbrúnina og hverfur bílstjóranum og okkur hinum sjónum. Hann fer hægt niður bjargið, leitar uppi lausa steina á leiðinni og sparkar í þá svo þeir hrynja niður á sjávarklettanna og í hæglátan sjóinn með skvampi. Símon er að undirbúa leiðina og bjargið fyrir þá sem á eftir honum munu síga. Laust grjót getur verið banvænt. Hann skimar þó ekki bara eftir lausum steinum. Á litlum syllum í bjarginu má sjá stór, skrautleg, marmaramunstruð egg í ýmsum litum, brúnleitum, hvítum og jafnvel grænum litum. Þetta eru svartfuglsegg, mest stuttnefju-, langvíu- og álkuegg. Símon sveiflar sér eftir bjarginu og stingur þeim í pokann sem hann nær til. Hann er kominn í bjargið fyrir eggin, þau eru eru tilgangur ferðarinnar. Áratugum saman hafa hafnfirskar björgunarsveitir haft nytjarétt á Krísuvíkurbjargi. Gísli Johnsen formaður sveitarinnar segir að hér áður fyrr hafi menn
71
Iceland Review
farið í bjargið að hirða reka, baujur og ýmislegt annað sem rekið hafði af hafi og enn mátti nýta. Sveitin gat selt það til að afla fjár fyrir reksturinn. Eggjatakan var þó alltaf aðalmálið og þegar hún var upp á sitt besta náði sveitin að selja egg til að borga allan olíukostnað sinn yfir heilt ár. En það er af sem áður var. Jeppinn bakkar frá bjargbrúninni og dregur Símon sprangandi aftur upp, hann er búinn að undirbúa leiðina fyrir aðra. Hann segir skemmtilegast að vera í bjarginu á góðviðrisdögum ef dagana á undan hafi verið stífur vindur af sjó. „Það er svo magnað að upplifa náttúruöflin þegar það sér til sólar, það er heitt og logn í bjarginu en á sama tíma eru stórar öldur sjávar að berja á því fyrir neðan mann. Þetta er sennilega ógnvekjandi fyrir marga en mér finnst þetta stórkostlegt,“ segir hann og ljómar af spenningi. Hann fylgist vel með lífríkinu í bjarginu á vorin. „Við förum yfirleitt nokkrum sinnum út á bjarg áður en hefjum eggjatöku til að fylgjast með fuglinum og sjáum hvort hann er að gera sig tilbúinn í varpið. Það er í rauninni ekkert sótt í það fyrir okkur að taka egg sem eru byrjuð að stropa. Þau þurfa að vera nýorpin.“ Hann segir að best sé að nota sjónauka eða aðdráttalinsur til að fylgjast með hvort varpið sé hafið en hann þurfi það ekki alltaf. „Mér finnst ég finna á mér þegar fuglinn er tilbúinn. Ég finn það á lyktinni af bjarginu,” segir hann og rekur nefið út í loftið. Ég hermi eftir honum og þefa líka, það er sterk og sölt sjávarlykt í annars fersku loftinu.
72
Símon og Gísli festa sig nú báðir í línurnar og láta jeppann slaka sér alveg niður að sjávarborði og losa sig þar. Þeir félagar vita ekki til þess að þessi sigaðferð sé notuð annarstaðar á landinu. Krísuvíkurbjarg er eins og sérhannað að þessu leiti, svo slétt fram að brúninni að auðvelt er að athafna sig á jeppum. Sveitin hefur sett sér strangar umgengnisreglur og meðlimirnir keyra aldrei annarsstaðar en akkúrat í gömlum förunum. „Eftir að við hættum að nýta bjargið eins mikið og við gerðum eru öll för nánast horfin. Þegar við komum á bjargið að vori þurfum við oft að skima eftir þeim stöðum sem við vorum síðast,” segir Símon og bendir á að bjargið sé alltaf að breytast, það hrynji úr því einhversstaðar á því sex kílómetra svæði sem þeir nota á hverju ári. Eftir nokkrar ferðir jeppans fram og til baka að bjargbrún er búið að slaka mér og fimm björgunarsveitarmönnum niður. Við dreifum okkur um svæðið og leitum að svartfuglseggjum. Risastórir sjávarklettarnir eru margir mjög sleipir en við förum varlega þar sem við þræðum syllur og prílum kletta. Við höfum 50 metra hátt bjargið við tærnar en kalt hafið við hælana. Brimið hefur í gegnum árin höggið misstórar sprungur og hella í bjargið sem fuglinn nýtir sér þegar hann velur varpstaði. Varpið hefur þó snarminnkað síðustu tvo áratugi og nú er svo komið
„Við verðum auðvitað alltaf að vera klár í verkefni.“
Iceland Review
SjĂĄumst Ă sumar 16 verslanir um land allt husa.is
73
Iceland Review
að meðlimir sveitarinnar fara bara einn dag vor hvert í bjargið og hirða aðeins örfá egg. Símon segir að eitthvað hafi breyst í fæðuöflun fuglsins fyrir tuttugu árum síðan og eftir það hafi honum snarfækkað. Áður fyrr fóru menn út á bjarg og gistu í nokkra daga þegar veður var gott, nýttu allan daginn og hirtu kannski 5.000 egg á hverju vori. Um leið og þeir urðu varir við minnkandi varp var dregið úr ásókninni. Símon segir oft hafa verið gaman þegar náðist gott flæði milli manna. „Yfirleitt voru þetta fjögurra manna gengi sem unnu saman eins og smurð vél. Alltaf einn bílstjóri, tveir menn á bjargbrúninni og einn að síga í bjarginu.“ Sigmenn komu hlaðnir upp á bjargbrún en tróðu þó aldrei meira en 120 eggjum inn á sig í hverri ferð. „Ef menn tóku meira en það var þyngdin í pokanum orðið það mikil að það var orðin hætta á að skemma eggin ef þú snerist í línunni eða eitthvað slíkt. Frekar söfnuðum við eggjunum saman niðri og fórum fleiri ferðir upp,” segir Símon og það örlar á söknuði í röddinni. Þeir dagar eru liðnir, nú hirðir hópurinn nokkra tugi eggja til einkaneyslu en selur ekkert. Gísli segir að þrátt fyrir fækkunina sé eggjatakan mikilvægur hlekkur í sögu hafnfirska björgunarsveita. Það skipti máli að nýta bjargið en aðallega að kunna á það. Þessar árlegu ferðir valda því að meðlimir sveitarinnar þekki hvern stein í bjarginu. „Það er auðvitað ástæðan fyrir því að við viljum halda í þessa hefð þó við förum niður bjargið á færri stöðum en áður og það sé erfiðara að fá mannskapinn til að taka þátt. Þetta heldur við þekkingunni á svæðinu, er smá skemmtun og æfing allt í einu. Við verðum auðvitað alltaf að vera klár í verkefni. Það er ekki hægt að treysta því að þyrla geti alltaf bjargað öllu ef eitthvað kemur fyrir,” segir hann og bendir á að gjöful fiskimið séu rétt fyrir utan Krýsuvíkurbjarg. Síðustu þrjá áratugi hefur tvívegis komið fyrir að stór fiskiskip hafi fengið net í skrúfuna, orðið vélarvana og rekið í bjargið. Í báðum tilvikum náðu þyrlur að bjarga áhöfnum áður en skipin strönduðu. Rétt eftir ströndin sigu björgunarsveitarmenn niður að skipsflökunum og björguðu úr þeim verðmætum. Hvergi er þó hægt að sjá ummerki um þessi skip lengur enda bjargið fyrir opnu hafi. Kraftar sjávarins og harka klettanna eru fljót að rífa í sig skipskrokka úr járni og sjúga leifarnar í djúpið. Það er að nálgast miðnætti þegar allir eru komnir aftur upp á brúnina en vorkvöldið er ennþá bjart. Afrakstur erfiðisins eru 70 egg og þar sem það er nýliði í hópnum skal haldið í gamla hefð. Þegar sigið er í bjargið í fyrsta sinn skal velja sér egg þegar upp er komið, opna það og renna innihaldinu niður í einum risastórum sopa – hráu, slímugu og volgu. „Eggin eru herramannsmatur,“ segja Gísli og Símon og brosa sínu breiðasta þó ég viti vel að þeir borði þau ekki sjálfir nema elduð. Nýliðinn er heppinn, hittir á nýorpið egg og slengir því í sig. Stropuðu eggin eru ekki lystug hrá. Þau fara þó ekki heldur til spillis. „Ég bakaði bananabrauð úr stropuðu eggjunum sem ég tók síðast,” segir Símon stoltur og brosir. „Það var besta bananabrauð sem ég hef bakað.“
74
Iceland Review
„Mér finnst ég finna á mér þegar fuglinn er tilbúinn. Ég finn það á lyktinni af bjarginu.“
75
Iceland Review
F J Ö L L Texti: Ragnar Tómas Hallgrímsson
OG Ljósmyndir: Golli
M
E
N
N 77
Iceland Review
Thor's Power Gym Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, rekur líkamsræktarstöð í Kópavogi. Nafnið lætur óneitanlega karlmannlega í eyrum: Thor's Power Gym. Þar iðka Hafþór og aðrir lyndislíkir menn íþróttina aflraunir sem eins og flestir landsmenn vita felur í sér samsull fornaldarlegra þolrauna sem heita oftar en ekki í höfuðið á goðsagnakenndum kempum. Steinar Atlass. Herkúlesargripið. Hjól Conans. Fingur Fingals. Einn sólríkan dag síðastliðið vor bisaði ég við að opna hurð Thor's Power Gym og hleypti dauðarokkinu óafvitandi út í port. Ég á fund með upprennandi aflraunakappa að nafni Theódór Már Guðmundsson sem er víst tveimur til þremur sentimetrum hærri en Fjallið sjálft. Hann er sennilega eini Íslendingurinn sem er nógu stórvaxinn til þess að klæðast notuðum flíkum af Hafþóri (sem hann og gerir). Er ég geng inn salinn, framhjá handlóðum í yfirstærð, trjábolum í stangarformi, öxlum o.fl., hitti ég fyrir þrjá menn sem drýgðu höfuðsynd Íslendinga gersamlega blygðunarlaust: að sólunda sólarljósi utan vinnutíma. Meðan ég bíð eftir Theodóri spyr ég einn þeirra, riðvaxinn mann með húðflúr upp að hálsi, út í myndskeið sem ég sá daginn áður þar sem Fjallið haltraði út af keppnisvelli Sterkasti maður heims að lokinni annarri keppnisgrein (Hafþór varði sinn fyrsta titil, sem og níunda titil Íslands). *** „Er Hafþór virkilega meiddur?“ spyr ég. „Já,“ svarar maðurinn. “Hann sleit sin í fæti.“ (Hafþór sleit iljarfellið: sinabreiðu undir ilinni sem nær frá hæl og fram í tær. Þetta eru þannig meiðsli að þau kalla yfirleitt á gifs og er mælst til þess að menn hvíli sig í hið minnst þrjár til fjórar vikur.) „Er hann þá úr leik?“ „Flestir væru úr leik,“ segir maðurinn, „en Hafþór er ruglaðasti motherfucker sem ég þekki.“ *** Orðið ruglaður er eflaust hægt að túlka á margan veg. Fyrir mann sem sló 1.000 ára gamalt Víkingamet með því að axla níðþungt (640 kíló) siglutré Ormsins langa (fornfrægs langskips) og ganga síðan fimm skref
78
dugar orðið ruglaður vart til. Upprunalegi methafinn, hinn goðsagnakenndi Ormur Stórólfsson, gekk aðeins þrjú fet og – ef trúa á Orms þætti Stórólfssonar – var hann varla samur síðan. Hafþór kenndi sér einskis meins. Hafþór Júlíus Björnsson er umdeildur maður. Vissulega lék hann Fjallið í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones, vissulega sigraði hann Sterkasti maður heims árið 2018 og vissulega er hann svo stórfenglegur að vexti að hver sá sem stendur honum við hlið líður svolítið eins og að þrekvaxinn Gandalfur sé mættur í Hobbtún. En óneitanlega varpa ásakanir um heimilisofbeldi löngum skugga á annars glæstan feril. Hafþór er þó aðeins einn af þeim mörgu jötnum sem keppast um að verða sterkasti maður Íslands. Meðal keppinauta hans er hið þunglamalega ferlík sem beygir sig undir dyragættina í Thor's Power Gym. Hann heilsar með brosi áður en hönd mín hverfur í hramminn hans. Hrotur Churchill Theodór Már Guðmundsson státar af einni merkilegustu fyrir-og-eftir ljósmynd Íslandssögunnar. Fyrir viðtalið virti ég myndina fyrir mér í hartnær tuttugasta skiptið. Á vinstri hlið hokir 17 ára gamall drengur í boxerbuxum. Hann er síðhærður og fölur og mjóu handleggirnir dangla gagnslausir meðfram síðunum. Hann er eins og renglulegur Kurt Cobain að herma eftir nidurdregnum ljósastaur. Það er endurnýtanlegur ruslapoki í bakgrunninum, merktur uppáhalds lágvöruverslun Íslendinga: Bónus. Einhvern veginn er það vel við hæfi. Þetta er tákn drengsins sjálfs, ódýrari útgáfa af þeim ógurlega rumi sem hnyklar flúraðan tvíhöfðann hægra megin á myndinni. Lesendur eiga víst að trúa því að þetta sé einn og sami maðurinn – en nú aðeins sex til sjö árum eldri, íklæddur svörtum hlýrabol, með styttra hár og meira skegg. Hann er ekki ósvipaður þrumuguðinum sem Chris Hemsworth túlkaði í samnefndri kvikmynd (Þór, Thor). Theodór kemur sér fyrir á stól inni á kaffistofunni og ég spyr hann út í drenginn vinstra megin á ljósmyndinni. „Ég var vaxinn eins og ljósastaur,“ viðurkenndi hann. „Ég var 87 kíló þegar ég vó hvað minnst. Fyrir hávaxinn mann eins og mig (hann er 203 sentimetrar) – þá er þetta nú bara skinn og bein. Í dag er ég rétt um 158 kíló, hef þyngst um 60 til 70 kíló.
Iceland Review
Í 2019 ANNARS
VESTFJARÐAVÍKINGNUM KEPPA
MENN Í
MEÐAL
TUNNUKASTI
Fyrir utan líkamlega álagið sem fylgir átfrekju aflraunakappa þá er meiðslatíðnin einkar há. Þótt margir aflraunamenn, Theodór þar með talinn, haldi því fram að meiðslahættan sé engu hærri en í öðrum íþróttagreinum gefa rannsóknir annað til kynna. Árið 2014 framkvæmdi Paul Winwood og samstarfsfólk hans t.d. könnun meðal 213 aflraunakappa. 82% viðmælanda sögðust hafa meiðst yfir eins árs tímabil. Þetta er há meiðslatíðni, jafnvel í samanburði við aðrar svipaðar íþróttagreinar (kraftlyftingar, Ólympískar lyftingar, vaxtarrækt, fitness). Flest meiðslanna má rekja til hefðbundinna æfinga, t.d. Steina Atlass, þar sem keppendur lyfta kúlulaga steinum upp á misháa palla. Sjálfur hefur Theodór glímt við bakmeiðsli. Álagið sem fylgir ofátinu og æfingunum, svo ekki sé minnst á steranotkunina sem er einskonar opinbert leyndarmál, hefur valdið togstreitu á milli Theodórs og fjölskyldu hans. „Í kjölfar andláts Jóns Páls,“ segir Theodór, „þá fóru menn að segja „Þú drepur þig ef þú ferð í þetta sport“.“
Margt hefur svo sannarlega breyst,“ sagði hann og hló. Ég kemst fljótt að því að kæruleysisfas Theodórs er lítt í samræmi við þær fórnir sem umskiptin hafa útheimt. Dags daglega gleypir hann í sig þrisvar sinnum fleiri hitaeiningar en meðaljóninn (u.þ.b. 8.000 til 10.000) og rétt eins og svo margir kollegar hans hefur hann þróað með sér kæfisvefn fyrir vikið. Hann sefur með CPAP grímu sem auðveldar honum andardráttinn á næturnar. Gríman dregur allverulega úr hrotunum, án hennar neyðist kærasta hans til þess að leita athvarfs í næsta herbergi. Churchill hraut en aðeins sem nam um 35 desíbelum sem er á við bókasafn (hljóðstyrkur í meðalbókasafni er u.þ.b. 35 desíbel). Hrotur Theodórs ímynda ég mér að eigi lítið skylt við bókasafn.
Þversagnakenndur blær Fyrir tíð Fjallsins var Magnús Ver Magnússon helsti aflraunakappi Íslands og fyrir tíð Magnúsar Vers Magnússonar var Jón Páll Sigmarsson átrúnaðargoð nánast hvers einasta drengs sem ólst upp á níunda áratugnum. Hann jók stórlega hylli aflrauna á Íslandi (Jón Páll sigraði Sterkasti maður heims í fjórgang og Magnús Ver líka). Jón Páll lét mörg eftirminnileg ummæli falla, 1987 í keppninni um sterkasta mann heims öskraði hann, “Það er enginn tilgangur með lífinu ef þú getur ekki gert réttstöðulyftur!'' Tilvitnunin hefur síðan þá öðlast heldur þversagnakenndan blæ en Jón Páll var að æfa lyftuna þegar hann dó árið 1993, aðeins 32 ára gamall. Andlát Jóns Páls er almennt rakið til ættgengs hjartagalla en það þykir ekki ólíklegt að steranotkun hafi spilað þar rullu líka, í bland við gífurlegt álagið sem Jón Páll lagði á sig í æfingasalnum. Þar að auki sveiflaðist Jón Páll mikið í þyngd þar sem hann keppti í vaxtarækt og aflraunum á víxl. Þetta hefur þá væntanlega stórlega aukið hættuna sem fylgdi hjartagallanum.
***
79
Iceland Review
Theodór Már Guðmundsson
„Ef ég er hreinskilinn þá vil ég bara vera samkvæmur sjálfum mér – vera manneskja sem ég get verið stoltur af.“ „Það voru ákveðnir fordómar sem fylgdu aflraunum í kjölfar andlát Jóns,“ segir Theodór. „Fjölskylda mín er þar ekki undanskilin. En ég reyni að tala þau til. Ég segi þeim að þetta veita mér gleði og bið þau um að styðja mig.“ Hann hefur vart sleppt orðinu er ógurleg öskur bárust úr salnum. „Það er eitthvað hrikalegt í gangi,“ segir Theodór, lítur um öxl og brosir. *** Í ljósi meiðslahættunnar, þyngdaraukningarinnar, CPAP vélanna o.sfrv. velti ég því fyrir mér hvað laði menn að aflraunum. Gæti þetta verið í menningunni? Ég hef þá kenningu að afrek nútímaaflraunakappa eigi rætur að rekja allt aftur til landnáms. Dr. Mathias Nordvid, prófessor við háskólann í Colorado Boulder, hefur kallað nýlendurnar á Íslandi einstakar og fært rök fyrir því að það sé afar sérstætt hugarfar sem knýr einstakling til þess að leita sér nýrra landa í stað þess að halda kyrru fyrir í kunnuglegum aðstæðum. Þetta gefur til kynna að landnámsmenn á Íslandi hafi hugsanlega verið aðeins tækifærissinnaðri, sjálfstæðari og ívið tilbúnari til þess að freista gæfunnar en venjulegir menn. Þetta skýrir kannski
80
einnig hvers vegna íslenskar bókmenntir eru svo stór hluti norrænna bókmennta – þessir eiginleikar eru kveikjan að góðum sögum (fjármálakrísan ber þess kannski merki líka að Íslendingar eru, að stórum hluta, tækifærissinnar sem eru reiðubúnir að freista gæfunnar – einnig mætti ræða Dunning-Kruger áhrifin). Mikið var lagt upp úr líkamlegum styrk og tögg á þessum tíma enda landið harðbýlt og hrjóstrugt. Ég er sannfærður um að íslenskir aflraunakappar séu fastheldnari en annað fólk á rótgróna siði. Áður en ég kveð íþróttasalinn sýndi Theodór mér nokkrar aflraunaæfingar og ég fylgist með aðdáunaraugum. Hann er ekki eins öflugur og Fjallið, ekki enn, en mér er sagt að hann sé efnilegur. Hann segir mér að hann dreymi um að keppa í Sterkasti manni heims einn daginn og hlær. *** „Ég veit það ekki. Það er draumurinn. Ef ég er hreinskilinn þá vil ég bara vera samkvæmur sjálfum sér – vera manneskja sem ég get verið stoltur af.“
ÆVINTÝRI Í VÍK Í MÝRDAL
Zipline ævintýri í Vík er frábær skemmtun fyrir ævintýraþyrsta fjörkálfa. Upplifunin samanstendur af gönguferð í gegnum Grafargil með nokkrum skemmtilegum áningarstöðum og fjórum stórfenglegt landslag gilsins fyrir neðan. Bókaðu á vefnum okkar
www.zipline.is
með afsláttarkóðanum SUMAR2020 og fáðu 20% afslátt.
698 8890 | @ziplineiceland
Iceland Review
KEPPENDUR SLAKA Á EFTIR VESTFJARÐAVÍKINGINN 2019
82
Iceland Review
HÁLFTONN BJÖRNSON Maí 2020 Þann 2. maí fylgist ég með Hafþóri Júlíusi Björnssyni reyna við heimsmetið í réttstöðulyftu í beinni útsendingu frá bandarísku sjónvarpsstöðinni ESPN (þó lyftan verði ekki viðurkennt sem heimsmet hjá Alþjóða kraftlyftingasambandinu). Fjallið tekur sér stöðu við stöngina, beygir sig niður og togar svo 501 kíló frá gólfi á aðdáunarverðum hraða. Þegar háttvirtur dómari Magnús Ver gefur merkið fylgir hann lóðunum aftur niður að jörðu. Hann blæs vart úr nös. Gárungarnir segja að héðan í frá verði hann ekki kallaður neitt annað en Hálftonn Björnsson. Í kjölfar afreksins velti ég því fyrir mér hvort Hafþór gæti ekki rifið efnahaginn upp á fyrri stall líka? Reikar hugurinn þá til Theódórs; ætli að hann sé enn að djöflast? Þegar ég heyri í honum aftur kemst ég að því að margt hefur breyst. Ekki allir menn eru fjöll, en öll fjöll eru menn.
1 Theodór Már hefur sagt skilið við aflraunir. En ekki vegna meiðsla – heldur kostnaðar. Í viðleitni sinni til að stækka og styrkjast át Theodór fyrir allt að 120,000 krónur á mánuði, og þar sem hann bjó í Reykjanesbæ keyrði hann til Kópavogs oft í viku til þess að æfa. „Var það mikill bensínpeningur.“ Hann hafði alls ekki efni á þessu. 2 Það getur verið dýrt að trúa á sjálfan sig. Sannfærður um nálægð framans í ljósi árangurs á aflraunamótum og áhuga frá ónefndum umboðsmanni hélt Theodór neyslunni áfram með yfirdrætti frá bankanum. Þegar yfirdrátturinn var búinn tók hann upp krítarkortið. Þegar krítarkortið gaf sig tók hann lán hjá Netgíró. Þegar Netgíró sagði „Nei“ notaði hann smáforritið Aur. Að lökum hrönnuðust vextirnir upp og bankinn bað um bílinn. 3 Hverjum ósigri fylgir lexía. Þjakaður af kvíða vegna fjárhagstöðu sinnar leitaði Theodór til yfir 100 fyrirtækja í von um styrk. Þau fyrirtæki sem svöruðu sögðu „Nei.“ Að endingu var Theodóri sagt upp af umboðsmanni sínum og var þá lítið annað í stöðunni en að gefa aflraunadrauminn upp á bátinn, „eins ótrúlega sárt og það var.“ Í dag er Theodór 30 kílóum léttari, bæði af fitu og vöðvum, en hefur lært mikið af reynslunni. Hann stefnir á nám í lögreglufræðum. Í kjölfarið minnist ég þess sem Theodór sagði við mig síðast þegar við spjölluðum saman, þetta með að vera samkvæmur sjálfum sér – „að vera manneskja sem hann gæti verið stoltur af.“ „Er þetta raunin í dag?“ „Jú, ég myndi segja það.“ Og það er eitthvað.
83
Ljósmyndir: Golli
Texti: Ragnar Tómas Hallgrímsson
A F L A -
„Ég er sjómaður og ferðalangur.“
K
L
Ó
Iceland Review
6.30 - Bakkafjörður.
RAUÐMAGINN ER ENGINN HELGARPABBI Í grunnum sæ á grýttum þarabotni hrygnir grásleppan. Þessi ferlegi fiskur, sem á upptök sín að rekja til munnvatns Sankti Péturs – líkt og segir í gamalli þjóðsögu* – hrygnir á bilinu 80-150 þúsund eggjum. Er eggin klekjast út elur rauðmaginn önn fyrir ungum sínum á meðan grásleppan syndir áhyggjulaus í átt að frelsinu. Hún skiptir sér lítið af uppeldinu, skilur karlinn eftir til að gæta hreiðranna (rauðmaginn er enginn helgarpabbi). „En hér er einhver helvítis flækja,“ hugsar grásleppan, er hún svamlar í átt að grunnsævinu. „Einhver fínn og fölur þari, ofinn í kross, og nú er ég andskotans föst!“ Skuggi fellur á grásleppuna, og er hún dregin í átt að yfirborðinu þvert á eigin vilja. Hún flugsast upp á flatan bekkinn og lemur sporðinum í mótmælaskyni. En þetta eru bara loftslagsmótmæli; þau skila engu. Á bátnum Glettingi stendur ung kona – á að giska 160 cm að hæð, rauðhærð og brúneygð. Hún losar grásleppuna frá netinu og kastar henni í kerið. Þar spriklar fiskurinn um stund, ásamt kynsystrum sínum – og ratar þaðan í lestina. Líkt og flestum sjómönnum kippir hún sér ekki upp við að bana grásleppu (það tíðkast ekki lengur að skera grásleppuna á kvið, um borð bátsins). Utan grásleppuveiða rær hún einnig á línu og þar er hennar höfuðstarf að „blóðga þorskinn“ – að skera hann á háls. Það er einna helst fuglinn sem vekur upp misjafnar tilfinningar, því það kemur stundum fyrir að hann bíti í beitu og skjótist lifandi um borð. „Það finnst mér óþægilegt,“ segir hún. Það flæktist þó eitt sinn svartfugl í netinu, sem var steiktur á leiðinni heim og étinn.
86
ÞAR SEM BÖRNIN RÁFA DAGLANGT UM BÆINN Allt frá ellefu ára aldri hefur Steinunn Káradóttir sótt sjóinn með föður sínum, Kára Borgari Ásgrímssyni. Síðan þá hefur margt minnisvert átt sér stað á sænum, og ber þar helst að nefna „Haugabræluna“ árið 2003, þegar Steinunn var 13 ára gömul. Þetta er minning sem bregður enn ljóslifandi fyrir augum. Þá var hún svo ung að aldri að hún svaf gjarnan á meðan faðir hennar lagði línuna – en þennan dag var veðrið svo vont að karlinn varð að vekja dóttur sína, sem í veltingnum varð í fyrsta sinn sjóveik. Það hefur þó lítið borið á sjósóttinni síðan. „Annars væri ég nú varla að þessu,“ segir Steinunn. Steinunn og faðir hennar búa í Bakkagerði, þorpi við botn Borgarfjarðar eystri sem á alþýðumáli gengur undir sama nafni. Þegar samkomubannið stóð hvað hæst hefði ekki þurft nema fjögur teiti til að koma öllum bæjarbúum saman löglega; þar búa aðeins um 80 manns (77 árið 2019). Líkt og á flestum fámennum stöðum er tilveran í Borgarfirði Eystra. „Hér er gott að vera,“ segir Steinunn, sem heldur enn tryggð við átthaga sína. Máli sínu til stuðnings rifjar hún upp bernskuárin, þar sem börnin ráfuðu daglangt um bæinn án aðgæslu foreldra. Svo er það auðvitað þessi „yndislega náttúrufegurð“ og „stórbrotinn fjallahringurinn.“ Á vorin, á meðan á grásleppuvertíðinni stendur, leigja feðginin sér hús í Bakkafirði, sem er í um þriggja tíma akstursfjarlægð frá Bakkagerði (það er hafnleysa í bænum). Hrognkelsi hafa verið veidd á Íslandi í áraraðir, aðallega rauðmaginn (hængur hrognkelsis) en í dag snúast veiðarnar mestmegnis um grásleppuna (hrygnu hrognkelsis). Hún er full af hrognum, sem eru saltaðar og seldar út í heim sem kavíar. Samkvæmt riti sem gefið var út á vegum Háskólans á Akureyri árið
Iceland Review
„Það er fátt betra en að vera úti á sjó í góðu veðri.“
87
Iceland Review
Það þarf enginn að vera svangur á ferðalagi um Ísland!
88
Fyrstu netin eru lögð.
Iceland Review
2017 er með öllu ástæðulaust að hafa samviskubit þegar hrognkelsakavíar er étinn vegna þess að það er „nóg til af þeim í hafinu.“ Það er þá engin sektarkennd án skorts. Sjálf hefur Steinunn hvorki bragðað grásleppu né kavíarinn. Rauðmagann hefur hún þó smakkað, soðinn upp úr sjó. „Það er ágætt að prufa hann einu sinni – ekki oftar.“ Mikil ágreiningur varð í vor á milli sjómanna og sjávarútvegsráðherra eftir að hámarksafla grásleppu var náð við Norðaustur- og Norðurland áður en vertíðin byrjaði að fullu fyrir vestan (sumir náðu ekki einu sinni að leggja netin). Þetta hafði þó ekki áhrif á Steinunni og faðir hennar þar sem þau voru „búin með dagafjöldann hvort eð er.“ MÖPPUDÝR Á MÖLINNI Á grásleppuveiðum í Bakkafirði byrjar dagurinn snemma. Á meðan möppudýrin á mölinni byrja gjarnan daginn á heitri sturtu – baða sjómenn sig ekki á morgnana. „Það væri vonlaust að fara með blautt hárið á sjóinn,“ segir Steinunn. „Þá fengi ég bara heilahimnubólgu.“ Hér er það almenn skynsemi sem ræður för, og lítið er gefið fyrir hégóma. Steinunn sjómaður klæðist sama hamfaragallanum dag eftir dag: góðum stígvélum, gúmmíbuxum, gúmmígalla og vettlingum. Og svo er ýtt úr vör.
Ólíkt fjallinu er Glettingur gangmikill. Báturinn hvíti – sem er 14,9 brúttótonn, 11,6 metra langur og 3,6 metra breiður – var smíðaður árið 2005 af Seiglu. Hann fleytir áhöfninni á miðin á innan við klukkustund, og þó svo það taki stundum svipaðan tíma að aka frá úthverfunum í miðbæinn, þegar verst lætur, þá hefur sjórinn það framyfir borgina að hér er engin umferð. Hér þarf engum fávitum að bölva. Og svo er snjallsíminn almennt skilinn eftir. Í ljósi friðsældarinnar er tilvalið að halla sér í útsiglingunni . Ef hugsanir taka á sig mynd slær hún yfirleitt praktískum ramma utan um þær: vonar að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áhöfnin verði snögg að afgreiða netin. Eins vonlaust og það er að verja sólríkum degi inni á skrifstofu, er öfugt farið með Ægiskontórinn. „Það er fátt betra en að vera úti á sjó í góðu veðri,“ útskýrir Steinunn. „Spegilsléttur sjórinn – og svo kemur það fyrir að við sjáum hvali eða höfrunga. Ég myndi ekki vilja skipta því út fyrir hefðbundið skrifstofudjobb.“ En þó hlýtur hún að hafa eitthvað slæmt að segja um yfirmanninn? Til þess að espa hana upp lýsi ég eigin reynslu af fjölskyldurekstri, og rifja það upp þegar afi minn keyrði frá Hafnarfirði til Reykjavíkur til þess eins að kalla mig fífl, augliti til auglitis. Steinunn hefur þó enga slíka sögu að segja af karlinum. Feðginin spjalla mikið á sjónum, einna helst um fiskeríið og netin, og hlýða saman á fréttirnar í útvarpinu. Þá á hún það einnig til að spyrja karlinn út í liðna tíð. Kári Borgar,
89
Þrátt fyrir þokuna veit skipstjórinn nákvæmlega hvar netin er að finna.
Iceland Review
90
Grรกsleppan er veidd รก vorin, vegna hrognanna.
Iceland Review
91
„Ég myndi ekki skipta þessu út fyrir hefðbundið skristofudjobb“
Iceland Review
sem er víst náskyldur Magna Ásgeirssyni, ólst upp á Bakkagerði með Steini Ármanni leikara. Kári reri til sjós með pabba sínum frá átta ára aldri (faðir hans lést þegar Kári var á tíunda ári). Aðspurð hvað henni líki best í fari föður síns svarar hún svolítið tvístígandi: „Ég veit það ekki, en eitthvað hlýtur mér að líka – ég hef starfað með honum í að því að verða 20 ár.“ Þetta er óhrekjanleg röksemdafærsla, þó hún sé kannski óþarflega jákvæð. Í raun hefur Steinunn ekkert slæmt að segja um föður sinn, yfirmanninn, en segir það óþægilega kjánalegt að biðja hann um frí. „Þá líður mér stundum eins og litlum krakka.“ Og það er þá helsti eiginleiki foreldra: að geta á svipstundu flett þroskahulunni af börnunum. Þegar þau komast á miðin vinna þau hratt. Þetta eru á að giska 15 netatrossur og fjölmörg net. „Það er gott að geta dregið þau öll,“ segir Steinunn, sem er í essinu sínu við að greiða grásleppuna frá netinu – en leiðist þegar þorskur eða þari flækist í möskvunum (þarinn er algengur eftir brælu). Steinunn, faðir hennar og Vitali Zadoja (þriðji meðlimur áhafnarinnar) leggja netin svo jafnóðum í sjóinn og halda heim. Dagarnir eru yfirleitt langir, þó það sé svo sem allur gangur á því. Á innsiglingunni hefur það komið fyrir að Steinunn skelli sér í sjóinn, sem er víst „voðalega notalegt.“ Það tíðkast ekki að kveðja daginn með Netflix, líkt og í borginni, því yfirleitt eru grásleppukonur og -karlar svo örmagna eftir langan dag að þau ganga rakleiðis til rekkju. Á kvöldin þarf engum tölvupóstum að svara og engin yfirvinna sem bíður. Þegar Steinunn fer úr
92
stígvélunum og vinnugallanum er vinnudeginum almennt lokið. Og mætti taka upp sambærilegan sið í bænum. ÓÞARFA TILÆTLUNARSEMI Í gegnum tíðina hefur undirritaður beðið aragrúa fólks um að lýsa sjálfum sér. Flestum fallast hendur. Þetta er þá kannski bölvaður dónaskapur, eða óþarfa tilætlunarsemi í það minnsta; það er í verkahring blaðamannsins að lýsa viðmælandanum, ekki öfugt. En dræm viðbrögð viðmælenda helgast þó kannski aðallega af því að það er enginn dómbær á sjálfan sig. Hverslags fyrirspurn er þetta? Þegar ég ber fram spurninguna við Steinunni Káradóttur þá þegir hún um stund. „En hvað dettur þér fyrst í hug?“ spyr ég loks. „Sjómaður og ferðalangur,“ svarar hún umsvifalaust. Síðastliðna vetur hefur Steinunn freistað þess að ferðast eins mikið og mögulegt er. Af þeim stöðum sem hún hefur sótt heim stendur Suður-Afríka upp úr. „Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað aftur,“ segir Steinunn en hún kom fyrst til landsins fyrir um fimm árum síðan. Það var eitthvað við Suður-Afríku sem heillaði hana gersamlega. „Mér líður svolítið eins og ég sé að koma heim, þegar ég mæti.“ Beðin um að spá fyrir framtíðinni, segir Steinunn að hún sjái fyrir sér að vinna á sumrin og ferðast á veturna. Svo gerðist hún einnig slökkviliðskona fyrir ekki svo löngu. „En hér hefur enga elda þurft að slökkva, alla vega ekki enn.“
Iceland Review
Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims Harpa + Skeifan 6 + Kringlan + Laugavegur 70 + 5687733 + www.epal.is
93
Iceland Review
MINNING
94
Ljรณsmyndir: Chris Lund
UM
Iceland Review
Þegar ég hitti Christopher Lund á vinnustofu hans á Langholtsveginum er hann að leggja lokahönd á sýninguna Vitni. Myndirnar munu hanga á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í sumar og sýna íslenska náttúru en ekki síður ferðamennina sem sækja hana heim. Undanfarin ár hefur hann ferðast um landið með misstóra hópa erlendra ljósmyndara og kynnt þeim ýmsa myndræna leyndardóma landsins en nú eru slíkir hópar horfnir í bili. Ljósmyndaferðalög Chris hófust þó löngu fyrir ferðamannastrauminn. Sem smástrákur var hann alltaf á ferðinni með myndavélar í lúkunum. "Ég elst upp við það að keyra hringinn í kringum Ísland til að taka myndir og stoppa á hverjum bæ til að kynnast fólkinu. Þetta innprentaði í mann vissa ferðaþrá,” segir hann og rifjar upp ferðirnar sem hann fór með föður sínum, ljósmyndaranum Mats Wibe Lund. Hans aðalatvinna var að fljúga um og taka loftmyndir í fallegu veðri og keyra síðan um sömu sveitir til að selja heimafólki stórar prentanir. Það var þó ekki fyrr en í menntaskóla sem raunverulegur ljósmyndaáhugi kviknaði hjá Chris. “Þá fór maður að vinna í myrkraherberginu, kynnast tækninni, öðrum filmuformum og sjá önnur sjónarhorn.” Starfsvettvangur Chris varð myndvinnsla, framköllun og prentun þó hann myndaði líka sjálfur. Hann vann í risastóru myndasafni föður síns, var meðeigandi í myndvinnslufyrirtækinu Diktu og prentaði fyrir fjölda ljósmyndara. Á þeim tíma myndaði hann aðallega viðburði og brúðkaup en segir að landslagið hafi alla tíð togað í sig. “Ég vil halda því fram að ef það er einhver náttúra í manni þá er ekki hægt annað en að mynda náttúruna á Íslandi, það er ekki hægt að búa hérna og kunna ekki að meta landslag. Sjálfur kemst ég næst algleymi þegar ég stend í fallegu landslagi og get sökkt mér í rammann til að fanga það sem ég sé. Bestu stundirnar eru þegar ég ferðast án þess að hafa áfangastað í huga. Þvælist bara um hálendið með myndavélina,” segir Chris dreyminn. Síðasta áratuginn hefur hann sefað ferðaþrána með því að fylgja ljósmyndaferðamönnum um landið í leit að myndefni. Hann segir að leiðsögumenn þurfi að þekkja vel staði og aðstæður og
hvernig þær breytist eftir veðri og vindum. “Fjölbreytt veður er í raun kostur frekar en hitt þegar kemur að landslagsljósmyndun.” segir hann og bætir við það sé fleira fallegt en þekktustu ferðamannastaðirnir. “Síðustu ár hef ég verið að fara með mína kúnna meira vestur á firði og Norðausturland. Svo er ég rosalega hrifinn af Ströndunum og hálendið okkar er auðvitað einstakt. Að keyra þar um í sumarnóttinni er töfrum líkast.” Chris segir breytingar síðasta áratugar ótrúlegar. „Ef þú varst við Jökulsárlón við sólarupprás 2010 var nánast enginn annar á svæðinu og þú gast valið þér sjónarhorn. Í seinni tíð var sama á hvaða árstíma þú varst þar, það var alltaf stappað af fólki. Það var alltaf auðvelt að hafa ferðir um landið opnar í báða enda og ekkert mál að redda gistingu hvar sem var með stuttum fyrirvara en það breyttist fljótt og síðustu ár þurfti ég að bóka allt með löngum fyrirvara.” Hann hafði þó líka gaman af að kynnast ferðamönnum frá öllum heimsálfum og hvernig þeir uppgötvi og upplifi Ísland. „Það er ansi mikið til í því að glöggt sé gests augað. Maður var oft að pikka upp sjónarhorn í gegnum kúnnana, flott myndefni sem þeim þótti sérstakt en maður hefði ekki rekið augun í sjálfur.” Hann segir sýninguna vera tilraun til að fara nær þessu fólki og þeirra upplifun á landinu. „Auðvitað er landslag í myndunum en fókusinn er á ferðamanninn, gestinn. Í starfinu upplifir maður þreytu margra Íslendinga á ferðamanninum og alla þessa neikvæðu orðræðu um túristana en núna söknum við þeirra, enda erlendir ferðamenn orðnir mikilvægur partur af okkar lífi og lífsviðurværi margra.” Chris segir að allt stefni í að ferðamenn þessa sumars verði Íslendingar og nú verði að koma í ljós hvernig þeim verði tekið og hvernig þeir gangi um. „Ég er orðinn spenntur að sjá hvað það verður mikið af Íslendingum á ferðinni. Ég held að margir átti sig ekki á því hvað það er frábært að ferðast um Ísland og ég er sannfærður um að það á margt gott eftir að koma út úr þessu fyrir okkur sem þjóð. Ég hlakka líka til að upplifa sumarið úti á landi eins og það var fyrir ekki svo löngu síðan.” Texti: Kjartan Þorbjörnsson
Portrettmynd: Golli
FERÐAMANN 95
Iceland Review
V I Ð
96
S K Ó G A R F O S S
Iceland Review
V I Ă?
V E S T R A H O R N
97
Iceland Review
V I Ă?
98
D E T T I F O S S
Iceland Review
Í
R E Y N I S F J Ö R U
99
V I Ð
S V Í N A F E L L S J Ö K U L
Iceland Review
101
Iceland Review
102
VIÐ
DY NJA N DA
Iceland Review
103
Iceland Review
... ef gottiรฐ er gott, heitir gottiรฐ Freyja 104
V I Ð
S V Í N A F E L L S J Ö K U L
Iceland Review
Í
106
D Y R H Ó L A E Y
Iceland Review
107
Iceland Review
108
Iceland Review
FRIÐLAND
Einu sinni boðaði María mey alla fuglana á fund sinn og skipaði þeim að vaða bál. Fuglarnir þorðu ekki annað en að hlýða boði hennar og stukku út í eldinn. Er þeir komu í gegnum eldinn voru fæturnir á þeim fiðurlausir og sviðnir inn að skinni og svo hafa þeir verið síðan. Rjúpan var eini fuglinn sem þrjóskaðist við. María reiddist henni svo að hún lagði
Texti: Kjartan Þorbjörnsson
Ljósmyndir: Golli
á hana að hún skyldi verða allra fugla varnarlausust, en svo ofsótt að hún ætti sér ávallt ótta vonir nema á hvítasunnu. Skyldi fálkinn sem fyrir öndverðu átti að hafa verið bróðir hennar ævinlega ofsækja hana og drepa. Þó lagði María mey rjúpunni þá líkn að hún skyldi mega skipta litum eftir árstímunum og verða alhvít á vetrum, en mógrá á sumrum, svo fálkinn gæti því síður
fundið hana. Til þessa dags er rjúpan eini fuglinn með fiðraða fætur og skiptir enn litum eftir árstíma. Fálkinn ofsækir rjúpuna, drepur hana og étur, og kennir hann þess ekki fyrr en hann kemur að hjartanu í rjúpunni að hún er systir hans. Setur þá að honum svo mikla sorg að hann vælir ámátlega lengi eftir. — Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar
FÁ LK A N S 109
Iceland Review
Fálkinn er stærsta og öflugasta fálkategund í heimi og því sérstaklega eftirsótt af mönnum til tamninga og veiða. Það er hægt að kenna honum að veiða mjög stóra fugla, gæsir, hegra og trönur.
„Allt líf fálkans snýst um rjúpuna,“ segir Ólafur Nielsen fuglafræðingur og vistfræðingur yfir öxlina úr framsætinu á jeppanum. Við þræðum vegslóða yfir oddhvasst, kolsvart hraun á Norðausturlandi um sumarsólstöður. Við hlið hans situr sonur hans og nafni, Ólafur Nielsen yngri - kallaður Óli til aðgreiningar frá föður sínum. Hann hefur fylgt föður sínum í fálkaferðirnar frá 10 ára aldri og sér ekki fyrir sér sumar án þeirra. Til að fá að slást í för með þeim þurfti ég hins vegar að sækja um sérstakt leyfi frá Umhverfisstofnun Íslands mörgum mánuðum fyrr. Ætlunin er að heimsækja fálkahreiður og merkja og mæla fálkaunga. Það er stranglega bannað að nálgast fálkahreiður á Íslandi og eingöngu örfáir menn sem fá undanþágu til þess. Ólafur er þeirra fremstur enda mesti fræðimaður landsins um fálkann. „Ég hef alltaf haft áhuga á fuglum. Strax sem unglingur heillaðist ég af fálkanum og ákvað gera fuglarannsóknir að ævistarfi mínu,“ segir Ólafur. Hann var ennþá unglingur þegar hann kynntist Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og hjálpaði til við rjúpnarannsóknir. Eftir nám í Háskóla Íslands og framhaldsnám i Cornell háskóla í USA var rjúpan honum enn efst í huga. „Rjúpnastofninn er mjög áhugaverður. Fjöldi þeirra rís og sígur til skiptis með 10-12 ár á milli toppa. Rannsóknarverkefni mitt í Cornell voru fálkinn og rjúpan. Ég rannsakaði hlutverk fálkans í þessum sveiflum enda rjúpan hans aðalfæða. Ég var þar í sex ár en vissi auðvitað að
110
það væri ekki nægur tími. Sveiflan tekur 10-12 ár og þumalputtareglan er sú að ef maður ætlar eitthvað að ráða í tengslin þarftu gagnaraðir sem spanna þrjár sveiflur. Það eru 36 ár í þessu tilviki. Ég sá þetta sem leið til að byrja en fékk í kjölfarið styrki frá Peregrine Fund til að halda rannsókninni áfram að námi loknu allt til ársins 1993.“ Ári seinna fékk Ólafur síðan vinnu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands við vöktun rjúpnastofnsins og hefur haft umsjón með því verkefni síðan. Rannsóknarsvæði Ólafs á Norðausturlandi er 5.300 ferkílómetrar og þar er að finna 84 fálkaóðöl. Ábúð fálkans er þó sveiflukennd. Fæst hafa verið 40 í ábúð hverju sinni en mest tæplega 70. Snemma vors fer Ólafur um þetta svæði til að athuga hvaða óðöl eru í ábúð. Ég fæ að fara með í aðra heimsókn sumarsins og hún er tímafrek. Ólafur leggur jeppanum í grunnum dal milli tveggja hæða. Þeir feðgar hlaða á sig búnaði og við göngum af stað. Stuttri stund seinna rís 20 metra hár klettaveggur úr móanum. Um leið heyrist hátt og skrækt kall fálkans. „Hún sér okkur strax,“ segir Ólafur um leið og við sjáum fálka stefna hratt í átt til okkar, að reyna að hræða okkur frá staðnum. Feðgarnir vinna fumlaust saman. Óli festir línu á bjargsbrúninni og Ólafur lætur sig síga niður að hreiðrinu. Hann tekur ungana, einn í einu, og slakar þeim niður til sonar síns í pappakassa. Ungarnir eru steinhissa á þessum tilburðum, liggja grafkyrrir í grasinu og stara út í loftið. Í 40 ár hefur Ólafur farið um heimalönd fálkans í þessum tilgangi. „Ég er búinn að merkja á annað
Iceland Review
111
Iceland Review
112
Iceland Review
þúsund fálkaunga. Tilgangurinn er að geta lýst ferðalögum fuglanna, ráðið í lífslíkur og séð hvernig þeir dreifa sér til varps. Þegar þetta var námsverkefni mitt var ég hér í þrjá mánuði á ári með bækistöðvar í Mývatnssveit. Nú tekur þetta fjórar til fimm vikur á sumri,“ segir Ólafur. Tveir málmhringir með áberandi stöfum eru settir um fætur hvers unga, þeir eru vigtaðir og fjaðrir og bein mæld. Allt er skráð samviskusamlega niður. Að lokum fer Ólafur aftur upp á bjargið og lætur sig síga að hreiðrinu til að koma fálkunum aftur heim til sín. Spurður hvort þetta sé ekki hættuleg iðja jánkar Ólafur því. „Ég hrapaði eitt sinn og var nærri dauður. Þá var ég bara unglingur. Eftir það fór ég að læra að nota línur og láta mig síga niður í hreiðrin í stað þess að klifra. Við reynum að hafa þetta eins öruggt og hægt er. Ég er aldrei einn þegar ég er að síga. Aðalhættan
í sambandi við sigið er mögulegt grjóthrun.“ Ólafur hreinsar að lokum fæðuleifar úr hreiðrinu og fer í gegnum þær til að sjá hvað ungarnir eru að éta. Mest er af bringubeinum rjúpna. Hreiðrið er hreinna og ungarnir skarta fínum málmhringjum, annað er óhreift. Við tekur tveggja tíma jeppaskak að næsta stað, lengra labb, hærri klettar og meira príl. Þannig líða langir dagar í sumarsólinni og menn fara seint í háttinn. Alltaf virðist Ólafur þó vera jafn áhugasamur þegar komið er að hreiðri. „Hefði ég verið flokkaður af sálfræðingi þá væri ég sjálfsagt einhverstaðar á einhverfurófinu,“ segir hann og glottir. „Þetta er einhvers konar árátta hjá mér og ég mun halda þessu áfram eins lengi og heilsa og geta leyfir. Þetta er mjög líkamlega erfitt en veitir mér lífsfyllingu. Þetta er svo miklu meira en vinna fyrir mér,“ segir hann að lokum.
113
Iceland Review
114
Iceland Review
Fálkinn er í skjaldarmerki Íslands, aðalorða ríkisins er kennd við fálkann, eitt stærsta íþróttafélag landsins er kennt við fálka og tákn stærsta stjórnmálaflokks landsins er fálki.
115
Iceland Review
Þegar mest var voru fluttir út á þriðja hundrað fugla á ári frá Íslandi til Kaupmannahafnar.
116
Iceland Review
Í miðausturlöndum þar sem veiðar með fálka njóta hvað mestar virðingar þykir stöðutákn að eiga fálka þó það sé mjög erfitt að halda þá í þessum löndum þar sem þeir þola illa hita.
117
Iceland Review
Tímalína 10. öld — Fljótlega eftir landnám hófu menn að flytja út lifandi fálka til veiðileikja.
118
17. öld — Danakonungur sló eign sinni á fálkann og hófust þá skipulagðar nytjar. Menn voru hér yfir veturinn, veiddu fuglana og tömdu þá. Í lok vetrar mættu fálkafangararnir til Bessastaða en þar voru fuglarnir flokkaðir og undirbúnir til flutnings. Síðan var sérstakt fálkaskip sem flutt þá til Kaupmannahafnar. Þegar mest var voru fluttir út á þriðja hundrað fálkar á ári.
19. öld — Þessi formlegi útflutningur lagðist af um aldamótin 1800. Fálkinn var áfram ófriðaður mjög lengi. Menn skutu þá og seldu uppstoppaða, söfnuðu eggjum og seldu söfnurum erlendis.
1950 — Um miðja tuttugustu öldina var hann loks friðaður en þrátt fyrir það finna vísindamenn enn högl í 25% þeirra fálka sem finnast dauðir.
1970 — Seinna tók við önnur vá gegn fálkanum þegar hingað fóru að sækja menn frá Evrópu sem rændu hreiður. Fyrst um sinn tóku menn aðallega unga en síðar egg til að smygla til meginlandsins, ala þar upp og selja áfram.
Iceland Review
119
Iceland Review
120
Iceland Review
SMÁSAGA
SUMARHÚS
Í öllum sænskum fasteignaauglýsingum er sérstaklega getið um fjarlægð að vatni. Eins og fólkið geti bara þraukað í afmarkaðan tíma á landi þar til það þarf að komast aftur í vatnið. Ég sé það fyrir mér, sólbrúnt og berfætt í skónum, bleikar peysuermar dingla á öxlum vatnsgreiddra manna, röndótt pilsin flengjast um kálfa kvennanna þar sem þau hlaupa að vatnsborðinu. Sé þau fyrir mér krjúpa í sendnum jarðveginum, fá moldarbletti á kakíbrúnar skálmar, stinga höfðinu á kaf og svelgja að sér. Svala þorstanum. Ég skil þetta vel. Fjarlægð frá vatni er fjarlægð frá lífsuppsprettu. Það var þess vegna sem ég lagði mikla áherslu á að við lituðumst um hér við vatnið, frekar en til dæmis í Munaðarnesinu, þegar við ákváðum að kaupa sumarhús. Krökkunum fannst við glötuð, eins og minnir að Kári hafi komið því í orð, að hafa ekki fest kaup á honum fyrr, þegar þau voru enn lítil. Þau ímynduðu sér að hér hefðu þau orðið seventísbörn í heimaprjónuðum peysum með berjabláar kinnar og tíkarspena, veltandi um
Höfundur Sunna Dís Másdóttir
Teikningar Helga Páley Friðþjófsdóttir
móann og niður að vatni. Heimabakaðar bollur í öll mál. Þannig nokkuð. Úr bústaðnum er frábær sýn niður að vatninu, fjarlægðin ekki nema um hundrað metrar og ekkert nema lítið bátaskýli sem skyggir á útsýnið. Hann kostaði líka sitt. En við slógum til og það fyrsta sem ég keypti af innanstokksmunum eða búnaði í bústaðinn var kíkir. Svo verkfæri, að nógu þurfti að dytta. Við réttlættum kaupin með því að hingað væri svo stutt að fara úr borginni, við myndum nota hann mikið. Og það höfum við líka gert, dvalið hér oft og lengi. Þó aldrei með sama hætti og nú, auðvitað. Vatnið er stillt í kvöldrökkrinu, klukkan að ganga átta og daginn lengir hratt þótt nú séu auðvitað allir dagar langir, það er eðli þeirra. Ég kann því ágætlega, flesta daga. Símtalið barst að morgni, ég horfði á Unni stífna í öxlunum þar sem hún vomaði yfir nýju kaffivélinni og beið eftir fyrsta bolla dagsins. Símtal svo snemma morguns boðar sjaldan gott. Ég heyrði
121
Iceland Review
hjúkrunarfræðinginn kynna sig og svo ráfaði Unnur fram á gang á meðan hún hélt símanum þétt að eyranu. Ég fór í humátt á eftir henni en fannst ég kjánalegur fyrst hún hlustaði svo einbeitt og vék sér undan mér. Ég sneri aftur við og fylgdist í staðinn með rjómalitri bununni steypast ofan í bollann. Ég saknaði kunnuglegs gutlsins úr könnunni sem við höfðum notað svo lengi. Við keyrðum rakleiðis í bústaðinn, Unnur með tölvu og fjarfundabúnað, ég með púsluspil og stafla af bókum. Í rauninni hefði ég ekki þurft að taka þátt í þessu, smitið kom upp á hennar vinnustað og ekki hafði ég komið inn fyrir dyr þar í mörg ár. Ég tók samt ekki annað í mál en að ég færi með henni og að við héldum beina leið í bústaðinn. Ég hélt um stund að hún myndi mótmæla en hún gerði það ekki. Pakkaði bara niður í töskur, líka kaffivélinni. Við sóttum matvælapöntunina á leiðinni út úr bænum. Ég hafði minnkað töluvert við mig vinnu vorið áður, var raunar sífellt að máta mig við hugmyndina að hætta að vinna. Stundum lokaði ég dyrunum inn á skrifstofuna mína og lagði kapal í tölvunni tímunum saman. Ég hafði innréttað hana af alúð á sínum tíma, þá var mér mjög í mun að starfsfólki mínu á þýðingastofunni þætti gott að leita til mín, vildi gjarnan sitja hjá mér stutta stund á meðan ég leysti úr áhyggjuefnum þeirra. Valdi mjúkan og góðan stól, keypti blóm í pottum sem ég raðaði á hillurnar innan um skjalamöppurnar. Nú fól ég Kjartani allt sem sneri að mannaforráðum. Ég hafði raunar áformað að bjóða honum í hádegisverð nú eftir páskana til þess að ræða möguleg starfslok mín og framtíð þýðingastofunnar sem hann hafði átt hlut í árum saman. Ég átti bara eftir að ræða það við Unni. Unnur hafði strax lagt undir sig minna svefnherbergið í sumarbústaðnum, nýtti það sem skrifstofu. Hún sat inni í herbergi tímunum saman, stundum fram á kvöld. Ég heyrði af og til óminn af samtölum á fjarfundum og tifið í lyklaborðinu. Það virtust allir í hennar starfsliði enn afkasta fullum vinnudegi þrátt fyrir að stærstur hluti vinnustaðarins væri í sóttkví. Stundum var þögn. Kannski var hún að leggja kapal. Ég veit ekki almennilega af hverju ég byrjaði að skrá hjá mér ferðir nágrannans. Það æxlaðist bara þannig. Stundum finnst mér að það hafi verið óhjákvæmilegt. Þar sem ég stend við uppvaskið sé ég beint yfir til hans í bústaðnum við hlið okkar. Hekkið er ekki farið að bruma enn, vorið er kalt þótt dagurinn verði sífellt lengri. Nú eru tvö ár síðan hann keypti bústaðinn, hann áttu áður gömul hjón sem höfðu lítið sést hér á svæðinu síðustu árin sem hann var í eigu þeirra. Bústaðurinn var líka
122
farinn að láta á sjá, undir lokin hafði Guðmundur gamli ekki getað hlúð að honum eins og á þurfti að halda. Stundum laumaðist ég yfir til þeirra og sló grasið eða klippti stöku trjágreinar þótt enginn hefði beðið mig um það og enginn kæmi í bústaðinn vikum og mánuðum saman. Ég vissi heldur ekki almennilega af hverju ég gerði það, óttaðist bæði og vonaði að til mín sæist. Eftir að þau seldu hætti ég því auðvitað um leið. Sonur þeirra tæmdi bústaðinn á einni helgi í ágúst og við Unnur báðum hann fyrir kveðju til hjónanna. Síðan voru liðin tvö ár og við vissum ekki hvort þau væru lífs eða liðin. Mér fannst það einkennileg tilhugsun, eftir þessi sumur sem við þó höfðum dvalið þarna í svo miklu návígi, vinkað á milli garða og kinkað kolli inn um gluggann yfir uppvaskinu. Nýi eigandinn sást ekki fyrr en næsta vor. Við Unnur sátum með kaffibolla á pallinum, það var næstum alveg skjól undir húsveggnum í morgunglennunni, þegar hann kom fyrst. Við heyrðum í honum langt að, það var eitthvað að hljóðkútnum á bílnum hans. Hann talaði í símann þegar hann steig út úr bílnum, mér sýndist hann hafa einhverja bluetooth-spöng á höfðinu. Hann talaði hátt, um jöklaferðir heyrðist mér. Unnur leit snöggt á mig. Ég saup á kaffinu, það var farið að kólna í svalanum, mér fannst það rammt og súrt. Nýi eigandinn bisaði við að opna dyrnar sem lukust loks upp með einkennilegu soghljóði frá þéttilistanum, eins og húsið gripi andann á lofti. Hann þurfti að skella á eftir sér, líklega hefur hurðin bólgnað í vetur. Ég sá útundan mér að Unnur fylgdist enn með mér. Við förum ekkert yfir núna, er það? sagði hún og það var ekki spurning. Ég ræskti mig og fór inn að skola úr bollanum. Í seinni tíð drekk ég frekar te. Seinna þennan sama vormorgun rölti ég slóðann niður að vatninu eins og ég var vanur. Kíkirinn dinglaði um hálsinn á mér og litla vasabókin var kirfilega skorðuð í brjóstvasanum á fóðruðu skyrtunni sem ég klæddist gjarnan í bústaðnum. Ég tyllti mér um stund á stóra steininn sem var eftirlæti mitt, hvíldi augun á merlandi vatnsfletinum. Fjarlægð frá vatni, tuttugu sentímetrar. Ég teygaði loftið. Þegar ég sneri aftur í bústaðinn heyrði ég óminn af röddum þeirra. Unnur hló kunnuglegum hlátri, þeim sem hún beitir fyrir sig eins og töfrabragði þegar henni finnst ég koma furðulega fyrir í veislum eða á mannamótum. Henni líður eins og það komi í hennar hlut að breiða yfir einkennilegheitin. Hann er hærri, tærari en hennar venjulegi hlátur. Ekki spurning, sagði einhver, nýi eigandinn eflaust. Við sjáumst þá! Ég steig upp á pallinn í sama mund og hann fór
Iceland Review
inn og lokaði á eftir sér. Jæja? sagði ég og horfði á Unni. Hún var komin úr peysunni í sólinni. Fljótlega fengi hún freknur efst á kinnbeinin. Hún leit á mig og ýfði á sér hárið með höndinni eins og hún var vön að gera eftir að hún klippti sig stutt, fannst það fara betur konu á hennar aldri. Viltu meira kaffi? spurði hún og ég elti hana inn í litla eldhúskrókinn. Hver er hann? spurði ég áfram. Leifur, sagði hún, hann er smiður. Jæja, sagði ég og mér var furðulega létt. Það
bústaðnum. Þegar hann birtist, sem var sjaldan, rétt kinkaði hann kolli til okkar yfir hekkið áður en hann sogaðist inn í húsið og skellti á eftir sér. Hann sást varla úti á palli eða á litla blettinum, sem nú var orðinn illilega úr sér vaxinn, ekki einu sinni á blíðviðrisdögum. Þetta var sumarið sem ég fékk mér bátinn, keyptan af frænda mínum í Borgarnesi, ágætis lítinn bát til þess að dólast út á vatnið á lygnum kvöldum. Ég réri hægt og rólega og naut þess að fljóta úti á grunnu vatninu. Ef ég beindi kíkinum að nágrannabústaðnum var yfirleitt alltaf dregið fyrir.
hafði fengið á mig að fylgjast með húsi Guðmundar og Huldu smádrabbast niður. Því hlaut að vera lokið núna. Yfir seinni kaffibollanum, sem mér fannst skárri en sá fyrsti, punktaði ég hjá mér í vasabókina, sem ég hafði annars helgað athugasemdum um fuglalífið við vatnið: Leifur kemur fyrsta sinni, ásamt dagsetningu. Seinna bætti ég tímasetningu við skráningar mínar. Það var rúmu ári síðar, þegar Leifur hafði ekki enn gert handtak til þess að dytta að
Aðeins einu sinni sá ég inn til hans. Húsinu hafði haldið áfram að hnigna. Málningin var farin að flagna og á bílastæðinu var arfinn hægt og örugglega að leggja undir sig mölina. Ég fann væga klóaklykt leggja af rakri jörðinni undir pallinum þegar ég gekk þar hjá. Þegar ég minntist á þetta við Unni var hún vön að segja að kannski væri hann að gera bústaðinn upp að innan, án þess að við sæjum til. Mér fannst það hæpið. Hann sat í snjáðum leðursófa á nærbuxunum
123
Iceland Review
einum fata. Hann sat gleiður, maginn var holdugur án þess að hægt væri að kalla hann feitan, bringan loðin. Hann hallaði höfðinu aftur, ég sá meira að segja skeggrótina á hálsi hans. Inni í bústaðnum voru örfá húsgögn, leðursófinn, lítið sófaborð, matarborð og einn stóll. Hann hafði dregið allar gardínur frá gluggunum sem sneru út að vatninu. Ég fékk skyndilegan, þungan hjartslátt og lagði kíkinn frá mér áður en ég skráði færsluna í vasabókina. Eftir þetta sá ég hann ekki meira það sumarið og í vetur bættust ekki nema tvær skráningar við. Síðustu daga eru þær mun fleiri og það gleður mig að fylla loks síðurnar, ég vanda mig sérlega við ritunina. Það ískrar dálítið í hjörunum þegar dyrnar að litla svefnherberginu opnast. Á eftir ætla ég að sækja brúsa af WD-40 og smyrja allar lamir í húsinu, það er kominn tími á það. Unnur er þreytuleg að sjá. Hvernig gengur? spyr ég og styð á hnappinn á kaffivélinni fyrir hana. Unnur yppir öxlum og nuddar á sér hálsinn. Ljósbleikt naglalakkið er tekið að flagna, sé ég. Ljósið á kaffivélinni blikkar nokkrum sinnum tómlega út í loftið áður en hún rymur hátt og puðar í gang. Leifur hefur ekkert farið út, segi ég og finn fyrir augnaráði hennar á bakinu þegar ég sný mér eftir mjólk í ísskápinn. Það er síðasta löggin í fernunni og teið mitt verður skýjað í bollanum. Birgðirnar eru farnar að minnka og það eru fimm dagar eftir enn. Við þurfum líklega að biðja Kára að skjótast til okkar með meiri mat, stóru matvöruverslanirnar senda ekki heim hingað í sumarbústaðalandið. Ég hef ekki orðið var við að Leifur hafi fengið neitt sent. Og engar heimsóknir heldur, frekar en vanalega. Kannski birgði hann sig vel upp áður en hann kom. Bíllinn hans hefur staðið kyrr á stæðinu frá því að við komum en ég átta mig ekki á því hvort hann er líka í sóttkví eða jafnvel í einangrun. Kannski er hann lífshættulega veikur hérna við hliðina á okkur. Kannski er ekkert að honum. Ég veit það ekki. Það er að gera mig brjálaðan. Hvernig líður samstarfskonu þinni? spyr ég Unni. Elísabetu, hét hún það ekki? Sú sem veiktist? Unnur hellir sér í bolla úr stóra kaffibrúsanum, nuddar svo á sér augun. Hún hefur það ágætt, svarar hún. Ber sig vel.
BIO
124
Unnur er ekki eins og hún á að sér að vera. Líklega er ekkert okkar það. Nema þá Leifur. Honum brá síðast fyrir í gærkvöldi þegar ég var að ganga frá eftir kvöldmatinn, klukkan 19.57 samkvæmt skjáklukkunni á ofninum. Hann hallaði sér líka yfir sinn eldhúsvask, rjálaði eitthvað við karminn. Ég þóttist önnum kafinn við uppvask, myndaði skál með höndunum ofan í vaskinum og leyfði volgu vatninu að safnast upp. Sá útundan mér hvernig hann beitti sér af krafti þarna hinum megin, eins og hann væri að setja öxlina í gluggann. Ég leit upp. Hann horfði beint í augun á mér á meðan hann strengdi heklaða blúndugardínu yfir eldhúsgluggann, smeygði endanum upp á krók sem hann hafði skrúfað í karminn með handafli. Möskvarnir í gardínunni litu út eins og augu. Mér hitnaði í kinnunum. Þegar ég lét renna í hraðsuðuketilinn í morgun hafði hann stillt einhverju öðru í gluggann, framan við blúndugardínuna svo það blasti við. Leðuraskjan er kunnugleg í laginu, eins og utan af gömlum kíki. Ekki þar með sagt að það sé það sem hún geymir, ég veit það auðvitað ekki. Á eftir ætla ég að róa út á vatnið, soga að mér kyrrðina. Bera á hjarirnar sem ískra aftur þegar Unnur lokar á eftir sér. Kaffilyktin liggur í loftinu eins og blektaumur í vatni.
Sunna Dís Másdóttir er skáld og bókmenntagagnrýnandi. Hún er eitt Svikaskálda og hefur með þeim gefið út ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd, Ég er fagnaðarsöngur og Nú sker ég netin mín. Í störfum sínum fæst hún við skrif, gagnrýni, ritstjórn og ritlistarkennslu. Greinar eftir hana hafa meðal annars birst í dagblöðum, Tímariti Máls og menningar og Börnum og menningu. Sunna hefur stundað nám í ensku og ritlist við Háskóla Íslands og lokið meistaraprófi í Hagnýtri menningarmiðlun við sama skóla.
Iceland Review
Ljósmynd: Golli Texti: Gréta Sigríður Einarsdóttir
126
Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt. Falleg, skondin eða forvitnileg örnefni geta haft talsverð áhrif á hvernig við skynjum staði og landslag. Þessi tvískipti hver á jarðhitasvæðinu við Geysi væri engu verri þó nafnlaus væri en það er eitthvað heillandi við að hann beri nafnið Blesi.
Sumarjazzinn á sínum stað.
Alla laugardaga í júní, júlí og ágúst milli 15-17. Opið alla daga 11:00 - 22:00 | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | jomfruin.is
Iceland Review
KOLEFNISJAFNAÐU
FRÍTT Í Lykil- og korthafar Olís og ÓB sem skrá sig fyrir kolefnisjöfnun á olis.is eru sjálfkrafa þátttakendur í átakinu með okkur. Aðrir viðskiptavinir geta óskað eftir kolefnisjöfnun við kassa. Gildir út ágúst.
128
Skrá
ðu þ
olis.i
ig á
s
SUMAR
Keyrðu um landið með góðri samvisku í sumar.
Við sjáum um að kolefnisjafna aksturinn fyrir þig, þér að kostnaðarlausu til 1. september.
Olís – í samstarfi við Landgræðsluna
Það er alltaf stutt í þægilega bankaþjónustu Borga reikninga
Stýra yfirdrætti
Sækja um Núlán
Dreifa greiðslum
Byrja sparnað
Skoða rafræn skjöl
Millifæra
Finna pinnið
Frysta kort
Skipta um aðgang
Sækja um greiðslukort
Borga með símanum
Fá yfirsýn yfir fjármálin
Koma í viðskipti
Kaupa tryggingar
Þjónustuversskilaboð
Þú finnur allt á einum stað í Arion appinu Svo er þjónustuverið okkar opið alla virka daga kl. 9–16 í síma 444 7000. Ef erindið krefst afgreiðslu í útibúi bókum við fund og klárum málið þar. arionbanki.is